Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. N^ÓVEMBER, 1952 Hver á sök á vígbúnaðaræðinu? Philip Noel-Baker, hinn þekkti brezki jafnaðarmað- ur, sem varið hefir mestum hluta ævi sinnar og starfs- orku í baráttu fyrir trygg- ingu heimsfriðar með af- vopnun, gerir í eftirfarndi grein vígbúnaðarkapphlaup- ið milli austurs og vesturs að umtalsefni og rekur or- sakir þess. Greinin er þýdd úr Lundúnablaðinu „Dailey Herald“, aðalblaði brezka alþýðuflokksins. TVEIMUR brennandi spurning- um verður að svara: Hver hóf í fyrstu það tryllta vígbúnaðar- kapphlaup, sem nú stendur sem hæst? — og: Hver hefir í frammi viðleitni nú til þess að stöðva það, og hvernig? Það var í apríl seinasta ár síð- ari heimsstyrjaldarinnar, að Negrin, forsætisráðherra lýð- veldisins Spánar á sínum tíma, mælti við mig eftirfarandi varn- aðarorð, sem þá hljómuðu þó svo kynlega: „Vinnið að því, að hvorki ríkisstjórn yðar né Bandaríkja- menn afvopnist að stríðinu loknu. Ef þér óskið friðar, ef þér viljið tryggja framtíð hinna sameinuðu þjóða, þá verðið þér að hafa yfir að ráða sterkum her, miklu sterkari en þér hafið haft hingað til. Ef þér gerið þetta, þá og því aðeins verður hægt að fá húsráðendurna í Kreml til þess að fallast á alls- herjarafvopnun. Ef ekki, þá verður ekki hægt að komast hjá öngþveiti í alþjóðamálum og stríðshættan verður sífellt yfir- vofandi." Og Negrin mátti trútt um tala. Hann var sem kunnugt er sá, sem stjórnaði á tímabili hetju- legri vörn spánska lýðveldisins gegn trylltum herskörum Hitlers og Mussolinis í borgarastyrjöld- inni, og hann þekkti Rússa betur en nokkur annar stjórnmálaleið- togi á Vesturlöndum á þeim tímum. Svo sem skylda mín b'auð, kom ég viðvörun Negrins á framfæri við Ernest Bevin, þá- verandi utanríkisráðherra Eng- lands, en ég leyni því ekki að mig óaði við þeirri hugsun, sem í henni fólst. Rás atburðanna leiddi í Ijós, að Negrin hafði á réttu að standa. Að stríðinu loknu afvopnuðust Bandaríkjamenn svo hressilega, að þegar árið 1947 var fastaher þeirra orðinn svo lítill, að þeir höfðu ekki lengur yfir að ráða neinum þjálfuðum herdeildum til þess að senda úr landi, þótt á hefði þurft að halda. Þeir lögðu fyrir sameinuðu þjóðirnar göfugmannlega áætl- un um ráðstafanir til þess að af- nema hættuna af kjarnorku- stríði, og sú áætlun var slík, að sannir sósíalistar um heim allan hefðu átt að geta verið henni fylgjandi. Þeir lögðu fram gífurlegar upphæðir til endurreisnarinnar (UNRA) og meginhluti þeirra gekk til Austur-Evrópuland- anna, Póllands, Júgóslavíu og Ungverjalands, — að ógleymdu sjálfu Rússlandi, sem fékk bróð- urpartinn af því framlagi í sinn hluta. Bandaríkin vísuðu veginn í stjórnarstefnu UNRRA gætti engra andkommúnistískra til- hneiginga. Um það er ég fylli- lega dómbær sem fulltrúi Bevins þar. Sjö tíundu hlutar þess fjár- magns, sem fór til hjálparstarfs- ins, komu frá Bandaríkjunum. Því verður heldur ekki í móti mælt, að eftir styrjöldina sýndi Bandaríkjastjórn í einu og öllu, að hún óskaði einskis annars en friðar og vinsamlegrar sam- vinnu við allar þjóðir heims, þar á meðal við Rússa. Stjórn Stóra-Bretlands fetaði í þessi fótspor. Afvopnun lands- ins miðaði drjúgum áfram í sam- ræmi við áætlanir þar um, sem gerðar voru þegar á stríðsárun- um. Attlee