Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951 7 Fró San Frapcisco, Cal 1. desember, 1951 Kæri ritstjóri: JÓN GÍSLASON fyrv. þingmaður í Minnesota. átlræður 6. desember Væri bærinn „Stórhóll“ heima á íslandi, yrði gestkvæmt þar á fimtudaginn. Bóndinn Jón Gíslason er áttræður 6. desem- ber. Sonur Björns Gíslasonar Dannebrogsmanns á Hauksstöð- um í Vopnafirði. Jón hefir átt heima á Stórhóli, sjö mílur fyrir norðaustan Minneota í Minne- sota, í 73 af þeim 80 árum, sem honum hefir endst aldurinn að þessu. Þau hjónin, Björn og Aðalbjörg, settust þar að árið 1879, *mýkomin frá íslandi með fjölskyldu sinni, er Björn keypti jörðina af Eiríki Bergmann, föð- ur Hjálmars heitins dómara, um leið og Bermanns fjölskyld- an flutti frá Minnesota til Dakota-byggðarinnar. Þrátt fyrir það að Jón bóndi hafi aldre i átt heima annars staðar en á Hauksstöðum í Vopnafirði og a Stórhóli í Min- neota-byggðinni, h e f i r hann komið víða við. Sjálf-menntaður eins og íslenzkir bændur frá fornu fari, hefir hann gegnt ótal trúnaðarstörfum—helzta þeirra. þingmennsku. Hann var þing- maður Lyon county kjördæmis í neðri deild Minnesota þings í átta ár — kosinn og endurkos- inn, stundum gagnsóknarlaust, í fjögur kjörtímabil, þangað til hann kaus sjálfur að hætta því starfi, og var hann áhrifamikill þingamður frá byrjun. Þar að auki hefir Jón verið leiðandi maður í sveitamálum, sérstak- lega í víðtæku samstarfi bænda á mörgum sviðum. Var hann seinni árin ein aðal driffjöðrin í því að koma Rural Electrifica- tion Association félögum á stað meðal bænda í Minnesota, til þess að koma raforku heim á bóndabæi sem víðast. Haustið 1895 gekk Jón að eiga Lukku Edwards, ættuð úr Beru- firðinum. Er sonur þeirra, Julian, ógiftur, he'ima með þeim á Stór- hóli, einn af níu núlifandi börn- um. Áttu þau ellefu, misstu son í slysi, kornungan, og Harald, elzta barn þeirra, nærri fimtug- ann, en hann dó fyrir nokkrum árum. Hin börnin eru: Byron; Sesselja (gift Elmer Furgeson); William; Frank; John; Joseph; Aðalbjörg (gift Friðrik Guð- mundssyni) og George. Eru 25 barnabörn alls, og 5 barnabarna- börn. í þessum enskumælandi heimi hér vestan hafs hefir borið minna og minna á því sem alíslenzkt er, núna síðari árin. Samt hefir Jón ekki gleymt íslenzkunni. Satt að segja er hin frábæra minnisgáfa sem hann öðlaðist líklega eitt sérstæðasta einkenni Jóns. Það er ekki eingöngu það, að hann kunni utanbókar flest- alt sem Kristján Fjallaskáld orti — sveitungi Björns, föður Jóns, þegar Björn var bóndi á Grímsstöðum. Ekki er það held- ur það að Jón geti farið með þýðingu Einars Ben. á „Hrafn- inum“ eftir Poe, og borið ljóð- línurnar saman eina og eina í senn, á frummálinu og á ís- lenzku. Það sem er ennþá meira aðdáunarvert hjá Jóni er hve glöggt hann man tölur, söguat- riði, og ótal margt annað, mis- munandi fróðlegt. Jón fór aldrei „menntaveg- inn“. Hann giftist ungur, var heima hjá foreldrum sínum á gamla bænum, styrkti bræður sína, Björn heitinn lögfræðing, Halldór heitinn prófessor og Árna dómara, við háskólanám þeirra — en menntaður maður í orðsins fyllstu merkingu er Jón samt. Kunnugir menn segja, að hann sé, af þeim bræðrunum, langlíkastur bændaskörungnum, Birni föður sínum, í fasi, fram- komu og að eðlisfari. Gunnar Björnsson, einkavinur Jóns frá bernsku, segir oft í gríni að það, sem hann hafi mest dáð af öll- um afrekum Jóns um árin væri það, að sjá hann stökkva jafn- fætis, án stuðnings, yfir þriggja- strengja gaddavírsgirðíngu. — Fjörugur er hann enn — í hreyf- ingum, í anda, og í samræðum. Vinir víða í vesturálfu óska honum innilega til hamingju með áttræðisafmælið. V. B. Nemandi: — Mér finnst nú prófessor, að ég eigi ekki skilið að fá núll í þessum greinum? Prófessorinn: — Nei, það finnst mér ekki heldur, en það er nú einu sinni svona, að