Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951 5 ****************** 111 4 AU ll KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON NORSK UPPREISNARKONA Á 19. ÖLD Erlndi þaö, scm hér birtist, um Camillu Collett, hina kunnu si/stur norska skáldsins Henriks Wergelands, var flutt af Hdnrik Arnold Aubert, skólastjóra frá Noregi, á fundi Kvenréttindafélags tslands í maí. ErindiÖ birtist hér í blaðinu, örlitið stytt, með leyfi höfundarins. ÆVISÖGU Camillu Colletts má skipta í fimm aðalþætti: bernskuárin, æskuástina, sem entist allt lífið, tíu ára hjúskap, ritstörf og kvenfrelsisbaráttu. Camilla var dóttir Nikolai Wergelands sóknarprests, hins ó v e n j u gáfaða og fjölhæfa manns. Árið 1817 varð hann prestur að Eiðsvelli. Þar stofna þau Alette kona hans og hann heimili, sem enn í dag er um- vafið frægðarljóma í augum Norðmanna. Þau eignuðust fimm börn og tvö þeirra urðu, sökum andlegra yfirburða sinna, i röð allra merkustu manna í menn- ingarlífi Norðmanna á 19. öld. Annað þeirra var elzti sonurinn, Henrik Wergeland, hitt var næst yngsta dóttirin — Camilla. Presturinn Nikolai Wergeland hlýtur að hafa haft dularflutt hugboð um þau hlutverk, er biðu barna hans, því 1813, sama ár og Camilla fæðist, skirfar hann í dagbók sína: „Geti ég gefið börnum mínum gott uppeldi, þá hef ég unnið heiminum þarft verk“. Þegar Henrik sonur hans er tvítugur, gefur hann út hið geysi stóra ritverk sitt „Maðurinn, sköpunin og Messías“. í næstu seytján ár þar til hann deyr 1845 lætur hann fara frá sér hvert verkið á fætur öðru, sem eru gædd hrífandi snilli hins sérstæða afburðamanns. Á þess- um árum er það Henrik Werge- land, sem setur svipmót sitt á norskar bókmenntir, enda gætti áhrifa hans svo mjög í norskri bókmenntasögu, að þetta tíma- bil (1830—1845) er heitið eftir honum og nefnt Wergelands- tímabilið. Ást. sem eníisl allt lífið. Henrik Wergeland hefir bein örlagaþrungin áhrif á líf systur sinnar, Camillu. Hann er fremsti maður í þjóðernisbaráttu Norð- manna. Hans stærsti andstæð- ingur er hinn dansk-sinnaði Johan Sebastian Welhaven. En örlagadísirnar spinna þráð sinn þannig, að systir Henriks, 'hin kornunga, fallega og tilfinn- ingaríka Camilla, verður svo ástfangin af Welhaven, að hún blátt áfram heillast á því augna- bliki, er hún lítur hann fyrst. Og þessi ást var, herra minn trúr, engin léttúðug augnablikshrifn- ing, hún entist allt lífið. Þessi ást var síðan hin leynda uppi- staða í rithöfundarstarfi hennar. Welhaven var í sannleika verður ástar hennar. Hann var mikið skáld og hefir ort kvæði, sem talin eru það bezta, sem ort hefir verið á dansk-norska tungu. Á því er ekki vafi, að hin unga mær, Camilla, var ekki einungis ástfangin af honum, heldur skildi hún hann og mat gildi hans og hæfileika betur en flestir aðrir. Margar ástæður lágu til þess, að þau tvö komust sjaldan í ná- ið samband hvort við annað og aldrei lengi í senn. Ein hin sterku sálrænu áhrif frá hinum fyrstu kynnum glæddu andlegt líf þeirra án þess þau sjálf vissu hvers vegna og hvernig. Slaða konunnar í þá daga. Fyrir utan skoðanadeilur og átök milli bróður Camillu og Welhavens var til önnur veiga- mikil orsök, sem fjarlægði þau hvort frá öðru, og það var staða konunnar í hinu