Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.05.1952, Blaðsíða 7
íjÖGBERG, FIMTUDAGIJNN. 29. MAI, 1952 7 Kínverskir sjóræningjar Flót-finn úr sæíuríki kommúnismans Hafa sjóræningjar við Bias Bay eignast nýja drottningu? Sú fregn var nýlega birt í heimsblöðunum, að kínverskir sjóræningjar hefðu hertekið far- þegaskip, er var í förum milli Hong Kong og Yokohama og haft á burt með sér allmarga farþega. Völdu þeir einkum úr þá, sem voru vel efnum búnir eða áttu ríka aðstandendur, enda var leikurinn til þess gerður að heimta ríflegt lausnargjald fyrir þá. Þetta gjald hefir nú verið greitt fyrir þá flesta. Meðal þeirra, sem teknir voru til fanga, var einn af starfsmönnum banda rísku utanríkisþjónustunnar og hefir Bandaríkjastjórn orðið að kaupa hann úr haldi fyrir all- hátt gjald. Atburður þessi rifjar það upp, að sjóræningjar eru ekki enn úr sögunni, þótt á flestum höf- um heyri þeir orðið fortíðinni til fyrir löngu. Við Kínastrendur hafa þeir þó hafst við til skamrns tíma. Áðurnefndur atburður sýnir, að þeir eru ekki útdauðir enn. Það hefir annars vakið sér- staka athygli á kínversku sjó- ræningjunum á síðari áratugum, að þeim hefir yfirleitt verið stjórnað af konum. Margar kín- verskar sjóræningjadrottningar hafa hlotið mikla frægð og fjöl- lesnar bækur verið skrifaðar um sumar þeirra. Það virðist ekki úr vegi að rifja upp nokkur at- riði úr sögu þeirra. Ræningjarnir í Bias Bay Sjóræningjar hafa jafnan haldið til við strendur Kína, en þó færðist það mjög í vöxt á ár- unum milli heimsstyrjaldanna. Aðallega héldu þeir þá til í Bias Bay, sem er flói mikill norður af Hong Kong. Sigling er erfið um þetta svæði vegna skerja og þar eru víða víkur og vogar, sem mynda góða felustaði. Héruðin, sem liggja að flóanum eru af- skekkt og ógreið umferfiar. Yfir- völdin létu því lítið til sín taka á þessum slóðum og sjóræningj- arnir gátu því farið sínu fram að mestu leyti. Borgarstyrjöldin milli Chiang Kai Sheks og kommúnista jók mjög verulega liðstyrk sjóræn- ingjanna. Margir kommúnistar, sem áttu lögreglu Shiang Kai Sheks yfir höfði sér, leituðu þangað, og einnig liðhlaupar úr her hans. Sjóræningjarnir í Bias Bay höfðu umboðsmenn í öllum ná- lægum höfnum og fylgdust því vel með öllum skipaferðum á hafinu út af Bias Bay. Þegar vel þótti bera í veiði, héldu þeir flota sínum, sem oft var mynd- aður af tugum smáskipa, í Veg fyrir skipin og rændu þau. Upp- lýsingaþjónusta þeirra lét þá að sjálfsögðu vita, hvort herskip myndu vera á þessum slóðum um líkt leyti. Yfirleitt heppnuð- ust þessar ránsferðir því furðu vel. Li Min Fyrsta sjóræningjadrottning- in, er nokkuð kvað að, var Li Min. Hún var komin af aðals- ættum, hafði gengið ung í komm únistaflokkinn og tók þátt í bar- áttu hans gegn Chiang Kai Shek. Hins vegar vildi hún ekki fylgja kommúnistum til Norður- Kína, heldur kaus hún að setj- ast að við Bias Bay, ásamt all- mörgum fylgismönnum sínum. Brátt varð hún sjálfkjörin leið- togi sjóræningjanna þar. Floti hennar taldi tugi skipa, sumra allstórra, og gerðist hann brátt athafnasamur. Sjóránum fjölg- aði stöðugt og fengu eftirlitsskip Breta ekki rönd við reist. Að lokum gerðist þó Li Min og fífldjörf. Hún ákvað að her- taka kanadíska stórskipið „Em- press of Canada,“ er var 36 þús. smál. Skipið var í förum milli Manila og Shanghai með við- komu í Hong Kong. í Manila réðust margir af liðsmönnum Li Mins á skipið sem hásetar, en aðrir komu með sem farþegar. Ætlunin var, að þeir gerðu upp- reisn um borð á tilsettum tíma og um líkt leyti umkringdi sjó- ræningjaflotinn skipið. Þetta átti að gerast nokkru eftir að skipið færi frá Hong Kong. Á leiðinni milli Manila og Hong Kong komst brezka leynilög- reglan að því, að ekki myndi allt með feldu. Þegar skipið var að leggja úr höfn, réðst stór flokk- ur brezkra sjóliða til uppgöngu og tók að rannsaka vegabréf og farangur farþega og skipverja. Um líkt leyti gerðist það að krn- versk kona, er var meðal far- þeganna, fleygði sér fyrir borð. Það upplýstist seinna, að þetta hafði verið Li Min, er kaus held- ur að fremja sjálfsmorð en að lenda í höndum Breta. Hún hafði ætlað sér að stjórna hertökunni. Þetta gerðist árið 1928. Li Min er þannig lýst, að hún hafi verið óvenjulega fríð, gáfuð vel og hin stjórnsamasta. Nokkru eftir fráfall Li Mins kom ný sjóræningjadrottning til sögunnar í Bias Bay Það var Tang-Tchin-tshiao, er var ættuð frá Shanghai og hafði fengist þar við háskólanám. Hún var að- eins 26 ára, er hún gerðist fyrir- liði sjóræningjanna. Hún var annáluð fyrir grimmd og kom það ekki ósjaldan fyrir, að hún skar höfuðin af föngum er ekki gátu greitt lausnargjald. Sumar sögurnar af grimmd hennar eru hinar ótrúlegustu. Hún neytti ópíums í stórum stíl og var hin mesta nautnamanneskja á flest- um sviðum. Eftir því, sem vegur hennar óx, fór hún óvarlegar. Árið 1935 klófestu Bretar hana og var hún dæmd til að hálshöggvast. Þótti sá dómur maklegur. Nokkru áður en Tang-Tchin féll frá, var ný sjóræningja- drottning komin til sögunnar við Bias Bay. Það var Lai Cho- San. Hún hefir ofast verið talin mikilhæfugt þessara ævintýra- kvenna. Liðsmönnum hennar var mjög vel stjórnað og hún hafði mjög góða upplýsinga- þjónustu. Á árunum 1933—’37 tókst henni að fremja hvert sjó- ránið öðru meira. Þrjár ríkis- stjórnir, þ. e. stjórnir Kína, Japans og Bretlands, hétu þeim stórum fjárhæðum, er gætu tek- ið hana til fanga eða lagt hana að velli. Bæði kínversk, brezk og japönsk herskip leituðu oft að flota hennar, en án árangurs. Loks tókst japanskri flotadeild að hafa uppi á honum á nýárs- dag 1938. Bardaginn varð ójafn, en Lai Cho-San barðist samt til seinustu stundar. Þegar skip hennar var að því komið að sökkva, setti hún byssuhlaupið Skógræktin á íslandi var á dögum Jónasar Hallgrímssonar aðeins skáldadraumur. Viðhorf- in voru enn hin sömu um alda- mótin, þegar Hannes Hafstein túlkaði í ljóði þá skáldlegu sýn, að sárin foldar myndu gróa og menningin vaxa í lundum nýrra skóga. Nú er þetta breytt og skógræktin að minnsta kosti komin á svið merkilegrar áætl- unar. Almennur áhugi á skóg- rækt er kominn til sögunnar, mætir menn hafa unnið stórfellt brautryðjendastarf á vettvangi hennar, og nú efast enginn um, að hægt sé að láta dalina fyll- ast skógi, þegar fram líða stundir. Draumsýn skáldsins er orðin að takmarki veruleikans. Forustumenn skógræktarmál- anna hafa gert áætlun um rækt- un nytjaskóga, sem fullnægi viðarþörf landsmanna eftir hundrað ár; en áætlun þessi er nú til athugunar hjá ríkisstjórn- inni og mun verða lögð fyrir næsta alþingi. Leiðir hún í ljós, að hér muni unnt að rækta allt að 90% af skógviði þeim, sem íslendingar þarfnast. Leggur skógræktarfélagið til, að hluta af timburtollinum verði varið til þess að margfalda afköst plöntu- uppeldisstöðvanna í landinu og síðan til að hefja stórfellda ræktun nytjaskóga með fyrr- nefnt takmark fyrir augum. Auðvitað myndu þessar fram- kvæmdir kosta mikla fjármuni; en sannarlega þarf þó enginn að láta þá vaxa sér í augum, þar eð fyrirsjáanlega yrði mikill gróði að þessu þjóðarfyrirtæki, miðað við núgildandi verðlag á timbri, og er þó sagan ekki þar með öll sögð, því að flest rök benda til þess, að þurrð muni verða á skógviði í nágrannalönd- unum í næstu framtíð og timb- urverðið þar af leiðandi stór- hækka. Timburinnflutningurinn nemur nú um fimmtíu milljón- um króna á ári hverju. Má því öllum liggja í augum uppi, hví- líkt gildi hin stóraukna skóg- rækt kemur til með að hafa frá sjónarmiði fjárhags og gjald- eyris, þó að ekki sé minnzt á hinn óbeina hagnað hennar, sem ekki verður síður mikils virði. Skógarbeltin munu gera skilyrði annarrar ræktunar margfalt betri en þau nú eru, breyta ör- foka landi í tún og akra og færa berar lendur í tignarleg skrúð- klæði. íslenzkir blaðamenn hafa á- kveðið að leggja skógræktinni það lið, sem í þeirra valdi stendur. Þeir helguðu henni ár- lega kvöldvöku sína í útvarpinu annan páskadag, og á fundi sínum um síðustu helgi hlýddu þeir á greinargerð forustumanna skógræktarfélagsins og land- búnaðarráðherra um hina at- hyglisverðu áætlun varðandi stórfellda aukningu skógræktar- innar á komandi árum. Hún hef- ir síðan verið rakin ýtarlega í blöðunum, svo að landsmenn eiga þess kost að kynna sér málið. Fyrir blaðamönnunum vakir að kveðja nýmælum skóg- ræktarinnar hljóðs með þjóð- inni og láta hana fylgjast með starfi þeirra, sem hafa veg og vanda þessarar þjóðnýtu starf- semi. Þannig hafa þeir lagt frá sér vopnin og snúið bökum sam- an í baráttunni fyrir einu stærsta og merkilegasta fram- faramáli þjóðarinnar. við ennið og hleypti af. Alls var hún þá búin að hertaka yfir 50 skip, svo að mál var til komið, að hefta starfsemi hennar. Eftir fráfall Lai Cho-San dró mjög úr sjóræningjahernaðin- um. í fyrra voru þó tvö stór farþegaskip rænd og nú hefir bætzt við þriðja skipið. Sumar sagnir herma, að sjóræningjarn- ir við Bias Bay hafi nú fengið nýja drottningu, en aðrar, að það sé sonur Lai Cho-San, er veiti þeim nú forustu. Almenningur hefir þegar sýnt svo mikinn áhuga á skógrækt- inni, að ekki þarf að efast um liðveizlu hans. Þjóðin vill og vonar, að skáldadraumar Jónas- ar Hallgrímssonar og Hannesar Hafsteins um fagran dal fylltan skógi, grædd sár foldarinnar og aukna menningu í lundum nýrra skóga verði veruleiki. Nú eru horfur á, að svo verði á skemmri tíma en nokkurn mun hafa órað fyrir. En til þess að því tak- marki verði náð, þurfa íslend- ingar að snúa bökum saman x baráttunni fyrir skógræktinni og sýna þann stórhug, er hæfir þessu merkilega máli. —Alþbl., 24. apríl 75 ára í dag Það var bjart yfir vorinu og sumrinu 1907. Ungur sænskur lögfræðingur af ágætu bergi brotinn var þá farinn að rita um fullveldi íslands. Jafnvel hinn mikli og ágæti íslandsvinur, Konrad Maurer, með hina miklu frelsisunnandi þýzku þjóð að baki sér, hafði aldrei tekið sér þetta orð í munn. Nú heyrðist þetta orð í fyrsta sinn af vörum útlendings og það í hárbeittri og svo rökfastri og í alla staði vísindalegri rökræðu, að hver sem vildi sjá og heyra sannleik- ann, hlaut að sannfærast. Þetta kom illa við kaun margra Dana, er gert höfðu sér það að keppikefli, að falsa sögu og réttarsögu íslands og hafa lagarétt íslands að engu, svo sem var t. d. um Knud Berlin og marga hans nóta í ábyrgðar- miklum stöðum. En hér á landi var það andi Ragnars Lundborgs, er sveif ýfir vötnunum. Við sem lifðum þessa straumhvarfatíma munum aldrei gleyma því, hve þá var bjart yfir og sól og vor fram- undan. Við gleymum aldrei blá- hvíta fánaum og fánasöng Einars Benediktssonar, Aftureldingu Guðmundar Hannessonar, Ing- ólfi og baráttu Benedikts Sveins- sonar, Bjarna frá Vogi, Þing- vallafundinum, konungsræðunni á Kolviðarhóli og því hvernig nafn Ragnars Lundborgs var beint og óbeint tengt við þessa ljúfu vorboða og hversu heitt og hjartanlega vér rendum þá huga vorum til hins snjalla og ótta- lausa íslandsvinar í Svíþjóð. Og aldrei verður það ofmetið, hvað vér eigum Ragnari Lund- borg og baráttu hans fyrir frelsi, heiðri og rétti lands vors að þakka. Og því lengra sem líður, því meira mun starf hans og barátta fyrir þjóð vora verða elskað og virt. En Ragnar Lundborg lét sér ekki nægja að rita um fullveldis- réttindi íslands í blöð og tíma- rit á Norðurlöndum. Hann kvaddi sér brátt hljóðs um þetta áhugamál sitt á vettvangi stór- þjóðanna, og hver bókin og hver ritgerðin rak aðra, einnig þar. Árið 1908 kom út í Berlín eftir hann „íslands staatsrechtliche Stellung.“ Kom rit þetta óvin- um íslands í opna skjöldu í „millilandanefndinni“ sælu í Kaupmannahöi*i það ár, því henni var þar útbýtt meðal allra nefndarmanna. Var þetta mál- Kommúnistar þreytast aldrei á að lýsa dýrðinni í löndunum austan járntjaldsins. Þar er vel- megun fólksins tryggð, og þar ríkir hið eina og sanna frelsi. Samt bregður svo undarlega við, að úr sæluríki kommúnismans liggur sífelldur flóttamanna- straumur vestur fyrir járntjald. Fólkið tollir ekki í paradís kommúnismans, þeir, sem þaðan komast, segja skilið við dýrðina strax og tækifæri býðst. Það sýnir betur en nokkuð annað, hversu fráleitur lofsöngurinn um hið kommúnistiska sælu- ríki er. Þetta fyrirbæri skýra komm- únistar jafnan með því, að flótta- mennirnir, sem brjótast gegnum járntjaldið og hætta lífi sínu á þeim flótta, séu fyrirlitlegar auðvaldsbullur. — Sú skýring hrekkur þó sannarlega skammt, því að óvéfengjanlegar upplýs- ingar herma, að flóttafólk þetta sé af öllum stéttum. En komm- únistar verða auðvitað að hafa einhverja skýringu á takteinum, því að ekki dettur þeim í hug að segja þann sannleika, að dýrðarríki kommúnismans sé ekki til, heldur mannlegur kvala staður, þar sem lífskjörin eru lakari en nokkurs staðar á Vest- urlöndum, frjáls hugsun reyrð í fjötra og frelsi einstaklinganna jafnt sem heildarinnar óþekkt. stað vorum ekki lítill styrkur, því það fylgdi með, að á grund- velli þessa rits Ragnars hefði Fr. v. Liszt prófessor í þjóðrétti í Berlín látið í ljós viðurkenning sína á því að ísland væri senn fullvalda og aðeins í persónu- sambandi við Danmörku. Setti v. Liszt þetta 1 15. útg. af hinni víðlesnu kennslubók sinni í þjóðrétti, er kennd var við há- skóla víðsvegar út um heim og m. a. var aðalkennslubók í því fagi við Hafnarháskóla. Og eftir að Fleischmann umsamdi og jók þessa kennslubók í þjóðrétti 1925, stóð þar enn óbreytt: „Island steht in Personalunion mit Danmark”. Og er Sambands- laganefndin kom saman í Reykja vík 1918, var enn útbýtt meðal nefndarmanna nýútkominni bók eftir dr. Lundborg. „Zwei um- strittene Staatenbildungen“ (Berlín 1918), þar sem sannað var lagalegt fullveldi íslands. Dr. Ragnar Lundborg er með- limur í fjölda vísindafélaga út um lönd og ágætavel virtur meðal þjóðréttarfræðinga út um allan heim. Bækur hans stórar og smáar, og ritgerðir í tímaritum og blöðum á ýmsum tungum út um helztu menning- arlönd, svo og á Norðurlöndum, eru óteljandi, en aðeins ein bóka hans, „Þjóðréttarstaða íslands", hefir verið þýdd á íslenzku, og gaf Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hana út. Dr. Lundborg hefir ritað um marg- vísleg efni, en aðalefnið 1 rit- gerðum hans eru fullveldisrétt- indi og heiður og gagn íslands. Er þessi ágæti drengskaparmað- ur og íslandsvinur búinn að vinna þjóð vorri þvílíkt gagn með þessu óeigingjarna starfi sínu, að vart mun slíks dæmi í allri sögu Islands um nokkurn útlendan mann. Og ekki gerir dr. Lundborg þetta endasleppt, því þegar Grænlandsmálið kom á dagskrá, varð hann fyrstur manna til að taka afstöðu til þess með þjóð vorri. Niðurstaða sú, sem hann hefir komizt að í því máli er sú, að það sé óum- deilanlegt, að Grænland hafi verið nýlenda Islands í fornold og að ísland haldi enn yfirráða- rétti sínum yfir Grænlandi ó- skertum, og því beri íslenzkum stjórnarvöldum að forðast sér- hvað það, er túlka mætti sem viðurkenning á yfirráðarétti Danmerkur yfir Grænlandi. Jón Dúason —VISIR, 29. apríl Nú fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir austan úr Kóreu, að af 170.000 stríðsföng- um úr hópi Kínverja og Norður- Kóreumanna neiti 100.000 að hverfa heim aftur, þó að sam- komulag náist um fyrirhuguð fangaskipti þar eystra. Þetta er einsdæmi í veraldarsögunni. Stríðsfangar eiga sér undantekn- ingarlítið þá ósk að mega hverfa heim aftur og mega taka upp þráðinn þar, sem frá var horfið. En meðal hinna kommúnistísku stríðsfanga í Kóreu ríkir annað sjónarmið. Af hverjum 17 þeirra neita 10 að hverfa aftur heim í átthagana, þó að þeir eigi þess kost; þeir vilja ekki ganga aftur inn til fagnaðar kommúnismans! Það fer ekki hjá því, að margir leggi þá spurningu fyrir sig, hvað valdi þessari afstöðu stríðs- fanganna frá Kína og Norður- Kóreu. I því sambandi kemur helzt tvennt til greina: Stríðs- fangarnir kunna að óttast við- tökurnar, þegar heim kemur, og þeir hafa átt þess kost að bera saman ástandið utan og innan járntjaldsins. Kommúinstar beita jafnan þeim áróðri, að ástandið á Vest- urlöndum sé hið hryllilegasta öngþvþiti, og auk þess hafa þeir lagt mikla áherzlu á að lýsa grimmd og villimennsku Sam- einuðu þjóðanna í Kóreustyrj- öldinni. Hermennirnir frá Kína og Norður Kóreu hafa haft þenn- an áróður í veganesti, þegar þeir lögðu upp í styrjöldina. En stríðsfangarnir úr hópi þeirra hafa að sjálfsögðu sannfærzt um, að þessi áróður er ekkert annað en blekking og lygi. Þeir hafa ekki sætt grimmd og villi- mennsku, eins og þeir áttu von á, heldur aðbúð hins siðaða heims. Þeir geta gert saman- burð, sem ekki er á valdi ann- arra af þegnum ríkjanna innan járntjaldsins. Hann hefir opnað augu þeirra með þeim afleiðing- um, að 10 af hverjum 17 neita að hverfa heim. Þeir vita hverju þeir sleppa og hvað þeir hreppa. Þessi afstaða stríðsfanganna í Kóreu varpar nýju ljósi á það fyrirbæri, að sífelldur flótta- mannastraumur liggur frá austri til vesturs. Hún sýnir, hvað er að gerast í löndunum austan járntjaldsins, og hvert það sælu- ríki er, sem útsendarar Rússa á Vesturlöndum eru að lofsyngja og fegra. I þessu sambandi eru öll orð áþörf. Verkin tala og vitna gegn áróðri kommúnista. Og hvað skyldi líka valda því, að kommúnistar hafa sett járn- tjaldið milli austurs og vesturs, annað en það, að þeir óttast sam- anburðinn, sem leitt hefir til þess, að stríðsfangarnir í Kóreu neita að hverfa heim? Ef komm- únisminn hefði upp á dýrð og sælu að bjóða, þá myndu for- sprakkar hans auðvitað leggja áherzlu á, að þjóðir Vesturlanda ættu þess auðveldan kost að heimsækja Rússland og leppríki þess, og að Rússar og þegnar hinna landanna austan járn- tjaldsins flykktust til Vestur- landa, svo að þeir sæju muninn. En munurinn er kommúnisman- um í óhag, og þess vegna var löndum hans lokað með járn- tjaldinu. —Alþbl., 27. apríl COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsíns Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediatelyi For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WlNNIPEG —TÍMINN „Fagur er dalur og fyllist skógi . . ." Ragnar Lundborg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.