Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1951 ----------------------------------- Deilan um Súezskurðinn Það er vaxandi órói í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins eins og fréttir hafa um langt skeið borið með sér. Mesl hefir undanfarið borið á deilunni út af olíunni í íran. En nú er ný deila kominn til sögunnar, sem einnig geiur haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Það er deilan um Súezskurðinn, sem þekktur prófessor suður í ísrael, Touvia Ashkenazi. segir frá í eflirfarandi grein. FYRIR UM SJÖTÍU ÁRUM, •eða 17. júlí 1882, skaut brezk flotadeild á egypzku borgina Alexandríu. Þetta var upphaf að hernámi hennar og því að leggja Egyptaland allt undir veldi Breta. Tilgangur þessa var að gefa Bretum tækifæri til að hafa 'sem öruggast eftirlit með lífæð brezka heimsveldisins, Suez- skurðinum. í dag standa Bretar frammi fyrir þessu sama vandamáli, en nú verður þetta vandamál ekki leyst með stjórnmála-aðferðum heimsveldisstefnu nítjándu ald- arinnar. Slíkt myndi óhjákvæmi lega verða þess valdandi, að hið tiltölulega veikbyggða samband Mið-Austurlanda og hinna vest- rænu lýðræðisríkja myndi líða undir lok. Atburður, sem gerðist hinn 1. júlí s.l., er egypzkt herskip réð- ist að og hertók brezku freigát- una, Empire Roach, flýtir vissu- lega fyrir sköpun slíks ástands. 1 greinargerð brezka sendi- herrans í Egyptalandi var at- burði þessum lýst sem „ólögleg- um og heimildarlausum afskipt- um af siglingum um Zuesskurð- inn“. Tíu dögum síðar lýsti egypzka stjórnin yfir hættu- ástandi og bannaði opinber fundarhöld og hópgöngur, af ótta við uppþot í tilefni hins 70 ára gamla atburðar, er Bretar skutu á Alexandríu. Hinn 12. júlí óskaði ísrael í- hlutunar öryggisráðsins í þeim tilgangi að fá lokið „sjóræningja framferði“ Egypta gagnvart skip um Israel, bæði olíuflutninga- skipum og öðrum, er sigla um Zuesskurðinn. Fjórir meðlimir öryggisráðsins, Bretland, Frakk- land, Noregur og Bandaríki N,- Ameríku, hafa síðan kært yfir því, að rétti þeirra sem sjóvelda hafi verið ógnað af Egyptum. Bandaríkin hafa í raun og veru samkvæmt opinberum upplýs- ingum, m ó t m æ 11 aðgerðum Egypta í Zuesmálinu „að minsta kosti tíu sinnum á síðastliðnum mánuðum“. Það er því næsta augljóst, að í uppsiglingu eru átök milli Egyptalands og hinna vestrænu lýðræðisþjóða, ekki ósvipuð og deilan í íran; en átök þessi á- samt íransdeilunni geta hæglega hleypt öllu í bál og brand í Mið- Austurlöndum áður en við er litið. Það er þess vegna mikil- vægt, já bráðnauðsynlegt, að gera sér grein fyrir ástæðum Egypta til þess að hefta sigling- ar um Zuesskurðinn. Ekki var heimsstyrjöldinnl síðari fyrr lokið, en Egyptar, sem bandamenn björguðu við Ei Alamein frá hernámi möndul- veldanna, kröfðust endurskoð- unar á samningnum við Breta frá 1936, ásamt kröfu um burt- köllun alls brgzks herafla frá Egyptalandi og Zues. Egyptar voru með þessu að undirstrika þá þjóðerniskennd, sem vakin var með hernámi Breta á Alex- andríu á sínum tíma. I desembermánuði 1950 varð utanríkismálaráðherra Bret- lands, Bevin, við kröfum Egypta, þó með því skilyrði, að Bretar hefðu rétt til þess að hafa her manns á egypzkri grund til ör- yggis Zuesskurðinum. Hins veg- ar halda Egyptar því fram, að slíkt herlið væri með öllu ónauð- synlegt, nema á ófriðartímum. Samningnum var