Lögberg - 22.01.1953, Síða 7

Lögberg - 22.01.1953, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 7 Stormar Kyrrahafsins Þótt við íslendingar hefðum við marga erfiðleika að etja á stríðsárunum, þar eð við misst- um bæði menn og skip, þá var það samt lítið í samanburði við hinar stríðandi þjóðir. Ég hef lauslega þýtt hér frásögn af því, er bandarísk flotadeild lenti í ofsaveðri á Kyrrahafinu 1944. Slík fárviðri koma, sem betur fer, aldrei fyrir hér við land. Það var hátíðlegt augnablik, þegar hinn sterki, þriðji floti Bandaríkjanna, undir stjórn Wil- liam F. Hasey aðmíráls, dró sig út úr orustunni við Luson, eftir svo til unninn sigur. Engum gat dottið í hug, að einhitt þá sigldu þeir á móti langtum sterkari ó- vini, og í orustunni við þann óvin myndu þeir hljóta hræðilegt tap, bæði á skipum og mönnum, þyngra tap en þeir höfðu áður hlotið í hinum mörgu, skæðu or- ustum á Kyrrahafinu. Það var í miðjum desember 1944. Nokkrum vikum áður höfðu hin japönsku hernaðar- yfirvöld orðið fyrir stórkostlegu tapi. Sjóorustan í Leytebugtinni við Filipseyjarnar tilheyrði þeg- ar liðna tímanum. Hinn 10. des- ember hófst landgangan á hina herteknu japönsku ey, Mindor. Fólkið um borð í þriðja flota Bandaríkjanna var þreytt eftir stöðuga skothríð á stöðvar Jap- ana á eyjunni Luson. Þegar flotinn dró sig til baka úr orustunni, til að fylla neyzlu- hylki sín af olíu, var þegar séð hvernig fara myndi. Hinn 16. desember gaf Hasey aðmíráll, frá orustuskipinu New Jersey, skipun um að setja stefnu að stað um 900 kílómetra austur af Luson. Skipunin hvein í gegnum himinhvolfið til allra 38 skipa þriðja flotans, orustuskipa, beiti- skipa, flugvélamóðurskipa, torpe dobáta og tankskipa, en nóttina þann 17. fór að hvessa og sjór- inn að aukast, og það var einhver þungi í loftinu, sem benti á að stormur væri í aðsigi. Er dagaði sunnudaginn 17. des- ember, var sjór úfinn og veðrið ískyggilegt, krappur sjór og vindur af ýmsum áttum, og skipin ultu mikið. Áfram héldu skipin í sömu átt, þótt dreifð væru. Hérna var á ferðinni sá floti, sem hafði unnið sigur á Japönum, yfir 20 flugvélamóður- skip, 8 stór orustuskip (bryn- drekar), mörg beitiskip og torpedobátar. Flotinn fékk nú samband við hin 24 stóru olíuflutningaskip, sem voru í fylgd með mörgum beitiskipum. Orustuskipin byrj- uðu þegar að fylla hin tómu olíu- hylki sín frá tankskipunum, þrátt fyrir mikinn sjógang. Vegna þess hve létt beitiskipin voru, reyndist þeim erfitt að at- hafna sig við töku olíunnar. Að- eins fáum heppnaðist að ná í nokkur þúsund lítra. Allar leið- ingar og trossur springa, mann- skapurinn bölvar hátt og í hljóði, en hvað þýðir það. Skipin eru undirlögð og við ekkert er ráðið. Loftvogin fellur, vindurinn hvín 1 rá og reiða. Mánudagurinn 16. desember. Nóttin verður reynslunótt. Menn reyna að binda sig fasta í kojurn- ar, til að njóta einhvers svefns. Sjórinn eykst með hverri stundu. Skipunum veitist æ erfiðara að halda sig á sínum stað í röðinni. Allt er reynt til þess að fá það staðfest í hvaða átt fárviðrið (Tyfon) heldur. Fyrst í birtingu um morguninn er fengin vissa fyrir því, að flotinn er einmitt í vegi þessa hræðilega