Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELI/, þýddi Kommóðan hafði sinn eigin svip og lag —. átakanlega útlenzkan! Innlögð með steinum, landslags- og dýramyndum, ósmekklega gjörð- um, en samt tilkomumiklum, og tilkomumeiri þegar nákvæm eftirtekt var veitt, hve inni- lega fyrirlitning að hún bar með sér á öllum settum reglum, sem að hinir ýmsu partar henn- ar svoru settir saman í eina útflúraða ein- kennilega heild. Hún vakti líka eftirtekt vegna þess, hve gjörólík, að hún var öllum öðrum húsmunum í stoíunni, sem voru í fullu sam- ræmi við vanalega herragarðshúsmuni. Mynd- um af hestum, veiðitúrum, veiðistöngum og byssum, var smekklega fyrirkomið meðfram og á veggjunum. Fanny renndi augunum yfir þetta, en festi þau ekki á neinu, þangað til að hún sá mynd af konu, sem hékk yfir kommóð- unni. Það var mynd af konu í blóma æsku sinnar; andlitið var svo fagurt, svipurinn svo opinskár, augun svo hrein og yndisþokki og gleði æskunnar sem frá myndinni stafaði, að Fanny, eftir að láta augun hvíla á henni ofur- litla stund, fann að hún var ekki lengur ein og ósjálfbjarga. Eldurinn brann glatt á arnin- um, við hann stóð borð með mat á. Þessi sýn hefði sjálfsagt gengið í flestra augu annara en Fanny. Að síðúBtu leit hún á manninn. Hann hafði hent sér andvarpandi niður á stól og horfði á hana þar sem hún stóð og horfði í kringum sig með undrunar- og aðdáunasvip; hún þekti undir eins að þar fyrir framan hana sat sá eini maður, sem að nokkurn tíma hafði ofsótt hana. Hún hrökk aftur á bak, tók hönd- unum fyrir andlit sér. Maðurinn stóð upp og kom til hennar: „Hataðu mig ekki, Fanny — snúðu þér ekki í burtu frá mér. Trúðu mér þó að ég hafi orðið að beita hörðu við þig, þá skal það ekki koma fyrir aftur. Ég elska þig, en ég verð al- drei ánægður fyrri en að þú endurgeldúr mér þá ást. Ég er hvorki ungur né fríður, en ég er auðugur og voldugur, og ég get gert þá sem unna mér hamingjusama — svo hamingjusama, Fanny!“ En Fanny hafði snúið sér frá honum, og var að reyna að opna hurðina, sem að þau komu inn um. Þegar hún gat það ekki, þá hljóp hún að öðrum dyrum, sem lágu inn í ganginn í hús- inu og kallaði eins hátt og hún gat. Maðurinn sem var að ofsækja hana bölvaði lágt, hljóp á eftir henni og náði henni Hann talaði hast til hennar og sagði: „Þetta er heimska! — Komdu strax til baka, eða þú sér eftir því! Ég hefi lofað þér, eins og ærlegur maður — eins og ættgöfugur maður, ef að þú veist hvað það meinar, að virða sak- leysi þitt. En ég líð ekki neina glettni við sjálf- an mig, eða að mér sé misboðið. Ég líð engin hróp eða köll!“ Fanny stóð ótti af orðum og útliti mannsins, og þó hún hefði hina mestu andstyggð á honum, lét hún hann samt leiða sig inn í herbergið. Hann lét dyrnar aftur og lokaði þeim. Hún henti sér niður á gólfið í einu horninu og kvein- aði aumlega. Hann horfði á hana hugsandi í nokkrar mínútur, en opnaði að síðustu dyrnar á herberginu 5g kallaði „Harriet“ heldur lágt. Etfir litla stund, kom ung stúlka, frekar lag- leg, þó ekki væri hægt að kalla hana fallega. Hann tók þessa stúlku til hliðar og talaði við hana í hljóði dálitla stund. Svo gekk hann til Fanny alvarlegur á svip: „Unga