Lögberg


Lögberg - 10.04.1952, Qupperneq 1

Lögberg - 10.04.1952, Qupperneq 1
PHONE 21 374 A l>*et &° A Complete Cleaning Institution 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 10. APRÍL, 1952 PHONE 21374 A - A Complete L^naVö^ Cleaning Inslitulion NÚMER 15 Forsetakjör 29. júní í sumar Framboð verða að liggja fyrir Vatnavextir í Saskafchewan fimm vikum fyrir kjördag Forsætisráðherra hefir til- kynnt, að kjör forseta Is- lands skuli fara fram sunnu daginn 29. júní í sumar. Og skal framboðum til forseta- kjörs hafa verið skilað til dómsmálaráðuneytisins á- samt samþykki forsetaefn- isins, nægilegri tölu með- mælenda og vottorðum yfir- kjörstjórnar um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Húnavatnssýslu til S.-Þingeyjar- sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 280 meðmælendur, en mest 560. Úr Austfirðingafjórðungi (N,- Þingeyjarsýslu til Austur-Skafta fellssýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 120 með mælendur, en mest 240. —Alþbl., 22. marz Netamálið Forsetaefni skal hafa með- mæli 1500 kosningabærra manna hið minnsta, en mest 3000, sem skiptist þannig eftir landsfjórð- ungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V.- Skaftafellssýslu til Borgarfjarð- arsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 920 meðmælendur, en mest 1835. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu til Strandasýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 180 meðmælendur, en mest 365. Úr Norðlendingafjórðungi (V.- Heimboð og ferðalag Netafélagið góðkunna, Park- Hannesson Limited, sem verzlar með net og önnur fiskveiða- áhöld, sem Drummondville verksmiðjan íQuebec framleiðir, hafði boð inni í Royal Alexandra hótelinu á laugardaginn var, er sex tugir manna sátu; þetta er fimta veizlan í röð, er þeir Roy Park og Hugh Hannesson stofna til í tilefni af leiðangri þeirra með hóp fiski- og fiskumboðs- manna austur til hinnar miklu netaverksmiðju. Ritstjóri Lög- bergs hefir verið boðsgestur fé- lagsins öll árin, og þakkar þá góðvild, sem honum hefir með þessu verið auðsýnd. Mr. Park og Mr. Hannesson tóku báðir til máls í hófinu, sem var um alt hið ánægjulegasta, auk nokkurra gesta. Áminst skemtiför stendur yfir í tíu daga með viðdvöl í Toroto, Ottawa, Montreal, Drummond- ville, Niagara Falls, Buffalo og New York. Mr. Park var farar- stjóri. Hér fara á eftir nöfn þeirra. er í förinni tóku þátt: Roy A. Schlader, Mclnnes Products Corp., Edmonton, Alta. Jas. Harwood, Fish Merchant, Dilke, Sask. D. F. Corney, Saskatchewan Fish Marketing Services, Prince Albert, Sask. C. W. Christensen, Saskat- chewan Fish Marketing Ser- vices Prince Albert, Sask. Richard Waite, Waite Fish- eries Ltd., Big River, Sask. Ole Josephson, Josephson Bros., Gimli, Man. Simbi Josephson, Josephson Bros., Gimli, Man. Haddi Peterson, Peterson Bros., Gimli, Man. Sam Peterson, Peterson Bros., Gimli, Man. Snorri Jónasson, Perfection Net & Twine Co. Winnipeg, Man. Lawrence Goodman, Booth Fisheries Can. Co. Ltd. ,Selkirk, Man. R. E. Park, Park-Hannesson Ltd., Winnipeg, Man. Nokkur styr var í síðustu viku um netamálið í Free Press, en vandinn er sem áður, breyttur og óleystur. Þetta er meira vandamál en margur ætlar og snertir fleiri en þá ó lánssömu fiskimenn, sem fyrir netatapinu urðu. Enginn ber brigður á það, að ólögleg net finnist í vatninu, en fiskimenn halda því statt og stöðu^t fram að meginið af þeim netum, sem tekin voru á Winnipegvatni vetur hafi verið 3 þumlunga möskva net — að netafélögin hafi selt sér þau sem net af þeirri stærð. Og netafélögin halda því fram að netin, sem þau seldu þessum fiskimönnum hafi verið 3 