Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.07.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952 LANGT f BURTU frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Ég lofaðist til að koma,“ sagði Frank. „Þú vissir að ég mundi koma, eða er það ekki?“ „ Jú, ég hélt að þú mundir koma,“ sagði hún þýðlega; „og Frank, það vill svo heppilega til, að það er enginn heima hjá mér í kveld. Ég hefi sent alla í burtu, svo að það veit enginn að þú hefir komið og heimsótt mig. Liddy fór að heimsækja afa sinn, og ég sagði henni að hún mætti vera hjá þeim þangað til á morgun — og þú verður farinn þegar að hún kemur aftur.“ „Ágætt“, sagði Tray. „En, mín kæra, það er betra fyrir mig að fara og sækja töskuna mína, því að ilskórnir mínir, hárburstinn og greiðan eru í henni; farðu heim á meðan að ég fer og sæki hana og ég lofa að ég skal vera kominn í dagstofuna til þín eftir tíu mínútur.“ „Já,“ sagði hún, sneri við og hélt upp hæð- ina og heim. Á meðan að á þessu samtali stóð sat Bold- wood kyrr. Varirnar á honum titruðu lítið eitt, en hann dró þær saman og það sló köldum svita út um ennið á honum. Hann stóð upp og gekk á móti Tray. Tray sneri sér að honum og tók upp tösku sína. „Á ég að segja henni, að ég hafi komið til að gefa hana upp, og geti ekki gifst henni?“ spurði hermaðurinn háðslega. „Nei, nei! Bíddu í mínútu. Ég þarf að tala meira við þig — meira við þig!“ sagði Bold- wood í hásum róm og hálfum hljóðum. „Þú sérð í hvaða ógöngur ég er. Ég er máske óþokki — fórnardýr minna eigin ástríðna, sem látið hef leiðast út í að gjöra það, sem að ég átti ekki að gjöra. En það liggur í augum uppi, að ég get ekki gifst þeim báðum. Og það eru tvær ástæður til þess, að ég kýs heldur Fanny. I fyrsta lagi, þegar á allt er litið, þá fellur mér hún betur, og í öðru lagi gerir þú það þess virði fyrir mig.“ Rétt í því að Tray sleppti síðasta orðinu rauk Boldwood á hann og greip um kverkarn- ar á honum. Tray fann að hann herti smátt og smátt á takinu, sem var með öllu óvænt. „Eina mínútu," stundi Tray upp. „Þú ert að særa hana, sem þú elskar.“ „Hvað meinarðu?“ spurði Boldwood. „Lofaðu mér að ná andanum," sagði Tray. Boldwood linaði á takinu og sagði: „Ham- ingjan veit, að ég er ekki hálfa spönn frá að drepa þig!“ „Og eyðileggja hana.“ „Bjarga henni.“ „Ó, hvernig er hægt að bjarga henni nú, ef að ég giftist henni ekki?“ stundi Boldwood upp, sleppi takinu á hermanninum, henti hon- um niður við girðinguna og bætti við: „Þú kvelur mig, mannfjandi!" Tray hoppaði upp aftur, eins og hnöttur, sen hent er, og var í þann veginn að ráðast á Boldwood þegar hann sá sig um hönd og sagði kæruleysislega: Það er ekki þess virði fyrir mig að þreyta fangbrögð við þig. Það eru ekki nema villi- menn, sem jafna sakir sínar á þann hátt. Ég fer bráðum úr hernum sökum þeirrar sannfær- ingar minnar. Og nú þegar uppvíst er orðið hvernig málin standa á milli okkar Bathshebu, þá væri það yfirsjón að drepa mig.“ „Það væri yfirsjón að drepa þig,“ endur- tók Boldwood eins og í leiðslu og með drjúpandi höfði. „Miklu betra að þú dræpir þig sjálfur.“ „Miklu betra.“ „Mér þykir vænt um, að þú sérð það.