Lögberg - 13.12.1951, Síða 8

Lögberg - 13.12.1951, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN NÚMER 50 Frá Blaine, Washington, 6. desember 1951 Herra ritstjóri: — Þennan lista hér með lagðan, bið ég þig að birta í blaiðnu; sýnir hann að landar hafa ekki gleymt „Stafholti“ á þessu ári, sem nú er því nær á enda runn- ið, og væri ekki úr vegi að gefa ofurlítið ágrip af starfinu síðan heimilið tók til starfa í janúar 1949 undir stjórn Guðrúnar (Gene) Anderson, sem er dóttir Lofts Guðmundssonar og konu hans Önnu, sem var systir séra Jónasar A. Sigurðssonar; þau Loftur og Anna bjuggu í fjölda mörg ár hér á norðurströndinni, í Bellingham, Blaine, en lengst í Vancouver, B.C, og voru mörg- um að góðu kunn. Guðrún er kona höfðingleg í sjón og reynd, enda setti hún þann brag á Stafholt, sem mun lengi vara, það andrúmsloft, þá umönnun og kærleika, sem hún sýndi vistmönnum, munu þeir sem nutu lengi minnast, og vottar nefndin henni þakkir fyrir vel unnið starf þau tvö ár, sem hún stjórnaði Stafholti. Forstöðukonan sem nú stjórn- ar er Thora Pálsson Scully, er hún dóttir Hjartar Pálssonar og konu hans Kristínar, þau hjón bjuggu að Lundar, Manitoba. Thora er útlærð hjúkrunarkona, þar að auki er hún mikilhæf kona, búin miklum hæfileikum, og væntir nefndin mikils af henni. Fjárhagsyfirlit er sem hér segir: Heimilið hefir kostað eitt hundrað og tíu þúsund dali ($110.000.00), (1. des. 1951) þar með taldir allir húsmunir og áhöld, þar af nema skuldir $27.000.00, en í loforðum mun vera um $7000.00, verður þá hin raunverulega skuld $20.000.00, og væntir nefndin þess að innan fárra ára verði stofnunin skuld- laus; þessa trú sína byggir nefndin á reynslu undanfarinna ára — landinn gleymir ekki Stafholti. Stofnunin ber sig fjárhags- lega, fjörutíu og sjö vistmenn eru á heimilinu, og má það heita fullskipað, mun þó vera pláss fyrir 2—3 fleiri. Starfsfólk eru átta konur, að meðtaldri forstöðukonunni. Vistfólkinu líður yfirleitt vel og heimilið nýtur vaxandi vin- sælda frá öllum sem til þekkja, enda mun Stafholt vera full- komnasta elliheimili sem til er 1 þessu ríki og þó víðar væri farið. Svo þakkar nefndin öllum Kaupið Lögberg þeim mörgu, sem rétt hafa henni hjálparhönd á þessu ári og frá byrjun. Blaine, Wash., 5. des. 1951 Vinsamlegast Andrew Danielson, skrifari LISTI YFIR GJAFIR í BYGGINGARSJÓÐ „Síafholts", Blaine, Wash. frá 20. desember 1950. BLAINE. Oline Johnson í minningu um J. T. Johnson $100.00; O. T. Peterson $25.00; Oddur Sigurd- •son $10.00; S. M. Baker $50.00; Hildigerður Thorlakson $305.00; Sigurjón Björnsson $20.00; Thor- björg Johnson í minningu um Swan Johnson $100.00; Gordon Anthony $10.00; Ingvar og Anna Goodman $100.00; H. Teitson $2.50; Anna Nelson $10.00; Sigur jón Björnsson $10.00; Stefán Sigurdson $50.00; Skapti Olason $250.00; Sölvi Sölvason $100.00; Skapti Olason $100.00; Anna Garrison $20.00; Pete Johnson $35.00; Mr. og Mrs. Eric Thor- steinson $200.00; Jón Hafliðason $50.00; nefnd níu kvenna $14.93. SEATTLE. Paul Olson $10.00; Alice Thord- arson $100.00; Anna Thordarson $25.00; Mr. og Mrs. Jens Gillis $25.00; Jón Magnússon $10.00. BELLINGHAM. T. B. Ásmundson $250.00; -Hal. Árnason $100.00. EVERETT, WASH. Arnold E. Anderson $130.00. MINNEAPOI.IS, MINN. Guðm. Peterson $5.00. PITTSBURG, PA. Erlind Thorsteinson $100.00. SAN FRANCISCO. Sterling Bldg. Co., Chris Finn- son and A. F. Oddstad, Jr. $500.00; Fred H. Thorarinson 200.00; Ellis Stoneson $500.00; Henry Stoneson $500.00; Gróa Sigurdson $5.00. Aðrar gjaíir. Clayton and Mrs. Millholin, One Complete Hospital Bed; E. H. Bruns, Hospital Bed Com- plete; Ellis and Henry Stoneson. One Hospital Bed Complete, Sheets, Pillow case and other beding; Anna Garrison, Large Coffee Urn, Large Deep Freeze 25 