Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 AotA V* eeatVeTS LttUtv*^^ ST-°^ A Compleie Cleaning Institulion PHONE 21 374 tttuTl ^JB S A Complete Cleaning Instiíution 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 NÚMER 46 Þórorinn Björnsson skólomeistari heimsækir ríkisháskólann í Norður Dakota Eftir DR. RICHARD BECK Þórarinn Björnsson, skólameist- ari Mentaskólans í Akureyri, er nú, eins og kunnugt er af blaða- fregnum, á ferðalagi um Banda- ríkin í boði utanríksráðuneytis þeirra, til þess að kynnast, amerískum menntastofnunum og fræðslumálum. Eftir að hafa heimsótt Cornell háskóla, Chicagoháskóla, og rík- isháskólana í Michigan og Minn- esota, kom Þórarinn skólameist- ari til Grand Forks mánudags- morguninn 5. nóvember, í þriggja daga heimsókn til ríkis- háskólans þar í borg (University of North Dakota.) Eigi sat skólameistari auðum höndum þessa daga. Hann átti viðtöl um fræðslumál við dr. John G. West, forseta háskólans, og við ýmsa deildarforseta; sótti nokkrar kennslustundic í frönsku, og skoðaði byggingar háskólans, sérstaklega stúdenta- bústaði hans. Á mánudagskvöldið var Þór- arinn skólameistari gestur á fundi menningarfélagsins „Fort- nightly Club", og var þar vel fagnað; en um hádegi samdæg- urs hafði hann verið gestur og ræðumaður á fundi Kiwaais- klúbbs borgarinnar, og daginn eftir (þriðjudaginn 6. nóyember) á fundi Rotaryklúbbsins. Á báðum þessum f u n d u m flutti skólameistari ræðu um ís- land. Lýsti landinu sjálfu, stór- brotnum andstæðum þess og hrikafegurð; ræddi um aukna notkun orkulinda þess, og um framfarir og breytingar í at- vinnulífinu, sem orðið hefa á síðari árum. Þá vék ræðumaður að aldagamalli menningu þjóð- arinnar, tungu hennar og bók- menntum, dýrmætasta arfi hennar, og talaði að lokum um afstöðu ísléndinga til heimsmál- anna. Á fundi Rotaryklúbbsins flutti skólameistari einnig sér- staka kveðju frá Rotarykúbbi Akureyrar, sem hann heyrir til. Var ræðum hans ágætlega tekið, og hann hylltur örlátlega í ræðu- lok á báðum fundunum. Merkismaður látinn Mr. A. S. Bardal Síðastliðið þriðjudagskvöld lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni A. S. Bardal út- fararstjóri, ættaður frá Svartár- koti í Bárðardal, 85 ára að aldri; hann lætur eftir sig konu sína, frú Margréti Bardal, og stóran hóp gjörfulegra barna. Útförin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 2 e. h. á laug- ardaginn kemur. Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. og dr. Richard Beck, vara-ræðismaður íslands í Norður Dakota, ræðast við á fundi í Grand Forks. Ljósmyndari dagblaðsins "Grand Forks Herald" tók myndina, er birtist þar upprunalega. Dr. Richard Beck, vara-ræðis- maður íslands í Norður Dakota, kynnti skólameistara funda- mönnum, rakti starfsferil hans, og lagði áherzlu á kynningar- gildi slíkra heimsókna, og þakk- aði í fundarlok þær ágætu við- tökur, sem hinn góði gestur frá íslandi hafði átt að fagna. Á fundum umræddra klúbba kynntist skólameistari f j ö 1 d a fremstu manna borgarinnar á öllum sviðum, í fræðslu- og menningarmálum og atvinnu- lífinu; meðal þeirra var Harold A. Boe borgarstjóri. Itarlegur útdráttur úr ræðu skólameistara um ísland birtist í "Grand Forks Herald," öðru víðlesnasta dagblaði ríkisins, er flutti einnig daglega fréttir af heimsókn hans; hennar var enn- fremur getið í vikublaði há- skólans og í útvarpi frá báðum útvarpsstöðvum borgarinnar. Það er og verðugt frásagnar, að skólameistari sagði hópi nem- enda í frönskudeild háskólans frá íslandi, og mælti þá á franska tungu. Um hádegið á miðvikudaginn, þ. 7. nóvember, var Þórarinn skólameistari heiðursgestur í miðdegisverði, er ríkisháskólinn hélt honum. Dr. West háskóla- forseti' ávarpaði heiðursgestinn hlýjum orðum, og fór jafnframt miklum viðurkenningarorðum um íslendinga og íslenzka menn- ingu. Skólameistari svaraði með því að flytja háskólanum kveðju frá íslenzkum menntastofnun- um og lét í ljósi ánægju sína yfir móttökunni í Grand Forks og af hálfu ríkisháskólans. Var hinn bezti rómur gerður að ræðu skólameistara. Beck vara-ræðis- maður, er hafði veizlustjórn með höndum, þakkaði í samkomu- lok, í íslands nafni, háskólafor- seta og samkennurum sínum