Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 4
i LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951 HÖBbtrg QefltS Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARQBNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERQ, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. -695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Alt má taka til yfirvegunar Á öðrum stað hér í blaðinu birtist ræða, sem Björn Jónsson læknir í Baldur, flutti nýverið hér í borginni á ársfundi Þjóðræknisdeildarinnar Frón; ræðan er hressi- lega samin og kemur víða við, þótt engan veginn sé ólíklegt að skoðanir verði nokkuð skiptar um efni hennar og þær björgunarráðstafanir, er ræðumaður telur æskilegt að taka ættí til yfirvegunar. Björn læknir er hugkvæmnismaður og síður en svo myrkur í máli og má slíkt teljast góðra gjalda vert; uppástungur hans, að minsta kosti sumar hverjar, verðskulda fylztu íhug- un, þótt hætt sé við, að þær reynist torveldar í fram- kvæmd. Björn læknir telur vonlaust um íslenzkuna sem lifandi, mælt mál í þessari álfu, og vill þess vegna að þjóðræknisviðleitninni verði stefnt í annan farveg, svo sem með þýðingum á beztu ritverkum íslenzkra rithöf- unda á enska tungu;*að koma þessu í framkvæmd finst honum að ætti að verða hlutverk Vestur-íslendinga í framtíðinni; þetta væri fallegt og lætur óneitanlega vel í eyra; það væri annars ekki ófróðlegt að fá ein- hverja lítilsháttar vitneskju um það, hverjir ættu að annast um boðlegar þýðingar eftir að íslenzkan hefði verið kistulögð okkar á meðal; hitt mun sönnu nær, að aldrei sé vonlaust um neitt, sem mennirnir af hjarta unna og vilja einhverju fórna fyrir. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að íslenzk tunga hér um slóðir eigi við ramman reip að draga. En liggur það þá ekki nær norrænu eðli, að brynjast til átaks, þegar att er afli við erfiðleika, en leggja árar í bát og sætta sig, þegar að kemur, við óvirðulegap ])jóð- ræknislegan aldurtila. Þegar hinn mikli menningarfrömuður, dr. Alex- ander Jóhannesson, kom hingað í stutta heimsókn í fyrra, féllu honum orð eitthvað á þessa leið: „Við íslendingar verðum víst altaf fámenn þjóð, og sennilega aldrei auðugir af þessa heims gæðum, þó miklu höfum við nú fullkomnari skilyrði til sjálfsbjargar en áður var; en við erum ríkir samt, meðan-við eigum íslenzkuna, sem verður þegar alt kemur til alls, aleiga okkar“; þetta var fagurlega hugsað og mælt og ætti að verða okkur til eggjandi eftirbreytni; það er enginn smáræðis málsmergur, sem í því er fólginn, að hafa eignast íslenzkuna í vöggugjöf. Varhugaverð sýnist að nokkru uppástunga Björns læknis um fornsagna Comic Strip fornsögum okkar til kynningar; er hér um helga dóma að ræða, sem engan veginn stendur á sama hvernig með er farið; en nú vill svo vel til, að útgáfa íslendingasagna er nú í þann veginn að hefjast í Edinborg á Skotlandi þar sem frumtexti og þýðing verða hlið við hlið, eins og þegar hefir verið skýrt frá, og njóta þær þá þeirrar virðingar, er þeim vegna snildar í frásögn að verðugu ber. Það er góð uppástunga hjá Birni lækni, að styrkja og auka Tímaritið Icelandic Canadian og efna til sam- kepni meðal lesenda þess til úrvalsþýðinga, er birtar yrðu í ritinu, því alt slíkt miðar til hollrar vöruvöndun- ar. Og loks kemur Björn læknir að því, að stofnað verði menningarfélag (Cultural League), er samsett verði af þremur aðiljum, Þjóðræknisfélaginu, Fróni og Ice- landic Canadian Club; þessa leið má vel reyna, og er þess að vænta, að málið verði tekið til rækilegrar yfir- vegunar á næsta Frónsfundi eins og ræðumaður lagði til að yrði gert. Með nýjum viðhorfum opnast jafnaðarlegast nýjar leiðir til úrlausnar vandamálum, og vitaskpld þurfum við á nýjum leiðum að halda hvort sem þær eru auðfærar eða ekki, því tímarnir breytast og mennirnir með; en mest af öllu ríður okkur á að hætta að prédika inn í okkur sjálf, og þau mál, sem við unnum, vonleysi og dauða. Björn læknir hefir sannað í verki trúnað sinn við félagsstofnanir okkar Vestur-íslendinga með því að semja fyrir þær erindi og lcoma langar leiðir á sinn eigin kostnað, og má ekki minna vera en honum sé slíkt að fullu þakkað; en á hinu færi betur, að hann tal- aði í næsta skipti fremur kjark inn í hlustendur sína og styddist síður við þokukenda draumóra, sem litlar líkur eru á, að nokkru sinni verði annað og meira en það. Við þurfum á nýjum liðsmönnum að halda, sem. þora að berjast fyrir viðhaldi íslenzkunnar vegna henn- ar sjálfrar og vegna þess ótæmandi menningargildis, sem hún býr yfir; í þá fylkingu á Björn læknir að skipa sér og mun hlutur hans þá verða at meiri. Við þurfum að ganga á hólm við uppgjafaröflin og sýna þeim í tvo heimana. Arnason Likes Art and Artists, But lceland Is His First Love H. Harvard Arnason is an Ice- lander, then an art historian— in that order. He is also one of few men in his field who have “double- decked” jobs. At 42, Arnason is professor and head of the árt department at the University of Minnesota and also serves as director of Walker Art centre. The two posts are unrelated except that both keep i^rnason involved with art and artists, a situation in which he thrives. Arnason’s name is “double- decked” to match his work. The “H” stands* for “Hjorvardur” which in Icelandic means “Har- vard”Arnason’s middle name. Most people call him Harvey. Arnason was named Hjorvar- dur Harvard by his father, Sveinbjorn Arnason, a successful 1 Iceland businessman, who set- tled in Winnipeg, Manitoba. “Father was a successful poet, too,” said Arnason. “He contri- buted regularly to Icelandic publications.” Arnason studied to be a teacher. Despite his administra- tive duties, he likes to think of himself as an “art teacher”. He received his bachelor and master of arts degrees at North- western university. At Prince- ton, he obtained a master of fine arts degree. Arnason taught only two years at Northwestern before he was tapped for his first administra- tive position. , In 1938, he became curator of the fabulous Frick collection of paintings and sculpture in New York. After four years at Frick, Arnason again moved on—this time to Iceland. World War II had begun and the office of war information (OWI) needed Americans who could speak Icelandic. Arnason fitted that description. He arrived at Reykjavik with 500 color slides of American art and a title. Arnason was senior field representative for the OWI and was to be the liaison man be- tween American troops and the Icelanders. Arnason’s job was to tell Ice- landers about Americans and try to counteract German propa- ganda, beamed in daily via radio. Twice he lectured at the Uni- versity of Iceland in Reykjavik— once in English and once in Ice- landic. Once he broadcast the World Series to Américan troops “and any Icelanders who cared to tune in”. The first one-man show of paintings by an American artist in Iceland was sponsored by Arnason and the OWI. The artist was Bernard Arnest, then stationed in Iceland, and now assistant professor of art at the university. Arnason returned to the U.S. in 1944 with two ideas: he wanted to return to Iceland some day, and to bring a show of paintings by Icelanders to America. One of the artists included in “Arnason’s Icelandic Art Show” undoubtedly would be Finnur Jonsson. Jonsson, a product of Der Sturm, a group of expressionists active in Germany after World War I, is one of Iceland’s most famous. A Jonsson painting is included in the collection of the Societe Anonyme, recently présented to Yale university. The catalog of the collection says the “whereabouts of Jons- son is unknown.” “I know where he is,” said Arnason. “He’s up in Iceland, happily painting.” An original ' Jonsson hangs over the bedroom fireplace in | the Arnason home, 1719 Bryant Avenue S. The home is the modern, many windowed Idea House where directors of Walker Art Centre live. Arnason, his wife, and their two children, Eleanor 8, and Jon 5, moved in last fall. Mrs. Arnason loves the new place because it’s easily cleaned in comparison with the high- ceilinged m a n s i o n near the campus in which they used to live. Mrs. Arnason, the f o r m e r Elizabeth Yard, met her husband at Northwestern. She has a master’s degree in sociology. Minneapolis is about the first opportunity the Arnasons have had to settle down since their marriage. From 1944 to 1947 Arnason worked for the state depart- ment, sometimes in Washington, but mostly in Europe. As assistant deputy director for Europe in charge of cultural affairs, he traveled from Portu- gal to Sweden. The family joined him in Paris in 1946 while he served as an American representative to the preparatory committee for the U n i t e d Nations. Educational, Scientific and Cultural Organ- ization. Arnason