Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 ^u^: as Cleaning Insiiluiion PHONE 21 374 Aox d v.^0< Clean' h^n \\}^ S A Complete Cleaning Institulion 64. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951 13. DESEMBER, 1951 Virðuleg móttaka fyrir Finn- boga Guðmundsson prófessor Síðastliðið mánudagskvöld fór fram við góða aðsókn og mikla hrifningu í Fy.rstu lútersku kirkju, virðuleg móttökuathöfn fyrir Finnboga Guðmundsson hinn fyrsta prófessor við hina nýju kensludeild í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann; samkoman hófst með því að söngflokkar b e g g j a íslenzku kirknanna s u n g u þjóðsöngva Canada og íslands, en forsæti skipaði Dr. P. H. T. Thorlakson, er flutti fagurt og íturhugsað inngangserindi; að því búnu kvaddi hann hljóðs Dr. Gillson háskólaforseta, er kynnti hinn unga prófessor með þeim inni- leik, sem hann er svo auðugur af og árnaði honum heilla í hinn nýja og virðulega verkahring; er Dr. Gillson hafði lokið máli sínu flutti Finnbogi prófessor á ís- lenzku og ensku snildarlega ræðu, sem hafði djúp áhrif á hlustendur; er þar skemst frá að hinn ungi prófessor kom, sá Ferjurnar fyrirhuguðu 1 ritstjórnargrein í Interlake Municipal Observer, 1. des., er vikið að tveim fyrirhuguðum ferjum,, annari við Grassy Narrow milli Mikleyjar og meginlandsins og hinni við Nar- rows við Manitobavatn. Stjórn- arformenn í Manitoba létu svo ummælt í sumar sem leið, er þeir heimsóttu Narrows við Manitobavatn, að sambands- stjórn hefði umboð yfir ferjum og hún ætti að minsta kosti að taka þátt í kostnaðinum, sem þeim er samfara. Nú hefir Mr. R. J. Wood sambandsþingamður fengið þær upplýsingar frá Dr. Donald Smith, ráðherra opin- berra verka og vegamála í Nova Scotia, að allar ferjur þar séu algerlega undir umsjón fylkis- ins og kostaðar af því, og er þá ekki ólíklegt, að svo sé einnig í Manitobafylki. Þá upplýsir Mr. Wood að Sambandsstjórnin hafi þegar varið 35 þúsund dollurum í að byggja ferju-bryggjur beggja vegna við Grassy Narrows, þar að auki hafi áhugamenn safnað 5 þúsund dollurum þessu máli til stuðnings, en alt strandar nú á fylkisstjórninni, segir blaðið, því hún á að leggja til ferjurnar. ATHS. Margir eru þeirrar skoðunar, að brúa verði mjó- sundið milli Mikleyjar og megin landsins, og að það verði kostn- aðarminna þegar til lengdar lætur. Ferja kemur ekki að not- um þegar vatnið er að leggja og leysa. Vitaverði bjargað Laust fyrir síðustu helgi lán- aðist mönnum frá Riverton, að koma til mannabygða vitaverð- inum á Georgeseyju í Winnipeg- vatni, er þar hafði orðið innlyksa ÆÍðan 2. nóv., en íshroð hafði þá gert honum ókleift að komast til meginlandsins; maður þessi, maður þessi, Willard Ólson, er sænskur í föðurætt, en móðir hans íslenzk; ekki sakaði hann að neinu útivist hans á eynni; flugvélar dreifðu niður til hans fatnaði og matvælum, en hann hafði líka með sér byssu og skaut rjúpur til matar ef svo bauð við að horfa. og sigraði; stutt ávörp fluttu þeir séra Valdimar J. Eylands og séra Philip