Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.10.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ , J. J. BlLDFELL,, þydfU Allar stúlkur láta sig dreyma um það, sem þeim finnst fegurst. Og Vandemont átti ekki yfir aðráða eins lokkandi fegurð og Sidney hafði. Það var ekki í samabndi við útlit hans, og tilkomumikla yfirbragð, sem í huga hennar var sambærilegt við Sidney! Hún varð samt að viðurkenna, þó henni væri það ekki ljúft, að hún hefði sjaldan séð á meðal samtíðarmanna sinna eins eftirtektarverðan og áhrifaríkan mann. Svipurinn var valdsmannslegur — og hermannstilbuffðirnir hverjum manni auðsæir. En sú hermannsþjálfun var þjálfun hins liðna, eða óstýrilátari þjóða. Hann minnti hana á myndirnar, sem hún hafði séð í Beaufort- myndasafninu, eða öðrum söfnum ennþá nafn- frægari — myndum eftir Títan, af þessum til- komumiklu mönnum, sem voru bæði hermenn og stjórnvitringar, er uppi voru á hinni fornu lýðveldistíð ítala og áttu í uppihaldslausri bar- áttu við stéttarbræður sína — ákveðna og ein- beitta menn. Jafnvel andlega atgjörfið í svip hans bar vott um, eins og að það gerði á þess- um myndum, gáfur, sem þroskast höfðu frekar við viðfangsefni lífsins, heldur en bóklega iðn; gáfur, sem ekki áttu skylt við andlitsfölva, þreytuþjáningar og kinnfiskasogin andlit bóka- draumóramannanna, heldur gáfur alvarlegar og rólegar og djúpar, sem lágu á bak við eld augna hans, viijaþrekið mikla, og háa frekar þung- búna enni. Á meðan að hún horfði á hann sneri Vande- mont sér við, og hún leit niður og varð.örg við sjálfa sig út af því, að hún roðnaði. Vandemont tók eftir að hún leit niður, þegar að hann leit á hana, og hann sá líka að hún roðnaði, og at- hygli hans á Camillu var endurvakin. Hann hefði þá farið til hennar, en rétt á því augna- bliki kom Beaufort lávarður inn, og hugsanir hans snerust aftur að ógeðslegri efnum. „Já“, sagði Liancourt, „þú verður að viður- kenna, að Vandemont lítur út fyrir að vera það sem að hann er — göfugur maður og hug- djarfur hermaður. Hefurðu nokkurn tíma heyrt um viðureign hans við tígrisdýrið? Hún varð þjóðfleyg í Indlandi. Ég verð að segja þér hana eins og ég heyrði hana“. Á meðan að Liancourt var að segja söguna, hvernig svo sem að hún var, hættu menn að spila og Lilburne lávarður, sem enn lá á sóffa sínum, kynnti tengdabróður sinn fyrir fólkinu, sem að þar var og sem að hann þekkti ekki áð- ur — og á meðal þess Vandemont. Beaufort lávarður hafði aðeins séð Philip Morton þrisvar sinnum, einu sinni í Fernside, í annað sinn í daufri ljósbirtu, þegar andlit hans var afmynd- að af reiði, og vöxtur hans og útlit torkenni- legt sökum tötranna, sem að hann var klæddur í. Og þó að Robert Beaufort hefði átt yfir því minni að ráða, sem konungum og prinsum ein- um er ætlað að hafa, þá hefði það verið nærri ofætlun að láta sér detta í hug, að hann þekkti hann nú eins og að hann var útlítandi. En samt var einhver þokukendur órói í huga lians þeg- ar að hann minntist á Vandemont við mág sinn og hlustaði á hið kaldranalega svar er hann gaf. „Hver segurðu að þessi franski maður sé?