Lögberg - 25.10.1951, Síða 6
6
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BtLDFELL. pýddi
Á örstuttum tíma — tíma svo stuttum að
furðu gegndi var komin breyting á skrift
Fanny; tal hennar breyttist líka; hún talaði
ekki lengur um sjálfa sig sem „Fanny“, mál-
festa hennar var meiri og hugsanir hennar
dýpri; augnaráð hennar fastara; hún söng ekki
lengur við sjálfa sig, þar sem að hún var á
ferð. Bækurnar, sem að hún las á hverri nóttu.
höfðu haft sín áhrif; rómantíóin, sem hafði allt-
af fylgt henni á yngri árum hennar, fór að bera
ávöxt í huga hennar. Nei, það virtist eins og
hið reiknandi sálarlíf hennar, sem að heimsk-
ingjarnir kölluðu geðbilun, hefðu verið óróa-
kendar eða æstar tilraunir, sem ekkert áttu
skylt við afglöp, heldur afburða gáfur, sem
voru að leita framrásar í hinu kalda og ein-
manalega lífi, sem að kringumstæðurnar höfðu
búið henni. Dagar og jafnvel vikur liðu án þess
að hún minntist á Vandemont. Og svo einu
sinni þegar Sarah, sem var alveg hissa á breyt-
ingu þeirri, sem orðin var á hinni ungu hús-
móður sinni, spurði:
„Hvenær kemur herramaðurinn aftur?“
Svaraði Fanny og það lék leyndardómsfullt
bros á vörum hennar: „Ekki ennþá, vona ég —
ekki nú strax!“ ,
IX. Kapíluli
Vandemont var búinn að vera mánuð í
Beaufort Court sveitasetrinu, og hin daglegu
viðfangsefni þar voru dýraveiðar, list, sem að
hann var einkar flínkur í. Hann hafði verið
ágæt skytta á yngri árum; og þó að hann hefði
ekki haft æfingu í langan tíma í að skjóta
með fuglabyssu, þá hafði hann verið einn sá
skotvissasti maður í sínum hóp á Indlandi með
riffli; svo að eftir fárra daga æfingar á ökrun-
um og í skógarrjóðrunum í Beaufort Court var
skotlist hans umtalsefni gestanna, og aðdáun
aðstoðarmannanna. Veiðarnar byrjuðu, og sú
athöfn, sem ávalt á svo sterk ítök í lífi athafna-
manna, gaf ástríðum hans, sem nú börðust um
í brjósti hans milli ótta og vonar, framrás, því
í þeirri list var hann velfallinn til að skara
fram úr. Reiðtækni hans, dyrfska hans, stein-
garðarnir, sem að hann hleypti yfir, gáfu fé-
lögum hans ótæmandi undrunar- og umtals-
efni, þegar að þeir komu heim á kvöldin. Herra
Marsden, sem ásamt fleirum af fyrri kunningj-
um Arthurs, hafði verið boðinn til Beaufort
Court til þess að fagna heimkomu erfingjans
tilvonandi, og sem að gætti allrar varúðar eins
og í fyrri daga, þegar að hann reið gamla Símon
um og fór þá af baki til að athuga knén a
hesti sínum; — hr. Marsden var fiínkur veiði-
maður og reið alltaf þeim fimustu og bezt
tömdu hestum, sem til voru og sem vanalega
hafði lag á að koma fyrstur á hnotskóg þar
sem að veiðin lá, án þess að hleypa mesti sín-
um á nokkuð erfiðara yfirferðar en smágirð-
ingar, þegar að hann af ókunnugleik fann ekki
opningu eða hlið á girðingunum, sem hann
sjálfur gat smogið í gegnum, en lét hest sinn
hlaupa yfir þær og fór svo aftur á bak, því
hesturinn var svo vel taminn, að hann beið
alltaf eftir honum. Hr. Ivlarsden sagðist aldrei
hafa séð reiðmann, sem ætti yfir eins lítilh
dómgreind að ráða eins og Monsieur de Vande-
mont og að hann væri fjandans glanni.
Þessi orðstír, þó algengur og eðlilegur væri,
hafði vis sáhrif á Camillu; það hafa máske
verið áhrif óttans. Ég segi það samt ekki, því
að ég veit ekki hverjar tilfinningar hennar
voru gagnvart Vandemont. Það er oít að róleg
skapgerð er í ákveðinni andstöðu við gagnstæó
lyndiseinkenni, svo það má vel vera, að hann
hafi frekar ógnað og blindað, heldur en aukið
ánægju hennar; að minnsta kosti gat hún ekki
annað en veitt honum eftirtekt. Samt hefði
henni brugðið í brún, ef einhver þefði spurt
hana að, hvort að hún ynni kærasta sínum
minna nú, heldur en að hún hefði gert, þegar
þau mættust við vatnið, en hjarta hennar og
hugur hefði þverneitað þeirri spurningu. Bréfin
frá elskhuga hennar voru enn löng og tíð;
hennar voru styttri og ekki eins opinská. En
svo varð hún að sýna móður sinni öll sín bréf,
áður en að hún sendi þau.
Hvað sem að afstöðu Vandemonts til Cam-
illu í þessum efnum leið, þegar að fundum
þeirra bar saman, þá er það víst, að hann vakti
ekki umtal með framkomu sinni. Það var frek-
ar augnaráðið, en orðin, sem talaði; hann hélt
sig eins mikið frá fjölskyldu hennar og að
hann gat, og hann var vanalega þögull og ó-
lundarlegur. Það kom þó fyrir stundum að
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951
hann varð ofsakátur, en jafnvel þá, sýndist
eitthvað þvingandi og óeðlilegt við þá kæti.
Lilburne lávarður var orðinn þreyttur á hon-
um, og Vandemont þreyttur á Lilburne, því
þegar sá fyrnefndi sá, að Vandemónt var of
aðgætinn til að láta féfletta sig, þá var engin
ástæða til -að halda lengur upp á Vandemont,
og þar við bættist líka, að Vandemont hafði
ekki verið meira en tvær vikur í Beaufort
Court, þá var Lilburne í illu skapi, annað hvort
út af því, að Vandemont vildi ekki spila, eða
af því hve varlega að hann spilaði og gekk til
Vandemonts, þar sem að hann stóð við glugga
og horíði út, og sagði:
„Vandemont, þú ert djarfari á dýraveiðun-
um, heldur en þú ert við spilin“.
„Heiður manna er ekki í veði, á meðan að
limagarðurinn skýlir þeim“.
„Hvað meinarðu?“ spurði Lilburne byrstur.
Vandemont var í illu skapi í svipinn út af
aðstöðu sinni, og með þá sem slógu eign sinni
á arfleifð hans fyrir augum sér, sem að í svip-
inn sópuðu öllum mildari hugsunum burt úr
huga hans. Og svo bætti ekki illhryssningurinn
í málróm Lilburne, sem að hann hataði, um
skap hans. „Lilburne lávarður“, sagði hann
með íyrirlitningarsvip, „ef að þú hefðir fæðst
fátækur, þá hefðir þú orðið vellauðugur — þú
ert kænn spilamaður“.
„Hvernig á ég að skilja þetta?“
„Eins og þér bezt líkar“, svaraði Vande-
mont rólega, en það var eins og eldur brynni
úr augunum á honum og hann gekk í burtu.
Lilburne stóð eftir hugsandi: Ó, já hann
grunar mig. „Ég get ekki átt í illindum út af
því — grunurinn sjálfur er skömm fyrir mig.
Ég verð að finna annan veg“.
Daginn eftir þegar þeir sátu að morgun-
verði spurði Lilburne hr. Marsden (þó sá herra
sæti aldrei við sama spilaborð og Lilburne lá-
varður) hvort að hann hefði skammbyssurnar
sínar með sér.
„Já, ég hefi þær alltaf með þér þegar að-ég
fer út í sveit — maður má alveg eins vel nota
tækifærið og æfa sig. Þar að auki eru veiði-
menn oft mestu óróaseggir, en ef þeir vita að
rnaður kann vel að fara með skammbyssu —
þá hafa þeir sig hæga!“
„Rétt er það“, sagði Lilburne með aðdáun.
„Ég sagði oft það sama þegar að ég var ungur.
Ég hefi ekki skotið úr skammbyssu nú í nokkur
ár. Ég er nú orðinn nógu frískur til að ganga
um úti, ef að ég hefi staf. Segjum að við æfum
okkur í hálfan klukkutíma eða svo“.
„Eg er því innilega samþykktur“, sagði hr.
Marsden.
Skammbyssurnar voru sóttar og þeir fóru út.
„Þar sem að ég tek nú aldrei þátt í veiðum“,
sagði lavarðurinn, nísti tönnum og leit oían á
íótinn a sér; „því þó að helti mín varni mér
ekkx íra að sitja í söðli, þá þoli ég ekki mikia
areystu, og "brodie segir að nýtt slysaáfall gæti
orsakað ftog-gigt; og gigtveiki mín gjörir mér
ómögulegt að vera með veiðimönnunum eins og
stendur, það væri velgjörningur af þér að lána
mér skammbyssurnar þfnar — það eyddi tím-
anum — klukkutíma, eða svo, þó að sem betur
fer, að einvígisdagar mínir séu nú liðnir!“
„Sjálfsagt“, sagði Marsden; og hann fékk
Lilburne lávarði skammbyssurnar.
Fjórum dögum síðar, þegar hr. Marsden,
Vandemont og einhverjir fleiri voru á heim-
leið í gegnum listigarðinn þá komu þeir þar að
sem Lilburne lávarður var að skemmta sér meö
skammbyssunum í þeim parti garðsins, sem svo
var langt frá húsinu að skotin ekki heyrðust
og Dykeman var þar með honum til þess að
hlaða byssurnar jafnóðum og hann skaut. —
Lávarðurinn sneri sér við þegar mennirnir
komu og sýndist órólegur út aí ónæðinu, sem
þeir gjörðu honum. „Þú heíir ekki hugmynd
um hvað mér hefir farið mikið fram, Marsden —
sjáðu bara!“ og hann benti á hanzKa, sem að
hann hafði neglt á tré. Eg hefi hitt þetta mark
tvisvar út úr hverjum fimm skotum, sem að
ég hefi skotið, kúlan heíir iarið nógu beint að
markinu til þess að drepa ijandmann minn“,
„Já“, sagði Marsden. „Markið sjálft hefir
ekki mikla þýðingu þegar um verulegt einvígi
er að ræða — aðalatriðið er, að skotlína kúl-
unnar sé bein“.
Lilburne lávarður hitti hanzkann í þriðja
sinni. Hann leit á Vandemont og sagði brosandi:
„Þeir segja að þú skjótir vel með fuglabyssu,
minn kæri Vandemont — ertu eins leikinn í að
skjóta með skammbyssu?“
„Ég skal sýna þér það ef þú vilt; en þú sigt-
ar, Lilburne lávarður; það er þýðingarlaust í
ensku einvígi. Má ég?“
Hann gekk þangað sem hanzkinn var, tók
einn fingurinn af honum, sem að hann festi sér
á tréð, tók skammbyssu hjá Dykeman um leið
og hann gekk fram hjá honum og í skotmál
Lilburne lávarðar, sneri sér við án þess að hægt
væri að sjá hann miða, skaut og fingurinn féll
af trénu.
Lilburne stóð steinhissa.
„Þetta er aðdáanlegt!“ sagði Marsden —
„alveg makalaust. Hvar í fjandanum lærðirðu
þessa leikni — því þetta er ekki annað en æfing
eftir allt!“
„Ég átti heima í mörg ár í landi, þar sem
æfingar voru tíðar, og þar sem kunnátta í sam-
bandi við rifflaskotfimi var óumflýjanleg —
landi, þar sem menn þurftu oft að verja sig
fyrir óargadýrum. í siðferðis-fyrirkomulagi
mannanna kemur maðurinn sjálfur í stað til
dýrsins — en við ofsækjum hann ekki! — Lil-
burne lávarður“, (bætti hann við brosandi og
með fyrirlitlegri hæversku), „þú verður að æfa
þig dálítið betur“.
Lilburne skeytti þeirri ráðleggingu ekki, en
hætti við morgunskotæfingar sínar og einvígis-
fyrirætlun sína við Vandemont. Eftir að Vande-
mont skildi við hann, bað hann Dykeman að
sjá um skammbyssurnar og fór heim og inn í
bókahlöðuna, þar sem Beaufort, sem var eng-
inn veiðimaður, vanalega var á morgnana, að
fara yfir reikninga sína. Hann henti sér niður
á vængjastól og sagði illhryssingslega um leið
og hann skaraði í eldinn:
„Beaufort, ég dauðsé eftir að ég bauð Vande-
mont hingað. Hann er illa vaninn og leiðinlegur
maður!“
Beaufort lagði frá sér reikningsbókina, sem
að hann var með, og svaraði:
„Lilburne, ég hefi ^ldrei verið í rónni síðan
að sá maður kom hér í húsið; en sökum þess að
hann var gestur þinn, þá vildi ég ekki minnast
á það iyrri, en heíurðu ekki tekið eftir — þú
heíir hlotið að taka eftir — hve líkur að hann
er gömlu fjölskyldumyndunum? Eítir því sem
að ég athuga hann nánar, því skýrari verður
minnmgin um annan mann fyrir mér. Satt að-
segja“, sagði Robert Beaufort og stundi við;
„ex: að hann héti ekki Vandemont — og ei saga
hans væri ekki eins vel þekt og hún er, þá
mundi ég sverja, að þetta væri Philip Morton,
sem við hýsum hér í húsinu!“
„Ó!“ sagðí Lilburne mað áherzlu, sem kom
Beauíort á óvart, því að hann hafði vonast eftir
að heyra mág sinn gera lítið xir þessum ótta
sínum; „Marsden tók eftir þessu um daginn
þegar að við gengum í gegnum myndasalinn,
og hafði orð á því við Vandemont, og ég man
það núna^að hann skipti litum, en sagði ekkert.
Þey! Þey! segðu ekki meira, láttu mig hugsa —
láttu mig hugsa. Þessi Philip — jú — jú — við
Arthur sáum hann — með — Gawtrey — í
París — Gawtrey! var það nafnið á óþokkan-
um, hann var sagður að vera . . . .“
„Já — já — já. Ó! nú skil ég meininguna í
þessum tillitum — þessum orðum“, tautaði Lil-
burne fyrir munni sér. „Þetta uppgerðarnaín
Vandemont, var alltaf vafasamt! og sagan sem
því fylgdi, sem var heilaspuni konu sem unni
Xionum iika vafasöm. — Krafan til eigna þinna
er gjorð um sama leyti og að hann xemur tii
Engainds-. Heyrðu! hefurðu dagblað við hend-
ina. Hringdu bjöllunni og láttu koma inn með
bloðin! Heíurðu ekki séð auglýsinguna í þeim,
sem heíir verið endurtekm nokkrum sinnum
mánuðinn sem leið?“
„Ég les aldrei auglýsingar, nema í sveita-
blööunum, þegar um land, sem er til solu, er
að ræða“.
„Ég gjöri það nú heldur ekki oft, en þessi
vakti eftirtekt mína“.
„John (þjónninn kom inn).
„Sæktu olöðin!“ sagði Beaufort. „Nafnið á
vitninu, sem að frú Morton var að leita að var
Smith, sama nafnið og kafteinninn gaf; hvað
var fyrra nafnið á honum?“
„Ég man það ekki“.
„Hérna eru blöðin — láttu aftur hurðina —
og hérna er auglýsingin: „Ef að William Smith,
sonur Jeremiah Smith, sem fyrrum leigði bú-
jörð hjá Shipdale-Burry af háttvirtum herra
Charles Leopold Beaufort (það er föðurbróður
þínum) og ior til Ástralíu árið líi , vill gjöra'
svo vel, að koma á skrifstofu hr. Barlow lög-
íræðings í Essex stræti, Strand, þá bíða hans
þar fréttir, sem honum eru hagkvæmar“.
„Herra minn góður! Því minntistu ekki á
þetta við mig fyrri?“
„Vegna þess, að ég hélt, að það skipti engu
máli. í'yrst var nú það, að þessum manni gat
hafa fallið arfur í hendur, sem að okkar mál-
um kom ekkert við. Það var í sannleika lík-
legasta ástæðan, og' þó að auglýsingin hefði
staðið í sambandi við kröfuna, þá gæti það
verið fyrirlitleg tilraun til að hræða þig. Vertu
rólegur — það er engin ástæða til að hvítna
svona upp, því eftir allt, þá sýnir þetta að vitnið
er enn ófundið — sýnir að Kafteinn Smitn er
hvorki sá Smith, sem þeir eru að leita að, né
heldur veit hann hvar hinn rétta Smith er að
finna!“
„Satt er það!“ sagði Beaufort — „Satt —
auðsjáanlega satt!“
„Ó, já!“ sagði Lilburne lávarður, sem var að
líta í gegnum blöðin. — „Hér er önnur aug-
lýsing, sem að ég hefi ekki séð áður. Þetta lítur
grunsamlega út: „Ef að maðurinn, sem að heim-
sótti hr. Morton kaupmann í N . . . september —
vill koma aftur eða skrifa, þá getur hann feng-
ið upplýsingarnar, sem að hann var að spyrja
um“. „Morton! bróðir konunnar! Móðurbróðir
þeirra! Þetta liggur í augum uppi!“
„En ef að hann er Philip Morton, hvað kom
honum þá til þess að koma hingað! — Njósna,
eða ögra?“
„Hann skal fara héðan strax í dag“.
„Nei — nei! láttu vakta hann. Ég sé að
hann er að draga sig eftir dóttir þinni; spurðu
hana varlega; minnstu ekki á, að hún skuli
ekki gefa honum undir fótinn; fáðu að vita,
hvort að hann hafi nokkurn tíma minnst á
Morton-bræðurna við hana“.
„Já, ég man það núna, að hann minntist
lauslega á þá við mig — en ég man ekki hvað
það var. Hann er bæði kænn og djarfur —
vaktaðu hann segi ég — vaktaðu hann vel!
Hvenær kemur Arthur heim?“
„Ferðin hefir gengið seint fyrir honum,
hann kvartar enn undan lasleika, og versnar
alltaf annað slagið; en hann ætti að vera í
París núna í vikunni, er þar máske nú. Herra
minn góður! Hann má ekki mæta þessum
manni!“
;,Gerðu það, sem ég segi þér; veiddu allt
sem þú getur upp úr dóttur þinni og vertu
aldeilis óhræddur. Hann getur ekki gert þér
neitt nema með lögsókn. En ef að hann er virki-
lega að hugsa um Camillu . . . .“
„Hann! — Philip Morton — ævintýramað-
urinn — og
„Hann er eldri sonurinn. Mundu eftir því,
að þú varst að hugsa um að taka þann yngri.
Það er ekki óhugsandi, að hann finni vitnið —
hann getur unnið málið; ef að hann ann Cam-
illu, þá er máske hægt að miðla málum“.
Herra Beaufort fann ískaldan hroll fara um
sig allan.
„Þú heldur, að það sé líklegt, að hann vinni
þetta svívirðilega mál?“ stundi Beaufort upp.
„Varst þú ekki að girða fyrir þá möguleika
með því að ná haldi á bróður hans? Það er
ekki minni þörf á, áð ná valdi á þessum manni.
Taktu eftir! Pólitík einstaklingsins er sama
eðlis og þess opinbera — þegar ríkið getur ekkt
molað skrílforingja undir sig, þá ætti það að
reyna að vinna hann á sitt mál. Ef að þú getur
eyðilagt þennan fiund (og Lilburne gleymdi
gigtinni og stappaði fætinum í gólfið) þá eyði-
legðu hann! Hengdu hann! Ef að þú getur það
ekki (hér fékk hann gigtarflog í fótinn og
gretti sig) ef þú getur það ekki (ó, fjandans
gigtin) og að hann getur eyðilagt þig, þa taktu
hann inn í fjölskylduna, og gjörðu leyndarmál
hans að sameiginlegu leyndarmáli okkar! Ég
verð að fara og leggja mig fyrir. — Ég hefi of-
reynt mig“.
Beaufort fór til dótutr sinnar í mestu vand-
ræðum. Hann skalf á fótunum, en reyndi til að
vera róleugr og brosleitur. Spurningar hans,
sem komu flatt upp á Camillu og gjörðu hana
órólega, leiddu brátt í ljós, að íyrsta daginn
sem hún mætti Vandemont, þá hafði hann spurt
hana um Mortons-bræðurna, og að hann hefði
oft minnst á þá eftir það; að hann virtist standa
í þeirri meiningu, að sá yngri þeirra væri að
einhverju leyti í umsjá, eða undir vernd Beau-
forts lávarðar, þó að hann að síðustu heíði orð-
ið sannfærður um, að svo var ekki. Lávarður-
inn passaði sig með, þó að hann væri í æstu
skapi, að láta ekkert á því bera, að hann héldi
að Vandemont væri Philip Morton sjálfur, því
að hann óttaðist að dóttir sín mundi segja
Philip það. „En“, sagði hann ísmeygilega. „Ég
á von á að hann þekki þá bræður. Ég vildi
gjarnan vita meira um þá sjálfur. Fáðu allar
uppiýsingar um þá sem þú getur og láttu mig
vita, og heyrðu — heyrðu, Camilla, — ho! —
ho! — ho! — þú ert að vinna sigur, daðrarinn
þinn! Hefir hann, þessi Vandemont, sagt þér,
að honum lítist vel á þig?“
„Hann! — aldrei!“ svaraði Camilla og roðn-
aði fyrst en fölnaði svo.
„En hann sýnir það. Ó! Þú skalt ekki segja
neitt um það. En gefa honum svona heldur
undir fótinn; það er að segja — já, gefa honum
ástæðu til að halda. Talaðu við hann eins mikið
o gþú getur —spurðu hann um hina fyrri ævi
hans. Ég hefi sérstaka ástæðu til þess að þurfa
að vita um hana — það er mjög áríðandi fyrir
mig“.
„En kæri faðir minn“, sagði Camiila ótta-
slegin og alveg hissa. „Ég er hrædd við þennan
mann — ég er hrædd — ég er hrædd . . . .“
Ætiaði hún að segja, „ég er hrædd við sjálfa
mic^?" Ég veit það ekki; en hún þagnaði og fór
að gráta.
„Ó, svona eru þessar stelpur ævinlega!“ taut-
aði Beaufort lávarður, „fara að öskra þegar að
þær ættu að koma að einhverju liði. Farðu ofan,
þurkaðu þér um augun og gerðu eins og ég
segi þér — náðu í allar upplýsingar sem þú
getur frá honum. Hrædd við hann! Já, ég býst
við að hún sé það!„ tautaði vesalings maðurinn
og lét aftur dyrnar.
Það var ekki furða þó að framkoma Cam-
illu gagnvart Vandemont yrði vandræðalegri
en áður, og heldur engin furða á, þó að Vande-
mont legði sinn eiginn skilning í þá framkomu.
Beaufort passaði sig með að ota þeim saman
hvenær sem að hann sá sér tækifæri á því, og
sjálfur tamdi hann sér flaðurs lítillætis hóg-
værð í allri sinni umgengni við Vandemont.
Hann var viss um, að Vandemont hefði sér-
staka ánægju af músik, hvað fannst honum um
nýja lagið, sem að Comillu þótti koma svo
mikið til? Að hann hlyti að vera góður dómari
að því er landslagsfegurð snerti, því að hann
hefði farið svo víða og séð svo margt. Það væri
unduri'agurt landslag í nágrenninu, og ef að
hann vildi neita sér um einn eða tvo veiðitúra,
að þá málaði Camilla vel og væri glögg á allt
slíkt og þætti svo gaman að útreiðartúrum.