M. Pétursson; samkomunni sleit með því að samkomugestir sungu brezka þjóðsönginn; ríkulegar veitingar voru framreiddar í samkomusal kirkjunnar, og eftir að fólk halði gætt sér á réttunum, gafst al- menningi þess kostur að fagna hinum kærkomna gesti uppi í kirkjunni. Ræður þeirra Dr. Thorlaksons og prófessor Finnboga verða birtar í næstu viku. Fréttir f rá St. James í tilefni af 40 ára giítingar- afmæli Mr. og Mrs. Jóns Árna- sonar, St. James, þann 25. nóv- ember síðastliðinn, komu gestir þeim alveg að óvörum. Börn þeirra, skyldmenni og nánustu kunningjar komu úr öllum átt- um. Borð voru nú rudd fram og hlaðin með vistum og ágætis kaffi, sem allir neyttu með á- nægju. Að endingu var þeim af- hent inndælt (Crome Set) borð og stólar. Meðal þessara óvæntu gesta má nefna, syni þeirra Ste- fán og Óskar og konur þeirra frá Lundar; Mrs. Björn Björns- son; Mr. og Mrs. Sveinbjörn Ólafsson og Árni ^Ólafsson; Mr. og Mrs. John Sigurðsson, öll frá Lundar; Mr. og Mrs. Sveinn Sveinsson frá Marquette, Man., Mrs. Sveinsson er systir Jóns. Jón Árnason er sonur Árna heit- ins læknis úr Vopnafirði. Ólöf kona hans er dóttir Stefáns heit- ins Ólafssonar og Petrínu frá Lundi í Mary Hill byggð við Lundar. (Geslur) Lán handa bændum Viðskiptamálaráðherra sam- bandsstjórnar, Mr. Howe, hefir lýst yfir því, að stjórnin hafi á- kveðið að hlutast til um 5 miljón dollara lán gegn lágum vöxt- um til aðstoðar við bændur, er eigi gátu vegna óhagstæðs veð- urfars hirt nema lítinn hluta af uppskeru sinni í haust. Lýkur prófi í hjúkrunarfræði :;jfM 1 ME.„ * *m\ w , Olive Thora Axdal Þann 25. apríl síðastliðinn lauk prófi í hjúkrunarfræði við St. Paul's sjúkrahúsið í Van- couver, Olive Thora Axdal, dótt- ir Thordar heitins Axdal, sem lengi bjó í Wynyard, Sask., og cftirlifandi ekkju hans, frú Jónu Laxdal, sem nú á heima í Van- couver; þessi unga og efnilega stúlka skipar nú góða stöðu við sjúkrahús að Tillamock í Oregon ríki; tvær systur hennar hafa einnig útskrifast í hjúkrunar- fræði, Lenora af Almenna sjúkra húsinu í Winnipeg og starfar hún í Berkeley, California, en Elmina, Mrs. North, er útskrifuð af City Hospital í Saskatoon. ÍSLENZKUR TORFBÆR - fk Á |2*V * j4^M|W ' : Jk|J clÉÉÍ ,i'Siffr«Bi,>Mn Mb'^ ^l^a^Bl^^l^g^^'-jSBKil IgffL itmí, JÞ$***m || BfH^^S^^flBl&^^^^^K^mi^BS *& j *&mtj£^'** Eins og vitað er, dvelur hér í borginni um þessar mundir Guðmundur Þorsteinsson listmálari úr Reykjavík, er hafði með sér allmargt málverka, er sýnd voru á afarfjölsóttri samkomu í Fyrstu lútersku kirkju, er kvennasamtök safn- aðarins höfðu efnt til; er hér um vatnslitamyndir að ræða, rammíslenzkar á svip ,og munu margir sýningargesta, er glögt mundu ísland, hafa horfst þar í augu við gamla kunn- ingja; línur voru skýrar og litbrigði alveg eins og þau áttu að sér að vera; að minsta kosti sjö málverk seldust á áminstri sýningu. — Síðastliðinn þriðjudag sýndi Guðmundur einnig málverk sín í salarkynnum T. EATON verzlunarinnar á útsölu, sem Kvenfélag Sambandssafnaðar hafði stofnað til. Rabbað við Guðrúnu Torfadóttur, sem á 100 ára afmæli í dag í dag er afmælisdagur einnar af elztu konum þessa lands. Fyrir nákvæmlega heilli öld fæddist að Hvallátrum á Breiða- firði Guðrún Torfadóttir, nú til heimilis að Skipasundi 18, -hér í bæ. 1 tilefni af afmælisdeginum heimsótti ég Guðrúnu að heimili dóttur hennar í gær til þess að spjalla við Jiana um hagi henn- ar og hið firnalanga æviskeið, sem virðist hvergi nærri á enda runnið. Guðrún sat upprétt í rúmi sínu og lét sér hvergi bregða þótt inn að rúmstokknum kæmu tveir bláókunnugir menn til að forvitnast um hagi hennar og lét hún allvel yfir, er henni var tjáð, að hér væru á ferðinni fréttamenn Morgunblaðsins, en það þurfti raunar ekki að segja henni því að hún kom sjálf auga á myndavélina, og spurði að fyrra bragði hvort við ætluðum nú að fara að taka af sér mynd. Aðspurð sagðist Guðrún vera fædd að Hvallátrum á Breiða- firði og þar hafi hún eytt æsku sinni við sjóróðra og sveitastörf. Foreldrar hennaf voru hjónin Torfi Brandsson og Guðrún Einarsdóttir, en þau voru í hús- mennsku að Hvallátrum. „18 ára fór ég frá Látrum til Svefneyja og dvaldist þar nokk- ur ár, en rúmlega tvítug fluttist ég norður til Steingrímsfjarðar, þar sem ég var búsett um 8 ára skeið". „Við vorum 7 systkinin og átti ég einn bróður yngri, Mar- tein að nafni". Allt náði fólk hennar mjög háum aldri og sagði tengdasonur h e n n a r, Hjörtur Clausen, okkur, að móðir Guðrúnar hefði orðið nær því 100 ára gömul. Ekki varð annað séð en að minni Guðrúnar væri í bezta lagi og einu sinni skaut hún því að hvort kunningi hennar einn hefði ekki verið á ferð nýlega þarna heima og reyndist það laukrétt vera. „Já, svo drengirnir eru komn- ir til að frétta af mér", sagði Guðrún og hló við. „Það er nú heldur lítið sem ég hef frá að segja, aldrei fékk ég slæmt á sjónum, aldrei hraknin^fcog ekki þótti mér lakara að róa heldur en að stunda vorverkin heima á Látrum, þau voru oft erfið". Guðrún hefir alla tíð verið mikil vinnumanneskja og ósér- hlífin meira en í meðallagi. Enn þann dag í dag hefir Guðrún prjónana sína við hendina og þar til í september síðastliðnum hafði hún fótavist og prjónaði þá og spann jöfnum höndum. En þá varð hún fyrir því óhappi að hnjóta inni á gólfi með þeim afleiðingum að hún brákaðist lítillega á fæti. Guðrún hefir lengst af dvalist á Breiðafjarðareyjum og var hún orðin 85 ára, er hún kom fyrst til Reykjavíkur, öðru sinni kom hún hingað þremur árum seinna og nú er hún loks alkom- in fyrir skömmu og hyggst ekki ferðast meira úr þessu. Því, hvort hún hafi ekki undr- ast hraðann og vélamenning- una, þegar hún kom fyrst til Reykjavíkur, svaraði hún ein- dregið neitandi og kvað sér fátt eitt hafa komið á óvart. „Reynd- ar hef ég ekki ferðast mikið um hér syðra og geri víst ekki úr þessu", bætti hún við og var hin hressasta í bragði. Guðrún spurði okkur hvort við þekktum nokkra jafnöldru sína, en því urðum við að svara neitandi, enda þótt við vissum að aMur hennar er ekkert eins dæmi hér á landi nú. „Mér finnst þetta eiginlega ekkert