Lögberg - 08.11.1951, Qupperneq 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1951
Úr borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunk-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ááamt andvirði,
Mrs. A. MacDonald
11 Regal Ave. St. Vital
sendist:
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limited.
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
Inlerlake Muncipal Observer
skýrir frá því að nú sé verið
að bora fyrir olíu nálægt Lundar
bæ. Hermt er, að olíuskán hafi
komið í ljós þar í grend þegar
grafnir hafa verið skurðir til að
ræsa fram mýrar.
Mr. Skúli Sigfússon fyrver-
andi fylkisþingmaður, hefir í
mörg ár verið þeirrar skoðunar,
að þar væri olíu að finna.
☆
Leiðrétting.
í nafnalista Seattle-kvenfé-
lagsins „Eining“ átti þessi setn-
ing „Til arðs fyrir Stafholt, 1.
júlí 1950 til 1. júlí 1951“, að vera
í byrjuninni í staðinn fyrir í
miðjunni eins og hún var í blað-
inu.
Virðingarfylst,
Guðrún Magnússon,
Seattle, Wash.
☆
Mrs. Donald L. Bennett frá
Montreal; sem hefir verið í heim-
sókn ásamt syni sínum, Alan,
11 mánaða, hjá tengdaforeldrum
sínum, Mr. og Mrs. Bennett,
Carman, Man., og hjá' foreldrum
sínum, Mr. og Mrs. G. F. Jónas-
son, Oak Street, Winnipeg, lagði
nýlega af stað heimleiðis.
Félagsskapur sá, sem gengur
undir nafninu The Evenning
Alliance, efnir til kaffisölu og
sölu á heimatilbúnum mat í
fundarsal Sambandskirkjunnar,
Sangent og Banning á laugar-
daginn kemur síðdegis og að
kvöldinu. —Fjölmennið!
☆
Samkoma í Árborg.
Þjóðræknisdeildin „ESJAN“
efnir til samkomu í Árdals-
kirkju, föstudaginn 16. nóvem-
ber, kl. 8.30 síðdegis. Meðal ann-
ars fer þar fram samkeppni í ís-
lenzkri framsögn fyrir börn og
unglinga; yfir tuttugu þátttak-
endur, söngur ungmenna og
fleira. Þriggja manna dómnefnd
frá Winnipeg dæmir í sam-
keppninni.
*
Hr. J. Johnson bókavörður
Þjóðræknisdeildarinnar FRÓN,
þakkar af óhagganlegum grunni
hjarta síns bókagjafir frá Lárusi
Sch. ólafssyni, Margréti Thomp-
son og ónefndum í Winnipeg eða
annars staðar á hnettinum.
☆
Hjónavígslur
framkvæmdar af séra Valdi-
mar J. Eylands í Fyrstu lútersku
kirkju:
26. okt.
Ray William Hjörleifsson, 25
Fredrick Ave. Winnipeg og Iris
Marion Eastman, 38 Hargrave
St. Winnipeg.
3. nóv.
James Henry Page, Jr. 908
Dominion St. og Joyce Mary
Stanish E. St. Paul, Man.
Árababandalagið og upphafsmaður þess
Assam Pasha hefir áratugum saman starfað að stofnun bandalagsins
VIÐHORF BRETA:
Sfrækkun landhelg-
innar ekki brofr
alþjóðalaga
ísland hefir borðið nokkuð
á góma í sambandi við mál-
flutning Breta fyrir alþjóða-
dómstólnuih í Haag út af
landhelgisdeilunni við Norð-
menn. Brezki málflytjand-
inn lét í ræðu sinnni orð
falla á þá leið, að Bretland
héldi því ekki beinlínis
fram, að Norðmenn og Is-
lendingar brytu nein alþjóða
lög er þessi lönd ákvæðu
sjálf landhelgislínurnar.
En við höldum því hins vegar
fram, að þessar ákvarðanir hafi
enga stoð í alþjóðalögum og
reglugerðum og séu í rauninni
haldlausar yfirlýsingar án okk-
ar samþykkis.
Á öðrum stað benti hinn
brezki málflytjandi á það, að ís-
lendingar hefðu nýlega gert ráð-
stafanir til ákvörðunar í land-
helgismálum, er byggðust á því,
sem Norðmenn hefðu gert. Sagði
hann ennfremur, að bæði Norð-
menn og Svíar, sem þarna ættu
hagsmuna að gæta, vildu ekki
fallast á þessar ákvarðanir Is-
lendinga.
