Lögberg - 08.05.1952, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MAI, 1952
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SABGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift rltstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Dögberg” is printed and published by The Columbia Press I/td.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Rögnvaldur Pétursson:
FÖGUR ER FOLDIN - Ræður og erindi - Þorkell Jóhannesson
bjó lil preniunar - Bókaúigáfa Menningarsjóðs
Þessarar merku og fallegu bókar hefði átt að hafa
verið minst nokkru fyr, en þegar margt berst að og
lesturinn vitaskuld takmarkað tómstunda verk, dregst
eitt og annað á langinn, sem jafnvel hefði átt að skipa
fyrirrúm; heiti bókarinnar er einkar vel til fallið, því
svo unni höfundur hennar þessari fögru jörð og töfrum
hennar í mismunandi myndum.
Gísli Jónsson, sem var mjög handgenginn höf-
undi, fylgir bókinni úr hlaði með næsta greinargóðum
formálsorðum, er varpa nokkru ljósi á ýmis megin sér-
kenni dr. Rögnvalds, starfsaðferðir og viðhorf hans til
manna og málefna.
- Enginn sá, er langa samfylgd átti með dr. Rögn-
valdi, gekk þess dulinn, hve mikill vitsmunamaður hann
var; þetta kom jafnt fram í ræðu sem riti; hann hugs-
aði gaumgæfilega ráð sitt áður en hann kvað upp niður-
stöður sínar og varð honum þá eigi auðveldlega þokað
eftir það, því hann var í rauninni mikill málafylgju-
maður,
Dr. Rögnvaldur nýtur fyrir margra hluta sakir sér-
stöðu meðal þeirra manna af íslenzkum stofni, er ólust
upp í umkomuleysi frumbýlingsáranna vestan hafs;
hugur hans stefnir snemma til menta, hann nemur guð-
fræði, gerist Unitaraprestur og áhrifamikill kennimað-
ur; fræðimenska er honum í blóð borin, og verða það
einkum fornnorrænar bókmentir, er heilla huga hans;
hann dvelur árlangt við Harvard-háskóla og aflar sér
þar nokkurrar undirstöðumentunar í þeirri fræðigrein;
ekki lærði hann þar þó meðferð íslenzks ritmáls, slíkt
nam hann einkum af lífinu og sjálfum sér með kyngi-
lestri íslenzkra fræðibóka; áminst bók hans tekur af
öll tvímæli í þessu efni, því í flestum tilfellum mót^ast
hún af glæsilegu og ósjaldan skáldlegu málfari. Dr.
Rögnvaldur var bardagahetja og hefði vel mátt gera
að sínum orðum: „Skarphéðinn og postulinn Páll, það
eru mínir menn.“ Hann flutti djúphugsaðar og eftir-
minnilegar líkræður, en fegurst þeirra, er í bókinni
standa, þykir mér sú um Eyjólf Eyjólfsson Ólson, en í
henni er þessi undurfagri kafli:
„Kvöldvakan var orðin svo löng, ljóslaus, gleðisnauð
og tómlát, að hann þráði að mega ganga til hvílu. Man
ég enn mynd hans, er hann fyrir rúmu ári síðan, fékk
sér ekið út í grafreit þaT sem leifar ástvinanna hvíla
og bað að leiða sig að leiðum þeirra. Kraup hann niður
við leiðin og studdi höndum sinni á hvort. Sviptur sjón
var sem hann sæi eigi eingöngu niður á grafarbotninn
heldur út yfir gröf og dauða, en mynd hans þar á milli
leiðanna innan um sumargróðurinn var sem framkölluð
minning horfinnar aldar föl og draumkend, er eigi bar
blæ eða liti yfirstandandi tíðar. Það var gamalmenni
blint, barn, er þreifaði sig áfram í myrkri, hnotgjarnt
og þreytt, er komast vildi heim eftir að dimdi.
„Ég hefi engan, sem ég get leikið mér með lengur“,
er mælt að hafi verið síðustu orð skáldsins Mark
Twain. Þau gátu og verið orð hins aldna manns þá.