neitað, og Egyptar skutu máli sínu til sam- einuðu þjóðanna, þó án árang- urs, en Bretar sátu eftir sem áður við skurðinn. Rök Egypta voru auðvitað þau, að krefjast algerrar og af- sláttarlausrar sjálfstjórnar. Það skipti éngu máli, hversu gagns- laus hún væri í sjálfu sér; slíkt stjórn yrði tekin fram yfir er- lenda stjórn, þótt áhrif hennar væru næsta veik og góðviljuð. í sambandi við Empire Roach viðburðinn reyndi egypzka þjóð- ernishreyfingin að standa ó- studd, jafnframt því, sem reynt var að afmá það, sem eftir var af brezkri yfirstjórn. Frekari erfiðleika á brezk- egypzka sambandinu og aukin áhrif egypzku þjóðernissinnanna má rekja til stofnunar hins nýja ríkis Gyðinga, Israel. — Eftir hreystilega vörn þess og baráttu við fimm arabísk árásarríki árið 1948 samdi ísrael vopnahlé við hvert þeirra; en í dag um það bil þrem árum síðar, hafa engir friðarsamningar verið gerðir, svo að ófriðarástand er enn form- lega ríkjandi. Frá því aCr vopnahlésnefnd sameinuðu þjóðanna mistókst að fá Araba til þess að ganga til samninga, hefur ísrael sann- færzt um það, að eingöngu þvingun vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna geti áorkað því, að það hljóti þann friði, sem það þráir og þarfnast. En vesturveldin hafá neitað hlutverki málamiðlarans, svo að ísreal*hefur neyðzt til þess að halda áfram að hafa her; — því vopnahlé það, sem samið var milli% ísrael og hinna arabísku nágranna, hefur mjög einkennzt af landamæraskærum, og eru á- tökn í sambandi við yfirumsjón með hlutleysisbeltinu í Ytri-Gal ileu þau nýjustu af nálinni. Þessu var fylgt eftir með sam- einuðu þjóðunum eftir fyrirskip un Arababandalagsins, sem hef- ur höfuðstöðvar sínar í Kairó. En stefna þess er að efla þjóðernis- hreyfingu Arabaríkjanna, svo og Egyptalands, með það fyrir aug- um að flæma alla útlendinga“ burt úr Mið-Austurlöndum, þar með talda I s r a e 1 s me n n, sem með lýðræðisskipulagi sínu ógna hinu gamla höfðingjaveldi Araba. Þá er spurningin um Súdan. Þessi landi er stjórnað af Egypt- um og Bretum, en Kairó krefst einráður stjórnar á þeim grund- velli, að sögulega tilheyri Súdan Egyptalandi, og sameining þess- ara landa sé hinu síðar. nefnda mikil nauðsyn. Bretar halda því hins vegar fram, að kynflokkalega og menn ingarlega sé mikill munur á þessum tveim þjóðum, og bezt sé að leyfa Súdanbúum að þroska með sér og velja sér sín- ar pólitísku leiðir og það stjórn- arfyrirkomuleg, sem þeir æskja helzt. Með árásinni á Empire Roach fengu Egyptar ef til vill útrág fyrir öll þau umkvörtunarefni, sem stuttlega hefir verið drepið á, þar sem hafist var handa með h@nni árás, í stað þess að fara hinar diplómatísku leiðir. Hin síðarnefndu vandamál hafa öll verið krufin til mergjar í ítar- legum umræðum og stjórnartil- kynningum sem gengið hafa á milli Kairo og London síðan styrjöldinni lauk. Á þessum tíma hefir egypzka stjórnin ver- ið í höndum þjóðernissinna- flokks Wafdista með Nahas Pasha sem forsætisráðherra, er með gætni en festu hefir haldið hinum æstustu meðal þjóðernis- sinnanna í skefjum, lægt 6- ánægjuöldurnar k r i n g u m Faro.uk konung, og dreift at- hyglinni frá hinum fjárhagslegu erfiðleikum innanlands. Egypzka hernum hefir verið flækt í hneykslanlega hernaðarsamn- inga, og meira að segja sjálfri stjórninni, og þótt hún hljóti sí- fellt meirihluta við