Lögberg - 12.03.1953, Side 4
0
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gtefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENDB, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411 Z
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The 'Lögberg” is printed and published by The Columbla Press Iitd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Burtför Stalins af þessum heimi
Ríkisútvarpið í Moskvu gerði lýðum ljóst síðastliðinn
fimtudag, að Joseph Stalin hefði safnast til feðra sinna; frá
því var jafnframt skýrt, að um rússneska veldið þvert og
endilangt ríkti djúp og almenn sorg; vera má að svo sé, þótt
vitaskuld væri sá hópur eigi stór innan vébanda þjóðar-
innar, er átt hafði þess kost, að kynnast persónulega harð-
stjóranum með stálvöðvana og stálviljann, er einskis sveifst
til að svala valdagræðgi sinni; og þá kom áróðurinn sér vel
til að telja þjóðinni trú um, að Stalin væri hinn óskeikuli
spámaður hennar og frelsari; en að sjálfsögðu verður það
hlutverk sögunnar að kveða upp fullnaðardóminn.
Stalin var freklega sjötíu og þriggja ára, er dauða hans
bar að, fæddur hinn 21. dag desembermánaðar 1879. Hans
rétta nafn var Joseph Vissorionovich Dyugasahvili; hann
rakti ætt sína til smáþorpsins Gori í Kákasushéruðunum
og voru foreldri hans í ánauð; faðir hans gerði við skó.
Stalinsnafnið fékk hann eftir að hann kom til valda í Rúss-
landi og sýnt þótti að skapgerð hans væri af stáli ger.
A ungum aldri var Stalin sendur í prestaskóla og átti
að gerast þjónn heilagrar kirkju; slíkt átti þó ekki fyrir
honum að liggja, en í stað þess drakk hann í sig eiturveigar
hins illkynjaðasta uppreistaranda og sneri baki við
kristninni.
Við fráfall Lenins hrifsaði Stalin undir sig æðstu völd;
hann lét ryðja úr vegi þeim mönnum, hversu nánir, sem
þeir voru honum, er hann óttaðist um að nyti lýðhylli um-
fram hann sjálfan; blóðböðin voru sennilega einu böðin,
sem um þær mundir voru kunn í Moskvu; hann þóttist
vera einlægur friðarvinur og hann gerir vináttubandalag
við Hitler, er þeir ætluðu að skipta á milli sín Póllandi;
næst gerir hann Pólland að leppríki og sömu örlög biðu
Tékkóslóvakíu, Estoníu, Latvíu og Lithuaníu, og hann
þröngvaði kúgunarkerfi sínu upp á Rúmeníu, Búlgaríu og
Ungverjaland; hann ræðst á Finna og rænir þá landi og
loks tróð hann Austur-Þýzkalandi um tær og kom þar á
fót slíkri stigamannastjórn, að til endema mun jafnan talið
verða.
Stalin var vafalaust gæddur allmiklum skipulagningar-
hæfileikum eins og kom í ljós eftir að Hitler réðist inn í
Rússland, þó hins beri jafnframt að gæta, að hann átti á að
skipa stórhæfum herforingjum og gekk heldur ekki einn
til verks þar sem Bandaríkin höfðu veitt Rússum slíka að-
stoð, að án hennar var vandséð hvernig farið hefði, og laun-
in, sem Bandaríkjamenn fengu voru einkum fólgin í rógi
og með því að kalla þá stríðsæsingamenn og þar fram eftir
götunum.
Vera má, að Rússar harmi Stalin, eða láti að minsta
kosti svo í veðri vaka. En hvernig geta frjálsbornir og frjáls-
hugsandi menn harmað það, að nú sé einum blóðþyrstum
harðstjóra í veröldinni færra en áður var.
Hafi nokkur einn maður nálgast það að ríða sameinuðu
þjóðunum að fullu, var það Joseph Stalin; sæi hann sér
leik á borði beitti hann synjunarvaldi sínu í öryggisráðinu,
eða lét beita því þannig fyrir sína hönd, að ekkert varð til
sparað, er verða .mætti vesturveldunum til ógagns; hann
bar víst gleggra' skynbragð á neikvæða aflið en hið jákvæða.
