Lögberg - 29.05.1952, Side 6

Lögberg - 29.05.1952, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAÍ, 1952 LANGT f BURTU frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Bathsheba var að velta fyrir sér því ó- yndisúrræði að rykkja í pilsið og eiga á hættu, að það slitnaði af henni, en féll frá því sem óaðgengilegu. Pilsið, sem hún var í og hafði verið í, í veizlunni um kveldið var það veg- legasta, sem hún átti; engin önnur flík, sem hún átti, fór henni eins vel. Hvaða kona í sporum Bathshebu, sem að í eðli sinu eru ekki hugdaufar og svo að segja við dyrnar á sínu eigin húsi, hefði keypt lausn með slíku verði? „Hægan, hægan; það losnar bráðum sé ég er,“ sagði þessi rólegi nýi kunningi hennar. „Þessi hégómi ergir mig, og — og . . . „Vertu ekki reið!“ „Þú misbýður mér!“ „Ég gjöri það til að hafa ánægju af að biðja jafn glæsilega konu og þú ert fyrirgefn- ingar, sem að ég hér með gjöri auðmjúklega, ungfrú,“ sagði hann og hneigði sig djúpt. Bathsheba vissi ekki hvað hún ætti til bragðs að taka. Ég hefi séð margar konur um daga,“ hélt hermaðurinn áfram og horfði á hana enn alvarlegri en áður, „en ég hefi aldrei séð eins fallega konu eins og þú ert. Þú getur samsinnt það eða neitað því, látið þér líka það vel eða illa — mér er sama um það.“ „Hver ert þú þá, sem svo vel getur staðið þig við að fyrirlíta álit annara?“ „Ég er ekki ókunnugur hér. Ég er Sargent Tray. Og er staddur á þessum stöðvum um tíma — þarna! Það er loksins laust, sérðu. Þú varst fingraliprari en ég. Ég vildi, að það hefði verið hnútur hnútanna, sem að aldrei verður leystur.“ „Alltaf versnar það.“ Bathsheba reis upp og hann líka. Hennar umhugsunarefni var, hvernig að hún ætti að komast á heiðarlegan hátt í burtu frá honum. Hún fikraði sig smátt og smátt á hlið með luktina í hendinni, þangað til að hún sá ekki rauðu treyjuna lengur. „Ó, fagra kona; vertu sæl!“ sagði hann. Hún svaraði því engu, en hélt áfram að fikra sig í burtu frá honum, þangað til að hún var komin tuttuðu til þrjátíu faðma, þá sneri hún sér við og hljóp inn í hús sitt. Liddy var nýháttuð. Á leiðinni til herbergis síns opnaði Bathsheba dyrnar á herbergi Liddy lítið eitt og spurði: „Liddy, er nokkur hermaður staddur í bænum — einhver Sargent — frekar mann- borlegur fyrir Sargent og laglegur — í rauðri treyju með bláum röndum á ermunum?“ „Nei, ungfrú, ekki sem að ég veit um, en það getur samt verið Sargent Tray í sumar- leyfi sínu, þó að ég hafi ekki séð hann. Hann kom hér einu sinni í leyfi sínu, þegar fylking hans var í Casterbridge.“ „Já, það er maðurinn. Hann hafði efri- vararskegg — ekkert vangaskegg, og enga skeggbarka.“ „Já, hann hafði efrivararskegg.“ „Hverslags maður er hann?“ ,,Ó! ungfrú, ég blygðast mín fyrir að segja það — hann er spjátrungsmaður! En ég veit, að hann er fljótur að hugsa og lipur, og hefði getað grætt þúsundir eins og herramaður, eins gáfaður og glæsilegur eins og að hann er! Hann er læknissonur að nafninu til, en lávarðssonur í virkileika!“ „Sem að er miklu meira. Hugsa sér! Er það satt?“ „Já, og hann fékk gott uppeldi, var sendur á latínuskólann í Casterbridge í mörg ár og lærði þar allslags tungumál, og það er sagt, að hann hafi komizt svo langt, að hann hefði getað hraðntað kínversku, en ég þori ekki að stað- hæfa það, því það voru aðeins munnmæli. En hvað sem um það er, þá lagði hann enga rækt við lærdóm sinn eða vísdóm, en gekk í herinn, og jafnvel þar komst hann í Sargent-stöðu íyrirhafnarlaust. Það er mikil blessun að vera tiginborinn; tign blóðsins segir til sín jafnvel x hinum lægstu stöðum. Svo að hann er virki- lega kominn heim, ungfrú?