Lögberg - 10.04.1952, Qupperneq 3
I
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 10. APRÍL, 1952
3
U
Ég læt sem ég sofi"
Eru
óútkljáð vandamál orsök
svefnleysis?
Flestir heilbrigðir menn sofa
svefni hinna réttlátu mikinn
hluta ævinnar, enda er næg-
ur og heilnæmur svefn
höfuðskilyrði þess, að menn
geti í vökunni verið nýtir
þjóðfélagsþegnar og höndl-
að þá hamingju, sem lífið
hefir að bjóða. Er því sízt
að furða, þó að menn hafi
.löngum velt fyrir sér eðli og
orsökum svefnsins og reynt
að finna bót við meinum
þeirra, sem árangurslaust
hafa leitað eftir útréttri
vinarhönd draumgyðjunnar
ljúfu. — Fer hér á eftir stutt
grein um þetta efni, skrifuð
af þýzkum lækni, Heinz
Graupner að nafni.
TIL ERU milljónir manna, sem
árangurslaust þrá þann djúpa,
heilnæma svefn, sem er höfuð-
skilyrði hamingjuríks lífernis.
Svefnskammtar hafa ekki getað
leyst þetta vandamál. Enn ber
læknum saman um, að svefn-
leysi sé algengasti kvilli sjúkl-
inga þeirra.
Algengasta orsök svefnleysis
er ótti. Ótti við að glata vitund
og vilja og gefa sig á vald
svefnsins. Ég þekki opinberan
embættismann, sem um þriggja
ára skeið svaf aldrei nema ör-
skamma stund í senn. Hann
virtist ala með sér ómótstæði-
lega löngun til að hamla gegn
áhrifum svefnsins. Að lokum
var hægt að finna orsakir þessa
sérstæða ótta. Hann starfaði að
mjög erfiðri atvinnu, auk þess
sem hann átti rætur sínar að
rekja til atburðar, sem skeði í
bernsku mannsins.
Smám saman tókst honum að
skapa sér ný lífsviðhorf, og þar
með var svefnleysi hans læknað.
„Svefnvélar."
Á meginlandinu hefir verið
tekið einkaleyfi á nokkrum vél-
um, sem eiga að geta komið í
veg fyrir svefnleysi. Þær eru
allar grundvallaðar á sömu hug-
mynd og liggur að baki húsráð-
ið gamla, sem segir, að menn
eigi hægara með að sofa, ef þeir
telji upp að þúsund. M. ö. o. þær
leitast við að beina hugsun
mannsins að ákveðnu verkefni
og koma í veg fyrir hugaróra.
En nútíma sálfræðingar telja,
að slíkar aðferðir megni ekki að
koma mönnum í það hvíldar-
ástand, sem er undanfari heil-
næms svefns.
Ef við þekktum orsakir svefns-
ins, ætti að vera auðvelt að
finna lækningu við svefnleysi.
Það er gömul trú, að við þreytu
myndist eiturefni í líkamanum,
sem að lokum lami heilann,
þannig að maðurinn sofni. Fyrir
áhrif svefnsins eyðist síðan þessi
eiturefni. Þessi skoðun hefir við
nokkur rök að styðjast, en trú-
legri er sú tilgáta, að svefninn
orki á mannslíkamann eins og
rafstraumur á rafgeymi, sem
verið er að hlaða.
Tekizt hefir að sanna, að raf-
mögnun (bioelctrical powers)
mannlíkamans minnkar stórum
við þreytu. Séu rafbylgjuáhrif
heilans mæld með til þess gerðu
tæki, má finna ákveðna sam-
svörun milli hvíldar og vöku
COPENHAGEN
annars vegar og svefns og þreytu
hins vegar.
Svefnskammtar eru
viðsjárverðir.
Þessar litlu töflur, sem þús-
undir manna um allan heim,
gleypa á hverju kvöldi, valda
ekki svefni, heldur hafa þær ná-
kvæmlega sömu áhrif og deyfi-
meðul. Þær róa taugarnar og
draga úr næmi manns fyrir utan
aðkomandi áhrifum. Svefn og
deyfð eru gagnstæður. Deyfðin
veitir enga hvíld. Hún kemur
jafnvel í veg fyrir, að menn fái
notið hvíldarinnar.