vina mín“, sagði hann, „ég sé að nærvist mín er þér ekki geðfeld í kveld. Þessi unga kona lítur eftir þér og þörfum þínum. Hún getur líka sagt þér, að ég er ekki sá erkióþokki, sem að þú virðist halda að ég sé. Ég sé þig á morgun“. Eftir að hann hafði sagt þetta gekk hann rakleitt út. Það var eins og glaðnaði yfir Fanny og hún varð ofurlítið rólegri. Hún stóð upp og leit með svo gegnumsmjúgandi augnaráði á Harriet, að hún sneri sér undan, og rétt í. sömu and- ránni kom Dykeman inn í herbergið. „Þú átt að færa okkur matinn hingað, frændi, og fara svo til lávarðarins í setustof- unni“. Dykeman lét sér það vel líka og fór. Harriet gekk til Fanny, tók í hendina á henni og sagði góðlátlega: „Vertu ekki hrædd. Ég get fullvissað þig um, að helmingur allra stúlkna í Lundúnum mundu gefa, ég veit ekki hvað til þess að vera í plássinu þínu. Lávarðurinn neyðir þig aldrei til að gjöra það, sem þú sjálf ekki vilt — það er ekki hans siður; og svo er hann svo góður í sér og ágætismaður, — og svo ríkur, að hann veit ekki aura sinna tal!“ Svar Fanny við öllu þessu var, að hún gekk til Harriet, lagði höfuðið upp að brjósti hennar og grét: „Afi minn er blindur, hann getur ekki án mín verið — hann deyr — deyr. Átt þú engan sem þú elskar? Láttu mig fara heim til mín! Hvað geta þeir viljað mér? Ég hefi ekki unnið neinum mein“. „Og það vill enginn heldur gjöra þér neitt mein; — það segi ég þér sátt!“ sagði Harriet alvarlega. „Ég sé að þú þekkir ekki lávarðinn. En hérna kemur maturinn, komdu og fáðu þér bita og glas af víni“. Fanny gat ekki bragðað á matnum, en drakk glas af vatni, sem að hún ætlaði naumast að geta komað niður. En hún fór smátt og smátt að jafna sig, fjarvera mannsins, sem var að of- sækja hana — nærvera konunnar — loforð Harrietar um, að ef henni félli ekki veran eftir tvo eða þrjá daga, að þá gæti hún farið heim aftur, gerði hana dálítið rólegri. Hún tók ekk- ert mark á ísmeygilega hrósinu, sem kven- freistarinn las yfir henni um dyggðir lávarðs- ins, ást hans, auðlegð og veglýndi. En aðeins endurtók aftur og aftur: „Ég fer heim eftir einn eða tvo daga“. Eftir að Harriet hafði etið og drukkið eins og hana lysti, og var orðin þreytt á að reyna að telja um fyrir Fanny, stakk hún upp á að hún færi að hátta. Hún öpnaði dyr hægra megin við arninn og fór með Fanny upp hringstiga og upp í íallegt og þægilegt herbergi og bauð Fanny að þjóna henni til sængur. — Fanny, sem Var sakíeysið sjálft, hafði ekki minstu hugmynd um eðli hættu þeirrar sem beið hennar, þó að hún gengi út frá því að hún væri mikil og ægileg, og hún skildi ekki, til fulte hvað Harriet meinti með því að segja, að henni skyldi ekki verða gjört neitt ónæði. En hún skildi að minsta kosti að hún ætti að vera laus allra mála við fangavörðinn þangað til daginn eftir. Og þegar Harriet bauð henni „góðar nætur“ og sýndi henni hvernig að hún ætti að loka herberginu varð henni nokkru rórra. Hún hlustaði þangað til að hún heyrði ekki lengur fótatak H^rrietar, en reyndi þá til að opna dyrnar, en gat það ekki því þeim hafði verið lokað að utan. Hún stundi þungan. Glugg- inn? — Þegar hún hafði lokið upp innri glugg- anum var annar járnvarinn þar