Lögberg - 24.07.1952, Page 3

Lögberg - 24.07.1952, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952 3 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 13. júlí 1952 Business and Professional Cards Forsætisráðuneytið hefir á- kveðið að hinn nýkjörni forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, taki við embætti hinn 1. næsta mán- aðar, og eiga kærur vegna for- setakjörsins að hafa borizt hæzta rétti fyrir klukkan 17 á föstu- daginn kemur. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn varð óhagstæður um 66,3 milljónir króna í mánuðinum sem leið. Fyrra helming þessa árs hefir þá vöruskiptajöfnuðurinn orðið óhagstæður um 217,6 milljónir króna, — á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 141 og xk milljón. ☆ Ákveðið hefir verið að halda næsta utanríkisráðherrafund Norðurlanda hér í Reykjavík, og mun hann standa dagana 3.—4. september n.k. ☆ Valdir hafa verið 10 íslenzkir frjálsíþróttamenn til þátttöku í Olympíuleikjunum í Helsing- fors, er hefjast á laugardaginn kemur. íþróttamennirnir eru þessir: Örn Clausen, er Jceppir í tugþraut, Ásmundur Bjarnason, er keppir í 100 og 200 metra hlaupum, Hörður Haraldsson keppir í sömu greinum, Pétur Fr. Sigurðsson keppir í 100 metra hlaupi, Ingi Þorsteinsson keppir í 110 og 400 metra grinda- hlaupi, Guðmundur Lárusson í 400 og 800 metra hlaupi, Kristján Jóhannsson í 5 og 10 kílómetra hlaupi, Torfi Bryngeirsson kepp- ir í Stangarstökki, og Þorsteinn Löve og Friðrik Guðmundsson í kringlukasti, og Friðrik einnig í kúluvarpi. Spretthlaupararnir og Torfi munu keppa í 4x100 metra boðhlaupi. Fararstjóri Olympíufaranna verður Jens Guðbjörnsson. ☆ Fundi miðstjórnar Alþjóða- sambands samvinnumanna lauk í Reykjavík á mánudaginn var. Á fundi þessum var ekki rætt um nein stórmál, en aðallega fjallað um ýmsar ákvarðanir, er teknar voru á þingi Alþjóða- sambandsins í Kaupmannahöfn í fyrra. Ákveðið var í höfuð- dráttum efni ávarps þess, eða yfirlýsingar, sem birt verður á hátíðisdegi samvinnumanna í september í haust. Þar verður ítrekuð stefna Alþjóðasam- bandsins í friðarmálum. Hinir erlendu samvinnufulltrúar sátu boð ríkisstjórnarinnar, og ferð- uðust einnig nokkuð um landið, t. d. að Gullfossi og Geysi og til Akureyrar. ☆ Móti norrænu kirkjutónlistar- mannanna lauk í Reykjavík á fimmtudaginn. Haldnir voru fimm kirkjutónleikar í Dóm- kirkjunni í tilefni af mótinu. — Mótinu lauk með kveðjuorðum herra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. ☆ íslenzku togararnir eru enn flestir hverjir á Grænlandsmið- um, og fiska vel, enda þótt afli virðist hafa tregðast nokkuð frá því sem var í vor. Nokkrir togar- ar eru þó heima við á ísfisk- veiðum, og nokkrir á síldveið- um. — Flest síldveiðiskipin munu nú komin á mið nyrðra. Veiði hefir verið mjög treg, en nokkur skip þó fengis smávegis afla. Síðustu dagana hefir verið stormur á síldarmiðunum og ekki veiðiveður. ☆ Veður var breytilegt í vikunni er leið. Á sunnudag s.l. var suð- vestanátt og skúrir um vestur- hluta landsins, en lægði svo á mánudaginn og rigndi þá sunn- anlands. Síðan gerði hæga aust- anátt og var bjart veður víðast hvar um landið allt fram á fimmtudag, en þá snerist í rakta norðanátt með rigningu og snjókomu í fjöllum um norð- urhluta landsins, og kólnaði þá verulega. Norðanáttin hefir haldist síðan um allt land, þótt heldur hafi lygnt. ☆ Landsmóti ungmennafélag- anna að Eiðum lauk á mánu- dagskvöldið var, en það hófst með hátíðasamkomu á sunnu- daginn. Þrettán héraðssambönd tóku þátt í íþróttakeppni ung- mennafélaganna. Sunnlending- ar urðu hlutskarpastir, hlutu 84 stig, Austfirðingar 46, Suður- Þingeyingar 31 stig, Kjalnesing- ar 23, Borgfirðingar 12, Eyfirð- ingar 8, Reykvíkingar 8, Suður- nesjamenn 7 og Snæfellingar 7. Keppt var einnig í starfsíþrótt- um. Halldór Pálsson úr Eyjafirði vann í starfshlaupi og Stefán Kristjánsson, Suður-Þingeyjar- sýslu í dráttarvélarakstri. ☆ Kvenskátafélag Reykjavíkur átti þrjátíu ára starfsafmæli í vikunni, og er það elzta kven- skátafélag landsins. Efndu kven- skátar til landsmóts í því tilefni í nágrenni úlfljótsvatns, en sumarstarf kvenskátaskólans þar á 10 ára afmæli í sumar. ☆ Lúðrasveit Reykjavíkur hélt upp á 30 ára afmæli sitt á mánu- daginn var í félagsheimili sínu, Hljómskálanum við Tjörnina. Stóð þar veizla með miklum fagnaði þar til dagur rann. ☆ Á þriðjudaginn voru fjögur ár liðin frá því Flugfélag Islands fékk millilandaflugvélina Gull- faxa hingað til lands, og hefir flugvélin síðan flutt átján þús- und farþega. ☆ Almennar Tryggingar h.f. í Reykjavík hafi stofnað líftrygg- ingadeild. Tryggingarfélag þetta hefir nú starfað í níu