Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 1
An Official Announcement PÁLL REYKDAL Maður var hann einarður og fylginn sínum flokki og fór ei leynt með skoðun sína sannfæring og trú. Það bar á þessum einkennum meðan hann var hnokki. Hann hélt þeim maður gamall við sporð á Gjallarbrú. Þótt afyeg færi hann stundum sem ófær þótti hinum og um hann blési löngum í deilumálum hvast. Hann matti sína andstæðinga átti þá að vinum og átti þeirra hylli en hélt við mál sitt fast. P. G. Hraðinn er mikill í mannlífinu—og mikið er órækfað ó íslandi At a meeting of the Board of Governors of the University of Manitoba held on Wednesday, October 3rd, the first appoinÞ ment to the endowed Chair of Icelandic Language and Littera- ture was made. Mr. Finnbogi Guðmundsson was appointed Chairman of the Department of Icelandic Language and Litera- ture with the rank of Associate Professor. Professor Guðmundsson was born at Reykjavík in 1924. His parents are the late Guðmundur Finnbogason, Ph.D., and Mrs. Laufey Finnbogason (nee Vil- hjálmsdóttir). He passed his Matriculation examniations at Menntaskóli in Reykjavík 1943 with honurs. He took the Cand. Mag. Degree (Icelandic Language, Literature and History) at the University of Iceland, 1949 (first grade). He taught Latin in the Mennta- skóli 1946-47 and Icelandic 1949-50. Professor Guðmundsson was strongly recommended for this appointment by Dr. Alexander Opinber tilkynning Á fundi, sem háskólaráð Manitobaháskólans hélt á mið- vikudaginn þann 3. október, fór fram hin fyrsta embættisskipun til kenslustólsins í íslenzkri tungu og íslenzkum- bókment- um, er íslendingar með fjár- framlögum höfðu stofnað til. Hr. F i n n b o g i Guðmundsson var skipaður formaður fræðsludeild- arinnar í íslenzku og íslenzkum bókmentum með aðstoðar pró- fessors nafnbót. Finnbogi prófessor er fæddur í Reykjavík 1924, sonur Dr. Guð- mundar heitins Finnbogasonar og Laufeyjar Vilhjálmsdóttur; hann lauk stúdentsprófi við Mentaskóla Reykjavíkur 1943 með ágætri einkunn, en meist- araprófi í íslenzku, bókmentum og sögu við Háskóla íslands 1949. Hann kendi latínu við Mentaskólann 1946—’47, en ís- lenzku 1949—’50. Finnbogi prófessor hlaut ein- dregin meðmæli til þessa nýja embættis frá rektor Háskóla Is- lands, Dr. Alexander Jóhannes- syni, hinni norrænu deild Há-- skólans og frá Dr. Stefáni Ein- arssyni prófessor við Johns Hopkins háskólann. Faðir prófessor Finnboga var frábær lærdómsmaður, þjóð- kunnugt glæsimenni og um langt skeið yfirbókavörður við lands- bókasafn íslands. Hinum unga prófessor er þannig lýst, að hann sé hinn á- litlegasti í framkomu, og að námsferill hans við Háskóla Islands hafi verið með ágætum; nokkra æfingu hefir hann haft varðandi útgáfu fornrita, svo sem Flateyjarbókar. Þess er vænst, að prófessor Finnbogi komi til Manitoba inn- an nokkurra næstu vikna. Hann gefur sig ekki formlega við kenslu yfirstandandi háskólaár, en mun í þess stað ferðast um og heimsækja hin ýmsu, ís- lenzku bygðarlög, eigi aðeins í Manitoba, heldur og á öðrum stöðum í Norður-Ameríku. A. H. S. GILLSON forseti Manitobaháskólanfe Finnbogi Guðmundsson Prófessor Hinn fyrsti kennari við íslenzku fræðsludeildina við Manitoba- háskólann. Jóhannesson, Rector of the Uni- versity of Iceland, and also by the Faculty of Icelandic Lang- uage and Literature at that University, as well as by Dr. Stefán Einarsson of Johns Hopkins University. Professor Guðmundsson’s father was eminent sc’holar and national figure having been Librarian of the National Library of Iceland. He has been described as a very personable young man, whose scholastic record at the University of Ice- land is indeed a fine one. He has already hand some experience in editing old Icelandic texts (Flateyjarbók). It is expected that Professor Guðmundsson will arrive in Manitoba within the next few weeks. During this academic year he will give no formal instruction, but will be expected to travel and visit various Ice- landic communities not only in Manitoba but in other