“ spurði hann mág sinn, þegar að Vandemont fór frá þeim. ,^0! Hann er gáfaður ævintýramaður — heldri maður — hann spilar — og hefir víða farið um heiminn. — Mér þykir heldur gaman að honum — hann er ólíkur öðrum mönnum Ég er að hugsa um að bjóða honum til okkar í Beaufort Court“. Beaufort lávarður hóstaði dálítið, en sá ekki neina skynsamlega ástæðu til að hafa á móti því og vildi heldur ekki eiga á hættu að espa gikkinn í Lilburne lávarði og sagði: „Já, hverj- um, sem að þú vilt bjóða þangað“, og svo leit hann í kringum sig til að líta eftir einhverjum, sem að hann gæti svalað óánægju sinni á, sá Camillu, sem enn var að hlusta á sögu Lian- courts. Hann gekk beint til hennar, og þegar Liancourt sá Camillu standa upp, stóð hann upp líka og gekk í burtu frá henni, en faðir hennar ávarpaði hana þannig: „Þú lærir aldrei að haga þér almennilega; þú varst skilin hér eftir til þess að líta eftir og hjúkra honum móðurbróður þínum, en ekki til að hlusta á slúðrið úr hverjum frönskum ævin- týraflæking, sem er hér að slæpast. Guði sé lof að ég á son — dætur eru mesta plága!“ „Það er þó satt, Beaufort“, sagði kona hans, sem kom til hans rétt í þessu, og var afbrýðis- söm út af því, að Liancourt kaus heldur að tala við dóttur hennar en hana. „Og svo sérgóð“, bætti móðir hennar við. „Hún hugsar ekkl um annað en skemta sjálfri sér og skeytir ekk- ert um hvað mikil óþægindi að hún bakar for- eldrum sínum“. „Ó, elsku mamma, segðu ekki þetta — láttu mig fara heim með þér. Ég skal tala við móður- bróður minn!“ „Heimska, barn! Komdu, Beaufort!“ sagði móðir hennar og foreldrin elskulegu fóru út og leiddust. Þau veittu því ekki eftirtekt, að Vandemont hafði staðið rétt fyrir aftan þau, en þegar Camilla leit upp tárvotum augum, þá sá hún hann. Hann hafði heyrt til þeirra. „Svo þau eru vond við hana“, tautaði hann við sjálfan sig: „Það aðskilur hana frá þeim! — Hún verður skilin eftir hérna — ég sé hana aftur“. Þegar að hann sneri sér við til þess að fara, gaf Lilburne honum vísbendingu um að hann vildi tala við hann: p „Þú ert þó ekki að yfirgefa okkur?“ „Nei, en mér líður ekki rétt vel í kveld — meö þínu leyfi þá skal ég koma aftur á morgun“. „Já, á morgun, og ef að þú gætir sparað einn kluKkutíma tyrir miðjan daginn, þá væri það veigjörningur. Þú sérð“, bætti hann við í hálf- um hljóðum, „ég hefi hjúkrunarkonu, þó að ég eigi engin börn. Heldurðu að það stafi af ást? Heimska! Herra — það er aríur! Góða nótt“ „Nei — nei — nei!“ sagði Vandemont við sjálfan sig, þar sem að'hann ggkk eftir götunni í tunglsljósinu. „Nei! Þó hjartað í mér brfenni af longun til þess að hefna fyrir þig og mis- gjörðir þínar, vesalings myrti glæpamaður. — Hefnd sú getur ekki komið frá mér — hann er afi Fanny og móðurbróðir Camillu!