storms. Þetta er ekki neinn vanalegur „orkan“, nei, þetta er einn af þeim hræðilegustu hvirfilstorm- um, sem blása á Kyrrahafinu. Stefnu flotans er breytt í 180” beint í suður, en það er of seint, orkaninn er þegar skollinn á. Með hverjum tíma eykst sjór og vindhraði. Skipin sjá ekki hvert til annars, en í radarnum sjást skipin, hvítir blettir, sem ýmist fjarlægjast eða nálgast hvert annað. Öll stjórn á flotanum virðist þegar úr sögunni. Hin þunglestuðu tankskip og hin stóru orustu- og flugvélamóður- skip höggva þungt í hina fjall- háu sjóa. Þau eru ekki í beinni hættu ennþá. Aftur á móti eru hin smærri flugvélamóðurskip, um 10.000 tonn, og beitiskipin, í bráðri hættu. Þau berjast upp á líf og dauða. Sum af skipum flot- ans drífa beint að miðpunkti stormsins og sum eru rétt við miðpunktinn, þar sem hvirfil- stormurinn djöflast og hinar fjall háu bylgjur skella saman með ógurlegum krafti. Skip eftir skip lætur ekki að stjórn. Við ekkert er ráðið. Á einu af minni flug- vélamóðurskipunum, ,Cowpens‘, losnaði ein af flugvélunum, er skipið hallaðist ,45 gráður, og hentist með miklum krafti út í aðra hliðina. Um leið kviknaði í vélinni, svo eldtungurnar sleiktu alt miðþilfarið. En það er ekki ein báran stök. Meðan mann- skapurinn barðist við eldinn, kom sjór, sem reif upp síðu skipsins undir flugvélaþilfSrinu. Einnig losnaði stór fallbyssa á framþiljum. Bómur dönsuðu lausar um allt þilfarið. Síðan reið stórsjór yfir skipið, sem tók með sér allt lauslegt og slökkti eldinn um leið. Svona leit út um borð í „Cowpens“, en það var sannar- lega ekki betra um borð í hinum skipum flotans. Vindáttin breyt- ir sér fljótt í hinum ofsafengna orkan, ýmist er vindurinn frá norðri, suðri vestri eða austri, áttavitinn í hring, eins og alltaf í hvirfilstormi. Hann vex upp í vindhraða 17, langt yfir allan vanalegan mælistokk sjómanns- ins. Mörg af hinum minni beiti- skipum eru þegar hjálparlaus, drífa stjórnlaus fyrir sjó og vindi, hvorki skrúfa né stýri geta komið þeim á réta stefnu. Þau eru ekkert annað en reköld á hafinu. Úr d a g b ó k beitiskipsins „Dewey“: 10.30. Stýrisvélin bilar, stýrt aftur á. 11.30. Aðalvélin stöðvast. Sjór komst á skiptitöfluna, skamm- hlaup, öll ljós slokkna. Fleiri tonn af sjó renna niður um höfuð STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Busines% Training Immediately! For Scholarships Consult the colembia press limited PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., 'WTNNIPEG ventlana. Öllum er skipað upp til Bb. skipið veltur voðalega. Hallamælirinn sýnir 73 gráðu halla til stjórnborða. „Dewey“ er þó þrátt fyrir allt á floti um kvöldið. Á stjórnpalli hins 15.000 tonna orustuskips, „Managhan“, eru 12 stjórnur. í svo mörgum sjóorust- um hefir það verið, en nú er það í sinni síðustu. Það veltur voða- lega. 30, 40, 60, 70 gráður, það þolir ekki meir. Það sígur hægt í djúpið og með því 256 menn. En orkaninn finnur ekki til meðaumkunar. — Orustuskipið „Spence“ er þarna rétt hjá. Það veltur einnig voðalega. Öll ljós eru slokknuð. Síðast er hallinn orðinn 73 gráður á bakborða. Það þolir ekki meir. Hið 21.000 tonna stórskip með 60.000 hest- afla vél sígur hægt í