Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. NpVEMBER, 1952
3
JÓN ÓLAFSSON stálfræðingur:
L
Hættið að senda brotajórn úr landi
íslendingar verða að eignast sína
eigin stálverksmiðju
Flestir íslendingar munu
kannast við Jón Ólafsson
stálfræðing af afspurn, því
að hann er eini íslendingur-
inn, sem hefir getið sér
frægð fyrir uppgötvanir á
sviði stálframleiðslu og stál-
herslu. Hér birtist kafli úr
bréfi, sem hann skrifaði rit-
stjóra Lesbókar nýlega. Eru
það orð í tíma töluð, og þar
sem hér er um sérfræðing
að ræða, þá verður að meta
tillögur hans og ráðlegging-
ar meira heldur en annara
í þessu máli. — Hann á nú
heima í Calgary í Alberta-
fylki og stundar enn at-
vinnu sína sem efnafræð-
ingur við stálverksmiðju.
Það eru mínar mestu gleði-
stundir þegar ég fæ „ísafold“.
Þá legg ég allt annað á hylluna
og gleypi í mig það, sem í blað-
inu stendur. Fréttirnar af því,
sem er að gerast á íslandi, verða
mér enn hugstæðari heldur en
heimsfréttirnar.
Þegar ég fékk seinasta blaðið
varð mér starsýnt á mynd, sem
þar var. Það var myndin af flak-
inu af 10.000 smálesta Liberty-
skipinu, sem var hlaðið brota-
járni og átti að sendast til Eng-
lands, ásamt fleiri skipum. Og
þegar ég hafði lesið greinina,
sem fylgdi, varð mér ósjálfrátt
á munni: „Mikil hörmung er að
heyra þetta“. Ég gat ekki orða
bundizt, og get ekki orða bund-
izt, og þess vegna skrifa ég þér
þessar línur.
Þetta er hörmulegt. Þarna fer
mikið hráefni frá íslandi til
Englands, hráefni, sem íslend-
ingar hafa sjálfir svo geisi mikla
þörf fyrir. Þeir selja þetta hrá-
efni fyrir fáeinar krónur, en
verða svo að kaupa stál frá
öðrum löndum fyrir miljónir
króna.
Ég ætla nú að reyna að skýra
í stuttu máli hvernig fer um
brotajárnið, þegar það er komið
til stálverksmiðjanna.
Verksmiðjunni berst pöntun
á stálvörum og þá er það fyrsta
verkið að verkfræðingur (mats-
maður) er sendur í hverja deild,
sem á að sinna þeirri pöntun, til
þess að fá áætlun um kostnað í
hverjum stað, svo Sem hvað
málmurinn kostar tilbúinn til
steypu, hvað steypumót kosta,
hreinsun, logsuða,, frágangur
o. s. frv. Þegar þessi kostnaður
allur hefir verið lagður saman,
er upphæðin margfölduð með
þremur. Ofan á þá upphæð er
svo bætt 300%.
Markaðsverð á brotajárni hér
er nú sem stendur 27 dollarar
smál. En þegar þessi smálest
hefir farið í gegnum hreinsunar-
eldinn, ef svo mætti að orði
komast, þá kostar hún kaupand-
ann 500—600 dollara. Okkur hér
telst svo til að hreinn ágóði stál-
smiðjunnar í hverju meðalári sé
um 120 dollarar á smálest. En
þar með á ég við stálsteypu úr
venjulegu kolastáli (carbon 10—
35%, manganese 30—60%). En
margar aðrar stáltegundir, t. d.
sú, sem ég er að búa til hér,
kostar 1.25 dollara pundið eða
2500 dollara smálestin, en í því
er mikið af dýrum málmum, allt
að 40% chrome, nikkel, molyb-
dinum o. fl. Þessari stáltegund
er ætlað að þola sterka gufu af
sýrum og háan hita, eða allt að
900 stig F., án þess að ryðga eða
flagna. Þetta er óvenjulegt stál
og á því er ágóði mestur, enda
meiri hætta að fara með það.
Annars eru framleiddar hundrað
tegundir stáls, en ég drep á þetta
dæmi til að sýna hvernig verðið
breytist eftir gæðum.
