Lögberg - 12.03.1953, Page 2

Lögberg - 12.03.1953, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 12. MARZ, 1953 Gestur Pálsson í Winnipeg Eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON NIÐURLAG ------------- Ræða Gests hefur sjálfsagt haft töluverð áhrif á menn, t. a. m. birtist í Heimskringlu 5. febrúar 1891 grein um kjör ís- lenzku skáldanna, í þættinum Raddir frá almenningi. Leggur Magnús Snowfield þar til, að stofnaður verði skálda- sjóður þeim til styrktar, og segir hann síðan m. a.: Með tímanum ætti sjóðurinn að vaxa svo, að vextirnir einir yrðu góður styrkur fáum mönn- um. Fámenni eða fátækt þjóðar vorrar ætti ekki að standa í vegi fyrir þessu, því sú þjóð, sem getur launað prestum sínum, eins og íslendingar gera, ætti líka að geta lagt fé fram til skálda sinna, því skáldskapur- inn getur unnið þjóð vorri marg- falt gagn á við prestana. Kæru landar, sem unnið kveð- skap og fögrum menntum, gerið alvarlega tilraun til að láta skáld vor ekki eiga við eins bág kjör að búa og hingað til hefur verið. Reynið að lyfta þeim upp úr ör- birgðinni, svo þeir geti neytt krafta sinna til að hefja skáld- skap vorn og bókmenntir vorar á hærra stig, til eflingar and- legu frelsi, andlegu víðsýni og andlegum framförum hjá þjóð vorri. Það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að vér getum staðið öðrum þjóðum jafnfætis í menntun og menningu. I jólablað Heimskringlu 25. des. 1890 hefur Gestur sett kvæð- ið Móðir mín, er hann hafði ort árið 1884 og birt þá í Suðra. Ætla ég að lesa kvæðið: Man ég er í síðsta sinn, þar sem móður minnar varði mænir lágt, í kirkjugarði sat ég hljótt með hönd und kinn. Þokuskýja skuggatjöld féllu létt um fjallahlíðar, fyrir ströndu bylgjur þýðar kváðu sætt um sumarkvöld. Aleinn þar ég úti var, horfði á, er húmið dökkva hjúp sinn breiddi’ og fór að rökkva, skugga bar um byggð og mar. Svo ég laut að leiði þín, grúfði mig í grasið skæra, grét þar æsku mína kæra og þig, bezta móðir mín. Glötuð eru gullin mín, týndir leikar æsku allir, orðnar rústir bernsku-hallir, allt týnt — nema ástin þín. Hún mér enn í hjarta skín, Ijósið bezt í lífi mínu, líknin flest í auga þínu brosti ætíð, móðir mín. Þó ég fengi allan auð, völd og dýrð og vinahylli, veittist skáldfrægð heims og snilli, samt væri’ ævin auð og snauð, ef ég mætti’ ei muna þig, hlúa’ að þér í hjarta mínu, hlynna’ að öllu minni þínu, móðir, elska, elska þig. Nýtt ár fór í hönd, og í for- ustugrein, er Gestur skrifar í Heimskringlu 1. janúar 1891, segir hann m. a.: Gleðilegt nýár! Menn hafa verið að reyna til að skemmta sér eftir föngum þessa síðustu 8 daga, verið að leika sér og létta sér upp, og á meðan hefur veturinn, þessi gamli óheillaskröggur, verið að smágægjast fram og smáglotta að öllu þessu hégómabraski í mannanna börnum, og þegar svo minnst vonum hefur varað, þá hefur hann stokkið fram í öllum sínum algleymingi og hlegið svo kuldalega, að mannanna börn hafa falið sig inni í híbýlum sín- um og ekki þorað að bregða sér húsa á milli nema í lífsnauð- syn — til að sýna jólagjafirnar sínar og skrafa um náungann. Og svo hefur nýárið gengið