Lögberg - 24.07.1952, Qupperneq 8
8
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JÚLÍ, 1952
Úr borg og bygð
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg.
Sími 36 603
Miss Ruth BárdaL
5 — 54 Donald St.
Winnipeg,
Sírni 929 037
☆
Dánarfregn —
Mr. Alexander Johnson lézt
að heimili sínu, 924 Selkirk
Avenue, Winnipeg, á laugar-
daginn 19. júlí eftir langa van-
heilsu. Hann var 65 ára að aldri,
fæddur í Winnipeg 19. júní 1887,
yngstur af 15 börnum þeirra
Jóns Jónssonar frá Hjarðarfelli
í Snæfellsnessýslu og konu hans
Vilborgar Guðmundsdóttur, er
fluttust til Winnipeg 1883.
Hinn látni var starfsmaður hjá
Canada Loan Board og var fyrr-
um meðlimur Winnipeg Grain
Exchange. — Hann tilheyrði
Acadia lodge, A.F. og A.M.
Mr. Johnson var glæsimenni
eins og hann átti kyn til; hann
var söngvinn vel, og skemti tíð-
um á samkomum Vestur-íslend-
inga með sinni djúpu og karl-
mannlegu rödd; hann var manna
vinfastastur og ástríkur eigin-
maður og faðir.
Auk ekkju sinnar, Louise, læt-
ur hann eftir sig tvo sonu,
Alexander og Trevor, og fjögur
barnabörn; ennfremur eina syst-
ir, Kristínu — Mrs. J. J. Swan-
son, sem er nú ein á lífi af
Hjarðarfellssystkinunum.
Útförin fór fram á miðviku-
daginn, 23. júlí, kl. 2 frá Fyrstu
lútersku kirkju. Séra Valdimar
J. Eylands jarðsöng.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
þann 19. júlí í Sunrise Lutheran
Camp, Húsavík, Man., þaú
Harold Niels Johnson, Árborg,
Man., og Guðrún Anna Stefáns-
son, Víðir, Man. Við giftinguna
aðstoðuðu Miss Hilda Johnson,
systir brúðgumans, og Einar
Baldur Stefánsson, bróðir brúð-
arinnar. Séra Sigurður ólafsson
gifti. Ungu hjónin setjast að við
Árborg, Man.
Gefin voru saman í hjónaband
í St. Michael Anglican kirkjunni
í Vancouver, B.C., þann 26. júní
þau Alexandra Helga Helgason,
og Walter Hill Dunbrack. —
Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs.
H. G. Helgason, Gimli, Mani-
toba. Brúðguminn er sonur Mr.
Charles Hill Dunbrack og lát-
innar konu hans, í St. Johns,
New Brunswick. Hjónavígsluna
framkvæmdi Rev. S. E. Higgs.
Ungu hjónin fóru í skemti-
ferð suður í Bandaríki. Fram-
tíðarheimili þeirra verður 1
Vancouver, B.C.
☆
Dánarfregn —
Guðjón Björnsson, landnáms-
maður í Árborg-byggðinni, lézt
að heimili sínu á mánudaginn,
14. júlí; hann var 76 ára að aldri.
Guðjón fluttist frá íslandi til
Canada fyrir 42 árum og stund-
aði síðan búskap í Árborgbyggð-
inni þangað til 1950. Auk ekkju
sinnar lætur hann eftir sig þrjá
sonu, Tryggva, Inga og Egil, og
fimm dætur, Mrs. M. Markús-
son, Mrs. O. L. Freeman, Mrs.
A. Gunnarsson, og Sesselju og
Rannveigu; ennfremur tvo
bræður, G. B. Björnsson og G.
M. Björnsson; tvær systur, Mrs.
S. M. Brandson og Mrs. C. Ein-
arsson. Útförin fór fram á föstu-
daginn, 18. júlí, frá kirkju Ár-
dalssafnaðar.
☆
Síðastliðið laugardagskvöld
lézt að heimili sínu hér í borg-
inni Jóhannes Kristófer Péturs-
son fyrrum bóndi að Wynyard,
Sask., 77 ára að aldri, valin-
kunnur sæmdarmaður, fróður
um margt og síleitandi að æðri
markmiðum; hann var fæddur
á Geirastöðum í Austur-Skafta-
fellssýslu, en fluttist ungur með
móður sinni að Þverhamri í
Breiðdal. Hann var kvæntur
Þorbjörgu Hóseasdóttur ættaðri
úr Breiðdal, mikilhæfri ágætis-
konu, sem látin er fyrir nokkr-
um árum. Börn þeirra eru
Jörgen, búsettur í Winnipeg,
Hóseas bóndi að Wynyard, Sask.,
Mrs. M. E. Peters, Boston Mass.,
Ragnar, búsettur í Connecticut-
ríki, Björn til heimilis að Aut-
post Island, North West Terri-
tories, og Mrs. Stanley E. Smith,
Boston, Mass.