“ „Tray, gifstu henni og fástu ekki um samn- ingana, sem að við gerðum áðan. Hinn kostur- inn er hræðilegur, en taktu Bathshebu; ég af- sala mér henni. Hún hlýtur að unna þér af al- hug, til að selja þér sál sína og líkama, eins og að hún hefir gert. Þú ert óhamingjusöm kona — hverflynd kona, Bathsheba!“ „En hvað um Fanny?“ Bathsheba er vel efnuð kona,“ hélt Bold- wood áfram í áhyggjufullum og óstyrkum róm; „og Tray, hún verður þér góð kona og hún er sannarlega þess verð að þú flýtir þér sem mest að giftast henni.“ „En viljaafl hennar er mikið, að ég nú ekki tali um skapið, og ég verð sem leiksoppur í hendi hennar. Ég gæti ekki gert neitt fyrir vesalings Fanny Robin.“ „Tray,“ sagði Boldwood í bænarrómi; „ég skal gjöra allt sem að ég get fyrir þig, en þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum yfir- gefa hana, Tray.“ „Hvora, vesalings Fanny?“ Nei, Bathshebu Everdene. Elskaðu hana bezt! Elskaðu hana með viðkvæmni! Hvernig á ég að fara að því að koma þér til að skilja hve þýðingarmikið það er fyrir þig að tryggja þér hana undir eins?“ „Ég kæri mig ekki um að tryggja mér hana á neinn nýjan hátt.“ Hendin á Boldwood færðist við og við í áttina til Tray. Hann stillti sig þó og draup höfði, eins og særður maður. Tray hélt áfram: „Ég ætla bráðum að kaupa mig lausan úr hernum og þá.........“ „En ég vil að þú flýtir giftingunni! Það er betra fyrir ykkur bæði. Þið elskið hvort annað, og þú verður að láta mig hjálpa þér til þess.“ „Hvernig?" „Með því að ákveða Bathshebu fimm hundruð pund í stað Fanny, svo að þú getir gift þig undir eins. Nei, hún þiggur það víst ekki frá mér. Ég skal borga þér það á giftingar- daginn.“ Tray hikaði, undrandi með sjálfum sér yfir ástarástríðu Boldwoods. Hann spurði kæru- leysislega: „Ætlar þú að borga mér nokkuð strax?“ „Já, ef þú vilt. En ég hefi ekki mikið af peningum með mér umfram það, sem að ég hefi nú þegar borgað þér, því að ég átti ekki von á þessu, en það, sem að ég hef, er þér velkomið." Boldwood, sem var líkari dáleiddum manni en vakandi, dróg upp hjá sér stóran strigapoka, sem að hann bar með sér í stað peningabuddu og leit í hann. „Ég hefi tuttugu og fimm pund með mér,“ sagði hann. „Tvær nótur og eitt pund í gulli. En áður en að við skiljum verð ég að fá kvitteringu undirskrifaða af þér........“ „Láttu mig fá peningana, og við skulum fara beint heim til hennar, og þar skal ég gjöra og skrifa undir hvaða samninga, sem að þú kýst að gjöra. En hún má ekki vita neitt um það.“ „Ekkert, ekkert,“ sagði Baldwood. „Hérna eru peningarnir og ef að þú kemur heim til mín, þá getum við fullgert samningana og stað- fest þá.“ „Við skulum tala við hana fyrst.“ „Því þá það? Komdu með mér í kveld og farðu með mér á morgun og keyptu leyfis- bréfið.“ „En við verðum að ráðfæra okkur við hana, að minnsta kosti láta hana vita af því.“ „Nú jæja, farðu þá!“ Þeir fóru upp hæðina og heim að húsi því, sem að Bathsheba átti heima í. Þegar að þeir komu að dyrunum, sagði Tray: „Bíddu hér í mínútu." Hann opnaði dyrnar og fór inn, en skildi hurðina eftir opna. Tray kom fram gang- inn í húsinu og hélt á kertakolu með kertaljósi. Boldwood sá, að járnkeðja hafði verið strengd þvers yfir ganginn. „Hélztu að ég mundi brjótast inn?“ spurði Boldwood með fyrirlitningu. „Ó, nei; það er aðeins vani minn til frekari tryggingar. — Viltu lesa þetta snöggvast. Ég skal halda ljósinu.“ Tray rétti Boldwood saman brotið fréttablað út um dyrnar, benti með fingr- inum á málsgrein í blaðinu og hélt ljósinu svo að Boldwood gæti lesið. Þetta var það, sem að hann las: „HJÓNAVIGSLA: — Þann 17. þessa mán- aðar voru gefin saman í hjónaband af séra G. Mincing, B.A., í St. Ambros kirkjunni í Bath, þau Fancis Tray, einkasonur Edwards heit. Tray, Esq. M.D. frá Weatherbury og Sergeant í 11. Dragoon Guard herdeildinni og Bathsheba Everdene einkadóttir Mr. John Everdene frá Casterbridge." „Það má segja, að þetta sé eins og þegar jötunn og lítilmenni mætast, er ekki svo Bold- wood?“ spurði Tray og hló kesknislega. Blaðið datt úr höndunum á Boldwood, og Tray hélt áfram: „Fimmtíu pund handa Fanny — ágætt. Tuttugu og eitt pund til þess að giftast ekki Fanny heldur Bathshebu — gott. Niðurstaðan: Allareiðu giftur Bathshebu. — Boldwood, af- staða þín er hlægileg, eins og ávalt á sér stað, þegar menn fara að setja sig upp á milli hjóna. Og annað: Þó að ég sé eins vondur og ég er, þá er ég ekki sá þorpari, að gjöra giftingu einnar konu, eða ógæfu annarar, að verzlunarvöru. Ég hefi leitað Fanny alls staðar, síðan að hún yfirgaf mig. Eitt orð enn: Þú segist elska Bath- shebu; en undir eins og þér gefast lítilmótlegar líkur, þá ert þú samstundis reiðubúinn til að trúa umtali, sem að skerðir heiður hennar. Ég gef ekki túskilding með gati fyrir slíka ást. Og nú eftir að þú hefir heyrt þessa lexíu, skaltu taka við peningunum þínum aftur.“ „Ég gjöri það aldrei!“ hvæsti Boldwood. „Mér stendur á sama um það,“ sagði Tray fyrirlitlega. Hann vafði gullinu innan í nót- urnar og bankaseðlana og henti hvorutveggja út á götu. Boldwood steytti hnefann að honum og sagði: „Fjandans refur! Sálarlausi níðingur! Ég skal ná til þín enn — svo sannarlega skal ég ná til þín enn!“ Tray hló enn á ný og lokaði dyrunum. Það hefði mátt sjá Boldwood á gangi um holt og hæðir í Weatherbury alla nóttina, eins og ófarsæl sál á hinum ömurlegu bökkum Acheron árinnar. XXXV. KAPÍTULI Það var um sólaruppkomu daginn eftir. Döggin glóði í grasinu. Hjáróma söngraddir fuglanna hljömuðu í hressandi morgunloftinu, og fölblámi himinsins var vafinn gegnsæjum skýbólstrum, sem þó höfðu ekki nein áhrif á birtu dagsins. Öll birtan í þessari sýn tók á sig gulleitan lit, og skuggarnir fóru minnk- andi. Vafningsviðurinn í kringum bóndaheim- ilið aldraða draup með glitrandi daggardrop- um, sem gerði útsýnið stærra og tilkomumeira. Rétt áður en klukkan sló fimm, gengu þeir Gabríel Oak og Coggan í gegnum þorpið á leið sinni út á engjarnar. Þeir voru enn í augsýn heimilis húsmóður sinnar, þegar Oak sýndist gluggi á efri hæð þess vera opnaður. Þeir Gabrí- el og Coggan voru að ganga í gegnum álmviðar- belti og stönsuðu. Þeir sáu myndarlegan mann líta kæruleysislega út um gluggann og skima út og suður, eins og menn gjöra þegar þeir eru að líta til veðurs. Maðurinn var Sergeant Tray. Hann hafði lagt yfir sig rauðu treyjuna, en ekki hneppt hana, og það sýndist ekki vera neinn asi á honum. Coggan horfði rólega á gluggann og sagði: „Hún er gift honum!“ Gabríel hafði séð þetta áður og hann stóð og sneri baki við Coggan og þagði. „Ég býst við, að við fáum að vita eitthvað um það í dag,“ hélt Coggan áfram. „Ég heyrði vagn fara fram hjá húsdyrum mínum eftir að dimmt var orðið í gærkveldi,“ sagði hann og leit á Gabríel. „Hamingjan hjálpi okkur, Oak, þú ert fölur í framan eins og nár!“ „Er ég?“ spurði Gabríel og brosti raunalega. „Styddu þig við hliðið; ég skal bíða.“ „Ágætt , ágætt!“ Þeir stóðu við hliðið um stund. Gabríel var eins og utan við sig og horfði niður fyrir sig. Hann var að hugsa um framtíðina og sá í huga sér óhamingju og eftirsjón, sem þessi fljótfærn- is verknaður mundi hafa í för með sér. Hann þóttist strax viss um að þau væru gift. Hvers vegna hafði giftingin verið framkvæmd svona leynilega? Það hafði fréttzt, að ferðin til Bath hefði verið Bathshebu erfið sökum þess, að hún hafði misreiknað vegalengdina, hryssan orðið hölt, og það hafði tekið hana meira en tvo daga að komast þangað. Bathsheba var ekki vön að hrapa að hlutunum. Hún hafði auðvitað sína galla, en hreinskilnin var ekki á meðal þeirra. Var hugsanlegt, að hún hefði verið tæld? Þessi gifting var honum ekki aðeins ó- segjanlegt sorgarefni heldur og hið mesta undrunarefni, þrátt fyrir grun hans síðustu vikurnar um að slíkt gæti komið fyrir, ef að Tray hitti hana einhvers staðar utan heimilis- ins. Hin yfirlætislausa og blátt áfram heimkoma hennar með Liddy dróg nokkuð úr þessum ótta. Rétt eins og ósýnileg hreyfing, sem sýn- ist hreyfingarlaus er eilíflega skilin frá kyrrð- inni sjálfri, þannig hafði von hans, óaðskiljan- leg frá örvæntingunni, verði ólík henni. Eftir lítinn tíma sneru þeir heimleiðis aftur. Sergeant Tray horfði enn út um glugg- ann. „Góðan daginn, félagar!“ kallaði Tray glað- lega, þegar að þeir voru nógu nærri til að heyra til hans. Coggan tók undir ávarpið. — „Ætlar þú ekki að taka undir við hann?“ spurði hann og leit til Gabríels. „Ég mundi bjóða honum góðan dag; þú þarft ekki að láta hug fylgja máli, frekar en þú vilt, en það er betra að æsa ekki upp í honum gikkinn.“ Gabríel komst að þeirri niðurstöðu, að þegar að þetta allt væri um garð gengið, að þá væri bezt að gjöra eins gott úr því og unnt væri vegna hennar, sem að hann unni. „Góðan daginn, Sergeant Tray,“ sagði hann í málróm, sem var óþekkjanlegur. „Þetta er ranghalalegt völundarhús,“ sagði Tray og brosti. „Það er ekki víst, að þau séu gift,“ sagði Coggan; „og það er ekki víst að hún sé hér.“ Gabríel hristi höfuðið. Hermaðurinn sneri sér dálítið til austurs þannig, að sólin skein á rauðu treyjuna hans og gerði hana enn rauðari. „En það er dálaglegt gamalt hús,“ sagði Gabríel. „Já, það er það líklega, en mér finnst, að ég sé hér eins og nýtt vín í gömlum belg. Mín meining er sú, að það ætti að setja nýja glugga í allt þetta hús, og það ætti að mála þessar gömlu veggþiljur eða taka þær alveg í burtu og pappíra veggina." „Það væri yfirsjón, held ég.“ „Ekki held ég það. Heimspekingur sagði einu sinni svo að ég heyrði, að hinir gömlu byggingameistarar, sem að lifðu og störfuðu þegar listin var lifandi, hefðu sagt, að enginn sómi skyldi sýndur byggingum fyrirrennara þeirra, að þær skyldu vera -rifnar og þeim breytt, eins og þeim sýndist. Og hví skyldum við þá vera að hlífast við það? Frumsköpun og vernd eiga ekki vel saman, sagði hann, og miljónir af fornfræðingum geta ekki skapað stíl. Og ég er alveg samþykkur því. Ég vil koma nýtízku sniði á þetta hús, svo að við getum verið glaðir á meðan við getum notið gleðinnar.“ Hermaðurinn sneri sér við til að horfa á her- bergið að innan og sjá hvernig bezt væri að framkvæma umbæturnar. Gabríel og Coggan fóru leiðar sinnar. ,,Ó, Coggan!“ kallaði Tray, eins og að hann hefði fengið eftirþanka; „veizt þú til þess, að nokkur brjálsemi hafið verið í ætt hr. Bold- woods?“ Jan hugsaði sig um dálitla stund: — „Ég heyrði einu sinni að föðurbróðir hans hefði verið eitthvað ruglaður í höfðinu, en ég veit ekki hvort það er satt,“ sagði hann. „Það gjörir ekkert til,“ sagði Tray glað- lega. „Jæja, ég kem til ykkar út á akrana ein- hverntíma seinna í vikunni; en ég hefi ýmsu að gegna áður. Farið svo vel að sinni. Við höld- um auðvitað sama kunningsskapnum og við höfum gert. Ég er ekki stoltur maður, enginn hefir nokkurn tíma getað sagt það um Sergeant Tray. En það sem er, verður að vera, samt sem áður, og hérna er hálf króna handa ykkur til að drekka skál mína fyrir.“ Hann henti pening- unum letilega yfir grasflötina fyrir framan húsið, yfir girðinguna og út á götu, þangað sem Gabríel stóð, er leit ekki við honum en roðnaði út undir eyru. Coggan hafði augun á honum, hljóp áfram og greip peninginn. „Nú, jæja, þú skalt eiga hann, Coggan," sagði Gabríel stuttur í spuna. „Að því er mig snertir þá kemst ég af án þess að þiggja gjafir frá honum!“ „Sýndu það ekki svona bert,“ sagði Coggan hugsandi. „Því að ef hann er giftur henni, þá mátt þú trúa mér, að hann kaupir sig lausan úr hernum og verður húsbóndi okkar hér. Þess vegna er hyggilegt að segja ,VINUR‘ með vör- unum, hvað sem að hjartað segir.“ „Jæja — máske að það sé bezt að þegja; en lengra get ég ekki gengið. Ég get ekki smjaðrað og ef að ég get ekki verið hér án þess að hylla hann, þá verð ég að fara.“ Ríðandi maður, sem þeir höfðu séð koma eftir veginum, var nú nærri kominn til þeirra. „Það er hr. Boldwood,“ sagði Oak. „Hvað skyldi Tray hafa meint með spurningunni?" Coggan og Oak kinkuðu til hans kolli virðu- lega og hægðu á sér til að vita hvort hann vildi þeim nokkuð, en þegar þeir sáu að svo var ekki, viku þeir úr vegi svo að hann gæti haldið áfram. Einu merki hinnar þungu sorgar, sem að Boldwood hafði gengið í gegnum um nóttina, og hvíldi á honum nú, voru þau: að hann var fölur í andliti, æðarnar voru óvenju þrútnar á enni hans og hann þrýsti saman vörunum. — Hesturinn bar hann áfram og hófatakið virtist enduróma vonleysi mannsins, sem á baki hans sat. Gabríel gleymdi sinni eigin örvæntingu í svipinn við það að sjá Boldwood. Hann sá þennan myndarlega mann sitja þráðbeinan á baki hestsins og líta hvorki til hægri né vinstri með olnbogana fast við síður sér og hattinn hreyfingarlausan á höfðinu, unz að hann frem- ur leið en hvarf úr augsýn yfir hæðina. Þeir, sem þekktu manninn og sögu hans, sáu eitthvað óendanlega átakanlegra í þessari þögn hans, heldun én í algjörðu magnleysi. Áreksturinn á milli skapgerðar og efnis var raunalega ljós og hjartaskerandi og eins og hláturinn er miklu ógeðslegri en tárin, þannig var Tireyfingarleysi þessa staðfasta og angistarfulla manns órækur vottur tilfinninga, sem sárari voru en tár.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.