Lögberg - 27.11.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. NjÓVEMBER, 1952
Úr borg og bygð
— DÁNARFREGN —
Sigurgeir Rósberg Sigurgeirs-
son frá Riverton varð bráð-
kvaddur á föstudaginn 21. nóv.
Hann var fæddur í Mikley 8.
okt. 1892. Foreldrar: Vilhjálmur,
sonur séra Sigurgeirs Jakobs-
sonar prests að Grund í Eyjafirði
og Ingibjargar Jónsdóttur, og
Kristín Helgadóttir landnáms-
manns Tómassonar í Mikley og
konu hans Margrétar Þórarins-
dóttur.
Sigurgeir var elztur af níu
börnum þeirra Vilhjálms og
Kristínar, móður sína misti hann
1907 en föður sinn 1924. Hann
kvæntist 28. ágúst 1917 eftirlif-
andi konu sinni Kristbjörgu
dóttur Márusar Jónassonar
Doll landnámsmanns í Mikley
og konu hans Ingibjargar Bryn-
jólfsdóttur Jónssonar. Þau sett-
ust fyrst að á Heytanganum í
Isafoldarbygð (Howardville) en
fluttust nokkrum árum síðar til
Mikleyjar og reistu þar stórt og
myndarlegt heimili; þar fæddust
börn þeirra sex og þar mistu
þau tvær ungar dætur sama ár-
ið, 1929, Vilborgu og Kristínu.
Þau fluttust til Riverton fyrir
níu árum og settust að á
Ósi. Fyrir þremur árum mistu
þau son sinn Márus, hinn mesta
myndarmann og lifa nú þessi
systkini föður sinn: Vilhjálmur,
vélfræðingur hjá Canadian
National Railways; Ingibjörg
Mrs. Murray McKillup, Dauphin,
Man., og Jón, búsettur í River-
ton; 3 barnabörn; ennfremur
fjórir bræður: Helgi, Theodore,
Gústaf og Kristinn, allir búsettir
í Mikley og tvær systur: Ingi-
björg, Mrs. E. P. Jónsson, Win-
nipeg, og Thorunn, Mrs. V. Val-
gardson, Moose Jaw.
Sigurgeir stundaði fiskiveiðar
og einnig búskap; hann var hinn
mesti dugnaðarmaður, féll al-
drei verk úr hendi. Hann hafði
ánægju af sönglist og bókum, þó
hann gæfi sér lítt tíma til að
sinna þeim hugðarefnum. Hann
var maður, sem ekki vildi vamm
sitt vit aí neinu og var tryggur
vinur vina sinna.
Útförin fór fram á miðviku-
daginn frá heimilinu og lútersku
kirkjunni í Riverton; séra Sig-
urður ólafsson jarðsöng.
☆
The Dorcas Society of The
First Lutheran Church, Victor
and Sargent have elected the
following slate of Officers for
the year 1953:
Honorary President — Mrs.
V. J. Eylands
Past President — Miss I.
Bjarnason
President — Mrs. J. R. Storry
Vice-President — Mrs. N. O.
Bardal
Recording Secretary — Mrs.
R. G. Pollock
Corresponding Secretary —
Miss H. Anderson
Treasurer — Miss S. Joseph
Members at large: —
Mrs. V/. Johnson
Mrs. C. Maddin
Mrs. W. Siddle.
☆
Vill konan, sem fékk lánaða
bókina Jón Arason hringja upp
46 518.
☆
Mrs. Lula Sveinsson frá
Lundar var í borginni um miðja
fyrri viku.
— GIFTING —
Á laugardaginn 22. nóvember
voru gefin saman í hjónaband í
Sambandskirkjunni, • Banning
Street, Marian Jean, dóttir Mr.
og Mrs. John Adolphe, Garfield
Street, og Thor Bedford Thor-
valdson, elzti sonur Mr. og Mrs.
T. R. Thorvaldson, 37 Roslyn
Road. Séra Philip M. Pétursson
gifti. Mr. Reginold Whillans og
Miss Evelyn Thorvaldson sungu
brúðkaupssöngvana, en Gunnar
Erlendsson var við hljóðfærið.