ár, og vax- ið mjög fiskur um hrygg. Heild- arupphæð iðgjalda í öllum deild- um er nú 11,3 milljónir króna. ☆ Fjórir íslenzkir fulltrúar sátu 35. þing Alþjóðasamvinnumála- stofnunarinnar, sem haldið var í Genf í s.l. mánuði. ☆ Væntanlegir eru hingað til lands um miðjan mánuðinn 10 danskir kennarar í boði Sam- bands íslenzkra barnakennara og Landssambands Framhalds- skólakennara. í fyrra fóru jafn- margir íslenzkir kennarar til Danmerkur og dvöldust þar í boði danskra kennarasambanda. ☆ Áttunda þing Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga var sett að Kristneshæli í fyrradag. Að- almál þingsins er bygging vinnu húsnæðis að Reykjalundi, en þær framkvæmdir eru nú hafn- ar. — Meðal gesta á þinginu eru átta menn úr stjórn Landssam- bands berklasjúklinga á Norður- löndum, tveir frá hverju landi, en þeir eru hingað komnir til að sitja fjórða fund stjórnar landssambandanna, sem haldinn verður að Reykjalundi 16. og 17. þessa mánaðar. Fulltrúar S.I.B.S. í stjórninni eru þeir Árni Ein- arsson og Þórður Benediktsson. ☆ Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn í hátíðasal Menntaskólans á Akureyri 5. og 6. þessa mánaðar og sátu hann 49 fulltrúar frá 18 héraðsskóg- ræktarfélögum. Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri og fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins flutti skýrslu um starf- semi þess á árinu. Gat hann þess m. a. að hann og formaður félagsins, Valtýr Stefánsson, hefðu farið þess á leit við ríkis- stjórnina, að fjárhagsgrundvöll- ur skógræktarstarfseminnar í landinu yrði tryggður með því móti að láta tilgreindan hluta af aðflutningsgjöldum á viði og viðarafurðum renna til skóg- ræktar. Skuldlaus eign Skóg- ræktarfélags íslands var 240 þúsund krónur um síðustu ára- mót, og niðurstöðutölur á efna- hagsreikningi Landgræðsiusjóðs um 610 þúsund krónur við árs- lok 1951. Flest héraðsskógrækt- arfélögin stórjuku félagatölu sína á árinu, og juku starfsemi sína að mun, — mest þó Skóg- ræktarfélag Árnesinga, en fé- lagatala þess fimmfaldaðist, og félagsmenn þess gróðursettu 70 þúsund plöntur. — Valtýr Ste- fánsson var endurkjörinn for- maður Skógræktarfélags ís- lands. ☆ Framkvæmdastjórn samvinnu tryggingasambandsins hélt fund í Reykjavík dagana 3. og 4. þessa mánaðar, en fund þennan sátu fulltrúar frá Bretlandi, Sví- þjóð, Finnlandi, Belgíu og ísrael. ☆ Það slys* varð á þriðjudaginn að tveggja ára drengur, Ingvar Gestsson, druknaði í Svarfaðar- dalsá. ☆ Búnaðarsamband Vestfjarða hélt aðalfund sinn nú í fyrstu viku mánaðarins, og sátu hann 16 fulltrúar auk sambandsstjórn- arinnar. Niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar sambandsins eru 50.800 krónur. Fundurinn var haldinn að Bjarkarlundi í Reyk- hólasveit, og þágu fundarmenn veizlur þeirra Reykhólahrepps- og Geiradalsmanna. ☆ Leikári Þjóðleikhússins lauk í gær með tuttugustu sýningunni á Leðurblökunni. Leiksýningar á árinu voru 212, sýnd voru 14 leikrit, ein óperetta og ein ópera. Leikhúsgestir voru 102 þúsund og guldu röskar þrjár milljónir króna í aðgangseyri. Aðsókn að leikhúsinu var dræm fram að áramótum en fór sívaxandi, og undanfarna tvo mánuði var upp- selt á nær því hverja sýningu. Gullnahliðið var sýnt oftast allra leikritanna, eða 28 sinnum og sóttu það flestir, eða 15.507 leikhúsgestir. Á leikárinu bauð Þjóðleikhúsið fyrsta leikflokkn- um frá útlöndum til gestaleiks: leikflokk frá Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, er sýndi hér Holbergsleikritið Dei Lykkelige Skipbrud. Þá lék norska leikkonan Tore Segelcke sem gestur hjá Þjóðleikhúsinu í Brúðuheimilinu eftir Ibsen. — Tvö hundruð og sjötíu manns störfuðu hjá Þjóðleikhúsinu að meiru eða minna leyti, — fimm- tán leikarar voru fastráðnir og 30 leikarar ráðnir til ákveðins tíma. — Meðal leikrita, sem á- kveðið er að sýna á næsta leik- ári eru: írska leikritið Juno og Páfuglinn, hollenzka leikritið Rekkjan. franska leikritið Topaz og Skuggasveinn. Þá er ákveðið að taka upp aftur sýningar á Leðurblökunni og Tyrkjaguddu. ☆ I fréttaskeyti frá Hornafirði í gær segir að sláttur sé nú að hefjast þar í Austur-Skaftafells- sýslu, en grasspretta léleg, enda sífelldir þurkar. Atvinnuleysi er nú í Höfn í Hornafirði, og fjár- skortur til framkvæmda þannig að verkamenn, er vinna að vatns- leiðslu og sundlaugargerð fá ekki greidd neinu vinnulaun. Þá segir og í fréttaskeyti þessu að Skaptfellingum þyki lítið til samgöngubóta koma, — þeir hafi ekki fengið bögglapóst síð- an 20. júní, engm blöð, og ekki skipsferð með póst né vörur frá Reykjavík síðan 6. júní. ☆ Glímufélagið Á R M A N N í Reykjavík hefir ákveðið að verða við tilmælum Finna og