Stalin var/éttnefndur faðir „kalda stríðsins“ og lagði
við viðhald þess mikla rækt og fyrir enda þess var enn
hvergi nærri séð, er hann hvarf af sjónarsviðinu.
Því hefir verið haldið fram, að Stalin væri mikilmenni,
en þá hlyti hann einnig að hafa verið góðmenni, því mikill
er enginn nema sá, sem er góður. Og hvað ætti það þá að
vera í samvizkulausum blóðferli hans, er benti í slíka átt?
Af skiljanlegum ástæðum hefir burtför Stalins af þess-
um heimi vakið feikna umtal, því svo kom hann ábærilega
við sögu samtíðar sinnar, og nú er mörgu spáð um það
hvað taki við á vettvangi rússneskra stjórnmála, hvort
bjartara verði eða myrkara um horfur á framtíðarfriði;
flestir vona hins bezta þó naumast verði annað sagt en
blikurnar, sem enn hvíla yfir mannkyninu séu ekki sem allra
árennilegastar.
Georgi M. Malenkov, 51 árs að aldri, hefir nú verið
valinn til valdaforustu í rússnesku ráðstjórnarríkjunum, og
er hann sá maðurinn. er Stalin vildi að yrði eftirmaður sinn;
þeir voru báðir blóði ausnir í hinni einu og sömu skírnar-
laug og þar af leiðandi mun ástæðulaust að vænta stórvægi-
legra breytinga á rússneskum stjórnarháttum fyrst um sinn;
sami áróðurslúðurinn verður vafalaust lengi þeyttur enn og
„kalda stríðinu“ viðhaldið í lengstu lög.
Við jarðarför Stalins, sem fram fór á mánudaginn að
viðstöddu miklu fjölmenni, flutti hinn nýi forsætisráðherra
ræðu þar sem hann lýsti yfir því, að þjóð sín vildi eiga frið-
samleg mök við allar þjóðir, en lagði jafnframt megin
áherzlu á það, að allar deildir herþjónustunnar bæri þannig
að styrkja, að þjóðin yrði ósigrandi hvað, sem að höndum
bæri.
Samanþjappaðar fréttir af þjóðræknisþinginu
að svo miklu leyti, sem kringum-
stæður leyfa.
sem haldið var í Winnipeg
23,—25. febrúar s.l.
Þingið var allfjölsótt. Þessar
deildir sendu fulltrúa: Ströndin;
Vancouver; Grund, Argyle;
Lundar; Gimli; Esjan, Árborg;
Báran, Mountain; ísland,
Morden; Brúin, Selkirk; Frón,
Winnipeg og skýrsla og kveðja
barst frá deildinni Aldan í
Blaine. Forsetar Icelandic Cana-
dian Club og Leifs Eiríkssonar
félagsins skiluðu og hlýjum
kveðjum frá sínum félögum til
þingsins. Auk fulltrúanna, sóttu
þingið margir gestir víðsvegar að
úr bygðum íslendinga. Félaginu
bárust mörg heillaskeyti og hefir
þegar verið skýrt frá nokkrum
þeirra í blöðunum íslenzku.
Skýrslur
Ýtarleg skýrsla barst frá Guð-
mundi Grímson dómarar, for-
manni milliþinganefndar, er
fjallar um ráðstöfun Leifs Eiríks-
sonar styttunnar; stendur hún
nú. við aðaldyr Mariner’s
Museum í Newport News, Va.,
en þangað koma margir tugir
þúsunda gesta á ári hverju að
þar sé hún betur komin, en þótt
lagt væri í þann mikla kostnað
að flytja hana til Washington,
D.C., og reisa hana þar, eins og
til var ætlast í fyrstu. Var nefnd-
in kvödd til að halda áfram að
vinna að máli þessu.
Formaður milliþinganefndar í
byggingarmálinu kvað þeirri
nefnd hafa orðið lítið ágengt á
árinu, hefði hún ekki séð neinn
veg til þess að hægt væri að
safna þeirri miklu fjárupphæð,
sem til þess þarf að reisa sam-
komuhús, eins og sakir standa
nú. Var stjórnarnefnd kvödd til
að leita sér frekari upplýsinga
um málið.