djúpið með alla sína skipshöfn innanborðs. Flest af skipum flotans eru nú dreifð um allan sjó. Beitiskipið „Hull“ er þarna á sömu slóðum. Vindhraðinn er nú orðinn um 110 hnútar. Kraftur vindsins þvingar skipið til stjórnborðs og heldur því niðri, þar til það fyll- ist og sekkur. Beitiskipið ,Dewey‘ bjargast merkilega vel, þótt það velti voðalega. Fjallháar bylgjur brjóta yfir skipið, þegar það velt- ur 80 gráður til stjórnborða, en það reisir sig aftur, máske ein- asta skipið í veraldarsögunni, sem kemst á réttan kjöl eftir slíkan halla. Kl. 13.00 hefir loft- vogin náð sínum lægsta punkti, en nú er líka orkaninn í rénun. Kl. 14.30 stígur loftvogin lítils- háttar. Kl. 14.39 lygnir það mik- ið, að vindhraðinn er um 80 hnútar. Stormurinn heldur á- fram að blása út yfir hina miklu víðáttur Kyrrahafsins. Það sem eftir er þriðjudagsins er sjórinn enn mikill, en hinn mikli storm- ur er liðinn hjá. Hinn hræðilegi hvirfilstormur kostaði 790 mannslíf, og yfir 80 menn slösuðust meira og minna. 146 flugvélar fóru í hafið. Úr hinni fyrirhuguðu árás á eyjuna Luzon varð ekkert. Það, sem eft- ir var af hinum stælta flota, lagð- ist illa á sig kominn undir Kór- eyjuna Ulithis. Chester W. Nimits, yfirmaður Kyrrahafsflotans, sagði, að þriðji flotinn hefði fengið verri útreið í þessu voðaveðri en þótt hann hefði lent í stórorustu, og yfir- maðurinn yfir lestarskipaflota Kyrrahafsins lét sér þessi orð um munn fara: „Ég er viss um að þetta fárviðri og afleiðingar þess sýna okkur ljóslega, að það er ekkert það skip til nú, sem ekki getur hvolft.“ Lausl. þýtt. GuðmuncLur Gíslason —VÍKINGUR Jólaraddir Eftir RICHARD BECK Hrynur hljómadögg, hugans lifna blóm; jóla kluklcna kall kœrleiksmildum róm lyftir sál í söng, — sólrödd heiminblíð, — yfir dagsins önn, æði heims og stríð. Feigðarbleikri fold fegri boðar dag, lífsins lausnarorð, Ijúfra klukkna slag; ómar yndisþýtt yfir vetrarsnæ himneskt hjartansmál hans, er kyrrði sœ. Rödd hans eilíf-ung æðstu gleði ber hverri hrelldri sál, hvar, sem þjáður fer; gegnum vígagný guðlegt friðmál hans vísar veröld heim veg til gœfulands. Eiríkur Árnason Anderson Minningororð Eiríkur Árnason Anderson lézt 7. sept. s.l., að heimili dóttur sinnar, Mrs. Thedóru Cruick- shank,Blaine, Wash. Jarðarförin fór fram 10. s. m., jarðsett var í grafreit Point Roberts. Séra A. E. Kristjánsson flutti kveðjuorð í kirkju íslendinga þar. Margir Point Roberts-búar og fólk ann- ars staðar að, fylgdu hinum látna til hinstu hvíldar. Mikið af blómum var sent frá vinum og velunnurum hins látna. Eiríkur var fæddur 28. júní 1866 að Sigríðarstöðum í Vestur- hópi í Þverárhrepp í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Árni Arason frá Neðri-Þverá og Maribel Jónsdóttir af Vatnsnesi. Eiríkur misti föður sinn þegar hann var 14 ára gamall og flutt- ist hann þá til systur sinnar Guðrúnar og manns hennar Sig- fúsar Guðmundssonar í Kotadal og dvaldi hjá þeim í þrjú ár, það- an fór hann að Böðvarshólum og var þar í 7 ár. Til Vesturheims flutti hann árið 1890 og dvaldi um fjögra ára skeið í Canada (í Winnipeg og Victoria, B.C.). Næst flutti hann til Bandaríkjanna og sett- ist að á Point Roberts. Þar