fyrir utan, eng- in von þar: hún gat ekkert annað gjört, en að loka dyrunum aftur að innan, standa og hugsa um kringumstæðurnar, krjúpa svo niður og biðja eins og hún var vön að gjöra, til hans; sem engir lásar og engar stállokur geta haldið máli hjartans í burtu frá. XIII. Kapíluii Lilburne lávarður sat við borð með matar- leyfum í setustofunni. Dykemann stóð rétt hjá honum órór og í æstu skapi. Trúnaðarmál sem farið höfðu á milli lávarðarins og þjóns hans — hin einkennilega skapgerð, sem að útilokaði hann frá allri vináttu frá hendi stéttarbræðra sinna — hafði knýtt vináttuband á milli þess- ara tveggja manna, sem var svo algengt á milli tiginborinna manna á hinu forna franska ríkis tímabili, og Lilburne var í sannleika líkari mönnum frá því tímabili og í því landi, heldur en hinum göfugri og stæðilegri mönnum okk- ar eigin tímabils og til daganna enda á það margt sameiginlegt með því sem er lastafullt, fágað og andlega þróttmikið. „En herra“, sagði Dykeman, „taktu til greina, að þessi stúlka er vel þekt þar sem að hún á heima; og hennar verður saknað; og ef að nokkru oíbeldi verður beitt við hana, þá er það höfuðglæpur, herra minn — höfuðglæpur. Ég veit, að þeir geta ekki hengt voldugan lá- varð, eins og að þú ert, en allir sem bendlaðir eru við hann geta verið . . . .“ „Lilburne tók hér fram í fyrir Dykenian og sagði: „Gefðu mér vín og þegiðu!" Þegar lá- varðurinn hafði drukkið úr glasinu, færði hann sig nær arninum, vermdi á sér hendurnar, sat þegjandi í augnablik, sneri sér svo að trúnaðar- manni sínum og sagði: „Dykeman, þó að þú sért asni ,og hugjeys- ingi og eigir það ekki skilið að ég láti svo lítið, að losa þig við þennan ótta þinn nú strax. Ég þekki lögin betur en þú, því að ég hefi eytt öllu mínu lífi í að gjöra allt sem mig lystir, án þess að lögin næðu valdi á mér, og sem að takmarka skemtanir annara manna. Það er satt, sem að þú segir, að ofbeldi væri höfuð- glæpur. Mismunurinn á milli ofbeldis og glæps er þetta: Ofbeldi er það, sem að prestarnir pré- dika á móti — glæpur er það, sem að lög eru samin gegn. Ég hefi aldrei framið glæp um mína daga — og nú þegar ég er á milli fimm- tugs og sextugs, þá ætla ég mér ekki að byrja. Oíbeldi er ekki hættulegt, og ég hefi máske framið það eins og aðrir menn, en glæpir eru hættulegir — ólöglegir, og þá ber að varast. Heyrðu mér (og Lilburne leit á manninn, sem , að hann var að tala við með ísköldum hæðnis- svip) segjum, að þú værir heimurinn — skjögr- andi þjónn, þjónanna — heimurinn! Þá mundi ég segja við þig: Minn kæri heimur, þú og ég skiljum hvor annan vel — við erum skapaðir fyrir hvorn annan. — Ég er aldrei að flækjast fyrir þér, og þú ekki heldur fyrir mér. Ef ég drekk mig fullan í mínu eigin herbergi, þá er það löstur, og þú getur ekkert gjört mér. Ef að ég, eftir að taka fyrsta drykkinn á ævinni, slæ niður vökumanninn, þá er það glæpur, sem, ef ég er fátækur, sendir mig í fangelsi, en ef ég er ríkur kostar mig eitt pund — máske fimm pund. Ef að ég helsæri hjarta fimm hundruð feðra með því að kaupa eða lokka faðmlög dætra þeirra með fagurgala, þá er það löstur — þjóns þíns heimur! Ef einhver blaðursskjóða klórar mig í framan