Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. OKTÓBER, 1951 * 5 w'wwvvvvvvvwvirvwwwwwv* LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ELZTU ÍSLENZKU BIBLÍURNAR Margir munu eiga gamlar og fágætar íslenzkar bækur í fór- um sínum, sem þeir sennilega munu gefa, fyrr eða síðar, deild- inni okkar íslendinga við Mani- toba háskólann. Þar eiga þær heima og þar geymast þær ó- hultar um alla framtíð. Til dæm- is myndi það auka á hróður deildarinnar, að eiga allar elztu íslenzku biblíurnar því þær eru merkar íslenzkar menningar- menjar. Hér fara á eftir ýms heiti, sem þessum biblíum hafa verið gefin og útgáfuár þeirra: 1. Guðbrandarbiblía 1 5 8 4. Fyrsta heildarútgáfa ritningar- innar, gefin út af Guðbrandi biskup Þorlákssyni að Hólum. Að prentun biblíunnar unnu „sjö sveinar í tvö ár“. Hún er 1444 blaðsíður að stærð. Sumir segja að upplag biblíunnar hafi verið 500 eintök, en aðrir 1000 eintök. Verð hennar var hátt (8—12 dalir, eftir bandi, þ. e. 2—3 kýrverð). 2. Þorláksbiblía, 1644. Gefin út af Þorláki biskup Skúlasv)ii að Hólum. 3. Steinsbiblía, 1728. Gefin út af Steini Jónssyni biskup að Hólum. 4. Waysenhúsbiblía, 1747. Gef- in út undir umsjón Jóns Þor- kelssonar í Kaupmannahöfn. 5. Harmagrútsbiblía, 1813. Gef- in út í Kaupmannahöfn. Var gefið nafnið vegna prentvillu: „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað Harmagrátur Jeremiæ. 6. Biblía, 1841. Gefin út í Við- eyjarklaustri af O. M. Stephen- sen. ☆ SVAR Fyrir nokkru síðan var þess getið í þessum dálkum, að um 400,000 giftar konur í Canada stunduðu nú atvinnu utan heim- ilis. Flestar þessar konur eru sennilega tarnlausar eða börn þeirra eru uppkomin og fyrir þær konur er það enginn vandi, að taka að sér slík störf, meira að segja er það æskilegt að þær taki að sér nýtileg störf í stað þess að eyða miklum tíma í iðju- leysi og fánýtar skemtanir. — Hins vegar var það í greininni talið þjóðfélaginu hættulegt ef mæður, er eiga ung börn, væru nauðbeygðar til að ganga út í vinnu vegna þess að kaupgjald heimilisföðursins hrekkur ekki fyrir þörfum heimilisins sökum hinnar hækkandi dýrtíðar. í greininni var það og sterklega tekið fram, að hver einasta móð- ir ætti að eiga rétt til þess að sinna sjálf börnum sínum eftir þörfum, og að hvert einasta barn ætti að fá að njóta um- önnunar móður sinnar, svo framarlega sem hún er á lífi og er fær um að annast það. Það hefir verið oftar en einu sinni bent á það í þessum dálkum, að barnið þarfnast umfram alt ástúðar og umhyggju móður- innar. Að lokum var bent á það í ofnannefndri grein að ef nauð- synlegt væri að mæður stund- uðu vinnu utan heimilis, ætti að setja á stofn nægilega mörg dag- heimili fyrir börn, svo að mæð urnar þyrftu ekki að hafa á- hyggjur út af þeim meðan þær væru við vinnu sína. I tilefni af þessu fékk ég bréf frá einum lesanda mínum, sem er víst kommúnistatrúaður, og að sjálf- sögðu snýr hann orðum mín- um við, eins og þeirra manna er vísa, og hlakkast yfir því, að nú sé ég loksins farin að mæla með “The Russia n method of dealing wit'h w o m e n and children!” Og hvaða aðferðum beita kommúnistar við konur og Fíllinn er þarfur þjónn Ýmislegt um tamda fíla og vilta börn? Þeir stefna að því mark- vist að slíta allar mæður frá börnum sínum; gjalda mönnum þeirra svo lágt kaup, að þær verða nauðugar viljugar að ganga út í hvaða erfiðisvinnu, sem þeim býðst, en börnunum, jafnvel hvítvoðungum er hrúgað inn í hina svokölluðu „Créches“ eða vöggustofur og barnagarða. Orsök dýrtíðarinnar hér í landi er ekki sízt sú, að stjórn- in er nauðbeygð að leggja þunga skatta á almenning til þess að standa straum af her- vörnum landsins gegn stríðs- ógnum kommúnista. Ef ekki væri fyrir það, að kommúnisjar héldu áfram vígbúnaði sínum eftir síðasta stríð og lögðu og eru að íeyna að leggja undir sig varnarlausar þjóðir, myndi eng- in þörf vera hér til að búast til varnar gegn þeim og almenn vellíðan myndi ríkja í landinu. Og þá væri og sennilega engin þörf hér fyrir nokkrar mæður að ganga út í vinnu. Þær, sem þess þurfa, eru mjög fáar af heildinni; þær eru næstum undantekningar, en á meðan nokkrar konur eru í þeim kringumstæðum, ættu þær vit- anlega að fá einhverja aðstoð til þessað tryggja það að börn þeirra séu óhult meðan þær eru að heiman. Meiri hluti rússneskra mæðra vinnur utan heimilis og þær eru nauðbeygðar til þess að vinna verk, sem hér eru talin einungis við hæfi karlmanna vegna þess hve þau eru erfið; þær vinna við smíðar, járnbrautir, skógar- högg, uppskipun, stáliðnað, vega gerð og jafnvel í námunum. Frönskum námumanni, sem kom til kolanámanna í Gpr- lovka og Don Basin, ofbauð að sjá konur, sumar komnar yfir sextugt, vera við vinnu í nám- unum. Sovietkonan vinnur ekki ein- ungis á við karlmann allan dag- inn, hún verður einnig að laga mat, þvo og bæta og standa lengi í röðinni fyrir utan búð- ina til þess að ná í nauðsynja- vörur sem hún þarfnast. Þar að auki verður hún að sjá um litla grænmetisgarðinn, en án hans gæti fjölskyldan varla haldið sér lífinu. Þegar hún loks getur lagst til hvíldar yfir sig komin af þreytu, ber hún kvíðboga fyrir því að hún vakni ekki til þess að komast í vinnu í tæka tíð, því hún á enga vekjara- klukku. Ef hún er 20 mínútum of sein í vinnu, er hún sektuð og ef hún verður oft sein, er hún send í fangabúðir. Enn er til fámenn stétt kvenna í Rússlandi, sem eru svo ham- ingjusamar að tekjur eigin- manna þeirra eru það háar að þær geta verið heima og sinnt hinum eðlilegu móðurskyldum sínum. í þeim hóp eru konur liðsforingjanna í Rauða hern- um. Nú virðist hafin skipulegur áróður til þess að knýja þær til að vinna við utan heimilisstörf. í blaði hersins, Red Star, 20. á- gúst, 1950, er skýrt frá því hve hneykslaður fréttaritari frá blaðinu hafi orðið, þegar hann heimsótti Major Burakov, verk- fræðing, í íbúð hans, og komst að því að konan hans var út- skrifuð frá Polytechnic Institute, en var nú húsmóðir. „Ég býst við að hægt sé að segja um þig“, sagði fréttaritar- inn við hana, „að stjórnin hafi varið miklum peningum í það að menta sérfræðing, en að sér- fræðingurinn hafi skilið við verkstæðið til að fara í eld- húsið“. Konu verkfræðingsins sárnaði og hún svaraði: „Heimili er líka ÞAÐ MUN óhætt að fullyrða, að ef fíllinn væri á stærð við hús- dýr, þá mundi hann vera í mes‘tu afhaldi meðal mannanna. Hann er vinfastur, glaðlyndur, þrek- mikill og gáfaður. Þeir, sem hafa athugað fíla manna bezt, geta eigi nógsamlega dáðst að þeim. Þrjú fílakyn eru til í heimin- um, tvö í Afríku og eitt í Asíu. En Asíufíllinn skiptist aftur í fjórar kynkvíslir, indverska fíl- inn eða Burma-fílinn, Ceylon- fílinn, Malaja-fílinn og Sumatra fílinn. Allir hafa þeir miklu minni eyru heldur en Afríku- fílarnir, og kvenfílarnir í Asíu hafa engar höggtennur. Full- orðinn Afríku-fíll er líka nær helmingi stærri en Asíu-fíll og miklu hættulegri viðureignar. Þeir sjá yfirleitt illa, sjá tæþ- lega mann á tuttugu metra færi, en þeir eru þefnæmir og geta fundið þef af mönnum á 1000 metra færi. Sumir segja, að Afríku-fíllinn sé ekki jafn gáfaður og kynbróð- ir hans í Asíu, en sannanir vant- ar fyrir því. Hitt er víst, að hann er margfalt duglegri. Á- stæðan til þess að Afríku-fíllinn hefir ekki verið taminn öldum saman eins og ind^verski fíllinn, er engin önnur en sú, að Svert- ingjar hafa hvorki