Svaramenn brúðhjónanna voru
Miss Elsie Curran og bróðir
brúðgumans, Albert; Skapti
Thorvaldson og Ian Kennedy
vísuðu til sætis. Fjölmenn brúð-
kaupsveizla var haldin að Marl-
borough hóteli. Var þar mikið
um söng og aðra skemtun; Miss
Margaret Tooley var við hljóð-
færið.
Ungu hjónin fóru til Banda-
ríkjanna í brúðkaupsferð; heim-
ili þeirra verður í Winnipeg. —
Lögberg óskar Mr. og Mrs. T. B.
Thorvaldson til hamingju.
☆
"Annual Chrisimas Tea"
The Women’s Association of
the First Lutheran Church,
Victor St., will hold their
“Annual Christmas Tea”, Wed.
Dec. 3rd from 2.30 to 5 p.m. and
8 to 10 p.m. in the Church
parlors.
Mrs. P. Goodman president
and Mrs. V. J. Eylands will re-
ceive the guests with General
Governors Mrs. B. C. McAlpine
and Mrs. G. Blondal.
Table Capiains: Mrs. J. G.
Johnson, Mrs. E. Richardson,
Mrs. W. Hawcroft and Mrs. L.
Ingimundson.
Home Cooking: Mrs. G. W.
Finnson, Mrs. R. Broadfoot, Mrs.
P. Sivertson.
Candy: Mrs. H. Baldwin, Mrs.
B. Baldwin.
Handicrafi: Mrs. I. Swainson,
Mrs. P. Goodman, Mrs. G. Eby,
Mrs. S. Bowley, Mrs. J. Ingi-
mundson.
Whiie Elephani: Mrs. O. B.
Olsen, Mrs. P. Sigurdson.
☆
Your Best Buy
IS AN
EATONS Own Brand!”
EATON quality is something you can be sure of anytime.
Every product that carries EATON'S Own Brand names
has been tested and guaranteed to be the very best regular
value for the price.
Buy with confidence—Buy EATON'S Own Brands.
‘T. EATON
BARLEY QUALIIY IN 1952
Frequently a large production is connected with
low quality. This year the opposite is the case. Up to
October lst, 28% of the barley marketed graded No. 3
C.W. six-row or higher. In the protein survey con-
ducted by the Grain Research Laboratory of the Board
of Grain Commissioners, the No. 3 C.W. tested had
a protein content of 10.4% as compared with 11.3% in
1951. On the basis of this survey and the samples being
tested in the Barley and Malt Testing Laboratory of
the Barley Improvement Institute it is thought that
the yield of malt extract this year will be somewhat
higher than in 1951.
☆ , ☆ ☆
For Further Information Write to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg.
Twenty-sixth in series of advertisements.
Clip for scrap book.
☆ ☆ ☆
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-326
í dánarfregn Elínar Hjaltalín
í Lögbergi nýlega slæddist inn
sú skekkja, af ofurlitlum mis-
skilningi og vangá af minni
hálfu, að við útförina í Belling-
ham hefði J. Samúelsson sungið.
En það var Elías Breiðfjörð í
Blaine, sem söng þar þá tvo
fögru söngva, sem á var minst.
Bið ég Mr. Breiðfjörð, og þá
aðra, sem hlut eiga að máli, vel-
virðingar á þessari vangá.
H. Sigmar
☆
— GIFTING —
Miss Shirley Ann Maw einka-
dóttir Mr. og Mrs. W. A. Maw,
62 Sherbrook Street, og Albert
Pétur Jóhannson einkasonur
Mr. og Mrs. K. W. Jóhannson,
Goulding Street, voru gefin
saman í hjónaband í Fyrstu
lútersku kirkju á laugardaginn
22. nóvember; séra Valdimar J.
Eylands gifti. Mrs. Lincoln
Johnson söng brúðkaupssöngv-
ana, en Mrs. E. A. ísfeld var við
hljóðfærið. Mrs. R. Bowery og
Ronald Bowery voru svaramenn
brúðhjónanna, en tvær frænk-
ur brúðgumans voru brúðar-
meyjar þær Miss Mary Jónas-
son og Miss Lorraine Jóhannson;
Raymond Monteith og Alan
Sweet vísuðu til sætis.