og fer svo að klaga mig fyrir lögreglunni og staðfestir smán sína með eiði, þá er það glæpur, og vinur minn, herra heimur, dregur snærið upp úr vasa sínum! Skilur þú mig nú? Já, ég endurtek“, sagði hann í breyttum málrómi; „ég hefi aldrei framið glæp á ævi minni — ég hefi aldrei verið sak- aður um glæp — aldrei verið kærður fyrir tál- drægnisglæp. Ég veit betur en nokkur amiar, hvernig með slíkt skal fara. Ég var neyddur til að nema þessa stúlku í burtu, því að ég gat ekki kynnst henni á neinn annan hátt. Allt það sem að ég ætla mér nú að gjöra, er að kynnast henni. Mér er það fullljóst að málsókn fyrir ofbeldisverk, eins og að þú kallar það, væri óviðfeldnari sökum vitsmunaskorts, sem fólk segir að eigi sér stað í þessu tilfelli, sem að ég trúi ekki einu orði af. Ég skal vissulega forðast að gefa hina minstu ástæðu, sem gæti bent í þá átt. Það er fyrir þá ástæðu, að enginn 1 hús- inu skal hafa neitt saman við hana að sælda nema þú og hún frænka þín. Ég get reitt mig á hana frænku þína, því að ég hefi verið henni góður: Ég hefi útvegað henni gott gjaiorð, gott heimili, og ég skal vera guðíaðir fyrsta barns- ins hennar. Auðvitað verður hitt vinnufólkið í húsinu að vita, að það er ókunnug stúlka í húsinu, en það er vant slíku, ég er ekki að látast vera engill. Það þarf ekki að vita neitt meira um þetta, nema ef að þú ferð að blaðra um það. Og svo, segjum að eftir nokkra daga, án nokkurrar þvingunar frá minni hendi, að unga stúlkan, eftir að sjá skrautmuni, fíha og fallega búninga, skrautlegt heimili, vellíðan og • búin að sannfærast um, að séð verði fyrir afa hennar, sem að hún hefir verið að þræla fyrir; kjósi sjálf að lifa með mér. Hvar er þá glæpur- inn, og hver getur haft nokkuð um það að segja?“ „Það breytir málinu, herra minn“, sagði Dykeman léttari í lund. „En samt“, bætti hann við áhyggjufullur, „>Á að rannsókn verður haf- in — ef að, áður en þetta kemst í kring, að það kemst upp hvar hún er?“ „Þá er enginn skaði skeður, engu ofbeldi beitt. Afa hennar, sem að þú segir, að sé slefu- fellandi nirflingur, er hægt að friða með nokkr- um skildingum, og svo varðar engan um þetta, og því engin hætta á málsókn í því sambandi. Sussu! Maður! Ég hefi alltaf vaðið fyrir neðan mig! Fólkið í heiminum er ekki eins kærleiks- ríkt eins og að þú heldur. Hvað er eðlilegra, en að fátæk og falleg stúlka — sem er ekki eins vitur og Elizabeth drottning var, láti ginnast til að heimsækja auðugan elskhuga! Allt sem að þeir geta sagt um elskhugann er, að hann sé kátur maður eða þá vondur maður og það er ekkert nýtt um mig. En láttu þér ekki detta í hug að það komist upp. Náðu bara í stól handa mér; þetta hefir allt verið þreytandi, og ég er orðinn þreyttur. Ég er ekki eins sterkur og ég var. Já, Dykeman, það sem að þessi franski maður, Vandemont, eða Vantrein eða hvað svo sem að hann heitir, sagði við mig einu sinni, er ekki svo vitlaust, ég fann það þegar að ég fékk síðasta gigtarkastið, þegar að systurdóttir mín var að hagræða koddanum undir höfðinu á mér, að hjúkrunarkona væri manni þægileg, eftir að maður færi að eldast. Ég vildi að þess- ari stúlku yrði hugarhaldið um mig. Ég er að hugsa um lengri og alvarlegri sambúð, en vana- lega — félaga!