Lögberg - 26.02.1953, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. FEBRÚAR, 1953
3
Yfir fjöll og fyrnindi
Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON
Vinir okkar mannsins míns
fóru fram á það við okkur, er
þeir kvöddu okkur í Saskatchew-
an, að ég heyra eitthvað um það
er fyrir augu og eyru bæri, á
þeim hinum fjarlægu slóðunum,
sem við vorum að flytjast á, þó
ráðagerðin væri og sé, að það
yrði aðeins fyrir tíma.
Máske lesarinn vilji stanza í
fáein augnablik og skreppa með
okkur niður áraröðina til seinni
part vetrar 1909. Við erum þá að
koma í fyrsta sinn brautina sem
liggur meðfram heimilisréttar-
landi okkar. iÞað er kafaldshetta
yf±r loftinu og úr því fellur snjór
inn í sífellu, þungur og mjúkur,
fyllir brautina allt upp í miðja
girðingarstaurana, áem ná-
granni vor hefir inngirt heim-
ilisréttarlandið sitt með. Hrafn-
arnir sveima um í snæþykninu,
setjast á staurana en hafa hljótt
um sig. Við höldum áfram í
góðu gengi og náum áætlun.
Þess ber að geta, að Sigurður
Sigbjörnsson h a f ð i farið út
nokkru fyr en ég, um veturinn,
viðað að sér eldivið og bygt okk-
ur hús. Við byggingarsmiðið
hjálpuðu þeir bræður hans Jó-
hann og Soffanías. Byggingar-
efnið flutti hann frá Winnipeg,
eins árs vistaforða handa okkur
og gaddavír nægan í tvöfalda
girðingu utan með landinu, sem
er hundrað og sextíu ekrur. Eldi-
viðarins aflaði Sigurður sér sjálf
ur, en vetur þessi var snjóa þung
ur, svo að hann segir að víða
hafi snjór tekið sér á brjóst, að
ná honum, um það var ekki feng
ist þá — né enn.
Nú er kominn október 1952. Á
þessari slóð höfum við dv.alið
síðan og leitast við að lesa úr
lífsins bók á okkar mjög svo van
máttka hátt, það er fyrir okkur
var lagt, og svara út úr því.
Snjórinn mikli, er hlóðst niður
er við komum, hefir nú lokið
sínu starfi, hlúð að jörðunni,
vökvað jurtagróðurinn, svalað
og bætt lífið fyrir menn og
skepnur á óteljandi vegu. En
fleiri eindir tilverunnar hafa
komizt að til sinna starfa. Þurk-
urinn hefir þurkað, ekki ein-
ugnis ofmikla bleytu, heldur,
með köflum svo nærgöngult, að
við eyðileggingu hefir legið —
og sumstaðar svo, að í eyðilegg-
ingu hefir lagt akra og engi og
jafnvel skepnunrar líka. Frostið
hefir komið í gróandi lífið og
helfrosið akrana þegar þeir
höfðu náð sér á strik í góðæri,
grænir, fagrir — lífvænlegir.
Ryðið hefir komið og gert sömu
eyðilegginguna s v o vonirnar
hafa hrunið í ösku, er við þá
voru tengdar, er þeir voru í bezt
um blóma. Haglið hefir komið og
lamið og bramlað hverja lífræna
jurt.--------
En viðreisnin hefir alltaf gert
vart við sig á öðrum þræði,
stundum á parti, til hálfs — til
fulls. Akrar og engi hafa komizt
í gegn með uppskerur með mikl-
um blóma og með mikilli bless-
un. Brautin þessi, sem við kom-
um heim á fyrst, hefir legið eins
og brúnn taffeta silkiborði í
gegnum grænt, þéttvaxið vega-
stæðið alsett blómum, gullnum,
rauðum, bláum, hvítum, í breyti
legum vexti og lita samsetningu,
örlítið sýnishorn af hinni óendan
legu fegurð sléttunar.--------
Þrítugasta og fyrtsa Október,
1952, leggjum við á stað aftur
upp brautina sömu og við kom-
um eftir fyrst — Vestur braut-
ina. Og langt vestur er nú ferð-
inni heitið. Til borgarinnar Van-
couver, í British Columbia. En
við óskum þess heilhuga, að okk-
ur verði leyft að koma AUSTUR
brautina aftur. Eftir fáeina
snú,ninga í Leslie bænum og
kveðjur á brautarstöðinni, stíg-
um við um borð á farþega lest-
inni, á sporinu. Þessari dýrmætu
og mikilvægu líftaug Vestur
landsins. Alls landsins. Og eftir
örfáar mínútur rennur lestin á
stað.