“ Þegar faðir Camillu hafði sent hana frá sér um kveldið settist hún niður í svefnherbergi sínu í þungum þönkum. Henni fannst sem augnaráð Vandemonts hvíldi enn á sér og orð hans hljóma í eyrum sér; og sagan, sem að Liancourt sagði henni um hættuna, sem hann hefði verið í og hve hraustlega að hann hefði mætt henni, gerði hana hálf ringlaða — og hún hræddist sínar eigin hugsanir. Hún tók bréf úr barmi sér, sem að Sidney hafði skrifað henni og las það aftur og aftur, og hinn stað- fasti þunglyndishreimur þess kom hugsunum hennar aftur í jafnvægi og ró. — Vandemont gleymdist og hún sofnaði með nafn Sidneys á vörum sér. VI. Kapíluli Vandemont dvaldi sex daga í Lundúnum, án þess að fara til H . . . . en heimsótti Lilburne lávarð á hverjum degi. Á sjöunda deginum var Lilburne orðinn mikið hressari, þó að hann væri enn við rúmið, svo að Camilla fór til foreldra sinna í Berkeley Square. Þann sama dag fór Vandemont til að heimsækja Símon gamla og Fanny. Þegar að hannxkom heim að húsi þeirra, heyrði hann í gegnum glugga, sem var opinn því veðrið var hlýtt og fagurt, söngrödd Fanny silfurtæra og hreina; hún var að syngja eitt af ljóðunum, sem að hún hafði lofast til að læra; og Vandemont, þó að hann væri músikalskur, stansaði hrifinn og hugfanginn af rödd hennar, hreimleik, viðkvæmni og dýpt tónanna. Hann kallaði til hennar í gegnum gluggann. Fanny leit upp og hljóp eins og að hún var vön til að opna dyrnar. „Ó, þú hefir verið svo lengi í burtu. Ég kann nú þegar marga af söngvunum. Það er svo margt í þeim, sem mig sjálfa langaði til að segja!“ Vandemont brosti dauflega. „Er það ekki einkennilegt“, sagði Fanny, „hvað mikið getur falist á einu pappírsblaði Þetta er ekki nema pappírsblað“, og hún benti á,bókina — „og þó er það lifandi!“ „Svo er það“, sagði Vandemont þunglyndis- lega, án þess að athuga meininguna, sem að lá í orðum Fanny — hugur hennar dvaldi við fegurð skáldskaparins, en hans við lögin. — „Já, og veistu það, að undir litlum bréfmiða er öll framtíð mín komin — allar vonir mínar, allt það, sem að ég met mest í lífinu. Bara að ég gæti fundið hann?“ t * „Undir einum bréfmiða? Ég vildi að ég gæti fundið hann! Ó, þú lítur út eins og að þú héldir, að ég geti aldrei orðið nógu þroskuð til þess!“ Vandemont, sem tók varla eftir hvað hún vár að segja, varpaði öndinni mæðulega. — Fanny færði sig nær honum feimnislega. „And- varpaðu ekki þannig, bróðir — ég þoli ekki að heyra þig andvarpa. Þú ert breyttur. Hefir þér líka liðið illa?“ „Liðið illa, Fanny! Nei, mér hefir liðið vel — mjög vel upp á síðkastið!“ „Liðið vel, hefir þér? En ég . . . .“ Hún þagn- aði allt í einu, hún vissi ekki hvers vegna, en henni fannst e'ins og að einhver þungi legðist yfir sig. Fanny lét hann ganga fram hjá sér, og hann fór beint til herbergis síns. Hún harfði á eftir honum, því að það var ekki vani hans að ganga svona þegjandi fram hjá henni. Fjölsklydan var búin að borða þegar Vande- mont kom, og það leið heil klukkustund þangað til að hann kom ofan í setustofuna. Fanny hafði lagt sönghefti sitt til síðu, hún gat ekki fengið sig til að halda söngnum áfram — hon- um hafði ekki þótt neitt til hans koma. Hún sat aðgerðarlaus og hálf utan við sig við hlið- ina á gamla manninum, sem nú gerðist þögulli dag frá degi. Hún leit við þegar Vandemont kom inn og það var ekki frítt við að ólundar- svipur væri á andliti hennar, eins og, að oft er á andliti barna, sem