Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 Kommúnismi Títós. Hin nýju iðnaðarlög Títós eiga að sanna að hann sé meiri kommúnisti en Stálín TÍTÓ MARSKÁLKUR hefir nýlega haldið eina af hinum miklu ræðum sínum og deilt harðlega á valdhafana í Kreml. Hann hélt því fram, að þeir hefðu svikið kommúnismann og tekið upp yfirgangssama einræðis- og kúgunarstefnu, er ekkert ætti skylt við sannan sósíalisma. Jafnframt deildi hann harðlega á yfirdrottnun Rússa í lepprikjunum í Austur-Evrópu og skoraði á almenning þar að rísa gegn núverandi valdhöfum, er væru ekki annað en peð Rússa. Það er víst, að valdhöfum Rússa er illa við þennan boðskap Títós og telja sér stafan hættu af honum. Hvað eftir anað hafa helztu valdamenn Rússa lýst yfir því að undanförnu, að fall Títós sé skammt undan. Heima fyrir vfrðist Tító þó heldur styrkjast í sessi, svo að Rússar hljóta að eiga við eitthvað annað en að hann verði felldur af löndum sínum, þegar þeir eru að boða pólitísk endalok hans. Sennilegast er, að valdhafar Rússa ætli með þessum hótunum að vara stjórnendur leppríkjanna við því, að fylgja fordæmi Títós. En endalaust geta þeir ekl<i látið sér hótanir nægja, ef þær eiga ekki að verða marklausar. Svik við kommúnismann Ástæðan til þess, að Rússar óttast Tító, er ekki aðeins sú, að honum hefir tekizt að rísa gegn fyrirmælum þeirra og þannig gef ið stjórnendum hinna leppríkj- anna hættulegt fordæmi. Sú á- stæðan er engu veigaminni, að Tító telur sig fylgja hinum rétta kommúnisma, en telur stjórn- endur Sovétríkjanna hafa svikið hann. Samkvæmt kenningum Marx og Lenins hafi einræðis- skipulagið aðeins átt að vera til bráðabirgða, eða á meðan verið væri að búa alþýðuna undir það, að taka völdin í sínar hendur. Þróunin í Sovétríkjunum hafi hins vegar orðið gagnstæð því sem Marx og Lenin kenndu. Ein- ræðið hafi eflzt þar stöðugt og styrkzt. Öll völd í landinu séu í höndum fámennrar klíku, en al- þýðan sé raunverulega áhrifa- lausari en nokru sinni fyrr. Vald- hafarnir hafi alveg lagt hinn rétta kommúnisma til hliðar, en einbeiti sér hins vegar að því, að framfylgja hinni gömlu land- /inningastefnu keisaranna o( geri það af enn meira skef jaleysi og ofriki en keisarnir hafi nokkru sinni gert. Þess vegna heimti þeir algera undirgefni af öðrum kommúnistaríkjum, en unni þeim ekki neinna áhrifa í samstarfinu. ‘ Iðnaðarlöggjöf Títós Jafnframt heldur Tító því fram, að það sé hann, er sé full- trúi hins sanna komúnisma. í Júgóslavíu sé það komið lengra á veg en nokkurs staðar annars staðar að framkvæma kommún- ismann, eins og Marx og Lenin hafi hugsað sér hann. í samræmi við þetta hefir stjórn Títós ný- lega lagt fram frumvarp að nýrri iðnaðaríöggjöf, sem á að ganga í gildi um áramótin. Meginatriði þessara nýju iðnaðarlaga eru þessi: Yfirráðin yfir verksmiðjunum er áður voru í höndum ríkis- stjórnarinar, verða lögð að mestu leyti í hendur verkamannaráða í hinum einstökum verksmiðj- um. Verkefni ríkisstjórnarínnar verður aðallega fólgið í því að semja heildar áætlun og tryggja hæfilegt stofn fé til þess, að hún fáist staðizt. Innan þess ramma verða völdin svo raunverulega í höndum verkamannaráðanna. Áður runnu mestallar tekjur verksmiðpanna í ríkissjóð, en eftirleiðis fær ríkið ekki nema lít inn hluta af þeim. Verkamanna ráðin fá ráðstöfunarrétt yfir mestum hluta teknanna. Ríkið ákveður yfirleitt ekki verð, nema á hraefnum og hálf unnum vörum. Að öðru leyti verður framboði og eftirspurn ekki breyti nema sérstakar á- stæður geri íhlutun ríkisins nauð synlega. Tító og fylgismenn hans segja, að óhjákvæmilegt sé að láta eftirspurn og framboð ráða meiru