Lögberg - 24.01.1952, Side 5

Lögberg - 24.01.1952, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 5 wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww AmeAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HÆKKANDI STJARNA Eileen Christy Framþróunin er avöxtur andlegs frelsis í Lögbergi síðastliðið ár birt- ist grein eftir Skúla G. Bjarna- son um hinn glæsilega listaferil þessarar ungu konu. Hún hefir ekki einungis getið sér mikinn orðstír sem söngkona, hún hefir einnig lagt fyrir sig leiklist. Ár- ið 1950 vann hún fyrstu verð- laun í Atwater Kent söngsam- kepninni sem bezta söngkona ársins, og sá mikli sigur varð til þess, að M. G. M. kvikmynda- félagið í Culver City réði hana í sína þjónustu og hefir hún nú leikið í fjórum kvikmyndum. Við opnun Hollywood Bowl síðastliðið sumar söng hún „Die Fledermans“ í gerfi Adele þjón- ustustúlku. Þá skrifaði frétta- ritari Los Angeles Times: „Eileen Christy leikkona var eitt af því óvænta þetta kveld í gerfi Adele þjónustustúlkunn- ar; hún hefir alt það til að bera, sem getur prýtt eina mannlega veru. Hún söng svo dásamlega, að það hljómar ennþá í eyrunum á mér“. — Nú hefir Eileen Christie unn- ið stórsigur enn. Hún var ráðin í forföllum annarar leikkonu til þess að annast um hálftíma skemtiskrá yfir N. B. C. Western Radio Network, sem heyrist á sunnudagskveldum í 11 ríkjum Vesturlandsins og nær til mil- jóna hlustenda. Fréttaritari frá San Francisco Chronicle segir frá þessu í blaði sínu 9. þessa mánaðar: „Eileen Christie, kunn í San Francisco sem Christopherson, varð útvarpsstjarna á einu kveldi þegar hún kom fram síð- astliðinn sunnudag í nýrri hálf- tíma útvarps-skemtiskrá á K. N. B. C. kl. 8 e. h., sem nefnist Eileen Chrislie and Company". „Hún hefir einnig Robert Armbruster hljómsveitina og gestkomandi söngfólk á skemti- skránni. Hún kynnir alla þátt- takendur sjálf og gerir það með ágætum“. Ennfremur skrifar fréttaritarinn, Terrence O’FIah- erty: „Málrómur Eileenar er einn af þeim yndislegustu, sem heyrast yfir útvarpið og nær hámarki fullkomnunar. Hún mælir á hina tiginbornu ensku tungu eins og drotning. Mörg hundruð af því fólki, sem er hátt sett á útvarps- skránum gæti mikið lært með því að hlusta á hana“. Ennfrem- ur segir hann: “Her singing is a refreshing xelief from the professional meowings of the microphone ladies whom the disc jockeys seem to love so fervently. If M.G.M. can porish an already talented young singer into such a remarkable performer, then I’m ready to include Louis B. Mayer’s Culver City on my list of suitable finishing schools for young lodies with ambition.” — Eileen Christie er af styrkum íslenzkum stofni; faðir hennar, Kjartan Christophersson, fast- eignasali í San Francisco, er son- ur hins merka landnámsmanns Sigurðar Kristóferssonar, föður Argylebyggðar, og konu hans, Caroline Taylor Kristófersson, sem einnig kom mikið við sögu Vestur-lslendinga, eins og skýrt var frá í grein um hana í þessum dálkum síðastliðið ár. Móðir Eileenar, G u ð r ú n Stoneson Christopherson píanókennari, er systir þeirra Stoneson-bræðra, sem nafnkunnir eru sem bygg- ingameistarar í San Fransisco. i Eileen er fædd í Baldur, Manitoba. ☆ IÐJUSEMIN HELDUR MÖNNUM UNGUM 1 haust var