haft lag né þolinmæði til þess. En nú er sagt að flytja eigi fílatemjara frá Asíu til Tanganyika og Suður Rhodesiu, til þess að temja fíla þar, en ekki er vitað, hvort úr því verður. Belgiska stjórnin hefir þegar um hálfa öld haft fílatamningaskóla í Gangala na Bodio, sem er rétt hjá landa- mærum Sudans. Leopold kon- ungur II. stofnaði þennan skóla árið 1900. Þarna eru 40—60 fílar tamdir árlega. Það er á allra vltorði, að vilt- um dýrum fækkar nú mjög í heiminum. Þau hafa verið veidd og maðurinn hefir hrakið þau frá heimahögum sínum. En nú er reynt að bæta úr þessu með því að láta dýrin hafa friðland á sérstökum slóðum. Þar á með- al má nefna Wanike Game frið- landið í Suður-Rhodesiu. Nú hefir fílum fjölgað þar svo mjög, að hætt er við að þeir fari að dreifast þaðan og leita sér sjálf- ir að nýjum högum. Árið 1944 var talið, að þarna mundu vera um 2000 fílar. En hjörðin var ekki alltaf jafn stór, því að um rigningartímann fluttu þeir sig til Bechuanalands í hópum. Nú eru þeir farnir að slá sér norður 1 á bóginn, að bökkum Zambesi- fljóts. í Indlandi hefir fílum fækkað stórkostlega með aukinni menn- ingu þar í landi. Víða er hann nú talinn óþarfur, því að trakt- orar hafa tekið við störfum hans. Það er einnig sagt að hvinur- inn af sífeldri umferð flugvéla, hræði dýrin mjög, og það verði þess valdandi að viðkoman hafi stórum minnkað. I Burma er talið að séu 6000 fílar. Ekkert húsdýr er jafn hand- gengið tamningamanni sínum eins og fíllinn, enda er talið heppilegast að fíllinn og sá, sem á að stjórna honum alist upp saman. Það er oft að drengur og fíll, sem eru jafngamlir, verða leikbræður í æsku. Vináttan mikilsvert. Þar að auki er ég að ala upp tvö börn“. Red Star blaðinu fanst þessi málsvörn konunnar fyrirlitleg: „Það vita allir, að börnin ment- ast bezt með því að foreldrarnir gefi þeim gott fordæmi með því að vinna bæði. Hvað veit annars Natalya Pavlovna (Burakov) um uppeldi og mentun þegar hún sjálf rækir ekki sína aðalskyldu við þjóðfélagið?“ Þessum aðferðum beita nú kommúnistar við konur og börn á Rússlandi. (Síðari hluti þessarar greinar er þýðing úr grein eftir Dr. Watson Kirkconnell). helzt, og þegar báðir hafa náð fullorðins aldri og fíllinn fer að vinna, þá stjórnar vinur hans honum. Það er margt líkt með fílnum og manninum og þó þetta helzt að báðir ná þroska á sama tíma og verða hér um bil jafngamlir. Fíllinn er í blóma aldurs síns, þegar hann er 30—35 ára. En þegar hann er sjötugur er hann orðinn hrumur og veit þá að hann á ekki samleið með hjörð- inni. Hann tekur sig þá út úr og fer einn síns liðs. Heldur hann sig þá oft á fljótsbökkum, þar sem mjúkur gróður er, og oft verða ævilok hans þau, að hann druknar þegar flóð kemur í fljótið. Það er mjög auðvelt að temja fíla ef þeir nást mjög ungir. En ef þeir eru orðnir 15—16 ára, eru þeir ekki lambið að leika við. Er þá leitað aðstoðar aldr- aðra taminna fíla til þess að kenna þeim og venja þá við ófrjálsræðið. Viltir fílar fara mjög dult með ástalíf sitt og enginn fíll má vera við þegar móðir elur af- kvæmi. En sérstakir fílar úr hjörðinni eru þá settir á vörð, til þess að sjá um að móðirin verði ekki fyrir neinu ónæði. Og þegar það er kunnugt að nýr fíll er fæddur, er því t.ekið með mikilli gleði, og hjörðin öll öskr- ar og stappar niður fótunum, svo að jörðin skelfur. Það gera þeir til þess að fæla burtu tígris- dýr, sem alltaf sitja um nýborna kálfa. Þó er talið að nær fjórði hver kálfur í Burma verði tígris- dýrum að bráð. Margar sögur eru sagðar um greind fíla, bæði taminna og ó- taminna. Þessi saga er frá Suður Rhodesiu: Ferðamenn á bíl vissu ekki fyrri til en þeir voru komnir inn