Við setjumst að í ró og næði,
Sigurður, Jóhanna dóttir- okkar
og ég. Fátt finst okkur skemti-
legra en að ferðast með vel út-
búinni lest og mega verja tím-
anum í það, að horfa á fólkið
umhverfis mann og svo landið
sem flýgur fram hjá. Hvað lest-
ina snertir, er allt í hinu bezta
ásigkomulagi svo langt sem við
vitum. Allt til sem maður hugs-
ar sér að þurfa með á lestinni.
Þjónustan ágæt.
Á hverri stöð stanzar lestin
og fólk kemur um borð, nokkrir
fara af. Það sem kemur ósjálf-
rátt inn á meðvitund mína, er
það hve vel að fólkið er klætt.
Menn og konur, eldri og yngri,
allt ríkmannlega búið. Á allri
leiðinni sá ég aðeins eina konu,
auk mín, sem ekki hafði vél-
skrýft hár, allt prýðilega fallega
gert. Ástæðan fyrir því að ég hef
það ekki, er aðallega sú, að ég er
hálf smeik við að fara í krullu-
vélarnar. Þó nokkrum sinnum
hef ég verið stödd á lestinni
bæði inn til Winnipeg og eins
til Saskatoon og séð svo margt
af ágætlega vel klæddu fólki, en
mér fanst núna, að það væri það
jafn ríkmannlegasta í það heila
tekið, sem ég hefi séð það.
Við berumst áfram eftir slétt-
uni á töfrum stálsins og horfum
mikið á útsýnið. Horfum á slétt-
una okkar fljúga fram hjá. Þessi
geysimikla töfra vera. Sléttan í
Norður - Ameríku. Á þessum
parti Canadizka sléttan. Hún er
víðfeðmin eins og hafið, mislynd
eins og hafið, en það er þéttari
á. henni viðspyrnan en hafinu.
í kringum okkur Leslie búa,
er enn í útsýninu, nokkrir skóg-
ar runnar, þó óðum fari þeim nú
fækkandi fyrir hinni vinnandi
hönd og stórfeldum akuryrkju
verkfærum, en það eru samt eft-
ir nokkrir runnar enn, með akra
og engi í baksýn eins og blóma-
skúfar á fallegu stofuborði. En
runnum þessum fækkar af nátt-
úrunnar hendi eftir, því sem kem
ur lengra meðfram brautinni og
opið landið blasir við. Byggð er
allstaðar. En þar sem akuryrkjan
er eitthvað minni, út frá Dafoe
til dæmis, þar hljóta þó að vera
nokkurir landskostir, því ein-
mitt þar út frá hefir maður sann
ar fregnir af gripabúhöldi mikl-
um Harrison að nafni. Fer orð
af því að eldisgripir hans séu
með ágætum og að hann taki
háa prísa á Royal Winter Fair í
Toronto. Þar mun þó þurfa nokk-
uð til enda hvað skepnur hans
vera af bezta kyni og akspikað-
ar.
í Qu’Appelle dalnum er minna
um dýrðir en maður í hugsunar-
leysi hafði gert sér von um því
oft hefir verið talað um fegurð
landsins þar, en líka um sand-
fokið þar. Er maður nú mintur
á það sérstaklega glögt, það er
haust í ríki náttúrunnar. Sand-
hólar blasa við með dökkum,
ömurlegum skorum á milli. Dal-
urinn er býsna djúpur því að
honum standa brekkur og hálsar
beggja vegna. Lestin rennur
meðfram dalbrekkunni vestan
vert. Dalbotninn virðist mér
vera mikið mýrakendir flákar,
en uppi á brekkunum víða, hill-
ir undir akurlendi og slegna
akra. Undir brekkunum hins
vegar, nærri dálitlu stöðuvatni,
blasir við húsaþyrping, gizkar
maður á, að það sé heisluhælið
Fort San, mikilsvirt og all mann-
margt hæli. Vetur hér þungur
þegar mikið snjóar, og það getur
orðið og hefir orðið, mikið erfiði
að koma lestunum hér áfram í
miklum snjóum. Það hefir mað-
ur svo glögglega heyrt í útvarp-
inu. Á hinu bóginn er ekki erfitt
að hugsa sér, þegar sumar er á
þá sé fallegt hér umhorfs. Það
er mikill munur að horfa á blað-
lausar bjarkir og fölva jörð eða
sumarskrúð á engi, akri og skógi.
Það er orðið nokkuð áliðið
dags, er við komum til Regina.
Þar mæta auganu töluvert mikl-
ar*blíu ámur utanvert í borginni,
auk þess mörg smá hús og stór.
Borgarprýðin kemur meir og
meir í ljós eftir því sem innar
dregur í borgina. Mörg og falleg
hús, heil stræti af uppljómuðum
verzlunarbyggingum. Við förum
inn á matskála, sem Jóhanna
kannast við því hún hefir borðað
þar áður. Við fáum þar ágæta
máltíð. Stúlka af íslenzkum ætt-
um gengur um beina meðal
annarra kvenna, þar. Hún er
viðmótsgóð og vinnur verk sitt
vel. Ekki segist hún geta talað
íslenzku, en hún segist skilja
nokkuð. Við sitjum góða stund
í framsal þessa matsöluhúss áður
en við leggjum á stað aftur ofan
á brautarstöðina, því ferðinni
skal haldið áfram um nóttina.
í biðsal járnbrautarfélaganna,
er sem á öðrum samskonar stöð-
um, töluverður ys, enginn hávaði
eða ærsl, bara ys af mörgum
mönnum, að streyma fram og
aftur. í Regina eru sameiginleg-
ar byggingar bæði fyrir skrif-
stofur og biðsali beggja járn-
brautarfélaganna CPR og CNR.
Svo umferðin er býsna mikil
eins og nærri má geta. Við viss-
um að við áttum eftir góða stund
af biðtíma þegar við fórum ofan
á brautarstöðina aftur. Tvær
lestir eiga að fara á stað um
kveldið vestur yfir fjöllin Það
eru tuttugu mínútur á milli
þeirra. Við ætlum með þeirri
seinni. All margt fólk bíður.
Þetta er feikna stór salur, hlýr
og ágætlega lýstur og næg sæti
alstaðar, en það er samt þreyt-
andi að bíða. Ég tek það fyrir
Kæri ritstjóri Lögbergs: —
1 byrjun mánaðarins var ís-
land svo skemmtilega auglýst
hér um slóðir, að vel má í frá-
sögur færa. — Einkum af því
fyrirhöfnin og komplimentin
komu ekki frá okkur sjálfum.
í World Cavalcade series, sem
eru kvikmyndir í litum, frá ýms-
um löndum, kom íslandsmynd
Mr. Harold Linkers, nefnd —
„Iceland — Frost and Fire“.
Sjálfur nefnir hann myndina
„Sunny Iceland“. Hún var aug-
lýst í öllum blöðum ásamt út-
varpi og sjónvarpi, og sýnd fjór-
um sinnum fyrir fullu húsi á
Metropolitan Theatre. — Einnig
í nágrannaborginni Everett í eitt
skipti við mikla aðsókn. Henni
var ákaflega vel tekið, alveg al-
mennt talað. Og þar sem Mr.
Linker ferðast með hana austur
um alt landið, hlotnast íslandi
stór og ákjósanlega vinleg
kynning með þessum atburði.
Mr. Linker flytur mjög áheyri-
legt erindi til skýringar, og
fallega glóhærða konan hans,
Halla Guðmundsdóttir frá Hafn-
arfirði, kemur fram í fínum upp-
hlutsbúningi. í för með þeim er
18 mánaða sonur, David Thor —
og sefur vært á bak við tjöldin á
meðan á sýningu stendur. Hann
er nýkominn úr flugferð um-
hverfis hnöttinn með foreldrum
sínum. — Hafði rúmið sitt og
nesti með sér, svo alt gekk eins
og í sögu. Að vísu óvenjulegri
sögu. — Bráðum sýna þau mynd
frá Pakistan með meiru og fleiru.
Það er í sem faéstum orðum
sagt, að „Sunny Iceland“ er yfir-
gripsmikil mynd og fræðandi og
ræðumaðurinn vel heima. Þar að
auki er hann svo fullur af áhuga
fyrir efninu, að hann sleppir
hvergi tökum á áheyrendum sín-
um. Litfegurðin er hrífandi,
enda listræni og tækni Mr.
Linkers í allri meðferð mjög á-
berandi. Þar að auki verður vart
við aðdáun hans — næstum inni-
leika, t. d. til barnanna og fólks-
ins, sem hann sýnir. Það var því
líkast sem vinarkveðjur að heim-
an lægju í lofti. Börn og barna-
börn Fjallkonunnar hér, reyndu
áreiðanlega að þakka honum
þetta, er þau hjónin komu fram
fyrir á eftir til að heilsa fjöldan-
um, eftir því sem unnt var.
Ýms nýstárleg atriði festust í
minni — t. d. að vera snögglega
kominn í Þjóðleikhúsið í Reykja-
mér til afþreytingar, að telja
rúðurnar í glugganum beint á
móti okkur. Þær eru fimtíu og
sex. Ég tel þær nokkrum sinn-
um. Það eru þrír gluggar alveg
eins á hliðinni, ná yfir allt mið-
bik veggjarins. Á móti okkur
situr kona, sem stundum er að
líta til mín eins og hún vildi
gjarnan tala við mig. Ég er viss
um að hún er sveitakona. Ég tek
mig til eftir stundarkorn og fer
yfir gólfið til hennar. Ekki er
hún íslenzk eins og ég hálfpart-
inn hugsaði, ekki ensk heldur.
Konan tekur mér vel og um
stöðu hennar í mannfélaginu
hafði ég hugsað rétt. Hún er
bóndakona og er að fylgja
manni sínum til læknis. Konan
er glaðleg í við móti, bara kát og
hlær við annað slagið þegar hún
er að segja mér atvik frá búskap
þeirra. Hjónin eru hætt að búa
og sonur þeirra tekin við. Kon-
an hefir 'selt smjör til Regina í
mörg ár og þegar hún hafði ekki
nógan rjóma sjálf, þá keypti hún
rjóma til þess að geta haldið í
viðskiptavini sína. Nú eru hjón-
in að fara heim til sín aftur úr
þessari sérstöku ferð. Þau fara
ekki með okkar lest. Þegar ég
fer yfir gólfið aftur frá konunni,
að sæti mínu, tek ég eftir því, að
það eru þrír, að því er virðist
jafnstórir gluggar á hinni hlið-
inni, þeim er ég taldi.----
Loks kemur drengurinn á
rauðu treyjunni. Það er góður
drengur. Við leggjum öll á stað
áléiðis út að lestinni.
FRAMHALD
vík, og ópera í fullum gangi! —
Eða þá að fara út á hvalveiðar.
Það er spennandi þáttur, sem
R-K-O Studios hafa keypt til að
nota í kvikmyndinni „The Sea
Around us“.
Á meðan Mr. Linker stóð við í
Seattle pantaði hann „Wash-
ington Delicious“ eplatré hjá
búnaðardeild ríkisins og lét
senda til íslands. í Reykjavík
tekur skógræktarstjóri á móti og
sér um það í gróðurhús í Hvera-
gerði. Þar eru fyrir, frá Mr.
Linker, nokkrar Hawaii kaffi- og
ananas-plöntur, ásamt California
appelsínutré. Eftir myndinni að
dæma, þrífast þessir suðrænu
innflytjendur vel við hvera-
hitann. — 1 huganum sendum
við kærar kveðjur heim með
eplatrénu og óskum því langra
lífdaga.
Mr. Linker fór til Blaine þann
eina dag sem hann átti frían, s.d.
8. febrúar — og sýndi myndina
endurgjaldslaust á elliheimilinu
Stafholti. Ljósmyndari héðan,
Mr. John L. Johnson og kona
hans (Inge Eiríksson frá Rvík)
fóru með hann norður, og Mr.
Jóhnson aðstoðaði við sýning-
una. Á meðan kom Mrs. Linker
með son þeirra í kirkju hjá ísl.
fólkinu í Seattle og kynntist
því, eftir því sem tíminn leyfði.
Næsta dag héldu þau áfram
áætlunarferðum sínum. Góður
hugur og hlýjar þakkir fylgdu
þeim á braut.
Vinsamlegast,
Jakobína Johnson
Seattle, Washington,
20. febr. 1953
— Hvað er bjartsýnismaður?
— Sá, sem kaupir einhvern
hlut af Skota í því augnamiði að
selja hann Gyðingi.
☆ i
Konan: — Heldurðu að það
verði rigning á morgun?
Prófessorinn (utan við sig): —
Ég veit það ekki. Það fer eftir
veðrinu.
☆
Sjúklingurinn: — Það, sem ég
þarf, er eitthvað örfandi, eitt-
hvað sem kemur mér í æsing.
Læknirinn: — Það er þá bezt
að ég skrifi reikninginn strax.
☆
Börnunum verður ekki kennt
að virða það, sem maður sjálfur
óvirðir. —Dickens
Fré Seattle, Washington
Busineu and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
-----------------------------
I
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS 1
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-4624
J. J. Swanson & Co.
HMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIFEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og elds&byrgS,
bifreiSaábyrgS o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Offiee 26 — Ites. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Barristers and Solicitori
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnlpeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœöingar i öllu, sem aö
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfrœCingur I augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasimi 40-3794
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave.» Winnipeg
PHONE 74-3411
Oföce Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEQICAL ARTS BUILDING
Offlce Hours: 4 p.m.—6 pjn.
and by appointment.
Gundry Pymore Ltd.
Britlsh Quallty Flsh Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPKG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Yonr patronage will be appreclated
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur likklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaBur sá beati.
StofnaiS 1894 Slmi 74-7474
-----------------------------1
PHONB 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
i \
Chartered Acconntant
505 Confederatlon Llfe Bulldlng
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Soliciiors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3581
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FI8H
60 Louise Sts-eet Simi 92-5227
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vlC, heldur hita frá aC rjúka út
meB reykum.—SkrifiB, sfmlB til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRXD SWANSON & CO.
Insurance ln aU its branches.
Rcal Bstate - Mortgages - RentaU
210 POWBR BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
t BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin. Maniloba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Aulhorized Home Appliance
Dealers
General Electric
McClary Electric
Mofíal
Admiral
Phone 3-4890
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowera,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
Res. Phone 74-6753
jfoknny. <%yan
107« DCWNING BT, PHONE 72 8112
WINNIPEC'S FIRST
"MAILORPHONE"
ORDER HOUSE
Walch for Opening
New Showrooms
Kaupið Lögberg
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.