Ég hygg, sagði hinn brezki
sækjandi, að alþjóðadómstóllinn
verði að skera úr því, hvort í al-
þjóðalögum séu ákvæði, sem
skera úr um það, hvað teljast
skuli til flóa og hvað sé rétt land-
helgislína. Samt sem áður getur
hagfræði og stjórnmál ekki haft
nein áhrif á þá ákvörðun. —
Landfræðileg rök hljóta að liggja
til þess úrskurðar, segir hinn
brezki sækjandi.
—TÍMINN,jl7. okt
3. nóv.
Vilhjálmur Pétursson, 280
River Ave. og Edith Hacker, 58
Worthington St. St. Vital.
☆
ÁRSFUNDUR
íslendingadagsins verður hald-
inn næstkomandi mánudags-
kvöld, þann 12. þ. m. klukkan
átta í neðri sal Góðtemplara
hússins á Sargent Ave. Á þess-
um fundi fer fram kosning
manna í nefndina í stað þeirra,
sem endað hafa tímabil sitt, og
einnig fer þá fram breyting á
reglugerð nefndarinnar; fólk er
vinsamlega beðið að muna eftir
þessum fundi og sækja hann vel
svo mögulegt sé að ganga frá
þeim málum sem þar verða bor-
in upp. — Stundvíslega kl. 8
■næsta mánudagskvöld.
Séra V. J. Eylands, forseti
Davíð Björnsson, ritari
☆
í síðasta tölublaði Saturday
Night birtist ritdómur um
TANYU fyrstu skáldsögu Krist-
ínar Benson Kristofferson. Rit-
dómurinn er, eins og verðugt er,
vingjarnlegur og lofsamlegur.
Segir ritdómarinn að yfir skáld-
sögunni sé sérkennilegur cana-
dískur blær. — Sagt er að bókin
seljist vel.
☆
The Icelandic Canadian Club
will hojd a social meeting Nov-
ember 12, 1951 commencing at
9 p.m. in the Lower Auditorium
in the First Federated Church,
Banning St. Members are in-
vited to bring a friend. — Be
assured of a good time.
The club has projected a
social gathering in honor of Dr.
Runolfur Marteinsson on Friday
evening November 23, in the
Lower Auditorium of the First
Lutheran Church. The public is
invited. Further details will be
announced next week.
Inga Johnson, Secretary,
Ste. 19 Emily Apts.,
Winnipeg, Man.
☆
Mr. Ragnar Eggertson sölu-
stjóri fór austur til Ottawa,
Montreal og New York í við-
skiptaerindum og ráðgerði að
verða nokkuð á aðra viku að
heiman.
☆
Grettir L. Johannson ræðis-
maður og frú fóru flugleiðis
suður til Des Moines, Iowa í
fyrri viku og dvöldu þar syðra
fram um miðja yfirstandandi
viku.
Azzam Pasha, maðurinn, sem
grundvallaði Arababandalagið og
er almennt talinn tákn hinnar
vaxandi arabísku sjálfsvirðingar.
Atburðir s e i n u s t u vikna í
Transjordaníu hafa orðið til þess
að augu manna beinast nú meira
en áður að arabísku þjóðunum.
Athygli manna hefir því ósjálf-
rátt beinzt að hinu volduga
Arababandalagi sem, þegar öllu
er á botninn hvolft, er það afl, er
mestu ræður meðal arabísku
þjóðanna.
Mörgum vgrður það á, einkum
þeim, er aðeins styðjast við frétt-
ir útvarps, að rugla saman Araba
bandalaginu og „arabisku fylk-
ingunni“ en þetta eru algerlega ó
skyld samtök. Arabiska fylking-
in er einungis nafnið á meginstoð
hers Transjordaníu, sem yfirleitt
er talin vera trú stjórnendum
landsins, þar sem Arababanda-
lagið er nokkurs konar arabískt
þjóðabandalag, sem gerir arab-
ísku þjóðunum það kleift þegar
Bréf fró Afríku
Framhald af bls. 5
Heitur og hreinn loftstraumur
þýtur jafnan um bílinn. Farþeg-
arnir eru aðallegra Arabar,
Frakkar og ítalir. í bæinn Gabez
í Tunis er komið seinni hluta
dags. Þar er gist. Mjög eftir-
minnilegur, arabískur svipur
yfir flestu, búðum, vinnustofum,
götum, en ég skal reyna að stilla
mig um að skamma þá fyrir
slóðaskapinn og óþrifnaðinn. Hó-
telið mitt var gott. Ééð því sviss-
neskur maður, sem hafði rekið
það í 40 ár. Hér er útdráttur úr
skýrslu hans: Þegar ég kom
fyrst, var hér enginn læknir og
heilbrigðiseftirlit vantaði. Þrifn-
aður hér má teljast góður nú í
samburði við það, sem þá var.