Að lokinni hjónavígslunni fór
fram vegleg og fjölsótt veizla í
Royal Alexandra hótelinu. Þar
mælti Mr. J. T. Watson fyrir
minni brúðarinnar en brúðgum-
inn svaraði með nokkrum vel
völdum orðum.
Mr. og Mrs. Albert P. Jóhann-
son fóru í skemtiferð til Min-
neapolis, Chicago og New York;
heimili þeirra verður að 20 Allo-
way Ave., hér í borg. Lögberg
óskar ungu hjónunum til ham-
ingju.
☆
Mr. Hóseas Pétursson frá
Wynyard, Sasx., dvaldi í borg-
inni nokkra daga í vikunni, sem
leið.
Frá Glenboro, Man.
Sunnudaginn þ. 9. nóv., við
morgunmessu, var skírður Guð-
mundur Kenneth, sonur Dr. og
Mrs. G. Lambertsen frá Neep-
awa, Man. Föðurbróðir drengs-
ins, Niels Lambertsen, og móður-
bróðir og kona hans, Mr. og Mrs.
Ken. Markle, voru skírnarvott-
ar. Litli drengurinn var skírður
úr skírnarfontinum, sem Lam-
bertsen-fjölskyldan gaf 1948 í
minningu um afa hans, Guð-
mund Labertsen gullsmið.
Á sunnudaginn þ. 16. nóvem-
ber kvaddi okkur góður gestur
frá Islandi — Jónas Kristjánsson
frá Akureyri. Jónas hefir verið
hér í heimsókn til systur sinnar
og tengdabróður, Mr. og Mrs.
Paul Anderson. Jónas ferðaðist
töluvert um bygðina meðan hann
dvaldi hér og kynti sér búskap
og bygðarlífið. Hann var alls
staðar velkominn og eftirsóknar-
verður vegna prúðmensku sinn-
ar, glaðværðar, alúðar, fróðleiks
og skemtunar, sem hann veitti
öllum. Við þökkum honum fyrir
komuna og óskum honum farar-
heilla.
Á föstudaginn þ. 14. nóvember
var mannmargt & prestsheimil-
inu í Glenboro. Fimmtíu og tvær
kvenfélagskonur frá Brú, Bald-
ur, Grund og Glenboro, heim-
sóttu Mrs. J. Fredriksson, buðu
hana velkomna og gáfu henni
dýrmætan hægindastól. Mrs. R.
E. Helgason talaði fyrir hönd
kvenfélaganna. Mrs. A. Sigmar
lék á hljóðfærið og allir sungu:
“For she is a jolly good fellow”
og „Hvað er svo glatt“. — Mrs.
Fredriksson þakkaði með hlýjum
orðum heimsóknina og gjöfina.
Svo tóku allar konurnar hönd-
um saman og báru fram kaffi og
góðgjörðir.
☆
Ársfundur Fróns
Eins og sagt hefir verið frá
verður ársfundur deildarinnar
haldinn í G. T.-húsinu á mánu-
daginn 8. desember n.k.
Skemtiskrá þessa fundar
verður að bíða næsta blaðs, en
meðlimir Fróns eru beðnir að
hafa það í hyggju, að um helm-
ingur þeirra, sem átt hafa sæti
í stjórnarnefndinni undanfarin
ár, hafa neitað að gefa kost á
sér framvegis. Af þessu leiðir að
meðlimir verða að sjá um að
hægt verði að fylla í skörðin. Sé
það ekki gert þá er okkar félags-
skapur búinn að vera.
H. Thorgrímsson
ritari Fróns
☆
Mr. og Mrs. J. B. Johnson frá
Gimli voru stödd í bórginni í
fyrri viku í heimsókn til barna
sinna.
Frétt'ir . . .
Framhald af bls. 1
arfjarðarhéraði fyrir væntanlegt
byggðasafn. Félagið á örnefna-
sjóð, sem úr hefir verið veitt til
örnefnasöfnunar og myndatöku.
Söfnun örnefna í héraðinu er
lokið og skráning þeirra langt
komið.
☆
Á föstudaginn var útför Árna
Pálssonar prófessors gerð frá
Fossvogskirkju í Reykjavík, og
flutti séra Bjarni Jónsson vígslu-
biskup útfararæðuna og jarð-
söng. Stúdentar stóðu heiðurs-
vörð. Háskólakennarar báru úr
kirkju. — Árni Pálsson las sagn-
fræði í Kaupmannahöfn, var
bókavörður við Landsbókasafn-
ið frá 1911 til 1930, og prófessor
í sögu við Háskóla íslands frá
1931 til 1943, er hann baðst
lausnar frá því embætti. Hann
var einn af svipmestu og sér-
kennilegustu Islendingum sinn-
ar samtíðar, orðsnjall maður, svo
að af bar.
☆
Félagsbækur Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins eru nýlega
komnar út. Þar eru, auk alman-
aksins og Andvara, Ljóðmæli
eftir Stefán frá Hvítadal í bóka-
flokknum íslenzk úrvalsrit, og
hefir dr. Sveinn Bergsveinsson
séð um útgáfuna og skrifað um
skáldið, — skáldsagan Elín Sig-
urðardóttir eftir Johan Falk-
berget í þýðingu Guðmundar G.
Hagalín, og Indíalönd eftir
Björgúlf Ólafsson lækni, í bóka-
flokknum Lönd og lýðir.
M ESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan i Selkirk
Sunnud. 23. nóv. —
Altarisganga að morgni kl. 11
árdegis. (Engin ræða).
Ensk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið
S. Ólafsson
☆
Gimli prestakall
9 a.m. Betel
11 a.m. Gimli, Baptismal ser-
vice.
2 p.m. Árnes, Anniversary
service.
7 p.m. Gimli, Membership
service.
8.30 p.m. Service, Minerva
Hall.
Harald S. Sigmar
Manni nokkrum var haldið
skilnaðarhóf ekki alls fyrir
löngu. Þegar gestirnir fóru að
tínast heim, hafði einhver orð á
því, að sjálfur heiðursgesturinn
skyldi ekki hafa verið viðstadd-
ur. En þá kom upp úr kafinu, að
gleymzt hafði að bjóða honum!
MYNDAVÉLAR
Rolleiflex, Kene-Exakta, Leica,
Balda, Retina og fjöldi annara
evrópiskra tegunda. Skrifið eftir
verðskrá.
Ijockharts Camera Exchange
Toronto (Stofnað 1916) Canada
VIÐ VENJULEGU VERÐI
Petta eru beztu kjörkaupin á árstíðinni! Eitt tonn at
kolum fyrir þann bezta kolabrenslu Booker, sem fáan-
leg-ur er. pér sannfærist um að kol séu beztu kaupin
og veiti jafnastan hita. Kol I Booker endast lengi — í
margar vikur njðtið þér ðkeypis hlta!
Engin aukaborgun — engin aukakaup. petta veitir
yður tilkall til ðkeypis tonns — 2000 pundum af ©kta
Booker kolum, blönduðum í Saskatchewan og Aiberta.
Petta eru hinar frægu Booker kolategundir:
Mined in Saskatchewan
Econo Old Mac
Klimax Sasko
Soo
Mined in Alberla
Birnwell Diplomal
Black Nuggei Roselyn
Blue Flame Vesta
OfF£R GOODATANY
BOOKÍR OFALCR
Lítið inn strax. pér getið fengið 12 fyrirmyndir með
stðru eldhðlfi, sem nota má í miðstöðvarhitunarvéi,
og úr miklu er að velja. púsundir heimila 1 Vestur-
Canada hafa notfært sér þessi Booker kjörkaup. Hitið
heimlli yðar á þennan hátt; afarauðveld í meðförum.
Engir partar, sem þarf að hreyfa, engir prjðnar og
engir mðtorar; brenna burt reyk og öll ðhreinindi.
Altaf I lagi og altaf sama Booker öryggið.
SELF FEE0 SOFT C0AI
HEATERS and FURNACES
A MODEL FOR EVERY HEATING NEED
Everyone Can Afford a BOOKER. Prlced $79.75 and up F.Ö.B. Wpg.
SELECT THE RIGHT UNIT FOR
YOUR HEATING NEEDS
12 MODllS TO CHOOSl TROM
MORE THAN 45.000 SATISFIED
BOOKER USERS IN WESTERN CANADA
DI8TR I BUTOR8
INTERNATI0NAL HEATING t SUPPIY IT0.
WINNIPCO. CANADA