senda flokk glímumanna til sýningar- glímu í Helsingfors á meðan Olympíuleikarnir standa yfir. — I flokknum verða 11 kunnir glímumenn, þeirra á meðal þeir Guðmundur Ágústsson og Rúnar Guðmundsson. Fararstjóri þeirra verður Þorgils Guðmundsson íþróttakennari. By Dr. F. J. Greaney, Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba AGRICULTURAL FAIRS The frequent remark of farm- ers, “I saw it at the Fair,” prob- ably tells best how important agricultural fairs are in creat- ing interest in new solutions to major farm, home, and com- munity problems. In spite of the many changes in, rural living in Western Canada that have been brought about in recent years by the mechanization of agri- culture, the trend toward larger farm units, and the mobility of farm people the country fair is still an important force in help- ing to unify our rural communi- ties. A Vilal Activity. The country fair performs functions which no other activity is able to do. It affords farmers an easy and plesant opportunity to meet their neighbours and local leaders. It gives the farmer and his family an opportunity to display their most highly im- proved crops, livestock and househould arts. This bringing together of the best farm pro- ducts of the community not only stimulates a healthy local competitive spirit, but develops the interest of those who see them. In plain words, country fairs stimulates pride in good farming and homemaking, and a desire for community advance- ment. Educational Exhibils. No fair is complete witout well-planned and attractive educational exhi- bits—displays which give farm- ers the latest agricultural in- formation resulting from re- search and demonstration. This is the purpose for which the exhibits of the Line Elevators Farm Service are prepared and displayed. Their main aim is to help solve major farm and rural life problems. This summer our “Agricultural Show on Wheels” will visit many fairs in Mani- toba and eastern Saskatchewan. A special invitation is exstended to farmers and grain buyers to visit our exhibit this summer. And remember too, your Agri- cultural Society needs and de- sérves your interest and sup- port. Let’s keep our Agricultural Fairs going! Be sure and “take-in” your own local Fair this year. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C'IJNIC St. Mary s and Vaughan. Wlnnlpcg PHONE 926 441 J, J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG FcLSteigrnasalar. Leigja hús". Ut.. vega peningalán og eldsábyrgn, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phone* Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholeaale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Offlce Phone Res. Phone 924 762 728 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 Stmi 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposlte Matemlty PavilUon, General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Offlce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PR0DUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnir. Hitaeiningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, stmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 J. WILFRID SWANSON 8c CO. Insurance in all its branches. Real Estate • Mortgages • Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnipeg Phone 21804 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21 101 ESTIMA TES J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Sidlng — Repalrs Country Orders Attendeð To 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný ú.Mararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast vi.ðulega um útfarlr, selur likkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Direcior Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrceðingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrlfstofusími 923 815 Heimasími 403 794 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Liily Maithews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUi be appredated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. I. PALMASON * CO. Chartered Acconntanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Solicilor* Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kriatjansson 506 Canadlan Bank of Comawrtc Chamber. Winnlpeg, Man. Phoae 6S3M1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227 Bullmore Funeral Home Dauphln, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kaupið Lögberg KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til min. BJÖRN GUÐMU N DSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVtK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.