“ „Félaga, herra minn, þennan vesaling! — Svo fáfróða og illa upplýsta!“ „Þeim mun betra. Heimurinn þreytir mig“, sagði Lilburne raunalega. „Þessi vesallegu láta- læti, aumkvunarverði sérþótti, sem menn, kon- ur og börn kalla þekking, gjörir mig veikan. Mig langar til að eygja óspillt manneðli, áður en ég dey. Þessi persóna hefir vakið áhuga minn, og það í sjálfu sér, er ekki einskis vert í lífinu. Taktu leyfarnarí burtu og farðu“. „Ja“, tautaði Lilburne og beygði sig að eld- inum, eftir að hann var orðinn einn. „Þegar að ég heyrði fyrst, að þessi stúlka væri sonar- dóttir Símonar Gawtrey, og þá dóttir mannsins, sem ég á að þakka, að ég er krypplingur, þá fannst mér að ást á henni væri partur af hatri því, sem að ég skulda honum, einn þátturinn í hefndarhugsun minni. En nú er vesalings barn ið! Ég er búinn að gleyma öllu þessu. Tilfinn- ing mín gagnvart henni er ekki ástríðutilfinn- ing heldur umönnun, sem að ég hefi aldrei fundið til fyrr á ævinni. Mér finnst, að ef ég ætti slíkt barn, að þá gæti ég skilið hvað menn meina, þegar þeir tala um föðurlega viðkvæmni. Ég ber enga óheiðarlega hugsun í huga gagn- vart þessari stúlku — ekki eina. En ég vildi gefa þúsundir til þess, að hún ynni mér. Undar- legt! Undarlegt! Ég þekki ekki sjálfan mig í þessu!“ Lilburne lávarður fór snemma að hátta þetta kveld, svaf vel og'fór óvanalega snemma á fæt- ur daginn eftir og fann ekkert til höfuðóranna, sem hann svo nefndi frá kveldinu áður. Hann íór að hafa tal af Fanny. Upp með sér af gáf- um sínum, ánægður með klækja-kænsku sína, sem honum hafði aldrei brugðist átti hann ekki von á að erfitt yrði að flækja hana í vísinda- neti sínu. Harriet fór til Fanny til þess að undir- búa hana undir heimsókn húsbóndans. Lilburne lávarður ásetti sér að taka með sér skrautlega, en þó ekki mjög verðmæta muni til að mýkja skap Fanny, sem að hann geymdi á staðnum, og sem hann hafði keypt og notað með ágæt- um árangri við slík tækifæri. Hann mundi eft- ir að þessir munir — þetta augnatál var geymt í hólfi í einkennilegu og útlenzku kommóðunni í skrifstofunni hans, þar sem að hann geymdi það sem hætta var á að gengi of vel í augun á þjónustufólkinu. Þegar að hann varð var við að Fanny var enn í herbergi sínu lét hann Harriet eftir um að telja um fyrir henni, en haltraði sjálfur ofan og inn í skrifstofu sína, opnaði kómmóðuna og var að leita í skúffun- um, þegar að hann heyrði til Fanny uppi á loftinu, sem var að mótmæla eða þá að biðja einhvers; hann hætti að leita og hlustaði. En hann gat ekki heyrt orðaskil; en á meðan að hann hlustaði hélt hann áfram að þreifa með hendinni í skúffunni og í ýmsum hólfum eftir „tópaz“ brjóstnælu, sem að honum fannst að hlyti að ganga Fanny í augu. Eitt hólfið var dýpra heldur en hin; hann átti von á að næl- an væri í því, hann fór með hendina lengra inn í hólfið, en af því að það var hálfdimmt í herberginu, gluggahlerunum hafði öllum ver- ið lokað til þess að fanginn sem í húsinu var kæmist ekki út um þá, varð lávarðurinn að reiða sig meira á snertingu heldur en birtu, en hvernig sem að hann þreifaði þá fann hann ekki næluna, hann hélt áfram að