Lögberg - 16.10.1952, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952
SIGURÐUR MAGNÚSSON:
Horft yfir Hong Kong
Nýlendan er öll álíka stór og
Langjökull, rúmlega 1050 jerkm.
Farið upp á hæsta tindinn, sem
er 542 metra hár
Hong Kong, miðvikud., 13. ágúst
Ég ákvað að fara alla leið upp
á Viktoriutind í dag til þess að
gefa ykkur kost á að horfa þaðan
með mér yfir Hong Kong. Mér
fannst sem það hlyti að vera
gott að komast þangað úr moll-
unni niðri í bænum, því að þótt
hitinn væri ekki nema rúm 30
stig, þá er rakinn svo mikill í
loftinu hér, að óþægindum veld-
ur, en um það er ekki að fást.
Við erum stödd í hitabeltinu á
þeim árstíma, sem erfiðastur er
uelendingum hér.
Þar sem örbyrgðin blasir við
Við leggjum af stað frá tveim
hvítum skýjakljúfum, sem eru
niður við sjó. Þeir eru líka rétt
við hlíðina, því að aðalborgin er
reist á örlítilli landspildu, tvö
til fjögur hundruð metra breiðri.
lendunnar, þar sem minnst ber á
fátæktinni. Hinum megin við
sundið eru hverfi, þar sem ör-
birgðin blasir við.
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Að norðanverðu hennar er
höfnin, að sunnanverðu snar-
brattar hlíðar. Þar er byggð,
þétt neðst en verður dreifðari
eftir því sem ofar dregur og
efst uppi eru ekki nema fáeinar
byggingar. Næstum allar eru
þær stórhýsi, og hið eina, sem
örugglega má austrænt kallast
við þær eru kínverskar áletran-
ir. Annars gætu þær alveg eins
hafa verið tileinkaðar fyrir húsa-
gerðarmenn í Evrópu eða Ame-
ríku.
Meðan við göngum breiðgöt-
urnar áleiðis til rafmagnsspor-
brautarinnar, sem við ætlum að
fara með upp á fjallið, vekur það
athygli okkar, að fólkið, sem við
mætum, er yfirleitt langtum
betur til fara og sællegra en það,
sem við höfum áður séð hér í
Austurlöndum. Til þess liggja
tvær ástæður. Önnur sú, að lífs-
kjör Kínverja í Hong Kong eru
yfirleitt talin mjög góð, mælt á
þeirra kvarða, og hin, að nú er-
um við stödd í þeim hluta ný-
Á hœsta tindinum
Eftir því sem hærra dregur
verður útsýn fegurri, og þess
vegna leggjum við hiklaust á
göngu, eftir að sporbrautinni
sleppir og stefnum upp að hæsta
tindi fjallsins. Vegir eru ágætir
og víða bekkir til að hvíla sig,
cg gaman er að sitja þar og
virða fyrir sér fiðrildin, sem eru
mörg næstum eins stór og litlir
íuglar og skarta í hinum fegurstu
litum. Lítið er um hávaxin tré,
en annar gróður er mikill. All-
víða eru hér húsarústir, sem bera
styrjaldarárunum þögult en ó-
rækt vitni. Loks erum við komin
alla leið og stöndum nú í 524 m.
hæð yfir sjávarmáli.
Við erum á hæsta tindi Hong
Kong-eyju, en hún er rúmlega
17 km. Iðng og 3—8 km. breið,
en flatarmál hennar eru tæpir
83 ferkm. Granít er bergtegund-
in, og hér er gamalt eldfjall, og
virðist svo um aðrar eyjar, er
hér liggja nærri, ef ráða má af
hinni keilulaga-gerð þeirra. Aðal
byggðin — borgin mikla — er á
eynni norðanverðri. Annars
staðar eru hús dreifð, enda hlíð-
ar sums staðar svo brattar, að
þar' festir hvorki gróður né
byggð.
Ilmhöfn
Þegar horft er norður yfir
Viktoríuborg, er fyrst að sjá
sundið milli eyjarinnar og megin
landsins. Þar getur að líta alls
konar skip, geysistórar, fljótandi
vöruskemmur, ferjur, hásiglda
fiskibáta, hundruð eða þúsundir
alls konar siglingatækja, og við
vitum að þetta sund er hin heims
fræga Hong Kong-„ilmhöfn“ —
eitt öruggasta skipalagi verald-
ar. Hvers vegna hún hefir hlotið
þetta nafn veit ég ekki, en hitt
dylst hvorki mér né neinum öðr-
um þeim, er hana hafa gist, að
óvíða er fegurra, einkum þegar
þessi eyja, þar sem við nú stönd-
um, ber, ljósum prýdd, við næt-
urhimininn.
Norðan hafnarinnar er Kow-
loon-skagi, þar sem samnefnd
borg er fremst, og í krika milli
fjallanna, austan hennar, er Kai
Tak flugvöllurinn, þar sem svo
litlu má muna, að ekkert má
vera að veðri til þess að lending
sé ófær með öllu.
Norður frá Kowloon liggur
brautin til Canton og eru rúmir
30 km. að landamærunum.
Óveðursboðar yfir
Tai Mo Shan
Eyjar allmargar sjást hér til
vesturs og austurs. Eru þær
flestar annað hvort hluti þess,
sem upphaflega var tekið
„traustataki“, eða hins, sem leigt
var til ársins 1997, og eru þær
því hluti nýlendunnar, en allt
svæðið, sem henni fylgir, er á-
líka stórt og yfirborð Langjökuls,
eða rúmlega 1050 ferkm. Enda
þótt verulegur hluti þess sé lítt
byggilegur, þá búa hér samt um
2 milljónir manna. Ómögulegt
er að vita nákvæmlega hve marg-
ir íbúarnir eru, því margir búa
allan ársins hring í bátum sín-
um, auk þess sem straumur
f tóttamanna frá hinu rauða Kína
hefir einnig legið hér í gegn og
hafa þar áreiðanlega enn ekki
allir verið færðir til bókar.
Eftirtektarvert er það, og gef-
ur nokkra hugmynd um hver
vandi nýlendustjórninni hefir
stundum verið á höndum, að er
borgin féll í hendur Japönum
á jóladag 1941 var talið að þar
hefðu verið rúmlega 1.600.000
íbúar. Þegar borginni var náð
úr klóm Japana fjórum árum síð-
ar hafði fækkað um rúma millj.
íbúatalan óx svo mjög hratt,
einkum meðan enn var sæmilega
greiður gangur út úr hinu nýja
ríki bolsevikka, og hámarki náði
íbúatalan hér 2.360.000, og hefir
síðan heldur farið hækkandi, að
því er talið er.
Hvítu skýjabreiðumar, sem
áðan svifu yfir höfði fjallakóngs-
ins Tai Mo Shan, sem gnæfir hér
í norðri yfir hóglátum múg tind-
anna, hafa nú dregizt í svarta
breiðu, sem stefnir óðfluga
hingað. Það gæti boðað helli-
rigningu, þrumur og eldingar.
Gott er að horfa héðan af fjallinu
yfir þennan útvörð vestrænnar
menningar við bambustjaldið
mikla, en síður vildi ég standa
hér einn uppi á tindinum, þegar
vatnið fossar úr skýjunum, eld-
ingarnar þjóta um himininn og
skruggurnar skella. Héðan er því
bezt að halda sem fyrst til
byggða. —VÍSIR, 25. ágúst
Hann: — Nú er ég að fara í
langt ferðalag. Viltu lofa mér að
hugsa til mín klukkan 9 á hverju
kvöldi?
Hún: — Er þér ekki sama þó
að ég geri það klukkan 15 mín-
útur yfir 9, því- að ég var búin
að lofa honum Helga að hugsa
til hans klukkan 9?
Spurningar og svör varðandi canadíska banka
Hvaða þjónustu inna
löggiltir bankar
af hendi?
^Æikill hluti starfs hinna tíu löggiltu banka,
er fólginn í því, að annast um öryggi þess fjár,
sem yfir 8,000,000 viðskiptavina hafa lagt inn.