hafa orðið fyrir von- brigðum. En Vandemont skipti sér ekkert af honum og hann hvarf líka fljótt, og augu henn- ar fylltust tárum. Vandemont var breyttur. Hann var djúpt hugsandi og alvarlegur. Framkoma hans öll einkennileg og eins og að hann væri utan við sig. Hann talaði nokkur orð við Símon, settist svo við gluggann og studdi hönd undir kinn í vökudraums-hugleiðingum. Þegar Fanny sá, að hann ætlaði ekki að tala neitt við þau, eftir að líta aftur og aftur á hann þar sem að hann sat þegjandi og í þungum þönkum, stóð upp hæversklega og fór til hans og sagði feimnis- lega: „Er þér illt, bróðir?“ „Nei, fallega stúlkan mín!“ „Því viltu þá ekki tala við Fanny. Viltu ekki koma út með henni? Máske að afi vilji koma líka?“ „Ekki í kveld. Ég ætla að fara út; en ég ætla, að fara einn“. „Hvert? Hefir Fanny ekki verið góð? Ég hefi ekki íarið neitt út síðan að þú fórst. Og gröfin. bróðjr! Ég sendi Sarah með blómin — en , . . .“ Vandemont reisti sig undir eins upp. Grafar- nafnið vakti hann upp af dagdmumi sínum. Hið barnalega viðmót Fanny, sem svo oft hafði mýkt hugsanir hans, æsti þær nú; hann fann til þarfar á algjörðri einveru, sem er hið eðli- lega umhverfi vaxandi ástríðna. Hann afsakaði sig svo lágt að orð háns heyrðust varla og fór út. Fanny sá ekkert meira af honum það kveld, en hún fór ekki að sofa fyrr en hún heyrði hann koma inn og láta aítur hurðina á herbergi sínu, og þegar að hún sofnaði svaf hún órótt og dreymdi illa. Morgunmn eftir þegar þau mættust við matarborðið (því Vandemont fór ekki til Lun- dúna) þá var hún rauðeygð og föl í íraman, og Vandemont sem vanalega var svo aðgætinn og athugull, tók ekki eftir hryggðarsvipnum á andliti hennar, sem að Fanny hefði átt full- erfitt með að gjöra grein fyrir. Morguninn eftir bauð hann henni samt sem áður að fá sér göngu túr með sér, og létti mikið yfir henni við það, og hún ílýtti sér að ná í hatt sinn og tók körfu sina á handlegg sér fulla af blómum, sem Sarah hatði keypt þa um morguninn. „Fanny“, sagði Vandemont þegar þau fóru út ur húsinu og hann sá körfuna með blómun- um í á handlegg hennar, „þú getur látið sumt aí þessum blomum við nýjan legstein í dag! Vesalings barnið, hve óendanlega miklu á hún ekki ylir að ráða af einlægni kærleikans! — Það er hryggilegt að . . . .“ Hann stansaði. Fanny leit glaðlega framan í hanA. „Þú varst að hrósa mér — þú, og hvað er það, sem er hryggilegt, bróðir?“ Á meðan að hún var að segja þetta heyrðist glaðlegt klukkná hljóð rétt hja þeim. „Hlustaðu“, sagði Vandemont og gleymdi spurningunni, sem hún spurði hann að — og sagði nærri hlæjandi: „Hlustaðu, þetta spáir góðu fyrir mér. Það er verið að hringja til giftingar!“ Hann greikkaði sporið, og þau voru komin að kirkjugarðinum innan stundar. Það var margt fólk þar fyrir, og þau stönsuðu við hliðið og horfðu á. „Hvað er þetta fólk að gera hérna og því er verið að hringja klukkunum svona glað- lega?“ „Það á að fara að gifta, Fanny“. „Ég hefi oft heyrt getið um giftmgar", svar- aði Fanny með hálfgerðum vandræðasvip, „en ég veit ekki almennilega hvað þær meina. — Viltu segja mér það? Og líka hvers vegna að klukkunum er hringt?