Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
65. ÁRGANGUR
Phone 72-0471
BARNEY#S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
NÚMER 4\$
-------1
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
16. NÓVEMBER
Lætur af
flokkksforustu
Formaður Liberala í Saskat-
chewan, Walter Tucker, er átt
hefir sæti á fylkisþinginu síðan
1946, hefir tilkynt að hann muni
áður en langt um líði láta af
flokksforustinni, og sé staðráð-
inn vegna áskorana að bjóða sig
fram til sambandsþings í
Rosthernkjördæmi við næstu
kosningar, sem víst má telja að
haldnar verði næsta ár. Mr.
Tucker var fulltrúi þess kjör-
dæmis í sambandsþinginu í
nokkur ár áður en hann tókst á
hendur flokksforustuna í Saskat-
chewan, og var þá talinn einn
hinna atkvæðameiri þingmanna
úr Sléttufylkjunum; hann er
málafylgjumaður mikill og læt-
ur sér ekki alt fyrir brjósti
brenna.
En þótt Mr. Tucker sé harð-
snúinn og lægi síður en svo á
liði sínu, reyndist honum það þó
ofurefli, að koma C.C.F.-stjórn-
inni í Saskatchewan fyrir kattar-
nef.
Gera má ráð fyrir að áður en
langt um líði kveðji Libearlar í
áminstu fylki til flokksþings í
því augnamiði, að velja sér
nýjan leiðtoga.
Verkalýðsforingi
látínn
Nýlátinn er í Cincinatiborg í
Ohioríkinu, William Green, for-
ingi hinna útbreiddu og vold-
ugu verkalýðssamtaka, er ganga
undir nafninu The American
Federation of Labor, víðkunnur
merkismaður 81 árs að aldri;
hafði hann einkum orð á sér
fyrir það, hve laginn hann var í
því, að hrinda í framkvæmd
kjarasamningum milli atvinnu-
rekenda og starfsfólks þeirra, og
hafði jafnan sitt fram með
stefnufestu og hógværð.
Velur
utanríkisráðherra
Dwight D. Eisenhower, næsti
forseti Bandaríkjanna, hefir
kunngert, að hann hafi valið
John Foster Dulles til að takast
á hendur forustu utanríkisráðu-
neytisins, er Republicanar taka
við völdum þann 20. janúar
næstkomandi; hefir Mr. Dulles
langa sögu að baki í meðferð
utanríkismála og þykir um alt
hinn mikilhæfasti maður.
Úr borg og bygð
Síðastliðinn fimtudag lézt að
heimili Hrundar dóttur-dóttur
sinnar og manns hennar J. G.
Skúlasonar í Geysisbygð, Hólm-
fríður Magnúsdóttir 92 ára að
aldri, fædd að Nesi í Aðal-
Reykjadal 11. ágúst árið 1860,
mikilhæf kona og merk; for-
eldrar hennar voru Magnús
Jónsson og Kristjana Vigfús-
dóttir. Útförin fór fram frá
kirkju Geysis-safnaðar á mánu-
daginn. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng. — Þessarar
kvenhetju verður frekar minst
í næsta blaði.
☆
Frú Guðrún Hallsson frá
Vogar hefir dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga.
☆
Stúkan HEKLA I.O.G.T. held-
ur fund á venjulegum stað og
tíma næstkomandi þriðjudag 2.
desember.
Halldór M. Swan
Sjöfugur:
Á föstudaginn hinn 21. þ. m.,
átti Halldór M. Swan verk-
smiðjueigandi sjötugsafmæli;
hann á heima að 912 Jessey
Avenue, og bauð til sín þá um
kvöldið nokkrum nánustu vin-
um sínum til gleðimóts, xer í öll-
um atriðom bar nafn með rentu.
Halldór er fæddur að Burstar-
felli í Vopnafirði hinn 21. dag
nóvembermánaðar árið 1882,
sonur hinna gagnmerku hjóna
Methúsalems Einarssonar og
Elínar ólafsdóttur, er sátu hið
kunna höfuðból áratugum sam-
an með rausn og prýði. Halldór
nam trésmíðaiðn á Akureyri, en
fluttist í blóma lífs hingað til
lands og hefir gefið sig hér að
margvíslegum störfum, þótt
lengstan tímann hafi hann upp
á eigin reikning rekið hér verk-
smiðju.
Á æskuárum var Halldór þegar
kunnur íþróttamaður, og hér í
landi varð hann frumkvöðull að
endurreisn hinnar þjóðlegu, nor-
rænu íþróttar, bogfiminnar. —
Halldór er manna listrænastur
og söngvinn vel; hann er dreng-
ur góður og vinfastur.