taught for six months in 1947 at the University of Chicago, while on leave from the state department. In July of that year, he came to the Uni- versity of Minnesota. It was to be his job to make a single art department out of art courses scattered across the campus from education to en- gineering. Today, architects and engi- neers take their art courses in Jones hall, the art department building. Only the school of education maintains a separate art department. Of the present teaching staff of 21, Arnason hired 14. He arrives at his comfortable • and colorful Jones hall office about 8:30 a.m., after dropping the children at the university nursery and elementary school. Arnason prefers the Jones hall office, - with its red' window blinds, chocolate brown and gray walls and green carpet, to his office at the Walker gallery. In the campus office, an original painting by Lyonel Feininger hangs on the wall. The office at Walker into which Arnason moved for a two- year stay last September, is beige and blond and entirely modern. An abstraction of 1950 vintage by Hans Hofmann hangs on one wall. On another there is a 16th century Italian portrait by Parmigianino. The two paintings are a good example of Arnason’s ideas about art. “I was trained in medieval art, curator of Renaissance art at the Frick, and now direct a modern art museum,” Arnason said. “I believe in the continuity of art and the common denomin- ator between art of the past and of the present is a lot more than most people realize,” he added. To Arnason, his positions at the university and Walker are completely separate, but he would like to develop co-opera- tive activities between the two. Many of the university art de- partment staff members partici- pated in the Artists’ Workshop series at Walker during October and November. Arnason would like to see the university and Walker circulate art exhibits throughout the state. “I believe Minnesota, and par- ticularly the Twin Cities, to be one of the most exciting areas in the United States in terms of ‘what’s going on in art,’ ” Arna- son' said. “The area is coming, but its full potential hasn’t becn realized.” Arnason would like to develop more private patronage of art- ists here. He’d like to see more people buying original art for their homes. He knows that people must love and appreciate art to buy it. To that end, he’s teaching a course introducing art to the layman every Tuesday night at Walker. “You know, there hasn’t been a Picasso shown in Minneapolis in 10 years,” said Arnason. He plans to remedy this oversight by bringing a Picasso show, as well as other art of Europe and America to Walker in small monthly exhibits. Next fall, Arnason wants to establish a course at the univer- sity on operation of a small museum. An art magazine for the Upper Midwest and an art education program in co-operation with Minneapolis public schools also are on Arnason’s list of plans. All of this, and more, Arnason h^pes to crowd into the next two years. “I really won’t be busy,” he said. “I have two staffs of competent people who’ll do all the work.” Arnason also has a plan for 1953. He intends to loaf awhile. He has a 1951 Fulbright study grant for which he plans to re- apply in 1953. Then he’ll take his sabbatical leave from the university and the Arnason family will head for France. MINNEAPOLIS TRIBUNE December 6th. Ársskýrsla Fróns Sú breyting varð á stjórnar- nefnd Fróns á síðasta ársfundi, að frú Ingibjörg Jónsson tók við forsetaembættinu af prófessor Tryggva J. Oleson, sem því hafði gegnt af dugnaði og stakri sam- vizkusemi fjögur undanfarin ár. Ekki fór hann þó úr nefndinni en tók við stöðu varafjármála- ritara af Erni Thorsteinson, sem úr gekk. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórnarnefndinni. Fyrsti nefndarfundur, sem haldinn var 9. janúar 1951 á- kvað að fara fram á það á næsta þjóðræknisfélagsþingi að deildin Frón fengi sömú atkvæðarétt- indi og utanborgardeildir þar eð þingstaður myndi í framtíðinni ekki verða bundinn við Winni- pegborg. Var próf. T. J. Oleson falið, að gefa stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sex mán- aða fyrirvara svo sem félagslög mæla fyrir þar sem um breyt- ingu á grundvallarlögum félags- ins er að ræða. Á næsta fundi nefndarinnar skýrði forseti frá því, að Há- skólasjóðsnefndin hefði mælst til þess, að Frón hjálpaði til með sölu á aðgöngumiðum að sam- komu þeirri sem sjóðsnefndin hafði þá ákveðið að stofna til í Playhouse Theatre í marzmán- uði 1951. Var afráðið að Fróns- nefndin tæki að sér að selja 100 aðgöngumiða. Þetta tókst, aðal- lega fyrir framúrskarandi dugn- að forseta og fjármálaritara Jóns Johnson, þótt aðrir nefnd- armenn legðu auðvitað nokkurn skerf til þessa. Eins og fyrri daginn varð það fyrsta og stærsta verkefni nefndarinnar að ráðstafa Fróns- mótinu. Það var að þessu sinni haldið í G. T.