Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. NÓVEMBER, 1952
7
Barnaskólinn á Eyrarbakka 100 óra
Unaðsleg stund
Elzti barnaskóli landsins og
hornsteinn alþýðu-
fræðslunnar
Eftir
GUÐMUND DANÍELSSON
Rúmlega hálfri öld áður en
Magnús Helgason hóf starf sitt
við Kennaraskóla Islands hafði
verið stofnaður fyrsti barnaskóli
þjóðarinnar. Hann varð horn-
steinn alþýðufræðslunnar á Is-
landi og hlaut nafnið Barnaskól-
inn á Eyrarbakka.
Öldum saman mun lestur hafa
verið iðkaður nokkuð almennt á
Islandi, en eftir heimsókn Lud-
vigs Harboes og Jóns Þorkels-
sonar (1741—1745) komst þó
mikil breyting á um almennari
lestrarkunnáttu.
Fyrstu tilraunirnar
Árið 1752 var gerð tilraun til
stofnunar barnaskóla í Vest-
mannaeyjum. Sú tilraun mun
samt fljótlega hafa dáið út, enda
lítið styrkt af þeim, sem auð og
völd höfðu, og var hún svo
dönsk í anda, að skólinn nefnd-
ist „Börneskolen í Vestmanöe".
Önnur tilraun um almenna
fræðslustarfsemi var hafin í
Reykjavík 1830 á vegum hins
svonefnda Thorkillissjóðs. Það
var fjárupphæð, sem Jón Þor-
kelsson fylgdarmaður Harboes
og síðar skólameistari í Skál-
holti, hafði gefið til skólastofn-
unar fyrir fátæk og munaðar-
laus börn í Kjalarnesþingi.
Ekki gekk vel með skóla
þennan í Reykjavík, og lagði
hann niður starfsemi sína árið
1848 og var starflaus í 14 ár.
Siraumhvörf á Eyrarbakka
Veturinn 1845—46 er starfandi
heimiliskennari hjá Duus verzl-
unarstjóra á Eyrarbakka, og
virðist hin stutta dvöl þessa
manns manns á staðnum valda
straumhvörfum um fræðslu-
málin þar. Lítur út fyrir að eftir
það sé unnið markvisst að því
að fræðslan verði ekki eingöngu
handa örfáum börnum útvalinna
auðmanna, heldur handa öllum,
sem menntun þráðu. Enda var
heimiliskennarinn enginn annar
en Jens Sigurðsson frá Rafns-
eyri, bróðir Jóns Sigurðssonar
forseta. Jens starfaði aðeins eitt
ár á Eyrarbakka. Hann varð
síðar rektor við Menntaskólann
í Reykjavík.
Undirbúningur undir stofnun
Barnaskólans á Eyrarbakka hefir
farið fram árið 1848. Það sést á
því, að'í janúar 1949 ritar Helgi
biskup Guðmundsson séra Páli
Ingimundarsyni presti í Gaul-
verjabæ bréf og biður hann að
bíða með skólastofnunina, unz
búið sé að semja reglugerð fyr-
ir barnaskólann í Reykjavík. En
út af þjarki og ósamkomulagi
um þessa reglugerð lagðilt
Reykjavíkurskólinn niður, og
höfðu hugsjónamenn skólamáls-
ins á Eyrarbakka bréf þetta að
engu og fóru sínu fram.
Þrír aðalhvatamenn
Aðalhvatamenn og frumherj-
ar skólamálsins á Eyrarbakka
eru þrír: Séra Páll Ingimundar-
son frá Ólafsvöllum, aðstoðar-
prestur í Gauverjabæ, Guð-
mundur Thorgrímsen, verzlun-
arstjóri á Eyrarbakka, og íor-
COFENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Guðmundur Daníelsson
skólasljóri
leifur Kolbeinsson, hreppstjóri
og kaupmaður á Háeyri, kallaður
„hinn ríki“. Þeir voru allir yfir-
burðamenn og lögðu hver á sinn
hátt fram efni og anda til stofn-
unar barnaskólans. Þeir voru í
rauninni fulltrúar sinn frá
hverju sviði þjóðlífsins, prestur-
inn, sr. Páll, mætti fyrir hönd
andlegu stéttanna, sem jafnan
höfðu bezt staðið á verði um
menningarleg verðmæti Islend-
inga, verzlunarstjórinn, Thor-
grímsen var fulltrúi hins sanna
höfðingsskapar, sem aldrei hef-
ir dáið út hér, þrátt fyrir:
„ís og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða“,
og Þorleifur Kolbeinsson, bóndi
og sjálfstæður kaupmaður, var
persónugervingur hinnar ódrep-
andi seiglu og sífelldu þrár ís-
lenzkrar alþýðu eftir sannleika,
frelsi og auð.
Hin þarflega skipan
Þann 17. desember 1850 var
fundur haldinn á Stokkseyri til
að ræða skólamálið. Fundar-
stjóri var kosinn sr. Páll Ingi-
mundarson, fundarritari Þor-
leifur Kolbeinsson. Þarna var
lögð fram skýrsla um fé það,
sem þegar var buið að safna og
reyndist það vera, sem hér segir:
290 ríkisdalir í peningum, 42
dagsverk og árlegar gjafir í
fjögur ár frá manni einum, einn
ríkisdalur á ári. Annar maður
hafði lofað að gefa einn ríkisdal
árlega um óákveðinn árafjölda,
og einn að borga með einu barni
í skólanum svo lengi sem hann
ætti heima í Stokkseyrarhreppi
(en þá og lengi síðan voru
Stokkseyri og Eyrarbakki einn
hreppur og ein sókn). Allir
fundarmenn voru sammála um
að skólinn „hin þarflega skipan“
eins og það var orðað — yrði að
komast upp.
Næsti fundur var haldinn 12.
janúar 1851 í Stokkseyrarkirkju
eftir messu. Fjöldi manns var
mættur og almennur áhugi fyr-
ir skólamálinu. Fundarstjóri, sr.
Páll Ingimundarson, taldi þrennt
nauðsynlegast til undirbúnings
málefninu: Skólahús, reglugerð
fyrir skólann og sjóður handa
honum. Skólinn skyldi starfa í
tveim stöðum í hreppnum. Á
þessum fundi var honum strax
ákveðið húsnæði á Eyrarbakka,
skyldi honum með vorinu reist
timburhús norðvestur af Há-
eyrarbænum á eignarlóð Þor-
leifs Kolbeinssonar. Kosnar
voru tvær nefndir og skyldu
þær hafa lokið störfum fyrir
páska. Önnur þeirra átti að
semja frumvarp að reglugerð
fyrir skólann, hin að koma fót-
um undir fjárhag hans.
Skólinn seilur
25. okióber 1892
Ekki er annað að sjá en nefnd-
irnar hafi trúlega lokið störfum
sínum, því að næsta fundargerð,
sem er frá 15. nóvember 1852 ber
það með sér, að skólinn hefir
verið settur í fyrsta sinn 25.
okióber 1852. Fyrsti kennarinn
var Jón Bjarnason, síðar presiur,
faðir Bjarna Jónssonar frá Vogi.
Kaup hans var ákveðið 50 ríkis-
dalir yfir kennsluárið, sem mun
hafa verið 6—7 mánuðir. Hann
átti einnig að hafa ókeypis hús-
næði í skólanum.
Sijórn valin
Á almennum fundi 10. maí
1853 er skólanum valin stjórn.
Hún var þannig skipuð: Guð-
mundur Thorgrímsen verzlunar-
stjóri er kosinn forseti skólans
og gjaldkeri Þorleifur Kolbeins-
son eftirlitsmaður hússins og
sýslumaðurinn, Þórður Guð-
mundsson kammerráð, ritari,
prestinum, sr. Páli, var hins
vegar valið það starf að útvega
börn í skólann (skólaskylda var
auðvitað ekki) og hvetja fólk
til að nota sér kennsluna sem
bezt. Auk þessa var sú skylda
lögð á herðar skólhnefndar-
manna að mæta í skólanum
minnst einu sinni í viku og
hlýða á kennsluna til þess að
tryggja foreldrum, sem þarna
kostuðu börn sín, að kennslan
væri sómasamlega rækt.
Barnaskólanum bárust marg-
ar rausnarlegar gjafir strax í
upphafi. Stærsta upphæðin frá
einstaklingi var frá Adólf Peter-
sen í Steinskoti, hann gaf 60
ríkisdali. (Þá var ærin loðin og
lembd í fardögum metin á 5
ríkisdali, en seldist þó oft ekki
nema á þrjá). Þorleifur ríki gaf
40 dali, og margir frá 16 dölum
niður í 5, auk loforða um vissan
árlegan styrk. Gefendur stofn-
sjóðsins voru 140 að tölu.
Strax á öðru ári lendir skól-
inn þó í fjárþröng og er enn
hafin söfnun og berast gjafir
víðsvegar að, jafnvel frá útlönd-
um, en flestar berast úr Rangár
vallasýslu, en raunar líka úr
flestum hreppum Árnessýslu.
Allstór upphæð berst einnig
austan af Vopnafirði og önnur
norðan frá Húsavík. Jón Sig-
urðsson forseti sendir 10 ríkis-
dali.
ÞjóSólfur studdi skólann
af alefli
Jón Guðmundsson ritstjóri
Þjóðólfs, gerðist ákafur stuðn-
ingsmaður skólans og ritar um
hann hverja auglýsinguna og
athugasemdina af annarri og á-
gæta hvatningagrein til fólksins
um nauðsyn hans og hlutverk.
Árið 1854 berast skólanum
tvær stórgjafir. Þorleifur ríki
gefur barnaskólanum með gjafa
bréfi jörðina Efrivallahjáleigu
í Gaulverjabæjarhreppi 10
hundruð að dýrleika, og skyldi
hálft afgjaldið árlega „brúkast í
kennslulaun gáfaðra, námfúsra
og vel siðaðra fátækisbarna úr
Stokkseyrarhreppi.“ Hin gjöfin
er frá Einari Sigurðssyni tré-
smið í Eyvakoti, en það voru
800 ríkisdalir og skyldi hálfum
vöxtunum árlega varið til náms-
kostnaðar fátækum skólabörn-
um í hreppnum.
Bezla afmælisgjöfin
1. nóvember 1877 heldur Barna
skólinn á Eyrarbakka upp á 25
ára afmæli sitt í húsi sem hann
er þá nýfluttur í á Útbakkanum,
og hafði Þorleifur ríki látið
skólann hafa það í skiptum
fyrir gamla húsið á Miðbakkan-
um. Þar mættu enn brautryðj-
endurnir þrír, þó teknir væru
að reskjast, og sömu leiðis Þórð-
ur sýslumaður Guðmundsson,
sem alla tíð hafði verið í stjórn
skólans. Kostnaðinn af hátíða-
höldunum jöfnuðu skólanefndar
mennirnir, kennararnir og nem-
endurnir á sig, og urðu það 5
krónur á mann. Árið áður (1876)
hafði Alþingi veitt skólanum
200 kr. árlegan styrk og bætti
það mjög hag hans, sem oft
hafði verið næsta erfiður á þess-
um fyrsta aldarfjórðungi hans.
Var þetta bezta afmælisgjöfin,
sem hann hlaut að þessu sinni.
Nýtt skólahús reist
Árið 1880 átti að gera gagn-
gerða breytingu á skólahúsinu,
en þegar farið var að hreyfa við
því, reyndist það svo fúið að
óhjákvæmilegt var að reisa
nýtt hús. Það var Guðmundur
Thorgrímsen, sem stóð fyrir því
verki.Nýja húsið var bruna-
tryggt fyrir fjögur þúsund
krónur og var nú enn efnt til
fjársöfnunar með ýmsum hætti,
meðal annars var landshöfðingja
send bænaskrá um 1500 króna
lán gegn 6% vöxtum. Mun lánið
hafa fengizt.
Frumherjar skólans tóku nú
að falla frá. Sr. Páll Ingimund-
arson deyr 1879, en Þorleifur
Kolbeinsson deyr 9. marz 1882
og hafði hann þá verið í skóla-
stjórninni í þrjátíu ár. Guð-
mundur Thorgrímsen faktor er
síðast á skólanefndarfundi á
skírdag 7. apríl 1887. Þá var
hann búinn að vera formaður
skólanefndar og gjaldkeri í þrjá-
tíu og fimm ár.
Næsta áratuginn er skólan-
um stjórnað af Guðmundi ís-
leifssyni á Stóru-Háeyn, tengda
syni Þorleifs ríka, M. P. Nielsen
verzlunarstjóra í „Húsinu“, Guð-
mundi Guðmundssyni bókbind-
ara, sr. Jóni Björnssyni og Ein-
ari Jónssyni borgara, föður Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds.
Á hálfrar aldar afmæli skól-
ans hefir enn verið skipt um
stjórn skólans að mestu, en eng-
inn virðist þá muna eftir af-
mælinu og var þess hvergi
minnzt.
Skólaskylda leidd í lög
Árið 1907 var í lög leidd á Is-
landi skólaskylda allra barna
10—14 ára. Á Eyrarbakka voru
þau lög mjög bráðlega látin
ganga í gildi, og voru þó ýmsir
ekki að öllu leyti ánægðir með
þau, þar á meðal Pétur Guð-
mundsson skólastjóri, sem lengst
allra manna hefir gegnt kenn-
arastörfum við Barnaskóla Eyr-
arbakkahrepps.
Árið 1913 er reist nýtt skóla-
hús úr steinsteypu, einnar hæð-
ar með tveim kennslustofum.
Stendur það enn, en hefir ný-
lega verið stækkað um rúman
þriðjung. Sótt hefir verið um
byggingarleyfi fyrir veglegu
skólahúsi, sem vonazt hafði ver-
ið til að yrði risið á 100 ára af-
mælinu, en leyfið hefir ekki |
fengizt til þessa. Aftur á móti
var 'veitt leyfi til að byggja
vandaðan skólastjórabústað og
var hann fullgerður árið 1950.
29. febrúar 1924 gaf P. Nielsen
verzlunarstjóri skólanum merki-
legt safn náttúrugripa, sem
hann hafði komið sér upp. Er
safnið enn í dag ein bezta og
sérstæðasta eign skólans.
Skólaskylda á Eyrarbakka er
nú frá 7—15 ára og hefir svo
verið síðan 1948, er nýju fræðslu
lögin gengu hér í gildi. Skólinn
starfar í 8 mánuði á ári, í sex
deildum. 5. og 6. deild jafngilda
1. og 2. bgkk gagnfræðastigs.
Nemendur eru um 80, fastir
kennarar eru þrír.
Saga skólans í prenlun
I tilefni 100 ára afmælis Barna
skólans á Eyrarbakka hefir
skólanefndin og hreppsnefnd
Eyrarbakkahrepps ráðið sr.
Árelíus Níelsson til þess að
semja sögu skólans. Hún er í
prentun og kemur út hjá ísa-
foldarprentsmiðju h.f. í haust.
Einnig hefir verið ákveðið að
minnast afmælisins með hátíða-
höldum hér í þorpinu 25. þ. m.
og hefir níu manna nefnd nú
um skeið starfað að undirbún-
ingi þeirra, undir forystu Sig-
urðar Kristjánssonar, skóla-
nefndarformanns og Vigfúsar
Jónssonar oddvita.
í þessari yfirlitsgrein hefir að-
eins lauslega verið stiklað á
helztu atriðunum í sögu skólans
og þá einkum frá fyrri árum
hans, meðan hann var enn braut-
ryðjandi alþýðufræðslunnar í
þessu landi og gegndi þar for-
ystu hlutverki. Það gerir hann
vitanlega ekki lengur, en full-
yrða má að alla tíð fram á þenn-
an dag hefir hann kappkostað
að fylgja þróuninni og verða
ekki eftirbátur annarra.
Eyrarbakka, 18. október 1952
Guðm. Daníelsson
—Mbl., 25. okt.
Framhald á bls. 5
couver; séra Eric H. Sigmar,
prestur Islenzka lúterska safn-
aðarins í Seattle; og séra S. O.
Thorlakson frá Berkeley í Cali-
fornia. Einnig var óskað eftir
því að við Dr. Haraldur Sigmar
og ég, sem höfðum áður verið
prestar Islenzka lúterska safnað-
arins í Vancouver, tækjum
nokkurn þátt í athöfninni.
Guðsþjónustan var á allan
hátt tilkomumikil. Var þar með-
al annars ágætur söngur. Séra
Valdimar stýrði guðsþjónust-
unni, flutti prédikun, ávarpaði
prestinn, sem var að taka við
embætti, og framkvæmdi inn-
setningarathöfnina. Ég, sem
þessar línur rita, flutti söfnuð-
inum nokkurt ávarp, á íslenzku,
og hið sama gjörði Dr. Sigmar,
á ensku. Séra Eiríkur flutti svo
ávarp og bæn, bæði á ensku og
íslenzku.
Að guðsþjónustunni lokinni
fór allur hópurinn, í boði safn-
aðara-kvenfélagsins, í skemti-
sal kirkjunnar. Því vinamóti
stýrði varaforseti safnaðarins,
Mr. L. H. Thorlaksson. Gengu
allir upp að ræðupalli og heils-
uðu prestum, konum þeirra og
öðrum sérstaklega boðnum gest-
um. Allir meðtóku ágætan
veizlufagnað. Einnig voru nokkr-
ar ræður fluttar. Mannfjöldinn
var þrunginn fögnuði.
Fyrir löngu síðan var sagt um
nokkurn hóp kristinna manna:
„Þeir voru allir með einum huga
í helgidóminum.“ Ég er ekki
„hjartnanna eða nýrnanna rann-
sakari“, en eins og það kemur
mér fyrir sjónir, er nú sterkur
einingarandi í íslenzka lúterska
söfnuðinum í Vancouver og ég
hygg, að hann sé af sömu rótum
runninn eins og til forna. Upp-
sprettan er í helgidómi hjartn-
anna, sem þar eru og starfa.
Guð er í þeim helgidómi. Sú ein-
ing hefir komið í ljós, meðal
annars í því að taka á móti nýja
prestinum með opnum örmum,
útvega honum, konunni hans og
börnunum, gott heimili og
hlynna að þeim eftir mætti.
Þessi einingarandi hefir einnig
skapað sér framrás í unaðslegri
samvinnu við prestinn í starfi
safnaðarins á öllum sviðum. Með
því er verið að efla helgidóm
hjartnanna og leiða sem flesta
að krossi Jesú Krists og hans
blessuðu sáluhjálp.
Guð gefi, að af því leiði, á
sínum tíma, að sá helgidómur,
sem vér nefnum kirkju og sem
getur orðið söfnuðinum öflug
starfsþró um langt skeið.
Presturinn, sem söfnuðurinn
hefir nú fengið sér til liðveizlu
og leiðsagnar, á í ríkulegum
mæli þennan helgidóm hjartans,
sem ég hefi verið að tala um.
Tlann yfirgaf örugga stöðu á Is-
landi til þess að rétta hér hjálp-
arhönd þeim, sem þurftu hans
svo mikið með. Það var guðleg
rödd í sálu hanS, sem hvatti
hann til farar og leiðir hann hér
í starfi. Hinn eilífi Guð kær-
leika og vísdóms veiti blessunar-
ríkan ávöxt af starfi hans og
veiti honum, konunni hans dá-
samlegu og blessuðum börnun-
um þeirra sanna farsæld.
Það er heit bæn mín, að það
reynist ávalt satt í Islenzka lút-
erska söfnuðinum í Vancouver,
að þar séu menn ávalt „með
einum huga í helgidóminum.“
Svo þökkum við hjónin þess-
um söfnuði fyrir ógleymanlega
unaðsstund í skjóli hans.
Rúnólfur Marteinsson
Kaupið Lögberg
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
HEIÞ 7AKE TUE
WAIT
OUT OF UONG
D/FTANCE CAUS/
1!
11
m
m
Er þér notið firðsíma, 11 i REMEMBER.,
skuluð þér festa í minni RATESABE
númerið utanbæjar, er i IOWER. ON
afgreiðslan gefur yður — 1 LONQ
svo þér getið hringt 11 D/STANCE
þangað umsvifalaust í m x-:-x CAUS
næsta sinn. il:' BETWEEN
Verið viss um að hringja
í rétta númerið og flýtið A.M. -AND
þannig með því fyrir ALL DAY
skjótri og hagkvæmri af- greiðslu! 1 i SUNDAY
mnniTOBR TEiiEPnonE
sasiEm