fyrir það, hve ágætlega skóla- meistara hefði verið tekið, og bað hann síðan fyrir kveðjur heim um haf. Seinna um daginn hélt Þórar- inn skólameistari áfram ferð sinni vestur á Kyrrahafsströnd, en þaðan liggur leið hans til Suðurríkjanna, og síðan aftur norður á bóginn til Austurríkja Bandaríkjanna. Frá Grand Forks og ríkishá- skóla Norður Dakota fylgdi skólameistara á veg hlýju- og þakkarhugur allra, sem honum höfðu kynnst, því arð hann hafði eins og dr. West háskólaforseti orðaði það , ræðu sinni, eignast þar marga nýja vini. Með framkomu sinni allri hafði hann þá um leið aukið góð- hug þeirra, sem honum kynnt- ust, til Islands og íslenzku þjóð- arinnar, og virðingu þeirra fyrir landi og þjóð. En eigi getur betra kynningarstarf henni til handa á erlendum vettvangi. Hinir tignu gestir farnir heim Á mánudaginn sigldu Eliza- beth princessa og hertoginn af Edinburgh áleiðis heim. Þau hafa nú verið fimm vikur í þess- ari heimsókn, ferðast um þvert og endilangt Canada og til Washington. Alls staðar, þar sem þau hafa komið, hefir þeim ver- ið innilega fagnað og sýnd mikil virðing og vinátta, og má um þau segja eins og um (fesar forðum: Þau komu, sáu og sigruðu. Elizabeth princessa f 1 u 11 i kveðjuræðu yfir útvarpið frá St. John, Newfoundland, daginn sem hún fór, þakkaði fyrir við- tökurnar og kvað sér finnast Canada, sem annað heimili sitt, og að þau langaði til að heim- sækja landið aftur áður en langt um liði. Þau sigldu frá St. John með Empress of Scotland um hádegið á mánudaginn. Það var kalt í veðri og hvast á sjónum, en þau eru vön siglingum. Þau fara til baka hlaðin gjöfum — og ham- ingjuóskir allrar þjóðarinnar fylgja þeim heim. Icelondic Conodion Club to Honor Dr. R. Marteinsson The Icelandic Canadian Club will hold a social evening in honor of Dr. Runolfur Marteins- son Friday, November 23, com- mencing at 8.15 p.m. in the lower auditorium of the First Lutheran Church. Dr. Marteinsson's loyal serv- ice to the.Jón Bjarnason Acad- emy and to the church are too well known to require elabor- ation here. There will be a short program including an address by John K. Móðir finnur gröf sonar síns í draumi Sjötíu ára gömul ensk kona, er mist hafði son sinn í síðasta stríði, dreymdi hvar gröf hans var að finna. Hann féll 1940 og var grafinn í grafreitnum í Dun- kirk, en þær grafir voru ekki merktar. Eina nótt dreymdi móðurina að henni þótti hún vera að ganga í gegnum dimm neðanjarðar- göng; við enda þeirra sá hún ljóshnoðra. Þá þótti henni að hún ganga gegnum hlið inn í sólbjartan garð minninganna. Þar sá hún hundruð hvítra krossa; hún stanzaði við aðra gröfina, sem hún kom að, og sonur hennar birtist henni. Seinna heimsótti móðirin, Mrs. Watson, legstaðinn í Dunkirk og kannaðist þá við umhverfið og leiðið sem hún hafði séð í draumnum. Með leyfi hernaðar- yifirvaldanna var gröfin opnuð og fundust þar ýmsir smáhlutir, sem tilheyrt höfðu syni hennar. Sala fólksbíla minkar Miklu færri bílar eru keyptir nú heldur en í fyrra' um sama leyti; nærri þúsund færri í sept- ember í haust heldur en í sama mánuði fyrir ári síðan í Vestur- fylkjunum. Ástæðurnar fyrir þessu eru aðallega þrjár: bílar hafa hækkað í verði; reglugerð- ir Canada-stjórnar varðandi niðurborganir eru strangari og uppskeruhorfur í september slæmar. Dr. R. Marteinsson Laxdal and vocal selections by Miss Ingibjorg Bjarnason and Albert Halldorson. Following the program, refreshments will be served. The public is invited to attend and do honor to Dr. Marteinsson. There will be a silver collect- ion in aid of the club's scholar- ship fund. Virðuleg útför séra Hermanns Gunnarssonar ÚTFÖR sr. Hermanns Gunnars- sonar að Skútustöðum fór fram frá Dómkirkjunni í gær að við- stöddu fjölmenni. ^ Prófessor Asmundur Guð- mundsson flutti húskveðju. Bekkjarbræður hins látna báru kistuna í kirkju, en dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti minn- ingarræðuna. Kennarar guð- fræðideildar Háskólans og prest- ar báru kistuna úr kirkju, en fé- lagar er. Hermanns úr „Bræðra- lagi", kristilegu félagi stúdenta. í kirkjugarð. Síðasta spölinn að gröfinni báru bræður hans og vinir. Sr. Jón Auðuns, dóm- prófastur, jarðsöng. Athöfnin var í alla staði hin virðulegasta. Móðir sr. Hermanns, frú Ragn- heiður Stefánsdóttir, lézt í gær- morgun í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði, þar sem hún hafði legið sjúk að undanförnu. < Baráttumenn gegn krabbameini Dr. P. H. T. Thorlakson Forustumenn í baráttu Can- ada gegn krabbameini héldu fund í Winnipeg fyrri hluta þessarar viku. Þeir voru frá flestum fylkjum þessa lands. Það voru menn úr stjórnar- nef ndinni Nalional Cancer Inslilute of Canada og Canadian Þing Sameinuðu þjóðanna Á þingi sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í París, lögðu Vesturveldin fyrir atbeina Trumans forseta, fram rök- studda og gagnhugsaða uppá- stungu til verndar heimsfriði og í því augnamiði, að binda enda á klada stríðið og hrinda í fram- kvæmd takmörkun vopna var með því mælt, að láta alþjóða- nefnd hafa yfir-eftirlit með her- gagnaframleiðslu, þar á meðal framleiðslu atómvopna; flest- ir myndu nú ætla, að boð- skap sem þessum yrði tek- ið með einróma fögnuði, en hér var auðsjáanlega engu slíku til að dreifa, því eigi hafði utan- ríkisráðherra Bandaríkjaþjóðar- innar, Mr. Acheson, fyr lokið máli sínu en Vishinsky hinn rússneski, slepti kettinum úr sekknum og rak upp rokna- hlátur; þótti víst flestum slíkt hátterni næsta óviðurkvæmilegt af manni í hans stöðu, sem sýknt og héilagt hefir verið með fagur- gala friðar á vörunum, en lengra en þetta náði nú einlægnin ekki. En þrátt fyrir hlátur Vishinskys, fara sameinuðu þjóðirnar vafa- laust sínu fram eftir sem áður eins og í- ekkert hefði skorist. Þá lögðu og vesturvéldin það til, að komið yrði á fót nefnd, er íhuga skyldi aðstæður fyrir því, hvort unt yrði að láta fara fram undir alþjóðaeftirliti at- kvæðagreiðslu um sameiningu Þýzkalands í eina heild; að þessu gerði Vishinsky einnig dár, og nú fer hann sennilega •að hlægja að sjálfum sér. Cancer Soc. Dr. Thorlakson, sem er forseti hins fyrnefnda félags, stjórnaði þessum sameiginlega fundi beggja félaganna. í ræðu sinni sagði hann, að Canada væri nú að leggja sinn fulla skerf fram í hinum mikilvægu vísindalegu rannsóknum varð- andi krabbamein. National Cancer Institute hefir nú um hönd margvíslegaf rannsóknir — 74 fyrirtæki — við 13 háskóla og lækningastofnanir um þvert og endilangt Canada, þar að auki veitir félagið efnilegum ungum vísindamönnum náms- styrk til að læra og æfa sig við rannsóknir þessa sjúkdóms. Hins vegar beitir Canadian Cancer Society sér aðallega fyr- ir því að kynna almenningi málið og fá hann til að taka þátt í baráttunni gegn krabbameins- sjúkdómnum. Eins og kunnugt er, er krabba- meinið einn sá banvæni sjúk- dómur, sem vísindin hafa enn ekki getað sigrast á að fullu. Það er fagnaðarefni fyrir íslendinga, að forustumaður Canada í bar- áttunni gegn þessu meini, er af þeirra stofni. Gimli-hófn full af bótum • Eins og skýrt var frá í fyrri viku, byrjaði Winnipegvatn að frjósa tveimur vikum á undan venjulegum tíma. — Á vetrum liggja venjulega aðeins tveir fiskiflutningsbátar við GimlrV Gimli Armstrong bátarnir, Goldfield og Barney Thomas II og svo um tylft af fiskibátum. Flestir hinir flutningsbátarnir hafna sig í Selkirk. Þegar vatn- ið byrjaði að frjósa hröðuðu þeir sér eins og mest þeir máttu á- leiðis til Selkirk, en Rauðáin var frosin þegar þangað kom svo að þeir urðu að leita til næstu hafnar, en það er Gimli, og þar liggja nú þessir bátar ásamt þeim fyrtöldu: Luana III., Lady Can- adian, Red Diamond, Lu-Berk, Suzanne E., Diana H. og Swallow auk fjölda fiskibáta. Ekki hefir heyrst annað en Spear, flutn- ingsbátur Sigurdson Fisheries, hafi komist til heimahafnar að Hnausum. Margir bátarnir löskuðust nokkuð því ísinn myndaðist svo fljótt og skar bátana þegar þeir fóru í gegnum hann. Luana, flutningsbátur Keystone Fish- eries, skemdist mikið að fram- an. Það varð að varpa útbyrðis 200 kössum af fiski til þess að stafninn risi hærra upp úr vatn- inu. Talið er að allir þessir flutningsbátar verði að fara til Selkirk til viðgerðar næsta vor. Mynd þessi er tekin af Dr. Páli ísólfssyni við orgelið í Westmister kirkjunni, sem talið er eitt allra fullkomnasta hljóðfæri slíkrar tegundar í Vestur-Canada.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.