í hæsta máta getum við vænzt
þess, að svefnskammtar hjálpi
okkur til að sofa. í raun réttri
er það hættulegt að grípa til
þessara skammta í tíma og ó-
tíma. Slíkt kemur í veg fyrir,
að menn reyni að komast fyrir
hinar raunverulegu orsakir
svefnleysisins.
Þeir, sem sofa vel, falla í djúpa
værð, jafnskjótt og þeir loka
augunum, og eiga auðvelt með
að sofa löngu fyrir miðnætti.
Þegar morgna tekur, losa þeir
svefninn smám saman, unz þeir
glaðvakna. Slíkir menn þájst
sjaldan af vanlíðan á nóttum.
Aðrir eru lengi að falla í svefn
og vakna hvað eftir annað. Þeg-
ar líður að morgni, sofa þeir
havð fastast og ^kna svo úrillir
og finnst þeir óutsofnir.
Svefnþörf manna.
Enn eru þeir, sem komast af
með óvenju lítinn svefn, oft
minna en átta stundir á sólar-
j^ng. Eiga þeir oftast auðvelt
með að endurnýja krafta sína
með því að fá sér hálftíma eða
klukkutíma blund að degi til.
Einn þessara manna var Napo-
leon, en það væri synd að segja,
að hann hafi gerzt sekur um
óþarfa málalengingar, er hann
lét þessi orð falla um svefnþörf
manna: „Roskinn maður. þarf 5
tíma svefn, ungur maður 6 tíma,
kvenmaður 7 tíma og fábján-
ar 8“.
Engin starfsemi mannlegs lík-
ama er óhult fyrir rýni hinna
leitandi vísindamanna. Með
sjálfvirkri ljósmyndavél hafa
þeir fylgzt með háttalagi sof-
andi manns frá kvöldi til morg-
uns. Ýmsir halda, að þeir, sem
„sofa rótt“, liggi grafkyrrir í
rúminu alla nóttina, en þetta er
mesti misskilningur. Myndavél-
in hefir leitt í ljós, að menn
hreyfa sig til á 10—15 mínútna
fresti. í svefni höfumst við því
mun meira að en flestir gera
ráð fyrir, og til þess liggja ærnar
ástæður. Ef maður „svæfi eins
og steinn“ myndi hringrás blóðs-
ins truflast vegna ofþrýstings á
ákveðna hluta líkamans.
Ráð við svefnleysi.
Sé orsaka svefnleysis ekki að
leita í hulinni meinloku djúpt í
fylgsnum undirvitundarinnar —
en þá er vitaskuld full þörf á
að leita til sálfræðings — má
vera, að tillögur þýzks sérfræð-
ings geti orðið að liði. Hann er
þeirrar skoðunar, að menn eigi
daglega að verja einni klukku-
stund til að kryfja til mergjar
vandamál líðandi stundar — og
þá fyrst og fremst þau vanda-
mál, sem gætu haldið vöku fyrir
mönnum.
Til þess að þessi „afgreiðsla
vandamálanna“ komi að fullum
notum, er nauðsynlegt, að hún
fari ekki fram, rétt áður en
menn ganga til náða. Séu menn
gæddir rökvísi, er þeim ráðlagt
að fá kunrýngja sinn í lið með
sér. En þgss ber að gæta, að
skiljast ekki við neitt vandamál,
fyrr en það er að fullu útkljáð;
ella má búast við, að það sæki
að með tvöföldum þunga, þegar
menn leggjast til svefns.
Vera má að einhverjum þyki
það, sem hér að framan er sagt,
bera vott um oftrú á settum
reglum. En reynslan hefir leitt
í Ijós, að margir, sem þjást af
svefnleysi, hafa með þessu móti
fengið varanlega bót meina
sinna.
—Mbl.
Fóein Ijóðmæli
Allt, sem tekið er úr hverju ein-
stöku kvæði, ber sömu raðtölu
I.
man ég hennar dula bros,
þegar lokkað hárið huldi
hrafnsvart koddans rauða
flos.
Kvað við eyra allar nætur
elfarniður konublóðs,
heitur, djarfur sigursöngur,
seiður þungur , lag míns óðs.
þrá mín er sem þurra vara
þorsti eftir svalalind.
Eins og myrkan dalinn dreymi
dögun yfir fjallsins tind.
(Hið þögla hús)
II.
•Þú gengur um á síðum svörtum
kufli
við systur þinnar hlið.
Og þar sem hún að kveldi
kveður dyra,
þú kemur einnig við.
(Sorgardís)
III.
Business and Professional Cards
kartnögl sprungin í kviku
sótið situr í sprungum
Þó hefir engin önnur
innilegar né hlýrra
verið lögð yfir ljósa
lokka mína en þessi.
(Höndin)
IV.
Sem jór yfir landið það geisar
flaksandi faxi,
það fnæsir af ákefð og hófunum
spyrnir í klakann,
svo mjallrokan þyrlast og
þynnist og gljúpnar við sporið.
Sjá! Þetta er vorið.
Laukst ekki upp svefnþungum,
sólþyrstum bránum,
sást ekki vorið í trjánum.
það
Fjóra sólarhránga í vetrarbyijum
þvert yfir öræfi íslands
Fóru frá ÞingvÖÍIum og komu
við á Hofsjökli á leið sinni
norður til Akureyrar
Einkafrétt til Tímans
frá Akureyri.
Fyrsta vetrarferðin á bílf
sem farin hefir verið yfir
þvert Island norður um Kjöl
var farin um helgina. Var
það Guðmundur Jónasson,
sem fór á snjóbílnum norður
um vetrarríki hinna ís-
lenzku öræfa við fjórða
mann.
Vk
Lagt var af stað frá Reykja-
vík snemma á fimmtudags-
morgun. Ekið var austur á Þing-
völl og þaðan upp í óbyggðir
Islands um fjöll og firnindi. Var
tekin stefna frá Þingvöllum
sunnan við Skjaldbreið og
Hlöðufell eftir óbyggðum alla
leið til Hvítárvatns og Hvera-
valla.
Skroppið upp á Hofsjökul.
Frá Hveravöllum var farið á-
fram um Kjalveg og farið að
skála Ferðafélags Akureyrar við
Tungnafell. En á leiðinni þang-
að lögðu ferðalangarnír lykkju
á leið sína. Gerðu þeir sér lítið
fyrir og fóru út af Eyfirðinga-
vegi og námu ekki staðar fyrr
en komið var upp á Hofsjökul.
Munu ferðamenn á Kili yfir-
leitt ekki hafa lagt slíkt í vana
sinn að fara upp á jökla rétt til
þess að sjá sig um og gá til veð-
urs. Þótti mönnum áður fyrr
nægilega erfitt að halda sig á
réttri leið, þegar allra veðra var
von inni í óbyggðum íslands.
Handan yfir blárnar ber
blævindanna mistur.
Vorið er komið. Vissi ég
fyrstur?
(Það nálgast)
V.
En með hinni nýju tækni og
á snjóbílnum varð þeim félög-
um ekki meira fyrir þessu en að
aka bæjarleið á beinni braut að
sumarlagi.
Krapabólgnar ár.
Þeir félagar áttu samt við
ýmsa erfiðleika að stríða á þessu
vetrarferðalagi um óbyggðirnar.
Sunnan til í óbyggðunum urðu
þær tálmanir helztar, að ár
höfðu bólgnað upp farvegum
sínum og runnið um jafnlendið í
krapaflóði. Var erfitt að komast
með bílinn yfir þessa ófærð.
Biðu, unz hríðinni slotaði.
Þegar norður kom voru vatns-
föllin öll undir ísum og snjó. En
norður í óbyggðunum hrepptu
þeir félagar illviðri mikil og
harða bylji, sem nægt hefðu til
að granda þeim ferðamönnum,
sem ekki hefðu notið við hinnar
hlýju tækni.
En þessir langferðamenn
skemmtu sér aðeins við hríðar-
byljina og biðu þess rólegir í
hlýju farartæki sínu við yl bíl
vélarinnar að hríðinni slotaði og
hægt væri að sjá til hvað stefn-
unni leið. Gátu þeir'- félagar
meira að segja notið flestra
þæginda nútímans meðan þeir
biðu af sér hríðina uppi á Kili
og Eyfirðingavegi, og hlustuðu
á öll heimsins útvörp og sögðu
kröftugar draugasögur eða
kváðu rímur, þegar þeim leidd-
ist útvarpið.
I gær upp úr hádeginu, kom
snjóbíllinn svo fannbarinn og
freðinn að utan ofan úr óbyggð-
um út Eyjafjörð, en þar var þá
norðan hvassviðri og fjúk.
—TIMINN, 4. marz
við dægurönn með dimman
fjallahring
og drungalegan himin, magra
jörð
og sveltipláss við fiskilausan
fjörð.
Og fjallið á ei framar ókennt
blóm
né flæðarmálið skel, sem um
er vert.
(Vagn draumsins)
VI.
Var ekki dapurt á verkstæði
hans,
Dessa vitskírta manns,
með allt sitt tilrauna amstur.
Og Mona Lisa mælir
mildu, dulræðu brosi:
Ég var aldrei til nema í vitund
hans,
þessa vitskerta manns.
(Mona Lisa)
VII.
Heyr ævintýrið eina
um orminn milli steina,
sem lá í mosans ló
í leiðslukendri ró
og dreymdi daggarhreina
drauma. En feigðin bjó
í skóg.
(Ævintýri)
VIII.
Það kom og leið í ljósi rauðu hjá
sem langspilstónn, og þú
varst litur þess, varst friður þess
í fylgd
með fegurð þess 'og nú
um vetrarnótt, er minning þess
og þín
hin þögla gleði mín.
(Kvöld í maíj
Framhald á bls. 7
PHONE 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUTTE 6—652 HOME ST.
Vi&talstími 3—5 eftir hádegi
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot.
vega peningalán og e'dsábyrgtS,
bifreiðaábyrgð o. s. frv.
Phone 927 538
SARGENT TAXl
PHONE 204 845
PHONE 722 401
FOR QUICK, RELIABLE
SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOvngar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
. Phone 928 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Directcr
Wholesale Dlatrlbutors of Fresh and
Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
HAGBORG FIJEL/^I
PHON e 2II1I .jmOrrwjjQ
Office Phone
Res. Phone
924 762 728 115
Dr. L. A. Slgurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m. - 6 pjn.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FDNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Stofnað 1894
Sími 27 324
Phone 23 996 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemlty Pavillion,
General Hospital.
Nell's Flower Shop
Weddlng Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
Res. Phone 27 482
Office 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Maln Street
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
ror, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
metS reyknum.—SkrifiS, slmið til
KELLY SVEINSSON
625 WaU Street Wlnnipeg
Just North of Portage Ave.
SSmar: 33 744 — 34 431
DR. H. W. TWEED
Tannlœknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEG
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21101
ESTIMA TES
FREE
J. H. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insnlated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
51 Firsi Avenue
Ný útfararstofa með þeim full-
komnasta útbúnaði, sem völ er
á, annast virðulega um útfarlr,
selur líkkistur, minnisvarða og
legsteina.
Alan Couche Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BU1L.DINO
Telephone 97 932
Home Telephonpe 2C2 39S
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrífstofusími 923 815
Heimasfmi 403 794
447 Portage Ave.
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRAN00N
Ph. 926 885
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPIG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlll be appredated
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPKG CLINIC
St. Mary'. and Vaughan. Wlnnipeg
PHONE 926 441
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON tt CO.
Chartered Aecountante
505 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barristers • Solicitori
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kriatjanaaon
500 Canadlan Bank of Commerce
Chamben
Wlnnlpeg, Man. Phone *23 M1
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Sfmi 925 227
Bullmore Funeral Home
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.