Nú er stálsteypan send í aðr-
ar verksmiðjur þar sem hún er
hefluð og löguð á ýmsan hátt,
þar til hún er orðinn vinnandi
hlutur í vél. Þeir, sem að þessu
vinna, fá allríflega fyrir sinn
snúð, og mætti segja mér að í
þeim meðförum bættust önnur
300% ofan á verðið. Er því eðli-
legt að varan sé orðin nokkuð
dýr þegar hún kemur í hendur
kaupandans. Við því er að vísu
ekkert að segja, því allir verða
að fá nokkuð fyrir sinn snúð.
En þá langar mig til þess að
spyrja: Hvenær ætla íslending-
ar að njóta þessa ágóða sjálfir?
Hvenær ætla þeir að hætta að
senda brotajárn úr landinu og
kaupa á það vinnu útlendinga
fyrir dýrmætan og torfenginn
gjaldeyri? Er ekki nær fyrir þá
að spara gjaldeyrinn og nota
sínar eigin hendur til þess að
smíða úr járninu?
Ný öld fer í hönd á íslandi —
vélaöld. Það er farið að ræsa
fram víðáttumikil nýræktarlönd
með stórvirkum skurðgröfum.
Svo þarf vélar til að plægja þetta
land, herfa, sá í það, slá og raka.
Og eftir því sem hinar nýju bú-
skaparaðferðir heppnast betur,
því fleiri verða bændurinir og
um leið þörf fyrir fleiri vélar.
Innflutningur á vélum hlýtur að
aukast og margfaldast, því al-
drei framar verður horfið að
hinu gamla búskaparlagi að not-
ast við orf og hrífu, pál og reku.
Ræktunin eykst ár frá ári og
bændur leggja meira og meira á
vélar sínar. Og þá verður meira
slit á vélunum, eins og eðlilegt
er. Þá vantar varahluti og nýjar
vélar og æ meiri kröfur verða
gerðar til innflutnings á vélum
og vélahlutum, því framleiðslan
má ekki stöðvast.
Hafa íslendingar gert sér grein
fyrir því hvert hin nýja vélaöld
leiðir þá? Hún krefst síaukins
innflutnings, síaukins erlends
gjaldeyris. Bændur verða að fá
allar þær vélar, sem þeir treysta
sér til að kaupa og nota með
góðum árangri. Undir því er
komin framtíð landbúnaðarins.
Víkjum þá að öðru.
Ég sá í „ísafold" að þið eruð
að koma ykkur upp sements-
verksmiðju og er það aðkallandi
fyrirtæki. En undir eins og þið
farið að hreyfa hjól, þá farið þið
að slíta stáli. Sementsverksmiðj-
ur eru frekar á stáleyðslu. Ég
,þekki það. Fyrst og fremst hefi
ég búið til mikið af stáli handa
sementsverksmiðjum, og í öðru
lagi er mér kunnur rekstur
sementsverksmiðja, því á árun-
um 1914—1916 vann ég við eina
slíka (The Canada Sement).
Mestur hluti sements er unn-
inn úr hörðu grjóti og er það
malað í mörgum mismunandi
kvörnum og síðan sett undir mis-
munandi valtara (revolving
drums), sem gera grjótmulning-
inn að dufti. Kvarnirnar eru
smíðaðar úr manganese-stáli, en
valtararnir eru úr chormstáli og
er hörkustig þess 500, en í venju-
legu stáli er hörkustigið 150, og
af því má sjá mismuninn á hersl-
unni.
En þrátt fyrir hörkuna verður
alltaf að endurnýja þessa hluti
vegna þess hve ört þeir slitna í
viðureign sinni við grjótið.
Þarna kemur enn nýr og stór
innflutningsliður hjá ykkur,
þegar þið farið að nota sements-
verksmiðjuna. Eftir því sem hún
vinnur meira, eftir því þurfið þið
á meira stáli að halda.
Þegar sementsverksmiðjan er
tekin til starfa, aukast mjög
byggingar úr steinsteypu í land-
inu. En til þess að gera stein-
steypu varanlega, þurfa að vera
í henni stálteinar (reinforced
concrete). Þessa er sérstaklega
þörf þar sem hætt er við jarð-
skjálftum, eins og er á íslandi.
Hér sjáum við enn, að fyrir
höndum er mikill innflutningur
á stálteinum í steinsteypu (því
að stál er í þeim en ekki járn).
Þá munð þið sjá, að alvarlega
fer að reyna á gjaldeyririnn.
Alltaf eykst þörfin fyrir inn-
flutning stálvöru, eftir því sem
hlutur í vél. Þeir, sem að þessu
framkvæmdirnar verða stór-
vægilegri.
Hér verðið þið að horfa fram í
tímann. Og ég vil gefa ykkur
þetta heilræði: í öllum ham-
ingjunnar bænum hættið að
henda brotajárni fg- landinu,
þessu dýrmæta og ómissandi
hráefni. Arðrænið ekki sjálfa
ykkur. Fleygið ekki hráefninu í
hendur erlendra manna, til þess
að þeir fái allan hagnaðinn af
að vinna úr því á kostnað ykkar.
Það sem aðrar þjóðir geta fram-
kvæmt, það geta íslendingar líka
framkvæmt. Það hafið þið sýnt
margsinnið og sannað. íslend-
ingar eru svo miklir hagleiks-
menn að þeir geta smíðað sína
eigin „traktora“ og aðrar vélar
sjálfir, og þurfa þar ekkert að
sækja til annara þjóða. Og þeir
eiga ekki að kaupa fyrir dýr-
mætan gjaldeyri þá vinnu af
öðrum þjóðum, er þeir geta sjálf-
ir leyst af hendi.
Þið þurftið að koma ykkur
upp stálsteypu- og teinasmiðju.
Byrjið í smáum stíl ef með þarf,
en byrjið þið. Og fyrsta sporið í
þessa átt er að hætta að henda
brotajárninu í útlendinga. Drag-
ið allt ykkar brotajárn saman á
einn stað, þar sem þið ætlið að
reisa stálsteypuverksmiðju. Safn
ið þar saman öllum brotamálmi,
sem þið getið, úr skipum, bílum,
ónýtum vélum o. s. frv., því að
innan skamms mun ykkur skilj-
ast að þið þurfið nauðsynlega að
koma stálsteypunni á fót. Og
nóg hafið þið aflið í landinu, þar
sem rafmagnið er.
Þótt rekstur slíkrar verk-
smiðju gefi ekki mikið í aðra
hönd til að byrja með, já, jafn-
vel þótt reikningslegur halli
yrði á rekstri hennar fyrst í
stað, þá mundi hún margborga
sig. Hráefnið er til í landinu og
gjaldeyririnn fyrir vinnuna verð
ur kyrr í landinu. Hver mörgum
miljónum þetta nemur, ættuð þið
sjálfir að geta séð. —Lesb. Mbl.
Fornaldarminjar í Þýzkalandi
Snemma á þessu ári var þýzk-
ur verkamaður að grafa skamt
frá Salzgitter í-Neðra-Saxlandi,
og rakst þá á minjar frá stein-
aldarmönnum. Hefir fornleifa-
fundur þessi vakið athygli forn-
fræðinga um allan heim vegna
þess hve merkilegur hann þykir.
Byrjað var þegar að rannsaka
staðinn og hafa þar fundist um
700 hlutir, þar á meðal mamúts-
tennur (er vega um 10 pund),
steinaldarvopn, birkingaráhöld,
bein, horn, plöntur, skeljar og
fiskbein.
Fornfræðingar, sem hafa rann
sakað staðinn, segja að það sé
augljóst að þarna hafi verið
sumarveiðistaður fyrir svo
mörgum öldum, að þá hafi menn
ekki átt sér aðra bústaði en
hella. Og vegna þess hve mikið
er þarna af alls konar beinum,
hafa þýzkir fornfræðingar gizk-
að á, að þarna hafi þá verið vatn
eða á, sem fiskar hafi lifað í, en
landdýr sótt þangað til þess að
fá sér að drekka.
Fyrst í stað gizkuðu menn á
að þessar fornleifar mundu vera
um 200.000 ára gamlar, en nú
er talið að aldur þeirra sé um
120.000 ár.