kosningar. þá er hún samt farin að valda fylgjendum sínum og stuðnings- mönnum vonbrigðum. En Nahas forsætisráðherra, sem ásamt flokki sínum hefir látlaust í meira en þrjá áratugi hamrað á lausn Egyptalands úr erlendri umsjá, lýsti yfir því síðastliðinn apríl, að Egyptar væru „ánægð- ir með að vera kallaðir ótilhliðr- unarsamir“. Eða með öðrum orðum: Nahas rekur sams konar pólitík gagnvart Bretlandi og Mossadeqh í íran. Alvarlegasta atriðið í sam- skiptum Englendinga og Egypta, ! er örlög Zues-skurðarins, og er það ekkert einkamál Breta. Eins og bent hefir verið iðu- lega á í London, hlýtur skurð- urinn að verða varinn til hins ítrasta, ekki eingöngu til þess að halda sjóleiðinni opinni, heldur °g vegna þess hversu mikla hernaðarlega þýðingu hann hef- ir fyrir allar varnir um austan vert Miðjarðarhaf. Tyrkland t. d. sem er að verða þátttakandi í Atlantshafsbandalaginu, og er aðalvarnarveggur hins frjálsa heims í nálægum Austurlönd- um, myndi verða verulega ógn- að ef varnir Suez-skurðarins yrðu veiktar. Þetta ætti Farouk konungi og ráðamönnum hans, sem Bretar hafa verndað bæði gagnvart hinni fjarlægu Moskvu og nábúunum í ísrael, að vera ljóst. Sú staðreynd að brezka herliðið á Suez-skurðsvæðinu þyrfti að öllum líkindum að verða fjölmennara en brezk- egypzki samningurinn frá 1936 tekur til og vera meira en beina grind eða uppistaða 1 varnar- kerfi Mið-Áusturlanda, og má því hverjum herfróðum manm vera það ljóst, að slíkt er ekki hægt að fela egypzka hernum á hendur. Aðalspurningin nú: Er hægt að ná samkomulagi, sem egypzk- ir þjóðernissinnar geta sætt sig við, og tryggt varnir Mið-Aust- urlanda? Hér er um að ræða þrjá aðila aðra en Egypta, sem taka verður tillit til. I fyrsta lagi er neðri deild brezka þingsins þannig nú, að hún myndi fella verkamanna- stjórnina, ef hún gæfi eftir fyr- REYNIÐ ÞAÐ- yður mun geðjast það! "Heimsins bezta tyggitóbak// Fyrstu íslenzku iðnverkfræðingarnir komnir heim að afloknu námi B j ö r n Sveinbjörnsson og Sveinn Björnsson eru fyrir skömmu komnir heim að af- loknu námi í Ameríku. Munu þeir vera fyrstu Is- lendingarnir, sem lagt hafa stund á iðnverkfræði, en það er námsgrein, sem á síð- ustu árum hefir rutt sér mjög til rúms í Bandaríkj- unum og víðar. Hér eins og annars staðar eru mörg ó- leyst verkefni á sviði iðn- verkfræði. Hafa Islendingar á undanförnum árum orðið að snúa sér til Bandaríkj- anna um ýmsar úrlausnir á því sviði. — Ber að fagna því, að við höfum nú eign- ast menn færa til að leysa þau verkefni. Björn er sonur Sveinbjörns Jónssonar framkvæmdastjóra Ofnasmiðjunnar og Sveinn son- ur Björns Benediktssonar, fram kvæmdastjóra Netaverksmiðj- unnar. Þeir voru bekkjarbræður í Menntaskóla Reykjavíkur, út- skrifuðust þaðan vorið 1946. Iðnverkfræði einkum kennd í Bandaríkjunum. Þegar fréttamaður Mbl. kom að máli við þá fyrir skömmu, sögðust þeir þegar að afloknu stúdentsprófi, hafa tekið ákvörð un um það sameiginlega, að leggja stund á iðnverkfræði. Leituðu þeir víða fyrir sér um skólavist og komust að raun um, að hún var aðeins kennd í skól- um í Bandaríkjunum. Það stóð svo á, að erfitt var að fá inn- ir kröfum Egypta. Það var stað- fest þegar Herbert Morrison gaf hið óvenjulega heit sitt, í neðri deildinni hinn 12. apríl, fram kallað af Winston Churchill, að stjórnin gerði ekkert samkomu- lag við Egypta