Það voru engir eftir, sem hann gat leikið sér með
lengur. Börnin öll komin heim, leikirnir endaðir, gleði-
hljómarnir þagnaðir, en höfgi og þreyta komin í þeirra
stað, og hann grét þar við grafirnar sem barn, sem
orðið er vilt og vill komast heim.
Yfir hvíld hans ber oss því eigi að harma, sú lausn
er fengin, er hann þráði, og vér vitum öll að hún er
alfullkomin. Hið fyrra er farið. Tár og andvörp og elli-
hrumleiki ekki framar til; dauðinn yfirstiginn, lífið
drotnar.“
Fögur og íhyglisverð er ræðan „Hið fyrirheitna
landið“, þar sem djúp rök og glæsilegur stílþróttur
fallast í faðma, en þar er meðal annars svo komist
að orði:
„Nóg er hverri þjóð að ráða innan takmarka sinna
bústaða, að „ráða einum steini og litlum lundi“, eins og
stendur í Fagurskinnu, og stendur það þeim ekki fyrir
þrifum.
Fyrirheitna landinu þarf ekki að lýsa, það hafa
ýmsir reynt og engum þó tekist til fulls. Svo vissulega
er það þó til sem maðurinn hefir fyrirheit um framför
frá því, sem var og er. Það er ef til vill ríkið, sem enn
er ekki af þessum heimi, landið, „þar sem sannleiki
ríkir og jöfnuður býr“, sem skáldið kvað, ríkið, sem
býr hið innra hjá yður. Samtíð vora og það skilja enn
eyðimerkur eða öllu heldur heiðar og öræfi. Hver þang-
að verður fyrstur vitum vér ekki. Hver þangað verður
síðastur vitum vér heldur ekki. Það skiptir heldur ekki
mestu máli. Enginn kemst þangað, er ber ánauðarok
á herðum; enginn er ber hlekki um háls; enginn, er
heyrandi ekki vill heyra og sjáandi ekki sjá; aðeins
þeir, er þroskun andans hafa öðlast og skilnings hafa
leitað, og glætt hafa réttlætið og siðferðisvitund sína.“
Þótt vitnað hafi verið hér aðeins í tvær ræður dr.
Rögnvalds, er mér persónulega þykir bera af, er ekki
ólíklegt að aðrir líti öðrum augum á silfrið og myndu
hafa valið eitthvað annað til fyrirmyndar, en frá mín-
RAGNAR RUDFALK: Ég síarfaði í Rússlandi I.
Við vildum berjast fyrir frelsið
En í siað þess að hjálpa okkur,
vörpuðu Rússar okkur í fangelsi
Fyrir nokkru kom út í Sví-
þjóð bók eftir Svíann
Ragnar Rudfalk, og vakti
hún geysilega eftirtekt. Höf-
undurinn hafði ætlað að
komast til Englands á stríðs-
árunum, til að berjast þar
með Vesturveldunum. Lagði
hann leið sína til Rússlands
með norskum félaga sínum.
í stað þess að hlaupa undir
bagga með þeim, vörpuðu
Rússar þeim í fangelsi og
sendu þá síðan í þræla-
vinnubúðir. í þessari grein
og fleiri, sem á eftir fara,
teknum úr bók Rudfalks,
geta menn kynnzt að nokkru
sælulífinu, sem kommúnist-
ar hvarvetna lofa sem mest.
Við höfðum fyrir skemmstu
farið yfir landamæri Rússlands,
Odd vinur minn Willassen
og ég.
Þetta var í júlílok árið 1943.
Við höfðum lagt af stað upp frá
Norður-Svíþjóð hálfum mánuði
áður. Við fórum á laun inn í
Finnland og tókst að komast
þvert yfir landið norðanvert, án
þess að lenda í vandræðum
vegna þýzku hersveitanna, sem
höfðu þar aðsetur. >
Odd var tvítugur norskur sjó-
maður, sem hafði flúið undan
áþján nazista í föðurlandi sínu.