vera, þegar ég lít til baka", sagði þessi aldar gamla kona og brosti við. „En þetta er víst hár aldur og skaparinn ætl- ast líklega til að ég betrist eitt- hvað". Guðrún átti aðeins eina dótt- ur barna Guðrúnu Pálmadóttur, sem nú býr ásamt manni sínum Hirti Clausen að Skipasundi 18 í Reykjavík. Fjórar eru dóttur- dætur hennar og dótturdóttur- börnin eru 16 að tölu. Síðustu ár sín á Breiðafjarð- areyjum dvaldist Guðrún á Svefneyjum hjá Sveinbirni Daníelssyni bónda þar og konu hans Sigríði Þórðardóttur. Eins og sjá má af þessum fáu orðum er Guðrún ennþá prýði- lega hress andlega og sjón henn- ar er í bezta lagi. Tengdasonur hennar sagði mér, að hún væri jafnan létt í skapi, en það sem háir henni einna mest er það, að heyrnin er tekin nokkuð að daprast. Heilsa hennar er góð utan hvað meiðslin í fætinum halda henni við rúmið um skeið. Við kvöddum nú Guðrúnu með virktum og óskuðum henni til hamingju með aldarafmælið, en hún þakkaði komuna og lét þess getið, að hún hlakkaði til að sjá myndina í blaðinu á morgun. Si. H. —Mbl. 25. okt. Úr borg og bygð Nylsöxn jólagjöf Nytsamari o g kærkomnari jólagjöf er naumast unt að hugsa sér, en hina vönduðu og full- komnu Matreiðslubók, sem Dorcasfélag F y r s t a lútreska safnaðar lét undir búa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunar- efni hve ódýr hún er; kostað að- eins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. P a n t a n i r, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804 . MANNALAT: í fyrri viku lézt í Selkirk Magnús Stefánsson 44 ára að aldri, en í lok fyrri vikunnar ekkjufrú Margrét Thorvardar- son 86 ára, tengdasystir J. J. Tharvardarson hér í borginni. Hún lézt á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg; líkið var flutt norður í Nýja-Island til greftr- unar. Þann 7. þ. m., átti Mr. Guðjón Kristjánsson taflkappi frá Mikl- ey áttræðisafmæli, og dvaldi hann um þær mundir nokkra daga hér í borginni. Síðastliðinn laugardag átti Mr. J. J. Thorvardarson fyrrum kaupmaður 85 ára afmæli; hann er ættaður frá Leikskálum í Dölum vestur. Mr. Árni Brandson trésmíða- meistari frá Hnausum, var staddur í borginni á mánudag- inn. íz Leiðrétting. Nafn á einu barni Arinbjörns heit. Bardals hefir fallið úr grein minni í síðustu blöð- um. Það er nafn Margrétar Stefaníu. Hún á heima í Des Moines, Iowa, og -gegnir þar vandsömu siðgæzlu- og um- bótastarfi. Hún er ógift. Enn- fremur eru tvö nöfn röng. Kona Karls Lúters heitir ekki Phyllis, heldur Evelene, og nafn ekkju Gunnlaugs heit. Hinrikssonar er ekki Ásta, heldur Ásdís. J. J. B. Mr. Theodore M. Sigurgeir- son kom vestan frá Prince Rupert, B.C. á mánudaginn, en þar hefir hann stundað fiski- veiðar í síðastliðin þrjú ár. — Prince Rupert telur um 11 þús- und íbúa; þar er ein bezta höfn- in á ströndinni og bærinn er nú óðum að vaxa vegna þess að þar hefir nýlega verið stofnsett Pulp mylna og aluminium nám- urnar eru ekki langt þaðan, auk þess sem fiskimenn sækja sjó þaðan og þar er North Pacific Cannery. Nokkrar íslenzkar fjöl- skyldur fiuttu til Prince Rupert um 1912 og þeim hefir vegnað vel. Skipa íslendingar þar ýms- ar ábyrgðarstöður, svo sem þrír synir Jóns Philipssonar, er fyrr- um bjó í Selkirk; Kristmundson- bræðurnir þrír; Sörli Oddson og fleiri. Ólafur Philipusson er for- stjóri við North Pacific Can- neries. Á síðari árum hafa all- margir íslenzkir fiskimenn farið vestur til Prince Rupret, og hafa reynst þar vaskir menn sem annars staðar. Vertíðin síðasta var allgóð. Olíuskip rekst á togara Á fimtudagsnóttina, 29. ágúst, rakst olíuflutningaskip á togara um 6 mílur frá Boston. Togarinn Lynn valt um og sökk þegar, með 13 manns innan borðs, en 4 köstuðust fyrir borð. Annar togari, M.C. Ballard var í hálfrar mílu fjarlægð. Hann fór þegar á vettvang og bjargaði þessum fjórum mönnum en tveir þeirra voru þá dánir, svo aðeins tveir björguðust af 17 manna áhöfn, kafteinninn og stýrimaðurinn Skipstjórinn á togaranum Ballard, sem vann svo frækilega að björguninni, er íslendingur, Capt. Joseph Ásgeirsson, 18 George Str., Stoneham. Við rétt- ar höldin, sem nú standa yfir, skýrði hann frá því, að Lynn hefði haft ljós og auðveldlega sést. Mr. og Mrs. Thorsteinn John- son frá Oak View, Man., voru meðal þeirra mörgu, er sóttu móttökufagnaðinn fyrir Finn- boga prófessor Guðmundsson síðastliðið mánudagskvöld. Mr. A. S. Thorgilsson, sem rekið hefir varzlun í Austin, Manitoba í mörg ár, en átti fyrrum heima að Oak Point, hefir nú keypt Paulson-Thor- kelsson verzlunina í Ashern og rekur hana undir nafninu Thorgil's Cash Store. Mrs. Thor- gilsson er dóttir Mr. og Mrs. John Bergthorson, Lundar, Man. —Interlake Munc. Obs. Ort á áiiræðisafmæli. Þegar dagsins þverra köll og þreyttur tek að lúra, telur mín titraföll tímans mælisnúra. Guðjón Krisljánsson frá Grasgeira í Presthólasókn í Þingeyjarsýslu. Höfundur segist nú orðið altaf fara að hátta kl. 9 á kvöldin, en við það sé átt í vísunni. Meðal þeirra mörgu gesta, er Lögberg varð vart við á mót- tökuhátíðinni á mánudagskvöld- ið í Fyrstu lútersku kirkju, má telja Th. J. G í s 1 a s o n, Morden, frú Kristínu Thorstein- son, Gimli, Mr. og Mrs. John Henriksson, Selkirk, Gunnar Sæmundsson, Árborg, og Jó- hannes Pálsson hljómlistarkenn- ara frá Geysi, og séra Harald S. Sigmar frá Gimli. Mr. og Mrs. Ed. Stephenson frá Morden, komu til boígarinn- ar í byrjun vikunnar á leið til Toronto og New York. Síðastliðinn sunnudag lézt á elliheimilinu Borg í North Dakota, frú össuría Jóhannsson, kona Jósefs Jóhannssonar frá Gardar, N. Dak. 87 ára að aldri, ættuð úr Önundarfirði. Útförin fór fram frá Gardar á þriðju- daginn. S«"a E. H. Fáfnis jarð- söng; þessarar mætu konu verð- ur frekar minst síðar. Keflvíkingur setur sölumet Togarinn Keflvíkingur seldi afla sinn í Hull í fyrrdag, 4179 kits fyrir 14597 sterlingspund, og er það sölumet frá því í vor. 1 fyrradag seldi Hallveig Fróða- dóttir einnig í Hull 3851 kits fyrir 11801 pund og Valþór frá Seyðisfirði seldi 672 vættir fyrir 2182 pund. —Alþbl., 9. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.