þreifa og ýta hendinni inn í skúffuna eða hólfið og þegar að hann rak hendina inn í enda þess, fanst honum eitthvað stinga sig í fingurinn eða eins og bitið væri í ifngurinn. Honum varð hverft við, kippti að sér hendinni og leit inn í hólfið,' hann sá að botninn í hólfinu hafði færst niður. Hann fór að athuga þetta betur og rétti hend- ina aftur með gætni inn í hólfið og fann þá ójöfnu innst í hólfinu. Hann vissi undir eins að þar var um leynihólf að ræða. Hann ýtti með hendinni á enda hólfsins og fann að fjölin, sem var undir skúffunni, féll niður og hann sá þar autt rúm. Hann fór með hendina ofan í það og fann þar samanbrotið pappírsblað, sem hann tók út og leit fyrst kæruleysislega á það, las nokkrar fyrstu línurnar þar til að hann kom að því, sem hér fylgir:/ „Hjónavígsla árið 18 No. 83, blaðsíða 21. Philip Beaufort í A . . . . sókn og Katrín Morton í Botolp-sókn, Algate Lundúnum, voru gift í þessari kirkju, eftir að löglegar hjóna- bandslýsingar fóru fram 12. dag nóvember- mánaðar, árið eitt þúsund átta hundruð og — af mér, Caleb Price, prestur. Þessi gifting fór fram á milli okkar. Vitundarvottar: Philip Beaufort David Apreec Katrín Morton William Smith Ofanritað er sönn afskrift, tekin úr kirkju- bók A-safnaðar af ofanskráðri hjónavígslu. Dagsett 19. dag marzmánaðar 18 gjörð af mér, Morgan Jones aðstoðarprestur frá C . . . (Þetta form var viðhaft, þegar þetta var ritað, því hefir ekki verið breytt síðan). Lilburne lávarður leit aftur yfir fyrstu lín- urnar í þessu geigvænlega skjali, sem var ritað af séra Jones til Philip Beaufort og áður hefir verið minst á. Rétt í þessari andránni kom Harriet ofan stigann og inn í herbergið, hún læddist til Lilburnes lávarðar og hvíslaði að honum: „Hún er að koma ofan, hún veit ekki að þú ert hérna“. „Það er ágætt — farðu!“ sagði Lilburne lá- varður. Harriet var naumast komin út úr her- berginu, þegar að vagni var ekið upp að dyr- unum og Robert Beaufort gekk snúðugt inn í skrifstofuna. XIV. Kapíiuli Þegar Philip kom heim til sín þar sem hann átti heima í bænum, var orðið mjög framorðið. En hann fann Liancourt, sem beið heima hjá honum í þeirri von, að hann mundi koma. Lian- court var fullur með alls konar hugmyndir og áform. Hann var mikilsvirtur maður og ætt- göfuguf; í huga hans börðust um rómantísk þegnhollusta og heilbrigð aðgætni, og hann kom til að ráðfæra sig við Vandemont, og þó að hann hefði sjálfur mikið um að hugsa gat hann samt hlustað á vin sinn og athugað með honum það sem mælti með hugsunum Lian- courts og á móti þeim, og eftir að koma sér saman um að þegnhollustan og gætnin mundu bezt njóta sín með því að bíða við og sjá, ef Frakkar, eins og fylgismenn Karls vonuðust eftir, eftir að mesta víman væri rokin úr þeim byðu einhverjum afkomanda St. Louis Lian- court-ættarinnar konungdóm; þegar að Lian- court 'stóð upp til að fara og. kveikti í vindli sínum sagði hann: „Þúsund þakkir, vinur. — Hvernig skemmturðu þér í heimboðinu? Ég er hvorki undrandi né afbrýðissamur út af því að Lilburne bauð mér ekki, ég spila ekki upp á peninga og ég hefi stundum verið nokkuð tannhvass við hann!“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.