fátæka og til- gerðarlega smáborgarlífi, sem einkenndi embættismanna fjöl- skyldur í Kristaníu í þá daga. . í einni af bókum sínum ritar Camilla um þær ströngu og af- káralegu kröfur, sem voru gerð- ar til ungra stúlkna í því skyni að fjötra þær í auðmýkt og und- irgefni. Meginreglan var að sú stúlkan, sem minnst var talað um, væri ávallt hin bezta. Ung stúlka mátti umfram allt ekki láta skína í það, að hún væri hrifin af karlmanni. Henni bar að sitja kyrr og bíða og bíða þar til hann eða einhver annar jungkarinn kæmi. Hún mátti með engu móti láta í ljós nokkr- ar tilfinningar fyrr en honum þóknaðist að sýna, að hann ætl- aði sér eitthvað með hana. Og „að ætla sér eitthvað með hana“ þýddi hjónaband í þess orðs fyllztu merkingu. Börnin áttu að koma í heiminn í þéttri röð og guði var falið að ráða, hve mörg þau yrðu. Jafnvel andleg vinátta karls og konu var óþolandi hneykslunarhella. Camilla og Welhaven hafa að sjálfsögðu oft haft ríka löngun til að nálgast hvort annað, en ytri ástæður komu í veg fyrir það. Hin ástríðuþrungna ást Camillu endurspeglast í dagbók, sem hún ritar frá 1833—1839, og hliðstætt kemur fram í nokkrum kvæðum Welhavens, þó ekki sé vitað jafn glöggt um tilfinningar hans. Tíu ára hjónaband. Camilla ræðst til utanferðar. Þegar hún kemur heim aftur, er hún 25 ára gömul. Hún ályktar með sjálfri sér, að nú muni vera kominn tími til að festa ráð sitt. Árið 1839 verður á vegi hennar maður, sem hún telur að sér muni falla í geð sem eiginmaður. Þetta var Peter Jonas Collett, þá kandidat í lögfræði og seinna prófessor. Collett var fágaður í framkomu, naut óskiptrar kven- hylli, var gáfaður og gefinn fyrir bókmenntir. Þau giftust ekki fyrr en 1841. En áður en þau voru vígð sam- an, verður Collett að ganga í gegnum þann hreinsunareld að lesa dagbók konuefnis síns, þar sem hún játar á hverri síðu til- finningar sínar gagnvart Wel- haven. Nú kveðst hún halda, að hún sé laus við þær: en þar skjátlast henni. Tilfinningar hennar féllu ávallt í sama far- veg. I aðalatriðum fór vel á með þeim í hjónabandinu. Collett hjálpaði og studdi Camillu, hátt- vís og þolinmóður, allt þar til hann dó skyndilega árið 1851. Þá stóð Camilla uppi með fjóra syni þeirra og einhver ekkju- laun. En það allra merkilegasta við örlög Camillu er það, að nú, þeg- ar æviferli hennar ætti eftir öll- um ytri skilyrðum að taka að hnigna, þá rís hún upp og byrjar í alvöru á sínu stóra lífshlut- verki. Rithöfundurinn og kven- frelsiskonan. Árið 1855, þegar Camilla er 42 ára gömul kemur út hennar fyrsta bók: „Dætur amtmanns- ins“. Það er hennar eina skáld- saga og er það sem meira er, það er fyrsta skáldsagan eftir norska konu. Bókin er rituð af dæmafárri hreinskilni út frá því sem hún sjálf hefir reynt og lif- að. Grunntónn bókarinnar er hin heita ást hennar, auðvitað komið fyrir í breyttu umhverfi — konan, sem elskar, en verður að bíða og þegja, því hún má ekki eins og karlmaðurinn gefa tilfinningum sínum lausan taum inn. Camilla gerir þá kröfu í bókinni, að ástalíf kvenna og annað andlegt frelsi njóti sömu virðingar og karlmannsins. Hún krefst þess að konan sé leyst undan oki sínu, þögn, þvingun og hlédrægni, og hún gangi út í lífið með fullkomnum rétti einstaklingsins til