Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. N(ÓVEMBER, 1952 Lögberg Gefið út hvern fimtudag a£ THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrlft ritatjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Preae Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Tölur, sem mæla máli sínu Manni liggur við að sundla, er það kemur upp úr kafinu, að canadíska þjóðin, tiltölulega fámenn eins og hún enn er, skyldi verja í fyrra nálega biljón dollara til kaupa á tóbaki og ýmissum tegundum áfengra drykkja, því sennilega hefði þó eitthvað þarfara við slíka feikna fjárhæð mátt gera; en hér er um stað- reyndir að ræða, sem ekki verða undir neinum kringum- stæðum hraktarj'því sem næst hálfri biljón var varið til ýmissa annara hluta, sem hvorki verða taldir til holl- ustu né lífsnauðsynja; tölur þær, sem hér fara á eftir er að finna í rannsóknarskýrslu efri málstofu þjóð- þingsins frá í fyrra: Áíengir drykkir ýmissa iegunda $851,000,000 Tóbak af öllum iegundum ........................... $422,000,000 Fé, sem varið var iil veðreiða $ 55.000,000 Leik- og skemlislaðir reknir í hagsmunaskyni $158,000,000 Gosdrykkir með öllum hugsanlegum nöfnum $160,000,000 Af þessum fimm eyðsluliðum fær sambandsstjórn og stjórnir hinna einstöku fylkja vitaskuld álitlegan skilding í aðra hönd, en á hinn bóginn er ekki ólíklegt þótt mörgum manninum verði á að spyrja, hvort stjórn- arvöldin gæti ekki á annan og skynsamlegri hátt aflað sér nauðsynlegra tekna svo sem með því, að stuðla að aukinni framleiðslu þarfra hluta og auknum viðskiptum útávið. Þjóð, sem varið getur slíkum óhemju fjárhæðum til ónauðsynlegra eða lítt nauðsynlegra þarfa, er vissu- lega ekki fátæk þjóð, og hún ætti þess vegna síður en svo að láta örbirgð og atvinnuleysi viðgangast í landi sínu, og þótt slíkt sé ekki beinlínis tilfinnanlegt eins og nú hagar til, verður þó hvorstveggja vart, jafnvel í slíku góðæri, sem með nokkrum undantekningum ríkir í landinu. Sé með fullri sanngirni litið á málin, munu fáar þjóðir búa við betri kjör, en þjóðin, sem þetta ágæta land byggir; og þó skattar séu allháir vegna óumflýjan- legra útgjalda til öryggisvarna, er með öllu ástæðu- laust og jafnvel óverjandi, að kvarta undan slíku. Þjóð, sem keypt getur brennivín og tóbak á ári fyrir svo að segja hálfa-aðra biljón dollara, ætti að vera þess umkomin, að búa svo um hnúta, að aldraöa fólkið og þeir umkomuleysingjar, sem hún ber ábyrgð á, fari ekki á mis við nauðsynlegustu lífsþægindi. Það er ekki fullnægjandi þótt stjórnarvöldin rakni úr rotinu rétt fyrir kosningar og lofi þá gulli og grænum skógum, en falli svo í fastasvefn daginn eftir; þau krefj- ast athafna af hálfu þegnanna og þegnarnir geta með fullum rétti krafist hliðstæðra athafna af þeirra hálfu. ☆ ☆ ☆ Vaxandi stjórnmálamaður Sá stjórnmálamaðurinn, er einna mesta athygli hefir á sér vakið um þessar munlir, er Lester B. Pear- son utanríkisráðherra Canadastjórnar og forseti árs- þings sameinuðu þjóðanna, sem nú er háð í New York; er hann nú ærið alment talinn til stóru spámannanna og mun slíkt naumast of mælt; hann er aðeins fimmtíu og fimm ára að aldri, en á þegar svo merkan stjórn- málaferil að baki, að til undantekninga má telja; það var hann, sem í rauninni átti frumkvæði að stofnun Norður-Atlantshafsbandalagsins og leiddi að því gild rök, að án slíks viðnáms af hálfu lýðfrelsisþjóðanna yrði það ekki á allra meðfæri að stemma stigu fyrir land- ránsaðgerðum rússneskra kommúnista í Vestur- Evrópu því of seint væri að byrgja brunninn eftir að barnið væri dottið ofan í hann. Mr. Pearson var einn af stofnendum