Cub. Ft. and many other smaller items; Hildur Thorlak- son, One Power Lown Mower, Tea Kettle and many smaller items; Thora Scully, Va'cum Cleaner, Steam Iron, Automatic Toaster; Magnús Thordarson and children, Wheel Chair; Mrs. Gravas, One Wheel Chair wil- lend to Home; Nr. and Mrs. John Stevens, Davonport and Chair; Jónas Sturlaugson and Wilbur Sigfússon, One Barrel of Sal- mon; S. E. Oddson, Garden Tools, Leather Covered Chair. GEFIÐ >TIL MINNINGAR UM: Sfeingrím Hall Wayne Hall $5.00. Gesi Sfephanson Jón Trausti $3.00; H. Teitson $5.00; S. Hall $6.00; Jón Trausti $44.75. M. G. Johnson Fjölskyldan $50.00. Guðrúnu Skagfjord Kvenfélagið LÍKN $3.00; Ste- fán Skagfjord $100.00. Guðbjörgu Guðmundson Jóhann Paulsen $25.00; G. Guðmundson $10.00; E. S. Guð- mundson $5.00; Jón Trausti $3.00; séra A. E. Kristjánsson $3.00; Jón Trausti $5.00; Ladies Aid Free Church $3.00. Minnie Milhollin Mr. og Mrs. Clayton Milhollin $200.00. Mrs. E. H. Bruns Mrs. Rogan Jones $5.00. Guðrúnu Byron Ladies Aid Free Church $3.00. Jónas Tryggva Elin Carpender $5.00. Ingibjörgu Sloneson Mr. og Mrs. M. Thordarson $5.00; Mr. og Mrs. V. J. Keherer $5.00; Mr. og Mrs. A. S. Reykdal $5.00; Kvenfélagið LÍKN $3.00. Jónas Síurlaugr.on & Sons Magnús Guðlaugson $5.00. Ingibjörgu Thordarson Mr. og Mrs. M. Thordarson $5.00; Kvenfélagið LÍKN $3.00; Ing. og Anna Goodman $3.00. Maríu Benson Séra G. P. og Mrs. Johnson. $5.00; J. K. Swanson $6.00; Mr. og Mrs. G. T. Christianson $5.00; Mr. og Mrs. B. Ásmundson $5.00; Lestrarfélagið KÁRI $6.00. Einar Einarsson Mr. og Mrs. Frend Aanes $5.00; Guðfinna Stefánson $2.00; Mr. og Mrs. H. S. Helgason $2.00; Birchwood Club $5.00; séra G. P. og Mrs. Johnson $1.00; Vinir í Bellingham $43.00. Jakob Vopnfjörð Mr. og Mrs. Thordarson $5.00; Vistmenn á Stafholti $5.00; Kven félagið Free Church $3.00; A. G. Breiðfjörð $1.00; Gene Martain $1.00; Emil Guðmundson $3.00; Mathew Guðmundson $5.00; Ónefndur $7.50; Theodór Guð- mundson $5.00; Jón Westman $5.00; Vopnfjord fjölskyldan $50.00; H. Teitson $3.00; S. H. Helgason $1.00; Mr. Robertson & Ann $4.00; Kvenfélagið LIKN $3.00; María Paulsen $1.00; Mrs. Chas. Kley, Jr. $1.00; Jane Christiansorfc$1.00; L. Anderson $1.00. Ársrit . . . Framhald af bls. 5 ekki kunnugt. — Björn þekki ég ekki persónulega, en ég sá hann á þjóðræknisþingi og hlust aði á hann flytja sitt mál, og fanst mér honum farast það drengilega, kom hann vel fyrir sjónir, og hefi ég aldrei gleymt hSium; mun honum hafa fallið allþungt að ekki varð meiri ár- angur af viðleitni hans, en það verða margir frumherjar og endurbótamenn að sætta sig við að allir draumar rætist ekki. En það sem hann barðist fyrir hef- ir náð góðum sigri á ættjörðinni. G. J. Oleson Heppileg jólagjöf! Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn- ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr- ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn- aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara- ■ legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa- ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ: THE COUMHIA PRESS I.IMITÍT) 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið Lögberg vinsamlegast til: \afn.............................................. Áritun..........................*................. Hér með fylgir $5.00 ársgjald fyrir blaðið Nafn «refanria.................................... Aritun............................................. 1 I I i S 1 » « f X X 1 9 I &M<K]ii3í9lSiaga«»,Jl»»Si3.