að nota krafta sína. Það er að vísu ekki sérstakur kvenréttindaáróður í þessari bók hennar, en það má segja, að hún sé óður hennar eigin lífs. Bókin er skrifuð á þann veg, að ástríðan leiftrar af hverri línu og bókin hefir að geyma beiska ádeilu á fyrirskip- aða þögn og hræsni, sem leggur tilfinningalíf kvenna í fjötra og gerir það óheilbrigt. Ein höfuð- persónan í bókinni segir: „Ég get ekki dáðst að þeirri konu, sem byrgir hugsjónir sínar og kæfir með þögn. Slíkt tómlæti lítillækkar konurnar og gerir þær að leikbrúðum og viljalaus- um verkfærum“. „Dætur amtmannsins“ eru um margt raunsæ skáldsaga og slá á nýja strengi í norskum bók- menntum. Henrik Ibsen varð fyrir mikl- um áhrifum frá henni, eins og kemur fram í „Brúðuheimilinu“ og fleiri leikritum hans. Bæði Jonas Lie og Alexander Kielland o. fl. sóttu margt í þessa bók. Lie tók sama efni til meðferðar í einni af beztu bókum sínum og Kielland ritaði margar bæk- ur, sem hann sjálfur taldi að héldu fram sömu kröfum og Camilla Collett um þjóðfélags- legar réttarbætur til handa kon- um. Bréf frá Welhaven. Á árunum 1851—1862 hittir Camilla Welhaven við og við. Hann var þá giftur æskuvinkonu hennar. Það var árið 1859, sem hún biður Welhaven að lesa gömlu dagbókina, þá er hún skrifaði sem ung stúlka, en þar lýsir hún tilfinningum sínum til hans. Það er gaman að lesa bréf, sem Welhaven skrifar henni á eftir. (22. júní 1859). „Hversu óreynd og úrræða- laus vorum við bæði tvö. Lestur dagbókarinnar veldur mér þján- ingum. Ég gat hvorki sleppt yður né haldið yður hjá mér. Líf mitt var þá sífelldum erfiðleikum bundið. Ég lifði í andstreymi og baráttu. Ég vildi ná sem fyllst- um þroska; þar við bættist að ég var daglega hundeltur eins og veiðidýr. Sú tilhugsun, að ég væri elskaður, var sólskinsblett- urinn í lífi mínu. En nú fyrst sé ég hvernig þér hafið elskað mig. í því felst allt; einnig þetta, að ég þráði skilning, og ég gat ekki sleppt yður, er þér vilduð draga yður í hlé. Ég laðaðist undarlega sterkt að yður eins og einhverri leyndardómsfullri fjarlægð. Og þér voruð ávallt fjarlæg, á flótta jafnvel í nálægð og þrátt fyrir samhljóm sálna okkar“. Kvenréttindakonan vaknar til átaka. Árið 1861 kom út næsta bók Camillu Collett, „Sögur“. í þeirri bók fólst hatröm árás á þjóð- skipulagið og samkvæmislíf í Noregi á þeim tímum. Árið eftir gaf hún út merkilegt ritgerðar- safn, sem hún nefndi, „Á löng- um nóttum". Bókin er helguð þeim, sem ekki geta sofið. Henni er ekki skipt í kapítula, heldur í 1. nótt, 2. nótt o. s. frv. Bókin er í allt 18 nætur. Frá árinu 1862 og allt til dauða dags er Camilla á sífelldu ferða- lagi milli stórborga Evrópu, París, Berlín, Róm, Kaupmanna-i höfn og Munchen. Þegar hún er 65 ára gömul kemur út eftir hana bók, sem ber nafnið, „Síðustu blöðin". Það er greini- legt, að þá heldur hún að dagar sínir séu bráðum taldir. En þar skjátlast henni; þessi kona, sem hafði undraverða lífsorku til að bera, lifði enn í mörg ár. Á þess- um síðustu árum sínum skrifar hún jafnt og þétt og í þeim til- gangi einum að bæta þjóðfélags lega aðstöðu kvenna. Það var bók J. S. Mills, „Kúgun kvenna“, er G. Brandes þýddi 1859, sem vakti Camillu til nýrra átaka. Hún ritar fjölda blaðagreina og ritgerða í