um framleiðsluna en und- anfarið hafi verið gert. Iðulega hafi verið haldið áfram að fram- leiða vörur éftir að markaðurinn var orðinn yfirfullur, en aftur hafi legið niðri framleiðsla á öðrum nauðsynjavörum og skort ur á þeim valdið almenningi þungum búsifjum. Verkamanna- ráðin verði að finna það sjálf á hverjum tíma, hvar hin eðilegu mörkliggi. Völdin í hendur verkamanna Kjarninn í þessari iðnaðarlög- gjöf Títós er sá, að verksmiðj- urnar eru látnar í hendur verka- manna sjálfra. Þeim er falið að stjórna þeim. Þeir eiga að fylgj- ast með því, að reksturinn bygg ist á hagkvæmum og heilbrigð- um grundvelli og það er tap þeirra sjálfra, ef illa gengur, en gróðinn er líka þeirra, ef rekstur- inn er í lagi. Aukin ábyrgð og hagnaðarvon á að hvetja þá til meiri afkasta og áhuga fyrir starfinu. Hæfileg samkeppni á að vera þeim hvatning til þess að vanda framleiðsluna og halda verðlaginu niðri. Með því að taka upp þetta fyr- irkomulag telur Tító sig vera að framkvæma hinn sanna komm- únisma, er sé fólginn í því að leggja völdin í hendur verka- manna. Hitt sé falskommúnismi, er Stalín sé að framkvæma, að gera ríkisvaldið almáttugt á öll- um sviðum og.byggja þannig uþp skrifstofubákn, er eyðileggi nauð synlegt framtak og geri verka- lýðinn að áhrifalausum vinnu- vélum. Bændurnir erfiðir Líklegt er talið, að þessi iðn- aðarlöggjöf Títós mælist vel fyr- ir meðal verkamanna. Hins veg- ar gengur honum verr með að koma kommúnismannum á í sveitunum. B æ n d u m geðjast mjög illa að ríkisbúskapnum, er komið var á meðan Tító tók Stal- ín sér til fyrirmyndar. Tító hefir því orðið að draga úr fram- kvæmdum á því sviði, en samt halda bændurnir áfram að vera honum erfiðir. Þeir vilja reka sjálfstæðan búskap. Tító er hér í vanda staddur, því að hann þolir ekki mikla mótspyrnu bænda- stéttarinnar meðan hann á í deilunni við Stalín. Bændastéttin er langstærasta stétt landsins. Líklegt er talið, að Tító reyni hér að fara bil beggja, — láti bændur halda sjálfstæði sínu að miklu leyti, en hvetji þá til að auka samhjálp og samvinnu innbyrðis. Búskaparhættirnir yrðu þá eins- konar sambland einkaframtaks og samvinnu. — TÍMINN 27. sept. Hræðumst ekki breytingar Eftir RAYMOND B. FOSDICK, fyrrv. forseia Rockefeller-siofnunarinnar MINNINGARORÐ: María Sveinsdóttir Benson Fáir eru eftir af frumherjum nýlendulífsins í hópi Vestur- íslendinga. Við fráfall Maríu Sveinsdóttur Benson, 5. júlí síðastl., í Bellingham, Washing- ton, er á bak að sjá einni af hin- um dugmestu konum frumbýl- ingsáranna, sem í tveimur ný- bygðum átti sinn skerf í að byggja upp frá rótum líf og lífs- skilyrði. Hún var 96 ára er hún lézt. Þessi mæta kona var Aust- firðingur að ætt, fædd 22. sept- ember 1854,. að Bæjarstæði í Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Sveinn Sæbjarnarson og kona hans Helga Sigurðardóttir. Hún hlaut uppeldi eins og 'þá tíðkaðist í sveitum á íslandi. Heimiliskensla var aðal grund- völlurinn. Ef dæma skal af á- vöxtum, var þetta uppeldi mjög haldgott, vakti fróðleiksfýsn og lestrarþrá, ásamt sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu. Kristin- dómsfræðsla var einnig að mestu hlutverk heimilanna, að viðbættu eftirliti sóknarprests og fermingarundirbúningi er hann veitti. Þau áhrif er þannig voru gróðursett, reyndust merki- lega varanleg og haldgóð. Greinilegt er að bæði menning- arlegt og kristilegt uppeldi það er María Sveinsdóttir hlaut í æsku, reyndist henni heilbrigður grundvöllur í lífinu. Hún var mjög bókelsk og fróðleiksfús, en líka mjög eindregin í fylgi við kristna lífsskoðun. Árið 1874 giftist hún Þórði Benediktssyni frá