Lögberg - 19.03.1953, Page 4

Lögberg - 19.03.1953, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager EDITOR LÖGBERG, Utanáakrift ritstjðrana: 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, PHONE 74-3411 MAN. Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘ Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Offioe Department, Ottawa Einn harðstjórinn enn safnast til feðra sinna Síðastliðinn laugardag lézt í Prag Klement Gottwald, einvaldsherra í Tjekkóslóvakíu, 56 ára að aldri, aldavinur Stalins sáluga og erkióvinur hins lýðfrjálsa stjórnarfars í heiminum; hann var nýkominn frá útför Stalins, er hann veiktist af lungnabólgu, er reið honum að fullu. Klement Gottwald var af austurrísku bergi brotinn, fæddur 28. nóvember 1896 og átti í uppvexti sínum við þröng kjör að búa; hann nam trésmíðaiðn í Vínarborg, en kom árið 1922 auga á auglýsingu í kommúnistablaði þar sem æskt var eftir undirtyllu við útbreiðslustörf, sótti hann um stöðuna og varð hennar aðnjótandi; með því hófst í raun- inni stjórnmálaferill hans, mótaður af sjálfselsku og harð- ýðgi til daganna enda. Klement Gottwald kom til valda í Tjekkóslóvakíu 1948 eftir lævíslegt samsæri gegn Benes lýðveldisforseta; þóttu slík tíðindi svo sem vænta mátti næsta furðuleg og mun fáa hafa órað fyrir því, að þess konar firn gæti hent í landi þeirra Masaryks og Benes, er hafið höfðu tjekknesku þjóðina til vegs og virðingar og voru hvor um sig í brjóst- fylkingu hinna göfugustu stjórnmálamanna sinnar tíðar. Eigi hafði Klement Gottwald fyr hrifsað völdin í sínar hendur, en hann sneið alt stjórnmálakerfi sitt eftir rúss- neskri fyrirmynd; flestum þeim mönnum, sem honum stóð ótti af varð að ryðja úr vegi; því til sönnunar nægir að benda á það, að hann hleypti af stokkum fölsuðum áróðri gegn Rudolph Slansky fyrrum ráðherra og aðalritara kommúnistaflokksins í landinu og lét hengja hann eftir tvísýn réttarhöld ásamt tíu flokksbræðrum hans, er hann auðsjáanlega leit svo á áð kynnu að verða sér ofurefli; í einu og öllu varð að fara stranglega eftir katekismus Josephs Stalin. Klement Gottwald er sagður að hafa verið lítilsigldur og lífhræddur maður, er naumast áræddi að ganga húsa á milli án þess að hafa um sig sterkan leynilögregluvörð; en þannig er það tíðum um þá menn, er til valda komast með svikum við samferðasveit sína og lífið. Tjekkneska þjóðin var í tíð þeirra Masaryks og Benes á öru þróunarskeiði svo að segja á öllum sviðum andlegrar og efnislegrar menningar; hún hefir sopið súrt seyði af hermdarverkum þeirra Hitlers og Gottwalds, sem voru and- legir fóstbræður, sýktir af sjálfsdýrð og blindaðir af valda- græðgi; hinn dauði hefir sinn dóm með sér, og er að því kemur, að Sökkvabekksdísin kveði upp sinn dóm, óhlut- drægan og réttlátan dóm, verða slíkir eiturormar ekki öfundsverðir af honum. Ekki er enn vitað um það, hver eftirmaður Gottwalds verði, en einkum fjórir hafa komið til mála, og er einn þeirra tengdasonur hans, Alexei Cepicka, sem nú veitir forustu hermálaráðuneytinu. Vonandi er, að þess verði ekki ýkjalangt að bíða, að tjekknesku þjóðinni verði léttara um andardrátt, eins og