Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951
lögtetg
GeflB ðt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WXNNXPEG, MANITOBA
XJtanáskrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 *um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbla Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Maii, Post Office Department, Ottawa
Mikill og minnisstæður
hljómlistarviðburður
%
Það olli engum smáræðis straumhvörfum í menn-
ingarsambandi íslendinga vestan hafs og austan, er Dr.
Páll ísólfsson hélt orgeltónleika sína í Westminster
kirkjunni hér í borg, á föstudagskvöldið var; opnuðust
með þeim ný og fangbreið útsýni yfir landnám íslenzkr-
ar tónmentar, sem langt of mörgum hér um slóðir hafa,
því miður, að miklu leyti verið lítt kunn, eða svo að
segja alveg hulin; það sem fram kom á áminstum tón-
leikum, hlýtur að vekja hjá okkur Vestmönnum metn-
að yfir því, hve íslenzka þjóðin hefir fært út kvíar á
vettvangi hinna æðri lista, svo sem tónlistarinnar, sem
áminst kvöldstund var helguð; og þetta ætti líka að
verða okkur brennandi hvöt til aukinna átaka meðal
okkar sjálfra varðandi markvissa, framsókn í öllum
þeim efnum, er að því miða, að auka á veg hins íslenzka
kynstofns, og færa okkur í nyt skýrar og betur en fram
að þessu hefir gengist við þau menningarlegu verð-
mæti, er hann býr yfir; frá þjóðræknislegu sjónarmiði
séð, var heimsókn Dr. Páls næsta lærdómsrík og líkleg
til frambúðaráhrifa; það er ekki einasta að Dr. Páll sé
fæddur frumskapandi listamaður og snildar orgel-
leikari heldur ber sjálfssaga hans því glæsilegt vitni,
hve hátt þeir geta komist, þrátt fyrir örðugar aðstæður,
er geýma hinn heilaga eld og taka torfærurnar fremur
í þjónustu sína en hið gagnstæða; og víst er um það,
að holt væri, að sem flestir af ættstofni okkar tæki sér
ævintýri Dr. Páls til fyrirmyndar, því svo er það fagurt
og innviðastyrkt.
Frá sérstæðum menningarferli Dr. Páls hefir eigi
alls fyrir löngu verið ýtarlega skýrt, s.vo þar er í ráun-
inni litlu við að bæta; hann var af fátæku fólki kominn
og hóf ungur nám í prentiðn til að búa sig undir lífs-
afkomu sína; en svo var þráin til tónmentunar rík í
brjósti hans, að honum héldu engin bönd, og út í óviss-
una lagði hann brynjaður eldmóði þess æskumanns,
sem veit hvað hann vill og staðráðinn er í að ná því
marki, er hann hefir sett sér; að loknu erfiðu, margra
ára námi erlendis, kfemur Dr. Páll til ættjarðar sinnar
og gerist þar sá brautryðjandi í tónment, sem nú er
raun á orðin.
Dr. Páll kom hingað í áminsta heimsókn fyrir at-
beina Þjóðræknisfélagsnis, og skal slíkt að makleikum
metið, og á vegum þess hélt hann áminsta orgeltón-
leika, er vöktu óblandna hrifningu hlustenda, svo sem
vænta mátti.
Samkoman í Westminster kirkjunni hófst með því,
að forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Philip M. Péturs-
son, kynti Dr. Pál með nokkrum hlýyrðum og bauð hann
velkominn til borgarinnar; aðsókn að samkomunni
mátti teljast allgóð, og var hinum góða gesti af Fróní
innilega fagnað; eftir að leikinn hafði verið þjóðsöngur
íslands tók Dr. Páll til óspiltra mála um flutning hin'nar
glæsilegu og margbrotnu hljómskrár, og duldist þá víst
fáum hver afburða snillingur var við hljóðfærið, sem
þegar í stað varð auðmjúkur þjónn í höndum hans;
annað veifið mintu tónarnir á hamslaust brimrót, en á
hinn bóginn túlkuðu þeir lotningu og barnslega við-
kvæmni, svo sem í laginu „Víst ert þú Jesús, kóngur
klár“, er í hinum fagra, en látlausa búningi, fann við-
kvæman hljómgrunn í hjörtum hinna íslenzku hlust-
enda.