núll er lægsta einkunn, sem gefin er í þessum skóla, við því verður ekkert gert! O k k u r undirrituðum þætti vænt um ef þú vildir ljá eftir- farandi línum og kvæðinu, sem þeim er samfara, rúm í þínu vinsæla blaði: Þann 25. ágúst síðastliðinn, áttum við hjónin 40 ára gifting- arafmæli, og í tilefni af því, sendi hr. H. E. Magnússon, sem heima á í Seattle, okkur með flugpósti ljómandi fallegt kvæði; það hefir dregist, að senda blað- inu kvæðið, og biðjum við hann hér með afsökunar á því. Hinn 10. nóvember s.l. vorum við í samsæti hjá Mr. og Mrs. Ólafur Johnson að 120 Maddon Street hér í borg; var þar sam- an kominn mannfjöldi til að fagna hinum góðkunna blaða- manni, hr. Vigfúsi Guðmunds- •f -f syni frá íslandi, sem nú er á ferðalagi umhverfis hnöttinn; hann fræddj okkur mikið um nútíma ísland, og hefir nú sent Tímanum fyrstu ferðapistlana, sem verða myndi mörgum til ánægju ef þeir yrði endurprent- aðir í Lögbergi. Hér í San Francisco og grend ríkir yfirleitt almenn vellíðan, og' risavaxnar framfarir í flest- um greinum. íslendingar eiga í þessu drjúgan þátt, svo sem þeir Stonesonbræður, sem hafa svo hundruðum skiptir stórbygging- ar í smíðum, Oddsted og Finns- son, Thorarinsson og okkar góði vinur Ólafur Johnson, byggir heilan bæ austan við fjörðinn (San Francisco Bay). Með þakklæti til þín og Lög- bergs. Guðjón og Ólafía Brown -f -f Sögulegt afmæli Hátíðarsamkoma sú, er Ríkis- háskólinn í Norður Dakota efndi til þ. 29. nóvember, í tilefni af 60 ára afmæli norrænudeildar hans, þótti um allt hin virðu- legastaa, og var vel sótt af kenn- urum háskólans og stúdentum. Hátíðarræðuna hált áðalræðis maður Noregs í Minneapolis, Thorgeir Siqveland. Eftir að hafa rakið starfssögu deildar- innar í megindráttum og vottað henni virðingu og þökk sína n o r s k u r ríkisstjórarinnar og n o r s k r a menningarstofnana, ræddi ræðumaður um Norður- lönd almennt, menningu þeirra og félagslega samvinnu, og um gildi framhaldandi varðveizlu norræna menningarerfða vestan hafs öllum aðiljum til gagnsemd ar. Var hinn bezti rómur gerður að ræðunni. í fjarveru dr. John G. West háskólaforseta hafði dr. R. B. Witmer, yfirmaður deilda há- skólans í vísindum, bókmennt- um og listum, samkomustjórn með höndum, en dr. Richard Beck, forseti deildarinnar, kynn ti ræðumannin. Ágætur söngur var einnig á skemmtiskránni. Hlýjar kveðjur og heillaóskir bárust norrænu delidinni víðs- vegur að á þessum tímamótum í sögu hennar. Meðal annars langt og lofsamlegt bréf undir- ritað sameiginlega af ríkisstjór- anum í Norður Dakota, herra Norman Brunsdale; hæstaréttar- dómurunum P. O. Sathre, Guð- mundi Grímson, og A. M. Christ- ianson; Nels Johnson, fyrrv. dómsmálaraðherra; M. F. Peter- son, f r æ ðs 1 u málastjóra al- mennra skóla; og Albert F. Arna son, f r æ ð s 1 u málastjóra aðri skófa. Símkveðju komu frá herra Steingrími Steinþórssyni, for- sætisráðherra íslands; dr. Alex- ander Jóhannessyni, rektor Há- skóla íslands; dr. Sigurði Nor- dal, sendiherra Islands í Kaup- mannahofn; dr. Helga P. Briem, sendiherra Islands 1 Stokkhólmi; og þessum fulltrúum Islands vestan hafs: Hannes Kjartans- s y n i, aðalræðismanni, N e w York; dr. Árna Helgasyni, ræð- ismanni, Chicago; G. L. Jóhann- son, ræðismanni, Winnipeg; og í lileíni af 40 ára giflingarafmæli Mr. og Mrs. Guðjóns og Ólafíu Brown 25. ágúst 1951 —☆— VINAMINNI (Lag: Hvað er svo glatt) Ég kem í anda vinir langar leiðir, en lít til baka yfir farinn veg, og það er margt, sem götu mína greiðir, því gleði stunda minnig yndisleg, nú rís sem fögur morgunsól úr sænum, og sveipast geisla, er hverfur aldrei sjón, því margir gengu glaðir heim að bænum í gestaboði ykkar, kæru hjón. t Og það mun ávalt yndi hverjum manni, að eyða stund í góðra vina hóp, því næstur almættinu er góður granni, sem gefur ráð og