líknar- og við- reisnarsamtaka sameinuðu þjóðanna meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð; hann vann að frumdrætti San Franciscosáttmálans, sem starfsemi sameinuðu þjóð- anna nú hvílir á, og hann var sá maðurinn, sem mestan og beztan þátt átti í því, að greiða úr Palestínuflækj- unni og koma til vegar endurreisn ísraelsríkis, auk þess sem hann var aðilji fyrir Canada hönd að mörgum og mikilvægum alþjóðasamningum, sem gerðir voru í London, Washington og París. Mr. Pearson er fæddur í Toronto, en þar var faðir hans prestur við Meþodistakirkju; hann lauk miðskóla- námi í Hamilton og innritaðist skömmu síðar við Torontoháskólann, en hvarf frá námi vegna herþjón- ustu; jafnskjótt og þess var kostur að loknu stríði, hóf Mr. Pearson nám aftur við áminstan háskóla og lauk þar prófi í sagnfræði; hlaut hann þá námsstyrk og dvaldi við Oxfordháskóla og gegndi þar síðar kenslu- störfum í sögu um hríð; er heim kom tók hann sér fyrir hendur að semja bók um United Empire Loyalists, sem er ólokið enn því lítinn tíma hefir hann haft aflögu eftir að hann tók til starfa á vettvangi utanríkisþjónust- unnar. Mr. Pearson er kunnur að lægni við samnings- gerðir, en ófáanlegur til afsláttar sé um mál grund- vallarlegs eðlis að ræða. Mannfórnir á sjó Ólrúlegir en sannir atburðir, skráðir efiir öruggum heimildum Hinn 13. marz 1841 um morg- uninn, leysti rásiglaskipið Wil- liam Brown festar í höfninni Liverpool og skreið hægt og varlega gegnum mistrið, niður eftir Mersey-fljótinu í áttina til hafs, á leið sinni til Philadelphiu, — þangað, sem skipið átti þó aldrei að komast. * Slíkur harmleikur var ekki ó- venjulegur 1 þá daga, en það, sem var óvenjulegt við þetta, voru atburðir, er gerðust eftir skipstapann, og komu af saka- máli, sem sennilega er alveg einstætt í réttarsögu Bandaríkj- anna. Auk farmsins flutti William Brown 65 írska og skozka út- flytjendur í lestarrúmi, en skip- verjar voru alls 14. Allt frá upp- hafi ferðarinnar elti ólánið skip- ið. Skipstjóranum, Georg L. Harris, fyrsta stýrimanni, Francis Rhodes og öðrum stýri- manni, Walter Parker, kom saman um að aldrei áður hefðu þeir átt við jafn endalausa storma og þokur að stríða. í þrjú skipti reif óveðrið hverja segl- pjötlu í tætlur. í heilan mánuð, að undanteknum einum eða tveimur dögum, varð skipið að andæfa með sáralítilli ferð. Um nóttina 19. apríl eða um 5 vikum eftir að skipið fór frá Liverpool, var það umlukt svartaþoku, en napur kuldi lofts- ins, sem sjómenn, er sigla um norðurleiðir, kannast við, var viss vottur þess að ísjakar væru á næstu grösum. Tveir verðir voru settir til skyggnis í stað eins, sem venja var, en þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir skriðu fjallháir ísjakar út úr þokunni um miðnætti og rákust á tréskipið með óskaplegum hávaða. Harris skipstjóri kallaði alla skipverja á þiljur til þess að fækka enn fleiri seglum og vinna að dælunum. Einn skipverja kom þjótandi upp og tilkynnti, að á bóg skipsins væri komin rifa, sem væri að minnsta kosti 6 fet á lengd og 3 fet á breidd. Athug- un fullvissaði Harris um að skaðinn væri óbætanlegur og skipið dæmt. Er hann kom aftur á þiljur leit hann hinn ótta- slegna hóp karla, kvenna og barna. Allir farþegarnir höfðu verið í fastasvefni, er árekstur- inn varð. Karlmennirnir allir, að undanskildum einum eða tveim- ur, voru klæddir buxunum einum saman. Konurnar voru í náttkjólunum, og höfðu kastað yfir sig sjali, skjálfandi í kuldan- um. Veinin og skrækirnir í far- þegunum og hrópin í skipverj- unum juku aðeins á ringulreið- ina, ásamt braki og ískri í