þumlunga möskva net; þeir hafi pantað þá stærð frá netaverkstæðunum og fengið þau merkt með þeirri stærð. Ó- líklegt er, að hin þekktu neta- gerðarfélög kunni ekki að búa til þriggja þumlunga möskva net eða merki þau rangt. Vegna þess að netasalarnir töldu þessi net vera þriggja þuml. stærð er sennilegt að þeir hafi selt fjölda mörgum öðrum fiskimönnum samskonar net þótt þau væru ekki tekin í þetta skipti, því hending virðist ráða því hvar netaeftirUtsmennina ber að í það og það skiptið. Ef fiskimennirnir, sem töpuðu netunum verða lögsóttir og mál- ið fellur á þá, eru engin sams- konar net óhult í vatninu. Ef þau verða öll tekin úr vatninu mun fiskiútvegurinn í heild bíða mikið fjárhagslegt tjón. Undanfarna daga hafa vatna- vextir valdið gífurlegu eigna- tjóni í Saskatchewan-fylkinu; splunkur ný brú yfir Saskat- chewan ána, sem kostaði miljón dollara, eyðilagðist að miklu leyti, eða jafnvel alveg, vegna ó- viðráðanlegs ísruðnings í ánni þrátt fyrir látlausar björgunar- tilraunir verkfræðinga og hern- aðaryfirvalda. Brú þessi var þrjátíu mílur norður af Swift Current og tengdi áminstan bæ og suðvestur jaðar fylkisins við miðvesturfylkið. Þúsundir ekra af ræktuðu °" landi í Pike og Moon Lake hér uðunum fimtán mílur vestan við Saskatoon eru á kafi í vatni. Birtir fyrstu órsskýrslu sína Vinnur prófkosningu Við nýlega afstaðnar próf- kosningar í Wisconsinríkinu varð Senator Taft hlutskarpastur og fékk 24 erindreka á framboðs- þing Republicana, sem haldið verður í júlí í Chicago-borg. Harold E. Stassen fékk 6 erind- reka, en Earl Warren ríkisstjóri í-Californíu 4 erindreka. Af hálfu Demokrata fékk Senator Estes Keauver frá Ten- nesse 28 erindreka kosna, eða þá alla, er Demokratar í ríkinu geta sent á flokksþing sitt. Við prófkosningarnar í Ne- brskaríkinu varð svo að segja jafntefli milli þeirra Tafts og Eisenhowers. Á miðvikudaginn hinn 2. þ. m., birti Eisenhower yfirhershöfð- ingi hina fyrstu ársskýrslu sína yfir hernaðarlegt viðhorf þeirra þjóða, er að Norður-Atlantshafs- bandalaginu standa, en þá var liðið rétt ár frá þeim tíma, er hann tók við yfirstjórn hlutað- eigandi herja með bækistöð sína í París. Eisenhower fór ekki dult með það, að enn sem komið væri skorti vesturveldin bolmagn til að hrinda alhliða árás af hálfu Rússa og leppríkja þeirra, þótt mikið hefði hins vegar unnizt á hervörnum viðvíkjandi; hann lagði áherzlu á það, að Banda- ríkin héldi áfram stuðningi sín- um við Vestur-Evrópuþjóðirnar, þótt vel mætti þau ætlast til nokkurra meiri átaka af þeirra hálfu varðandi hinar óumflýjan- legu hervarnir; hann sagði að hlutaðeigandi Vestur-Evrópu' þjóðir yrðu að láta sér skiljast, að gjaldþoli amerískra skatt- greiðenda mætti ofbjóða og væri þá ver farið en heima setið ef til slíks kæmi, sem vonandi yrði ekki; hann tjáðist nokkurn veginn sannfærður um, að ef alt skeikaði að sköpuðu, yrði Vest- ur-Evrópa svo búin að koma undir sig fótum frá hernaðarlegu sjónarmiði séð 1954, að Rússar mundu ógjarna vilja eiga það á hættu að hefja árásarstríð, þótt vissara væri fyrir lýðræðisþjóð- irnar að vera við öllu búnar. Flyfrur ræðu í sameinuðu þingi J ú 1 í a n a Hollandsdrotning heimsótti Washington í fyrri viku ásamt manni sínum, og voru þau í þrjá daga gestir for- setahjónanna amerísku. Júlíana drotning flutti ræðu í samein- uðu þjóðþingi Bandaríkjanna þar sem hún þakkaði hinni ame- rísku þjóð stuðning hennar við Holland í síðasta stríði og marg- háttaða velvild fyr og síðar; hún vék nokkrum orðum að Norður Atlantshafsbandalaginu og spáði góðu um framtíð þess og eining og öryggi Norðurálfuþjóðanna; hún varaði Bandaríkjaþjóðina, við því, að leggja ekki það mikið