lagði til við Rússland og Bandaríkin, að hinar sam- einuðu þjóðir tækju fyrir og leiddu til lykta vandamálin í sambandi við kjarnorkuvopnin. Ríkisstjórn hans lagði stórfé af mörkum til hjálparstarfs á veg- um UNRRA. Reynt var af fremsta megni undir forustu Bevins að ná samkomulagi innan sameinuðu þjóðanna um alls herjar afvopnun og jafnframt um sameiginlegar varnir þeirra gegn hugsanlegri árás, hvort- tveggja í samræmi við stofnskrá þeirra. Meðan þessu öllu fór fram, bólaði ekkert á afvopnun í Rúss- landi. Það fór eins og Negrin hafði spáð: Herir Sovét-Rúss- lands héldu áfram að verða stöðugt voldugra afl í heiminum. Stjórn Sovét-Rússlands fékk þýzka hernaðarsérfræðinga í þjónustu sína, og meðan Vestur- veldin voru að jafna vígirðing- arnar við jörðu í Ruhrdalnum í Vestur-Þýzkalandi hófu Rúss- ar stórfellda hergagnafram- leiðslu í austurhluta landsins, hinu megin við járntjaldið. Og hún hófst handa um að byggja stærri flota hernaðarflugvéla en nokkur dæmi voru til fyrir á þeim tíma í sögunni. Úíþensla og áleitni Og ekki var látið þar við sitja. Þrátt fyrir ákvæði Atlantshafs- sáttmálans um fullkomin sjálfs- ákvörðunarrétt smáþjóðanna lagði stjórn Sovét-Rússlands undir veldi sitt hvert þjóðríkið á fætur öðru, því sem næst 650 þúsund ferkílómetra að flatar- máli. Hún skirrðist ekki við að þver- brjóta skuldbindingar sínar frá Yaltarávstefnunni, heldur svipti hverja þjóðina á fætur annarri frelsi sínu og sjálfstæði. í Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Ungverjalandi var smátt og smátt komið á stjórnarfari kommúnista með hreinu ofbeldi og yfirgangi þvert gegn vilja meirihluta íbúanna í þessum löndum og fleiri. Hún reyndi í lengstu lög að þrjózkast við að halda her sín- STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your BusinesM Traininy Immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG um í Persíu og lét hann ekki víkja þaðan fyrr en hún var neydd til. Hún æsti þjóðir Austur-Asíu til ofbeldisverka gegn hinum vestrænu þjóðum. Þar til má nefna Indonesíu, Malaya, Indó- Kína og fleiri. Og í Evrópu reyndi hún að leika þann hinn sama leik í þeim löndum, sem áhrif Vesturveldanna voru of sterk til þess að hún þyrði að ganga í berhögg við þau, svo sem í Grikklandi. Samtímis því sem sovétstjórn- in fordæmdi heimsvaldastefnu „nýlenduríkjanna", sem hún nefndi svo, notaði hún hvert tækifæri, sem bauðst, til þess að þröngva stjórnarfari sínu upp á friðsamar þjóðir og innlima þær í heimsveldi sitt, jafnframt því, sem hún beitti harðvítugu tauga stríði gegn þeim þjóðum, sem hún ekki komst yfir að gleypa. Ástandið varð stöðugt verra og verra. Þeim mun meir, sem vesturveldin og þá sérstaklega Bretar og Bandaríkjamenn af- vopnuðust, þeim mun óbilgjarn- ari og áleitnari stjórnarstefnu fylgdu Sovétríkin í heimsmál- unum. Dollaravandamálið Árið 1947 hófst dollaraskortur- inn í efnahagslífi Englands. Enski þingmaðurinn Richard Crossman gerðist forsvarsmaður nokkurra þingmanna í verka mannaflokknum brezka, sem lýstu þeirri skoðun sinni, að „leggja yrði meiri áherzlu á að koma hermálum landsins á það stig, sem ætlað hefði verið á friðartíma, heldur en gert hefði verið að undanförnu.“ Sjónarmið Crossmans og skoð anabræðra hans varð ráðandi. Hinn 7. maí árið 1947 lýsti brezka stjórnin því yfir, að því skyni að koma fótunum und- ir landið efnahagslega“ myndi herskyldutíminn styttur niður í 12 mánuði. Og hinn 7. ágúst sama ár tilkynnti hún, að fækk- unin í hernum myndi verða 80 þúsund manns meiri en áður hafði verið ráðgert, og að 133 þúsund hermenn myndu verða kallaðir heim frá hinum ýmsu herstöðvum utan heimalandsins. Hinn 19. febrúar árið 1948 til- kynnti stjórnin enn, að fækkað myndi enn í brezka hernum um 224 þúsund hermenn; kostnað- urinn við flugherinn yrði lækk- aður um 41 miljón sterlings punda, en samtals yrði kostnað urinn við hermálin stórlækk' aður. En hvað hafðisl Rússland að Hvernig litu þessi mál út í Rússlandi. í lok júnímánaðar árið 1947 neitaði Sovétstjórnin að taka þátt í Marshallsamstarfinu, og Molotov harðbannaði Póllandi og Tékkóslóvakíu að gerast að- ilar að því. Rússar hvöttu komm únistana á Malakkaskaga til uppreisnar. Þeir veittu uppþots- mönnum í Indó-Kína stórfellda aðstoð gegn Frökkum; stofnuðu til kommúnistauppþota í Burma gegn stjórn landsins; veittu grískum byltingamönnum fjár- hagslega og hernaðarlega aðstoð. I marzmánuði árið 1948 veittu þeir lýðveldisstjórnarfarinu í Tékkóslóvakíu banasárið, því ríki veraldar, sem veitti þegnum sínum einna blómlegust lífskjör og þar sem framfarir og áhrif sósíalista á þjóðlífið höfðu borið blessunarríkari ávöxt en víðast hvar annars staðar, þar sem þeirra hafði gætt. í aprílmánuði árið 1948 reyndu þeir að svelta íbúa Vestur- Berlínar til að játast undir kúgunarvald sovétstjórnarinnar. Þeir stóðu að ólöglegum alls- herjarverkföllum í Frakklandi og ítalíu. Þegar sendinefndir frá hinum ýmsu þjóðum heimsins komu saman á allsherjarþing sameinuðu þjóðanna í París það ár, voru götuvirki á strætum og torgum, eins og borgin væri í umsátursástandi. Það var þessi stöðuga áreitni, sem að lokum neyddi brezku verkamannastjórnina til gagn- ráðstafana. Stofnað var til sam- taka Atlantshafsþjóðanna árið 1948 og varnarsáttmáli þeirra í milli var undirritaður árið eftir. Framlög til hernaðarútgjalda jukust talsvert á fjárhagsárinu 1949—1950, í fyrsta skipti um mörg ár. Og svo hófst harmleikurinn í Kóreu. Gegn mótmælum þings Suður-Kóreumanna samþykkti Bandaríkjastjórn að draga her- lið sitt þaðan. í júní árið 1949 lögðu seinustu bandarísku her- mennirnir úr landi. Réttu ári síðar hófu kommúnistarnir vopn aða árás á Suður-Kóreu. Einu sinni enn sönnuðu Rúss- ar, að hvar sem slakað var til og þeim gefið olnbogarými, gengu þeir á það lag, þvert ofan í gerða samninga. Óhjákvæmileg afleiðing hinn- ar vopnuðu árásar Rússa á Suð- ur-Kóreu gat ekki leitt til nema eins: Endurvígbúnaðurinn með Vesturveldunum hófst, og nú er svo komið, að útgjöld Breta til hernaðarþarfa eru meira en tvö- falt meiri en þau voru fyrir þremur árum. Slaðreyndirnar lala Það eru þessar óhrekjandi staðreyndir og margar fleiri, sem tala nægilega skýru máli til þess að hægt sé að mynda sér rök- studdar skoðanir til svars við þeirri spurningu, hver hafi byrjað vígbúnaðarkaupphlaupið. 