í garð. Enn eitt nýár er runnið upp yfir okkar nýju byggð í þessu landi. Gleðilegt nýár Vestur-íslend- ingar! Það er einlæg ósk Heims- kringlu, að þetta nýbyrjaða ár megi verða farsældar-ár fyrir alla landa vora hér í álfu. í sama blaði var grein, sem Gestur kallaði Aðfangadags- kvöld í Winnipeg, skopleg, en þó alvara á bak við. Ég ætla að lesa aðeins upphafið, sem er á þessa leið: Það voru engar smáræðis á- hyggjur, sem margur maður hafði hér í Winnipeg seinustu dagana fyrir jólin. • Þessi jólavika, eða vika fyrir jólin, er að einu leytinu mörgum mönnum hin þungbærasta af öll- um vikum ársins. Hún er ársins heila erfiðistíð. Lífið gengur sinn vanalega gang árið í kring, eins og klukka, sem dregin er upp á hverju kveldi; menn vinna sína vanalegu vinnu dag eftir dag; borða sinn vana- lega mat og sofa sinn vanalega svefn á eftir. Tíðindin eru engin og hugsunin engin hjá mörgum mönnum. Heilinn, veslings litli heilinn, fær að hvíla sig og sofa hjá flestum allt árið til — jólanna. En þá er líka hvíldinni lokið. Þá verður unginn litli að rísa úr rekkju, og svo er honum snúið eins og snældu, sigað eins og hundi; hann er laminn áfram eins og uxi fyrir vagni, eða lát- inn draga heila trossu af áhyggj- um á eftir sér yfir fjöll og firn- indi, eins og gufuvagn. Því það er mi'kið að hugsa fyrir jólin. Hinn 15. janúar 1891 tilkynnir Eggert Jóhannsson í Heims- kringlu, að hann sé hættur við blaðið, og varð nú Gestur einn ritstjóri þess. Minnist Gestur Eggerts í næsta eintaki (21. jan.) og fer lofsamlegum orðum um hið ágæta starf hans í þágu Heimskringlu. Að svo búnu lýsir hann yfir, að stefna blaðsins muni verða hin sama og áður, og rifjar hana upp í 11 liðum, og er hinn síðasti: að sneiða hjá persónulegum ill- yrðum og skömmum. Þá bætir hann því við, að Heimskringla muni „reyna til að berjast gegn öllu ofurvaldi í' kirkjulegum og pólitískum efnum, en jafnframt gegn öllum skaðlegum humbug- stefnum í þessum efnum“. Breyting varð einnig á rit- stjórn Lögbergs um þessar mundir. Hafði Einar farið frá blaðinu um áramótin, en Jón Ólafsson tekið *einn við rit- stj órninni. Farast Jóni m. a. svo orð um Einar í Lögbergi 7. jan. 1891: Ég veit, að lesendur sakna Mr. Hjörleifssons, og þó saknar enginn samvinnu hans meira en ég, því að aldrei hefi ég átt sam- vinnu við nokkurn mann, sem mér hefir fallið ljúfara við. En þessi skipan stóð ekki lengi, því að í Lögbergi 4. febr. birtir Jón Ólafsson svohljóðandi til- kynningu: 30. f. m. var á aðal- fundi hluteigenda í Lögbergs- félaginu kosin ný stjórn í félag- inu. Daginn eftir hélt hún fyrsta fund sinn, og var það fyrsta*verk hennar að reka mig samstundis frá ritstjórn blaðsins. Var Einar Hjörleifsson síðan fenginn að blaðinu aftur. Það lýtur að þessu og svo sumu því, er síðar gerðist, er Stephan G. Stephansson segir í bréfi til Sveins Björnssonar 13. apríl 1891: Þeir eru lausir í blaðasessin- um, ritstj. nýju, Jón oltinn og Gestur riðar. Heldurðu þeir Drosi nú ekki í kampinn, bræð- urnir heima, yfir allri kirkju- Dlaða-krítikinni, gortinu og rabb- inu úr okkur, sem séra Friðrik einu sinni skírði hinu makalausa orði „andans-veður“ — og Einar tók það til uppfósturs í „Lög- berg“ sitt — þegar þeir sjá, að eftir að við höfum gullhamrað út úr menntunarleysinu heima tvo ritfærustu mennina þar, þol- um við þá ekki með skömm og skapraun árið út? Er það ekki makalaust mennilegt? Mér gremst meðferðin á Jóni og sárnar að missa Gest, sárnar það enn meira, _af því Gestur er framsóknarmaður síns tíma, en J ón er orðinn tímans-barn, fram- gjarn og frjálslynd-ur eins og hann er. Það tjáir ekki að tala um það, hvað stutt sem manns- ævin er og hvað hart við hlaup- um, þá nær tíminn okkur á end- anum flestum, hann þrammar seint, en einstaklingurinn hefir ekki ólýjandi seigluna hans. Jón er þarfur og gagnlegur maður eftir sem áður. En hans „hrópandi rödd á eyðimörku“ er þögnuð. „lslendinga-bragur“ verður ekki kveðinn nema einu sinni, hún er nú náttúrlega rödd yngri manna. Gestur hefir sagt okkur, „að ísl'enzkan, þetta hljómfagra mál, sem sé eins og skapað fyrir stórar hugsanir, sé málið, sem allir séu hættir að hugsa á og liggi eins og brotinn lúður á jörðu, sem enginn hugsi um að þeyta“. Hvað mönnum verður bilt við þetta, rétt eftir endurbótina á íslenzkunni, mál- hreinsunina og það allt. Ég bara tek þessi dæmi. Hinn 18. febrúar 1891 skrifar Gestur grein í Heimskringlu, er hann kallar Nafnabreytingar, og er bezt að heyra, hvað hann hefur að segja um þær. Greinin 'hefst á þessa leið: Venjulega gengur það mjög seint fyrir Islendingum yfir höfuð að breytast nokkuð veru- 'lega, þó þeir komi hingað til lands; menntunin og menningin stendur oftast nær hér um bil í stað árum eða jafnvel áratugum saman; Islendingar verða seint ensku-talandi, enn þá seinna ensku-lesandi og seinast af öllu láta þeir sér flestir lærast at- orkusemi og framtaksemi af hérlendum mönnum. Einni breytingu taka þó flestir íslendingar, sem hingað koma; þeir eru venjulega ekki búnir að vera hér marga daga, að minnsta kosti ef þeir ætla að setjast að hér í Winnipeg, þegar algerð breyting er komin á nöfnin. Svo spígspora þeir um göturnar og leita sér atvinnu undir hérlend- um nöfnum, glaðir og upp með sér yfir því, að nú séu þeir í anda og sannleika orðnir Canada- menn. Síðan ræðir Gestur um nafna- breytingarnar, orsakir þeirra og afleiðingar, og mælir hann hik- laust gegn þeim. Að lokum segir hann: Enginn má skilja þessi orð vor svo, að vér séum á móti því, að Islendingar samþýðist ensk- um mönnum og samlagist þeim. Langt frá. Það er skoðun vor og full sannfæring, að íslendingar smátt og smátt verði að einu með hérlendum mönnum. Og það álítum vér rétt og gott. En slíkt getur ekki orðið á einu augabragði. Maður getur ekki haft þjóðernaskipti eins og maður hefur frakkaskipti. Þjóð- ernaskiptin þurfa að hafa tím- ann fyrir sér. Það er lítil von um, að þeir sem eru rosknir menn, þegar þeir koma hingað, verði nokkurn tímann í anda og sann- leika Canada-menn. En börn þeirra eða barnabörn eiga að geta orðið það. Allt það sem ís- lenzku blöðin og menntunar- og menningartilraunir íslendinga hér eiga að gera er að reyna til að manna landa vora hér svo, að þeir geti sem fyrst orðið góðir og nýtir Canada-menn, jafningj- ar og keppinautar hérlendra manna. En slíkt fæst ekki með því að vera áð læðast að nafninu sínu og Skera það af sér. Nafnið hneykslar engan lifandi mann. Það er skylda hvers manns að verja lífi sínu svo, að nafn hans fái það gildi, sem það framast getur fengið eftir hæfileikum mannsins. Við finnum, að Gestur nýtur þess að skrifa um þetta efni. Hann gat gert það skoplegt öðr- um þræði og snúið því síðan í prédikun. í þremur nsestu blöð- um á undan (28. jan., 5. og 11. febr.) hafði hann skrifað þrjár greinar um Henry George og kenningu hans í skattamálum. Er engu líkara en Gestur hafi með grein sinni um Nafnabreyt- ingarnar verið að lyfta sér upp eftir öll skrifin um skattamálin — eða kasta mæðinni, áður en hann tæki til við tollamálin. Kosningar til sambandsþings- ins fóru nú í hönd, og var frjáls- lyndi flokkurinn staðráðinn í að skella stjórn íhaldsflokksins, er setið hafði að völdum um langt árabil. Höfuðmálið í kosninga- hríð þessari var afstaða flokk- anna í tollamálum. Vildi frjáls- lyndi flokkurinn afnema tolla á öllum vörum, er flúttar yrðu milli Canada og Bandaríkjanna, en íhaldsflokkurinn aðeins af- nema toll á óunnum vörum eða í mesta lagi binda tollaafnámið við þær vörur, sem Canada þarfnaðist helzt frá Bandaríkj- unum. Veittu íslenzku blöðin hvort sínum flokki, Lögberg frjáls- lynda flokknum, en Heims- kringla íhaldsflokknum. Svo virðist þó sem Gestur hafi ætlað að leiða hjá sér kosningadeilurn- ar, en að lokum ekki staðizt mátið, er hann sá, með hverju kappi mál frjálslynda flokksins voru sótt í Lögbergi. Settist hann nú við og skrifaði grein um tolla- málin, er kom í Heimskringlu 25. febr. 1891, viku fyrir kosningar, eða svo seint, að svör hinna náðu ekki í tæka tíð nema til lítils hluta kjósenda. Undir lok greinarinnar komst Gestur m. a. svo að orði: Það er engum efa bundið, að sumir menn, sem frjálslyndir vilja teljast og kallast, eru ekki lengra komnir í menningar- þroska en svo, að þeir skoða allt gott og blessað, sem einhver líberal flokkur kemur fram með, og allt illt og rangt, sem einhver conservatív flokkur heldur fram. Þetta á sér að minnsta kosti ekki síður stað hjá oss íslendingum en öðrum þjóðum. Og þó er allt pólitískt vit og allur pólitískur þroski undir því kominn að skoða málin sjálf ofan í kjölinn, rannsaka þau til hlítar, en láta engin nöfn villa sér sjónir. En þetta voru þó aðeins smá- munir hjá því, er seinna átti eftir að verða. Víkjum nú að fundinum fræga, er auglýstur var í Lögbergi 25. febr. 1891. Auglýsingin var á þessa leið: PÓLITÍSKUR FUNDUR í íslendingafélagshúsinu verður haldinn kl. 8 e. h. föstudagskveldið 27. þ. m. Mr. Isaac Campbell verður á fundinum og heldur ræðu.yAf Islendingum tala Einar Hjörleifsson, Jón Óláfsson, og ef til vill fleiri. Allir íslendingar eru vel- komnir. En einkum er skorað á alla þá að koma, sem annt er um, að Mr. Isaac Campbell nái kosnihgu. Á þennan fund slæddist Gest- ur, þóttist vita, að á sig yrði deilt, og vildi þá vera við og standa fyrir máli sínu. Frásögnum blaðanna af fundinum ber ekki saman, og mundi verða langt mál að rekja það allt 1 sundur. Ég hef þess vegna snúið mér til Jóns Bíldfells, er staddur var á fundinum, og beðið hann að segja mér ögn frá honum. Varð hann góðfúslega við beiðni minni. Mun ég nú lesa frásögn Jóns, en síðan víkja aftur til blaðanna. Hefst þá lýsing Jóns: Veðrið var kalt, grimmilega k^lt, og snjórinn lá eins og þykk ullarbreiða yfir götum borgar- innar Winnipeg. Vindurinn þyrl- aði snjónum fram af húsaþökun- um og ofan á gangstéttirnar. Það var í sannleika illfarandi út úr húsum þetta kveld, en þrátt fyrir kuldann, ófærðina og vind- inn brutust menn út og á fund- inn, sem haldinn var í hinu svo kallaða félagshúsi á Jemina Street, nú Elgin Ave., svo marg- ir, að þar var ekki orðið autt sæti né heldur auðit gangar, þegar fundurinn hófst kl. 8 e. h. Tik fundarstjóra var kosinn Magnús Paulson, skýrleiksmaður hinn mesti. Fyrsti ræðumaður fundarins var Jón Ólafsson skáld. Talaði hann í klukkutíma og 30 mínútur um tollmál og sýndi rækilega fram á tollmálastefnu beggja flokkanna og mismun þann, sem væri á milli tollmálastefnu og tollmálalöggjafar íhalds- og framsóknarflokkanna. Næst var Gesti boðið að svara fyrir íhaldsflokkinn, og þáði hann það. Talaði Gestur um at- hafnir og afrek íhaldsflokksins nokkra stund, en dró svo upp úr vasa sínum blað, sem gefið var út í Toronto og hét Commercial, — blað, sem þótti allmerkilegt framan af árum, en ruglaðist svo eitthvað í ráðinu, — og las upp úr því kafla máli sínu til stuðn- ings og gekk til sætis síns. Síðasti ræðumaður fundarins var Einar Hjörleifsson. Sýndi hann fram á áhrif þau, er frjáls- lynda hugsjónin hafði til þróun- ar og velferðar einstaklingum og þjóðfélaginu í heild, þegar henni væri falslaust og drengilega framfylgt, eins og menn gætu verið vissir um, að Sir Wilfred Laurier gerði. Svo sneri hann sér að ræðu Gests Pálssonar og Gesti, tætti ræðu hans í sundur ögn fyrir ögn, orð fyrir orð með ískaldri kaldhæðni og enti ræðu sína með þessari makalausu yfirlýsingu: Menn, sem leyfa sér að bera annað eins á borð fyrir tilheyrendur sína eins og Gestur Pálsson hefir leyft sér að gera hér í kveld, eiga ekki heima í mannlegu félagi. Þeir eiga að vera úti á sléttum að bíta gras með kúnum. Gestur reiddist þessari ó- skammfeilni svo ákaflega að hann stökk af fundinum út í hörkuveðrið, berhöfðaður og yfirhafnarlaus, og með því lauk fundinum. Margir hafa eflaust beðið með óþreyju eftir því, hvert fram- hald fundur þessi mundi fá í blöðunum, og máttu vita, að Gestur mundi greiða fyrsta höggið. Hefur hann augsýnilega verið í einum ham frá því að hann fór af fundinum og þangað til hann hafði komið Heims- kringlu út 4. febr. með grein- inni alkunnu Friðnum slitið. Skellir hann fyrst skuldinni á Einar Hjörleifsson, en lýsir síðan þætti sínum í þeim friði, er hald- izt hafði með blöðunum þá um langa hríð og hvert erfiði hann hefði á sig lagt til varðveizlu hans. Þá víkur Gestur að fund- inum og þeirri meðferð, er hann hafi sætt þar. Fundarstjóri hafi „neitað honum að fá orðið þegar hann vildi, og fyrrverandi kunn- ingi ritstjóra Hkr., Einar Hjör- leifsson, reis upp með skrifuð blöð í hendinni og velti sér með dónaskömmum og getsökum yfir Hkr. og ritstjóra hennar.“ Ræðst hann síðan gegn Lögbergi og einokun þess á skoðunum Is- lendinga vestan hafs, en segir svo að lokum: Ritstjóri Hkr. hefur nú nægilega rekið sig á „frjálslyndi“ Lögbergsklikkunn- ar, og hann skal ekki láta sitt eftir liggja, ef í það fer, að reyna til eftir veikum mætti að láta blæinn á Hkr. verða dálítið öðruvísi eftirleiðis en verið hefur um stund. Ekki stóð á svarinu hjá Einari Hjörleifssyni, því að það var komið í Lögbergi daginn eftir, 5. febr., undir yfirskriftinni Friðnum slitið. Birtir hann fyrst grein Gests alla saman, svo að lesendur Lögbergs geti „borið um, hvor ritstjórinn muni hafa meiri vanheiðurinn af henni“. Veitist Einar síðan að grein Gests og kallar hana ljótum nöfnum. Kveður hann það „svo tilhæfulaust sem það getur verið“, aÖ> hann hafi „velt sér með dónaskömmum og getsökum yfir Hkr. og ritstjóra hennar“, og um meðferð fundarstjóra á Gesti segir Einar, að fundar- stjóranum hafi farizt „óhæfilega vel við hann“. Grein Einars er öll í þeim eljaraglettustíl, er honum var svo laginn, og lýkur henni á þessa leið: — Og svo sendum vér ritstj. Heimskringlu vinsamlega kveðju vora og ósk- um honum góðs bata — og sterkari tauga í framtíðinni. Var nú fyrstu lotunni lokið, og höfðu báðir tapað eins og jafnan, þegar deilt er meira af kappi en forsjá og það látið ráða, sem verra er. í næsta blaði Heimskringlu, 11. febr., tilkynnir Gestur, að hann muni svara Lögbergi í þar næsta blaði. En í eintakinu 11. febr. fagna þeir Heimskringlumenn yfir kosningasigri íhaldsflokks- ins. Var þó ekki af miklu að guma, því að hann hafði tapað fylgi og haldið velli með naum- indum. Þá er þar og skopgrein um Logberg, er Gestur kallar 1 sekk og ösku, en gengið nokkuð langt, svo að hún missir marks. Svar Gests til Einars dróst á langinn, kom ekki fyrr en í Heimskringlu 25. febr. Er þá Gesti runninn mesti móðurinn, og reifar hann nú málið í heild. Kveðst hann (eins og ég hef minnzt á áður) fyrst hafa ætlað að leiða stjórnmálin hjá sér, en ekki getað stillt sig, er leið að kosningum og séð varð, að Lög- berg ætlaði að knýja fram sjón- armið frjálslynda flokksins. Og Gestur segir: Svo kom „Hkr.“ með greinar sínar „Fullt toll-afnám við Bandaríkin", og „Hudson-flóa járnbrautin.“ — Greinarnar voru ritaðar í þeim einum tilgangi að sýna mönnum dálítið aðra hlið á verzlunar- málum og pólitík Canada en gert var í Lögbergi með hinu of-lof- aða og al-lofaða tollafnámi við Bandaríkin; þar var ekki sneitt með einu orði að Lögbergi og það ekki einu sinni nefnt á nafn; það var bara ætlazt til, að kjós- endur fengju, þó um elleftu stundu væri, svolítið sýnishorn af öðrum skoðunum en því, sem stóð í Lögbergi, en ritstjóri „Hkr.“ vildi reyna til að láta kjósendurna bera skoðanirnar saman, melta málið og búa sér svo til sannfæringu. Þetta gat „Hkr.“ því fremur gert sem hún var óháð öllum flokkum; það hafði enginn flokkur boðið henni fé til að vera með sér, og hún hafði ekki boðið sjálfa sig upp, til þess að sá hlyti sig, sem hæst byði á uppboðsþinginu. Þessar DREWRYS / M.D.334 /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.