blökk- unum, soghljóði í dælunum og seglaslættinum, er skipið snerist stjórnlaust upp í vindinn. Stýrimennirnir og einn eða tveir hinna stilltari háseta, tóku nú að losa um hina tvo báta skipsins. Rhodes, fyrsti stýri- maður, hafði í fjarveru skip- stjóra skipað að losa þá og ýta út fyrir borðstokkinn, en Harris skipstjóri tók nú við stjórn. Með aðstoð stýrimanna sinna tókst honum að koma stórbátunum út, en hvorki hann eða aðrir skipverjar gátu ráðið við farþeg- ana, sem ruddust æðisgengnir í bátinn, er hann var kominn niður. Eftir skipun skipstjóra tók Rhodes við stórbátnum, en Parker, annar stýrimaður, tók að stjórna útsetningu skips- jullunnar, sem hékk á skutnum. Harris skipaði síðan Parker að festa línu úr jullunni í stórbát- inn, svo að báðum yrði komið samtímis frá skipinu og komið í veg fyrir að þeir soguðust nið- ur, er skipið sykki. Aðeins sex eða sjö fóru í jull- una, sem fáir höfðu veitt at- hygli í æðinu við að komast í stórbátinn. En 31 farþega tókst í hvorugan bátinn að komast, og urðu að vera eftir í William Brown. Þeir hrópuðu nú á Harns, gripu í hann og klufsuðu, grátbiðjandi um að hann bjarg- aði þeim. Jullan var nú komin í sjó, með Parker, sem hrópaði til skipstjóra um að koma strax, fyrir guðs sakir, þar eð skipið gæti sokkið á hverju augnabliki, en hann gæti hvorki gert sjálf- um sér eða öðrum neitt gagn með því að dvelja lengur um borð í hinu dæmda skipi. Harris hikaði, en Parker hélt áfram fortölum sínum. Snögg- lega hratt Harris fólkinu frá sér, hljóp aftur eftir skipinu, sveiflaði sér út fyrir skutinn og las sig niður eftir kaðli báts- davíðunnar ofan í bátinn, sem beið hans. Parker kastaði lausu og hinir samanbundnu bátar ráku þegar frá skipinu, sem virt- ist sökkva ört. Hásetarnir tóku nú í árarnar til þess að komast eins langt og mögulegt var frá William Brown, en í aðeins nokkurra feta fjarlægð gátu þeir rétt greint skipið óljóslega, sem þegar var sokkið að framan, og daufa birtu siglingarljósanna, sem enn lifðu í reiðanum. Hin æðisgengnu hróp þeirra, sem eftir voru skildir, heitingar, bænir og um- tölur til þeirra, sem í bátunum voru, um að yfirgefa sig ekki, fylgdu hinum litlu bátskeljum í hræðilega langan hálftíma. — Síðan varð snögglega hljótt, er skipið reis upp á endann, valt eins og drukkinn maður og sökk með hina yfirgefnu farþega, 31 að tölu. Hinir 35 eða 40 manns, sem höfðu ruðzt í stórbátinn, hnipr- uðu sig saman, hálfnaktir og skjálfandi. I myrkrinu og þok- unni var erfitt að greina einn frá öðrum. í sex klukkutíma, þar til klukkan 5 um morgun- inn, ráku b^tarnir stefnulaust um hafið. Um sólarupprás, er þokunni fór að létta, kallaði Harris skipstjóri til Rhodes, að hann ætlaði að leysa bátana í sundur og reyna að komast til Nýfundnalands. Hann ráðlagði Rhodes, sem var við stjórn í stórbátnum, að reyna hið sama. Stýrimaðurinn svaraði þessu engu, en sagði: — Skipstjóri, við erum hræði- lega ofhlaðnir. Geturðu ekki tekið eitthvað af fólki frá okkur? — Nei, svaraði Harris. — Við yrðum ofhlaðnir. Stýrimaðurinn hélt áfram: — Við höfum engin segl. Stöð- ugur leki og báturinn svo lágur á sjónum, að hann verður ekki hreyfður. Ég er hræddur um að við verðum að gera eitthvað við því . . . þú skilur? — Já, svaraði skipstjórinn. — Þá það. Nú varð löng þögn, síðan kall- aði Harris seinlega: — Aðeins .... sem .... sem örþrifaráð, Rhodes. — Já, sir, var svarið. Skipstjórinn kallaði nú til há- setanna í stórbátnum: — Menn, ég skil nú Rhodes eftir við stjórn. Ég vil að þið hlýðið honum skilyrðislaust. Gefið mér loforð fyrir því. Hásetarnir samþykktu þetta og jullan með skipstjóranum við