Af skýrslum þeirra deilda, er
frá heyrðist á þinginu, mátti
merkja að þær hafa flestar hald-
ið allvel í horfinu: aukið bóka-
söfn sín og lestur íslenzkra bóka;
haldið fundi og samkomur á ís-
lenzku eða á ensku um íslenzk
efni, styrkt íslenzk elliheimili og
ýms menningarmál; sumar hafa
aukið félagatölu sína að mun eins
og t. d. Frón í Winnipeg og deild-
in á Gimli; starfrækir hin síðar-
nefnda íslenzkuskóla, er 35 börn
sækja, ennfremur „Kvöldvöku“-
stundir, þar sem lesnar eru og
útskýrðar íslenzkar bókmentir.
„Allir eru hrifnir af þessum
skemtilegu og fræðandi kveld-
stundum,“ sagði ritari deildar-
innar, „og nefndinni er það ljóst,
að próf. Guðmundsson hefir
meiri vekjandi áhrif á þjóð-
ræknisstarfsemi í Gimli-bæ, en
við getum í fljótu bragði út-
skýrt.“ í fleiri deildarskýrslum
var tekið í sama streng. Próf.
Finnboga var formlega þakkað
af þingheimi fyrir hans mikil-
væga þjóðræknisstarf, risu menn
úr sætum og þökkuðu honum
með lófataki.
Þingsamþyktir
Mikill áhugi kom fram á þingi
í þá átt að endurvekja þær deild-
ir, sem nú virðast liggja í dái og
ennfremur að styrkja samböndin
milli deildanna og aðalfélagsins.
Voru ýmsar tillögur, sem miða
að þessu samþyktar: Stjórnar-
nefnd félagsins var falið að senda
erindreka út um byggðir íslend-
inga til stofna nýjar deildir,
endurvekja deildir og til að
styrkja deildirnar í starfi þeirra.
Var bent á að hægt væri að spara
ferðakostnað með því að fenginn
yrði erindreki í hverju hinna
stærri umdæma, t. d. einn í
Manitoba, annar í Saskatchewan,
þriðji í Dakota og Minnesota,
fjórði í Alberta og svo einn eða
tveir á Kyrrahafsströnd, og að
deildirnar og aðalfélagið greiddu
erindrekum ferðakostnaðinn.
Séra Eiríkur Brynjólfsson
lagði til að stofnuð yrðu deilda-
sambönd í hinum fjarlægari
bygðum, eins og á Kyrrahafs-
strönd; ættu þær deildir saman
árlegt þing, er kysu síðan full-
trúa á allsherjarþingið í Winni-
peg. Myndi þannig verða tryggt,
að þessar deildir slitnuðu ekki úr
sambandi við aðalfélagið og
við íslendinga í hinum fjölmenn-
ari íslenzku byggðum. Var
Búskaparáhugi vaxandi í þorpum og
kaupstöðum
Ræktun aukin og búfé fjölgað til
að tryggja afkomu manna meðan
atvinna er af skornum skammti
Athygli manna í bæjum og
þorpum um allt land beinist
nú æ meir að ýmis konar
landbúnaði, og eru nytjar af
búskap mönnum mjög mikil
stoð í atvinnuleysi því, sem
víða herjar.
Raunar hefir landbúnaður æ
skipað veglegan sess í athafna-
lífi íslenzkra bæja og þorpa.
Hefir margur maðurinn í senn
verið bæði bóndi og verkamaður,
og má af þessu sjá, að mjótt er
bilið milli bænda í sveitum og
alþýðunnar við sjávarsíðuna.
Búskapur í þorpum þvarr þó
talsvert á stríðsárunum, en eykst
nú hröðum skrefum. Til dæmis
má nefna, að búskaparáhugi
eykst nú mikið í Stykkishólmi,
Skagaströnd og á Eyrarbakka;
eru þessir staðir þó aðeins nefnd-
ir, sem dæmi. Víða eru t. d.
hreppar hvort tveggja í senn, bú-
jarðir og kaupstaðir. Má þar til
nefna Eyrarhrepp á ísafirði við
Skutulsfjörð.
Bújarðir í Reykjavík.
