Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 2
SÆMUNDUR ÓLAFSSON: Úr Ameríkuför: MeSal fiskimanna í Bosfon Hotel Copley Plaza í Boston, Mass., er mjög þægilegur dvalar- staður. Hótelið er í sjö hæða húsi. Grunnflötur þess er býsna stór, jafnvel á amerískan mælikvarða. í hinu rúmgóða anddyri hótelsins eru hvers konar þægindi og híbýla prýði. Gestaherbergin eru þægi- leg, rúmgóð og búin ágætum húsgögnum ásamt síma og snyrtiher- bergjum með baðkeri óg sturtu. Þægindin í Plasa stinga í stúf við hinar óbreyttu vistarverur í háskóla hverfinu í Madison. Snemma morguns þann 13. ____________________________________ júlí leggjum við félagarnir af stað frá Plasa í fylgd með Pat- rick McHugh, formanni Atlantic Fishermen’s Union. Förinni er heitið niður að fiski höfninni í Boston eða “The Fish Pier,” eins og athafnasvæði útgerðarinnar er nefnt “The Atlantic” eða sjó- mannafélagið leggur til tvær bifreiðar til ferðarinnar. Þær eru eign starfsmanna félagsins, ný- jar og hinar ágætustu. Pat for- maður á aðra bifreiðina, enda er hann framkvæmdastjóri sjó- mannafélagsins og æðsti ráða- maður. Ferðin tekur skamma stund, en nokkru áður en komið er nið- ur að girðingunni, sem varnav frjálsri umferð niður að höfn- inni, leggur sterka fisklykt að vit um manns. Við hliðið er vörpu- legur og vingjarnlegur lögreglu- þjónn á verði. Hann virðist ekk- ert undrandi yfir því, að nokkrir íslendingar eru hér saman á ferð. Hann er orðinn vanur því að sjá og umgangast menn af þeim þjóðflokki, því flesta daga ársins fara nokkrir þeirra í gegrl um þetta hlið, á leið frá borði eða á leið á skipsfjöl. Lögreglu- þjónninn spyr ekkert um frænd- semi okkar við Eskimóa eða um skíða- og skautaferðir um há- sumarið í fjallshlíðum og á fjörð- um Islands. Það er því ekkert merkilegt við lögregluþjóninn, og er hann úr þessari sögu. “The Fish Pier” er stór upp- fylling, sem gengur út í hina miklu og rúmgóða höfn. Á þrjó vegu utan á þessari uppfyllingu er athafnasvæði togaranna, þar eru þeir lestaðir og affermdir og hér liggja þeir þegar hreisun og minniháttar viðgerðir eru fram- kvæmdar á þeim. Hér er einnig aðsetur fiskiðnaðarins og fisk- verzlunarinnar. Loftið er þrung- ið megnum fiskdaun. Menn, sem verða á vegi manns, bera hann með sér. Skrifstofurnar, hrað- fyrstihúsin, snyrtiherbergi verka fólksins, fisksöluhúsið og allir hlutir eru gegnsósa af þessum ramma og ósæta daun. Mér verð ur á að álíta að eitthvað muni vera ábótavant við hreinlætið. Að vísu er hér nokkuð heitt í dag, líklega um 90 sti'g á F. Ég hef verið staddur við fiskihafn- irnar í enskum útgerðarbæjum og fisksöluborgum að sumarlagi og aldrei orðið var við neina sérstaka fisklykt, enda þfltt hiti væri mikill. Fyrst liggur leiðin í fisksöluhúsið. í stórum og rúm- ' góðum sal er fiskurinn boðinn upp á opinberu uppboði. Á veggj unum eru svartar töflur. Á þær eru rituð nöfn þeirra skipa, sem komin eru í höfn og ætla að selja öllu, sem fram fer í fisksöluhús- inu. Menn kastast á gamanyrð- um og keksni. Sjálfsagt eru þess- ir menn allir gamal kunnugir, og því léttir og eðlilegir í umgengni hverjir við aðra. Þegar búið er að selja farm skipsins hefst uppskipunin. Hver kaupandi tekur við sínum fiski. Verðið miðast við óskemmdan fyrsta flokks fisk. Komi það í ljós, að fiskurinn er ekki fyrsta flokks vara, er kaupandinn ekki skyldugur til að standa við boð sitt. Hann getur þá krafist þess, að fiskurinn sé boðinn upp aftur og seldur sem gölluð vara. Fisk- ur, sem þannig er boðinn upp í annað sinn, selzt oftast á lægra verði heldur en í fyrstu sölu. Stundum mótmælir kaupandi, sem kaupii* fisk í annað sinn, gæðum hans og er sá fiskur þá enn seldur og þá alltaf á lágu verði. Sjómenn halda því fram að fiskkaupmennirnir noti þessa reglu til þess að lækka fiskinn í verði og að þeir fái oft ágætan fisk felldan vegna galla, sem ekki séu fyrir hendi. 1 dag er fiskverðið í lágu meðallagi. Ýsa selst á 9,5 cent enskt pund, en gott verð á ýsu er 15 til 18 cent pundið. Þyrsklingur selst á 4 cent pundið, en gott þyrsklings verð er 6 til 7 cent pundið. Úr fisksöluhúsinu höldum við niður á hafnarbakkan til þess að skoða hina marg umræddu Boston-tog- ara. Margir ungir og efnilegir Is- lendingar fóru að heiman til þess að leita fjár og fram á togurun- um í Boston, og hingað voru send ir af íslenzku ríkisstjórninni fyr- ir nokkrum árum tveir valink- unnir togaraskipstjórar og út- gerðarmenn, til þess að kynna sér síðustu nýjungar í togaraút- gerð. Það er því engin furða. þótt gamall togaraháseti eins og ég sé dálítið óþreyjufullur eftir því að komast í návígi við þau undra skip sem Boston-togararn- ir hljóta að vera. En hvað er nú á seyði? Hér eru að vísu nokkuð margir togarar bundir landfest- um. Sumir eru búnir í veiðiferð, sumir eru að landa fiski, smáum og óálítlegum, sem mokað er með beittum göflum. Sum skipin er verið að gera við og hreinsa. Allt eru þetta lítil skip, um 200 til 300 smálestir brúttó. Eða á- líka og íslenzku togararnir voru á árunum 1914 til 1918, eða þegar Jón gamli forseti var stórt með- alskip í flotanum. Togararnir eru allir með dieselvélar og ganga vel um 9,5 sjómílur á klukku- stund. Þeir eru flestir byggðir á árunum 1927 til 1930. Skipunum er mispafnlega viðhaldið, enda afla sinn í dag. Þar er einnig j er ekkert lögboðið skipaeftirlit skráð aflamagn hvers skips, og ^ á minnstu skipunum. Skip yfir hvaða tegundir af fiski, og hvað mikið af hveri tegund hvert skip hefur. Magnið er talið í enskum pundum. Á þennan hátt geta kaupendurnir gert sér grein fyr- ir 200 rúmlestir eru þó háð skipa- eftirliti. Um fjörutíu togarar eru gerðir út frá Boston af svo nefn- dri „bflmutogaragerð", en það eru stálskip yfir 150 smálestir að fiskframboðinu á hverjum stærð brúttó. Heildarafli Boston degi. Uppboðshaldarinn stendur togaranna, stórra og smárra, var a upphækkuðum palli nálægt miðjum salnum. Kaupendurnir eru í hring í kringum pallinn. Með nokkrum hávaða, handapati og upphrópunum er fiskurinn boðinn til kaups, honum er hró að eins og vera ber. Uppboðshald arinn nefnir fyrst hátt verð, en lækkur verðið smátt og smátt ef enginn vill kaupa. Þegar kaup- anda líkar verðið, gefur hann merki með fingrunum, sem upp- boðshaldarinn er fljótur að taka eftir. Á þessu fingramáli segir kaupandinn til um það, hváð mikið magn hann vill taka á því verði, sem hann bauð. Það er léttur og skemmtilegur blær yfir árið 19448 tvö hundruð milljón ensk pund að þyngd. Boston-tog- ararnir veiða aðallega á lahd- grunninu undan austurströnd- inni á fiskimiðum, sem nefnast „Suður-kanall“ og „Georgs- banki“, eitt hundrað til þrjú hundruð sjómílur frá landi Stundum sækja þeir út að Sabel Island, en þangað er löng leið og óhægt um sjósókn þangað. Á grunnmiðunmu voru áður mikl- ar fiskigöngur, en nú er aflinn oftast tregur. Venjulegur afli í v e i ð if e r ð er frá 25 til 70 smálestir. Við Sabel Island er aftur á móti oft góður afli. „At- lantic Fishermen’s Union“ eða LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951 sjómannafélagið semur við út- gerðarmenn um kaup og kjör fiskimannanna. Þeir eru allir í félaginu frá háseta til skipstjóra, og hafa forgangsrétt til skiprúms á togurum. Félagssvæði sjómannafélags- ins nær yfir alla útgerðarbæi á norðanverðri austurströnd Band aríkjanna. Félagið starfar í deild um, með félagsdeild í hverjum útgerðarbæ. Félagsmenn eru um þrjú þúsund og átta hundruð. Félagsgjaldið er þrjátíu dollarar á ári. Starfsmenn félagsins eru þrettán, í hinum ýmsu bæjum. Samningar sjómannafélagsins við útgerðarmenn eru mjög ýtar legir. Vegna vöntunar á löggjöf um ýmiss atriði varðandi öryggi skips og skipshafnar hefur félag- ið tekið þau upp í samningana. Samkvæmt samþykkt sjómanna- félagsins má veiðiferð ekki taka lengri tíma en níu daga, þegar veitt er á landgrunninu og tíu daga þegar veitt er við Sabel Is- land eða á öðrum fjarlægum mið um. Á þennan hátt hefur sjó- mannafélagið komið í veg fyrir, að skipin komi með skemmdan fisk að landi vegna of langra veiðiferða. Þetta ættu íslenzkir togaramenn og útgerðarmenn að taka til fyrirmyndar og hætta að flytja til útlanda mikið magn af skemmdum fiski, vegna þess að veiðiferðirnar eru dregnar á langin og oftast að óþörfu. Á „bómutogurunum“ er 17 manna áhöfn: Skipstjóri, stýrimaður, tveir vélstjórar, matsveinn og tólf hásetar. Tólf stunda hvíld og tólf stunda vinna er samnings- bundin. Unnið er í sex stunda vökum. Á litlum togurum, sem hafa tólf skipverja og færri, mega þó skipstjóri og stýrimaður ákveða tólf stunda vinnu og sex stunda hvíld. Tólf stunda hvíld í sólarhring á togurunum fékk sjómannafélagið inn í samninga eftir sex og hálfs mánaðar verk- fall. Verkfallið var háð í Boston. Sjómennirnir af Boston-togurun- um voru þó ekki alveg atvinnu- lausir á meðan verkfallið stóð yfir. Sjómenn í öðrum útgerðar- bæjum í nágrenni Boston gengu úr skiprúmi til skiptis og settu Boston-mennina í sinn stað á skipin. Þannig vannst verkfall- ið með sameiginlegum átökum allra fiskimanna á austurströnd- inni. I hefndarskini vegna ósig- ursins í verkfallinu seldu útgerð- armenn tólf stærstu togarana til Þýzkalands skömmu eftir að verkfallinu lauk. Fiskimennirnir á austurströnd Bandaríkjanna virðast eftir framkomu sinni í verkfallinu veru nærri því eins stéttvísir og starfsbræður þeirra á Akureyri og Norðfirði, sem sigldu í fjóra og hálfan mánuð, á meðan sunnlenzkir s j ó m e n n háðu verkfall, til þess að bæta( kjör sín, og koma tólf stunda hvíldinni í framkvæmd. Skipverjar landa aflann sjálf- ir, eða kaupa menn til þess. Þeir mega ekki fara frá borði fyrr en affermingunni er lokið, nema þeir setji mann í sinn stað. Hafn- arfrí skipverja er sólarhringur eftir að affermingu er lokið. Hver veiðiferð er gerð upp strax að lokinni sölu aflans og fá skip- verjar þá greidd laun sín að fullu. Afrit af reikningum fyrir hverja veiðiferð er sent til sjó- mannafélagsins, sem getur fylgzt með að kaup skipverjanna sé rétt reiknað. Skip má aldrei leggja af stað í veiðferð á helgi- degi, og á virkum dögum aðeins frá kl. tvö til kl. fimm síðdegis. Skip, sem kemst ekki af stað fyrir kl. fimm síðdegis verður að fresta brottförinni til kl. tvö síð- degis næsta virkan dag. Þegar Boston-togararnir voru seldir úr landi, varð atvinnuleysi meðal togaramanna á staðnum.Þá sam- þykkti sjómannafélagið að taka upp vinnumiðlun, sem fram- kvæmd er þannig, að allir togar- menn háir og lágir, eru fjórðu veiðiferðina í landi. Vinnumiðl- unin lækkar árstekjur togara- manna um fjórðung, ef gert er ráð fyrir því, að þeir sigldu ann- ars allt árið. Árslaun háseta 1950 voru fjögur til sex þús. dollarar, en árslaun skipstjóra næstum því þrefalt meiri. Kaupgreiðsl- urnar eru hlutaskipti og hefur hver skipverji einn hlut. Yfi- mennirnir fá aukagreiðslur. Skipverjar hafa kauptryggingu, undirmenn fimm dollara á dag, en yfirmenn sex dollara á dag í tíu daga, miðað við veiðiferð. Aflamagn Tegund 10,000 ýsa 79,900 þyrsl. stór 4,000 þyrsl. stór 4,000 “stór þorskur .1,800 stór þorskur 9,400 þorskur 800 þorskur 5,500 smá þorskur 2,000 ufsi 8,500 sandkoli 300 þykkvalúra 1,300 steinbítur 110 lúða 127,610 ensk pund Frádráttur af óskiptu: $ Banka- og sölukostnaður 58,84 Vigtargjald 7,00 Bryggjugjald 50,80 Varðstaða 35,00 Leiga á dýptarmælir 15,00 Þóknun til yfirvélstjóra 25,00 Þóknun til undirvélstj. 15,00 Þóknun til stýrimanns 20,00 Frá óskiptu dregst 226,46 Til skipta 9,581,16 Var af hlutur skipshafnar 60% Þar af hlutur skipsins 40% Frá hlut skipshafnar dregst áður en skipt er: Kol og brenni mats- $ eldar og upphitunar 23,90 Fæði skipshafnar 587,04 ís (yfir sumarið greiðir skipið ísinn) 162,00 Vinna við ís 32,00 Brennslu-olía 7076 gal. 842,04 Smurolía 39,85 Vatn 6,00 Þóknun til matsveins 15,00 Greiðsla til aðstoðarm. við uppskipun 90,00 Frá hlut skipshafnar dregst áður en skipt er: $ 1.797,83 Skipt í 17 staði 3.950,87 Hlutur hvers skipverja 232,40 Skipstjórinn hefir auk hlutar- ins 10% af skipshlutanum. I þessari ferð varð kaup skip- stjórans því 615,71 Kaup stýrimanns 252,40 Kaup yfirvélstjóra 257,40 Kaup undirvélstjóra 247,20 Kaup matsveins 247,20 Kaup háseta 232,40 Veiðiferðin með affermingu og undirbúningi undir næstu ferð tók tólf daga. Þetta mun vera góð meðal veiðiferð að sumarlagi. Á veturnar er veiðin meiri og verðið á fiskinum oftast hærra. Við hittum Óskar skipstjóra við höfnina eins og um hafði samist milli okkar. Hann fylgd- ist með okkur fram undir há- degið, en fór svo að tína saman skipshöfnina, eins og hann orð- aði það, því hann ætlaði að sigla kl. tvö um daginn. Þegar við erum búnir að skoða o^kur um eftir föngum v'* höfnina og fræðast um allt, sem okkur fýsir að vita, skoðum við fiskiðnaðinn. Við göngum í gegn um stórt hraðfrystihús. Þar sé ég ekkert athyglisvert annað en ræstiklefa starfsfólksins. Þar er haganlega komið fyrir hrein- lætistækjum, og rúmgóður fata- skápur er til afnota fyrir hvern verkamann, en þeir eru þó nær tvö hundruð. Vélakostur er mik- ill og umbúðirnar um fiskinn mjög glæsilegar. En ég er ekk- ert sérstaklega hrifinn af hrein- lætinu. í öðrum þeim verk- smiðjum, sem ég hef séð í Banda ríkjunum, hefir hreinlæti og snyrtimennska verið sérstaklega mikil, en það er ekki hér. Fisk- lyktin hangir í loftinu og gólfin Tryggingin er greidd ef veiðiferð misheppnast vegna ásiglingar eða bilana á skipinu eða vélum þess. Hér eru reikningar yfir veiði- ferð togarans “Calm,” sem hann fór í maí síðastliðnum. Veiði- ferðin stóð yfir í níu daga. Skipið kom í höfn á föstudagsmorgni, en komst ekki út á laugardaginn fyr ir kl. fimm s. d. og varð því að fresta burtförinni þar til á mánu- daginn kl. tvö síðdegis. Verð cent pr. pund $ 9 900,00 . 7,45 * 5952,55 5,50 220,00 10 400,00 6 108,00 8,5 799,00 5,5- 44,00 7,25 398,75 7 140,00 8 680,00 15 45,00 8 104,00 15 16,50 Brúttó verð aflans 9,807,80 eru ekki vel þrifin. Hér vinna nær eingöngu karlmenn, þeir eru ekki vel launaðir á amerísk- an mælikvarða. Við göngum í gegnum skrifstofu útgerðar og fisksölu fyrirtækja. Þar vinna á milli fjörutíu og fimmtíu manns, flest konur. Athyglis- vert er, að hér vinna engir negrar, en þeir .vinna mikið við skrifstofustörf í Bandaríkjunum Ég held að togaraútgerðin í Boston sé á fallanda fæti, en fiskverzlunin sé í vexti. Að lokum fór Pat með okkur í skrifstofur sjómannafélagsins, og þar er okkur vel tekið af starfsfólkinu. Okkur dvelst þar um hríð, en síðan borðum við á- gætan mat á viðkunnanlegum matsölustað, og drögum okkur svo í hlé úr hitanum, sem er ná- lægt 90 stigum á Farenheit, og meltum matinn, og það, sem við höfum séð um stundarsakir. Þá förum við út í bæinn og skoðum hann til kvölds. Á morgun för- um við til Gloucester í fylgd með Pat og fleiri góðum mönn- um og skoðum bæinn, sem „Sjó- mannalíf“ Kiplings gerist í að svo miyklu leyti. Við Hálfdán förum seint í háttinn, það er sumar í lofti, og hið írska blóð rennur ört í æðum íbúa hinnar frægu borgar á austurströnd hins mikla lands. — S. Ólafsson VinBmií1 kveðja Sumarið er á förum. Harðleikn ir haustvindar fara með harð- fengi um greinar trjánna: þær stynja fyrir áhrifum hins ósýni- lega máttar. Laufblöðin sem glöddu hug og hjarta um liðna sumartíð láta fallast til jarðar eins og þéttar haglskúrir. Djúp sakanaðar tilfinning gagntekur hugann. Hin listsamlega skart- semi náttúrunnar kemur óvíða ljósar fram en í laufskrúði trjá- anna; litprýði þeirra og lögun skapar hjartanu ómælilega gleði; hvergi er sæluríkara en í skugga- lundum trjáanna, alskipuð af þéttum röðum grænna og glitr- andi laufblaða; þau verja mann fyrir hitamagni sólargeislana og hrynjanda afli stormsins. Það var gleðirík sjón á liðnu vori þegar hinir litlu frjóknapp- ar trjánna urðu að grænum og glitrandi laufblöðum; þau sköp- uðu hjartanlegan feginleik í hvert sinn sem á þau var litið; þau áorkuðu fögnuð sjúkum og heilbrygðum. Það varð naumast á þau litið án þess að finna til fróunar og gleði. Þannig leið æskutíð þeirra alt of fljótt. Nú æðir stormur um greinar trjánna og slítur niðir laufin föl og bleik og dreyfir þeim í flekkj- um umhvefis. Það er eins og horft sé á eftir liðnum ástvinum til hins h i n z t a hvíldarstaðar þeirra. Það er eftirtektarvert að blöð- in sem hæst eru sett falla fyrst, en þau sem lægra eru sett halda enn blómskrauti sínum að mestu Alt þetta jafnar sig að lokym þegar til grafar er gengið. Það er eins og náttúran sé að draga upp mynd af lífi okkar mannanna. Við höfum átt blíða vordrauma, leiksystkini og samferðamenn; margir þeirra eru horfnir og við förum á eftir, þó munar all- miklu: „En brátt þú, vorið fagra, flýðir braut. Og framar aldrei vermir hjartans inni! Á hverju vori í lundi lifnar skraut. En lífsins blóm ei nema einu sinni“. S. S. C. Kaupið Lögberg “R. F. McWilliams” Lieutenant-Governor. CANADA PROVINCE O F MANITOBA GEORGE THE SIXTH, by the Grace of God, of Great Britain, Ireland, and the British Dominions beyond the Seas, King, Defender of the Faith. “C. Rhodes Smith” Attomey-General. A PROCLAMATION To all to whom these presents shall come—GREETING: WHEREAS section 3 (1) of The Coarse Grain Marketing Referendum Act provides as follows: “3.(1) The Lieutenant-Governor-in-Council shall, subject to and in accordance with this Act, submit to a vote of persons entitled to vote as hereinafter provided, on a ballot in the following form, the question set out in that ballot: BALLOT Do you wish to continue Yes to sell your oats and barley as at present? No AND WHEREAS sections 4 and 5 of The Coarse Grain Marketing Referendum Act provides as follows: “4. Subject to subsection (2), the Lieutenant-Governor may, by a proclamation issued pursuant to an order-in- council, fix the date on which the voting on the refer- endum shall take place; and the proclamation shall be published in at least three successive issues of The Manitoba Gazette and in such newspapers, published in Manitoba, as is specified in the order-in-council. 5. The Vote, except as hereni otherwise provided, shall be taken in accordance with The Manitoba Election Act.”; NOW KNOW YE that by and with the advice and con- sent of our Executive Council of Our Province of Manitoba, by virtue of the provisions of the said Act above referred to, and of all other power and authority whatsoever in Us vested in that behalf, we have ordered and declared and do hereby proclaim that the 24th day of November, A.D. 1951, is fixed as the day on which the voting on the referendum shall take place under The Coarse Grain Marketing Referendum Act. IN TESTIMONY WHEREOF We have caused these Our Letters to be made patent, and the Great Seal of our Province of Manitoba to be hereunto affixed; WITNESS, His Honour Roland Fairbairn McWilliams, Esquire, one of our counsel learned in the Law, Lieutenant - Governor of Our said Province of Manitoba. AT OUR GOVERNMENT HOUSE, at Our City of Win- nipeg, in the Province of Manitoba, this tenth day of October, in the year of Our Lord one thousand nine hundred and fifty-one and in thp fifteenth year of our Reign. BY COMMAND, “Chas. E. Greenlay” Provincial Secretary.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.