Lögberg flytur afmælisbarn-
inu hugheilar árnaðaróskir.
Sambandsþing
kemur saman
Síðastliðinn fimtudag var
sambandsþingið í Ottawa kvatt
saman til funda og sett af lands-
stjóranum, Rt. Hon. Vincent
Massey, er flutti þingheimi í
ræðuformi boðskap stjórnarinn-
ar til þingsins; var þar vikið að
ýmissum aðkallandi vandamál-
um, sem stjórninni er ant um að
verði leyst.
Á mánudaginn voru bornar
fram tvær vantraustsyfirlýsing-
ar á hendur stjórninni, sú fyrri
af leiðtoga íhaldsflokksins, Mr.
Drew, er sakaði stjórnina um ó-
hæfilega fjárbruðlun, en hin síð-
ari af Mr. Coldwell, forustu-
manni C.C.F.-sinna, er fann
stjórninni það helzt til foráttu
hve slælega hún hefði unnið að
því að koma á fót almennum
heilsutryggingum í landinu.
Lokagreiðslur
Um þessar mundir standa yfir
lokagreiðslur hveitiverðs fyrir
uppskeruárið, sem endaði 31.
júlí síðastliðinn og nemur upp-
hæðin 25 cents á mæli; öllum
slíkum greiðslum á að vera lokið
fyrir jól að því er hveitiráðinu
segist frá; heildar upphæðin, er
á þennan hátt' verður greidd
bændum, nemur fyrir bygg,
hafra og hveiti $158,572,000.
Skarar framúr
í byggrækt
Á iðnaðar- og framleiðslusýn-
ingunni, sem enn stendur yfir í
Toronto, var Albert Robins
bóndi í Laurahéraðinu í Saskat-
chewan úrskurðaður „bygg-
konungur“ veraldarinnar; hon-
um féll hliðstæð sæmd í skaut
árið 1948. Margir aðrir bændur
úr Sléttufylkjunum hlutu há
verðlaun fyrir kornyrkju.
Hinn 8. þ. m. sendi íslenzka
ríkisstjórnin brezku ríkisstjórn-
inni skilaboð, og var þar sagt,
að íslenzka stjórnin byggði allar
sínar ráðstafanir varðandi fisk-
veiðalandhelgina á þeirri skoð-
un, að þær væru innan lögsögu
íslands samkvæmt alþjóðalög-
um, og meðan þeim væri ekki
hnekkt á lögformlegan hátt,
gæti hún ekki samþykkt erlend-
ar kröfur um tilslakanir á frið-
unarsvæðinu. Viðræður um slík-
ar tilslakanir myndu því vera
gagnslausar og aðeins vera til
ills, þar sem þær kynnu að
vekja vonir, sem ekki gætu
rætzt. Hins vegar væri íslenzka
ríkisstjórnin fús til að senda sér-
fræðinga til London til að skýra
nauðsynina á friðun íslenzkra
fiskimiða fyrir brezkum togara-
eigendum, samkvæmt ósk brezku
ríkisstjórnarinnar, enda yrði að
vona að slíkar skýringar myndu
eyða margs konar misskilningi.
Fleiri skilaboð fóru milli ríkis-
stjórnanna og hinn 10. þ. m.
lýsti íslenzka ríkisstjórnin yfir
því, að hún héldi fast við skoð-
anir sínar í fiskveiðalandhelg-
inni og væri fús til þess með
viðræðum í nefndinni til að
hindra ofveiði, að halda áfram
skýringum sínum, bæði varð-
andi nauðsyn á friðun og laga-
legum rétti íslendinga í þessum
efnum.
Fyrir nokkru var stofnað í
Grimsby hlutafélag til að vinna
».S löndunum þar á fiski, og eiga
íslenzkir togaraeigendur hlut í
því. Brezkir togaraeigendur
hafa bundizt samtökum að leyfa
ekki íslenzkum skipum not af
löndunartækjum sínum, og yfir-
menn á togurum á þessum slóð-
um hafa haft við orð að gera
verkfall, ef tekið yrði við fiski
úr íslenzkum skipum. — Nú var
í ráði að íslenzkur togari freist-
aði að landa þar fiski á vegum
hins nýstofnaða hlutafélags, sem
áður var getið, en horfið var frá
þeirri tilraun. Utanríkisráðu-
neytið birti þá svohljóðandi til-
kynningu: „Brezka ríkisstjórnin
er nú að vinna að því, að aflétt
verði banni á löndunum ís-
lenzkra togara í Bretlandi og
hefir farið þess á leit, að Islend-
ingar sendi ekki örfáa næstu
daga togara til að selja fisk í
Bretlandi, þar sem það myndi
gera henni erfiðara fyrir um
lausn málsins. — íslenzka rikis-
stjórnin hefir samkvæmt þessu
fallizt á að beita áhrifum sínum
í þessa átt.“
☆
Vöruskiptaj öfnuðurinn í októ-
bermánuði var óhagstæður um
17,6 miljónir króna. Út voru
fluttar vörur fyrir 80,3 miljónir,
en inn fyrir 97,9 miljónir króna.
Fyrstu tíu mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuðurinn við út-
lönd óhagstæður um 249,9 milj-
ónir króna. Inn voru fluttar
vörur fyrir 754,9 miljónir, en út
fyrir 505 miljónir.
☆
Framfærsluvísitala í Reykja-
vík var 163 stig hinn fyrsta þessa
mánaðar og kaupgjaldsvísitala
fyrir nóvember var 153 stig.
☆
í fyrrakvöld var opnuð sýning
á myndum eftir Nínu Tryggva-
dóttur í Listvinasalnum við
Freyjugötu í Reykjavík og eru
þar sýndar 35 myndir. Þetta er
þriðja sýningin, sem Nína held-
ur hér, en hún hefir einnig sýnt
málverk sín í höfuðborgum
Norðurlandanna og í New York
og tekið auk þess þátt í mörgum
samsýningum.
Tæplega sextíu verkalýðsfé-
log hafa sagt upp kaup- og kjara-
samningum við atvinnurekend-
ur, og hafa nú birt þær kröfur,
er þau bera fram sameiginlega
til breytinga á samningunum.
Aðalatriðin eru þau, að félögin
krefjast 15% hækkunar á grunn-
kaupi, verðlagsuppbót verði
greidd á allt grunnkaup mánað-
arlega, lágmark orlofs lengist úr
12 virkum dögum í 18 virka
daga, og athugaðir verði mögu-
leikar á framkvæmd 40 stunda
vinnuviku.
☆
Á aðalfundi Landssambands
íslenzkra útvegsmanna, sem ný-
lega var haldinn í Reykjavík
var samþykkt ályktun, þar sem
sagt er að ‘hag útgerðarinnar sé
þannig komið, að óhugsandi sé
að hún geti tekið á sig aukin út-
gjöld vegna kauphækkana. Kaup
hækkunarkröfur, sé þeim haldið
til streitu, hljóti óhjákvæmilega
að leiða til stöðvunar útvegsins.
☆
Aðalfundur Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda var
haldinn í Reykjavík í vikunni,
sem leið, og var þar skýrt frá
því, að sölusambandið hefði á
síðastliðnu ári selt fisk fyrir 135
miljónir króna. Umræður á fund
inum snerust mjög um fiskmat
og vöruvöndun. Samþykkt var
að gefa 125.000 krónur í dvalar-
heimilissjóð aldraðra sjómanna.
■ír »
Unnið er að því að koma upp
radíóvitum víða hérlendis til
þess að auka öryggið í innan-
landsflugi, og hafa slíkir vitar
þegar verið settir upp á Akur-
eyri og Hjalteyri. Tæknilegir
ráðunautar frá alþjóðaflugmála-
stofnuninni dveljast hér til þess
að þjálfa íslenzka flugmenn í
radioflugtækni og íslenzku vél-
arnar hafa verið búnar þeim
tækjum, sem nauðsynleg eru til
þess. Radiovitar verða settir upp
á Fljótsdalshéraði og sennilega
á tveimur eða þremur stöðum í
viðbót, tveir vitar á hverjum
stað.
☆
Á föstudaginn var afhjúpað í
Reykjavík minnismerki um
franska vísindamanninn dr. Jean
Charcot, sem drukknaði hér við
land í ofviðri í septembermán-
uði 1936, er skip han Pourquoipas
fórst. Minnismerki þetta er
koparskjöldur með mynd af
Charcot greyptur í sæbarinn
stein, er valinn hefir verið stað-
ur á háskólalóðinni hjá At-
vinnudeild háskólans, og er
þetta fyrsta minnismerkið, sem
reist er á lóð háskólans. Ríkis-
stjórn íslands gaf félaginu Alli-
ance francaise skjöldinn, en
hann er afsteypa af skildi, sem
Ríkarður Jónsson myndhöggv-
ari gerði og festur var á vitann
á Þormóðsskeri í sumar, en þar
í nánd fórst skip Charcots. Við
afhjúpun minnismerkisins töl-
uðu siglingamálaráðherra, Ólaf-
ur Thors, forseti Alliance fran-
caise Pétur Gunnarsson og
franski sendiherrann hér Henri
Voillery.
☆
Ársfundi æskulýðsfélaganna í
Reykjavík lauk á fimmtudags-
kvöldið og var Ásmundur Guð-
mundsson prófessor endurkjör-
inn formaður bandalagsins.
☆
1 dag syngja kirkjukórar úr
fjórum prófastsdæmum á Vest-
urlandi í Bíóhöllinni á Akranesi,
og verður þetta 150 manna sam-
kór, hinn stærsti sem sungið
hefir innanhúss hér á landi.
Félag íslenzkra iðrekenda og
Samband smásöluverzlana í
Reykjavík hafa tekið upp sam-
vinnu íslenzks iðnaðar, og verð-
ur þessa vikuna sölusýning á ís-
lenzkum iðnaðarvörum í búðar-
gluggum og búðum.
☆
Ásgrímur Jónsson listmálari
gaf nýlega, í samráði við vanda-
menn sína, íslenzka ríkinu allar
eigur sínar eftir sinn dag, —
málverk, húseign og annað,
kvaðalaust með öllu. Er svo til
ætlast, að húsið veði notað til
sýninga á málverkum Ásgríms,
meðan ekki hefir verið reist
listasafn, þar sem myndum hans
sé tryggt svo mikið rúm, að unnt
sé að fá gott yfirlit um safn
hans. — Menntamálaráðuneytið
hefir þakkað þessa höfðinglegu
gjöf.
☆
Nýr skóli var vígður í Reykja-
vík í fyrradag, Langholtsskól-
inn, og þar eiga um 700 börn að
stunda nám í vetur. Skólahúsið
er 1032 fermetrar og rúmmál
þess 10,660 teningsmetrar. 1 aðal
byggingunni eru 7 almennar
kennslustofur, þrjár sérstofur og
samkomusalur. Auk þess er leik-
fimisalur og millibygging, og í
henni heilsugæzla skólabarna. I
enda fimleikahússins verður
heilsugæzlustöð fyrir Langholts-
byggðina. Skólastjóri er Gísli
Jónasson. — Björn Ólafsson
menntamálaráðherra komst svo
að orði við þetta tækifæri, að í
fáum löndum hins menntaða
heims myndi hafa verið jafn rík
þörf fyrir skólabyggingar á
undanförnum áratugum og hér
á landi, og úr því hefði verið
bætt svo greiðlega, að stundum
hefði legið við að þjóðin hefði
reist sér hurðarás um öxl. Hinn
öri vöxtur Reykjavíkur á sein-
asta aldarfjórðungi hefði ekki
hvað sízt krafizt mikils í þessu
efni.
☆
Brezka beitiskipið Swiftsure
kom til Reykjavíkur á miðviku-
daginn í opinbera heimsókn. Það
er flaggskip Robsons flotafor-
ingja og kom tvívegis í heim-
sókn til Svíþjóðar í sumar, einu
sinni til Noregs og einu sinni til
Finnlands. Almenningi hefir
gefizt tækifæri til að skoða skip-
ið. Tuttugu manna hljómsveit af
Swiftsure hélt hljómleika í dag
í Reykjavík til stuðnings Styrkt-
arfélagi lamaðra og fatlaðra, en
fyrsta verkefni þess er að safna
skýrslum um lamaða og fatlaða
á landinu öllu.
☆
Á Seyðisfirði voru í sumar
gerðar allmiklar endurbætur á
vatnsveitu bæjarins og vatns-
magn stórlega aukið með því að
uppsprettuvatn var leitt í 6
þumlunga víðum pípum um 700
metra veg og lögn þessi tengd
gamla vatnsveitukerfinu. — Ný-
lega var hafizt handa á Seyðis-
firði um nýja uppfyllingu og
öryggjugerð við höfnina í fram-
haldi af eða rétt utan við hafn-
arbryggju bæjarins. Er í ráði,
að uppfylling þessi verði um 100
metra löng.
☆
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
kvöld gamanleikinn Ævintýri á
gönguför eftir danska skáldið
Hostrup, en sá leikur var fyrst
sýndur hér á landi 1855, og síðan
á annað hundrað sinnum í
Reykjavík. Leikstjóri er Gunnar
R. Hansen.
☆
Nýlega var haldinn aðalfundur
Borgfirðingafélagsins í Reykja-
vík. Aðalverkefni þess á liðnu
ári var kvikmyndataka af Borg-
Framhald á bls. 8
Mr. og Mrs. Ronald Perry du Bois
Virðuleg athöfn fór fram í The Foyer de L Ame frönsku
Unítara kirkjunni í París þann 20. október síðastliðinn, en
þá voru gefin þar saman í hjónaband þau Þóra Solveig
Ásgeirsson píanóleikari og Ronald Perry du Bois; prestur
safnaðarins Georges Marchall gifti.
Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jón Ásgeirsson hér í
borg, en brúðguminn amerískur maður af frönskum ættum.