Menn hafa kannske ekki veitt
því athygli, að í Reykjavík er
fjöldi bújarða. Eru þær inn um
allt Kleppsholt og Sogamýri, í
Fossvogi og víðar. Að vísu
minnka margar óðum vegna
bygginganna, er æ fjölgar, en þó
er svo t. d. að fjós er á Grettis-
götunni, tvö fjós í Hlíðarhverfi
og nokkur í Kleppholti. Talsverð
sauðfjárrækt er líka í bæjarland-
inu, en nú er rætt um að leggja
um land allfr
hana niður, svo sem kunnugt er.
Ekki er nú Reykjavík orðin
meiri stórborg en þetta — sem
betur fer. Ræktun eykst mikið í
bænum og fé mun jafnvel hafa
fjölgað nokkuð.
Margir vilja gerast bœndur
Og til marks um aukinn áhuga
fyrir landbúnaði nú, má geta
þess, að landnámsstjóri mun hafa
með höndum langa lista yfir
unga menn, sem gjarnan vilja
gerast bændur. En það er ekki
nóg að segja það. Því stofnun
nýbýlis kostar geisifé. Og ungu
konurnar vilja síður flytja úr
góðri aðstöðu í Reykjavík til
amsturs þess og erfiðis, sem oft
fylgir sveitabúskapnum. — En
þrátt fyrir þetta allt, virðist tals-
vert af ungu fólki vilja bjóða
erfiðleikunum byrginn.
—Alþbl. 24. jan.
Hún hélt loforðið
— Ég skal borða fobsíðuna af
blaði yðar, ef Stevenson verður
ekki kosinn forseti, sagði frú
Montgomery í Alabama við
blaðamann.
Okkur er nú öllum kunnugt
um, hver úrslitin í forsetakosn-
ingunum urðu, og þegar frúin
frétti um úrslitin, gerði hún sér
lítið fyrir og brenndi forsíðuna
af áðurnefndu dagblaði og bland
aði öskunni saman við kaffið sitt
og drakk síðan kaffið með hinni
beztu lyst.
☆
Kennarinn: — Hvaða orð-
flokkur er koss?
Sú nýtrúlofaða: — Samteng-
ing.
stjórnarnefnd falið að íhuga
framkvæmdir í þessa átt.
Stjórnarnefnd var og falið að
útvega íslenzkar myndir (Film
slide library) og íslenzkar kvik-
myndir; hafði nefndin unnið að
því síðastliðið ár og eru horfur á
að úr því rætist.
Þingnefnd í samvinnumálum
við Island skoraði á fulltrúa að
vinna hver í sínu byggðarlagi að
því að vekja áhuga fyrir hinni
fyrirhuguðu hópferð til íslands
í júnímánuði n.k., riði á miklu,
að sú ferð tækist vel, því með
henni fengist reynsla, er ómetan-
leg yrði, er komið verður á frek-
ari ferðum í framtíðinni.
Þá var stjórnarnefnd falið að
athuga möguleika á mannaskipt-
um við Island; hvernig bóka-
viðskiptum við ísland yrði komið
í betra horf; gagnkvæm skipti á
útvarpsefni og möguleika á
frjálsum sendingum gjafaböggla
til íslands. Ennfremur var hún
kvödd til frekari framkvæmda í
sambandi við ræktun skógar-
blettsins á Þingvöllum.
Tillaga W. J. Lindals dómara
um sem nánasta samvinnu milli
Þjóðræknisfélagsins og allra fé-
laga, er starfi að sama markmiði,
hlaut einróma samþykki, enda
var hún 1 samræmi við óskráð
lög félagsins, er það hefir fylgt
frá upphafi vega.
Ákveðið var, að félagagjöld
skyldu hækkuð upp í $2.00 og að
deildir fengju $1.00 af því gjaldi,
og að þessi breyting á lögum fé-
lagsins gengi í gildi að fengnu
samþykki ríkisritara Canada.
Kosin var þriggja manna milli-
þinganefnd til að yfirfara lög
félagsins og leggja fram álit sitt
á næsta þingi. 1 nefndinni eru
þessir: W. J. Lindal dómari, Dr.
T. J. Oleson og séra Egill Fáfnis.
Forseti félagsins, V. J. Eylands,
benti þingheimi á, að ýmsar til-
lögur hefðu verið samþyktar á
þingi, er ómögulegt væri að
framkvæma nemá því aðeins að
stjórnarnefndin hefði tækin til
þess; féhirðir, Grettir L. Jó-
hafði sem framsögumaður fjár-
málanefndar farið fram á ýtar-
legar umræður um þetta atriði á
þingi; eftir fjörugar umræður, er
margir tóku þátt í, samdi fjár-
málanefndin þessar tillögur:
1. Þjóðræknisfélagið vill hér
með bjóða öllum þeim, er unna
þjóðræknisstarfi, að gjörast
styrktarmeðlimir (substaining
members) Þjóðræknisfélagsins
með ákveðnu fjárframlagi, er
nemi minst $5.00 á ári eða hverri
annari upphæð sem gefandinn
kýs.
2. Þingið skorar á allar deildir
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi að leggja fram ár-
lega í framkvæmdarsjóð Þjóð-
ræknisfélagsins fjárupphæð
fram yfir lögboðið árlegt gjald
Hlutu þessar tillögur einróma
samþykki þingsins og svo var
mikill áhugi manna að innan
stundar hafði safnast hátt á
þriðja hundrað dollara í sjóðinn.
Dr. Richard Beck og próf.
Finnbogi Guðmundsson voru
kosnir í milliþinganefnd til að
athuga möguleika varðandi út-
gáfu kennslubókar í íslenzku
fyrir byrjendur og sýnisbókar
íslenzkra bókmenta í enskum
þýðingum. Þeir prófessorarnir
Finnbogi Guðmundsson, Richard
Beck og Skúli Johnson voru
skipaðir í milliþinganefnd, sem
vinna skyldi í samráði við stjórn-
arnefnd Þjóðræknisfélagsins og
önnur félög, sem hafa áhuga
fyrir því að 100 ára afmælis
skáldsins Stephans G. Stephans-
sonar sé minst á sem virðuleg-
astan hátt í þessari álfu.
Séra Egill Fáfnis mintist þess,
að Dakotabyggð ætti 75 ára af-
mæli á komanda sumri og bauð
öllum að sækja þá hátíð.
Frá kosningu í stjórnarnefnd
hefir áður verið skýrt hér í
blaðinu.
Skemtanir
Flestum kom saman um, að
þetta þing hefði verið með
skemtilegri þingum félagsins.
Forseti, séra Valdimar J. Ey-
lands, stjórnaði því með rögg og
prýði. Skemtileg nýlunda var
það, að haft var 15 mínútna
kaffihlé eftir hádegi tvo þing-
dagana; safnaðist þingheimur þá
saman í neðri sal hússins, og söng
þar íslenzka söngva af miklu
fjöri undir stjórn séra Eiríks
Brynjólfssonar.
Skemmtisamkomurnar þrjú
kveldin í röð voru allar fjölsóttar
og þóttu takast með afbrigðum
vel.
Ingibjörg Jónsson,
ritari Þjóðræknisfélagsins
r
Skrautblóm
18 TEGUNDIR 25c
Allir sem hafa á-
nægju af hús-
blómum ættu aíS
fá elnn eða tvo
pakka af Geran-
ium fræinu okk-
ar. við höfum á
boSstólum skraut
legt safn af Dazz-
ling S c a r 1 e t,
Flame Red, Brick
Red, Crimson,
Maroon, Vermilion, Scarlet, Sal-
món, Cerice, Orange-Red, Sal-
mon-Pink, Bright Pink, Peach,
Bluch Rose, White, Blotched,
Variegated, Margined. Sprettur
vel og blómstrar oft 90 dögum
eftir sáningu.
(Pkt. 25c) (2 fyrir 45c) póstfrítt
SáiS núna.
Sérstakt tilboð: 1 pkt. af ofan-
greindu og 5 pkt. af öðrum
blómafræjum, öll mismunandi,
autSveldlega ræktuö innanhúss.
$1.25 virði, alt fyrir 65c
Sendið engin meðöl til Evrópu
þangað til þér hafið fenglð vora nýju verðskrá.
Skriflð cftlr liinni nýju 1953 voröskrá, sem nn er á taktciniini.
VcrS hjá oss or mlklu bogra oii annars staðar í Canada.
RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur
STREPTOMYCIN — 50c grammið
Sent frá Evrópn uin víða voröltl. jafnvcl austan járntjaltlsins. —
1‘óstgjald innlfalið.
STARKMAN CHEMISTS
403 BIAiOR ST. WKST
TORONTO
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
t
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK