Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.11.1951, Blaðsíða 3
.LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 3 í Þýzkalandi er gefinn út mikill fjöldi tímarita um kynferðismól Útgáfustarfsemi þessi heíir aukizt mjög eftir stríðið og er orðin mesta vandamál. Einhver gáfnagarpur hefir komizt þannig að orði um blöð- in, að þau væru spegilmynd sam- tíðarinnar. En andi blaðanna, sá er speglar samtíðina, lætur sér ekki nægja að láta ljós sitt skína í prentuðu máli, heldur leggur hann einnig áherzlu á að skreyta sig á kvenlegan og næsta til- gerðarlegan hátt. Þetta kemur bezt í ljós á blaðsölustöðunum, þar sem marglitar og skrautleg- ar framsíður og kápur blaðanna og ritlinga blasa við sjónum manns í einum hrærigraut. Við Þjóðverjar erum því mið- ur taldir hafa ástríður til and- stæðna. í stað hinna einstreng- ingslegu og fjöturuðu blaða- mennsku þriðja ríkisins, er kom- in fullkomin andstæða hennar taumlaus og blygðunarlaus skrif finska, pólitískar sorpgreinar og það sem verra er og hættulegra — vegna þess líka að það er heimsvandamál — klúrar kyn- ferðislífslýsingar. Frá því í stríðslok hafa þessi blöð og rit gert sér far um að birta sem mest af æsifregnum. Ef maður lítur yfir þai^ væri hægt að ímynda sér að þau hefðu ekki annað skemmtilestrarefni en ávefnherbergisvandamál for- ingja þriðja ríkisins, sem stöð- ugt ber á góma í nýrri og nýrri mynd. En á þessu sviði virðist vera búið að fræða þýzku þjóð- ina nóg og varla ástæða til að vekja hana frekar til vitundar um þau efni. Fyrir framan mig liggur vikusafn þýzkra viku- og myndarita. Aðalefni þeirra er þetta: „Afi minn — keisarinn“, „Hvað meinið þér Rundstedt hershöfðingi?“, „Sorgleg afdrif Udets“, „Vinstri hönd Hitlers“, „Veizlur hjá Göring“, „Síðustu aagar Evu Braun“ og í svipuð- um dúr heldur það áfram. Þó lítuj; jnikill hluti blaða eitt- hvað sakleysislega út við fyrstu sýn. Ef til vill með mynd af létt- klæddri stúlku á forsíðu og svo meira og minna beint framhald af því þegar á innsíðurnar kem- ur. En þarna er maður kom'mn að einu vandamáli allra þjóða: klámi. Síðustu árip hefir það komizt í tízku að skoða kynferðislífið í einskonar spéspegli. Fyrir hálfri öld var slíkt sjónarmið séreign örfárra einstaklinga, þeirra sem lögðu sig eftir ástum kvenna, sem einskonar sérgrein. „Nú er þetta á hvers manns orði og borði, sem sjálfsagður hlutur, og ekki aðeins í Þýzkalandi einu, heldur víða um lönd. Þýzkaland sjálft, sem hægt og sígandi er að gróa sára sinna, hefir orðið hel- tekið af þessum sjúkdómi, því miður. Og þó er það ekki á færi nokkurs eins manns að dæma þýzku þjóðina fyrir kynferðis- afbrot hennar, því að þau eru á engan hátt í samræmi við þjóð- areðli hennar, heldur er þetta meir og minna afleiðing styi> aldarinnar, hungurs og annarra hörmunga, sem í kjölfar hennar sigldu. En af þessu öllu leiðir aukin fýsn í kynferðilegar æsi- fréttir ’ og frásagnir af hvers konar glæpum og afbrotum. Frá því 1947 hafa kynferðis- brot víða í Þýzkalandi þrefald- ast og jafnvel fjórfaldast frá því fyrir stríð. 1 gamla daga þóttu slík afbrot býsna mikil, sem vöktu alþjóðarathygli. Nú eru þetta hversdagslegir atburðir, sem kitla í augnablikinu, en telj- ast að öðru leyti ekki til stærri tíðinda. Maður les um vonlausa stúlku sem verður kynsterkum karlmönnum að bráð, um drengi á skólaaldri, sem kynviltir ná- ungar kaupa til fylgilags, um 25 börn í einum skóla sem gerðust sek um kynferðisbrot og þar fram eftir götunum. Allt gleym- ist þetta jafnskjótt aftur vegna þess að við þessi afbrot er ekk- ert einstætt eða 'sögulegt lengur. Þýzka þjóðin á ekki aðeins við ömurleg ytri örlög að búa, held- ur er allt hennar innra líf í rústum. En hvar liggja orsakirnar til alls þessa? Hver sá sem litið hef- ir örbirgð stórborganna í al- mætti sínu, braggabústaði flóttafólks, þar- sem fjöldi fólks af báðum kynjum sefur og étur í einu og sama herbergi, sefur jafnvel saman í rúmi, honum opnast vafalaust augun fyrir því hvar orsakanna til siðleysisins sé að leita. Og hvernig ætti líka fólk, sem rænt hefir verið heim- kynnum sínum, eigum, vinum og öllum framtíðarmöguleikum að vera heilbrigt? Er ekki hægt að skilja það og afsaka að þess- ar dæmdu mannverur leiti fró- unar í kynferðilegri svölun, sem einustu nautn, er þær geta veitt sér? Svo kemur aftur á móti spurn- ingin: Þarf þessi veikbyggði og aumi mannslíkami t í f a 1 d a n skammt af kynferðissvölun á við það, sem hann þarfnast á friðar- tímum við heilbrigð og eðlileg skilyrði? Eftir bæklingum og blöðum að dæma, sem gefin eru út um þessi efni, virðist sem þetta sé tilfellið. Og úr því að aftur er minnst á þessar kynlífsbókmenntir, er því líkast sem útgáfu þeirra allra sé stjórnað úr sömu hendi. Svipur þeirra allra er sá sami, hálfnaktir kvenlíkamar frá ýms- um hliðum , og verðinu þannig í hóf stillt að jafnvel banhungr- aður lýður freistast til að kaupa þessi blöð fremur en að verja aurunum til matarkaupa. Tímarit spegla samtíðina. Vægðarlaus barátta fyrir af- komu sinni og velgengni leiða þau út á þá braut og laga sig eftir smekk og vilja lesenda sinna. En það er ekki þar með nóg að Þjóðverjar framleiði þetta sjálfir, heldur eru bók- menntir þessar meir og minna prentaðar í nágrannalöndunum, einkum Frakklandi, og síðan fluttar inn í Þýzkaland í staðinn fyrir verðmæta og fyrsta flokks iðnaðarframleiðslu. Sum þessara innfluttu rita eru jafnvel svo vafasöm, að þau eru bönnuð í þeim löndum sem þau eru prentuð. Norðurálfan er hluti heims- byggingarinnar og Þýzkaland er brot af þessum hluta. Þegar einn líkamshluti sýkist lamast líkam- inn í heild og starfhæfni öll: En það er til læknir. Hann heitir UNO. Þrjátíu lönd hafa bundizt þeim samtökum m. a. í því að standa á verði gegn klámritum. Ef um lækningu verður að ræða, þurfa bæði sjúklingur og lækn- ir að standa í nánu sambandi hvor við annan. Samkvæmt á- ætlun þeirra, sem að málum þessum standa, lætur nærri að hreinn ágóði af sölu sorprita víðsvegar um heim nemi sem næst 2000 milljónum íslenzkra króna. Jafnvel'hafa rit þessi náð töluverðri útbreiðslu í Ameríku og er þeim smyglað þangað frá Mexikó. Þannig lítur þetta út í stuttu máli. Að sjálfsögðu má ekki gleyma því, að mörg virðuleg tímarit hafa hafið göngu sína og flytja gott bókmenntalegt efni. Og við skulum vona að þau eigi eftir að dafna og verða langlíf. Ef þú, íslenzki lesandi, stendur einhverntíma fyrir framan þýzk an blaðfr>ölustað, skaltu ekki staldra þar við of lengi. Haltu áfram inn í fátæklegu hverfin, þar sem útlagar mannkynsins bíða framtíðarleysis. Þar finn- urðu litla mynd hins blóð- hlaupna eitur nabba. Talaðu við þetta fólk og þér mun ekki reyn- ast torvelt, að finna orsök menn- ingarlegs sjúkleika, sem hrjáir margar þjóðir. Þá muntu sjá þar, hafirðu ekki vitað það áður, að þaðan teygja sorpbókmennt- irnar fingur sína í allar áttir og til allra landa. Er saklaust við fyrstu sýn er ísmeygilegt þegar á reynir og hefir reynzt undir- rót afbrota og glæpa víðsvegar um heim. —Gerhard Eitrich —VÍSIR, 17. sept. Business and Professional Cards Einbúinn í Átlantshafi í Noregi hefir verið starfandi’ í nokkur ár félag, sem nefnist Norsk-Islansk samband, og þarf nafnið ekki skýringar við. Félagið hefir nýlega gefið út bók um ísland, á vegum bóka- forlagsins Gröndahl & Söns í Osló. Bók þessi er eftir kunnan lögmann, Sven Brun að nafni og nefnist Eneboeren i Atlanter- havet, Smaa Islands besög. Þetta er um margt sérstæð bók, sem eigi má liggja þannig hjá garði, að hennar sé ekki getið hér á landi. Að frágangi öllum er bókin, sem er 220 bls., óvenjulega vönd- uð og smekkleg, prentuð á ágæt- an myndapappír svo að hinar mörgu myndir njóta sín prýði- lega. Þetta er yfirborðið, en svo er efnið. I formála bókarinnar, sem er ritaður í apríl 1949, segist höf- undurinn hafa komið tvívegis til Islands, 1937 og 1939, og að bókin eigi rót sína að rekja til áhrifa og minninga frá þessum ferðum. Þetta er engin venjuleg ferða- saga, þó efnið sé að nokkru skipulagt með tilliti til ferða höf- undarins. Aðeins einn kafli ferð- in til Öræfa, er með ferðasögu sniði, en til Öræfa fór höfundur- inn 1939 með Ragnar Ásgeirsson sem fylgdarmann. Bókin skiptist í þessa kafla: Einbúinn í Atlantshafi. Frá Björgvin til Vestmanna- eyja. Frá Vestmannaeyjum til Reýkjavíkur. Reykholt. Borg. Frá Skallagrími bónda til vorra daga. Breiðafjörður. Vestfirðir. Horn. Norðurland. Reykjavík. Þingvellir. Ferðin til Öræfa. íslendingar og Norðmenn. Þó að bók þessi sé ekki ferða- saga í venjulegri merkingu, er það henni á engan hátt til frá- dráttar. Hún er ferðasaga á ann- an hátt, hún er glæsileg ferða- saga óvenjulega fjölfróðs manns, sem tekur lesendur, fyrst og frerpst landa sína, Norðmenn, með sér á ferð um sögulönd vor íslendinga og kemur víða við, bæði hér og einnig í Noregi. Alls staðar, það er sama hvar Brun er staddur og á ferðum um landið, lifir hann söguna, sögu virðburðanna og menningarhátt- anna, og hann vill veita lesend- um þátt í þeirri opinberun, sem honum er að koma að Borg, í Reykholt, að Munkaþverá, Hól- um, Þingvöllum, Skálholti o. s. frv. För hans öll er pílagrímsferð lærðs og fjölmenntaðs Norð- manns til landsins helga — lands Snorra. Við hvert fótmál rifjar hann upp viðburði sögunnar og fyllist vandlætingu, er hann sér niðurlægingu Skálholts og hvernig er að Snorralaug búið. Snorralaug var höfundiiyum — „et ubehagelig minne“. Vér sem vitum að þessi staður gat, ef rétt hefði verið á haldið orðið Mekka norrænna manna, skilj- um vonbrigði hans, og annarra Norðmanna, sem koma að Reyk- holti. Samt er kaflinn um Reyk- holt og Snorra lofsöngur til Is- lands, því að höfundurinn kunni sín Snorrafræði. Hið sama má segja um kaflann um Borg og Egil og um Þingvelli. Raunar gildir þetta um bókina alla, hún er lifandi og greinargóður leiðar- vísir fyrir Norðmenn um ísland, land vort sem söguland og um þjóð vora, sem frændþjóð Norð- manna. Varðandi nútímann ber bókin þess nokkur merki* að það eru tólf ár síðan höfundurinn kom hér síðast og einnig, að hann hefir í sumu efninu notið nokkuð einhliða leiðbeininga á ferðum sínum um landið. En að höfundurinn kemur auga á það, sem er feitast í stykkinu, varð- andi nútímann má sjá af um- Framhald á bls. 7 PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 ettir hádegi 1951 Harvest Season Rivals 1900 As Worst Agricultural officials in Mani- toba had to search as far back as 1900 to find harvesting condit- ions as unfavorable as they have been during the present season. A report for that year de- scribes harvesting conditions as the most únfavorable in the his- tory of the province. Wet wea- ther prevailed during the latter part of August, all September, and the first week of October. Stooks were saturated and farm- ers feared a total loss. A change in the w e a t h e r, however, brought relief to the farmers on October 7th. The 1951 harvesting season has not been relieved by any break in the weather, but officials re- port that the grain has been able to withstand surprisingly well continual rain and snow, due to fairly good drying spells. “The amount of precipitation has not been as serious as the írequency of the outbreaks,” ex- plains H. E. Wood, Publications Branch. “In the eastern sections however, breaks between rains w^re long enough to allow threshing to be almost com- pleted.” As nearly as can be estimated, Mr. Wood said, 80% to 85% of the cereal crops have been threshed as well as between 60% and 65% of the flax. In the Red River Valley,* 1 a considerable anlount of land has ben fall- worked. In the western and northern portions of the province, weather has been less favorable. From Brandon northward, and es- pecially from Russel to Swan River, a great deal of crop re- mains to be threshed. It is ques- tionable whether 20% of the Swan River Valley crop has been threshed, Mr. Wood stated. A limited amount in the southwest corner of the province remains to be threshed. In addition to prolonging the harvesting, unsatisfactory wea- ther has lowered grades to a marked extent and resulted in considerable quantities of tough grain, it was stated. Grain lost through sprouting and growing, however, “has been remarkably light even though the larger part of the crop has ben swathed rather than cut and stoked.” A bright spot in the picture fs the sugar beet crop. Ninety per- cent of the 19,500 acres of sugar beets have been lifted and will produce a record volume of ap- proximately 175,000 tons. The Manitoba Sugar Company has been in operation since the end of September and it is expected that processing operations will continue until early January. The factory usually completes operations by mid-December. Not more than half the sun- flower crop has ben harvested as yet. Deliveries to grain elevators up to October 18 included al- most 20 milion bushels of wheat, one-third more than for the same period last year. Flax deliveries amounted to 1,205,000 bushels, nearly five times the quantity delivered last year at this time. Oats, barley and rye deliveries are somewhat below a year ago. | J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasolar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiðaábyrgS o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOH QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Tjöijfrœðinrjar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Manaying Directcr Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBOR6 FUEL PHONE ZISSI Office Phone 924 762 Res. Phone 726 US Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 pjn. - 6 pjn. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsimi 2.7 324 Heimilis talsimi 26 444 Phone 23 996 Tll Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hospltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages. Beddlng Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 58T Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNTPEG CANADA SELKIRK METAL PR0DUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá ao rjúka út meB reyknum.—SkrifiB, slmiB til KELLY SVEINSSON 625 Wail Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 906 TORONTO GENERAL TRUSTS BUTLDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIFXG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMArES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Slding — Repairs Country Orders Atteoded To 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa meB þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virBulega um útfarir, selur likkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch. Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2C2 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdémum. * 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimaslmi 403 794 íiœsii® JEWELLERS 447 Portage Ave. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronnge wlll be appredatad Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEQ CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntantc 505 Coníederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commaree Chambers Wlnnipeg, Man. Phona K3M1 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bu«. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUOUETS FUNERAL DÍSTGNS MUs 1. Christte, Proprietress Formerly with Robinson & Co G. F. Jonaason, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.