stýrið varð laus og þessi tvö skip skildu. Bæði smáskeljar, velt- andi á Norður-Atlantshafinu, 250 sjómílur frá næsta landi. Brátt urðu allir gegndrepa af ísköldu regninu, sem nú var far- ið að falla, og jókst þá enn van- líðan fólksins í stórbátnum. Hættan á að hinir ferðmiklu ís- jakar hvolfdu bátnum, var á- valt yfirvofandi. — Sumir í hópnum sátu á þóftunum, með fæturna niðri í ísköldu vatninu, vegna stöðugra ágjafa, og aðrir lágu í hnipri milli þóftanna. Sjór rann óaflátlega inn um marga lekastaði, svo að stöðugur aust- ur varð nauðsynlegur. Dags- birtan færði litla von. Þokan lagðist nú aftur yfir, eins og þykkt ullarteppi. Brátt fór vind- ur að aukast og öldurnar að hækka. Sjórinn í bátnum hækk- aði, hinu óttaslegna fólki til enn meiri hrellingar. Rhodes kallaði Alexander William Holmes, einn háset- anna, til sín og hvíslaði ein- hverju i eyra honum. Holmes var ungur og sterkur myndar- maður, sérstaklega duglegur og skynsamur. Hann hafði sterkan persónuleika og hæfileika til að taka hlutina réttum tökum hvaða vanda sem að höndum bar. Hann hafði raunverulega, þó án frekju, smátt og smátt tekið stjórn bátsins í sínar hend- ur og gaf skipanir um austur og útdeilingu hins litla matarforða og um aðrar nauðsynlegar að- gerðir til öryggis og betra fyrir- komulags, auðsjáanlega með þegjandi samþykki Rhodes. Hinn síðarnefndi virtist algjörlega yfirbugaður, vegna hinnar miklu ábyrgðar, er lögð hafði verið honum á herðar. Farþegarnir horfðu kvíðafull- ir á þessa menn ræðast við. Þeir höfðu þegar getið sér til um á- kvörðun þá, sem Harris' og Rhodes höfðu komið sér saman um. Þeir vissu, að hún þýddi að einhverju af þessum lifandi farmi myndi ef til vill kastað útbyrðis. Holmes kinkaði kolli sam- þykkjandi, við orðum stýri- mannsins. Hann kallaði til sín James Murray, blökkumann, sem einnig var háseti og óvenju- lega sterkur maður, og hvíslaði einhverju að honum. Síðan heyrðu farþegarnir Holmes segja: — Áfram. Þetta verður að gerast. Sjómennirnir tveir nálguðust Owen Riley, einn farþeganna, sem lá fram í stefni bátsins. — Holmes benti honum að standa upp. Riley skildi. Hann hörfaði undan og greip í áttina að einni þóftunni. — Hjálpaðu mér, ísabella, hrópaði hann til frú Edgar, annars farþega. — Fyrir guðs .sakir segðu þeim að hlífa mér. Konan svaraði engu. Hinn frávita maður sneri sér þá í átt- ina til hinna, en enginn svaraði. Holmes og Murray gripu nú Riley, losuðu hendur hans frá þóftunni og reistu hann upp. Stimpingar hinna þriggja manna höfðu næstum hvolft yfirhlöðn- um bátnum. En Riley hlaut að bíða lægra hlut fyrir þessum tveimur sjómönnum. Að lokum lyfti Holmes honum, hélt um handleggina og kastaði honum fyrir borð. Það var öskur og síð- an skellur, en hinir farþegarnir í bátnum æptu upp yfir sig. — Riley var horfinn. Næst kom röðin að George Duffee. Hinir tveir sjómenn gripu hann. — Ég á konu og þrjú börn, hlífið mér vegna þeirra, bað hann. En Holmes var harður og sagði hægt: — Þetta þýðir ekkert, Duffee. Þú verður einnig að fara. Aftur urðu stimpingar' — neyðaróp. Grátur og vein kven- fólksins í bátnum. Síðan hljótt. Næsta fórnarlambið, James McAvoy, gerði enga tilraun til að biðja um lífgjöf. Hann sagði stillilega: — Gefið mér aðeins fimm mínútna frest til að biðjast fyr- ir. Er hann lyfti höfði sínu aftur, sagði hann: — Ég er reiðubúinn. Og Holmes hóf hann á loft og fleygði honum fyrir borð. Á meðan þessu fór fram, sat Rhodes, hinn skipaði stjórnandi bátsins, í skutnum og. horfði beint fram fyrir sig þegjandi. Nú leit Holmes til hans spyrjandi, eins og hann biði frekari fyrir- skipana. Er hann