raunar þeim þjóðum öðrum, er á þrælmannlegan hátt hafa verið rændar frelsi sínu. ☆ ☆ ☆ Rauði Krossinn Eins og vitað er stendur yfir hin almenna fjársöfnun í sjóð Rauða kross-samtakanna í þessu landi; flestum er ljóst, eða ætti að minsta kosti að vera ljóst, hve mikilvægt og í rauninni alveg óhjákvæmilegt það er, að stofnun þessarar tegundar, hafi úr sem allra mestu að spila vegna þess að starfsemi hennar grípur djúpt inn í velferð mannkynsins, hvar sem það er í sveit sett á hnettinum. Vafalaust stendur íbúum þessa fylkis það enn í fersku minni, hvernig Rauði Krossinn brást við, er áflæðin miklu ógnuðu tilveru Winnipegborgar og gróðursælla bygðarlaga í Suðurfylkinu 1950. Þá voru dísir mannúðarinnar svo að segja á hverju götuhorni myrkranna á milli með framréttar hendur hvers konar aðstoðar; það er heldur ekki langt um liðið síðan fárviðri og flóð hjuggu strandhögg á Bretlandi, Hollandi og í Belgíu; jafnskjótt og fregnir bárust hingað af þeim ófarnaði voru fatnaðir, vistir og sjúkrabirgðir komn- ar af stað flugleiðis til þeirra staða þar, sem þörfin var mest aðkallandi, og það var Rauði Krossinn, sem forustu hafði um slíkar aðgerðir. í styrjöldum er Rauði Krossinn ávalt fyrstur á vett- vang til hjúkrunar særðum og aðþrengdum, og þegar drep- sóttir fara eldi um löndin, er Rauði Krossinn ávalt fyrstur til taks; öllum er kunnugt um hina mikilvægu vökustarf- semi Rauða Krossins varðandi blóðbankana og margt fleira mætti telja til, sem skipulagsbundið þjóðfélag getur eigi án verið; menn mega því ekki horfa í skildinginn, er erindrekar Rauða Krossins knýja á hurð meðan á fjársöfnuninni stendur; í þeim efnum verða allir að leggjast á eitt. Jón Hannesson F. 1. marz 1875 — D. 31. maí 1952 Jón Hannesson • Jón var fæddur á Syðralóni á Langanesi í Norður-Þingeyjar- sýslu 1. marz 1875. Foreldrar hans voru þau Hannes Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir frá Hvammi í Þistilfirði. Þau fluttu til Ameríku 1887, ásamt tveim drengjum sínum, Jóhanni 12 ára og Jóni 11 ára, en tvær stúlkur höfðti þau mist tveim árum áður úr barnaveikinni. Fyrsta árið voru þau hjónin hjá systrum Hannesar í Eyford- bygð, en fluttu svo til Pembina og þar áttu þau heima til dauða dags. Lítið var um skólagöngu á þeim árum, og munu þeir bræður Jóhann óg Jón aðeins hafa notið skólakennslu um þriggja mán- aða skeið í Eyfordbygð. Þegar Jón var 13 ára veiktist hann og lá í þrjú ár. Þegar hann varð frískur aftur fór hann að reyna að vinna, því efnahagur- inn var ekki góður og móðir hans heilsuveil, og gat þess vegna ekki orðið meira úr skólalær- dómi. Hann notaði samt hverja þá frístund, sem hann hafði til að læra að lesa og skrifa ensku. Þann 17. júlí 1899 kvæntist Jón Björgu dóttur Guðmundar Finn- bogasonar og Guðlaugar Everets- dóttur í Akra-bygð. Jón var þá búðarþjónn í Pembina og vann þar 'í mörg ár. — Jón heitinn tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var virðingamaður um fjögra ára skeið í bænum Pembina og for- maður Bændalagsfélagsins i mörg ár. Strax og hann var nógu gamall fór hann að kenna sunnudaga- skóla og vinna að öðrum safnað- armálum. Oft var vinnutíminn langur í búðinni, frá kl. 7 á morgna til kl. 10 á kveldin. Þeg- ar lítið var að gjöra fékk hann sig þó lausan á kvöldin og notaði þá þann tíma til að vinna að félagsmálum. Jón var mjög hneigður fyrir söng og voru þeir bræður mjög hjálpsamir við að halda saman söngflokknum í Pembina þó fá- | mennur væri. Jón lék með hljóm sveit Pembinabæjar í mörg ár og ennfremur lék hann á fiðlu. Árið 1916 fluttu þau hjónin, Jón og Björg, til Svoldar-bygðar 3 míluf suðvestur af Svold; þar gekk Jón í Péturs-söfnuð og starfaði bæði að safnaðarmálum og kendi sunnudagaskóla meðan kraftar hans leyfðu og var hann þá búinn að kenna sunnudaga- skóla í 50 ár. Jón tók einnig mikinn þátt í öðrum félagsskap; virðingarmaður var hann í 4 ár í sínu héraði og um margra ára s"keið átti hann sæti í skólaráði. Hann vgr einn af stofnendum Farmers Union Oil Company í Calvalier, og ennfremur einn af stjórnendum Farmers Union Elevators í Cavalier. Einnig var hann einn af stofnendum Farmers Union Local á Akra; hann hafði yndi af að vera með og hjálpa til í öllum félagsskap. Árið 1945 varð Jón að bregða búi heilsu sinnar vegna; seldi hann Pálma syni sínum land sitt, en flutti ásamt konu sinni til Akra, þar sem þau höfðu keypt sér lítið og snoturt heimili, og þar á Björg kona hans heima. Þeim hjónum varð 10 barna HÆRRI BRJÁLSEMIN (Eftir BRUCE HUTCHISON) Dr. Bruce Hutchison, einn hinna allra mikilhæfustu em- bætttismanna canadisku stjórn- arinnar, og nú sem stendur leið- andi foringi þjóðbandalagsins, flutti merkilega ræðu ekki alls fyrir löngu, á bændafundi í Canada. Sú ræða hefði skarað fram úr öðrum ræðum á hvers konar fundi sem verið hefði í víðri veröld. Hún hefði átt að hafa þau áhrif á þá, sem hana heyrðu, að hryllingur gagntæki þá alla. En það einkennilegasta er, að ræðan virtist ekki hafa haft ógnandi áhrif á einn ein- asta mann, sem þar var staddur. Af því má dæma það, hversu dauðadrukkið og steinsofandi mannkynið er nú á dögum. Þessi maður, sem vissi og skildi út í yztu æsar umræðu- efnið, sem fyrir lá, talaði stilt og rólega og skýrði frá því að fjögur atriði hefðu skeð í heim- inum til framfara á síðari tímum: 1 fyrsta lagi: Ef vísindalegar framfanr í heiminum upp að síðustu öld, væru látnar tákna einn þumlung, þá mundu fram- farirnar frá þeim tíma nægja til þess að þekja þrjú hundruð feta blett. Ekki er nú hraði framfar- anna meiri en þetta. í öðru lagi: Á hverju einasta ári fjölgar fólkinu í heiminum í kringum tuttugu miljónir; eða 55.000 á hverjum degi. Og því fjölgar altaf með meiri og meiri hraða. — Vísindamaður, sem Maltþus hét, hélt því fram, að fólkinu á hnettinum fjölgaði svo hratt, að ekki yrði mögulegt að framleiða nægilega mikið því til viðurværis. Sú kenning er löngu dauð. En nú virðist hún aftur orðin rétt. Dregst aftur úr: , 1 þriðja lagi sýndi Dr. Keen- leyside fram á það að vitsmunir mannsins og siðferði hans hafa dregist langt aftur úr, þegar miðað er við tækni hans og vís- mdalega þekkingu. Hann getur enn ekki stjórnað þeim dýrð- lingi vísindanna, sem hann hefir skapað. Og í fjórða og síðasta lagi hefir mannskepnan á síðastliðn- um sex mánuðum búið til vopn, sem getur gereytt allri hans sið- menningu: getur t. d. brennt til ösku fimtíu miljónir Norður- Ameríkubúa á fáum klukku- stundum. En eitt hefir skeð, sem er þó ennþá athyglisverðara, og verður að lokum áhrifameira en alt annað. Það er þetta: Mann- skepnan hefir í fyrsta skipti í sögunni fengið vissu fyrir því, að með nútíðar verkfærum og tækni geta allir jarðarbúar lifað sæmilegu lífi. Já, allir vita þetta nú, hvar sem þeir eru staddir, alla leið frá stórborgum Vestur- landanna til villiskóganna i auðið. Fjögur dóu í æsku, en þessi lifa föður sinn: Vilhjálmur Theodore, bóndi í Forset River, N.D., kvæntur Melba Woods; Hannes Ragnar, bóndi í Akra-bygð, kvæntur Önnu Ólafsson; Jón Björgvin, smiður í Langdon, N.D., kvæntur May Jennings; Pálmi Kristinn, bóndi á föðurleyfð sinni, kvænt- ur Kristínu Byron; Finnbogi Franklin, smiður í Grants Pass, Oregon, kvæntur Madeline Goodman; Sigrún Ólafía Guð- laug Johnson í Joplin Montana. Ennfremur lifa hann 14 barna- börn og 2 barnabarnabörn og bróðir hans, Jóhann, í Davis, California. Útförin fór fram frá Péturs- kirkju á fimtudaginn 5. júní að viðstöddu fjölmenni Séra Egill Fáfnis flutti kveðjumál. Jarðsett var í Péturs grfreit. Blessuð sé minning mís ágæta manns. Asíu. Og þeir eru allir ákveðnir í því að öðlast sjálfir þetta sæmi- lega líf. Þetta hefir alt gerzt á vorum tímum, það hefir aldrei átt sér stað áður. í allri mannkynssögunni frá byrjun til vorra daga hafa alls- leysi, drepsóttir og hörmungar verið óhjákvæmilegar, og fólkið hefir gert sér gott af því öllu’ sökum þess, að það átti einskis amjars úrkostar. Yfirstandandi heimsbylting stafar af því, að mannkynið hef- ír loksins gert sér grein fyrir því, að það gæti alt átt sæmi- legu lífi að fagna, ef skynsam- lega væri stjórnað. Og öll stríð og allar byltingar, hvar sem eru á hnettinum, sem nú eiga sér stað, eru ekkert annað en yfir- borðsútbrot frá stórum og sterk- um undiröldum, sem eiga sér stað hér og þar um víða veröld. Þetta eru hræðilegar staðhæf- ingar; en þær eru sannleikur. Og þannig getur farið að nú- tíöar menningin verði dauða- dæmd: að vér eða börn vor verði sjónarvottar að því að síðasta sprengingin gereyði öllu skipu- lögðu (lífi á þessum sérstaka hneíti. Það einkennilegasta við þessa ræðu Dr. Keenleyside var það, að enginn lifandi maður, sem á hann hlustaði, gaf henni nokk- úrn alvarlegan gaum. Menn hafa heyrt sams konar aðvaranir svo oft áður, að þeir veita þeim nú svo að segja enga athygli. Þetta er orðið svo alment að því er svo að segja enginn gaumur gefinn. Hér í Canada, segir Dr. Keen- leyside, á það sér stað, að stjórn landsins borgar í ár til hjálpar öðrum þjóðum í sambandi við þjóðbandalagið jafn mikið fé sem nemi verði eins herskips. Og þetta á að vera til þess að hjálpa fátæku þjóðunum, svo þær megi lifa sæmilegu lífi og halda þeim frá áhrifum komm- únistanna, sem lofa öllu fögru. Til hjálpar öllum líknarstörfum — þar á meðal örlítilli skorpu ($25,000.000) til Columbio starfs- ins, veitir Canada í ár sem svarar verði eins vopnaðs her- skips. Þetta er brjálæði á aíar háu stigi. Það er í raun og sann- leika ein af mörgum