Ég var skógarverkamaður frá
Svíþjóð hinni hlutlausu og
föðurland mitt hafði ekki orðið
fyrir árás nazista. En báðir átt-
um við ekki aðra ósk heitari en
að mega taka þátt í baráttunni
fyrir frelsinu.
Ætlun okkar var að ganga í
sveitir frjálsra Norðmanna, sem
voru þjálfaðar í Kanada. Eina
leiðin, sem opin var, lá um rúss-
nesku hafnarborgina Murmansk,
én þar bjuggumst við við að
hitta enskt skip, sem gæti flutt
okkur til Bretlands. Þetta hlaut
að verða langt og áhættusamt
ferðalag, en þar sem Sovétríkin
börðust um þessar mundir við
hlið Vesturveldanna, töldum við
ekki ósennilegt, að okkur mundi
takast fyrirætlun okkar.
Vonbrigði og leiðarlok
Við höfðum átt von á því, að
Rússar mundu taka okkur opn-
um örmum, en þeir opnuðu fyr-
ir okkur fangabúðir sínar, og
leiðarlok okkar voru ekki á víg-
völlunum, þar sem frjálsir menn
börðust við harðstjórn nazista,
heldur til fangabúða, þar sem
nafnlaus og óteljandi fórnardýr
þjáðust og dóu fyrir tilverknað
annarrar harðstjórnarstefnu, sem
er þó í grundvallaratriðum hin
sama.
En þetta var enn óorðið. Nú
vorum við nýkomnir yfir landa-
mæri Rússlands. Við vorum von-
góðir, þótt við værum þreyttir
og svangir, og blautir að auki,
því að fleka, sem við höfðum
smíðað til að komast yfir á eina
nærri landamærunum, hafði
hvolft undir okkur. Svo óheppi-
lega vildi til, að við það tæki-
færi mistum við bakpoka, sem
í voru vegabréf okkar og öll skil-
ríki, en við vorum ekki sérlega
kvíðnir þess vegna. Okkur lang-
aði einungis til að finna manna-
byggð og fá eitthvað í svanginn.
Þá mundum við fljótlega komast
til fyrsta áfangastaðar okkar —
Murmansks og ensks skips.
Fyrstu nóttina á rússneskri
grund sváfum við í mannlaus-
um herbúðum nærri landamær-
unum. Daginn eftir rákumst við
á símalínu og fylgdum henni.
Við komum til Tuloma-ár þann
1. ágúst eftir tveggja daga göngu
frá herbúðunum. Áin var of
breið og straumur of stríður, til
þess að við reyndum að komast
yfir hana.
Bundið fyrir augu
Þegar við stóðum á árbakkan-
um, og vorum að hugleiða, hvað
gera skyldi, heyrðum við allt í
einu áraglam. Víð hrópuðum og
kölluðum, og bráðlega komum
við auga á lítinn árabát. Við
veifuðum í áttina til hans með
litlum norskum og sænskum
fánum, sem við höfðum með-
ferðis. í bátnum voru fimm her-
menn, sem bentu okkur að stíga
um borð. Vorum við settir á
land neðan við ána, bundið fyrir
augu okkar og við leiddir til jarð
húss í skógi. Þar yfirheyrði rúss
neskur foringi okkur á lélegri
þýzku. Ég skildi ekki orð, en
Odd kunni lítið eitt í þýzku.
Við máttum hvílast í nokkrar
stundir, en síðan vorum við
látnir ganga norður á bóginn um
nótt. Morguninn eftir komum
við að hérbúðum, sem við töld-
um einhvers konar höfuðstöðv-
ar. Þar tók höfuðsmaður við yfir-
heyrslunni, og reyndi hann
ensku við okkur, en ekki gekk
það betur en með þýzkuna.