Dalhúsum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Þar munu þau hafa dvalið þar til 1883, að þau fluttu til Ame- ríku. Námu þau land í bygðinni fyrir sunnan Akra 1 Norður Dakota. Þar dvöldu þau þar til 1893. Héldu þá til Mouse River bygðarinnar, sem þá var að myndast. Þar bjuggu þau þar til Þórður dó, árið 1904. Hélt hún við búinu um hríð með börnum sínum, en átti síðan heimilisfang, í bygðinni og bænum Upham þar til fyrir nokkrum árum að hún fluttist til dætra sinna í Bellingham, Washington, og dvaldi þar til dauðadags. Þau Þórður og itáaría eignuð- ust 12 mannvænleg börn. Þrjú af þeim dóu á undan móður sinni, Sveinbjörn, Sigríður og Sveinn. Sveinbjörn (Barney) var merkur bóndi og heimilis- faðir í nánd við Upham. Sigríður var gift Jónasi Goodman, og áttu þau myndarheimili í sömu bygð. Sveinn náði ekki fullorð- ins aldri. Níu eru á lífi: Helga, gift Sveini Westford, og Lukka, kona Björns Ásmundssonar, eru báI5ar til heimilis í Bellingham. Hjá þeim dvaldi María síðustu árin. Þar er einnig búsett Lilja, gift Walter Árnason. Björg, ekkja Ingimundar Fredrickson, er í Mervin, Saskatchewan. Aðalbjörg, gift Maurice Boul- ange, í Kenewick, Washington,, og Margrét, kona Valdimars Goodman, í Bantry, N. Dak. Synirnir eru þrír: Kristinn (C. S. Benson) í þjónustu Banda- ríkjastjórnar við rafútbreiðslu í Bozeman, Montana. Svo þeir lögfræðingarnir Óskar og Ás- mundur í Bottineau, N. Dak Barnabörnin eru 43, og barna- barnabörnin einnig mörg. María var greind kona og at- kvæðamikil. Er það merkilegt fyrirbrigði hve margar íslenzk- ar konur af eldri kynslóðinni, er í fátækt höfðu stóran barnahóp til umönnunar, þó héldu því við að vera víðlesnar. Það átti við umMaríu.(Hún var sílesandi, og bar gott skyn á það sem hún las. Hún var ákveðin og ein- dregin í skoðunum og fjarri öll- um hálfleik. Gaf því óskipt fylgi er, hún aðhyltist. Kristindóms- málin voru henni hjartfólgin, og lét hún ekki hjá líða að veita þeim stuðning. Trygg í lund og einlæg í afstöðu, var hún sannur vinur vina, sinna og í hvívetna raungóð. Útfararathöfn var í Belling- ham áður en líkið var flutt til Upham til greftrunar. Séra G. P. Johnson stýrði þeirri athöfn, að- stoðaður af öðrum lúterskum presti, Hanson að nafni. í kirkj- unni í Upham var fjölmenn at- höfn þann 11. júlí, er séra K. K. Ólafsson annaðist. Margar mipn- ingargjafir voru þar lagðar fram til elliheimilisins „Borg“ að Mountain. Jarðsett var í íslenzka grafreitnum í bygðinni. K/ K. Ó. Þegar síðasta jökulaldan hvarf af túninu mínu, skildi hún eftir stóreflis grjóthnullunga. í fimm- tán ár hefi ég verið áhorfandi að því,. hvernig einn þessara hnullunga, fleiri tonn á þyngd, hefir smám saman verið að bíða ósigur fyrir elmtré einu. Tréð er augsjáanlega sprottið upp af fræi, sem hefir dulizt í einni af sprungunum í steininum. Þegar ég tók fyrst eftir því, var það harðgjörð, lítil hrísla, sem hafði sprengt smárifu fyrir rætur sín- ar í yfirborð steinsins. í dag hefir hægur, en öruggur vöxtur þess sprengt harðan steininn í smámola. Þetta er lögmál lífsins. í fram- tíðinni mun ekki hið óbreytan- lega og stöðuga bera sigur af hólmi, heldur gróskan og vöxt- urinn, hvort sem hann er að finna hjá elmtré eða lýðræðis- stjórnarfarinu. Það er undarlegt að sannindi sem'þessi skuli ekki vera öllum svo augljós í dag, að óþarfi væri að drepa á þau, en við lifum á öld óvissunnar og óttans, og óttinn hefir oft í för með sér andlega blindu. Vissu- lega er það rétt, að kynslóð okk- ar hefir gildar ástæður fyrir ótt- anum sem skaðlegt fyrirbrigð^ í sjálfu sér og hver áhrif hann hefir á mannlegar tilfinningar og hugarfarslega svörum við aðstæðunum. í fyrsta lagi er óttinn í eðli sínu andstæður við alla fram- vindu. Hún hefir óhjákvæmi- lega breytingar í för með sér, og á hættustundum er mönnum tamt að halda í allt, sem nútíð- inni tilheyrir og þeir þekkja af eigin raun eða þá leita sér hug- hreystingar í unnum frægðar- verkum, — Sortíðinni. En iðu- fall sögunnar hrífur okkur með sér í fang framtíðarinnar, og sú glapsýn, að öryggið sé fólgið í því að viðhalda ríkjandi ástandi er éf til vill hættulegasta kredd- an, sem menn ala með sér. Ekkert er óháð breytingum í heimi þessum, allra sízt hug- myndir okkar. Verðmæti lífsins breytast á rás aldanna, og lífs- hyggja einnar kynslóðar er sjaldnast tekin breytingalaus í arf af þeirri næstu. Jafnvel hug- myndir þær, sem við gerum okkur um frelsið og lýðræðið eru breytingum undirorpnar. í dag er hugmynd okkar um frelsið þýðingarmeiri en nokkru sinni áður. Við höfum aldrei gefið frekar gaum að því, hver ógnun við mannfrelsi, örbyrgð og ör- yggisleysi í stjórnmálalegum og efnahagslegum efnum er. í mörgum löndum er þessi nýi skilningur á frelsishugtakinu sem óðast að ryðja sér til rúms, og óhjákværhilegar breytingar á eldri lífsskoðunum eiga sér stað fyrir augum okkar. Á sama hátt hlýtur merkingin, sem lögð er í lýðræðishugtakið að breytast frá einni kynslóð til annarrar. Stjórnmálaheimspeki 18. aldarinnar skýrgreindi það hugtak ekki til neinnar fulln- ustu. Það er sívaxandi og tekur stögugum breytingum, ávallt leitandi leiðina milli frjálsræðis og réttlætisins, millum ein- staklingsfrelsisins og aðhalds þjóðfélagsins. Leitin í jafnvæg- inu 1 þessum sökum tekur al- drei enda heldur verður eitt af þeim vandamálum, sem mann- kynið mun verða að leysa æ of- an í æ. Þessu velþekktu atriði, sem ég hefi hér drepið á, þarfnast end- urtekningar við nú í dag sökum þess, að ótti okkar við kommún- ismann getur valdið því, að við förum að líta á breytingar, sem óæskilegt fyrirbrigði og að allir þeir, ^em bera fram umbyltandi hugmyndir séu að öllum líkind- um aftaníossar, sem varlegra væri að hafa auga með. Ef þú befir róttækar skoðanir í verkalýðsmálum eða lætur í ljósi aðdáun þína á kommúnis- tiskum rithöfundum, áttu jafn- vel á hættu að vera stimplaður kommúnisti eða að minnsta kosti nytsamur sakleysingi. í Ame- ríku er varla til nokkuð það framfarafélag, sem ekki hefir að minnsta kosti einu sinni fengið nafnis „kommúnistiskt“ á und- anförnum árum. í mörgum ti|- fellum hafa kennarar og kenni- menn einmitt látið þögnina geyma ýmis málefni af sömu á- stæðum. Það sorglega við allt þetta er, að einmitt þessi af- staða, sem lýðræðisþjóðum hvar- vetna hættir nú allmjög til, er kommúnigtum hvað hagstæðust til framdráttar stefnu þeirra. 1 slíkum tilfellum verður Rúss- land sammerkingur við fram- þróunina. Það eru margvíslegar rök- semdir, sem mæla gegn komm- únismanum. Hann er faguryrði á miskunnarlausri einræðis- stjórn. Hann er stórkostleg svik, þar sem milljónir af hungruðu, og illa upplýstp fólki er blekkt með góðu og illu til þess að láta af höndum einstaklingsfrelsið fyrir utópisk loforð. En að nefna þrá mannsins eftir betra lífi kommúnisma, og að álíta samhjálp þá og jöfnuð, sem verð- ur æ nátengdari lýðræðisstjórn- arfarinu eitthvað í ætt við sömu stjórnmálastefnu jafngildir því að fá kommúnistum sjálfum bitr- ustu vopnin í hendur og gera spott að lífshyggju þeirri, er við aðhyllumst. Ég vanmet ekki nauðsynina á því að varna kommúnistum á- hrifa á stjórn landsins og að upp- ræta undirróðursstarfsemi þeirra hvar, sem hún kemur fram. Þjóðhollusta, sem tekur á sig undarlegustu myndir eftir því í hvern strenginn er kippt frá Moskvu, er engu hættulegri. Við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir hverjir óvinir okkar eru. En ef tilraunir okkar til þess að uppræta hið illa ganga jafnframt út yfir hið góða, þá verður skaðinn, sem af því hlýzt, óbætanlegur. Þannig má andstaða gegn kommúnisman- um aldrei leiða til fasisma, svo sem dæmin hafa sýnt. Við meg- um ekki hegða okkur eins og að orðið kommúnismi feli í sér alla drauma mannanna um að gera þessa veröld að stað til að lifa friðsömu og góðu lífi, í stað þess að berjast, svelta og krókna þar til dauða. Á því leikur enginn efi, að það er hluti af baráttuáætlun komm- únismans að hræða okkur til þess að taka þá afstöðu, sem myndi láta1 lýðræðisstjórnarfar okkar líkjast mest þjóðfélags- fyrirkomulagi fyrri alda. Hræðsla okkar við þau laun- ráð, er kommúnistar brugga lýð ræðinu hefir látið okkur sjást yfir þá hættu, sem því getur stafað af okkur sjálfum, ef ótt- inn er annars vegar. Þegar menn standa andspænís einræðis- stefnu, mæta þeir því með sams konar stjórnarformi, þjóðfélags- legum kreddukenningum og á- róðursbrögðum verður aðeins mætt með sömu vopnum; mað- urinn líkist ávallt því, sem hann á í höggi við. Að láta hart mæta hörðu er munntamt, en vara- samt slagorð, sem mörgum hef- ir reynzt hentugt skálkaskjól á liðnum öldum. Slík eru áhrif óttans á mennina. Ef bardaga- tækni Sovétríkjanna kemur okk- ur til þess að útiloka skoðana- mismun og meta þjóðhollustu manna eftir undirgefni þeirra og jáyrðum, þá hafa þau fengið okkur til þess að leggja á flótta áður en orustan er hafin. Lýðræðið heldur yfirburðum sínum í heiminum sökum þess, að það á tilveru sína undir skoð- anamismuni manna. Aldrei hef- ir verið um að ræða nokkra sér- staka, eina, stjórnmálakenningu, sem þegnar lýðræðisþjóðanna hafa verið nauðbeygðir til að aðhyllast, þar hefir aldrei verið að finna neina Síberíu fyrir mennta og andans menn heillar þjóðar, er erfiðast háfa átt með að beygja sig. Vax,tarbroddur lýðræðisstjórnarfarsins er fólg- inn í þeinni staðreynd, að allir þeir, sem á öndverðum meiði eru í þjóðmálum, hafa verið hvattir til þess að gagnrýna og endurskoða ríkjandi þjóðskipu- lag á stjórnmálalegum og efna- hagslegum grundvelli og þeim gefið fullt frjálsræði til þess. Enginn embættismaður, stór eða smár, getur gefið út fyrir skipun um, hv«ð teljast skuli rétt í stjórnmálum og trúarbrögðum eða neytt borgarana til þess að viðurkenna það í orði eða verki. Það er þessi lífshyggja fram- þróunar og grósku, sem má verða okkur hughreysting í núverandi örugleikum. — Kommúnisminn kveður upp dauðadóminn yfir sjálfum sér með því að draga sig í dróma óbreytanlegs kenn- ingakerfis. Kommúnistar ásaka fylgjendur lýðræðisstjórnarfars- ins um, að þeir séu styðjendur úrelts stjórnarfars og vilji af öllum mætti viðhalda siatus quo, en það eru raunar þeir, sem líta ávallt til fortíðarinnar, það eru þeir, sem vinna að því öllum ár- um að koma á gegndarlausara íhalds- og einræðisskipulagi en heimurinn hefir nokkru sinni þekkt. Stalín gortar af hinu „nýja þjóðfélagi“ sínu. Lýðræðisríkin byggja hið nýja þjóðfélag sitt á hæfni hverrar kynslóðar til þess að framkalla það, sem Abraham Lincoln nefndi „endurnýjun frelsisins“. Þróunarsaga lýðræð- isins hér í heimi er ekki löng. Það eru aðeins frjálsir menn, sem þora að hugsa. Og það er aðeins í frjálsri hugsun og tjáningu, sem sál fólksins lifir. —G.G.S. — íslendingur, 19. sept. NÝ SfMASKRÁ FYRIR FYLKIÐ Til faks 15. nóvember Fæst á næstu símastöðvum. Sendið eftir eintaki nú þegar! v ^ MANITOBA TELEPHONE SYSTEM KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.