1 stuttu máli: Þrátt fyrir stöðuga áreitni af hálfu Rússa stóðumst við ögrun þeirra í fjögur ár, frá 1945 til 1949, og afvopnuðumst stöðugt á því tímabili. Endurvígbúnað- urinn var ekki hafinn af hálfu Vesturveldanna fyrr en augljóst var hverjum hugsandi manni, að einungis hernaðarlegur mátt- ur þeirra gæti komið í veg fyrir fyrirætlanir valdahafanna í Kreml um að leggja undir sig heiminn —AB Kvikmynda íslenzka afvinnuvegi Merkilegt starf sænskra hjóna á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar Undanfarnar sjö vikur hafa dvalizt hér á landi hjónin Ariane og Kurt Wahlgren frá Svíþjóð. Hafa þau bæði starfað að kvik- myndagerð á vegum hinnar gagnkvæmu efnahagssamvinnu- stofnunar (MSA), og á myndin einkum að fjalla um atvinnu- háttu íslenzku þjóðarinnar. — — Við höfum verið hér á landi of stuttan tíma til þess að geta kynnzt bæði landi og þjóð, eins og við hefðum helzt kosið, sagði frúin við blaðamann Mbl., er hann hitti þau hjónin að máli í fyrradag, en við vonumst ein- dregið eftir því að geta sótt land ykkar heim aftur, áður en langt um líður, bætti hún við. Verkinu flýíl eflir mætti — Hvernig stendur á komu ykkar hingað? — Svo er mál með vexti, að við eigum kvikmyndafélag í Stokkhólmi, sem heitir Svecia- Film, og er hlutverk þess eink- um að taka fræðslu- og heimila- kvikmyndir. Má geta þess því viðvíkjandi, að félag okkar tekur næstum allar heimildakvik- myndir fyrir sænska ríkið. Eru þær um hin ýmsu efni, s. s. 1-and- varnir, skóla s. s. frv. — En við höfum einnig samvinnu við norskt kvikmyndafélag, er starf- ar í Osló, Norsk-Dokumentar- Film að nafni og til þessa félags sneru forsvarsmenn efnahags- samvinnustofnunarinnar sér í sumar og báðu það að annast töku íslandskvikmyndar, sem stofnunin hefði í hyggju að láta gera. En þar eð félagið kom því ekki við að senda kvikmynda- tökumenn hingað strax, bað það okkur að annast töku myndar- innar. — Að vísu reyndum við að fá för okkar frestað, þangað til næsta vor, en við það var ekki komandi, þar eð töku myndar- innar á að flýta eins og unnt er. Veðrið hefir tafið fyrir — Það hefir auðvitað komið sér illa vegna þess, hversu ó- stöðug íslenzka haustveðráttan er? — Já, veðráttan hefir seinkað okkur mjög. Einkum var það ó- hagstætt er við vorum í Kefla- vík, og gerði það okkur mjög erfitt um vik við alla mynda- töku, en þó rættist samt úr að lokum. Annars er íslenzka veðr- áttan ákaflega óstöðug og kom það oft fyrir, að sól skein í heiði, þar sem við ætluðum að kvik- mynda, er við lögðum af stað þangað, en hellirigning skollin á, þegar við loksins vorum til- búin til að hefja starfið nokkurri stundu síðar. — Hver borgar kostnaðinn við þessa kvikmyndatöku? — Efnahagssamvinnustofnun in sér um allan kostnað, sem kvikmyndatökunni er samfara. Er enn óvíst, hversu hann verð- ur mikill, en án efa skiptir hann hundruðum þúsunda íslenzkra króna. 4 Ein af kynningarmyndum MSA-landanna Efnahagssamvinnustofnunin hefir í hyggju að láta gera kvik- myndir um atvinnuvegi og lífs- baráttu allra þeirra hjóða, sem að stofnuninni standa. Á síðan að sýna þær víða um heim, en þó einkum í aðildarríkjum efna hagssamvinnustofnunarinnar, — undir nafninu: — Þekklu banda- menn þína. Er þetta fyrsta kvik- myndin í þessum kvikmynda- flokki, og er gert ráð fyrir því, að það taki um 20 mínútur að sýna hana. — Hvernig er starfi ykkar háttað? — Starf okkar er einungis fólgið í því að annast töku mynd- arinnar, en síðan eru það aðrir, sem vinna úr filmunum, búta þær sundur, stytta þær og setja þær síðan saman aftur, svo