Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.05.1952, Blaðsíða 5
T LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MAI, 1952 5 *************************** ÁHUGAA4ÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON EIGA STÚLKUR AÐ GANGA HÁSKÓLAVEGINN? Um þessar mundir eru þús- undir ungmenna að ljúka próf- um í háskólum landsins; ekki hefi ég neinar skýrslur við hendi, en það mun láta nærri, að helmingur þessa námsfólks séu stúlkur. Þetta er að vísu vottur þess, að núorðið þvki sjálfsagt að veita stúlkum jafnt sem drengjum þá mentun, sem kostur er á, en þó heyrist oft enn þeirri skoðun haldið fram, að hærri mentun fyrir stúlkur sé alls ekki nauðsynleg, því flestar stúlkur gifti sig og stofni heimili að námi loknu, það sé því að kasta peningum á glæ að leggja þeim fram fé til háskóla- náms; en ef stúlkan ætlar að stunda einhverja sérgrein til þess að fá stöðu utan heimilis þá sé alt öðru máli að gegna. Þessi skoðun lýsir tvennu; hún gefur til kynna, að enn er hús- móðurstaðan vanmetin; starf húsmóðurinnar minna metið en þeirrar konu, sem gegnir opin- berri stöðu; og í öðru lagi lýsir þessi hugsunarháttur þeirri skoðun, að aðalhlutverk ment unar sé fyrst og fremst að ala upp sérfræðinga í ýmsum grein- um, sem geti tekið að sér arð- vænlegar stöður að náminu loknu. Það hefir margoft verið bent á það í þessum dálkum, að hús- móðurstaðan er konunni eigin- legust; í henni nýtur hún sín bezt og getur komið miklu góðu til leiðar. — Uppfóstur barna er mikilsvert hlutverk; sú kona, sem hefir alið upp góða og nýta borgara, hefir leyst af hendi göfugt trúnaðarstarf fyrir þjóð- félagið; þetta ber almenningi að skilja og meta. Og sú kona, sem hefir notið alhliða, al- mennrar mentunar, er að öðru jöfnu hæfari til að ala upp víð- sýna, hugsjónaríka og hugsandi borgara heldur en sú, sem lítill- ar mentunar hefir notið. Þar að auk hafa nú háskólarnir á boð- stólum kenslu í hússtjórnar- fræðum og ættti sem flestar stúlkur, sem háskóla sækja, að ☆ ☆ hagnýta sér þá fræðslu, því vit- anlega mun æfistarf meiri hluta ungra kvenna verða það, að stjórna heimilum og ala þjóð- félaginu börn, og það starf þarf undirbúnings við eins og hver önnur störf. Eins og vikið hefir verið að í þessum dálkum eiga stúlkur, sem útskrifaðar eru í þessum fræðum líka völ á margs konar arðvænu starfi utan heim- ilis, ef þær æskja þess. Þótt nauðsynlegt sé að leggja stund á sérfræði til undirbún- ings fyrir ákveðið starf, þá er það ekki aðalhlutverk mentun- arinnar, heldur hitt, að efla greind og glæða hugsjónir nem- endanna, opna þeim víðara út- sýni bæði í andlegum og ver- aldlegum efnum, veita þeim þekkingu og skilning á því bezta, sem mannsandinn hefir framleitt. Frá því sjónarmiði séð, er auðsætt að ekki er minna um vert að mæðurnar hafi notið slíkrar mentunar, því áhrifa þeirra gætir mest í uppeldi framtíðarborgara landsins. Aðstaða húsmóðurinnar er nú mikið breytt frá því sem áður var; raforka, vatnsleiðsla og heimilisvélar hafa nú létt af henni miklu erfiði, sem féll í hlut formæðra hennar; henni gefst því miklu meiri tími en áður til þess að taka þátt í fé- lagslífi og almennum málum; hún hefir nú öðlast jafnrétti vifi karlmenn í stjórnmálum og hún ætti að hagnýta sér þau betur en hún hefir gert fram að þessu, því margt þarf endurbóta við á því sviði; en til þess að geta tekið virkan þátt í almennum málum verður hún að vera gædd