“ „Ég held það. Góða nótt, Liddy!“ Eítir allt, hvernig átti glaðlynd stúlka að vera reið við nokkurn mann ævilangt.Það koma tilfelli þegar stúikur, líkar Bathshebu, gjöra sér að góðu allmikið af óvanlegri framkomu, þegar þær vilja að þeim sé hælt og þær yfirunnar, sem að stundum kemur fyrir, þegar þeim er alvara, sem að er sjaldan. Fyrri kendin var nú mest ráðandi hjá Bathshebu, með dálítinn eim af þeirri síðari. Og af tilviljun eða fordild þá var sá, sem upptökin átti, ennþá meira aðlað- andi fyrir það að hann var myndarlegur og hafði sýnilega átt betri daga. Hún gat þess vegna ekki skorið hreint úr því, hvort að það var hennar eigin meining, sem að hafði móðgað hana eða ekki. „Hefir nokkuð skrítnara komið fyrir!“ áagði hún við sjálfa sig eftir að hún kom inn í herbergi sitt. „Og hefir nokkurntíma nokkur hlutur verið eins vesællega af hendi leystur, eins og þegar að ég læddist í burtu frá þessum manni, sem var bæði almennilegur og vinsam- legur!“ Það var ljóst, að henni fannst ekki lof hans um sig nein móðgun nú. Það-var háskaleg yfir sjón af Boldwood, að segja henni aldrei, að hún væri fögur. XXV. KAPÍTULI Gerð og bygging Trays og lífsreynsla hans höfðu hjálpast til að gjöra hann að sérstæðri persónu. Endurminningar voru honum byrði og íramtíöarhugsanir óþarfi. Tilfinning, athugun og umönnun fyrir öllu því, sem að auga hans leit, var honum aðeins snerting líðandi stund- ar. Lífsskoðun hans var augnabliks-athugun, umhugsun um liðinn tíma eða komandi tíð, sem að gjörir hið liðna sameiginlegt því yfirstand- andi og framtíðina athugunarverða, átti ekk- ert ítak í huga hans. Hjá honum var hið liðna. dagurxnn í gær, og framtíðin dagurinn á morgun. Frá þessu sjónarmiði, mátti líta á hann sem einn af þeim gæfuríkustu mönnum sinnar stéttar. Því að það má segja með miklum lík- um, að endurminningarnar séu frekar sjúk- dómur heldur en ágóði, og að vonirnar í þeirra einu hugþekku mynd — algjörðu trúnaðar- trausti — séu nálega óhugsanlegar, þar sem að ímynd vonarinnar sameinast þolinmæði, áform forvitni sem flögrar stöðugt á milli velþóknun- arinnar og sársaukans. Sergeant Tray, sem var alveg saklaus af því að temja sér vonarþrána, varð heldur aldrei l'yrir vonbrigðum. Til mótsetningar við þann neikvæða vinning var máske ákveðið tap á hinni fullkomnari smekkvísi og því, sem að henni fylgdi. En takmörkun á hæfileikum, er aldrei viðurkennt sem tap af þeim, sem tapað hafa; í þessum kringumstæðum var hans sið- ferðilega eða fagurfræðilega upplag í mótsetn- ingu við hið efnalega, því að þar sem þannig er ástatt fyrir finna ekki til þess, en hinir, sem hafa meðvitund um það gleyma því, svo að það eykur þeim enga erfiðleika. Það er ekki að neita sér um neitt, að hafa aldrei átt það; og það sem að Tray hafði aldrei átt, þess sakn- aði hann ekki; en af því að hann var sér þess fyllilega meðvitandi, að hann nyti þess, sem að skynugt fólk færi á mis við, þá sýndust hæfileikar hans, þó að þeir væru minni, meiri en þess. Hann var sæmilega sannorður, þegar við mepn var að eiga, en lýginn eins og Eretan við kvenfólk — siðferðisfyrirkomulag, sem um iram allt átti að opna honum dyr glaðværðar íélagslífsins undir eins og að hann kom þar inn; og möguleikarnir á unninni velþóknun, stóðu aðeins í sambandi við framtíðina. Hann steig aldrei yfir línuna, sem að skilur fáguðu ósiðina frá þeim ljótu, og þó að siðferði hans gæti naumast heitið lofsamlegt, þá höfðu menn oft brosað háðslega, þegar um siðferðis- fágun hans var rætt. Þessi aðstoð hafði leitt til þess, að á hann var litið sem fyrirmynd annara kvendýrðlinga honum til vegsemdar, írekar en til siðferðislegs ávinnings fyrir aðra. Hugmyndir hans og hneigðir höfðu sjaldan mikil gagnstæð áhrif; þær hofðu sagt skilið hvor við aðra á friðsamlegan hátt fyrir löngu. Svo að það kom stundum fyrir, að þó að á- form hans væru heiðarleg í alla staði, að þá gat hvaða athöfn sem var, átt skuggalegan upp- runa, sem gjörði hana mjög ábærilega. Hin lastafulla framkoma Sergeants-ins stafaði frá stundaráhrifum, en hin dyggðuga framkoma hans frá rólegri hugsun, hneigðin til hinnar síðarnefndu var hæglát, sem oftar heyrðist um, en sást. Tray var athafnamaður, en athafnir hans hneigðust í áttina til hinnar hægfara þróunar, og voru aldrei byggðar á grundvelli frumhugs- unarinnar, þær voru alltaf framkvæmdar eða byggðar á þeirri ástæðu, sem augnabliksástæð- urnar gáfu efni til. Þess vegna var það, að þó að málsnild hans væri stundum mikil, sökum þess að hún var honum ósjálfráð, þó varð minna úr framkvæmdunum, sökum vanmáttar hans á að stjórna athafnaviðleitninni. Hann var fljót- ur að skilja og átti yfir nokkru skapburða-afli að ráða, en skorti hæfileikann til ag sameina þá eiginleika, skilningurinn lenti í smámunun- um og beið viljans til leiðbeininga, en aflið eyddist við að gefa skilningnum engan gaum. Hann var furðu vel ttienntaður fyrir miðlungs- stéttarmann — og sérstaklega vel fyrir algeng- an hermann. Hann var vel máli farinn og tal- aði mikið. Hann gat á sinn hátt verið eitt, en sýnst annað; t. d. gat hann talað um ást, en hugsað um miðdagsmat: sagt húsbóndanum að líta á konuna sína, vera ólmur að borga, en ætla að skulda. Hið undursamlega afl hróssins, í sambandi við kvenfólkið er svo alment viðurkennt að fjöldi fólks endurtekur það eins ósjálfrátt og fornöfn, eða að það segir að það sé kristið og því um líkt, án þess að hugsa mikið um hina afarmiklu þýðingu, sem felst í því hugtaki. Því síður tekur fólk hana til greina til betrunar þeim, sem að í hlut eiga. Flestir leggja slíka hugsun á hilluna rrxeð öðru dóti, sem þar liggur og þarf sérstakt átak til að láta menn muna eftir og skilja. Þegar dálítil hugsun fylgir hug- takinu, þá virðist það vera í samræmi við þann skilning, að þetta hrós verði að vera í hófi til þess að það hafi áhrif. Það er mönnum til heið- urs, að fáir þeirra reyna að ráða þessu spurs- máli til lykta með því að prófa það sjálfir, og það er þeim til ánægju máske, að slys hefir ekki ráðið því til lykta fyrir þá. Þrátt fyrir það getur maður, sem er hræsnari og hellir ósönnu og heimskulegu hóli um fegurð á konur eða konu, kænlega náð valdi yfir henni, sem gengur djöfulæði næst, eins og því miður svo oft hefir sýnt sig. Og sumir hrósa sér af því að hafa náð þessu valdi með aðferð þeirri, sem að framan er minnst á og hlakkandi halda tilraunum sín- um áfram með hinum hryllilegustu afleiðing- um. Einn slíkra manna var Sergeant Tray. Menn höfðu heyrt hann segja, „að eini vegurinn til þess að eiga við kvenfólkið, ef hólið ekki dyggði, væri að blóta þeim og formæla. „Breyttu sanngjarnlega við þær, og þú ert eyði- la^ður maður,“ sagði hann. Þessi persóna gerði sig kunnuga í Weather- bury undir eins og að hún kom þangað, viku eða svo eftir að fjárrúningunum hjá Bathshebu var lokið. Boldwood var farinn í burtu og það var eins og ömurlegum þunga væri af henni létt, svo að hún fór út á engjarnar og stóð við limagarðinn og horfði á fólk sitt við heyvinn- una. Það voru menn og konur, nálega sinn helmingurinn af hvoru — bognum og hlykkj- óttum mönnum og konum með hettur með slöri yfir, sem að náði ofan á herðar. Coggan og Mark Clark voru að slá á engi, sem að nær henni var, og var Clark að raula vísíu í takt við hreyfingu orfsins, en Jan reyndi ekki til að leika það^eftir. Á engjablettinum, sem að næst henni var, var verið að taka heyið saman, kon- urnar rökuðu því í drílur og garða, en menn- irnir hentu því upp á vagnana. Fyrir aftan vagn- ana sást ljósrauðum bletti bregða fyrir og vera að vinna eins og heimamenn — það var Sert geantinn hugprúði, sem að hafði komið að hjálpa til við heyvinnuna að gamni sínu; og enginn gat neitað því, að hann var að inna af hendi þarflegt verk fyrir húsmóðurina á þessum annatíma. Undir eins og að Bathsheba kom út að teignum, sá Tray hana. Hann stakk heykvísl sinni niður í engið, tók göngustaf sinn og kom áleiðis til hennar. Bathsheba hálfreiddist, en roðnaði þó og leit niður fyrir sig. XXVI. KAPÍTULI „Ó, ungfrú Everdene!“ sagði Sergeantinn og bar hendina upp að húfunni. „Mér datt ekki í hug, að það hefði verið þú, sem að ég var að tala við hér um kveldið. En samt, ef að ég hefði hugsað nokkuð, ,Drottning kornmarkað- arins* (sannleikurinn er sannleikur bæði á nóttu og degi, og ég heyrði þig nefnda því nafni í Casterbridge í gær) Drottning kornmarkaðar- ins, segi ég, getur ekki verið nein önnur en þú, Ég kem hér nú til að biðja þig þúsund sinnum að fyrirgefa, að ég skyldi leyfa mér að ávarpa þig svo hranalega fyrir alókunnugan mann. Ég er að vísu ekki ókunnugur hér í bænum — ég er Sergeant Tray, eins og að ég sagði þér, og ég hjálpaði föðurbróður þínum oft og margsinnis þegar ég var drengur. Eins og að ég hefi hjálpað þér í dag.“ „Ég býst við, að ég verði að þakka þér fyrir það, Sergeant Tray,“ sagði Drottning kornmark- aðarins heldur þurrlega. Sergeantinn leit út eins og að honum hefði þótt miður, en hann svaraði: „Vissulega ekki, ungfrú Everdene. Hví skyldir þú halda, að þörf væri á því?“ „Mér þykir vænt um, að svo er ekki.“ „Hvers vegna? ef ég má spyrja, án móðg- unar.“ „Vegna þess að ég vil ekki þurfa að þakka þér fyrir neitt.“ „Ég er hræddur um, að ég hafi sært með tungunni sár, sem að hjarta mitt getur aldrei grætt. Ó, það er óþolandi að óheppnin skuli elta mig fyrir að segja við stúlku í allri ein- lægni að hún sé fögur! Það er nú allt, sem að ég sagði, þú verður að kannast við það, og sjálfur verð ég að viðurkenna, að annað gat ég ekki sagt.“ „Það er sumt tal, sem að ég get verið án, frekar en peninga.“ „Er það svo? Þetta er að breyta um um- talsefni.“ Nei, það meinar, að ég vil heldur vera vina- laus, en hafa þína fylgd.“ „Og ég vildi heldur fá hrakyrði frá þér, heldur en koss frá öðrum konum; svo að ég ætla að vera kyrr.“ Bathsheba varð alveg orðlaus, en hún gat ekki hjá því komist að finna til þess, að hjálpin, sem að hann veitti henni, gjörði henni ómögu- legt að beita hann harðneskju. „Jæja, ég spái að það sé til hól, sem er ó- kurteist og það er mitt hól, ef til vill, en á sama tíma er til framkoma, sem er ósanngjörn, og það er þín framkoma máske. Vegna þess að almennur orðfrekur maður, sem aldrei hefir lært að dylja hugsanir sínar og orð, segir það sem að honum býr í brjósti, án þess virkilega að meina það, þá á að kasta honum fyrir Ætternis- stapa eins og óbótamanni.“ „Það er sannarlega ekki um neitt slíkt að tala, að því er okkur snertir,“ sagði hún og sneri sér frá honum. „Ég leyfi ekki ókunnug- um mönnum að sýna mér áreitni eða ósvífni — jafnvel ekki þó að þeir séu að hrósa mér.“ „Ó, já, það er ekki sannleikurinn heldur meðferð hans, sem að móðgar þig,“ sagði hann kæruleysislega. „En ég hefi þá sorglegu ánægju af að vita, að orð mín, hvort heldur að þau voru móðgandi eða geðþekk, voru áreiðanlega sönn. Hefðir þú viljað að ég hefði horft á þig og svo sagt félögum mínum, að þú værir mjög algeng stúlka, til þess að varna því, að þeir störðu á þig þegar þeir mættu þér? Nei, ekki ég. Ég gæti ekki logið svo heimskulega um fegurðina til þess að eggja eina einustu konu á öllu Englandi til of mikillar hógværðar.“ „Þetta eru allt látalæti, — sem að þú ert að segja!“ sagði Bathsheba og hló gegn betri vitund að kænsku-aðferðum Sergeantsins. — „ímyndunarafl þitt er einkennilegt, Sergeant Tray. Hvers vegna gastu ekki farið fram hjá mér um kveldið þegjandi? — Það var allt, sem að ég meinti að ásaka þig fyrir.“ „Vegna þess að ég ætlaði mér ekki að gjöra það; helmingurinn af ánægjukenndinni er í því fólginn, að geta notið hennar á mínútunni og ég lét það eftir mér. Það hefði engu máli skipt, þó að þú hefðir verið í algjörðri mótsetningu við það, sem að þú ert — verið bæði gömul og ljót. Mér hefðu farizt orð á sama hátt.“ „Hvað er langt síðan að þessi tilfinninga- ofsi kom yfir þig?“ „Hann hefir verið förunautur minn síðan ég var nógu gamall til að greina fegurð frá vansköpnun.“ „Það er vonandi að þessi mismunarkennd þín, sem þú ert að tala um, nái lengra en til andlitsins — nái líka til siðfágunarinnar.“ „Ég vil ekki tala um siðfágun eða trúar- brögð — hvorki mín né annara; þó að ég hefði máske verið vel kristinn maður, ef að þið lag- legu konurnar hefðuð ekki gert úr mér átrún- aðargoð.“ Bathsheba gekk áfram til að dylja skemmt- unarfjörið, sem ætlaði að verða nærri óviðráð- anlegt. Tray kom á eftir og veifaði göngustaf sínum. En, ungfrú Everdene — þú fyrirgefur mér?“ „Naumast.“ „Hvers vegna?“ „Þú segir hvers vegna líka.“ „Ég sagði að þú værir fögur og ég segi það ennþá, því þú ert það! Sú fegursta kona, sem að ég hefi augum litið. Ég má falla dauður niður á þessari stundu, ef að það er ekki satt! Já, það veit.......“ ..Nei, nei! Ég hlusta ekki á þetta, þú ert svoddan slúðrari,“ sagði hún óróleg út af því að hlusta á hann og einnig smeik við, að hann mundi hætta. „Ég segi aftur, að þú ert töfrandi fríð kona. Það er ekkert sérstakt við þá staðhæfingu mína — er það? Ég er viss um, að sannleikur- inn ber mér vitni um það. Ungfrú Everdene, ég hefi máske látið meiningu mína í ljósi með of miklum ákafa til þess að hún sé þér þóknan- leg og þár að auki of ófullkomna til að sann- færa þig, en hún er vissulega einlæg og því er ekki hægt að fyrirgefa hana?“ „Vegna þess, að hún er ekki sönn,“ sagði Bathsheba lágt, eins og stúlkum er títt. „Ó, sus-su! Er það verra fyrir mig, að brjóta hið þriðja af hinum ægilegu tíu boðorðum, heldur en fyrir þig, að brjóta hið níunda?“ „Jæja, mér finnst það ekki vera satt um mig, að ég sé töfrandi," sagði hún með uttdan- færslu. Þér finnst það ekki: Ég segi þá með allri virðingu, ungfrú Everdene, að það er sökum yfirlætis þíns. En þú hlýtur að hafa heyrt hvað allir segja, og þú ættir að taka umsagnir þeirra trúarlegar.“ „Þeir segja það ekki beint út.“ „Ó, jú, þeir hljóta að gjöra það!“ „Ég meina, að þeir segja það ekki við mig, eins og að þú gerir,“ hélt hún áfram og lét þannig draga sig lengra inn í þetta umræðu- efni, þvert á móti ásetningi sínum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.