*3i»»<at»2t2}%9t9)9t:&:*9>2i2)ðiS:3)9»Ss9i3>9;2?a)3í2;Sl3ifta}2l9>»ð Framkvæmdum við Laxár- virkjunina miðar vel áfram Byrjað að sleypa stífluna að hinu mikla orkuveri ÁRNESI, 1. okt. — S.l. sunnu- dag lauk þriggja sólarhringa steypu við hina nýju Laxár- virkjun, en þá er annar væng- urinn að vatnstakinu fullsteypt- ur. Síðar í haust er áformað að steypa hinn hluta stífluinntaks- ins. Næsta sumar verður byggð- ur hinn hluti stíflunnar, sem þvergirðir ána, en þar verður höfð flóðgátt, sem á að jafna vatnið í lóninu, er stíflan mynd- ar og taka við krapi og klaka- ruðningum, sem koma oft í Laxá á vetrum. Stíflan verður mikið mann virki, 10—12 metra ’á hæð og mun hækka vatnið í ánni um 7 metra að stíflunni. Við þessa hækkun á vatninu, munu nokkr- ir af hinum fögru og blómskrúð- ugu hólmum í árgljúfrinu hylj- ast vatni. Búið að grafa fyrir valnspípunni. Frá stíflunni er búið að grafa fyrir vatnspípunni, sem verður um 350 metra langur og fjögra metra breiður tréstokkur, en eft- ir honum verður vatnið leitt í vatnsmiðlunarturninn og þaðan í stálpípu, 50 metra leið að stöðv- arhúsinu. Silver Wedding A lovely and very happy event took place at 209 Grantly Ave., Elmhurst, 111., on Sunday, Nov- ember 18 last at 3 o’clock in the afternoon, when Mr. and Mrs. Lawrence Johnson and Mr. and Mrs. Kelly Swainson had an open house to honor and con- gratulate Mr. and Mrs. Herman Bjornson of 122 Oak St.; the oc- casion being their “Silver An- niversary”. Mrs. Bjornson was presented with a corsage, also the happy couple were presented with a Silver Tray and Silver Sugar Tongs, also a purse col- lected from about 50 friends who gathered there for the occasion. They also received from the bride’s sister and her husband, Mr. and Mrs. Olgeir Gunnlaug- son and family, of Melfort, Sask. a “Silver Chest Service” and from the bridegroom’s relatives in Manitoba, Canada, a beautiful “China Dinner Set”. Jt was a very happy day and many words of kindness were spoken to bride and groom and best wishes for the future. At the close of the day, delicious refreshments were served to all. Mr. Bjornson was born and brought up in Argyle, Man. He has been for many years in and around Chicago, and there Mr. and Mrs. Bjornson have done very well, and gained a host of friends. Mrs. Axel Sigmar, sister of the groom, and Miss Hansina Bjornson, a niece, both from Glenboro, Man., attended the Silver Wedding and spent some time with the Bjornsons. Mr. and Mrs. Bjornson spent last week visiting with the groom’s brother, Mr. Gisli Bjornson and other friends and relatives at Glenboro, Man. G. J. OLESON THANK YOU NOTE We the undersigned wish to take this opportunity to thank all our friends who gathered at the home of Mr. and Mrs. Law- rence Johnson to honor us on our Silver Anniversary. Such a happy and memorable day we shall never forget. We wish to thank you most sincerely for your kindness, also for the lovely gjfts we received. We most cer- tainly appreciated very much. Herman Bjornson, Bertha Bjornson, Elmhurst, 111. Senn búið að grafa fyrir slöðvarhúsinu. í allt sumar hefir verið unnið að því að sprengja fyrir stöðvar- húsinu, sem verður 4000 rúm- metrar að stærð og er valinn staður á árbakkanum, þar sem áin fellur úr gljúfrinu. Hefir þetta verk reynst afar torsótt, þar sem þurft hefir að sprengja og grafa mest af grunninum 1 djúpu vatni. Búið er að grafa um 1800 rúmmetra upp úr vatninu og skjóta 2000 dynamitskotum. Ný dæla tekin í notkun. Um helgina var tekin í notkun stórvirk vatnsdæla, til þess að fjarlægja hið mikla grunnvatn, en afköst þessarar dælu eru mikil, 400—500 sekúndulítrar. Tvær aðrar dælur er verið að setja niður til viðbótar, en þegar þeim hefir verið komið fyrir standa vonir til að hægt verði að ráða við vatnið í grunni stöðvarhússins. Mikið í húfi að hægt verði að steypa grunninn að stöðvar- húsinu í haust. Nú veltur mikið á því, í sam- bandi við framkværndirnar við Laxá, að hægt verði að steypa grúnninn að stöðvarhúsinu í haust, því hætt er við.að fram- burður árinnar skemmi grunn- inn í vetur, enda gæti þá vinna hafizt við stöðvarhúsið fyrr næsta vor, ef þessum mikilsverða áfanga verður náð áður en vetur gengur í garð. Mikil atvinna. 