Jóhannes var sonur Péturs
Jónssonar á Geirastöðum og
konu hans Ragnheiðar.
Útförin fór fram í dag frá
kirkju Sambandsafnaðar. Séra
Philip M. Pétursson jarðsöng.
☆
Hið nýja símanúmer hr. Guð-
mundar Eyfjörð er 724 867.
Special Train to Gimli 4. ágúsl
Frá Winnipeg kl. 9 fyrir há-
degi, kemur við í Selkirk kl.
9.30 D.S.T.; kemur til Gimli kl.
10,30.
Að kvöldinu fer það frá Gimli
Park kl. 12,45 á miðnætti, D.S.T.
frá Gimli járnbrautarstöðinni
kl. 12,55.
☆
Þær systur Mrs. H. G. Helga-
son, Gimli, Manitoba, og Mrs. O.
Thorsteinsson, Husawick, Mani-
toba, lögðu af stað 13. júní í
skemtiferð til skyldfólks síns í
Saskatchewan, Alberta og Van-
couver. T. H. H.
☆
Þann 27. þessa mánaðar efnir
fólk af norrænum uppruna £
Seattle til stórhátíðar í Volunteer
listigarðinum í tilefni af hundr-
að ára afmæli borgarinnar.
Borgarstjórinn hefir tilkynnt
að sá dagur verði haldinn hátíð-
legur og hvetur alla borgarbúa
til að taka þátt í hátíðahöldun-
um og votta þannig norrænum
mönnum þakklæti fyrir þann
mikla skerf, er þeir hafa lagt
fram í þróun og framför borg-
arinnar. Aðalliðum skemtiskrár-
innar verður útvarpað til hinna
fimm norrænu landa. 1 nefnd
þeirri er sér um val söngvanna
eru af hálfu íslendinga frú
Jakobína Johnson og Tani
Bjornson, er sá síðarnefndi
söngstjóri íslenzka kórsins, sem
þarna kemur fram.
☆
Mr. og Mrs. Helgi J. Helgason
frá Darcy, Sask., voru stödd í
borginni um síðustu helgi í heim
sókn til systur Mr. Helgason,
Mrs. George Jóhannesson, Alver-
stone St. Voru þau á heimleið
frá Ottawa, Ont., en þangað
fóru þau til að vera viðstödd
giftingu sonar síns, Bernard
Helgason, sem þar er lyfjafræð-
ingur. Með þeim á ferð var
yngsti sonur þeirra, Brian, og
dóttir þeirra Mr. og Mrs. Olson
frá Podenish, Ont., ásamt ungri
dóttur sinni.
Héðan fóru þau til Glenboro
til að heimsækja Dr. Robert
Helgason og fleiri ættingja og
vini.
☆
Um síðustu helgi komu hingað
úr íslandsför þeir Elías Elíasson
trésmíðameistari frá Vancouver,
er dvalið hafði þrjá mánuði á
ættjörðinni, og Páll Hallsson
kaupmaður og Benedikt Ólafs-
son málarameistari, er dvöldu
um mánaðartíma á Islandi. Elías
leit snöggvast inn á skrifstofu
Lögbergs, og kvaðst hafa haft
ógleymanlega ánægju af heim-
sókninni; vafalaust hafa hinir
ferðafélagarnir sömu sögu að
segja.
☆
Hr. Grettir Eggertson rafur-
magnsfræðingur, kom heim úr
íslandsför síðastliðinn mánudag
eftir nálega tveggja mánaða
dvöl á íslandi; hann tók þátt í
viðræðum við raforkumála-
stjórn ríkisins varandi Sogs- og
Laxárvirkjanirnar, er hann kvað
miða vel áfram; jafnframt því
sat hann Aðalfund Eimskipa-
félags íslands fyrir hönd vestur-
íslenzkra hluthafa.
☆
Nýlega lézt á Elliheimilinu
Betel á Gimli Víglundur Vigfús-
son frá Úthlíð í Biskupstungum,
88 ára að aldri, góður drengur
og vinfastur. Hann var jarð-
sunginn frá útfararstofu Bardals
í Winnipeg. Séra Valdimar J.
Eylands flutti hin hinztu kveðju-
mál; þess má vænta, að þessa
ágæta íslendings verði frekar
minst við fyrstu hentugleika.
☆
í umsögn um íslendingadag-
inn á Gimli þann 4. ágúst næst-
komandi þar sem minst er skáld-
konunnar, er gengur undir
pennanafninu „Fríða Bjorns", er
frá því sagt að hún sé dóttir
Steinunnar Jónsdóttur Björn-
son, én átti að vera Jónasdóttir;
bræður frú Steinunnar heitinn-
ar eru hinir kunnu fyrverandi
lögregluþjónar Samúel og Jón
Jónassynir (Samson).
SAVE DOLLARS
by
BETTER THRESHING
Some barley growers lose annually up to $400.00 per car-
load by poor harvesting methods. Peeled and broken kemels
are too often the cause of good malting barley being degraded
to feed barley. The spread in price between No. 2 C.W. Six-
row and No. 1 Feed may range from five cents to fifteen
cents per bushel. This, in addition to the five cents per bushel
premium makes a difference of from ten cents to twenty
cents per bushel in price received by the grower. On a 2,000-
bushel carload this may mean a loss of between $200.00 and
$400.00. The cause of peeling and breaking kemels is improper
adjustments on the combine.
Another cause of loss is harvesting at improper stages
of maturity and moisture content. Immature barley is useless
for malting and may be degraded to feed. If it contains over
14.8% and up to 17% moisture it will be graded “tough”,
over 17% “damp” with a spread in price of from four cents
to ten cents per bushel.
Improper swathing or if left too long in the swath will
reduce the yield per acre and in addition cause a reduction
in quality.
The “triad” of barley harvesting is:
1. Harvest at the right stage of maturity and moisture
content.
2. Lay down a good swath.
3. Make the proper adjustments on the combine.
ATTEND THE FIELD DAY AND SEE HOW TO
SAVE DOLLARS IN THRESHING
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD-317
____________________________________________
Islenzk stúlka æskir eftir fæði
og húsnæði hjá góðri fjölskyldu
í vesturhverfi Winnipegborgar;
stúlkan stundar skólakenslu, en
þarf að hafa aðgang að píanói.
Upplýsingar á skrifstofu Lög-
bergs.
☆
Mrs. C. Toft frá Chicago hefir
dvalið vestur við Calder, Sask.,
ásamt George syhi sínum í heim-
sókn til Mr. og Mrs. Joe Einars-
son. Mrs. Toft er dóttir Mr. og
Mrs. Jónas Sveinsson í Chicago.
Mrs. Toft er einnig vinmörg hér
í borg og dvaldi hér í nokkra
daga; þau mæðginin héldu heim-
leiðis á mánudagsmorguninn
var.
☆
Mr. og Mrs. Hermann Björns-
son frá Chicago, eru stödd í
borginni um þessar mundir í
heimsókn til ættingja og vina;
þau brugðu sér einnig vestur til
Argyle þar, sem, þau eru vin-
mörg.
☆
, Fyrir skömmu er komin hing-
að til borgarinnar af íslandi
Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkr-
unarkona, sem nú starfar hér
við skurðstofu Almenna sjúkra-
hússins. Ragnhildur er fædd í
borginni Calgary í Albertafylk-
inu. Foreldrar hennar eru Jó-
hann Loptson og Sigríður Þor-
valdsdóttir, og með þeim flutt-
ist hún á barnsaldri til íslands;
hún naut hjúkrunarmentunar
sinnar í Danmörku.
☆
Þann 21. þ. m. lézt að heimili
sínu, 697 Rosedale Avenue hér
í borginni, Magnús Gilbertsson
89 ára að aldri. Útförin fór fram
í dag frá Bardals. Dr. Rúnólfur
Marteinsson jarðsöng.
☆
íslenzka sendiráðið í Wash-
ington hefir flutt skrifstofur
sínar frá 909 16th Street, N. W.
að 1906 — 23rd Street, N. W.
Washington 8, D.C. Columbia
6653.
☆
Mr. G. J. Oleson frá Glenboro
er staddur í borginni þessa
dagana.
Mr. og Mrs. Bergur Johnson
frá Baldur, Man., komu til borg-
arinnar í fyrri viku í heimsókn
til sonar síns Kristins Johnson í
St. Vital. Mr. Johnson brá sér
norður til Gimli, en þau hjónin
héldu heimleiðis síðastliðinn
mánudag.
☆
Þeir bræður Guðmundur og
Erlingur Guðmundssynir frá
Mountain, N.D., og systir þeirra
Mrs. John Snidal frá Crystal,
N.D., voru stödd í borginni um
mija fyrri viku.
☆ -
GIFTING —
Margaret Anne, elzta dóttir
Mr. og Mrs. N. K. Stevens á
Gimli, og John Gordon Grant
frá Nova Scotia voru gefin sam-
an í hjónaband í Sambands-
kirkjunni á Gimli 12. júlí; séra
Philip M. Pétursson gifti; svara-
menn brúðhjónanna voru Mr.
og Mrs. J. N. Stevens frá Winni-
peg. Veizla var haldin að heim-
ili foreldra brúðarinnar. Ungu
hjónin fóru flugleiðis til Mon-
treal; heimili þeirra verður í
Brucefield, Ont.
Brúðurin lauk prófi í Home
Economics við Manitobaháskóla
og í Dietetics við Vancouver
Almenna sjúkrahúsið. Brúðgum-
inn stundaði nám við Dalhousie
háskólann.
—Hvenær er hún dóttir yðar
að hugsa um að gifta sig?
— Hún-er alltaf að hugsa um
það. Hún hugsar ekki um
annað.
☆
Eiginkonan: — Þú ættir ekki
að borða svona mikið, elskan
mín. Læknirinn varaði þig við
því.
Eiginmaðurinn: — Svei því.
Ekki dettur mér í hug að svelta
mig í hel til þess að lengja líf
mitt um nokkra daga!
☆
Hann: — Ég hef heyrt að þér
séuð gift, má ég óska yður til
hamingju?
Hún: — Það er bara of seint,
ég er búin að vera gift í hálfan
mánuð.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Sumarfrí stendur yfir.
Guðsþjónustur hefjast 10. á-
gúst n. k.
☆
Piney Lutheran Church
Ensk messa, sunnudaginn 27.
júlí, kl. 2 e. h.
Rev. Eric H. Sigmar prédikar
☆
Silver Bay og Vogar Lulheran
Parish
Enskar messur:
Sunnudaginn, 27. júlí, Silver
Bay kl. 11 f. h.
Vogar kl. 2 e. h.
Rev. Walter Kein prédikar.
Bezta munntóbak
heimsins
ÍSLENDINGADAGURINN
í GIMLI PARK
MÁNUDAGINN 4. ÁGÚST, 1952
FORSETI: Séra V. J. Eylands — FJALLKONA: Frú Friðbjörg Jóhanna Jónasson
HIRÐMEYJAR:
Miss Lilja María Eylands-Miss Jacqueline Neil
Skemmliskrá hefst kL 2 e. h. Daylight Saving Time
íþróttir byrja kl. 11 f. h.
SKEMMTISKRÁ:
1. O Canada (Karlakórinn og allir syngja) 8. Minni íslands, ræða, Próf. Finnbogi
2. Ó, Guð vors lands (Karlakórinn og Guðmundsson
allir syngja) g Minni íslands, kvæði, Dr. Richard
3. Forseti, séra V. J. Eylands, setur Beck
hátíðina
4. Ávarp Fjallkonunnar, Frú Fríða Jónas-
son.
10. Karlakórinn
11. Minni Canada, ræða, Mr. John Laxdal
5. Karlakórinn syngur undir stjórn A. A. Minni Canada, kvæði, Mrs. Kenneth
Anderson McDonald
6. Ávarp gesta
13. Karlakorinn
7. Karlakórinn, Gunnar Erlendsson við
hljóðfærið 14. God Save the Queen
Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, Fjallkonan leggur á hann blómsveig. —
Community Singing kl. 7, undir stjórn Paul Bardal, M.L.A. Dans byrjar kl. 9 í Gimli
Pavilion. Aðgangur í skemmtigarðinn 50 cent fyrir fullirðna, frítt fyrir börn ýnnan
12 ára. Aðgangur að dansinum 75 cent. Gjallarhorn góð. íslenzkar hljómplötur, nýjar,
verða spilaðar að morgninum. Allur tími miðaður við Daylight Saving Time.