í miðja fílahjörð. Þeim kom saman um að staðnæmast og láta ekkert heyrast í vélinni. Væntu þeir þess,.að fílarnir mundu þá fara. Og til þess að flýta fyrir því og reka þá á flótta, fann einn upp á því að skjóta upp í loftið. En ein fílkýrin lét sér ekki bregða. Hún réðist aftan á bíl- inn og hratt honum áfram með svo miklu afli að öllum þótti nóg um. Bílstjórinn sá þá ekki annað fangaráð en að setja vél- ina í gang og láta bílinn fara eins og hann komst. Ef þig skyldi langa til að sjá fíla við vinnu, þá verðurðu að koma á vinnutíma. Það er þýð- ingarlaust fyrir þig að koma nokkrum mínútum eftir 12, ef miðdegishvíld hefst klukkan 12. Fílarnir neita algjörlega að vinna yfirvinnu, og er það sama sagan í Indlandi, Burma og Afríku. Þeir vita allir upp á hár hvenær hvíldartími á að byrja og þá hætta þeir hvernig sem á stendur. Einu sinni ætlaði mað- ur nokkur í Stanleyville í Afríku að láta tvo fíla vinna einnar stundar yfirvinnu. Þeir neituðu báðir að hlýða. Þá reyndi mað- urinn að múta þeim með banön- um. Annar þeirra féll fyrir freistingunni og byrjaði að vinna, en hinn varð öskuvondur, stappaði niður fótunum og öskr- aði af bræði til að sýna það, að hann léti ekki múta sér til að brjóta umsamdar reglur. Flugur áreita fíla mjög, og ef þeir ná ekki að klóra sér á ein- hverjum stað, brjóta þeir grein af tré og klóra sér með henni. Bjöllur eru settar á unga fíla í tamningu, en þeir hafa það til að slíta þær af sér og stelast síð- an inn í ávaxtagarða. W i 11 i a m hershöfðingi hefir skrifað bók um fíla og segir þar meðal annars: „Fíllinn lærir eins lengi og hann lilir, því að hann hugsar. Viltur hundur kemst ekki í hálfkvisti við fíl um vitsmuni“. Hann segir eina sögu til sannindamerkis um það að fílar skilji það, sem við þá er sagt. Maður á fílsbaki skipaði honum að rétta sér spjót sitt, sem lá á jörðinni. Fíllinn tók upp spjótið og rétti manninum svo að fjöðrin vissi að honum. Þá lét reiðmaðurinn skammirnar dynja á honum fyrir heimskuna og skipaði honum að rétta sér skaptið. Fíllinn sneri spjótinu í rananum og rétti manninum skaptið. , Einu sinni lentu fílkýr og kálfur í flóði og straumurinn var svo mikill að við sjálf lá að hann sópaði kálfinum með sér. Þá brá kýrin rananum utan um kálfinn og lyfti honum upp á klett, þar sem honum var óhætt. Fílar eru duglegir að synda og menn vita dæmi þess, að þeir hafa synt mílu vegar. En þegar þeim er sundriðið þá hafa þeir það til að stinga sér á kaf til þess að hrekkja reiðmanninn. En maðurinn gerir alltaf ráð fyrir þessu og hann dregur djúpt að sér andann áður en fíllinn fer í kaf, svo að þetta gerir honum ekkert til, því að fílar geta ekki staðið lengur á öndinni en menn. Mjög eru fílar þorstlátir. Það er talið að fullorðinn fíll geti drukkið 600—700 lítra í einu, en meðal vatnsskammtur fíls á dag er um 250 lítrar. Mikla á- nægju hafa þeir af því að baða sig og ef vatnið er ekki nógu djúpt til þess að þeir fari í kaf, þá sjúga þeir vatn upp í ranann og gusa því á sig líkt og þeir fái sér steypibað. —Lesb. Mbl. Fiskaflinn 50,000 lestum meiri en í fyrra Fiskaflinn í júlí 1951 varð 64.632 smálestir, þar af síld 33.418 smálestir en til saman- burðar má geta þess, að 1 júlí 1950 var fiskaflinn 33.462 smá- lestir, þar af síld 15.475 smá- lestir. Fiskaflinn frá 1. janúar til 31. júlí 1951 varð alls 251.710 smá- lestir þar af síld 34.125 smálestir, en á sama tíma 1950 var fiskaf- inn 199.567 smálestir, þar af síld 15.647 smálestir og 1949 var afl- inn 187.733 smálestir, þar af síld 6.341 smálestir. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 26.830 (26.802) smálestir, til frystingar 74.752 (44.940) smálestir, til söltunar 51.120 (87.669) smálestir, til herzlu 6.204 (475) smálestir, í fiskimjölsverksmiðjur 56.564 (22.608) smálestir, annað 2.115 (1.426) smálestir, síld til söltunar 6.440 (1.012) smálestir, síld til frystingar 235 (478) smálestir, síld til bræðslu 27.450 (14.157) smálestir. Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undan- skilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður.—TÍMINN, 13. sept. Ráðvandasti maðurinn í New York Maður nokkur frá Sandvíkur- eyjum, 67 ára gamall, Frank Greges að nafni, skálmaði upp og niður Wallstreet í New York, berandi auglýsingarnar sínar. Alt í einu rak hann fótinn í dá- lítinn böggul, og er betur var að gætt, voru það verðbréf, 42000 dollara virði. Útanáskrift var á bögglinum og hann fór tafarlaust til bankans Belden & Co. og afhenti peningana, því að sá banki var eigandi þeirra. Þeir þökkuðu honum, en létu hann engin fundarlaun fá. En blöðin komust samt á snoð- ir um þetta og rituðu langar lofgreinar um Greges. Hann var kallaður ráðvandasti maðurinn í New York, kvikmynd tekin af honum í vikublöðunum; hann talar í útvarp um, hvernig það sé að finna fé — og skila því. Hann er dagsins konungur. Blöðin eru steinhissa á, að Belden & Co., hefir ekki goldið honum fundarlaun. Bankamenn- irnir fá samvizkubit af því, gera boð eftir honum og gefa honum fríða fúlgu af peningum og veita honum þar að auki fasta stöðu og skrifstofu og allan út- búnað, sem stöðunni hæfði. Þetta var nú ein óslitin sólar- sága. En nú fór að slá 1 harð- bakka fyrir honum. Greges hafði aldrei étið reglu- lega máltíð árum saman, át nú yfir sig og varð taugaveiklaður. Og ekkert botnaði hann í því, að menn skyldu ekki hafa hann í hávegum sem áður. Hann var daglega að fletta dagblöðunum, til að finna þar myndina af sér og leitzt ekki á blikuna, þar sem enginn varð til þess að minnast á hann. Einu sinni komu frétta- snatar og blaðaljósmyndarar til Belden & Co. Hann gaf sig þá fram allur Ijómandi af gleði; en hann varð fyrir sárum vonbrigð- um, því að hann varð þess var, að þeir voru að hitta banka- stjóra í alt öðrum erindum en að taka mynd af honum. Hann fór nú að verða undar- legri með hevrjum deginum, sem leið, og að lokunx heldur hann að hann sé Drottinn' sjálf- ur. Hann situr með nokkrum vinum á matsöluhúsinu, þar sem hann býr, og segir, að hann geti sannað, að hann sé Guð. „Ég þarf ekki nema að líta á ein- hvern mann og hrópa: „Þú skalt deyja!" Þá deyr hann. í sömu andránni gengur einn vinur hans inn, J. Gryzvackz; Sand- víkingurinn hefur sig þá upp og hrópar með hræðilegri röddu: „Þú skali deyja!" Og sjá, Gryz- wackz fellur kylliflatur á gólf- ið og er öenduf. Nú er aftur farið að minnast á ráðvandasta manninn í New York. Maðurinn, sem drepinn var, var þá krufinn og kom þá í ljós, að hann hafði gengið með hættulegan hjartasjúkdóm. — Greges var þá sendur á geð- veikrahælið, til þess að hann skyldi ekki gera meira ilt af sér. Yfirlæknirinn segir þá, að maðurinn hafi orðið vitstola af því, hve mikið hafi verið haft við hann; svo hafi það stutt að því, að hann át yfir sig. Kröft- ugi maturinn, sem honum var borinn ,svona skyndilega, hafi framleitt svo mikið blóð, að hinu veika hjarta hans, hafi orð- ið um megn að koma því áleiðis. Svo hafi það lagst á heilann og nú sé vafasamt, hvort hann nái sér nokkurn tíma aftur. Svona ömurlega fór þá fyrir ráðvandasta manninum í New York. Free Winter Storage Send your outboard motor in now and have is ready for Spring. Free Kstimate on Repairs Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service BREEN MOTORS Ltd. WINNIPEG Phone 927 734

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.