áhuga, þekkingu og dómgreind; því meiri mentunar sem hún hefir aflað sér, því betur getur hún leyst af hendi þessar utan heimilis skyldur. Fyrir allar þessar ástæður, sem að ofan eru greindar ættu stúlkur, ef þær eiga þess kost, að ganga háskóla- veginn engu síður en bræður þeirra. ☆ ☆ frábærlega vel gerð að allra dómi. Er vonandi að fólk fjöl- menni á staðinn, þessar stundir, og sýni þar með góðan vilja á því að hlynna að mikilsverðu málefni heimaþjóðarinnar, sem er okkur öllum svo kær að sjálf- sögðu. Hér verður tækifæri fyrir hvern og einn að sýna áhuga í verkinu fyrir samvinnu við stofnþjóðina, og samvinna við ísland er eitt af aðalmálefnum okkar Þjóðræknisfélags eins og flestum er kunnugt. Látið verkin tala! Marja Björnsson Brezkir útgerðarmenn boða hefndarróðstafanir gegn íslenzkum fiskiskipum Vill að fiskikaupmenn neiti að kaupa íslenzkan fisk Ritari sambands togaraeigenda í Hull, Mr. Oliver, lét svo um- mælt, að það myndi hafa heppi- leg áhrif, ef íslenzkum skipum yrði neitað um afgreiðslu í Bret- landi og að fiskikaupmenn neit- uðu að kaupa af þeim fisk. Kvað hann nægilega hafa verið troðið á brezku þjóðinni að undan- förnu. Daw Tee Tee — bjargvættur munaðarlausra barna í 30 ár FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM byrj- aði einkemjileg þrenning að rannsaka ástandið í sorphverf- um Rangoon borgar. Þetta voru tveir karlmenn, sem jafnan voru mjög fámæltir, en hinn þriðji virtist vera unglingur. Hann dró húfu sína niður í augu og vafði klút upp að nefi, og virtist vera alveg mállaus. Þetta fólk læddist kringum ópíumholurnar og snuddaði fram og aftur um hliðarstrætin. UM HALLVEIGARSTAÐI Fyrir rúmum tveim árum skýrði ég lítillega frá því í Lög- bergi, hvað kvenfélögin á Is- landi hafa verið að gera í sam- bandi við fyrirhugaða byggingu Hallveigarstaða. Ég gat þess þar, að þetta væri og hefði verið um margra ára skeið eitt hið mesta áhugamál Bandalags kvenna í Reykjavík og landsins í heild sinni, og að sýslufélög, kvenfé- lög og einstaklingar hefðu lagt til þess ríkulegar gjafir. Átján kvenfélög hafa tekið höndum saman með það að koma þessu í framkvæmd. Aldarfjórðungur var þá liðinn frá því að þessu máli var fyrst hreyft; en vegna dýrtíðar og þess að nægilegt fé var aldrei fyrir hendi, var enn ekki byrjað að reisa húsið. Á til- gang fyrirtækisins var einnig minst: að taka á móti stúlkum, sem koma ókunnugar í höfuð- stað landsins og leiðbeina þeim við að koma sér fyrir, hvort heldur til náms eða í atvinnu- leit. Þarna verða íbúðir og gisti- herbergi fyrir námsstúlkur og aðkomustúlkur er dvelja Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Einnig eiga að verða fundarsalir, lestrarstofur og fleira í byggingunni. Þetta er nú í stuttu máli kjarni þessa máls og mun engum blandast hugur um að hér er um mjög þarft fyrirtæki að ræða. A þeim tveim árum, sem liðið hafa síðan ég var á íslandi, hefir enn ekki verið byrjað á verk- inu, en fjársöfnun hefir þó hald- ið áfram eins og áður, því þó seint gangi með þetta þá hefir engum þeirra, er að þessu vinna, komið til hugar að leggja árar í bát. Áhuginn er sá sami og jafn almennur og hann hefir ávalt verið frá byrjun. Fyrir nokkrum grum var farið fram á það við okkar kvenfélög hér vestra að þau leituðu fyrir sér um mögu- leika á því að taka þátt í þe'ssu fyrirtæki með fjársöfnun hér, og tók Sambands kvenfélagið vel í það að reyna að styrkja mál- efnið, og hefir það síðan haft málið með höndum. I bessu augnamiði hafði ég nokkrar samkomur í fyrrasumar norður á milli vatnanna, ásamt Ólafi Hallsson frá Eriksdale, þar sem við sögðum frá íslandsferð okk- ar og sýndi ég á þessum sam- komum ýmsa muni frá íslandi, sem ég hafði flutt með mér vestur. Góður rómur var gerður að þessu, og árangurinn af þessu hefir orðið sá, að ofurlítill sjóð- ur hefir myndast; tilraun til íJfjársöfnunar fyrir þetta mál verður nú gerð með því að Sam- bands kvenfélagið í Winnipeg efnir til tedrykkju í samkomu- sal kirkjunnar þann 21. maí. Meðal annars mun ég flytja þar erindi á ensku um ísland eftir miðjan daginn, og aftur á ís- lenzku að kveldinu. Þá mun ég einnig sýna þar ýmsa fallega muni tilbúna heima, vefnað og ýms önnur handverk, sem eru Hjálparsiarf vegna munaðarlausra. Nokkru síðar kom á daginn, að munaðarlaus börn, sem voru á flækingi í þessum hverfum, tóku að hverfa. Loks kom á dag- inn, að það var þessi undarlega þrenning, sem fjarlægði börnin. Mannveran með húfuna og tref- ilinn reyndist vera foringinn. En vasaþj ófarnir, eiturlyfj asalarnir og morðingjarnir í Rangoon upp- götvuðu aldrei, að þessi dular- fulli gestur var kona, sem meira að segja var gift prófessor við Rangoon-háskóla. Starfið, sem þrenningin vann, var til bjargar munaðarlausum börnum, er voru á flækingi í borginni. Bjargvættur barnanna. Þessi kona heitir Daw Tee Tee. Hún hefir verið við barnavernd- arnám í Lundúnum. Árið 1923 sneri hún sér til lögreglunnar og tjáði henni, hvað hún hefði í hyggju. Lögreglan bað hana ein- faldlega að forðast þessi hverfi, En þá fékk hún tvo menn til samstarfs við sig, og þrenningin brá sér öll í dularbúning. Uppeldisheimilið. Árið 1928 stofnaði Daw Tee Tee uppeldisheimili, sem á eng an sinn líka í Burma. Þar safn- aði hún saman börnum og ungl- ingum, sem hún hafði hrifið af glapstigum, og áður en langt um leið byrjaði lögreglan að senda henni flækingsbörn og afbrota- unglinga. Árið 1929 gaf auðugur maður stórfé til þessa heimilis, og þá komu fleiri til skjala og lögðu fram fjármuni og aðra aðstoð. Fyrir stríðið voru jafnan tvö hundruð unglingar í uppeldis- heimilinu og nutu þar kennslu í bóklegum og verklegum greinum. Stríðsárin. Rrið 1941 var fyrsta loftárásin gerð á Rangoon. Þá tóku ungl- ingarnir í uppeldisstofnuninni að sér hjálparstarf í borginni, en þegar óvinaherinn sótti fram, varð að flytja uppeldisheimilið til efri hluta Bqrma, og þaðan flýðu margir unglingar með her- sveitunum í Burma inn í Ind- land. ár. En nú er þetta heimili komið á lista UNESCO um þær stofn- anir, sem það veitti fyrirgreiðslu með sölu styrktarbréfa í ýms- um löndum. Það ijé, sem á þann hátt næst, á að nota til þess að gera Daw Tee Tee kleift að auka starfssemina og kaupa aftur allt, sem hún þarf til þess að reka fullkomna, verklega kennslu í uppeldismálinu. —TÍMINN, 3. apríl Lundúnum, 20. marz. Seint í gærkvöldi barst Morgun- blaðinu Reutersskeyti þess efnis að fiskveiðimenn í Hull hefðu hótað því að grípa til hefndarráðstafana gagnvart íslenzkum fiski- skipum. Ákvörðun þessi er t e k i n, segir í skeytinu, vegna hinna ný-yfirlýstu takmarkana gegn veiðum erlendra fiskiskipa við ís- land, sem felst í útvíkkun friðunarsvæðisins frá 3 míl um í 4 mílur. Brezka utanríkisráðuneytið hefir að svo komnu máli neitað að gera athugasemdir sínar við hinar nýju takmarkanir, sem tilkynntar voru á miðvikudag, en ganga í gildi 15. maí. — Tals- maður ráðuneytisins hefir látið svo ummælt, að ráðuneytið hafi málið til athugunar. —Mbl., 21. marz Helmingur Hull-floians siundaði þar veiðar Varaformaður sambands út- gerðarmanna, R. P. Ross, sagði, að brezkir togaraeigendur yrðu að stíga næsta skrefið. Ríkis- stjórn Islands, sagði hann, lokar fiskimiðum, sem eru dýrmæt við öflun úrvalsfisks og þar sem um helmingur alls fiskveiðiflotans frá Hull, hefir stundað veiðar sínar. Éslenzku frystihúsin meðal hinna fullkomnustu í heimi Hraðfrysiing malvæla á sér mikla framtíð Stutt samtal við P. P. PRATT Undanfarna daga hefir dvalið hér einn af starfsmönnum bandaríska stórfyrirtækisins General Soods, P. P. Pratt. Þetta fyrirtæki er eitt af stærstu mat- vælaframleiðendum Bandaríkj- anna. Það rekur meðal annars 18 stór hraðfrystihús og 14 tog- ara, sem eingöngu fiska fyrir frystihúsin. Heildarframleiðsla þess á hraðfrystum fiski á er um 20 þúsund tonn. Hinar frystu vörur þeirra eru seldar undir hinum alkunnu merkjum “Bird Eye” og “40 Fathoms.” — Mbl. átti í gær stutt samtal við Mr. Pratt og spurði hann um ýmislegt er Jýtur að matvæla- framleiðslu í Bandaríkjunum. íslenzku hraðfryslihúsin í fremsiu röð meiri neyzlu grænmetis og á- vaxta. Þráðurinn iekinn upp. Fljótlega er friður komst á í Burma hóf Daw Tee Tee starf sitt á ný. Viku eftir viku hafði maður að nafni Po Kwe staðið á hafnarbakkanum í Rangoon, ásamt hóp af óhreinum og tötra- legum drengjum, þegar skip komu af hafi. Þeir voru að bíða eftir Daw Tee Tee. Nú er allt starfslið hins nýja heimilis fólk, sem Daw Tee Tee hafði forðum bjargað frá tor- tímingu. Að húsum sínum kom hún rændum og stórskemmdum, og endurreisnarstarfið tók mörg — Ég hef undanfarið verið á ferðalagi á meginlandi Evrópu og í Englandi, m. a. til að kynna mér hraðfrysti-iðnað og fleira, er varðar matvælaframleiðslu þessara þjóða. I leiðinni fannst mér eðlilegt að koma við á ís- landi. Islendingar selja nú eins og kunnugt er töluvert af hrað- frystum fiski til Bandaríkjanna og keppa þar með við okkur, sem þá framleiðslu stundum þar. — Hvernig líst yður svo á okkar hraðfrysti-iðnað? — Ég get fullyrt, að þau frysti- hús, sem ég hef skoðað hér, eru meðal þeirra fullkomnustu og beztu, sem ég hef séð. Ég tel að vélaútbúnaður þeirra, fyrirkomu lag og ekki hvað sízt heilbrigðis- eftirlit, sé mjög fullkomið og til fyrirmyndar. Það vakti sérstaka athygli mína er ég skoðaði hið glæsilega frystihús Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, hve allt starfsfólkið þar var hrein- legt og snyrtilegt. — En hvað álítið þér um vör- una, sem við framleiðum í þess- um frystihúsum? — íslenzki fjskurinn er af- burða góð vara. Ég álít að varan-> legur markaður hljóti að vera fyrir hann í Ameríku. Hraðfrysting maívæla — Er hraðfrysting matvæla yfirleitt í vexti hjá ykkur? — Já, hún ryður sér stöðugt meira til rúms. Okkar fyrirtæki hraðfrystir, auk fisks, alls konar grænmeti, ávexti, kjúklinga og yfirleitt flestar tegundir mat-* væla aðrar en kjöt, að undan- teknu fuglakjöti. Um 45 þúsund kjúklingar eru frystir á degi hverjum. Fyrirtækið framleiðir ari um 85 tegundir matvæla. — Álítið þér að hraðfrysting matvæla sé framtíðar geymzlu aðferð? — Það held ég að megi full- yrða. — Hvaða fisktegundir frystið þið aðallega? — Þorsk, ýsu, steinbít, karfa, fiskflök o. fl. — Eru eingöngu notaðir togar- ar við öflun hráefnis? — Já, næstum eingöngu. Aðr- ■ar