ótal meinabót, ✓ þá stormar lífs og öldur fleyið fylla, og flestar vonir kastast yfir borð, þá er það víst, þau öfl, sem storminn stilla er staðfast traust og hjartnæm vinar orð. Hjá ykkur prýði setti svip á staðinn, og svo var þetta ljúfa viðmóts þel, og borðin altaf veizluvistum hlaðin, og vaktað svo að öllum liði vel, nú stendur hér á verði vinaskari með von og heillaóskir þennan dag * og þó að árin fjörutíu fari skal framtíð blessa og vernda ykkar hag. Seattle, Wash., 22. ágúst 1951 H. E. M. Birni Björnson, vararæðis- manni, Minneapolis. Frá Noregi bárust símkveðjur frá forseta Stórþingsins; kirkju- og kennslumálaráðherra Noregs; háskólanum í Osló; Jóhan Falk- berget rithöfundi; dr. Francis Bull, prófessor í norskum bók- menntum við Osló háskóla; dr. Torstein Höverstad, norskum menningarfrömuði; og frá mörg um norskum menningarfélög- um, meðal þ e i r r a Norsk-ís- erne, sendiherra Noregs í Wash- ur frá dr. Wilhelm Morgensti- lenzka félaginu í Osló. Ennfram íngton; Carl T. Kummen, ræðis- manni í Winnipeg, og A. I. Johnson, vararæðismanni, Far- go, N. Dakota. Aðalræðismaður Svía í Minneapolis, C. F. Hell- ström, sendi einnig kveðju, sem og ræðismaður Dana þar í borg, Andrew N. Johnson. — Dr. C. J. Hambro, fyrrv. stórþingsforseti sendi símkveðju frá París, þar sem hann situr þing Sameinuðu þjóðanna. Valdimar Björnsson, fjármála ráðherra í Minnesota, sendi faguryrta bréflega kveðju í eigin nafni og ríkis síns; enn- fremur dr. Henry Goddard Leach, New York, fyrrv. forseti menningarfélagsins The Ameri- can-Scandinavian Foundation; dr. Watson Kirkconnell, forseti Acadia University, Wolfville, Nova Scotia; prófessor Sverre Aarestad, University of Wash- ington, Seattle, forseti fræðafé- lagsins The Society for the Ad- vancement of Scandinavian Study; E. B. Hauke, Minneapolis; forseti Sambands þjóðræknis- félaga Norðmanna (Supreme Lodge, Sons of Norway); pró- fessor J. Jörgen Thompson, St. Olaf College, Northfield, Minn., ritari Sögufélagsins norsk-ame- ríska; dr. Nils G. Sahlin, fram- kvæmdastjóri The American- Swedish Institute, Minneapolis; og dr. O. Myking Mehus, forseti Skandinaviska klúbbsins í Kansas City, Missouri. Eftirfarandi háskólakennarar í norrænum og germönskum fræðum vestan hafs sendu einn- ig árnaðaróskir og þakkir fyrir unnin störf: prófessor Finnbogi Guðmundsson, University of Manitoba; prófessor Francis P. Magoun, Harvard University; prófessor A. B. Benson, Yale University; prófessor G ö s t a Franzen, University of Chicago; dr. Theodore C. Blegen, Uni- versity og Minnesota; prófessor Joseph Alexis, University of Nebraska; prófessor E i n a r Haugen og dr. Bryn J. Hovde, University of Wisconsin; pró- fessor Lee M. Hollander, Uni- versity of Texas; prófessor Walter W. Gustafson, Upsala College, East Orange, New Jersey; og prófessor J. A. Holvik, Concordia College, Moorhead, Minn. Fóru ofantaldar kveðjur mikl- um viðurkenningarorðum um starfsemi deildarinnar og um fræðimannleg og félagsleg störf núverandi forseta hennar. A f m æ 1 i s deildarinnar var einnig sérstaklega minnst í út- varpi háskólans, og hefir víða verið getið í blöðum vestan hafs. Meðal annars flutti viku- blaðið „D e c o r a h P o s t e n“ (Decorah, Iowa), útbreiddasta blað Norðmanna í Vesturheimi, einkar vinsamlega ritstjórnar* grein um deildina. 1 sambandi við afmælið efndi háskólabókasafnið til sýninga? á úrvali úr bókmenntum Norður landanna allra, að Islandi með- töldu, og á ritum um Norður- lönd og Island. Skipaði þar önd- vegi forkunnar fögur skrautút- gáfa af „Heimskringlu" Snorra Sturlusonar í norskri þýðingu, er ríkiserfingjahjónin norsku gáfu háskólanum, er þau heim- sóttu hann í vesturför sinni sum- arið 1939. Hefir sýning þessi vakið talsverða athygli. Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.