(A^hs. undirritaðs: So-o! Ja,
hvernig var þrifnaðurinn þá!)
Menntun er líka heldur að auk-
ast hjá þessum Múhameðsmönn-
um. Allmörg börn ganga í skóla.
Sonur minn er skólastjóri
drengja skóla fyrir Araba. Oft
hafa fjórtán ára drengirnir verið
komnir í hjónaband áður en þeir
útskrifast úr skólanum. Konur
þeirra eru á aldur við þá sjálfa.
Foreldrarnir ráða þessu. Oft er
brúð(urin keypt nokkru verði,
kýr og kindur látnar koma í
staðinn." Ég sagði honum, að mér
sýndist Arabaunglingar Evrópu
á svipuðum aldri, nema síður sé.
Hóteleigandinn lét þess getið, að
afkvæmi þessara unglinga væru
smá og táplítil, en foreldrarnir
bíðu tjón af því að fá ekki að
njóta æskuáranna á eðlilegan
hátt.
Góðar kveðjur.
Helqi Tryggvason.
, — MBL. 25. sept.
Síðastliðna viku komu Mr. og
Mrs. Murray McKillup frá
Dauphin til borgarinnar. Þau
fóru á laugardaginn í heimsókn
til foreldra Mrs. McKillup, Mr.
og Mrs. S. W. Sigurgeirson,
Riverton.
☆
Womens’ Association of The
First Lutheran Church will hold
their Annual Meeting in the
Church Parlor on next Tuesday
at 2.30 p.m.
' ☆
Mrs. Jónatan Helgason frá
Prince Rupert, B.C., sem dvalið
hefir í Manitoba síðan í ágúst
í heimsókn hjá skyldfólki og
venzlafólki, lagði af stað heim-
leiðis á laugardaginn.
☆
Séra Kristinn K. Ólafsson
fyrrum forseti lúterska kirkju-
félagsins, er nú þjónandi prestur
við amerískan söfnuð í grend við
Chicago, hefir orðið fyrir þeirri
þungu sorg, að missa dóttur
sína, Petreu, gáfaða og ágæta
stúlku á bezta aldri; hún vann
við bókavarðarstörf.
mikið liggur við, að koma fram
sem ein held, að minsta kosta á
stjórnamálasviðinu, og ef til vill
einnig í hernaði.
Stofnað á öndverðu ári 1945
Bandalagið var stofnað með
undirritun sáttmála Arababanda
lagsins í Kairo 22. marz 1945. 1
sáttmálanum segir m. a. að það
sé stofnað: „Til þess að fram-
fylgja óskum, er grundvallist á
almennri skoðun manna í öllum
löndum Araba.“ Þjóðirnar, er
standa að honum eru: „Egypta-
land, írak, Sýrland, Libanon,
Jordania, Sauði-Arabia og Yem-
en. Eins og sagt hefir verið, féllst
Abdullah konungur einnig * á
sáttmálann, þótt hann yrði síðar,
vegna afstöðu sinnar til Pales-
tínustríðsins, á öndverðum meiði
við aðra samningsaðila.
í greinum sáttmálans segir,
með berum orðum, að hann sé
gerður til þess að samræma
stjórnmálastefnur hinna mismun
andi arabísku þjóða, með það
fyrir augum, að treysta sjálf-
stæði þeirra og fullveldi.
Hvort séð hafi verið fyrir við
stofnun bandalagsins, að það yrði
sett beinlínis í samband við deil-
ur Araba og Gyðinga, þegar sátt-
málinn var gerður heyrum kunn-
ur, skal ósagt látið, en endalok
deilunnar hljóta að hafa valdið
Arababandalaginu sárum von-
brigðum. Þar sem Abdullah kon-
ungur var talinn eiga mesta sök-
ina á því hvernig fór, er það ekki
að undra, þótt þessara vonbrigða
skuli hafa gætt, í stefnu Araba-
bandalagsins, á hinum tvísýnu
tímamótum eftir dauða hans.
Draumar hjá pýramídunum
Eins og fjöldi annarra merkis-
atburða í sögunni er Arababanda
lagið að verulegu leyti eins
manns verk.