haldinn almennur læknafundur i St. Louis. — Þar komu saman 800 læknar víðs- vegar að úr heiminum, til að ræða hvernig aldrað fólk eigi að forðast ellihrumleika. Þýzkur læknir, Otto Vogt, að nafni, flutti þar fyrirlestur, er vakti athygli fundarmanna. Hann kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakirnar til þess að kvenfólk yrði langlíf- ana en karlmenn væru þær, að konurnar hefðu meiri hreyf- ingu þegar þær eltust, en karl- mennirnir, meðan þær gegndu innanhússstörfum. — Þessi dag- lega hreyfing héldi heilsu þeirra við, bæði andlega og líkamlega. En karlmönnunum hættir til að staðnæmast í hægindastólnum, og eyða þar aldri sínum, í full- komnu aðgerðarleysi. Þetta er aðalhættan, sem vofir yfir mönnum, sem hætta dagleg- um störfum, og komast á eftir- laun. í hægindastólnum verða þeir andlegir og líkamlegir aum- ingjar fyrir aldur fram. Ef menn halda áfram að sinna daglegum störfum, meðan heils- an endist, og velja sér atvinnu, sem er við þeirra hæfi, endast þeir mun betur en hinir, sem lenda í iðjuleysi, og geta notið lífsins mun lengur en ella, og gert bæði sjálfum sér og öðrum gagn og gleði. Hollráðið, sem hinn þýzki vís- indamaður gefur gamla fólkinu er: Forðist iðjuleysið, sneiðið hjá hægindastólnum meðan þess er nokkur kostur. ☆ BOX 10, GIMLI, MAN. 18. 'janúar 1952 Kæra Mrs. Jónsson: Þökk fyrir góðvild þína til okkar að taka á móti fréttum frá okkur í blað þitt og enn bið ég þig að gjöra svo vel og birta stutt bréf frá Betel. Við fengum indælar heim- sóknir eftir jólin. Á gamlárs- cvöld kom lúterski söngflokkur- inn og skemti okkur alt kveldið með söng og var það indælt. Guð blessi og efli söngflokkinn Guði til dýrðar og öðrum til blessunar. Fyrir hádegi á nýársdag hafði séra Haraldur Sigmar, préstur- inn okkar, guðsþjónustu og var indælt að hlusta á hann eins og ævinlega. Klukkan þrjú kom hann svo aftur með Mr. og Mrs. Óla Kárdal tenórsöngvara og urðum við glöð að sjá þau. Við vissum, að þau mundu gefa okk- ur glaða stund og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Óli söng marga íslenzka söngva og Mrs. Kárdal spilaði á hljóðfærið. — Bæði sögðu þau nokkur hlý orð til okkar og svo gáfu þau heim- ilinu set of records, sem hann hafði sjálfur sungið inn á. Þetta var allt svo indælt. Guð blessi þau fyrir kærleikann, sem þau sýndu okkur með heimsókn sinni til okkar. Á Þrettándanum eftir hádegi var skemtisamkoma fyrir okkur gamla fólkið, og stjórnaði henni Miss Nordal, því húsmóðirin var ekki viðstödd, og fórst henni það snildarlega, eins og henni er lagið. Við höfðum leyfi til að tala eða lesa upp kvæði eða sög- ur. Það voru fáir sem tóku þátt í því, tvær konur og tveir menn lásu upp kvæði og ein kona tal- aði nokkur orð. Svo var sungið mikið, allir eins vel og þeir gátu og Anna Nordal spilaði á hljóð- færið. Síðast sungu tvær ungar stúlkur og fórst ljómandi vel. Allt þetta var gjört til að gleðja okkur, þreyttu börnin, og biðj- um við Guð að blessa alla, sem gera okkur síðustu stundirnar bjartar og hlýjar. Það er mín bæn í Jesú nafni. • 16. janúar 1952 Steinunn Valgarðson FréH'abréf . . . Framhald af bls. 4 hendina og læt ég það nú fylgja þessum línum með leyfi höfund- ar. Það er í sögur færandi og einsdæmi að gangnamenn, sem