Þegar yfirheyrslunni var lok-
ið og við höfðum fengið að hvíla
okkur í nokkrar klukkustundir,
var enn haldið norður á bóginn
með okkur í litlum árabát, en
síðan vorum við settir upp í
stóran hervélbát. Vorum við
hinir ánægðustu, því að okkur
var jjóst, að við vorum að nálg-
ast Murmansk. Vorum við settir
á land í smábæ um 10 km. fyrir
sunnan Murmansk, en gleði okk-
ar varð brátt að engu, því að þar
fengum við í fyrsta sinn að
kynnast fangaklefa. Hafði þá
verið leitað á okkur í þriðja sinn,
og við vorum farnir að verða
kvíðnir. Það rann allt í einu upp
fyrir okkur, að við værum ekki
lengur frjálsir menn.
Enn vorum við spurðir í þaula,
að þessu sinni af túlki, sem
kunni norsku reiprennandi.
Hann var í borgaralegum klæð-
um, en við fréttum síðar, að hann
væri í NKVD, leynilögreglunni
rússnesku. Hann var vinsam-
legur við okkur, svo að við
spurðum hann um horfur á því,
að komast til Murmansk og sið-
an til Englands.
Til Murmansk — og NKVD
Kvaðst hann telja víst, að
okkur yrði hjálpað þangað. Það
stóð heima. Vörubíll með ströng-
um verði flutti okkur til Mur-
mansk — umdæmisstöðvar
NKVD. Við komum kl. 4 árdegis
þangað og var strangur vörður
hafður um okkur til kvölds.
Ekkert gerðist unz túlkurinn
kom og flutti okkur á brott í
annari vörubifreið. Vorum við
fluttir um 5 km. norður fyrir
Murmansk til braggaþorps, en
umhverfis það voru margfaldar
gaddavírsgirðingar og hár skíð-
garður.
Þarna vorum við rannsakaðir
vandlega. Okkur var skipað að
afklæðast og skoðuðu verðirnir
vandlega allar föggur okkar.
Héldu þeir síðan mestu af föt-
um okkar, og að auki úrum
okkar. Við vorum lokaðir inni í
klefa með einum litlum glugga
og skökkum bekk til að sitja og
sofa á. Hreinlætistæki voru
engin. Vildum við komast á van-
hús, urðum við að berja á dyrn-
ar til að gera vart við okkur.
Fyrstu nóttina sváfum við á
hörðum bekknum í öllum föt-
unum. Næsta dag kvörtuðum við
yfir þessu við stutta yfirheyrslu,
sem fangabúðastjórinn fram-
kvæmdi, og fengum við þá
madressu og tvö teppi.
Krafizt upplýsinga
um SvíþjóS
Ekkert gerðist fyrstu þrjá eða
fjóra dagana, en þá var ég sóttur
að næturlagi, og fór vörðurinn
með mig á fund konu í höfuðs-
mannsbúningi og fjögurra hátt-
settra foringja, sem sátu við
borð. Konan stjórnaði yfir-
heyrslunni, enda talaði hún
norsku reiprennandi. Lagði hún
mjög að mér — en þó ekki ó-
vinsamlega — að gefa hernaðar-
legar upplýsingar um Svíþjóð,
en því neitaði ég vitanlega.
Ekki var farið með mig aftur
til klefans, sem við Odd vinur
minn höfðum verið saman í.
Næstu þrjár vikur var ég hafður
einn í klefa, sísvangur og kvíð-
inn. Ég gat ekki gert mér annað
til dundurs en að berja á hurð-
irfS og fara á vanhúsið. Annars
drap ég tímann lengstum með
því að telja stundirnar og mín-
úturnar til næsta málsverðar.
Á morgnana fékk ég — eins
og aðrir fangar — 450 grömm af
svörtu brauði. Um hádegið kom
vörðurinn með súpu, soð af káli,
og klukkan sex fékk maður
annan skammt af þessari súpu.
Auk þess áttum við heimtingu
á 10 gr. af sykri á dag til þess að
setja út í heitt vatn, sem okkur
var borið með brauðinu.
FJAÐRAFOK
Það er margt einkennilegt í
þessari veröld, sem við lífum í,
og þó aðeins fátt af því í frásögur
fært. Hér eru nokkur dæmi um
óvanalega hluti, tínt saman frá
ýmsum löndum heims:
I gamla daga var siður að velja
borgarstjóra í bæ einum í Eng-
landi á mjög sérkennilegan hátt.