tímarit og grípur með óbifanlegri festu á megin atriðum kvenréttindabaráttunn- ar, bæði hvað snertir fjármál og siðferðismál. Hún ræðst á tvískinnunginn í siðferðismálum, k o n u r séu dæmdar hart fyrir það, sem karl mönnum sé leyfilegt. Jafnframt ræðst hún á óréttlætið í launa- greiðslum; karlmenn fái há laun, konur lág laun fyrir nákvæm- lega sömu vinnu. í bók hennar „Síðustu blöðin“ 1872—1873 bryddir á þessu áhugamáli hennar. Konan í bókmenntunum. I ritgerðasafni, sem út kom 1878 og bar nafnið „Úr lífi hinna þöglu“, er hún svo hvassyrt um kvenfrelsismálin, að hún vekur geysilega athygli. Aðalhluti þeirrar bókar er kaflinn, sem hún kallar „Konan í bókmennt- unum“. Hún tínir til og skýrir kven- persónur, sem koma fram í ýms- um þekktustu bókum 19. aldar- innar. Hún dæmir þær ekki frá fagurfræðilegu sjónarmiði, held- ur eftir því, hvaða hugsjónir þær túlka. Einkum tekur hún til bæna rithöfunda, sem finna orðum sínum stað í biblíunni í því skyni að gera konuna ó- mynduga sem einstakling eða niðurlægja hana í þjóðfélaginu. „Það er stórmerkilegt hvað menn verða biblíusterkir, jafn- vel þeir allra trúlausustu, þegar þeir þurfa að leggjast á móti umbótum konum til handa“, segir hún eitt sinn í inngangi að ritdómi. Hún finnur að marg- ir rithöfundar sýna hvorki al- vöru, siðgæði eða sálfræðilega þekkingu, þegar þeir skrifa um konur. Harðlega áfellist hún kröfur um fórnfýsi konunnar. Konan, sem fórnar sér, gengur eins og rauður þráður gegnum allar bókmenntir karlmanna. D ö n s k u m rithöfundi, sem hafði skrifað um ýmsar kátbros- legar konur, svarar Camilla á þann veg, að það sé að vísu satt, að fyrir hittist kátbroslegar kon- ur, meira að segja átakanlega broslegar, en sú væri orsökin, að hæfileikar kvenna væru í upp- hafi bældir niður, konan væri svo rígbundin við heimilið, að hún þekkti næsta lítil skil á þjóðfélagsmálum. „Hafi ég skil- ið yður rétt“, skrifar hún, „þá viljið þér, að áhrif konunnar nái ekki út fyrir veggi dagstofunn- ar eða barnaherbergisins. Ég vil að konan láti einnig til sín taka utan heimilis síns, og hún verði það, sem hún á að verða og get- ur orðið eftir sérhæfileikum sínum, sem sé uppalandi kyn- slóðanna. Til þess að geta alið upp börn verður hún að ala sjálfa sig upp þ. e. a. s. gera sig frjálsa. Konan missir ekki sína kvenlegu eiginleika þó að hún þroski hæfileika sína. En það er hin auðmjúka aðdáun hennar á karlmanninum, sem er henni hættuleg. Konur eru yfirleitt gæddar á- líka miklum, ef ekki meiri and- legum hæfileikum en karlmenn og báðum kynjum ber að hafa jafnmikinn íhlutunarrétt, þegar alvarleg mál eru tekin til með- ferðar, sem varða hag og heild þjóðfélagsins". Camilla Collett var um síðir viðurkennd. Camilla Collett taldi sig of gamla til að taka þátt í ýmsum kvenréttindasamtökum, s e m smátt og smátt voru stofnuð. En hún fylgdist nákvæmlega með h i n n i ytri frelsishreyfingu kvenna. Hún lýsti yfir því, að hún væri fylgjandi því framfaramáli, að konur fengju fullan rétt í fjármálum, svo lengi sem hjóna- bandið væri eini atvinnuvegur konunnar, yrði tilfinningalíf hennar háð karlmanninum. — „Heilbrigt starf á andlegu eða verklegu sviði eftir hæfileikum konunnar mun gera ástalíf henn ar heilbrigðara og