Og maðurinn er hinn 58 ára
gamli Abdul Rahman Azzám
Pasha, aðalritari Arababandalag-
sins Hann er fæddur í skugga
pýramídanna við Gizeh, en hann
líkist ekki að neinu leyti egypz-
kum Fellah. Hár og renglulegur,
magur í andliti og dreyminn á
svip líkist hann helzt háskóla-
borgara, sem hann er reyndar.
En, það skal tekið fram, ekki
neinn venjulegður háskólaborg-
ari.
Hann dreymdi um það að verða
læknir, svo að hann gæti lagt
eitthvað af mörkum til þess að
vinna gegn því hræðilega á-
standi, er hann kynntist þegar í
æsku í þorpinu sínu, og hann fór
sem ungur maður til Lundúna,
til þess að leggja stund' á læknis-
fræði. En jafnvel þá var hann far
inn að hugsa lengra fram í tím-
ann, um það hvernig hægt væri
að lyfta hinum fornfrægu arab-
ísku þjóðum upp úr þeirri deyfð
og sleni, er virtist grúfa yfir
þeim.
Úrslita atburðurinn
Þá skeði sá atburður, sem ork-
aði á hann eins og köllun til líf-
sins, það var stríð ítalía á hendur
Tyrkjum og herferðin til Libyu,
sem sigldi í kjölfar þess ófriðar,
skömmu fyrir fyrri heimsstyrj-
öldina. Hann sagði skilið við há-
skólann og gekk í flokk með Bed-
úinum, sem voru þjálfaðir af
Tyrkjum, og ýmist tyrkneskir
eðaa þýzkir liðsforingjar stjórn-
uðu í bardögum við Italía í eyði-
mörkinni. Læknastúdentinn varð
hugaður og harðger hermaður,
er brátt var gerður að höfuðs-
manni.
Tyrkir voru neyddir til þess að
láta lönd sín í Norður-Afríku af
hendi við ítali, en Abdul Rah-
man ,Azzam hélt ásamt Bedúin-
um sínum áfram skæruliðsbar-
dögum, sem lauk ekki fyrr en
árið 1924. Fræg varð hin leynd-
ardómsfulla ferð hans til Vínar-
borgar í fyrri heimsstyrjöld, til
þess að semja um ítalíu við Mið-
veldin. Þar var hann látinn búa
í b e z t u herbergjum Imperial-
gistihússins, sem síðar varð bæki
stöð Hitlers og hann mun hafa
verið þakklátur fyrir, að geta tek
ið sér heitt bað, en honum leizt
miður á mjúka rúmið, sem her-
bergjunum fylgdi, og svaf á gólf-
inu. Eyðimerkurlífið hafði ger-
breytt lífsvenjum hans.
Hefndin yfir ítölum
E f t i r fullnaðarósigur sneri
hann heim til Kairo aftur með
bjargfasta trú á framtíð og frelsi
arabísku þjóðanna. Hann sneri
heim sem hetja og var kjörinn á
þing með miklu atkvæðamagni.
Að vonum gekk hann fljótlega
í flokk með tveim helztu frelsis-
hetjum Egypta, Zaghluk Pasha,
sem nú er látinn, og núverandi
forsætisráðherra Nahas Pasha,
og á næstu árum var hann þrá-
faldlega ráðherra í stjórninni, en
áhugamál hans náðu miklu
lengra en til innanríkisstjórn-
mála Egyptalands.
Hann byrjaði snemma að velta
fyrir sér hugmyndinni um banda
lag Araba, og vann fyrir þessa
hugsjón, bæði heima í Egypta-
landi og síðar víða um lönd, er
hann var gerður að sendiherra á
þýðingarmiklum stöðum.
Libyu, hinu ástkæra föður-
landi sinu, gleymdi hann heldur
aldrei. í annari heimsstyrjöld-
inni fékk hann tækifærið til þess
að hefna fyrir ósigurinn árið
1924. Nú voru fjendur hans, Ital-
irnir, bandamenn Þjóðverja, og
hann varð stoð og stytta Breta í
eyðimerkuhernaðinum. Það er
enginn vafi á því, að aðstoð hans
vó þungt á metaskálunum fyrir
Breta. Á erfiðustu stríðsárunum
safnaði hann Bedúinum á ný
saman til baráttu, og hann getur
nú vel sagt, þegar Libya á sér
framtíð sem sjálfstætt ríki, að
verulegur hluti heiðursins beri
honum. Það var beinlínis hag-
kvæmt framlag til málanna, sem
hlaut að efla áhrifavald hans
meðal allra arabískra þjóða.
