Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUÐAGINN, 8. MAÍ, 1952 3 20 sek. jarðskjálftakippur í Reykjavík Business and Professional Cards PHONE 724 944 Fólk þusti víða út á götu Lílilsháttar skemmdir urðu Upptökin á Reykjanesi Klukkan að ganga tólf ár- degis í gær gekk hér yfir í Reykjavík snarpasti jarð- jarðskjálftakippur, sem kom ið hefir hér í bænum síðan sumarið 1929. Jarðskjálftans .varð og mjög vart um Suður nesin, Akranesi og allt vest- ur í Bárðardal. Hér í bænum urðu lítilsháttar skemmdir á húsum af völdum jarð- skjálftans, en slys urðu eng- in á mönnum. Upptök hans voru suður á Reykjanesi. Héldu að bíll væri á ferðinni. Þegar jarðskjálftaaldan skall á bæinn, sló felmtri á marga og víða þusti fólk út úr húsum. — Fólk gerði sér yfirleitt ekki ljóst strax að um jarðskjálfta væri að ræða. Margir héldu að einhver þungur bíll væri á ferðinni. í heimahúsum og á Tjörninni í heimahúsum, þar sem hús- mæður stóðu við eldamennsku, dönsuðu pottarnir eftir vélunum og í bolla- og diskaskápum glamraði. Krakkar duttu og á Tjörninni voru allmörg börn. Er Jarðskjálftaaldan gekk undir ís- inn, brast hátt í honum og urðu börnin skelkuð mjög og þustu í land. Fregnir bárust um skemmdir í steinsteyptum húsum. — Með- al annars í Arnarhvoli, Sjó- mannaskólanum og víðar. Ekki eru þær taldar alvarlegar. Þá hrundu steinar í Reykháfi húss- ins Skólavörðustíg 19. Féllu þeir út á götuna, en engan sakaði. Eysteinn Tryggvason, veður- fræðingur, sem hefir eftirlit með jarðskjálftamælum veður- Geimrannsóknir . . . Framhald af bls. 2 sólirnar. Þessar sólir eyða orku sinni svo óhemjulega, að þær geta ekki orðið gamlar, aðeins nokkurra milljóna ára. Þær hlyti því að vera kulnaðar fyrir löngu, ef þær væri jafn gamlar hinum sólunum. Þess vegna halda stjörnufræðingar að sólir sé alltaf að fæðast og deyja. En hvernig sólir fæðast er mönnum ekki ljóst. Sumir halda því fram, að gas og rykmekkir þéttist vegna áhrifa frá næstu stjörn- um. — Þegar þessir mekkir eru orðnir nægilega þéttir þá fara þeir að fá aðdráttarafl og við það þéttast þeir enn meir og um leið myndast þá hiti í þeim. Þannig heldur þetta áfram þangað til kominn er sjálflýsandi hnöttur eða sól. Sólir, sem springa Það kemur stundum fyrir að sólir blossa allt í einu upp, svo að þær verða 150.000 sinnum bjartari en þær voru áður, og springa þá um leið. Þessar stjörnur eru kallaðar „Nova“ (nýstirni) vegna þess að áður fyr, er menn sáu þessar sólir blossa upp þar sem engin stjarna hafði sézt áður, þá héldu þeir að ný stjarna hefði fæðst. Það er mönnum ráðgáta hvernig á því stendur að sólir springa. En á ,ljósmyndunum sem nú hafa verið teknar má sjá hvernig fjöldi sólna er á lit, hve hiti þeirra er mikill og hve bjartar þær eru. — Komi það nú fyrir seinna að einhver af þess- um sólum springi, þá geta menn á myndunum séð hvert var eðli þeirrar sólar áður en skapa- dægrið kom. Af því má svo draga ályktanir um það hvaða stjörn- ur sé líklegar til að springa. Væri t. d. mjög þýðingarmikið að geta komizt að því hvort vor sól er með þeim ósköpum fædd að það eigi fyrir henni að liggja að springa. —Lesb. Mbl. stofunnar, hafði mikið að starfa í gær í sambandi við upplýsing- ar um jarðskjálftann, er fólk gaf honum. Á þeim er jafnan mikið að græða. Við Trölladyngju Eftir því sem ég kemst næst um, sagði Eysteinn, munu upp- tök þessa jarðskjálfta hafa orðið í námunda við Trölladyngju á Reykjanesskaga, sem er skammt vestan Kleifarvatns. Það tekur jafnan nokkurn tíma að staðsetja jarðskjálfta- upptök. Árið 1948 varð allsnarpur jarð skjálftakippur hér í bænum. Átti hann einnig upptök sín þar syðra. Snarpastur í Krísuvík Eftir þeim fregnum, sem Ey- steinn hafði úr Krísuvík, mun jarðskjálftakippurinn þar hafa verið nokkru snarpari en hér. Um öll Suðurnes var hann snarp ur. — Og staðfesting hefir feng- ist á því, að jarðskjálftabylgjan gekk nokkrum augnablikum fyrr undir Hafnarfjörð en Reykjavík. Símtalið Hafnfirðingur einn er hér var Það var einn af þessum undur fögru haustmorgnum, sem oft gefst að líta hér í Rauðarárdaln- um í nóvember, að ég var á reiki úti í skógi snemma morg- uns, og varð var við að skógar- beltið var fult af ýmsum teg- undum farfugla; en ekki hafði ég dvalið þar lengi, er þeir fóru að hópa sig saman, og eftir stutta stund lyftu þeir sér til flugs og svifu í suðurátt, og þá var sem mér væri sagt, að ekki yrði þess löng bið, að veður mundi breytast til hins verra, enda fór það svo, að næsta morgun var komin bleytuhríð, og fljótt tók að kólna í veðri. En þar sem mér er orðið mein- illa við kuldann, þá fór að vakna hjá mér löngun til þess, að fara að dæmi fuglanna og flýja kuld- ann, enda fór það svo, að eftir nokkrar klukkustundir var ég kominn á næstu járnbrautar- stöð. Lestin var í meira lagi löt þennan dag, en hvernig hún komst alla leið til Grand Forks, var í meira lagi undarlegt, því við hvert átak var eins og hún misti andardráttinn, og hristing- urinn og boðaföllin, sem hún tók, voru raunar meiri en góðu hófi gegnir; og er til Grand Forks konj, þá voru strætin spegilhál, og engan ökumann að sjá, og því var það, að það urðu aðrir hlutar líkamans en fæturn- ir fyrir meira hnjaski á leiðinni til gisihússins. Næsta dag skreið lestin frá stöðinni, og í myrkri leið hún inn á stöðina í Seattle, og í myrkri varð maður að hýma tvo þriðju af leiðinni, eini árangur- inn, sem maður hefir því af að kanna nýja stigu á svona löguðu ferðalagi í skammdeginu, er að sitja kyr á sama stað, en samt þó að vera að ferðast, eins og Jónas Hallgrímsson komst að orði. Þegar birta tók af degi var lestin komin langt inn í Mon- tana-ríki, og ekki get ég sagt, að ég yrði hrifinn af þeirri náttúru- •sýn, er þar birtist. Þrungið var loft og hélugrátt öldumyndað hey- og beitilandj lítið sást af búpening, þó auð væri jörð, og bændabýlin strjál. Á þessu svæði, sem náði yfir allmargar mílur, var aðalatvrnnuvegur bænda búpeningsrækt. Það var ekki fyr en komið var nær há- degi, að náttúrumyndin tók stórkostlegum breytingum; þok- unni létti og sól skein í heiði, og við það birtist auganu að mestu ,slétt akurland, eins langt og eygt var, og mér fanst það helzt í Reykjavík og þurfti að tala heim til sín. í miðju samtalinu við konu sína, hrópar hún upp yfir sig: Guð minn góður, það er jarðskjálfti. — Maðurinn svaraði um hæl: Hvaða vitleysa, en um leið og hann hafði sleppt orðinu, skall jarðskjálftabylgjan hér á bæinn. Mælir fór úr lagi Einn jarðskjálftamælanna, sem mælir hreyfinguna á jarð- skorpunni milli austurs og vest- urs, fór úr lagi við hinn óvenju snögga kipp. Tognaði á gormi einum og hafði það í för með sér að hinn sjálfritandi penni fór úr skorðum, en hann merk- ir inn á renning hreyfingarnar á jarðskorpunni. í 7 mínútur Eysteinn Tryggvason skýrði svo frá, að jarðskjálftinn hafi byrjað klukkan rúmlega 11,13. Jarðhræringar mældust í alls 7 mínútur. En kippurinn snarpi, sem fólk fann, stóð yfir í um það bil 20 sekúndur. Eftir það fóru jarðhræring- arnar smá minnkandi og að 7 mínútum liðnum hættu mæl- arnir að sýna. líkjast risa í fangafötum, því akurlendið var alt unnið í ispildum, á að gizka 500 fet á lengd, önnur ræman svört en hin grágul á lit. Hér var því ein- göngu um hveitirækt að ræða, og ekki sáð í sama landið nema annað hvort ár; hér á þessu stóra akursvæði, sem náði nær því til Shelby, Mont., voru bændabýlin þéttari, vel bygð og þrifaleg að sjá, en það einkenni- lega við þau var, að á þeim sást hvorki maður né mús, enginn búpeningur, jafnvel engin verk- færi, nema helzt einstaka verk- færi úti á akri, sem einhver trassi hafði skilið eftir. Mér datt því í hug, hvort bændur hér hefðu sömu aðferð og birn- irnir, græfu sig í fönn og svæfu þar til næsta vors, en síðar meir komst ég að því, að svo væri þó ekki, heldur hefðu þeir þann sið, að flytja sig til Florida og Los Angeles, einnig hefðu all- margir af þeim vetrarheimili í nærliggjandi bæjum; það hlýtur því að vera arðsamara að vera bóndi í Montana en N. Dakota. Eftir því sem lestin nálgaðist meir Shelby, fór landið að verða mishæðótt, og fjöll fóru að skjóta upp hvítum skallanum í fjar- lægð, en frá því, er landslagið þreyttist og alt til fjalla, mátti líta allvíða mismunandi stórar gripahjarðir á beit. En eftir að kom vestur fyrir Shelby, þá fóru að sjást ferkantaðir stálturnar allvíða, og var þar því verið að dæla hinu blakka gulli úr iðrum jarðar, en brátt eftir það tók ketillinn að mæðast og við það dró að mun úr ferð lestarinnar, því að hún átti nú brattar brekkur í fang að sækja, enda var hún nú að byrja að renna í gegnum fjallgarð þann, sem er einn af listigörðum Bandaríkj- anna og ber nafnið „Jökull“, en ekki tókst mér að koma auga á þann jökul, enda var víðsýni takmarkað mjög. Yfir þennan listigarð hafði nýlega fallið meira en fet af fannhvítri mjöll; þar gafst að líta risavaxinn trjá- gróður, djúpar gjár og mismun- andi stór dalverpi; ég hafði gert mér von um að líta þar ýmsar tegundir dýra, og jafnvel birni, en sú von brást algjörlega. Allt, sem sást, voru slóðir og einstaka tvífætlungar á rölti meðfram brautinni, sem ég hygg að muni hafa verið eftirlitsmenn, en ég tók eftir því, þá er lestin rann fram hjá eftirlitsstöð garðsins, að þar myndi géta að líta sér- Framhald á bls. 7 Fannsi í Siykkishólmi Jarðskjálftabylgjan fór norð- ur Faxaflóa og fundust snarpir kippir á Akranesi og í Borgar- firði. Á Arnarstapa varð jarð- skjálftans vart í Stykkishólmi og Búðardal. — Hans varð ekki vart á ísafirði. Fréttaritarar Mbl. í Hvera- gerði og Selfossi símuðu, að þar hefði jarðskjálftans ekki orðið vart. —Mbl., 13. marz Missögnum mótmælt í íslenzku fréttablaði, sá ég fyrir nokkru, með ákveðinni fyrirsögn, að frá því var sagt, að Gin- og klaufaveiki hefði komið upp hjá íslendingum í Vatnabygðum, Saskatchewan, á fjörutíu mílna svæði. Fréttin var tekin fyrst úr amerískum — það er Bandaríkja-fréttum til París- ar og frá París til Islands. Svo kom Austur-íslenzka blaðið að „heiman“ í mínar hendur. Mér sárnaði mjög þessi frásögn þar sem ég vissi að hún var ósönn, samt tók ég mig ekki til að mót- mæla henni. Nú er maður aftur mintur á þessa frétt, þó nokkuð öðruvísi horfi við, í Lögbergi 24. apríl 1952, þar sem talað er um varúðarreglur landa á milli, í sýkingarmálinu. Það atriði í sjálfu sér kemur mér ekkert við. En þessar línur eru aðeins skrif- aðar til þess að láta hvern sem vill, vita, að íslenzka bygðin í Vatnabygðum, Saskatchewan, er og hefir verið til þessa algerlega laus við þessa veiki. Síðast í dag, 24. apríl, veitti mað- ur athygli fréttunum um veik- ina, sem því miður hefir stungið sér niður aftur, og maður heyrði og hefir heyrt áður, að svæðið er lítið eitt stærra en það var, þó dálítið þyrfti að stækka það vegna seinna tilfellisins, en kem- ur sannarlega ekkert nærri ís- lenzka svæðinu í Vatnabygðum. Járnbrautarstöðvarnar, sem íslendingar búa nærri og út frá í þessari bygð eru þessar, talið að austan: Foam Lake, Leslie, Elfros, Mozart, Wynyard, Kandahar oj* Dafoe. Ef einhverjir íslenzkir bænd- ur búa vestar áleiðis eða nærri sýkingarsvæðinu, þá hefir sú er þetta skrifar, ekki heyrt nöfn þeirra hvorki í sambandi við þessa veiki né annað. Þó maður sé nú töluvert kunn- ugur á þessum slóðum, að minsta kosti til þess að þekkja nöfnin á járnbrautarstöðvunum, þá taldi ég rétt að leita mér upp- lýsinga um fjarlægðina á milli okkar íslendinga í Vatnabygðum og sýkingarsvæðisins. Eftir að ég hafði tilgreint hvað ég ætlaði að nota þessar upplýsingar voru mér látnar þær góðftjslega í té af áreiðanlegum embættismanni opinberra starfa á okkar slóðum, að ég ætlaði aðeins að að biðja íslenzku vikublöðin í Winnipeg að leiðrétta missögnina, þá lét maðurinn mér upplýsingarnar í té og ég gæti fengið meira af því sem kemur í opinberum blöðum og útvarpinu, ef ég kæri mig um, en ég tel þess enga þörf. Vegalengdin á milli sýkingarsvæðisins og Dafoe, sem er vestasta járnbrautarstöðin í íslenzku bygðinni, er að „Minsta kosti um hundrað mílur", sagði embættismaðurinn. Ég vona, að þessi útskýring nægi. Þess má einnig geta, að mað- urinn, sem sýkin kom fyrst upp hjá, maður af alt annari þjóð en íslenzkri, var stórmyndarlegur bóndi, svo að með fágætum má teljast og auðsjáanlega hafði þessi veiki komið á heimili hans á nákvæmlega sama hátt og sjúkdómar og jafnvel dauðinn sjálfur á stundum heimsækir mennina án þess að þeir geti, gert sér neina grein fyrir or- sökunum. Á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, 1952, Rannveig K. G. Sigbjörnsson Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eftir hádetíi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út. vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiöaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Re». 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOvngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholeaale Diatrlbutors of Fresh and Frozen Fiah. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Offlce Phone Rea. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Houra: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sheröröok Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaO 1894 Simt 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Oppoalte Matemlty Pavilllon. General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouqueta, Cut Flowers. Funeral Dealgna, Coraages, Bedding Plants Nell Johnson Rea. Phone 27 482 Office 933 587 Res. 444189 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Truat Bldg. 364 Main Street WTNNTPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmlð til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 506 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 936 952 WINNIPEG Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave„ Winnipeg Phone 21 804 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Inanlated Slding — Repalrs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. 1 --'■ — GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeím full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur likkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK SérfræOingur l augna. eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 Comfortex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. CUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 5« VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wil! be appredated Minnist í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary'a and Vaughan, Wtnnlpeg PHONE 936 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Aecountanta 505 Coníederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrlsters - Solicitors Ben C. Parker. K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlatjanason 506 Canadtan Bank of Commeree Chamber* Wtnnipeg, Man. Phone 923 gg! G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Ferðasögubrot Eftir HARALD ÓLAFSSON, Mountain, N. Dak.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.