öðru vísi en að um það færi áður fram atkvæða- greiðsla í deildinni. I öðru lagi, þá hafa ýmis sam- bandsríki og brezka heimsveldið raunar allt hagsmuna að gæta í Miðjarðarhafinu — einkum þó eftir að þau höfðu lagt fram sinn skerf því til varnar. I þriðja lagi, varðar þetta mjög hinn frjálsa heim yfirleitt, og sérstaklega sameinuðu þjóð- irnar, þetta hefir verið undir- strikáð með för Averell Harri- man til Iran. En meira mun með þurfa til bóta á frumhlaupinu gagnvart Empire Roach en Harriman fær áorkað. Samningurinn við Egypta, sem leyfir Bretum að hafa her manna við Suez-skurðinn kemur til endurskoðunar árið 1956. Með þetta í huga er það nærri ó- skiljanlegt af hverju egypzkir leiðtogar hafa ekki sýnt meira þolgæði. Þar sem hvort eð er, er svo stutt þar til Bretar verð: samningnum samkvæmt að sleppa hergæzlu sinni við Suez- skurðinn, þá er það og jafn ó- skiljanlegt hvers vegna utan- ríkisráðuneytið brezka er eins óbilgjarnt og Kairo. Nú er því þörf milligöngu ríkja, sem standa utan við deilu þessa, til þess að forða vandræðum. Fyrr eða síðar verður Bret- land að rýma með lið sitt frá Suez og flytja það til annara ná- lægra staða, eins og t. d.Kyprus- eyjar, Aden, Jordan, Cyrenaica ^ða Austur-Afríku. Þangað til þar að kemur, er ekki óhugsan- legt, að gerð væri tilraun til að fá Egypta til að gerast aðila að varnarbandalagi við Bandaríkin, ásamt fleiri þjóðum í Evrópu, Asíu og Afríku, sem veitti um leið öllum viðkomandi þjóðum jöfn áhrif um stjórn skurðsins. Þetta myndi friða egypzka þjóð- ernisstefnu, jafnframt því sem það myndi tryggja varnir Suez- skurðarins. Slík lausn hefir ver- ið rædd, en eins og venjulega, er tíminn stuttur og enginn tek- ur sig fram um að hafa forystu. göngu í bandaríska skóla, þeir voru allir yfirfullir af mönnum, sem leystir höfðu verið frá her- þjónustu eftir stríðslok. — En samt fenguð þið skóla- vist að lokum? — Já, og það var mest fyrir aðstoð Árna Helgasonar, ræðis- manns í Chicago. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann fyrir að við fengum skólavist i hinum þekkta skóla Armour College of Engineering, sem er deild úr Illinois Institute of Technology. — En Árni Helga- son og frú, hafa reynst íslenzk- um námsmsnnum í Chicago mjög vel, tekið þeim jafnan með opnum örmum, þegar þeir hafa heimsótt þau. Fleiri íslendingar við Armour College. — Hafa fleiri íslendingar lært við þennan sama skóla? — Já, fjórir auk okkar tveggja. Það eru Þorbjörn Karlsson, í vélaverkfræði; Runólfur Þórðar- son, í efnaverkfræði; Stein- grímur Hermannson, í rafmagns verkfræði! og Bragi Freymóðs- son í rafmagnsfræði. Að framleiða vöru með minnsíum tilkostnaði. Þegar ég spyr þá Björn og Svein að því, hvað sé fólgið í iðnverkfræði svara þeir: — Iðnverkfræði (Industrial Engineering) fjallar um sem hagkvæmasta nýtingu á vélum og vinnuafli og því fylgir að gera framleiðsluáætlun fyrir stofnun eða rekstur atvinnu- fyrirtækja. — Hvert framleiðslu fyrirtæki sækist eðlilega eftir því, að framleiða vöru sína með sem minstum tilkostnaði á sem stytztum tíma. — Iðnverkfræðin snýr sér að því, að rannsaka á vísindalegan hátt, hvernig vél- um, verkfærum og framleiðslu- aðferðum verði bezt skipað til þess að sem bztur árangur náist. — Er fræðigrein þessi ekki frekar ný af nálinni? — Jú, það má segja. Hún mun hafa orðið til vegna þess, að