parts of North America. A. H. S. GILLSON Presidení Universiiy of Maniloba. SÍÐAN ég yfirgaf Island fyrir 40 árum og settist að vestur í Kanada get ég ekki sagt að ég hafi heyrt íslenzkt orð nema þann stutta tíma, sem ég dvaldi í Winnipeg. Þannig komst frú Jónína John son, 71 árs gömul íslenzk kona, að orði er blaðið hitti hana sem snöggvast að máli í gær á heim- ili bróður hennar, Hjálmars Þorsteinssonar húsgagnameist- ara. Hún hefir dvalið hér heima s.l. 3 mánuði. Frú Jónína talar ágæta ís- lenzku. — í hvaða tilgangi fóruð þér vestur? — Ég fór þangað með mann- inum mínum, sem er íslenzkur í aðra ættina og norskur í hina, til þess að setjast þar að. / Þurfium að vinna mikið. — Og svo hafið þið búið þar síðan? — Já, við bjuggum fyrst eitt og hálft ár í Winnipeg, en síðan fengum við fermílufjórðung í Manitoba fylki og reistum þar bú haustið 1912. Landið okkar 'var skógi vaxið og þar voru líka mýrakviksyndi. Þetta var erfitt land en við ræktuðum það mest allt og bjuggum þar í 13 ár. — Höfðum nautgripi, kindur, svín, hesta og hænsni. — Var ekki lífið fremur erfitt þarna? — Jú, við þurftum að vinna mikið. Við höfðum aldrei vinnu- fólk. Þá voru heldur engir vegir á þessum slóðum og gerði það alla flutninga til og frá búinu miklu erfiðari. Ðyggðu samkomuhús. — En svo hættuð þið búskapn- um? — Já, við fluttum í nálægt þorp, þar sem heitir Moosihorn og settum þar upp verzlun og byggðum þar samkomuhús, sem ekkert var þar til. Þar hefir okk- ur vegnað ágætlega. Þar búa aðallega þýzkir, pólskir og rúss- neskir innflytjendur. Námu- gröftur er aðalatvinnugrein fólksins þar. Afkoma þess er góð, þar hafa allir nóg að bíta og brenna og búa í sæmilegum húsakynnum. — Hafði ekki styrjöldin marg- vísleg áhrif á líf almennings þar? — Jú, heimsstyrjaldirnar báð- ar bitnuðu á marga lund á fólk- inu. Allar vörur voru skammt- aðar og fjöldi af ungum mönn- um voru kallaðir í herinn. Sum- ir þeirra komu aldrei heim aftur. Þeir féllu á vígvöllunum. Mikið eftir að rækía. — Og nú eruð þér aftur komn- ar heim til gamla landsins. — Já,' mér finnst indælt að hafa fengið tækifæri til þess að sjá margvíslegar breytingar, sem hér hafa orðið síðan ég fór. En það er mikið eftir af óræktuðu landi á íslandi ennþá, landi, sem er auðvelt að brjóta og hafa af góðan arð og uppskeru. — Eruð þér á leiðinni vestur aftur? — Já, ég fer á miðvikudaginn kemur fljúgandi, verð líklega um það bil 30 klst. alla leið vest- ur í Moosehorn. Flýg um New York, Toronto og Winnipeg en þaðan er stutt heim til mín. Það er mikill hraðinn í mannlífinu nú á tímum. — Ég vildi mega biðja Morg- unblaðið að flytja skyldfólki mínu og vinum innilegt þakk- læti fyrir ánægjulegar samvistir hér heima í þessa þrjá mánuði, sem ég hef verið hér. Ég er þeim, og þá ekki sízt Hjálmari bróður mínum, sem ég hef dvalið hjá, þakklát fyrir að hafa fengið að sjá marga fegurstu staði íslands á þessu ferðalagi mínu. Þannig komst þessi sjötugi Vestur-íslendingur að orði. 1 kvöld heldur frú Jónína í annað sinn vestur um haf. S. Bj. —Mbl. 5. sept. SÖNN VINÁTTA Efiir Alberl L. Halldórsson Sönn vinátta veitt og þegin er vermandi ljós frá sól. Hún verður ei mæld né vegin, hún veitir í hríðum skjól. Og lííið þá finst oss fegra ef finnum vér trúan vin, og helgara’ og hátíðlegra — sem himinsins endurskin. Sönn vinátta’ er verndargyðja, sem veitir í þrautum lið. Hún fús er að styrkja’ og styðja: hún stendur oss æ við hlið. Á heimsvegum bröttum, hálum þó háð séum margri rún, frá skaðsemi skyldum sálum og skelfingu bjargar hún. Ef öldurnar stormur ýfir og afneitar friði’ og ró, er vináttan höfn, sem hlífir við háska á lífsins sjó. Sem limrík og laufguð hrísla hún lúnum er hvíld og værð. Þar hugljúfar raddir hvísla. — Vor hugsun og sál er nærð. Sönn vinátta veitt og þegin er vermandi Ijós frá sól; hún verður ei mæld né vegin: hún veglýsir pól frá pól. Og megi hún metin verða og mikluð kyn eftir kyn: því guð ann þeim gæfuferða, sem gaf hann trúfastan vin. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Jack St. John Við bæjarstjórnarkosningarn- ar í Winnipeg, sem fram fara þann 24. þ. m., leitar Jack St. John bæjarfulltrúi endurkosn- ingar í 2. kjördeild; hefir hann reynst einn hinn ágætasti mað- ur í bæjarstjórn, og ætti að eiga endurkosningu vísa. Úr borg og bygð Nýlátin er á Gimli frú María Borgfjörð, mæt kona hnfgin að aldri; maður hennar, Magnús Borgfjörð, lézt fyrir nokkrum árum. ☆ Mr. Thor Stephenson, sem er kunnur lærdómsmaður í þjón- ustu National Research Council of Canada, hefir verið valinn til að sækja alþjóða flugmálaþing, kynna sér Aero Nautical stofn- anir og framleiðslu flugvéla. Mr. Stephenson verður nálægt tveggja' mánaða tíma á ferða- laginu, og heimsækir, auk Eng- lands, Frakkland, Holland og Svissland. ☆ Fundur í Stúkunni HEKLU, I.O.G.T. næstkomandi mánudag, 15. október, á venjulegum stað og tíma. Þing kvaf’t til funda Á þriðjudaginn var sambands- þingið í Ottawa kvatt til funda, og las landsstjórinn, Alexander vísigreifi, boðskap stjórnarinnar til þingsins; eitt fyrsta málið. sem þingið vafalaust tekur til meðferðar, lýtur að fullgyldingu Uii tyrkslöggjafarinnar, en slíkt verður í rauninni einungis formsatriði, því áður en þingi var frestað, í sumar, tjáðu allir þingtlokkar sig eindregið fylgj- andi málinu; þá má þess og vænta, að brátt komi til um- ræðu og úrslita, ráðstöfun stjórnarinnar í þá átt, að senda canadíska herdeild til Þýzka- lands á öndverðum vetri til stuðnings varnarbandalagi Vest- ur-Evrópu. Victor B. Anderson Mr. Anderson hefir um langt skeið átt sæti í bæjarstjórninni í Winnipeg, og yfir höfuð reynst hinn nýtasti fulltrúi, þó Lögberg sjái ekki auga til auga við hann í núverandi deilu um raforku- málin. Mr. Anderson leitar endurkosningar í 2. kjördeild þann 24. þ. m. Elisabeth ríkisarfi og herfoginn af Edinburgh komin í heimsókn Nokkru fyrir hádegi á sunnu- daginn var, komu flugleiðis til Montreal frá London, Elizabeth ríkisarfi og maður hennar, her- toginn af Edinburgh; fagnaði þeim hjartanlega margmenni á Dorval flugvellinum; um leið og hinir konunglegu gestir stigu niður úr flugfarinu, lék hljóm- sveit mikil brezka þjóðsönginn, en um leið buðu þeir Alexander vísigreifi landstjóri í Canada og Mr. St. Laurent forsætisráð- herra hina tignu gesti velkomna til landsins; næst var ferðinni heitið með járnbrautarlest til Quebecborgar. Vegna öryggisástæðna, voru sjö herskip .á siglingu á þeim svæðum, er flugvél hinna tignu gesta fór yfir, og stóðu skipin í stöðugum radiosamböndum við •fkigvélina; milli skipanna voru aðeins þrjú hundruð mílur. Ferð in gekk að öllu hið ákjósanleg- asta. Hinum konuglegu gestum verður fagnað í Winnipeg þann 16. yfirstandandi mánaðar. £ Fró Kóreu Þó fréttir frá Kóreu séu ekki sem ljósastar um þessar mundir, bendir eitt og annað til þess, að hugsanlegt sé að viðræður varð- andi vopnahlé, kunni þá og þeg- ar að hefjast; snarpar orustur fara daglega fram á öllum víg- stöðvum, og hafa herir samein- uðu þjóðanna í flestum tilfell- um, unnið einn sigurinn öðrum meiri. Sendinefnd fró íran Komin er til New York sendi- nefnd frá íran undir forustu Mossadegh forsætisráðherra, til að mæla máli þjóðar sinnar í ör- yggisráði sameinuðu þjóðanna, þangað höfðu brezk stjórnarvöld skotið máli sínu varðandi lausn olíudeilunnar miklu; hvernig fram úr ræðst, er vitaskuld enn á huldu. Mr. Mossadegh er maður hniginn að aldri og mjög bilað- ur á heilsu; verður hann að haf- ast við í sjúkrahúsi í New York. Gert við brúna ó Fjarðaró Frá fréttaritara Tímans Borgarfirði eystra. Vinna er hafin við uppfyll- ingu að Fjarðarárbrú, er skemmdist um mánaðamótin. Fyllt verður upp í farveg þann, er áin gróf sunnan brúarinnar. Er dýpt farvegsins allt að fimm metrar og breiddin fimmtán til tuttugu metrar. — Árni Pálsson, verkfræðingur hjá vegagerðinni, kom hér fyrir síðustu helgi, og taldi hann brúna færa öllum minni bifreið- um, en nánari athugun mun fara fram á burðarmagni brúar- innar. — Fjarðarárbrú er 42 metra löng, byggð árið 1945. —TÍMINN, 20. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.