fé til hervarna á erlend- um ‘ vettvangi, að efnahagsaf- komu þjóðarinnar heima fyrir stafaði hætta af. Hótsðarmessur Hálíðarmessur með sérslökum kór og einsöngvum, verða fluíl- ar í Fyrsiu lúlersku kirkju á Páskadaginn kl. II, eg k!. 7. Allir ævinlega velkomnir. Raforkumólin í Winnipeg Svo sem þegar er vitað, fer fram almenn atkvæðagreiðsla hér í borg þann 16. þ. m., um endurskipulagningu á raforku- málum borgarinnar, og er slíkt gert að ráði Manitobastjórnar, sem telur nauðsyn á að raforku- framleiðslan verði betur sam- ræmd, en fram að þessu hefir gengist við; hið svonefnda Plan C, er bæjarstjórn vill að nái fram að ganga, felur það í sér, að City Hydro kaupi öll orkuver Winnipeg Electric fé- lagsins og ráði með því yfir einu, voldugu raforkukerfi, er síðar færi svo út kvíar, að ekki geti til þess komið, að skortur verði á raforku hvorki í Winni- peg né heldur í þeim smábæja- og sveitafélögum, er að borginni liggja. Allmikill hiti er kominn í málið, og hefir andspyrnufylk- ing verið stofnuð með Scott bæjarráðsmann í fararbroddi, er hamrar það blákalt fram, að með þessu sé verið að stofna til fjör- rgða við City Hydro. Fjárhagsáætlun sambandsstjórnar lögð fram í þingi Innflutningur búpenings bannaður Landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnar, James G. Gar- diner, hefir lýst yfir því, að fyrst um sinn verði bannaður með öllu innflutningur búpen- ings frá Bretlandi hingað til lands vegna gin og klaufnaveik- innar, sem farið hefir upp á síðkastið ljósum logum um landið. Síðastliðinn mánudag lagði fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Douglas Abbott, fram í þinginu fjárhagsáætlun sína fyrir fjárhagsárið 1951— 1952 og ber hún það með sér, að rekstrarhagnaður nemur 355 miljónum dollara; í fyrra hljóp rekstrarhagnaðurinn upp á lið- lega 211 miljónir. Tekjurnar fyrir áminst tíma- bil .námu $4,003,11,000, en út- gjöld $3,647,374. Árið 1946 nam þjóðskuld Canada $13,421,400,000, en hefir nú verið lækkuð um tvær bil- jónir dollara og má það kallast vel að verið. Persónulegur tekjuskattur gaf af sér mesta tekjuaukann, auk þess sem tekjuskattur stórfyrir- tækja þyngdi til muna pyngj- una. Tekjur af áfengi og tóbaki lækkuðu allverulega, einkum þó Ávarp til Gullfoss og Eimskipafélags íslands Gullfoss nýi er kominn heill til hafna, honum fagnar þjóðin einum rómi; blakta fánar beggja milli stafna, blikar yfir honum frægðarljómi. Gæfan fylgi Eimskips óskabarni yfir torsótt höf, á nótt og degi. Þó að landið verpist hörðu hjarni, hvika mun það ekki af réttum vegi. Nafnið, sem að frægan garðinn gerði gleymist aldrei meðal íslendinga. Hugir þeirra standa á vökuverði, völvur góðar heillakvæði syngja. Heill þér Gullfoss, heill sé áhöfn þinni, Heill þér Eimskip, störf þín blessi drottinn; þjóðin geymi þau í muna og minni, meðan lífgrös sjást í túni sprottin. Akureyri, 28/5 ’50 Friðgeir H. Berg af hinni síðarnefndu tegund, sem stafaði af þverrandi fram- leiðslu vegna verkfalla í þeim iðnaði; líklegt þykir að verð vindlinga lækki svo um muni á næstunni. Mr. Abbott lét þess getið, að stefna stjórnarinnar í fjármál- unum hefði nú að miklu leyti fyrirbygt þá hættu, sem af verð- þenslu stafar, og má það verða landslýð öllum mikið ánægju- efni. Andlát Sigfúsar Sigurhjartarsonar Sigfús Sigurhjartarson, bæjar- fulltrúi og fyrrv. alþingismaður, andaðist af hjartaslagi síðastlið- inn laugardag. Hann hafði lengi þjáðst af hjartabilun, og dvaldi um skeið í vetur sér til lækn- inga og hressingar í Sovétríkj- unum. Er hann kom heim virt- ist hann allvel hress, og tók þegar til starfa. Daginn, sem hann andaðist, hafði hann verið í samkvæmi og já einskis