uán 70Y2 af öllum tæknilega mennt- uðum mönnum í Bandaríkjun- um tóku að sér stjórn á marg- háttuðum framleiðslufyrirtækj- um, án þess að hafa nokkra sér- fræðimenntun í stjórn fyrirtækj- anna. Einfall en athyglisvert dæmi. — Til þess að varpa ljósi yfir, hvað fyrir upphafsmönnum iðn- verkfræðinnar vakti, má segja frá stuttu dæmi. Frederik W. Taylor, brautryðjandi þessarar fræðigreinar, hafði á hendi verk stjórn í verksmiðju einni í Phila delphia. Hann veitti því athygli, að öllum verkamönnum hvar- vetna í verkinu voru fengnar í hendur skóflur af sömu stærð og gerð, hvort sem það var til að moka léttum eða þungum efnum. Hann komst að því, að þegar mokað var járnsteini vóg hlassið á skóflunni 38 pund, en þegar mokað var ösku vóg það aðeins 3% pund. Komst hann nú að því við enn frekari rann- sóknir, að með því að nota skófl- ur af mismunandi stærð fyrir hin ýmsu efni, þannig að 21 pund yrði á hverri skóflu, jukust afköstin svo mikið, að 140 menn gátu unnið verk, sem 500 höfðu áður starfað að. Og með þessari breytingu sparaði hann fyrir- tæki sínu 78 þúsund dollara árlega. Þetta var aðeins eitt einfalt dæmi. En þó sparnaðurinn verði æ meiri eftir því, sem iðnverk- fræðin tekur flóknari viðfangs- efni til meðferðar, þá grund- vallast vinnuvísindin á þeirri kenningu, að ekkert verk sé svo einfalt, að ekki megi bæta það á einhvern hátt, svo sem með hagkvæmari staðsetningu og skipulagningu verksviðs, flutn- ingi verkefna til og frá verk- sviði, þægilegri aðstöðu starfs- manna o. s. frv. Þörfin varð brýn. Fyrsta deildin í iðnverkfræði var stofnuð við ríkisháskólann í Pennsylvania 1908 og þróaðist hægt fram að síðustu styrjöld, en þá sýndi hin geysilega fram- leiðsluþörf Bandaríkjanna á mjög áberandi hátt, mikilvægi iðnverkfræðinnar. Mörgu má breyta til batnaðar. — Þið félagar eruð nú al- komnir heim, reiðubúnir að starfa hér sem iðnverkfræð- ingar? — Já, svara þeir Björn og Sveinn. Af þeirri kynningu, sem við höfum af íslenzkum verk- smiðjurekstri, er okkur ljóst, að hér eins og annars staðar, er mörgu hægt að breyta til batn- aðar. — Vonumst við til að við, sem hinir fyrstu íslendingar í þessari verkfræðigrein, getum •stuðlað að umbótum og fram- förum í íslenzku atvinnulífi. Þ. Th. —?Mbl. 9. sept. Ef þér þjáist af GIGTAR- stingjum Klippið úr auglýsinguna, 90c askja ókeypis til þeirra. er þjást 1 Syracuse, New York, hefir veritS fundiS upp gigtarmeðal, sem þúsundir sjúklinga í Canada og Bandaríkjunum segja að komið hafi að liði eftir aðeins fárra daga notkun. Mr. Delano skrifar: ,,Ég mun me8 glöðu geSi senda y8ur ókeypis 90 centa öskju af meSali mínu ef þér hafiS ekki reynt þaS á8ur. Tilraun þessi er ókeypis, og reynist hún ySur jafn vel og svo mörgum öSrum, ver8- ur þsíS fagnaSarefni. KlippiS úr aug- lýsinguna og sendiS nafn ySar og heimilisfang; þér getiS látiS fylgja 10 cents fyrir frímenki þð þess sé ekki krafist. THE DEIjANO CO. I/TD.. Dept. 18145 417 St. Pctcr St., Rnom 28, Montreal, Que. Delano’s — Sérstaklega vlð gigtarstingjum. Þetta er ábyggilegt tilboS, er allir, sem þjást, munu fagna yfir. Business College Edueatioh In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. v Commence Your Business TraintngImmediately! * For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV WlNNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.