hittast upp á reginfjöllum, verði aldavinir og skiptist á stórum veizluboðum eins og Vatnsdæl- ingar og Reykdælingar hafa gert á síðustu árum. Stærsta hófið af því tagi héldu Vatnsdælingar síðastliðið vor. Um áttatíu manns úr Hálsasveit og Reykholtsdal fóru í einum flota norður og átti allur sá hópur sömu risnu að mæta og við vorum áður bún- ir að reyna. Töldu þeir, sem í þessari för voru, að á betri skemtun yrði ekki kosið, því allt brosti við okkur, jafnt bændur, býli og skemmtistaðirnir. Það væri nóg efni í langan og skemmtilegan þátt að lýsa öllu, sem bar fyrir augu og eyru þess- ara Borgfirðinga, sem Vatns- dælingar báru þannig á höndum sér. — En þessar línur skrifa ég fremur af vilja en getu, því að sjón mín er orðin svo döpur, að ég verð að láta hér staðar num- ið þó flest sé ósagt, sem ykkur fýsir helzt að frétta. Að síðustu óska ég ykkur gleðilegra jóla og gæfu og gengis um ókomin ár. Með einlægri vinarþökk og kveðju til allra minna kæru vina vestan hafsins. Verið þið allir blessaðir og sælir. Ykkar einlægur vinur, Kristleifur Þorsteinsson Elstu leifar MENNINGAR hér á jörð finnum vér hjá Cro-Magnon þjóðflokknum, sem bjó í Frakklandi og norðurhluta Spánar. Fyrir tugþúsundum ára höfðu forfeður hans komist upp á að gera axir og örvarodda úr steini. Það er erfitt að segja hvenær þetta hefir skeð. Sumir rithöfundar ætla, að hin svo- nefnda Chellean-menning, sem geymir elztu sannanir um hug- vit mannsins, muni vera 600.000 ára gömul. Aðrir halda því fram að hún sé ekki eldri en 40— 50,000 ára, en það er mjög vafa- samt. í gömlum jarðlögum hafa fundizt steinflísar, sem menn greinir á um hvort muni vera þannig frá náttúrunnar hendi, eða hvort handaverk manna sé á þeim. En löngu áður en þetta skeði, líklega fyrir miljón árum (eftir því sem Osborn segir) hef- ir sennilega verið mjög frum- stæð menning hjá Ipswick í Eng- landi, og því hefir veríð haldið fram, að maðurinn hafi verið kominn fram á sjónarsviðið, þegar á tertier-tímabilinu (Plio- cene og Miocene). En þetta er enn svo um deilt að ekki skal dvalist við það. Allir virðast þó sammála um það, að forfeður Cro-Magnon þjóðflokksins hafi verið uppi fyrir 30 þúsundum ára og ætti þá hin elztu menningarmerki Cro-Magnon að vera um 20.000 ára gömul(?) Þessir Cro-Magnon voru stór- ir menn, sex fet og þrír þuml- ungar að meðaltali. Þeir, sem bjuggu suður við Miðjarðarhaf voru sex fet og 5 þumlungar á hæð. Þeir voru með hátt enni, breiðleitir, með beint nef og kinnbeinaháir. Heilabú þeirra var stærra en hjá okkur. Þetta voru glæsilegir menn. Og þeir voru listamenn. Málverkin, sem þeir hafa'skreytt hella með, eru mörg aðdáanleg. Höggmyndir þeirra og útskurður í bein og fílabein er mjög eðlilegt. Vopn sín og verkfæri skreyttu þeir mjög og þeir hafa farið hugvit- samlega og smekklega með gim- steina og annað skraut. Menning þeirra mun hafa náð hámarki sínu fyrir hér um bil 12000 ára. Hin gagnslausu handaverk þeirra (með orðinu gagnslaus er átt við þau verk, sem ekki mið- uðu beint að því að verja líf sitt eða viðhalda því) tákna merki- legustu tímamótin í sögu mann- kynsins. Þau eru sönnun fyrir sókn mannsandans til framþró- unar. Þau eru sönnun fyrir því, að maðurinn er að hefja sig upp yfir dýrin. Hin