1 sambandi við Laxárvirkj- unina hefir verið mikil atvinna í sumar. Við sjálfa virkjunina og ýms mannvirki í sambandi við hana hafa unnið að stað- aldri um 50 verkamenn, auk yfirmanna og annars starfsfólks, alls um 90 manns. Auk þess hef- ir verið unnið að lagningu há- spennulínu til Akureyrar, en staurarnir að þeirri línu eru nú komnir niður. Vörubílstjórnar hafa haft góða atvinnu vegna framkvæmdanna við Laxá. Á að verða lokið næsta haust. Þótt upphaflega hafi verið á- ætlað, að Lasárvirkjuninni verði lokið á þessu ári, þýkir nú sýnt, að hin nýja virkjun geti ekki tekið til starfa fyrr en næsta haust, eða jafnvel ekki fyrr en um áramótin 1952—’53. Veldur þetta auðvitað sárum vonbrigð- um meðal margra hér nyrðra, þar sem almenn þörf og hags- munir gera það enn nauðsyn- legra að hin nýja virkjun geti tekið til starfa sem fyrst og dreift rafmagninu frá Laxá um hinar víðlendu byggðir norðan- lands til aukinna þæginda og betri framleiðslumöguleika. H. G. —Mbl. 9. okt. — Ég kann ágætlega við nýju íbúðina mína, en nágrannarnir okkar geta bara heyrt allt, sem við segjum. — Ég kann ráð við því. Látið þið bara þykk veggtjöld á vegg- ina. — Já, en þá getum við ekki heyrt hvað nágrannarnir segja! ☆ — Eigið þér nokkur börn? spurði húsráðandinn, tilvonandi leigjanda sinn. — — Já, sex, en þau eru öll í kirkjugarðinum. — Þau eru betur geymd þar en hér, sagði húsráðandinn huggandi, og leigði manninum íbúðina. En einum klukkutíma seinna komu börnin heim úr kirkju- garðinum, þau höfðu verið send þangað til að leika sér. En þá var of seint fyrir húsráðandann að endurkalla samninginn, því hann hafði þegar verið undir- ritaður. M ESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk — MESSUR UM JÓLIN — 16. desember: Enskar messur kl. 11. árdegis og kl. 7 síðdegis (Pre-Christmas Services). 23. des. (Þorláksmessudag): íslenzk jólamessa kl. 7 síðd. 24. desember: Program Sunnudagaskóla og jólatré kl. 8 síðd. Jóladaginn kl. 11 árd.: Ensk jólamessa. Allir boðnir velkomnir S. Ólafsson SöguSegf* afmæli Framhald af bls. 7 Nokkrar afmæliskveðjur iil norrænudeildar Ríkisháskólans í N. Dakoia. Reykjavík, 27. nóvember 1951 University of North Dakota, Department of Scandinavian Languages and Litterature, Grand Forks, N. Dak. Kveðjur og árnaðaróskir á sextugsafmæli deildarinnar. F orsæiisr áðherra ☆ Reykjavík, 27. nóvember 1951 Prófessor Richard Beck, University of North Dakota, Grand Forks, N. Dak. Háskóli íslands samfagnar þér á 60 ára afmæli deildar þinnar, er þú hefir veitt forstöðu með mikilli prýði 22 ár. Alexander Jóhannesson rektor. ☆ Kaupmannahöfn, 28. nóvember 1951 Scandinavian Department, University, Grand Forks, N. Dak. Congratulations and thanks for excellent work in Icelandic studies. Sigurður Nardal ☆ Stokkhólmi, 27. nóvember 1951 Department Scandinavian Languages and Litterature, University Nort Dakota, Grand Forks, N. Dak. Congratulations a n d b e s t wishes to your sixty years jubilee. Every Icelander is thankful for your department’s work for Icelandic language and literature in past. Helgi P. Briem, Icelandic Envoy ☆ Winnipeg, 28. nóvember 1951 Dr. Richard Beck, University of North Dakota, Grand Forks, N. Dak. Megi það verða fyrsta verk íslenzkudeildar Manitobaháskóla að senda norrænudeild Háskól- ans í Norður Dakota heillaóskir á þessu merka afmæli. Jafnframt sendi ég yður beztu kveðjur mínar og vona, að með deildum þessum megi senn takast sam- vinna til eflingar norrænni menningu beggja vegna landa- mæranna. Finnbogi Guðmundsson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.