Farið var með umsækjendurnar
út fyrir bæinn, bundið fyrir augu
þeirra og þeim fengin heyvisk í
hendur. Síðan var leidd til þeirra
kýr, og þegar hún byrjaði að
slafra í sig heyið úr hendi ein-
hvers þeirra, var sá réttkjörinn
borgarstjóri.
☆
Maður nokkur, Shelton að
nafni, dó fyrir nokkru í Oregon
í Bandaríkjunum. Hann gaf eig-
ur sínar að sér látnum átta kon-
um, sem allar höfðu hryggbrotið
hann. I gjafabréfinu var komizt
svo að orði:
„Þessar konur hafa allar hafn
að bónorði mínu og stuðluðu með
því að því, að ég gæti lifað kyrr-
látu, friðsömu og áhyggjulausu
Hfi. Þær geta því með fullu
vænzt þakklætis míns, og hér
með læt ég það í té.“
☆
I París er stúlka, sem hefir
skapað sér góða atvinnu við að
kenna fólki að brosa rétt. Sjálf
er stúlkan mjög fríð sýnum og
bros hennar aðlaðandi. Hún full-
yrðir, að hún kennt fólki að
brosa á sama hátt á nokkrum
klukkutímum.
Flestir nemendur hennar eru
úr hópi ungs verzlunarfólks,
enda staðhæfir stúlkan, að sér-
hver maður, sem vilji koma ár
sinni fyrir borð við verzlunar-
störf og kaupsýslu, verði að vera
broshýr og elskulegur, hvernig
svo sem viðskiptavinirnir kunna
að vera.
um bæjardyrum breytti slíkt að engu bókmentagildi
þeirra ritgerða, sem ég hefi vikið að.
Þessi bók, sem er liðlega 400 blaðsíður að stærð,
er vönduð með ágætum að öllum frágangi og hún af-
vitkar engan, er með athygli les.
Bókin kostar í skrautbandi aðeins $4.50 og er til
sölu í Björnssons Book Store, 702 Sargent Avenue,
Winnipeg.
/ •
—VISIR, 18. marz
Sumarsýn
Flutt á sumardags jyrsta samkomu Kvenfélagsins „Eining“
Seattle, Washington
Draumalandið dýrra vona,
dætra þina. áttu trygð.
Móðurlandið merkra sona,
mannleg reynist þeirra dygð.
Feðramálsins áhrif yngja
ást í sál og hjartalag,
allir þá um yngstan syngja
Islands fyrsta sumardag.
Þá er stundin margs að minnast,
mönnum fengið — enn í vil —
lánið gott, er fær að finnast
fólkið, þetta tímabil,
svo hver öðrum óskir gefi
ákveðinn um stundarhag.
Syngja hvert með sínu nefi
sumarskáldin, þennan dag.
„Öll él birtir upp um síðir“
íslendingar vita bezt
þar, sem vondar vetrar hríðir
varla illu skjóta á frest.
Loks þá burt, er vetur víkur,
vorsól kemur hlý í garð,
og um landið ylinn strýkur
yfir það, sem frjósa varð.
Raknar jörð úr deyfðar dvala,
dynja margir fossar þá.
Þjóð, sem kaus þar aldur ala
undir taka sönginn má.
Glitra blóm um grænan völlinn
— gróðurmoldin undir býr —
þegar yfir fannkrýnd fjöllin
fuglinn heim í sveitir snýr.
Himin speglað hafið prýðir,
höfði standa fjöllin á,
Tíbrár dagur töfrum skrýðir
tignarlega landsins brá.
Verður ekki vini fátt um
vökumanni á mosabing,
fuglar syngja í öllum áttum
allan sólarhringinn kring.
r
Lengst í burtu bezt kann muna
blessun þá, er vorið gaf
fólk, sem má í fjarlægð una
fyrir utan Vínlands haf.
íslands minning menn ei gleyma —
myndast þar af ljóð og lag.
Allir vilja eiga heima
yndisfagran sumar dag.
Jón Magnússon, Seattle, Wash.