-húsinu og tókst ágætlega. Hr. Valdimar Björns- son frá Minneapolis var aðal- ræðumaðurinn og mun orðstír þess mælskumanns hafa átt drjúgan þátt í því að fólk varð frá að hverfa að þessu sinni þar eð samkomusalurinn rúmaði ekki alla þá, er sækja vildu. Agæt kvæði fluttu þeir Dr. Ric- hard Beck og Einar P. Jónsson ritstjóri; karlakór Svía undir stjórn Arthurs A. Anderson skemti með góðum og fjörugum söng, en séra Eric H. Sigmar, aðstoðaður við hljóðfærið af Miss Sigrid Bardal, söng nokkra einsöngva öllum til stórrar ánægju. Inntektir af þessu sinni urðu $428.00 og ágóði því sem næst $200.00. Sannaðist hér sem oftar, að íslendingar sækja engar sam- komur betur en þær sem haldn- ar eru í G. T.-húsinu. Meðlimatala deildarinnar er nú hærri en verið hefir mörg undanfarin ár eða nokkuð á þriðja hundrað. Er þetta án efa mest að þakka frábærum dugn- aði fjármálaritara Jóns John- son. Bókasafnið hefir ekki verið vanrækt þetta ár fremur en að undanförnu. Hefir það ekki lítið hjálpað til að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hefir stutt okkur í þessu efni af ráð og dáð. Er það fyrst að nefna, að hún ánafnaði okkur 25 hundruð krón um til bókakaupa á íslandi, og það annað að við fengum úr sama sjóði $35.00 upp í kostnað við nýjan bókalista, sem við lét- um gera í sumar sem leið. Nam þessi upphæð helmingi kostnað- ar. Að lista þessum unnu þau mest bókavörður, Jón Johnson, og forseti okkar. Nú eru um 2000 bindi í safninu. Telur sá, er þetta ritar, að viðhald bóka- safnsins sé þýðingarmesta starf deildarinnar og vill mælast til þess að allir þeir, sem ráðstafa vilja bókum sínum, láti þær fara í þetta safn því hvergi annars staðar eiga Islendingar í Winnipeg aðgang að íslenzkum bókum, ef þeir örfáu eru undan- skildir, sem heimild hafa til þess að nota safn háskóla fylk- isins. Auðvitað er sjálfsagt að allar dýrmætar og sjaldgæfar bækur, sem ekkert erindi eiga á útlánssafn, fari á þann stað- inn, sem bezt getur varðveitt þær, sem sé háskólasafnið. Síðastliðið haust gafst Fróni kostur á því að styrkja lítillega þann sjóð, sem efnt var til fyrir Thoru Ásgeirson, er nú stundar framhaldsnám í píanóspili í París á Frakklandi. Fékk deildin þarna að láta í ljós að einhverju leyti þakklæti sitt til Thoru, sem oft og mörgum sinnum hafði skemt á fundum okkar án eftirtalna eða endurgjalds. Auk Frónsmótsins var al- mennur fundur haldinn 23. apríl s.l. og talaði þar Ólafur Hallsson kaupmaður frá Eriksdale um heimsókn sína til íslands sum- arið 1950. Bar hvert orð ræðu- manns fallegan vott um ást og ræktarsemi gagnvart ættland- inu. Einnig spilaði Ólafur nokk- ur lög eftir sig á hljómplötur, en séra Valdimar J. Eylands sýndi fallegar myndir frá Is- landi, sem hann skýrði með af- brigðum vel. Annar opinn fundur var hald- inn 1. okt. s.l. og flutti þá próf. Áskell Löve skipulega ræðu, en sýndi síðan ótal ágætar lit- myndir frá íslandi, og fékk hvorttveggja bezta dóm. Þetta kveld voru einnig spilaðar hljómplötur, sem teknar voru á íslendingadeginum á Gimli síð- astliðið sumar og síðan var út- varpað yfir C.B.C.. Að þessu var stór skemtun. Báðir þessir fundir voru allvel sóttir, t. d. voru á annað hundrað manns á þeim seinni. Stjórnarnefndin h é 11 s j ö fundi á árinu og voru þeir allir vel sóttir enda kom það sér bet- ur því alt starf deildarinnar lendir, að heita má, á nefndinni og þarf ekki að fárast um það því svo mun víðar vera. í það heila tekið má segja, að starf deildarinnar hafi tekist vel og borið nokkurn ávöxt þótt eflaust mætti meira gera ef nokkur verulegur áhugi væri fyrir starfi hennar hjá almenn- ingi í heild. Víst er það þó, að ekki ættu eldri íslendingar hér í borg í mörg hús að venda hvað samkomur snertir ef Frón logn- aðist út af. Til þess kemur þó ekki fyrst um sinn. Winnipeg, 3. desember, 1951 H. Thorgrímsson. ritari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.