kynntist hann konu sinni, Guð- ríði Jónsdóttur, ættaðri úr Mið- dölum í Dalasýslu og misti hana fyrir 5 árum síðan. Þeim varð fjögra barna auðið, tvö dóu í æsku, en tvær dætur lifa sem eru Theodóra Cruickshank, sem er búsett 9 mílur frá Blaine, og Sophía Gudmundson, búsett í Bellingham. Þar að auki lifa hann þrjú barnabörn og tvö systkini heima á íslandi og margt af frændfólki. Þegar þau hjón, Eiríkur og Guðrún, byrjuðu búskap á Point Roberts voru löndin þar í blind- skógi og þar af leiðandi ekki árennilegt að setjast þar að til jarðyrkju, og þar með gátu bændur ekki fengið eignarrétt á löndunum frá stjórninni, en samt byrjuðu þeir að hreinsa löndin í von um að geta fengið þau til eignar, sem varð eftir nokkur ár. Eiríkur fékk eignarrétt á 40 ekrum af landi og er tímar liðu hafði hann snoturt bú, en ekki var það tekið með sitjandi sæl- unni að ryðja skóginum af land- inu; en Eiríkur var ágætur starfsmaður, laginn til allrar vinnu; hann fór mjög vel með búpening sinn og hafði ávalt alt vel um gengið á bújörð sinni. Eiríkur var maður vel greind- ur, bókhneigður og ljóðelskur og kunni vel að meta það, sem vel var sagt, bæði í bundnu og ó- bundnu máli. Hann hafði unun af því að tala um æskustöðvarn- ar og fylgdist vel með öllu sem fram fór á ættjörðinni. Því hugurinn oft til heimalands, hljóp í einum spretti. Eiríkur var einn af hinum gömlu heiðarlegu íslendingum, sem vildi ekki vamm sitt vita í neinu; hann var hjálpfús og vildi öllum gott gera, sem að garði bar; hann var trygglyndur og ágætur heimilisfaðir. Ég kveð þig, kæri vin, og þakka þér af alhug fyrir hinar fjölmörgu alúðlegu og ánægju- legíi samverustundir. Ég mun aldrei gleyma að hafa notið aðstoðar þinnar og góðrar samfylgdar á liðinni tíð. Andstaðan gegn óstjórn kommúnista-stjórnar Póllands eykst Álitið er, að Pólland sé að verða það leppríki Sovétríkj- anna, sem þeim tekst einna verst að hafa hemil á. Hafa pólsku blöðin oft játað þessa staðreynd upp á síðkastið, og er ekki laust við, að mönnum þyki þetta allundarlegt, þar sem segja má, að Rokossovskí, mars- kálkur, sé þar alls ráðandi. Hann var rússneskur borgari, þangað til 1949, er ráðstjórnin gerði hann að landvarnaráðherra og yfirmanni pólska hersins! Hatrið gegn Rússum hefur aukizt geysilega upp á síðkastið og undanfarnar vikur hafa gos- ið upp blóðugar uppreisnir víða um landið og er gert ráð fyrir, að þær eigi m. a. rætur að rekja til óánægju almennings yfir því, að í ráði er, að hinn rússneski marskálkur (sem skyndilegra var dubbaður upp í pólskan rík- isborgara 1949) verði einnig gerð ur að varaforsætisráðherra land sins. En hér er aðeins um að ræða skipulagðar fyrirætlanir Stalíns þess efnis, að láta rúss- neska kommúnista taka við völdum í hinum kommúnisku leppríkjum og þurrka á þann hátt algerlega út með tímanum alla föðurlandsást og þjóðern- istilfinningar í þessum löndum. I Warsjárblöðunum og fjöl- mörgum málgögnum kommún- istanna út um allt landið er þess getið, að andstaðan gegn komm- únistastjórn landsins komi eink- um fram með fernum hætti: I fyrsta lagi segja blöðin, að skæruliðar leynist nú bæði í skóglendum landsins og fjalla- héruðum. Hafa kommúnistar sent ofurefli liðs gegn þessum skæruliðum og ráðizt harkalega á þá í málgögnum sínum, en blöðin barma sér illilega yfir því, að svo virðist sem „þjóðin hafi glapizt til fylgis við þá.“ Þá segja blöðin, að „pólskir ofstækismenn sitji um rússn- eska hermenn, sem drepið hafi pólska óeirðarseggi“ — þ. e. a. s. Pólverjar koma þeim Rússum fyrir Jcattanef, sem gerzt hafa sekir um að hafa líflátið pólska ættjarðarvini. í þriðja lagi segja blöðin, að pólskir bændur hafi hvað eftir annað sýnt stjórn landsins hina mestu óhlýðni með því að af- henda henni ekki þann hluta framleiðslu sinnar, sem þeim beri, heldur selji þeir afurðir sínar á svörtum markaði. Einnig hafa þeir látið skæruliðum í té matvæli og annað, sem þeim getur að gagni komið. Og loks segja blöðin, að fjöl- margir Pólverjar reyni að út- breiða,, bandarískan áróður“ um allt landið. — Segja þau, að það sé stærsti glæpur, sem Pólverji geti orðið sekur um. Pólverjar h a f a sannarlega ekki gefið þjóðernisbaráttu sína upp á bátinn, enda þótt Rússar vinni öllum árum að því að út- rýma menningu þeirra og þjóð- ararfi. En Pólverjar hafa þurft að berjast gegn þessum ófyrir- leitna, en járngráa nágranna sín um áður, — og borið af þeim sigurorð. — MBL. VEIZTU ÞETTA Árið 1856 byrjaði Pasteur á því að gerilsneiða mjólk. ☆ Úr einu pundi af írskum hör fæst 1432 mílna langur þráður. ☆ Árið 1773 uppgötvaði enskur prestur, dr. Stephen Hales. blóð- þrýstinginn og tókst að mæla hann. ☆ Úr mjólk er nú unnið plast, vefnaðarvara, penicillin og sprengiefni. ☆ Beztu kúakynin í Bandaríkj- unum hafa verið flutt þangað frá Evrópu, brúnu kýrnar frá Sviss árið 1869, Holsteinkynið frá Hollandi 1857 og Jersey-kyn- ið frá Englandi 1815. ☆ Sumir fuglar nota munnvatn sitt til þess að líma saman hreið- ur sín, sem gerð eru úr leir, strá- um, hárum og fjöðrum. 1 Eddu segir að fjöturinn Gleipnir hafi m. a. verið gerður úr fuglshráka. ☆ Kunnugt er að Indíánar í Ameríku tala 55 tungumál og auk þess margar mállýzkur. ☆ Fyrsta stóorusta, sem sögur fara af var háð árið 665 fr. Kr. og var milli Korintumanna og Korsikumanna. ☆ Um 1900 ár eru síðan að menn komust upp á að búa til flöskur úr gleri og munu Rómverjar hafa fundjð það upp. ☆ íþróttamenn Forn - Grikkja gættu mjög hófs í mat og drykk. eir borðuðu aldrei kjöt, en lifðu aðallega á nýjum osti, fíkjum og soðnum kornmat. BiOjiO um ein- tak af þessum bœklingi, .. þar sem skitrt er frá bú bótaldn- um. Þ ARNA stóð það í bún- aðarblaðinu—um búbótalán til rafur- magnsnotkunar. Ég stóð á öndinni, er ég kom á fund forstjóra Royal bank- ans. Hann skelti upp yfir sig um leið og hann kvað það næsta auðvelt að ganga frá láni handa mér. Hann útskýrði jafnframt hve þægilegt það væri að endurgreiða lánið. Nú er býlið raflýst, minna erfiði og betri lífskjör okkur öllum til handa!” BÚBÓTALÁN má einnig nota vegna • Nýrra verkfæra, véla og annars ötbúnaCar. • Nýrrar undirstöCu og U1 kynböta búpenings. • Kaflýaingar býla. • Girðlnga, framræalu og annara umbóta. THE ROYAL BANK OF CANADA Þér getið borið fult traust til “Royál” — Sameiningin des. 1952 —J. J. M. RB-5I-7

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.