sönnunum þess að nútíðar þjóðir Vestur- landanna eru ekki þeirri skyn- semi gæddar, að þær kunni að lifa. Á meðal annara einkenna skýrir þetta hvernig á því stendur, að í síðastliðin fimm ár höfum vér verið að tapa hinu svonefnda -„kalda stríði“, þrátt fyrir vora yfirborðssigra á viss- um stöðum; og ef vér höldum áfram eins og nú gengur, þá er það víst, að vér töpum þessu stríði alveg um síðir, hvort sem það skeður smátt og smátt og nálega eftirtektarlaust, eða ósigurinn skeður alt í einu, með einni allsherjar sprengju, sem drepur alt. Stefna Vesturlanda þjóðanna, t. d. Canada, er slík, að stjórn- irnar geta ekki komizt undan ábyrgð á henni. En í þessu, eins og í öllu öðru, haga stjórnirnar sér samkvæmt vilja fólksins: Fólkið í Canada t. d. lætur sig ekki miklu skipta þær hörm- ungar, sem dynja yfir vesalings þjóðirnar, sem að líkindum um- kringja það sökum falskra lof- orða kommúnistanna. Þjóðin mundi ekki samþykkkja þá stjórn, sem vildi láta minka viðurværi hennar um 1% til þess að bæta kjör hinna fátæk- ari þjóða. Of villausl lil þess að verða varanlegl Það eina, sem stjörnin getur gert, er að banna þessum vesal- ingum að selja hér sínar eigin vörur, til þess að einhver vit- leysa, sem kölluð er fjárhags- legt kraftaverk, komi því ekki til leiðar að fjárhagur vor yrði í hættu staddur. Menn, sem hugsa líkt og Dr. Keenleyside, hljóta stundum, þegar vitleysan skipar hæsta sæti, að komast að þeirri niður- stöðu, að vestrænu þjóðirnar séu ekki einungis of heimskar heildur einnig of eigingjarnar til þess að þær geti átt langan aldur fyrir höndum. En ástæðan fyrir þessari heimsku og þessari eigingirni er, ef til vill, einfald- ari, en hefir dýpri rætur, en sumir gera sér grein fyrir. — Vestrænu þjóðirnar eru rugl- aðar: Þær geta ekki gert sér grein fyrir því, sem virðist liggja í augum uppi, sökum þess, að það er bæði of stórkostlegt og of fljótt á ferðinni. Sannleikurinn er sá, að mann- veran hefir aldrei átt öðrum eins ósköpum að mæta áður; það yfirgnæfir alt, sem fyr hefir skeð, bæði að stærð og eigin- leikum. Fólkinu hefir verið sagt það svo oft, að það geti framið allsherjar sjálfsmorð á einni nóttu, að það dregur höfuðið undir skelina, eins og skjaldbakan, til þess að vera við- búið til varnar. — Eins og nokk- ur skel standist „hydrogen“ sprengjuna! Þegar horft var með athygli á áheyrendur Dr. Keenleysides (sem voru mjög skynsamir bændur) leit svo út, að því meira, sem hann sagði af sann- leika, því skemmra þrengdist það inn í heilann á þeim, því þangað inn höfðu þeir af ásetn- ingi lokað öllum göngum: — Sá maður er tæplega til, sem vilji hlusta á sannleikann. Sig. JÚL Jóhannesson þýddi Ottawa Evening Citizen 23/2—’53. Sendið engin meðöl til Evrópu þangað til þér hafiS fenglS vora nýju verðskrá. Skrifið eftlr liinnl nyju 1953 vorðskrá, sein nú or á tnktclnuin. Verð hjá oss er mlklu læern en nnnnrs stnðnr í Cnnndn. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frá Evrópn uin víðn veröltl. jnfnvel utistnn járntjnldslns. — 1‘óstKjnld innifallð. STARKMAN CHEMISTS 403 BT.OOR ST. WEST TORONTO KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.