að úr verði ein samfelld heild. Nú þegar höfum við efni 1 2% klst. mynd, svo að af því má nokkuð ráða, hversu mikil vinna er í því fólgin að vinna úr það, sem not- hæft er. Um samningu textans við þessa íslandskvikmynd sér efna hafssamvinnustofnunin í sam- ráði við íslenzka sendiráðið í París. Auðvitað veltur á miklu, að textinn sé bæði réttur og skilmerkilegur og verður reynt eftir föngum að sjá um að svo verði. Þegar frumtextinn hefir verið saminn, verður honum snarað á tungumál þjóða þeirra, er myndina fá til sýningar, og er það út af fyrir sig ærin vinna. Hafa víða farlð — Þið hafið auðvitað ferðazt víða um landið? — Já, við höfum hér víða ver- ið. Má þar einkum til nefna Akureyri, Keflavík, Hveragerði og Reykjavík og umhverfi. — Einnig höfum við alltaf tekið myndir á leiðinni til þeirra staða, sem við höfum farið til, og yrði of langt að telja þá alla upp hér. — Höfum við tekið myndir af öllum helztu atvinnu vegum þjóðarinnar, verksmiðj- um, skólum, sjúkrahúsum o. s. frv. Einnig höfum við tekið kvik myndir úr Þjóðleikhúsinu, Þjóð- minjasafninu og Landsbóka- safninu (gömlum íslenzkum bók- um), svo að eitthvað sé nefnt. Hins vegar getum við því miður engar myndir tekið úr Listasafni ríkisins, þar sem kvikmyndin verður ekki í litum. — Hafið þið ekki einnig tekið landlagsmyndir? — Jú, að vísu. En þær verða aðeins notaðar til uppfyllingar. — Við höfum t. d. bæði verið að Gullfossi, Geysi, á Þingvöllum og víðar og hvarvetna tekið myndir. Einnig höfum við verið á ýmsum sveitabæjum, gömlum og nýjum, og kvikmyndað bæði fólkið .sjálft og atvinnuhætti þess. Nýju skólarnir najög fullkomnir —Hvað hefir nú vakið einna mesta athygli ykkar á ferðum ykkar um landið? — Ja, því er nú kannske ekki eins fljótsvarað og virðist í snöggu bragði, því að á íslandi er svo ótal margt, sem vekur eftirtekt útlendings, er hingað kemur í fyrsta sinni. En þó erum við mjög hrifin áf því hve ís- lenzki landbúnaðurinn er orðinn nýtízkulegur, vélar allar full- komnar og vinnubrögð góð. Einnig hafa nýju skólarnir vakið óskipta athygli okkar, enda er ekki of djúpt tekið í árinni með því að segja, að þeir skáki flest- um skólum hinna Norðurland- anna. — Að lokum mætti svo nefna hina ægifögru og sérkenni legu náttúru landsins og hversu víða andstæður nútíðar og for- tíðar koma í ljós, bæði í þjóð- menningu ykkar og landshátt- um öllum. En þó fer ekki hjá því, að útlendingum virðist sem tæknin sigli of hraðan byr inn í landið og valdi það e. t. v. nokkurri ringulreið og jafn- vægisleysi. Við þökkum svo hjónunum upplýsingar allar um hið merka og mikilvæga starf þeirra, og vonum, að það megi verða fram- andi mönnum góð kynning á landi okkar og þjóðlíif. M. —Mbl., 24. okt. Ekta innflutt HOLLENZK SÍLD veidd í Norðursjónum Hollenzk síld er svo ljúffeng aS hún á engan sinn lika . . . krydduS og söltuS á sjónum svo aS hún heldur öllum sinum bætiefnum. AuStilbúin fyrir heitan rétt — á- vaxtamauk — og fyrir gesti aS grtpa f. KaupiS hana í viSeigandi hylkjum eSa f þar til btinum krukkum. Fáið ókeypis bækling hjá matvörukaup- manninum, I kjötbúSum eSa hjá fisk- salanum — svo getiS þér skrifaS HOLLAND HERRING FISHERIES ASSOCIATION ROOM 711, TERMINAL BUILDING, TORONTO, ONTARIO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.