Sýnishorn af steinum, beinum,
jurtum og upplýsingar um jarð-
lagið, sem þetta fannst í, hefir
verið sent til jarðfræðinga, dýra
fræðinga, jurtafræðinga og forn-
fræðinga í Bandaríkjunum, Eng-
landi og Frakklandi. Telja allir
að þetta sé einstakur fornleifa-
fundur, og ber margt til þess.
Hlutirnir fundust í óhreyfðum
leir um 16 metra undir yfirborði
jarðar og höfðu haldið sér svo
vel, að beinin eru ekki orðin
steind. Og áreiðanlega er þetta
frá veiðistöð — hinni elztu, sem
menn hafa fundið.
Prófessor Tode, sem hefir
fornleifarannsóknir fyrir þjóð-
minjasafnið í Brunswick, segir
um þennan fund: „Hér er um
að ræða hinar elztu minjar
mannabygða, einhverntíma frá
því snemma á seinustu ísöld.
Þarna hafa fundizt merkileg
verkfæri og vopn ásamt dvalar-
stað og minjum um að þar hafi
verið kveikt bál. Mörg hundruð
eggjuð áhöld og vopn úr steini
hafa fundizt þarna. Fyrir jarð-
fræðinga hefir þessi fundur þá
sérstöku þýðingu, að nú er hægt
að draga ályktanir um framþró-
un dýra og manna eftir jarð-
laginu, sem þetta fannst í. Af
dýraleifum eru þarna mammúts-
tennur, horn af bisonuxa, bein
úr villihestum, hreindýrum og
nashyrningum og hefir því dýra-
fræðin líka mikið á þessu að
græða. Af jurtaleifum sést að
hér hafa þá verið freðmýrar.
Allt þetta gefur upplýsingar
um löngu liðna tíma.“
Sumt af vopnunum er þó
þannig gert, að þau benda til
meiri tækni en talið er að verið
hafi á þeirri öld, og menn eru í
vafa um hvernig á að skýra
þetta.
Sumir segja að þetta beri vott
um upphaf menningartímabils,
þegar sögu hellisbúanna var að
verða lokið og hugvitsmaðurinn
kemur fram á sjónarsviðið. Það
þykir líklegt að þessir menn hafi
veitt hin stærri veiðidýr í gildr-
ur, svo sem mammúta, hreindýr
og bisonuxa og þá gátu þeir ráð-
ið niðurlögum þeirra með þeim
vopnum, er þeir höfðu. Mörgum
öldum síðar dráj^u hermenn
Hannibals fíla sína á þann hátt,
að þeir settu oddhvassan stein í
svæfingarholuna á þeim og
börðu svo á með öðrum steini.
En það er áreiðanlegt að þessir
menn í Saxlandi hafa verið uppi
þúsundum ára áður en hinir, sem
máluðu hellamyndirnar í Frakk-
landi, Spáni og Júgóslavíu.
Eldstæði hafa glögglega sést
þarna, svartir blettir í leirnum.
Er líklegt talið, að menn hafi
ekki hafst þarna við nema þrjú
eða fjögur sumur. Þar á milli
hefir flætt þarna yfir í vorleys-
ingum og askan sigið niður í
blautan leirinn. Þess vegna eru
þessir svörtu blettir í honum.
(Úr „Star Weekly“ í Toronto)
—Lesb. Mbl.
Business and Professional Cards
Dr. P. H.T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg PHONE 92-6441 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Sl. Winnipeg PHONE 92-4624
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgiS, bifreiðaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES |,’|^ |,’ J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulatcd Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man.
SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœðingar i öllu, sem að útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjórI Licensed Embalmer
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Qffice 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216
Thorvaldson Eggertson Baslin & Stringer Barristers and Solicitora 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 ; Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heímasími 40-3794
1 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Kes.: 72-1917 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711.
Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offiq^ Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 Slmi 74-7474
Minnist BETEL í erfðaskrám yðar.
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemlty Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Aecountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA
Office 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Building 364 Main St. WINNIPEG CANADA Parker, Parker and Kristjansson Barrislers - Solicitorc Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-356]
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá a8 rjúka út meC reykum.—SkrifitS, sfmiö til KELLT SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wrholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227
J. WILFRID SWANSON 81 CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 895 Sargenl Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorised Home Appliance Dealers General Eleciric McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890