Erfiðleikar steðja að
Vart hafði seinasta skotinu í
Afrikustyrjöldinni verið hleypt
• af, er hann hóf að nýju baráttu
sína f y r i.r Arababandalaginu
Hann naut þar stuðning Farouks
konungs, sem leit á bandalagið
sem þýðingarmikið tæki til þess
að láta draum föður síns og sjálf
síns rætast um enrurreisn Kalifa
stjórnar, en hann vissi, að hinn
voldugi Ibn Saud leit með af-
brýðisemi og vantrú til hins
unga jafninga síns. Þarna var við
ramman reip að draga, því án
hlutdeildar Ibn Sauds konungs,
hefði hvers konar bandalag Ar-
abaríkja verið nafnið tómt.
Um haustið 1944 vann Azzam
Pasha, eins og hann nú var nefnd
ur, hinn mesta stjórnmálalega
sigur sinn. Honum tókst að sann-
færa, ekki aðeins Ibn Saud, held-
ur alla aðra arabíska hífðingja,
um hagkvæmi hugsjónar sinnar,
og undirbúnings-ráðstefna sett-
ist á rökstóla í Alexandríu. En í
marz næsta ár var undirbúningi
svo langt komið, að eins og áður
var á drepið, var hægt að ganga
formlega frá stofnun Araba-
bandalagsins.
Það hafa vafalaust verið Azz-
am Pasha vonbrigði að skorizt
skuli hafa í odda í Palestínu,
M ESSU BOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 11. nóv.
Rembrance Day
Sameiginleg guðsþjónusta
allra kirkna Selkirkbæjar í
Garry Theatre kl. 10.30 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12.
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir!
S. Ólafsson
☆
Gimli Luiheran Parish
H. S. Sigmar, Pastor
Nov. llth
9:00 A.M. Betel.
10:45 A.M. Special Armistice
Day Service and Canadian
Legion Parade, Gimli.
2:00 P.M. Riverton.
3:00 P.M. Confirmation Class,
Riverton.
7:00 P.M. Icelandic Service,
Gimli.
8:00 P.M. Youth Rally at the
Gimli Theatre — Showing the
movie “The Difference/’
Offering taken for C.H.E.Y.
áður en Arababandalaginu hafði
almennilega verið komið á fót,
en enn meiri vonbrigði hljóta
það þó að hafa verið honum, hve
Egyptar reyndust hernaðarlega
máttlausir, eins og raun bar
vitni.
Enginn skal þó láta það sér til
hugar koma, að þetta hefði dreg-
ið úr trú hans á málefninu. Hann
hefir áður sýnt, að hann gæti
beðið, og nú bíður hann eftir
heppilegu tækifæri, í hinni stóru
aðalbyggingu Arababandalag-
sins, í Kairo,
Það er ekki rétt að gera lítið
úr honum sem andstæðing. Hann
er ekki síður hættulegur viðskipt
is, einmitt vegna þess að í fram-
komu er hann heimsmaður, sem
getur tekið þátt í skemmtanalífi
af jafn mikilli leikni og hann
ræður gátur stjórnmálanna. Og
þótt hann sofi alltaf eins og hann
gerði, er hann barðist í eyðimörk
inni, lifir hann engu meinlæta-
lífi, Hann hefir mætur á góðu öli
og reykir mikið tóbaksvindlinga.
Nú er mikið að gera í símalín-
unni milli Manasterly-hallarinn-
ar, aðalbækistöð Arababandalag-
sins í Kairo, og Amman, höfuð-
borg Transjordaníu. En með sam
tölunum, er þar fara á milli, er
stjórnarstefna Arabahöfðingj-
anna ákveðin.
— VÍSIR
To Check Accidents—
Double Check Your Car
Improved Maintenance habits can reduce accidents in
Manitoba. Driving a “safe” car is as important to the life of
a driver and his family as “safe driving habits”.
Every car and truck owner is urged to recognize his
obligation to drive a safe vehicle by having his garage
“DOUBLE CHECK” all safety features: Brakes, lights, tires,
tubes, steering mechanism, windshield wipers and wheels.
DRIVE A SAFE CAR
BE CAREFUL — THE LIFE YOU SAVE
MAY BE YOUR OWN!
Published in the interests of public safety
by
SHEA’S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-297