Dr. Páll varð þegar á unga aldri snortinn af tón-
verkum Johans Sebastian Bachs, og hefir ábærilega
lagt mikla alúð við flutning á snilliverkum þessa óvið-
jafnanlega meistara, enda héldust í hendur í meðferð
þeirra sjaldgæf tækni og skörp tóntúlkun.
Nokkur tónverk flutti Dr. Páll eftir íslenzk tón-
skáld, þar á meðal eftir sjálfan sig, er hvaða þjóð, sem
væri gæti verið stolt af; má tilnefna Choral Prelude
eftir Jón Leifs, sem er stórbrotið tónverk og litbrigða-
ríkt; en tilkomumesta tónverkið var þó alveg vafalaust
Chaconne bygt á íslenzkum grunni, er Dr. Páll hafði
sjálfur samið; er skemst frá því að segja, að hér er
um frumlega og volduga tónsmíð að rðeða, er skipar
höfundi sæti á stórbrotinna tónskálda bekk; hefir lista-
verk þetta verið flutt yfir útvarp í Bandaríkjunum. —
Svo mikla hrifningu vöktu áminstir tónleikar, að
einstætt mun vera í sögu Winnipegborgar; og óum-
ræðilegt ánægjuefni er það okkur íslendingum, hve að-
dáanlega dóma Dr. Páll hlaut í dagbiöðum borgarinnar,
Free Press og Tribune, þar sem aðfinslu varð ekki vart,
og má slíkt til undantekninga teljast.
Lögberg þakkar þeim Dr. Páli og hans glæsilegu
frú hjartanlega fyrir komuna, og árnar þeim góðs
brautargengis.
Stormsveipur í hitabeltinu
fyrir norðan hana og veldur
fremur litlu tjóni í borginni
sjálfri. En í stað þess leitar hann
til smábæjarins Gardenia,
sprengir þar mikla . vatnsstíflu
fyrir aflstöð í dalbotni, svo að
vatnið flæðir niður dalinn og
yfir bæinn. Fjöldi manns drukn-
ar og ýmiskonar verðmæti fer
allrar veraldar.
Nú fylgi ég ófreskjunni ekki
lengur á morðferð hennar yfir
Texas, en eflaust hefur hún vald-
ið meira tjóni en hægt er að
reikna í dollurum eða krónum á
leiðinni, sem hér hefur verið
rakin, þótt stutt sé.
Að síðustu skal þess getið, að
í blaðinu The Miami Herald frá
20. ágúst, þar sem rætt er um
tjónið í Jamaica, eru nafngreind
hjón ásamt 2 stúlkubörnum, með
al þeirra, sem fórust. Sagt er, að
maðurinn, Mr. Geoffrey Craven,
! fyrrverandi höfuðsmaður í brez-
ka hernum, hafi flutzt frá íslandi
ásamt konu sinni og dóttur, í
október s.l. Nafn dótturinnar,
sem var fimm ára, er Freyja og
vekur það grun minn um að hér
hafi verið um íslenzka konu að
ræða, sem þarna hefur látið lífið,
langt fjarri ættjörðinni, af völd-
um náttúruafls, sem við íslend-
ingar eigum ekki að venjast.
VIKINGUR
SKINNBLAÐIÐ ÚR HEIÐARVÍGASÖGU:
Ljósmyndun í London lokið, lítill árangur
Flestir hafa heyrt getið um
stormsveipana (hurricanes), sem
myndast stundum yfir hinum
suðlægari breiddargráðum. Oft-
ast í Carabiska hafinu, eða vest-
anverðu Atlantshafi. Fæstir
munu þó hafa gert sér grein fyr-
ir hversu ógurleg náttúruöfl hér
um að ræða, nema þá þeirí sem
fengið hafa dýrkeypta eigin
reynslu, en það eru reyndar
margir hér við Mexicoflóa og á
Flóridaskaganum og j a f n v e 1
norður með austurströnd Banda-
ríkjanna.
Þegar veðurfræðingar hér vestra
fá grun um að skilyrði fyrir slík-
um náttúruhamförum séu ein-
hversstaðar fyrir hendi eða að
myndast, eru strax gerðar ráð-
stafanir til að komast að hinu
sanna, en það er einfaldlega gert
með því að senda flugvél til eftir
lits og rannsókna á staðinn. Hún
finnur svo sveipinn, ef nokkur
er, reiknar út lengd og breidd
staðarins, mælir mestan vind-
hraða eins nálægt miðdepli, eins
og hún kemst, en áætlar síðan
mesta vindhraða næst miðpunkti
og gerir aðrar ifiargvíslegar og
nauðsynlegar athuganir. Þegar
svo þessi vitneskja er fengin, eru
á fárra klukkustunda fresti gerð-
ar svipaðar athuganir og þá einn-
ig sp, sem mikilverðust er, þ. e.
•hvert sveipurinn stefnir og með
hvað miklum hraða. Allar slíkar
fengnar upplýsingar eru síðan
tilkynntar gegnum allar loft-
skeyta- og útvarpsstöðvar um
alla vesturströnd Bandaríkjanna
og Suður-Ameríku, þeim til við-
vörunar, sem hlut eiga að máli,
en það eru fyrst og fremst skip á
næstu slóðum, eða sem eiga leið
um þær slóðir, sem sveipurinn
stefnir, og svo fólk í landi, þar
sem óttast er að sveipurinn fari
yfir. Hvað skip snertir, er örugg-
ast og sjálfsagt að forða sér úr
leið, ef hægt er, eða leita hafnar
og skjóls, ef um slíkt er að ræða.
Að öðrum kosti, ef slíku verður
ekki við komið, að undirbúa sig
eins vel og hægt er undir ósköp-
in.
Á landi gera menn ýmsar ráð-
stafanir til að tryggja líf sitt og
eignir, ráðstafanir, sem sjaldnast
duga betur en svo, að tugmfllj-
óna dollara tjón verður svo að
segja í hverju einasta tilfelli og
fjöldi manns lætur lífið.
Einn slíkur stormsveipur (hur-
ricane) myndaðist og varð fyrst
vart rétt suður af^eyjunni Mar-
tinique í Atlantshafi, skammt
austan við Carabiska hafið, kl. 5
u m eftirmiðdaginn h i n n 15.
ágúst s.l. Sveipur þessi hélt hægt,
hða með 12 til 25 mílna hraða,
VNV-eftir. M e s t u r vindhraði
næst miðdepli var áætlaður frá
100-130 mílur á klst. og var því
talinn afar hættulegur. í tilkynn
ingunni var ofviðrið talið ná um
60 mílur út frá miðdepli, en síðan
venjulegur stormur í allt að 250
mílna radius.
Sextánda ágúst var sveipurinn
suður af Haiti og þótti auðséð að
hann myndi fara yfir eyjuna Ja-
maica, suður af Cuba, sem og
reyndist rétt, því daginn eftir,
17. ágúst, um miðnætti, fór hann
yfir höfuðborgina, Kingston.
Allt komst á ringulreið í 'borg-
inni. Sambandið við umheiminn
rofnaði, samgönguleiðir tepptust.
Hús hrundu yfir fólk. Tré rifn-
uðu upp með rótum, nytjajurtir
eyðilögðust. Strax og samband
náðist aftur við borgina, var
skýrt frá tjóninu í blöðunum í
Florida, (Miami). Þá þegar var
vitað, að 60 manns hafði farizt,
en annað tjón var, samkvæmt
bráðabirgða mati, talið um 17
milljónir d o 11 a r a, aðallega á
bananauppskerunni. Frásögn af
sveipnum og tjóni því ,sem hann
olli, var feitletruð forsíðufregn
stórblaðanna í Florida og Mexico
Og áfram heldur ófreskjan.
18. ágúst er húp yfir eyjunni
Grand Canyon og stefnir nú á
Yucatanskagann og borgina þar,
Merida, en þar beið hálf millj.
manna, óttaslegið, þess er verða
vildi.
En sveipurinn hefur enga fasta
áætlun og getur breytt um
stefnu hvenær sem er. Fólk í
Miami er þó vongott um að
sleppa í þetta skiptið, þar eð
sveipurinn er kominn vestarlega
og heldur áfram með smábreyt-
ingu til NV, en sú breyting or-
sakar, að hann fer aðeins yfir
nyrzta horn Yucatan og Merita
sleppur. Hann fer nú NV yfir
Mexicoflóa og stefnir á Texas og
nú er borgin Tampico í hættu.
En heppnin er einnig með þeirri
borg. Sveipurinn fær 30 mílum
Ekki hægt að lesa nema orð og
stafi á stangli á ljósmyndaplötu
annarar síðunnar.
Eins og Tíminn skýrði frá
laust eftir miðjan júní, fann
séra Magnús Már Lárusson,
prófessor, blað úr skinn-
handriti Heiðarvígasögu í
gömlum blöðum í Lands-
bókasafninu, og hafði blað
þetta vantað í allar útgáfur
af sögunni. Blaðið var nær
ólæsilegt öðrum megin, og
var sent til London til ljós-
myndunar, og er nú komið
þaðan aftur ásamt ljós-
myndaplötu af því, en ár-
angur virðist því miður enn
heldur lítill af því, og blaðið
að nokkru leyti óráðin
gáta enn.
Á blaði þessu var niðurlag 34.
kafla sögunnar og upphaf 35.
kafla. Skinnblaðið hafði verið
notað sem kápa á bókarkver og
var sú síðan sem út vissi, mjöð
máð og ólæsileg, nema kannske
orð og stafir á stangli.
Blaðið sent til London.
Blaðið var síðan sent til Lon-
don til ljósmyndunar með ná-
kvæmum tækjum og infrarauð-
um geislum, sem eru miklu næm
ari en venjulegir geislar, og hef-
ir stundum tekizt að lesa þannig
skinnblöð, sem ólæsileg hafa
verið öðruvísi.
Blaðið og ljósmynd
komin heim.
Nú er þessari ljósmyndun
lokið og er mynd og ljósmynda-
plata komin hingað heim og
sjálft blaðið úr skinnhandritinu
kom einnig fyrir þremur dögum.
^igurður Nordal hefir haft
hvort tveggja með höndum, en
vegna brottfarar sinnar hefir
hann nú afhent Finni Sigmunds
syni, landsbókaverði blaðið og
myndaplötuna. Tíminn náði ekki
tali af Sigurði Nordal í gær til
að spyrja hann um árangurinn,'
en spurði Finn Sigmundsson
landsbókavörð hins vegar um
þetta.
Finnur kvað sér ekki vera full-
kunnugt um árangurinn, því að
hann hefði ekki athugað þetta
neitt, en þó mundi svo vera, að
árangurinn væri næsta lítill enn
og sæist litlu meira á ljósmynda
plötunni en blaðinu sjálfu. Væri
ekki hægt að lesa nema orð og
stafi á stangli, á þeirri síðunni,
sem qlæsileg var.
Er minnzt á Borgarvirki?
Menn höfðu gert sér vonir um,
að eitthvað væri minnzt á Borg-
arvirki á þessari blaðsíðu og
gáta virkisins réðist þar, og
ekki er útilokað, að svo sé, þótt
það væri ekki á læsilegu síð-
unni.
Ýtarleg tilraun verður gerð.
Nú munu norrænufræðingar
reyna eftir megni að lesa blað-
ið og ljósmyndaplötuna og ráða
gátuna, en takist það ekki við
ýtarlegar tilraunir, verður senni
lega enn reynt að leita tækni-
legra ráða, ef ske kynni að það
kæmi að haldi.
Máða blaðið í Stokkhólms-
bókhlöðu.
Eina skinnhandritið, sem er til
að Heiðarvígasögu, er í Stokk-
hólmi, og í því er eitt blaðið ill-
læsilegt, auk þess sem vantaði í
handritið. Var reynt að mynda
þetta blað á sama hátt og hið
nýfundna blað, en eigi tókst að
lesa það að heldur. Hins vegar
var það ekki yer farið en svo að
lesin urðu orð og orð og stafur
og stafur, þannig að unnt var
að gera sér grein fyrir efni
textans með nokkru öryggi og
fylla út í eyðurnar með getgát-
um, svo að hann væri mjög
nærri því, sem hann hefir verið
upphaflega. Ef til vill verður
hægt að viðhafa sama hátt við
þetta nýfundna blað.
—TÍMINN, 15. sept.
Kaupið Lögberg
lcelandic Organist Gives
Music In Grand Manner
Organ music played in the
grand manner, with crashing
chords and triumphant climaxes,
* was presented by Dr. Pall Isolfs-
son, distinguished Icelandic com-
poser and organist, in a recital
Friday evening at Westminster
United Church.
Dr. Isolfsson is director of
the Reykjavik Conservatory of
Music and is organist and choir-
master at the State Cathedral in
Reykjavik. His Winnipeg con-
cert was sponsored by the Ice-
landic National League.
The programme was made up
mainly of works which displayed
the organist’s grandiose style to
advantage. It included Buxte-
hude’s Passacaglia in D Minor
and Choral Prelude, three Bach
works and four selections by
Icelandic composers, including
two of the organist’s own com-
positions.
The Passacaglia by the Scan-
dinavian composer who was a
forerunner of Bach was master-
fully handled.
Bach’s style is símilar to Bux-
tehude’s, since Bach learned a
great deal about music from his
forerunner. The Bach Prelude
and Fugue in E Flat was played
with excellent contrasts in tone
and a basic strength which was
characteristic of the organist’s
whole performance.
The Bach Choral Prelude (In
Dulci Jubilo) was played with a
nostalgic air.
Two old Icelandic themes were
the bases of two choral preludes
one by Hallgrimur Helgason and
the second by Jon Leifs. The
brief Helgason selection, charac-
terized by melodic swiftness,
was exquisitely performed while
the other meditative Icelandic
w o r k was thoughtfully ex-
pressed.
Dr. Isolfsson’s own Choral
Prelude with its hymn - like
theme received warm applause
and his Chaconne, based on an-
other old Icelandic theme, had a
lively rhythmic lilt in the open-
ing section.
The second part devéloped on
broader lines, with many rapid
scale passages interspersed, pro-
viding a fitting conclusion to the
programme.—J.H.
—The Winnipeg-Free Press,
November lOth,
lcelandic Organist Gives
Impressive Recital Here
Westminster United Church
last night resounded to the skill
of the noted Icelandic organist
Dr. Pall Isolfsson.
0
The small but appreciative
audience heard not only a per-
former, but a composer of sever-
al virile full-bodied compositions
entitled Choral Prelude and a
Chaconne on 01 d Icelandic
Theme.
The ipelodic dance rhythm of
the “Chaconne” was given a
spirited performance by Dr.
Isolfsson. The audience noted
the fine playing of Buxtehude’s
“Passacaglia, D-Minor, Choral
Prelude” as an early influence
on Bach. Here was grandeur in-
deed.
The organist next brought
Bach to life by the pyramids of
glorious melody found in the
“Toccata and Fugue in D-Minor”.
Isolfsson amply displayed every
possible effect obtainable on the
organ.
The impressive introduction of
the “Prelude in E-Flat” (Bach)
was followed by a long move-
ment worked out in the organ
style counterpoint of the “Fugue
in E-Flat”.
Clear, strong rhythms and
ever-roving melodies character-
ized the remaining two Icelandic
“Choral Preludes” by Helgason
and- Liefs. Choral Prelude, in
“dulci jubilo”, (Bach) was a
simple Christmas carole tune ac-
companied by quick notes sound-
ing like the pealing of Christmas
bells.
Dr. Isolfsson’s performance
was distinguished by its consum-
mate mastery of the organ and
crystal clarity of tone.
This organ recital was pre-
sented through the efforts of The
Icelandic National League.—R.S.
—The Winnipeg Tribune,
November lOth.