meins kennt, svo að íunnugt væri. —TÍMINN, 22. marz Auðmjúkir og fátækir í þeim löndum, þar sem ríki og kirkja eru aðskilin, verða söfnuðirnir sjálfir að greiða laun presta sinna. Sumstaðar eru prestum trygð föst og ákveðin laun. Annars staðar eiga prestarnir afkomu sína undir örlæti safnaðarins hverju sinni. Vill þá stundum svo fara, að einstöku prestar eru miður vel haldnir og lifa við örbirgð. Um þetta las ég nýlega eftir- farandi smásögu í amerísku tímariti: Ungur maður, sem hafði hug á að ganga í þjónustu kirkjunn- ar, kom að máli við aldraðan prest til þess að leita .hjá hon- um hollra ráða og upplýsinga um starfið og launakjörin. „Ef þú ert fyrst og fremst að hugsa um launin“ — sagði gamli presturinn, „þá skalt þú ekki reyna að verða prestur í okkar kirkjufélagi. Hér líta söfnuðirnir svo á, að það sé Guðs vilji, að presturinn þeirra sé auðmjúkur og fátækur. „Guð heldur honum við auðmýktina, en við reynum að sjá um hitt.“ Útvarpserindi um vestur-íslenzk Ijóðskáld Fyrir atbeina Útvarpsráðsins í Reykjavík talaði dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N. Dakota, nýlega á segulband þrjú hálftíma erindi um vestur- íslenzk ljóðskáld til flutnings í Ríkisútvarpi íslands. Samkvæmt upplýsingum frá herra Andrési Björnssyni, fulltrúa Útvarps- ráðs, var fyrsta erindinu útvarp- að þriðjudagskvöldið 1. apríl, en hinum síðan með viku millibili. Erindaflokkur þessi er hlið- stæður erindum um vestur- íslenzk skáld í óbundnu máli, er dr. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore, Maryland, talaði á segulband og flutt voru síðast- liðið haust í íslenzka Ríkisút- varpinu. Áflæði sunnan landamæra Yfir 15 hundruð manns eru um þessar mundir án skýlis yfir höfuðið í Dakotaríkjunum vegna áflæðis frá Big Sioux og Mis- souri ánum; höfuðborg North Dakotaríkis, Bismarck, hefir sætt þungum búsifjum; þá hefir og Montanaríkið ekki farið var- —KIRKJUBLAÐIÐ J hluta af áflæðinu. Piltur frá bæ í Norðfirði hverfur í fyrrinótt hvarf piltur um tvitugt, Hannes Finnsson að nafni, frá Grænanesi í Norð- firði, bæ sunnan Norðfjarðar ár, og hefir hann ekki fundizt, þrátt fyrir mikla leit í gær og fyrradg. Tók þátt í leitinni bæði fólk úr sveitinni og Neskaupstað. Merkur dómari látinn Aðfaranótt miðvikudagsins vikunni, sem leið, lézt í svefni að heimili sínu hér í borginni J. J. Kelly dómari í Court of Queens Bench, 53 ára að aldri; hjarta- bilun varð honum að bana; hinil látni dómari var mikill ágætis- maður, vitur maður og réttlátur; hann var yngstur í Court of Queens Bench Manitobafylkis þeirra, er hann átti embættislega samleið með. Pilturinn var horfinn úr rúmi sínu, er heimafólk vaknaði, og veit enginii, hvað af honum hef- ir orðið. Hann hafði ekki haft orð á því, að hann gerði ráð fyr- ir að fara að heiman þennan morgun, og ekki vitað um nein sérstök erindi, sem hann hefði að rækja af bæ. Hefir hann gengið í svefni? Ekki er talið alveg óhugsandi, að hann kunni að hafa gengið í svefni úr rúmi sínu, og eitthvað orðið honum að voða í þeirri för Er nýlegt dæmi um það hér á landi, að maður hafi gengið langa leið klæðlítill á nætur- 3eli, þótt ekki yrði þeim manni að meini. —TÍMINN, 22. marz íslendingar verða fyrir bílslysi Á mánudagskveldið kl. 6.45 rakst fólksbíll á vörubíl Vz mílu fyrir norðan Warren, Manitoba. Alt fólkið í bílnum slasaðist meira og minna. í bílnum voru þessi: Mr. og Mrs. Chris. Vigfús- son frá Lundar, Mr. Snorri Rögnvaldsson, 5lí Spence St., Winnipeg og William Halldórs- son frá Lundar; hann var bíl- stjórinn. Mrs. Vigfússon og Mr. Rögnvaldsson voru bæði flutt á Almenna spítalann hér í borg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.