traustara“, skrifar hún. „Sérhver skynsöm kona kýs fremur að nota vinnu- kraft sinn til sjálfstæðrar at- vinnu, en að verða fjárhagslega háð manni, sem hún elskar ekki“. Camilla lifði það að sjá margt af því, sem hún hafði barizt fyrir, komast í framkvæmd. Árið 1880 fengu konur í fyrsta sinn í sögu Noreg's rétt til að ljúka stúdentsprófi og embættis- prófi. Norska kvenréttindafé- lagið var stofnað 1884, þrem ár- um síðar kom út hið fyrsta norska kvennablað. Fyrir sitt leyti náði hún fullri viðurkennijigu. Hún var hyllt sem mikill rithöfundur og á- hrifarík kvenréttindakona, sem hún og var. En til að ná þessum sigri hafði hún unnið ósleitilega, staðið í orrahríð og mætt mik- illi mótspyrnu. Jafnvel synir hennar skildu hana ekki framan af og reyndu að koma í veg fyr- ir, að fyrsta bókin hennar um kvenfrelsi, kæmist á prent. Mér barst í hendur eintak af þessu riti ekki alls fyrir löngu, og hefi ég lesið það með gaum- gæfni, og undrast ég stórlega á Grettistaki því, sem Skógrækt- arfélag Islands og hin mýmörgu skógræktarfélög á íslandi hafa lyft á síðustu 20 árum. Er grund- völlurinn nú vel lagður til að klæða landið skógi, og er mikill munur á Islandi skógiklæddu eða íslandi sem fyrir skömmu stóð bert og nakið og allt að blásá upp eips og það kom út úr myrkri miðaldanna. í forn- öld var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru er okkur sagt, en mennirnir og búfénaðurinn eyði lögðu skógana með tíð óg tíma, en ekkert var gjört til að vernda þá — regluleg rányrkja. — ís- land er blessað og farsælt land, en því betra og farsælla verður það, sem það er betur skógi klætt. Skógræktarfélag Islands var stofnað á fundi í Almannagjá 1930. Voru 60 manns á þeim fundi, fékk það í fyrstu frem- ur dræmt fylgi, en óx fljótt fisk- ur um hrygg fyrir ötulá fram- göngu þeirra, sem stóðu í brjósti fylkingar. Árið 1932 hafði það 223 félaga, en 1950 hefir það 5200 félaga. Og nú er trúin orðin svo sterk á skógræktina, að mál- inu er óefað vel borgið í hendi almennings. Nú nýlega hefir Skógrækt ríkisins keypt Haf- ursá á Fljótsdalshéraði fyrir til- raunastöð fyrir kr. 100.000 með afar rýmilegum skilmálum, jörð sú er skammt frá Hallormsstað, sem ásamt Vöglum hefir lengst af verið frægasti staður á ís- landi fyrir skógrækt, og getur Skórækt ríkisins þess, að skóg- urinn þar, bæði á Hallormsstað og Vöglum sé orðinn allvel þroskaður og svo þéttur að nauð- synlegt sé að grisja hann, svo hann hafi meira andrúmsloft á þessum stöðum. Þar hefir nú verið allmikið höggvið og selt af efnivið síðustu ár. Ársritið flyt- ur meðal annars: „Nokkrar stað- reyndir um skógræktina“, eftir Valtý Stefánsson; „Skógræktar- félag Islands 20 árá“, eftir Há- kon Bjarnason; „Skógræktarfé- lag Eyfirðinga 20 ára“, eftir Ár- mann Dalmannsson; „Starf Skóg ræktar ríkisins“ o. m. fl. Mikill skari af ágætu fólki á ættjörðinni hefir nú brennandi áhuga fyrir því að klæða landið skógi. (Ógrynni fjár hafa ríkis- stjórnin og almenningur varið þessu máli til styrktar á síðustu árum. Auk Skógræktarfélags íslands gefur ritið skrá yfir 25 skógræktarfélög, sem starfandi eru í landinu. Það gengur kraftaverki næst Óbifanlegur viljakrafíur — heilsteypi skapgerð. Með óbifanlegum viljakrafti og heilsteyptri skapgerð