Þessum viðskiptavinum er ljóst hve mikilvægt
það er að geyma peninga á þeim stað, þar sem
þeim verður hvorki stolið, brent eða glatað.
Þeir vita hve handhægt það er, að geta fengið
reiðupeninga gegn eigin ávísun, er þörf gerist
í bankanum.
Að lána peninga er líka mikilvægt atriði.
Bankar lána fé bændum, launaþegum, iðju-
höldum og kaupmönnum — öllum, sem geta
staðið í skilum — og greiða með því götu þeirra
við eigin störf og fyrirtæki.
Bankarnir hlutast einnig til um að færa megi
fé úr einum stað í annan. Ef þér þurfið að senda
peninga til annara landshluta í Canada getið
þér keypt bankaávísun. Og ef senda skal pen-
inga til annara landa, annast bankinn einnig
um það.
Finnið útibússtjórann; hann skýrir fyrir yður
þær margvíslegu aðferðir, sem bankinn beitir
yður til fyrirgreiðslu.
Ein af auglýsingunum, sem
BANKINN í NAGRENNI
YÐAR BIRTIR
Klakahjúpurinn um hjartað
Ævin er of stutt til að ergja
sig yfir smámununum, er haft
>e f t i r stjórnmálaskörungnum
brezka, Disraeli. Sú lífsregla hef-
ir mörgum orðið til góðs og má í
því sambandi minna á það, að
franski rithöfundurinn, André
Maurois, hefir sagt, að með þessu
hafi Disraeli leyst sig frá margri
þjáningastund. Svo bætir hann
við: „Oft látum við einhvern
hégóma, sem við ættum ekki að
leiða hugann að, æsa okkur upp.
Við lifum bara stuttan tíma og
eyðum oft dýrmætum og óbæt-
anlegum stundum í áhyggjur og
leiðindi út af lítilræði, sem við
sjálf og allir aðrir hafa gleymt
eftir nokkra mánuði. Snúum
heldur lífsþrótti okkar að verð-
mætum framkvæmdum og til-
finningum, stórum hugsunum,
meiriháttar áhugamálum og var-
anlegum verkum. Ævin er of
stutt til þess, að láta smámunina
verða sér að fótakefli.“
Hér er um forna lífsreglu að
ræða ,sem finna má hjá Forn-
Grikkjum, kaþólskir sálusorgar-
ar hafa boðað og margir prestar
ífylgja dyggilega fram enn þann
dag í dag, enda er þetta eitt í
f u 11 u samræmi við boðskap
kirkjunnar. En það er misjafnt
hvernig prestunum heppnast að
hafa áhrif á söfnuð sinn í þessa
átt.
Úti í Danmörku í Bisserup á
Sjálandi er prestur, sem heitir
Jessen Andersen. Hann hefir
lengi verið óþreytandi að flytja
fyrir söfnuði sínum erindi um
„dásemdir hversdags leikans,"
eins og hann kallar það. Hann
heldur því fram, að líkja megi
venjulegum degi við gamlan
tveggjakrónupening í buddunni.
Það sé ef til vill fallið á hann en
sé hann fægður, verður hann
ljómandi, drottinleg mynd.
„Mig langar til að hjálpa þess-
um lífsþreyttu, döpru og beygðu
einstæðingum,“ segir séra Jess-
en Andersen. „Það er hægt að
hjálpa þeim. Og þeir hjálpa sér
sjálfir, ef þeim er komið áleiðis.
Þeir líta skakkt á tilveruna. Það
geta þeir ýmislega. Ég man eftir
góðum vini mínum, sem lifði
hamingjulitlu lífi en hélt að ef
hann kæmist á annan stað og
fengi þar tvöfalt hærri laun yrði
hann sælasti maður í heimi. Ég
er viss um að hans illi ári hefði
flutt með honum. Peningar gera
menn ekki farsæla. Ég þekki
auðuga konu í Kaupmannahöfn.
Hún á tvær milljónir króna.
Hún hefir víða farið og séð
margt. Ég spurði hana hvort hún
væri ánægð með lífið. Það var
öðru nær.
Meðal fátækra, eru bæði ham-
ingjusamir eins og í hópi hinna
ríku. Samt eigum við að vinna
að almennri velmegun, því að
fátækin er alls ekki bezti grund-
völlur hamingjunnar.
En það er margt, sem við fá-
um ekki við ráðið og því er það
viðhorfið til lífsins, sem mestu
ræður um hamingju okkar. Það
er stundum sagt, að hugsunin sé
saklaus. Ekkert er fráleitara. Við
höldum ,að beizkja 1 hugsun sé
meinlaus, ef e n g a r athafnir
fylgja. Það er hinn mesti mis-
skilningur. Hún getur grafið um
sig, rænt okkur lífsgleðinni unz
við lítum á okkur sem píslar-
votta. Þannig verða sumir ein-
stæðingar. Ég man eftir hjónum,
sem sátu epn inni með gremju
yfir því, sem nágranni þeirra
hafði sagt um þau fyrir hálfri
öld. Þannig geta smámunir orðið
stórir, þegar þeir eru lokaðir
inni og geymdir á vöxtum, (eða
reiðin látin úldna í hjartanu eins
og meistari Jón Vídalín segir).
En á þennan hátt eru þúsundir
manna á hverjum degi að ræna
sjálfa sig lífshamingjunni og
sumir s v i p t a sig líkamlegri
heilsu með þessu.
í stað þess að gleðjast yfir
góðri heilsu, daglegu brauði,
fjölskyldu og vinum og ótal
hversdagslegum smámunum býr
þetta fólk sér til klakahjúp úr
hégóma og einangrar þannig
hjarta sitt frá hlýjum tengslum
við tilveruna. — Einangrun er
fáum holl. Og nærsýnin er vond.
Ég minnist þess hve ég varð
gagntekinn tilfinningu fyrir ham
ingju minni þegar ég gekk um
rústirnar í Hamborg.
Á stúdentsórum mínum las
ég eitthvað um ólíkt upplag og
viðbrögð manna. Ég brá mér út
og upp í strætisvagn til að gera
tilraun. Ég steig ofan á tær á
þremur farþegum. Sá fyrsti rauk
upp með skammir. Annar bað
mig að afsaka að hann hefði rétt
fótinn of langt frá sér. Þriðji lét,
sem ekki væri. Ég ítrekaði til
ræðið svo ég væri viss um að til-
raunin hefði ekki misheppnast,
en hann brá sér hvergi.
Svona bregðast menn misjafn-
lega við hlutunum. Og fram hjá
því verður ekki gengið í sál-
gæzlustarfinu.“
Kristin kirkja boðar mönnum
að annað sé meira vert en sitja
í hægum stól og klæðast finum
fötum og svo framvegis. Þess
vegna losar kristindómurinn þá
menn sem hann mótar, úr viðj-
um smámunanna og lyftir þeim
yfir hégómleg fótakefli. Það er
leiðin til að bræða klakahjúpinn
utan af hjartanu, svo að hlýja
og gleði lífsins nái þangað.
— TIMINN, 14. sept.
Flestir verða einhvern tíma að taka sig
upp úr heimahögum
Stutt samtal við dr. L. E. Loren-
sen og frú Gunnhildi Snorra-
dóttur sálfræðing
Meðal farþega með flugvélinni
Heklu, sem flaug héðan í morg-
un til New York voru þau frú
Gunnhildur Snorradóttir f r á
Akureyri og maður hennar, dr.
Lyman E. Lorensen, efnafræð-
ingur. Frú Gunnhildur er eins
og kunnugt er dóttir Snorra Sig-
fússonar, námsstjóra. — Er hún
magister í sálfræði að menntun.
Hún giftist fyrir tveimur árum
og fluttist þá vestur til Banda-
ríkjanna. Hafa þau hjón verið á
stuttu ferðalagi í Evrópu í sum-
ar. Hingað til lands komu þau
sunnudaginn 17. ágúst s. 1.
Ólíkt öllum öðrum löndum
— Mér finnst Island vera ó-
líkt öllum öðrum löndum, sem
ég hef séð, sagði dr. Lorensen,
þegar Mbl. hitti hann og konu
hans snöggvast að máli í gær á
heimili Snorra Sigfússonar. —
Á meginlandi Evrópu líkist t. d.
hvert landið öðru. En þegar
hingað er komið er umhverfið
gersamlega nýtt. Ég skil ekki í
öðru en að ferðamannastraum-
urinn hljóti fyrr en varir að
beinast hingað. Þið þurfið aðeins
að koma ykkur upp notalegum
og hóflega stórum gistihúsum.
— Hvert er starf yðar vestra?
—Ég mun vinna við efnarann-
sóknastofnum Shell olíufélags-
ins í Berkley í Kaliforníu. Ég
lauk námi mínu við háskólann
í íþöku í New York ríki í júní
s. 1. Fjallaði doktorsritgerð mín
um aðferðir til þess að framleiða
betra gúmmi og líkara hinu nátt-
úrulega hráefni en gerfigúmmi
það, sem framleitt hefur verið.
Efnarannsóknarstofnum Shell
félagsins vinnur m. a. að rann-
sóknum á framleiðslu skordýra-
eiturs og lyfja gegn jurtasjúk-
dómum úr olíu. Er talið að það
borgi sig betur að framleiða
þessi lyf úr olíu en úr öðrum
efnum. Hefur talsverður árangur
þegar náðst af þessum rann-
sóknum.
Langur búferlafluiningur
— Það er löng leið frá Akur-
eyri vestur á Kaliforníuströnd,
segir frú Gunnhildur, — hátt á
sjötta þúsund mílur.
— En hvernig fannst yður að
fyltja að heiman?
— Það var dálítið erfitt að
slíta sig upp frá bernskustöðvun-
um. En ég kann orðið vel við
mig vestra. Það verða flestir ein-
hvern tíma að taka sig upp úr
heimahögum. Fólkið flytur að-
eins misjafnlega langt.
— Til hvers ætlið þér nú að
nota sálfræðimenntun yðar?
— Ætli ég noti hana nema í
uppeldi minna eigin barna. Þeg-
ar þau verða komin á legg gæti
ég vel hugsað mér að hagnýta
mér hana í sjálfstæðu starfi. En
ég álít að engin kona geti verið
í senn góð móðir og gengt störf-
um utan heimilis síns. Mér finnst
að ef ég ekki skildi þetta þá
væri ég alls ekki sálfræðingur.
Mennlun kvenna þýðingarmikil
Með þessu er ég alls ekki að
mæla á móti menntun kvenna.
Það er einmitt skoðun mín að
það sé mjög þýðingarmikið að
konur séu vel menntaðar.
Ég vil að lokum segja það, að
okkur fannst indælt að koma
hingað heim og fá tækifæri til
þess að ferðast landleiðina um
Norður- og Vesturland.
Eitt af því minnisstæðasta í
þessu ferðalagi okkar er heim-
sókn til Ásgríms Jónssonar, list-
málara. Hann leyfði okkur að
skoða myndir þær, sem hann
sendir á Stokkhólmssýninguna.
Þær eru unaðslegar. Ég er stolt
yfir að ísland á slíkan listamann
sem Ásgrím Jónsson. Til Amer-
íku förum við með fagra vatns-
litamynd eftir hann. Hún er af
lágvöxnu, kræklóttu birkitrján-
um okkar, sem heyja harða bar-
áttu við hinn miskunnarlausa
uppblástur.. Mér verður áreiðan-
lega alltaf hugsað heim til ætt-
lands míns, þegar ég lít þá mynd
segir frú Gunnhildur að lokum.
í dag flýgur þetta unga og
geðþekka menntafólk vestur um
haf. Héðan að heiman fylgja því
góðar óskir um bjarta framtíð.
S. Bj.
MBL., 27. ágúst
TIME PROVES TII VT . . .
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business
Training Immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG