Lögberg - 24.01.1952, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952
LANGT f BURTU
frá
Heimsku Mannanna
Efiir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
Eftirtektarsamur maður hefði getað séð,
jafnvel við hina þverrandi birtu stjarnanna,
að partur af þessari hæð, sem vanalega hefði
verið kölluð eyðibrekka, hafði verið undirbúin
undir áform Oaks bónda. Skýli með nokkru
millibili höfðu verið reist með stráþaki hér og
þar og á meðal þeirra höfðust ærnar við. Hljóm-
ur jfárbjallnanna, sem hafði verið þögull í fjar-
veru hans, lét nú aftur til sín heyra; mjúkari
heldur en hvað hann var hreinn, sökum ullar-
innar sem hafði vaxið í kringum þær, og hélst
sá hljómur unz að Oak fór aftur frá fjárhópi
sínum. Hann fór aftur heim að kofanum, og
bar nýfætt lamb í fangi sér, sem að fæturnir
á voru eins stórir og á fullorðinni kind, en hinn
partur þess ekki meira en helmingsstærð á við
þá. Þennan litla lífsneista, lagði hann niður á
hey, sem var fyrir framan litla hitunarvél í kof-
anum, sem að kanna með volgri mjólk stóð á.
Oak slökkti á luktinni með því að blása á ljósið
og drap svo skarið á kveiknum með fingrunum,
en yfir bálknum, sem að hann svaf á, var kerta-
ljós, sem fest var á samansnúinn járnvír, er
festur var upp í þakið á kofanum. Rúmið var
frekar óþjált — nokkrir maispokar, sem fleygt
var niður á gólfið og huldu helminginn af gólf-
inu í koíanum, og á þessa poka lagði Oak sig
endiiangan, losaði trefilinn, sem að hann hafði
um hálsinn og lét aftur augun. Það leið ekki
lengri tími, en að tekið hefði þann, sem vinnu
var óvanur, að átta sig á, á hvorri hliðinni að
hann ætti að liggja, þangað til að Oak bóndi
var steinsofnaður.
Kofinn, eins og að hann leit nú út að innan,
var þægilegur og aðlaðandi; bjarminn frá eld-
inum í vélinni, þó að hann væri ekki víður um
sig. og frá kertaljósinu varpaði hlýrri birtu á
allt, sem að hann náði til og gaf því vingjarn-
legan svip, jafnvel verkfærunum. í horninu
stóð hjarðmannsstafur og á hillurnar með fram
annari hliðinni var raðað glösum og tinkössum
með meðulum og algengustu skurðverkfærum,
trepentíu, tjöru, magnesíu, engifer og caxer-
olíu. Á hornhillu var brauð, flesk og ostur, tin-
bolli til að drekka úr öl eða safa, sem var í
könnu, er stóð fyrir neðan hilluna. Á hillunni
hjá matnum lá flautan, sem Oks hafði verið
að leika á til að eyða tímanum. Kofinn var loft-
ræstur með tveim sívölum götum sitt á hvorri
hlið, sem að trélokur voru fyrir. Lambið, sem
hitinn hafði vermt, tók nú að jarma, og jarmur
þess smaug inn um hlustir Gabríels með auga-
bragðs hraða, eins og hljóð sem vonast er
eftir gjöra. Hann vaknaði af fasta svefni, eins
fljótt og hann hafði fallið í hann, leit á úr sitt
og sá að stóri vísirinn hafði færst aftur, setti
upp hattinn, tók lambið undir hendina og fór
með það út í myrkrið. Eftir að skilja lambið
eftir hjá móður sinni stansaði hann og leit til
lofts til þess að sjá hvað framorðið væri af
afstöðu stjarnanna.
Siríus og Aldebaran vissu beint á Sjö-
stjörnuna og báru beint við mið-suðurloftið og
á milli þeirra hékk Oríon með hinu glæsilega
kerfi sínu og lýsti aldrei fegurra en einmitt nú
þar sem að hann bar við brún landsins yzt í
sjóndeildarhringnum. Castor og Pollux blikuðu
stillilega við hádegisbauginn. Hinn óglöggi og
ófrjói reitur Pegasusar færðist smátt og smátt
til norð-vesturs; langt í burtu í sjóndeildar-
hringnum blikaði Vega eins og lampaljós í
gegnum lauflausa trjátoppana og stóll Casíó-
peisar stóð yfir efsta limi trjánna.
„Klukkan er eitt“, sagði Gabríel.
Oak hafði þráfaldlega fundið til fegurðar
þeirrar, er lífstarf það sem að hann hafði valið
sér, veitti honum; hann stóð kyrr eftir að hafa
litið á stjörnuskarann sér til leiðbeiningar og
dáðist að fegurð þeirra og því dásemdarverki,
sem þar blasti við honum. í svip virtist hann
hrifinn af hinni talandi einveru sem umkringdi
hann, eða öllu heldur af algjörðum skilnaði frá
öllum mannlegum verum. Mannlegar verur,
afskipti, erfiðleikar, gleði, eins og ekkert af
því væri til á þeim hluta jarðarinnar, sem að
hann var á. Hann gat ímyndað sér að þær allar
væru komnar sólarmegin.
Með þessar hugsanir í huga og augun föst
á fjarlægum stjörnum vaknaði Oak smátt og
smátt til þeirrar meðvitundar, að það sem að
hann hafði haldið að væri stjarna lágt á himni
og á bak við bújörð hans væri það aldeilis ekki,
heldur ljós, og það skammt frá honum. Að
vera aleinn um hánótt, þar sem æskilegt er að
um skelk í bringu; en það tekur miklu meira
á taugar manna að mæta því óvænt, þegar
mæta fólki og það er væntanlegt, skýtur mörg-
að menn hafa enga hugmynd um að fólk sé
eða geti verið á þeim stað, sem um er að ræða.
Oak fór í gegnum limagarðinn og kom út
úr skógarbelti áveðurs. Dökk þústa undir hæð
sannfærði hann um, að þar væri um býli að
ræða, sem að grafið væri inn í hæðina, svo að
afturendi þess væri jafnsléttur hæðinni, en með
tjörguðu timburþili að framan. í gegnum göt
og rifur á veggjum og þaki brutust ljósgeislar,
sem í sameiningu gerðu ljósglampa þann, sem
að vakti eftir tekt Oaks. Hann gekk upp á þak
býlisins að aftan og gat séð með því að horfa
inn um gat, sem var á þakinu, hvað inni var
í húsinu. Hann sá inni í kofanum tvær konur
og tvær kýr. Hjá kúnum stóð grjónahýði í
fötu, sem að rauk upp úr. Önnur konan var
meira en miðaldra, hin sýndist ung og tíguleg.
Hann gat ekki gert sér grein fyrir andlitsfallj
hennar, því að hún stóð beint undir, þar sem
að hann var uppi, svo að hann sá ekki nema
yfirborð hennar. Hún var berhöfðuð, en var í
kápu, sem hún hafði slegið yfir höfuð sér.
„Við skulum nú fara heim“, sagði sú eldri
og stakk höndunum á síður sér og leit í kring-
um sig. „Ég vona að Daisy hafi það nú af. Ég
hefi aldrei orðið hræddari á ævi minni, en ég sé
ekki eftir svefnleysinu, ef henni batnar“.
Unga konan, sem að sjáanlega var roðin
dauðsifjuð og átti bágt með að halda augunum
opnum geispaði án þess þó að opna varirnar
svo að á bæri, og Gabríel varð snertur af sam-
eiginlegri geispahneigð, og geispaði henni til
samlætis.
„Ég vildi að við værum nógu ríkar til að
borga manni til að gjöra þetta“, sagði unga
stúlkan.
„Við erum það nú ekki, og verðum því að
gjöra það sjálfar“, sagði sú eldri; „og þú verður
að hjálpa mér, ef að þú verður hér kyrr“.
„Jæja, ég er búin að tapa hattinum mín-
um“, sagði sú yngri. „Ég held, að hann haíi
fokið yfir limagarðinn. Að hugsa sér að ekki
sterkari vindur skyldi feykja honum“.
Kýrin, sem að stóð, var af hinu svokallaða
Devon-kyni, og var rauð á lit eins og að henni
hefði verið dýft ofan í sterkan rauðan lit, með
bak eins beint og slétt og alinmál. Hin var
dílótt, með gráum og hvítum dílum. Við hlið-
ina á henni sá Oak kálf, sem var hér um bil
eins dags gamall, sem horfði heimskulega á
konurnar, er sýndi að hann var ekki orðinn
vanur við undur sjónarinnar, því að hann leit
hvað eftir annað á skriðbyttuljósið og hélt að
það væri tunglið, því að meðfædd eðlishvöt
hafði enn ekki haft tíma til að leiðrétta hann,
né heldur dífsreynsla. Á milli ánna og kúnna
hafði Lucina haft nóg að annast á Norcombe-
hæðinni upp á síðkastið.
„Ég held að betra sé fyrir okkur að senda
eftir dálitlu af haframéli“, sagði eldri konan.
„Grjónahýðið er búið“.
„Já, frænka, ég skal fara eftir því undir
eins og að birtir“.
„Já, en það er enginn hliðarsöðull til“.
„Það gjörir ekkert til, ég get riðið í hinum“.
Eftir að Oaks heyrði þessar samræður varð
hann enn forvitnari um útlit stúlkunnar, en
þar sem að hann gat ekki séð hana sökum að-
stöðu sinnar og kápunnar, sem að hún hafði
yfir séry fór hann að gjöra sér hugmynd um
útlit hennar. Þó að við getum séð hlutina beint
og skýrt, þá litast þeir og myndast eftir dóm-
greindar vanmætti okkar sjálfra. Hefði Gabríel
getað séð framan í stúlkuna frá því í fyrstu,
þá hefði dómur hans um fríðleik hennar verið
eins og hugur hans hefði krafist að guðdómleg
gyðja sé, eða í huga hans væri. Hann hafði
fundið til tómleika í lífi sínu, sem að þrá hans
girntist að fylla á sem ánægjulegastan hátt, og
gaf sú aðstæða honum ótakmarkað svigrúm til
þess að fegra mynd hennar í huga sér.
Af einum af þessum dutlungafullu tilvilj-
unum, sem að náttúran, eins og önnum kafin
móðir, virðist taka sér tíma til — viðliti, svo að
börn hennar geti brosað, lét stúlkan kápuna
falla, svo að hárið dökkt og mikið féll um
herðar henni. Oak þekkti á augabragði að það
var sama stúlkan og hann hafði séð á gula
vagninum með spegilinn á meðal blómanna:
sögulega sama stúlkan, sem að skuldaði honum
tvö „penny“. Konurnar létu kálfinn hjá móður
sinni aftur, tóku upp luktina og fóru út og
ofan hæðina þangað til að ljósið var orðið að
örlitlum depli. Gabríel Oak fór aftur til kinda
sinna.
III. KAPÍTULI
Það fór að daga og dagurinn vakti nýjan
áhuga, aðeins fyrir það, sem fyrir kom nóttina
áður. Oak gekk aftur út í skóginn. Og eftir að
hafa verið þar með hugsanir sínar um stund,
heyrði hann hófatak neðan við hæðina, og
innan stundar sá hann brúnan fola með stúlku
á bakinu koma upp hæðina eftir götunni, er
lá upp að kofanum sem að kýrnar voru í. Það
var stúlkan, sem að hann sá kveldið áður.
Gabríel datt hatturinn undir eins í hug, sem
að hún hafði minst á að vindurinn hefði feykt
af sér og sem að hún var máske komin til að
leita að. Hann flýtti sér að gá að hattinum í
skurðinum með fram götunni og eftir að hafa
gengið með fram honum dálítinn spöl sá hann
hattinn. Hann tók hann upp Qg gekk svo heim ,
að kofa sínum og faldi sig þar, en hafði augun
á hestinum og stúlkunni, sem komu upp hæð-
ina. Hún kom úpp hæðina unz að hún var kom-
in beint á móti þar sem Gabríel var og leit í
kringum sig, og Gabríel var í þann veginn að
ganga í veg fyrir hana til að skila hattinum,
þegar að óvænt tiltæki kom honum til að fresta
því að sinni..
Gata, eftir að kom fram hjá kofanum, sem
kýrnar voru í, lá í gegnum skóginn, sem að-
eins mannaslóði lá í gegnum og lim trjánna
náði saman yfir honum svo sem sex til sjö fet
frá jörðu, og gjörði manni ómögulegt að ríða
uppréttum undir það. Stúlkan, sem að ekki var
í reiðfötum, leit í kringum sig eins og til þess
að ganga úr skugga um, að enginn sæji til
sín, lagðist svo á bakið á hestinum, þannig að
höfuðið lá á lend hestsins og fæturnir við herð-
ar hans, en augu hennar störðu upp í loftið.
Hún var svo fljót að setja sig í þessar stelling-
ar, að það skipti engum togum, og Gabríel gat
naumast fylgt hreyfingum hennar með augun-
um. Hesturinn sýndist vera alvanur slíkum
tiktúrum og hélt áfram. Þannig fór hún í gegn-
um skógargöngin. Stúlkan virtist kunna vel
við sig á baki hestsins hvar sem var, á milli
höfuðs og tagls, en þeirri afstöðu var lokið þeg-
ar hún var komin í gegnum skóginn og fór hún
þá að leita sér annarar og þægilegri afstöðu.
Hún hafði ekki hliðarsöðul, og það lá í augum
uppi,að um óhult sæti á hestinum gat ekki
verið að ræða í þeim stellingum. Hún rétti s_ig
upp teinrétt, leit í kringum sig og settist á
hestinn eins og þó að söðullinn hefði verið þar,
þó að slíks hefði naumast verið að vænta af
konu, og hesturinn þaut á stað í áttina til
Tewell-myllunnar.
Oak þótti gaman að þessu, þó að hann
furðaði sig nokkuð á því, hengdi hattinn upp
í kofanum og gekk til kindanna. Eftir klukku-
tíma kom stúlkan til baka og sat nú á hestinum
samkvæmt kúnstarinnar reglum, með poka af
grjónahýði fyrir framan sig. Þegar hún var
nærri komin heim að kofanum, sem kýrnar
voru í, kom drengur með mjólkurfötu á móti
henni og hann hélt í beizlið á hestinum á meðan
að hún fór af baki. Drengurinn leiddi hestinn
í burtu, en skildi fötuna eftir hjá stúlkunni.
Það leið ekki á löngu að bunur, sumar linar,
en aðrar langar, heyrðust í reglubundnum hlut-
föllum frá konunni, sem var að mjólka. Gabríel
tók ofan hattinn og beið við götuna, sem að
hann vissi að hún myndi fara eftir, þegar að
hún færi heim með mjólkina. Svo kom hún
með fötuna, sem tók henni við kné, í hendinni.
Vinstri hendinni hélt hún út til jafnvægis, og
var nógu mikið af handleggnum bert til þess
að koma Oaks til að óska að þau hefðu mæzt
um hásumar, þegar að allur handleggurinn
hefði verið sýnilegur. Það var frjálslegur gleði-
svipur yfir henni og hreyfingum hennar, sem
báru órækan vott um lífsánægju hennar, þó
þær væru nokkuð kankvísar voru þær ekki
uppáþrengj andi, því að áhorfandinn fann til
þess að þær vorú eðlilegar — að þær voru eins
og sérstakir áherzlutónar hjá meistaranum, en
heíðu orðið hlægilegir hjá meðal fúskara, og
gáfu til kynna viðurkennt afl, sem að á bak
við þær stóð. Henni brá nokkuð við þegar að
hún sá andlitið á Gabríel rísa upp á bak við
limagarðinn eins og tungl.
Breytingin á hugmynd þeirri, sem Gabríel
hafði gert sér um hana í huga sér, var meira
falin í útliti hennar heldur en í því að kven-
legri fegurð hennar væri ábótavant. Það sem
fyrst kom til greina var hæð hennar. Hún sýnd-
ist há vexti, en fatan, sem hún hélt á, var lítil
og limagarðurinn var lár, og þegar hún var
borin saman við þær og teknar voru til greina
sjón- og dómvillur, þá getur hún ekki hafa verið
hærri á vöxt heldur en konur kjósa sér helzt.
Allir andlitsdrættir hennar voru alvarlegir og
hreinir. Persóna, sem hefði ferðast um sveit-
irnar, með augu opin fyrir kvenlegri fegurð,
hefði verið sér þess meðvitandi, að á meðal
enskra kvenna væri það heldur sjáldgæft, að
sjá gullaldarandlit sameinast samkyns líkams-
vexti, hinn fullkomni andlitssvipur er vana-
lega of tilkomumikill fyrir aðra parta líkam-
• ans og hinn hlutfallslegi fegurðarsvipur átta
kvenna endar vanalega í óreglulegum andlits-
dráttum.
Án þess að varpa neinni gyðjulegri blæju
yfir mjaltakonuna skal það sagt, að ofanskráð
gagnrýni náði ekki til hennar, og Oak bóndi
horfði lengi á hana með mikilli ánægju. Eftir
vexti hennar að ofan að dæma hlaut hún að
hafa fagrar herðar og háls; en hvorugt þeirra
hafði nokkur maður séð síðan að hún var barn.
Ef að hún hefði verið klædd í föt með lágum
kraga, þá hefði hún hlaupið og misstigið sig í
skóginum. En þó var hún ekki feimin, það var
aðeins eðlisávísun hennar að draga línuna á
milli þess sýnilega og ósýnilega hærra heldur
en bæjarfólki er tamt að gjöra.
Að hugur stúlkunnar snerist að henni
sjálfri — andliti hennar og útliti, þegar að hún
sá Oak horfa á sig, var ekki aðeins eðlilegt,
heldur svo að segja sjálfsagt. Ef að hún hefði
sýnt sjálfsmeðvitund, þá hefði það verið hé-
gómi, sem meir var áberandi en göfgi, ef minna
bar á henni. Augnatillit manna virðast hafa
kitlandi áhrif á andlit yngismeyja í sveitunum;
hún strauk með hendinni um andlit sér eins
og að Oaks hefði verið að kitla það, og hinar
frjálslegu fyrri hreyfingar hennar urðu seinni
og settari. Samt var það maðurinn sem roðnaði,
en hún ekki.
„Ég fann hatt“, sagði Oak.
„Ég á hann“, sagði hún og átti bágt með
að halda niðri hlátrinum, en brosti þó aðeins.
„Hann fauk af mér í gær — í gærkveldi“.
„Klukkan eitt í morgun“.
„Jæja — það er satt“, sagði hún hissa.
„Hvernig vissir þú það?“ spurði hún.
„Ég var viðstaddur“.
„Þú ert Oak bóndi, er ekki svo?“
„Það, eða eitthvað líkt því. Ég er nýkominn
hingað“.
„Stór jarðeign?" spurði hún, leit í kringum
sig og ýtti hárinu, sem var dökkt og mikið, til
baka á höfðinu á sér og sólin, sem var komin
upp fyrir klukkutíma, varpaði á það glitrandi
geislum sínum og gaf því einkennilegan gljáa.
„Nei; ekki stór. Hér um bil hundrað" (þeg-
ar talað var um bújarðir var orðið ekrur al-
drei viðhaft, heldur „a slaglen" samkvæmt
gamalli venju.
„Ég þurfti á hattinum mínum að halda í
morgun“, sagði hún. „Ég þurfti að ríða til
Tewell-myllunnar“.
„Já, þú þurftir þess“.
„Hvernig vissir þú það?“
. „Ég sá þig“.
„Hvar?“ spurði hún og það fór eins og
hrollur um hverja hennar taug.
„Hérna — þegar þú fórst i gegnum skóginn
og ofan hæðina“, svaraði Oak bóndi með sér-
stakri áherzlu eins og að honum væri eitthvað
sérstakt í huga og leit um leið í áttina til pláss-
ins, sem minnst var á, og leit svo aftur á stúlk-
una.
Innfall kom honum til að taka augun af
henni undir eins aftur, eins og að hann hefði
verið staðinn að þjófnaði. Endurminningarnar
um tiltæki stúlkunnar þegar að hún reið í
gegnum skóginn stungu hana eins og nálar-
oddar, og blóðið hljóp fram í kinnar henni. Það
var kominn tími til fyrir stúlku að roðna, sem
sjaldan hafði gjört það áður; það var ekki
blettur á mjaltakonunni, sem ekki varð rauður
eins og rós — allt frá andlitsroða æskumeyjar-
innar ofan til hins dimmrauða Tuskaniska lits.
Til meðlíðunar með þessari géðshræringu tók
Oak augun af henni og sneri sér undan. Oak
stóð þannig dálitla stund og var að hugsa um
hvenær að hún mundi ná sér svo, að honum
væri óhætt að líta á hana aftur. Hann heyrði
það sem honum virtist vera skrjáf í þurrum
laufum, sem að vindurinn væri áð feykja og
leit við, en þá var hún farin. Með fasi, sem
var mitt á milli tragidíu og gamalleiks, fór Oak
aftur til vinnu sinnar.
Fimm morgnar og kveld höfðu komið og
farið. Stúlkan unga kom reglulega, til að mjólka
kúna, sem að heilbrigð var, og hlynna að hinni
sem var veik, en leit aldrei í áttina þangað, sem
að Oak átti heima. Skorturinn á smekkleysi
hans hafði sært hana djúpt — ekki af því að
sjá það, sem að hann gat ekki annað en séð,
heldur af því að láta hana vita af að hann
hefði séð það; því án laga er engin synd til,
svo er heldur ekki neitt vansæmi til, ef það
ekki sést, og hún virtist finna til þess, að henni
væri vansæmd í því, sem að Gabríel hafði séð
án hennar vitundar eða þátttöku. Það vakti
sára eftirsjón í huga hans, og það var einnig
eftirsjón, sem að greip djúpt inn í lokkandi
vonir, sem að hann hafði gert sér.
Kunningsskapur þeirra hefði vel getað
endað í langvarandi glemsku, ef að það hefði
ekki verið fyrir tilviljun, sem að skeði í lok
þessarar sömu viku. Það fór að frjósa einn
eftirmiðdag og frostið herti um kveldið og
greip allt heljargreipum. Það var svo kalt, að
andi manna hrímaði á rúmfötunum, og þegar
menn bökuðu aðra hliðina á sér við eld í þykk-
veggjuðum stórhýsum, þá var hin hliðin ís-
köld. Og margir smáfuglar kúrðu í hreiðrum
sínum hungraðir og kaldir á berum trjágrein-
um.