fékk engar, greip hann James Black, enn einn farþegann, en þá kallaði Rhodes til hans: — Láttu hann vera, þú mátt ekki aðskilja mann og konu. Holmes sleppti Black og greip um handlegginn á Frank Askins, sem ásamt tveimur systrum sínum, Mary og Ellen, hnipraði sig í miðjum bátnum. — Stúlk- urnar reyndu að verja bróður sinn og grátbændu fyrir lífi hans. Báðar sóru, að ef honum yrði kastað út, myndu þær einn- ig fara. Holmes reif Frank laus- an og varpaði honum útbyrðis. Augnabliki síðar hlupu báðar systurnar á eftir honum. Þennan dag var John Welch, Robert Hunter, Thomas Nugent, James Todd, John Welson, James Smith, Martin McAvoy og Charles Conlin drekkt að yfirlögðu ráði, og næsta dag fylgdu Hugh Keegan og tveir aðrir farþegar á eftir. Þessu hélt áfram, þar til 16 manns hafði horfið í djúpið, til þess að létta bátinn, sem nú var algjörlega á valdi Holmes. Þessi fjöldamorð höfðu komið að tilætluðu gagni. Báturinn lyftist nú auðveldlega á öldunum og ágjafirnar urðu minni, þótt stöðugur austur væri nauðsynlegur. Aðeins farþegum, en ekki ein- um einasta háseta hafði verið offrað. Hinir, sem eftir lifðu, voru svo aðframkomnir af hungri, kulda og skelfingu, að þeir lágu sinnulausir á botni bátsins. - Holmes fór nú að reyna til að koma upp mastri, og notaði til þess eina árina, og sem segl not- aði hann sjöl og kápur. Hann vissi þó fullvel, að það voru afar litlar líkur til þess að þau næðu nokkurn tíma til Cape Race á Nýfundnalandi, sem var næsta land, og enn minni líkur voru til þess að þeim yrði bjargað af öðru skipi. En á þriðja degi eftir skip- brotið, er hinir örvæntingrafullu bátverjar höfðu gefið upp alla von, sáu hin skörpu augu Holmes skip í fjarlægð. Hann hrifsaði sjal af herðum einnar konunnar og veifaði því óðslega til og frá um leið og hann skipaði bátverj- um að róa í áttina til skipsins, með hótunum að kasta þeim að öðrum kosti fyrir borð. Hinir hálffrosnu hásetar gerðu aumkv- unarverða og veika tilraun til þess að snúa bátnum í rétta átt, og þeim hafði einmitt tekizt að snúa stefninu til skonnortunnar, þegar smá-ísjaki rak hægt fyrir stefnið, en svo komu þeir aftur auga á björgunina og Holmes stóð fram í stefni og veifaði sjal- inu fram og aftur. Allt í einu hrópaði hann: — Þeir koma hingað, þeir koma hingað. Þeir hafa séð okkur. Þetta var rétt. Smátt og smátt nálgaðist skipið og kom í kall- færi. Þetta var skonnortan Crecent á leið frá New York til Havre í Frakklandi. Hið skip- reika fólk var tekið um borð og að lokum sett á land í Havre. Allir þeir, sem eftir lifðu í stórbátnum, að Rhodes meðtöld- um, fóru brátt til Bandaríkjanna. Þar fréttu þeir að jullan, undir stjórn Harris, hefði verið tekin upp af annarri skonnortu, La Mére de Famille, eftir 6 daga hrakninga. Yfirmennirnir á Crecent voru þeir fyrstu, sem fengu vitneskju um fjölda-aftökurnar, sem höfðu átt sér stað að skipun Rhodes, og brátt flaug sagan um öll Bandaríki Norður-Ameríku. Al- menningur varð skelfingu lost- inn. Blöðin eyddu heilsíðum í frásögn af harmleiknum, og í ritstjórnargreinum var heimtað að hið opinbera léti málið til sín taka gagnvart yfirmönnunum, sem og Holmes og Murray, vegna „ómennskulegrar grimmd ar“ þeirra að leggja á ráð og framkvæma það, sem eitt blaðið kallaði „fjöldamorð“ á saklausu fólki, sem yfirmönnum og háset- um bar skylda til að vernda. Aðalskrifstofa hins opinbera ákæranda ríkisvaldsins neyddist til að gera eitthvað í málinu, og fól það í hendur William Mere- dith, saksóknara Philadelphiu- fylkis, sem var heimahöfn skips- ins. Framhald aí bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.