hélt hún ótrauð áfram starfi sínu í meira en 40 ár eftir að maður hennar deyr. Hún héþt því á- vallt fram, að frelsi kvenna væri ekki aðeins nauðsyn fyrir kon- urnar, heldur fyrir þjóðfélagið í heild. Hið brynjaða og stál- klædda þjóðfélag á tímabili stór iðnaðarins þarfnast framleiðslu konunnar. I hinu opinbera lífi er hennar þörf, til skipulagning- ar atvinnulífsins og alls staðar þar sem ákvarðanir um framtíð mannkynsins eru teknar. Hlutverk konunnar er ekki að vera lík karlmanninum, heldur að vera jafn hlutgeng og hann, vera fjárhagslega og félagslega jafnoki hans. Allt til dauða síns, 5. marz 1895, skýrði hún þessi mál á all- an hátt. Með eldlegri reiði réðist hún gegn öllu ranglæti, með hárbeittu háði gegn því hlægi- lega og með alvöruþunga og fyllstu einlægni dró hún fram allt sem hún áleit að gæti orðið til þess að þæta stöðu konunnar í þjóðfélaginu. hverju íslenzka þjóðin hefir af- kastað á síðustu 75 árum. Brýr hafa verið byggðar og vegir lagðir um þvert og endilangt landið, stórmerkilegur skipa- floti, nýtízku húsakynni, hitun með hveravatni í Reykjavík og víðar, sími til útlanda, og raf- lýsing um allt land o. m. fl. auk skógræktarinnar, sem hér verð- ur ekki talið, sem nú færist í aukana með risaskrefum á ári hverju. I 600 ár, undir erlendri kúgun, stóð land og þjóð í stað eða færð- ist aftur á bak í myrkri miðald- anna, öld eftir öld var hjakkað í sama farið og þjóðin dró fram lífið með eymd. Með frelsi og sjálfstæði rís þjóðin sem fugl- inn Phonex úr ösku og vinnur óskiljanlegt kraftaverk á tveim- ur mannsöldrum — og er það gleðiefni öllum þeim íslending- um, sem eitthvað fylgjast með því sem er að gjörast heima á ættjörðinni. Islenzka þjóðin á glæsilega hæfileika og hún á fyrir hendi fagra og sólbjarta framtíð’ef þjóðin verður í and- legum skilningi köllun sinni trú og lætur ekki falskar raddir leiða sig á hégómlegar villigötur. I þessu Skógræktarriti, sem hér um ræðir, éru allmargar fallegar skógarmyndir ýmsra trjátegunda. Á bls. 15 er mynd af Alaskaöspinni, 7 ára gamalli, og bendir allt til að sum trén séu frá 15 til 20 feta há. I rit- gjörðinni, „Skógræktarfélag Is- lands 20 ára“, er eftirfylgjandi grein, (bls. 25): „Þess ber að geta að Vestur- Islendingur einn, Björn Magnús- son að nafni, hafði og brennandi áhuga fyrir skógrækt á íslandi. Hafði hann ritað ýmsar greinar um þetta í blöð og skrifað ýms- um málsmetandi mönnum um hugðarefni sitt. Björn var fátæk- ur veiðimaður eftir að hann fluttist vestur um haf. Lagði hann því litla fjármuni af mörkum til skógræktar, en með skrifum sínum ýtti hann við ýmsum, og mér er ekki grun- laust um, að starf hans hafi flýtt fyrir stofnun Skógræktar- félags lslands“. Þetta er verðskulduð viður- kenning, því Björn Magnússon hafði mikinn áhuga fyrir þessu og barðist með hnúum og hnef- um fyrir því í Þjóðræknisfélag- inu, að það og vestur-íslenzkur almenningur gengi fram í þvi að hjálpa til að klæða ísland skógi. En Vestur-lslendingar daufheyrðust við þessu og ekk- ert var gjört, en eitthvað mun hafa verið sent heim af fræi, en hvernig það reyndist er mér Framhald á bls. 8 S. I. þýddi —Alþýðublaðið Ársrit Skógræktarfélags íslands 1950

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.