frumstæðu „gagnslausu" handverk mann- anna eru öllu öðru þýðingar- meiri. í þeim liggur neisti hug- sjónanna, andans, neisti siðgæð- is, heimspeki og vísinda. Fram að þessu hafði driffjöð- ur mannanna verið sú, að við- halda lífinu og kynstofninum, en nú er sú hvöt sett hinni skör lægra, og er upp frá þessu aðeins til þess að þjóna hinni æðri hvöt. Ef vér þyrftum nokkra sönnun fyrir þeim raunverulega mismun, sem er á mönnum og skepnum, þá er þar talandi dæmi þessi óskiljanlega og ó- fyrirséða vakning til „gagns- lausra“ athafna. Ekkert sambæri legt hefir nokkru sinni skeð á þúsundum miljóna ára. Þetta er frelsið. Hin nýja vera, maðurinn, hefir skipt um húsbónda. Hann er laus undan oki efnisheimsins. Fagrar þrár og hugsjónir fæðast í sál hans og hann getur sjálfur gert þær að veruleika með höndum sín- um. Honum nægir ekki lengur það eitt að fylla munn og maga. Hann horfir á heinjinn eins og áður, en nú með opnum augum. Hann hugsar, hann líkir eftir, hann uppgötvar, hann lærir. Fegurðartilfinningin er vöknuð hjá honum. Hann skreytir sig, velur liti og setur þá saman af smekkvísi. Vopn hans og áhöld verða að vera meira en blátt á- fram grípir. Þessir gripir verða að vera fagrir. Hann fágar þá og skreytir. Og þeir verða þá ímynd hins tvöfalda tilgangs til- verunnar: að viðhalda kynstofn- inum og stuðla að sannri fram- þróun hans í hugsjónaheimi mannsins. Fegurðartilfinningin, sem brátt kemst á hátt stig, er fyrsta dæmið um vakning menn- ingar, hinn raunverulegi grund- völlur skýrrar hugsunar. Fegurð artilfinningin er upphaf gáfn- anna, líkinganna, ritlistar og alls þess, sem var skilyrði fyrir framþróun. Maðurinn veiðir. Hann býr til gildrur til að veiða villudýr. Hann skapar töfra í sambandi við það, ósýnilegan, ímyndaðan heim, þar sem töframennirnir ráða og þeir verða ráðgjafar og leiðtogar fólksins. Allt þetta sést á myndunum í frönsku hellun- um. En þó er það fyr að vér verð- um að leita hinna fyrstu „gagns- lausu“ athafna er benda til hug- myndar um annan heim og ann- að líf. Það er í greftrunarsiðun- um. Þar sjáum vér að óskir og þarfir hinna framliðnu hafa verið sömu og hinna lifandi. Þess vegna verða þeir, sem lifa að hjálpa þeim og láta þá fá alla þá gripi, sem þeir kunna að þurfa að nota þegar þeir vakna. Þar kemur þegar fram ósk mannsins um að lifa áfram. Þarna er upphafið að þeim greftrunarsiðum er fyrst bygð- ust á hjátrú, en síðar á trúar- brögðum. Töframaðurinn hjá Cro-Magn- on mönnum var einnig læknir. Hans var vitjað í hvert skipti sem einhver veiktist eða var að dauða kominn. Það var þýðing- armikil staða, og hann naut mik- ils álits. Hugmyndin um ódauðleika, um hin góðu veiðilönd annars heims — sem enn er uppi á vor- um dögum — hefir sennilega komið upp hjá Neanderthals manninum. Þessi hugmynd, sem er svo þýðingarmikil vegna þess að henni skýtur upp alls staðar í heiminum, hefir náð fram- þróun. Hjá sumum helst hún enn svo að segja óbreytt, en aðrir hafa umskapað hana og breytt henni, svo að úr henni hafa skapast kennisetningar og heimspekilegar hugmyndir. Nú var hlutverk einstaklings- ins komið á nýtt stig. Töfra- maðurinn, listamaðurinn, mál- arinn og myndhöggvarinn, voru gæddir æðri gáfum en fjöldinn. Þeir juku hæfileika sína og