veiðiaðferðir eru varla notað- ar í Bandaríkjunum á hafi úti. Fiskurinn, sem við frystum er frá 2—6 daga gamall. Það þýðir, að skipin geta verið 4—5 daga að veiðum. Mér hefir fundizt mjög ánægju legt að koma hingað og fá tæki- færi til að kynnast íslenzkum hraðfrysti-iðnaði lítillega, segir Mr. Pratt að lokum. Umboðsmenn fyrirtækisins General Foods hérlendis eru H. Ólafsson og Bernhöft & Co. —Mbl. 13. marz Ævisögur Ævisögur hafa að geyma afar uppbyggilegan fróðleik. Þær sregða upp ljóslifandi mynd af lífinu. Þær sýna glögglega á- vexti og afleiðingar af athöfn- um manna. Menn geta iðulega verið sínir gæfusmiðir með því að verja vel eða illa þeim kost- um, sem standa til boða. Ég leiddist út í þessar hugleið- ingar af lestri æviþáttar Þorleifs ríka á Stóru-Háeyri. Ekki gekk Þorleifur ruddan veg, en varð þó með efnuðustu mönnum á íslandi. Þáttur þessi er greini- lega saminn. Þar er ekkert oflof eða last. Spilin eru lögð fyrir lesandann. Hann getur svo dreg- ið sínar ályktanir af því, sem sagt er. Iðulega hefir verið minst á Þorleif sem okrara og auðmann. Á þann hátt hefir mynd hans búið um sig í huga margra. Jón Pálsson hefir ritað stuttan og greinilegan þátt af Þorleifi. Hin fyrsta og sjálfsagða spurn- ing í huga lesandans er hvernig Þorleifur hafi komist yfir auð- æfi sín. Upp á þá spurningu gefur þátturinn svo greinilegt svar, að margt verður ljósara en áður. Þorleifur var vel vitiborinn og kominn af mannborlegu fólki, en var táplítill vegna fátæktar og skorts. Þannig útbúinn fer hann að leita sér brautargengis. Hann vistast hjá manni sem prettast um að gjalda honum verkalaun sín, en vísar honum á hina ömur- legu vergangsbraut, sem hefir komið mörgum góðum manni í strand. Ekki vill Þorleifur taka þann kost, til þess bar hann of mikla mannslund. Hann finnur sárt til vankunnáttu sinnar. Leitar hann enn á náðir manna til þess að fá uppfræðslu, en fær enga úrlausn. Þorleifur skilur nú að ekki er til annara að leita um efni sín. Hann verður að spila upp á eigin spýtur og af eiginn rammleik, öðrum er þar ekki á að skipa. Reynslan var nú búin að kenna honum að fara vel með efni sín þótt lítil væru. Hann tamdi sér reglusemi og sjálfsafneitun, og tókst með lagi að nurla saman dálitlu fé á þann hátt, en ekki var ávalt farið vægt í sakirnar. Menn voru samt fegnir að leita til hans í nauðsyn, vegna þess að Þorleif- ur gat ávalt veitt mönnum úr- lausn, en ekki var um kjörkaup að ræða. Hann fékk vörur sínar Framhald á bls. 8 Fiskineyzlan eykst ekki — Er fiskineyzlan að aukast í Bandaríkjunum? — Nei, það get ég ekki sagt. Meðal neyzla á mann er þar um 5 kg. á ári. Er þafj miklu minna en í flestum Evrópulöndum. — Kjöt hefir að vísu hækkað mikið í verði undanfarið. En það hefir fyrst og fremst í för með sér Minning Valgerðar Erlendson frá Skálholti Islands dætur, íslands synir óðum hverfa á braut. Auð eru rúm þá ættarhlynir erfa jarðarskaut. Vissa ein að orðstír lifir, er þeir hljóta gröfum yfir. Mæt var kona og mörgum betri, ég minning hennar tel mætasta á miklu setri — hún mörgum reyndist vel. Og þeim, sem sátu í sorgum hljóðir hún sönn og einlæg reyndist móðir. Nú ert þú geymd hjá guði þínum, þín góða trú fór aldrei leynt. Heim í sitt ríki safnar sínum, þín-saga, móðir, fyrnist seint. Þér munu allir lúta í lotning, í lífi og dauða varstu drotning. Einar Johnson frá Akurey

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.