“ „Já, Fanny; þessum klukkum er aðeins hringt þrisvar fyrir mennina. Fyrst þegar þeir fæðast í heiminn, síðast þegar þeir kveðja hann, en þar á milli þegar þeir taka sér maka, sem að stendur við hlið þeirra í lífinu — í gleði þeirra og sorgum og jafnvel þegar klukkunum er hringt í síðasta sinni við dánarbeð þeirra, halda þau áfram að vera makar í öðru lífi — í heimkynnum himnanna, þar sem að þeir, sem eru eins saklausir og þú, Fanny, mega vonast eftir að lifa og unnast, í landi þar sem engin gröf er til!“ „En klukkurnar?“ „Þær tilkynna einingu hjónaefnanna — inn- sigla giftinguna“. „Ég held, að ég skilji þig — og þau, sem ætla að giftast, eru lukkuleg?“ „Lukkuleg, Fanny, ef að þau unna hvort öðru og að kærleikur þeirra er varanlegur. Ó, ég get ímyndað mér þá sælu að vita einhvern, sem að þú unnir meir en þínu eigin lífi — ein- hvern, sem að þú getur sagt allar þínar hugs- anir, allar þínar sorgir og alla þína gleði! Ein- hvern, sem, þótt allir sneru baki við þér og níddu þig, segði aldrei neitt stygðaryrði, gerði þér aldrei rangt til — stæði við hlið þér í sjúk- dómstilfellum þínum, í fátækt þinni og erfið- leikum, einhuga og ákveðin — sem að legði allt í sölurnar fyrir þig, og sem að þú legðir allt í sölurnar fyrir líka — sem að skildi aldrei við þig, hvorki á nóttu né degi fyrri en dauð- inn sjálfur gerði það — sem að gengur bros- andi um hús þitt — sem vöknar aldrei um augu á meðan að þú ert heill heilsu, og að þú unnir henni. Fanny, slík er giftingin, ef að þau sem giftast hafa hjarta og sál til að finna og skilja, að ekkert band á jörðinni er eins við- kvæmt og ekkert heldur eins háleitt. Það er önnur mynd til, sem er gagnstæð þessari; hana ætla ég ekki að mála! En þú getur ekki skilið þetta, Fanny!“ Hann sneri sér undan; — tár Fanny féllu eins og regndropar — hann sá þau ekki! Hann fór inn í kirkjugarðinn, því síðustu hringingunni var lokið. Athöfnin var að byrja. Hann fór á eftir hjónaefnunum inn í kirkjuna, og Fanny dróg blæju fyrir andlit sér, og fór á eftir honum, lotningarfull og með hálfum huga. Þau stóðu framarlega í kirkjunni og eng- inn skipti sér af þeim og hlustuðu á hjóna- vígsluna. Hjónaefnin bæði heyrðu til miðstéttarfólki, þau voru bæði ung og lagleg, og framkoma þeirra öll var í fullu samræmi við helgi þá og lotningu, sem athöfn þeirri ber. Vandemont stóð með krosslagða handleggina á brjóstinu og tók nákvæmlega eftir öllu, sem að fram fór. Fanny kraup ein sér á bak við hann og nokkuð fráskilin fólkinu í einum af kirkjubekkjunum, og hún hélt ennþá á körfunni með blómunum á meðan að presturinn framkvæmdi hjóna- vígsluna, sem að hún ætlaði að leggja á gröfina, hljóð, róleg, einlæg með sínar leyndardóms- fullu og óútreiknanlegu hugsanir og minntu frekar á nótt en morgun! Þegar hjónavígslunni var lokið — og brúð- urin hafði lotið að brjósti móður sinnar grát- andi, og svo snúið sér við til að mæta augna- ráði brúðgumans og tárin þornuðu í varma kærleiksgeislans, sem sagði allt, sem kærleiks- rík hugsun getur sagt annari, lagði hönd sína í hönd hans, sem að hún var nýbúin að sverja órjúfanlega trygð, — þá var eins og rafstraum- ur liði um huga allra, sem viðstaddir voru. Vandemont stundi þungan. Hann heyrði þá hrifningarstunu eða andvarp endurtekið allt í kringum sig, en í þeirri endurtekningu fólst enginn sársauki; hann sneri sér við og sá, að Fanny hafði tekið blæjuna frá andlitinu; hún leit á hann rökum augum, mildum og við- kvæmum og var kafrjóð 1 framan. Vandemont hörfaði undan augnaráði hennar og fór út úr kirkjunni. Hlutaðeigendur í þessari athöfn fóru inn í skrúðhúsið til að skrásetja nöfn sín. Fólkið fór og Vandemont og Fanny stóðu ein eftir í kirkjugarðinum. „Sjáðu, Fanny“, sagði Vandemont og benti á legstein, sem stóð í allmikilli fjarlægð frá gröf móður hans (því sá staður var of heilagur til þess að vera í nálægð við minningar þær, sem við þann stein voru bundnar). „Sjáðu þarna yfir frá; það er nýr legsteinn, við skulum fara þangað, Fanny. Getur þú lesið letrið á steininum?“ Letrið á steininum hljóðaði þannig: „Til W.—G. Mennirnir sjá verkin — Guð kringumstæðurnar. Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir“. „Þessi steinn uppfyllir hina göfugu ósk þína, Fanny, hanner til minningar um manninn, sem að þú kallaðir föður. Hvað sem að lífsferli hans hér líður og hvaða dóm, sem að hann hefir hlotið, þá er ég þess alviss, að himnafaðirinn fordæmir ekki veglyndi það, sem þú sýnir með því að heiðra minningu manns, sem var þér góður, og leggja blóm, hvað fánýtt sem það er, við legstein hans“. „Það er hans legsteinn — hans föður míns — og þú hefir gjört þetta fyrir mig!“ sagði Fanny og tók í hendina á Vandemont og fór að gráta. „Og ég hefi verið að hugsa, áð þú værir mér ekki eins góður, eins og að þú varst!“ „Hefi ég ekki verið góður við þig? Nei, fyrir- gefðu, ég hefi ekki verið lukkulegur". „Ekki? — Þú sagðir 1 gær að þú værir of lukkulegur“. „Að minnast hamingju, er ekki sama og vera hamingjusamur, Fanny“. „Það er satt — en . . . .“ Fanny þagnaði og beygði sig ofan að leg- steininum og Vandemont skipti sér ekki af henni en gekk .afsíðis nokkur fet og var að hugsa um, hve litla afsökun að hann gæti fundið til þess að réttlæta verk og líf mannsins, sem að hvíldi þar, ekki þó að honum fyndist að hann gæti afsakað hann, að nokkru. Rétt í þessu komu'brúðhjónin, svaramenn- irnir og presturinn út úr skrúðhúsinu og gengu yfir götuna. Fanny sá þau þegar að hún sneri sér frá legsteininum, stansaði og virti brúður- ina fyrir sér nákvæmlega. „Það er dásamlegt hve falleg að þessi stúlka er!“ sagði móðir brúðgumans. „Er það — já það er — vesalings hálfvita stúlkan“. „Ó,“ sagði brúðguminn blíðlega; „og sjáðu, María, eins falleg og að hún er, þá getur hún ekki gjört annan eins sælan og að þú hefir gjört mig“. Vandemont heyrði þetta og hann hrygðist. „Vesalings Fanny! — En þó, ef það væri ekki fyrir þessa bilun, þá hefði ég getað unnað henni, áður en að ég mætti Camillu, dóttur fjand- manns míns!“ og hann fann til innilegrar sam- úðar og háleitrar hugkendar, er hann fór til hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.