miðl- uðu öðrum af þeim. Þeir völdu sér lærisveina meðal hinna bezt gefnu, og lögðu þannig grund- völlinn að menningunni, án þess að vita það. Þessir menn voru frumherjar menningarinnar, en fjöldinn hugsaði um það að veiða, skemta sér, berjast og auka kyn sitt. En fyrir það fengu andans mennirnir nýja læri- sveina er báru framþróunina lengra. Þetta sýnir oss að öll framþróun mannkynsins er að þakka andlegu atgjörfi einstakl- inga. Þetta er svo enn í dag, eða ætti að vera. II. Siðgæðishugsjónir manna eru mjög gamlar, en þær hafa senni- lega ekki verið víðfeðma í byrj- un, og félagslegar reglur hafa engar verið meðan ekkert þjóð- skipulag var til. Sennilegt er að fyrstu lög mannsins hafi verið þau að banna að deyða mann og banna að stela. En þegar ætt- bálkurinn kom í stað fjölskyld- unnar, þegar „blóðhefndinni“ var breytt í „refsingu“ með öðr- um orðum, þegar fast þjóðskipu- lag var myndað og lög sett, virð- ast siðgæðishugsjónirnar hafa tekið miklum framförum. Fyrir sex þúsundum ára voru þær komnar á svo hátt stig, að þær liafa varla breyst til batnaðar síðan. Að vísu höfum vér aðeins eitt dæmi þessu til sönnunar, en það er frá Egyptalandi. Má vera að það eigi einnig við um Kína. En eina handbæra sönnunin, sem vér höfum, er önnur elzta bók heimsins, leiðbeiningar Ptah- Hotep, ritaðar handa egypskum' prinsum fyrir 5300 árum. Vér skulum hér aðeins drepa á tvö atriði í þeirri bók, er sína vizku höfundar. Annað þeirra er ávarp til húsbóndans, höfuðs heimilis- ins: „Ef þú ert hygginn, þá muntu sjá vel um heimili þitt. Þú munt gera alt konu þinni til geðs, þú munt fæða hana og klæða, og þú munt hjúkra henni, ef hún veik- ist. Fyltu hjarta hennar gleði alla ævi og vertu aldrei strang- ur . . . . Vertu góður við hjú þín eftir því sem 1 þínu valdi stend- ur. Friður og gleði er ekki á því heimili, þar sem hjúin eru ó- ánægð . . . .“ Á hinum staðnum ávarpar hann konungsson: „Ef þú girn- ist völd, þá reyndu að vera full- kominn maður. Er þú situr á ráð- stefnu þá minstu þess að þögn er betri en óþarfa skrif . . . .“ Nú eru rúmlega fimm þúsund- ir ára síðan hinn vitri maður gaf þessar ráðleggingar. En hvað verður langt þangað til að menn fara eftir þeim? Þessi tvö dæmi sýna það ljóst, að oss hefir ekki farið mikið fram, en þau birta líka siðgæðis- kenningar, sem svipar til slíkra kenninga nú á tímum. Vér verð- um því að telja að fyrstu sið- gæðishugmyndirnar hafi komið upp löngu áður en þetta var skráð. Þær höfðu gengið í arf. Aldrei hefir komið fram fuU- komin skilgreining á hinu góða og hinu illa, þótt menn hafi gert greinarmun á þessu tvennu frá upphafi vega. Og þetta hefir komið upp þegar frjáls hugsun skapaðist. Trúarbrögðin hafa táknað hið góða með einum eða fleiri guðum, og hið illa með ein- um eða fleiri djöflum. Hið góða var umbun, gleðilegt framhalds- líf. Hið illa hefði sinn dóm með það var líka Henri Bergson, mesti heimspekingur Frakka. Lærðir menn, sem eiga því láni að fagna að eiga meðfæddar gáfur, og hefir hlotnast það hlut- skipti að fræða og leiðbeina, verða að gera sér grein fyrir því hve þung ábyrgð hvílir á þeim. Framhald á bls. 7 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WlNNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.