Lögberg - 21.05.1953, Side 5

Lögberg - 21.05.1953, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MAÍ, 1953 5 WWWWWW WWWWWffff AHUGAMAL LVLNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON CLARE BOOTH LUCE Ein fjölhæíasta kona, sem nú er uppi, skipuð sendiherra Bandaríkjanna í Róm Meðal þeirra embættisveitinga Eisenhowers, sem einna mesta athygli hafa vakið, er skipun Clare Booth Luce í sendiherra- embætti Bandaríkjannna í Róma borg. Konur hafa að vísu gegnt sendiherraembættum áður, en engu jafn þýðingarmiklu og þessu. Italía er nú það ríki vest- an járntjaldsíns, þar sem komm- únistar eiga mest ítök, og því getur það skipt höfuðmáli, hvernig sendiherrastaða Banda- ríkjanna í Róm er rækt. Það sýnir kannske bezt, að Clare Booth Luce er engin meðal manneskja, að sama daginn og Eisenhower skipaði hana í sendi herrastöðuna, var frumsýning á einu helzta leikhúsi New York á hinu þekkta leikriti hennar, er nefnist: Konur, og talið er eitt af fjörlegustu og háðskustu leik- ritum, sem skrifað hefir verið á síðari árum. Stjórnmál og leikritagerð eru þó engan veginn hið eina, sem Clare Booth Luce hefir lagt stund á um dagana. Hún hefir fengizt við margt annað og yfir- leitt heppnast allt, sem'hún hefir tekið sér fyrir hendur. Óhætt er að segja, að hún er ein gáfaðasta og mikilhæfasta kona, sem nú er uppi. Glæsileg kona Clare Booth Luce er nú 49 ára að aldri. Hún er komin áf ríkum ættum og fékk í uppvextinum alla þá beztu menntun, er ung- um stúlkum var veitt í þá daga. gáfur hennar komu fljótt í ljós og hún var óvenjulega fögur stúlka og glæsileg. Það varð at- burður, sem talað er um enn í dag, þegar hún byrjaði að taka þátt í samkvæmislífinu. Aðeins 19 ára að aldri giftist hún ungum auðmanni, George Tuttle Brokov að nafni, en þau skildu árið 1929 eftir nokkurra ára sambúð. Brokov var lítill gáfumaður og hugðarefni þeirra hjónanna fóru ekki saman'. Clare lagði sig eftir bókmenntum, heimspeki og stjórnmálum á þessum árum, en fjármál voru helztu áhugaefni Brokovs, þegar samkvæmislífinu sleppti. Þegar þau skildu, lét hann Clare eftir 435 þús. dollara, er voru meiri peningar í þá daga en nú. Jafnframt varð samkomu- lag um, að dóttir þeirra hjóna, Anna, Slare, skyldi alast upp hjá móður sinni. Yfirleitt var Clare kennt um skilnað þeirra hjónanna, þar sem áhugaefni hennar þóttu ekki innan verkahrings giftra kvenna á þessum tíma. Rithöfundur og lqikkona Eftir skilnaðinn tók Clare að fást við blaðamennsku og kom fljótt í ljós, að hún var prýði- lega ritfær. Fyrst vann hún við tízkublaðið „Vouge“, en síðan við „Vanity Fair“ og varð hún aðalritstjóri þess 1933. Það ár fékk hún flest atkvæði við skoðanakönnun sem færasti blaðamaður Bandaríkjanna í hópi þeirra, er rituðu um tízku- mál. Hún var því búin að fá metnaði sínum fullnægt á því sviði og hætti því að skrifa um tízkpna. Næsta verk hennar var að ráðast í þjónustu Harry Robinson Luce, eiganda „Time“, „Life“ og „Fortune", og skrifa greinar í blöð hans sem fregn- ritari. 1 þessum erindum dvaldi hún m. a. hálft ár í Kína. Hún komst heim aftur til að vera við- stödd frumsýningu að fyrsta leikriti sínu og leiddi það til nán- ari kunningsskapar hennar og Luce. Kunningsskap þeirra lauk þannig, að þau giftust haustið 1935. Þótt Clare gengi í hjónaband var það fjarri henni að leggja ritstörfin á hilluna. Leikritagerð var nú orðin helzta áhugamál hennar. Henni var heldur ekki nóg að semja leikrit, heldur varð hún einnig að leika sjálf. Hið þekkta leikrit hennar, „Konur“ var fyrst sýnt 1937 og lék hún sjálf eitt aðalhlutverkið. Það hlaut frábæra dóma og átti sinn þátt í því, að hún var ráðin til Hollywood til þess að semja drög að' kvikmyndum og leika í þeim. Hvort tveggja heppnaðist henni mjög vel. Þingskörungur Eftir að hafa náð þessum ár- angri á sviði leikritagerðar og leiklistar, tók hugur frú Luce að beinast að öðrum viðfangsefn- um. Stjórnmálin fóru nú að taka hug hennar. Hún hafði um skeið skrifað sérstakan dálk fyr- ir blöðin og fór hann smám saman að verða meira og meira pólitískur. Hún hafði alltaf verið fylgjandi Republikönum og mjög andstæð Roosevelt. í grein- um sínum nefndi hún hann sjaldan með nafni, heldur hét hann á máli hennar „þessi maður“. Oft vék hún líka köldu að frú Roosevelt. Forustumenn Republicana fóru nú líka að gefa henni vaxandi gætur og fyrir eigið frumkvæði og atbeina þeirra bauð hún sig fram til full- trúadeildarinnar í einu kjördæm inu í Connecticut haustið 1942 og náði kosningu. Hún var end- urkosin 1944. Á þingi kom í ljós, að hún var sérlega vel máli farin, hafði góða yfirsýn og var fljót og hvöss í svörum. Mjög var því sótzt eftir því að fá hana til ræðuhalda. í skoðunum var hún fremur íhaldssöm, en þó átti hún það til að skipa sér í sveit með hinum frjálslyndari mönnum. T. d. var hún og er ein- dreginn talsmaður þess, að svert- ingjar njóti jafnréttis við hvíta menn. í árslok 1944 gerðist atburður, sem varð þess valdandi, að frú Luce dró sig að miklu leyti 1 hlé og ekki varð því af áframhald- andi frama hennar á stjórnmála- sviðinu, eins og henni hafði verið spáð. Dóttir hennar, sem áður er sagt frá, fórst þá í bílslysi í Kaliforníu. Frú Luce hafði unnað henni meira en nokkrum öðrum og féll því fráfall hennar mjög þungt. Gerðist kaþólsk Nokkru eftir fráfall dótturinn- ar, kynntist frú Luce einum af helztu prédikurum kaþólsku kirkjunnar, Fulton Sheen bisk- upi, sem hefir snúið fjölmörgu af yfirstéttarfólki Bandaríkj- anna til kaþólskrar trúar. Þessi kunningsskapur leiddi til þess, að frú Luce gerðist kaþólsk 1946 og ráðgerði jafnvel að ganga í klaustur. Af því varð þó ekki, en hins vegar kom hún lítið fram opinberlega fyrst á eftir. Þó hélt hún áfram að vera mjög ofar- lega í skoðanakönnunum, er snerust um það, hver væri bezt klædda kona Bandaríkjanna. Þegar kosningabaráttan hófst í Bandaríkjunum á síðastliðnu vori, var eins og frú Luce risi úr dvala. Hún gerðist brátt ákafur fylgismaður Eisenhowers. Alls flutti hún um 50 útvarps- og sjónvarpsræður í kosningabar- áttunni og var tvímælalaust sú kona, er mest bar á í kosninga- baráttunni. Hún er áhrifamikil í ræðustól, því að ræður hennar eru ekki aðeins vel samdar og vel fluttar, heldur beitir hún og vel látbrigðum leikkonunnar og er enn sérlega falleg og glæsi- leg. Það er talið, að hún hafi átt mikinn þátt í því, hve Eisen- hower hlaut mikið kosninga- fylgi. Hinu er ekki að neita, að hún var oft óvægin og ósann- gjörn í málflutningi sínum um andstæðingana. Hamingjan vandfundin Frú Luce hefir nú hlotið laun sín fyrir stuðninginn við Eisen- hower, þar sem hann hefir gert hana að sendiherra í Róm. Yfir- leitt er því spáð, að henni muni heppnsat það starf eins og annað, er hún hefir tekið sér fyrir hendur. — Það er ekki nema eitt, sem henni hefir misheppnazt um dag- ana, segir vinkona hennar Dorothy Thompson, sem er frægur rithöfundur, og það er að finna hamingjuna. Þrátt fyrir alla sína velgengni, hefir hún aldrei talið sig hamingjusama. Fyrra hjónaband hennar mis- heppnaðist og það síðara hefir raunar gert það líka, því að þau hjónin hafa alltaf verið lítið saman og eru raunar skilin, nema að nafninu til. Hins vegar er þó góður kunningsskapur milli þeirra og þau meta hvort annað mikils. Álit frú Luce má nokkuð marka á því, að nú um áramótin var hún sú fjórða í röðinni við skoðanakönnun í Bandaríkjun- um, er snerist um það, hver væri vinsælasta kona heimsins. Á undan henni voru frú Roosevelt, Elísabet Bretadrotting og frú Eisenhower. En þrátt fyrir allar sínar gáfur og mikla álit hefir hún aldrei talið sig fullkomlega ánægða. Líf hennar er sönnun þess, að gáfur, frægð og auðæfi nægja ekki til að gera menn hamingjusama. Þess vegna er það líka skiljanlegt, að þekkt- ustu leikrit hennar fjalla um konur, sem gátu allt og unnu mikla sigra, en fundu þó ekki hamingjuna. Kannske finnur Luce það nú loks í borginni ei- lífu, er margbreytt störf og mikil leit hefir ekki fært henni til þessa dags. —TÍMINN Fréttir . . . Framhald af bls. 4 Á sunnudagskvöldið kom til Reykjavíkur hópur sk^mmti- ferðafólks, sem farið hafði skemmtiferð til Spánar á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins og lét það hið bezta af förinni. Farið var flugleiðis til Barcelona og þaðan aftur til íslands, en á Spáni var ferðast í bifreiðum, og farið víða, en lengst dvöl var í Madrid. ☆ í vikunni, sem leið, var haldin í Reykjavík ráðstefna, sem nefndist Þjóðarráðstefna gegn her í landi og hafði verið boðað til hennar af 15 mönnum í Reykjavík. Ráðstefnuna sóttu á þriðja hundrað fulltrúar írá ýmsum félögum, aðallega verka- lýðsfélögum og kvenfélögum. ☆ íslandsmeistaramótinu í bad- minton lauk í Reykjavík á sunnu daginn og voru keppendur frá Reykjavík og Stykkishólmi. í einliðaleik kvenna sigraði Ebba Lárusdóttir, Stykkishólmi, en í einliðaleik karla Wagnar Wal- bom, Reykjavík. Minningarorð Okkar a <SMilli Sagt Eftir GUÐNÝJU GÖMLU Mér fellur það aldrei úr minni hve börnum okkar reyndist það auðvelt að semja sig að lífsháttum þessa lands, hve virðulega þeim hefir tekist að samræma menningu stofnþjóðar sinnar við menningu hins nýja fósturlands. Ég öfunda þau í vissum skilningi af því, hve hið nýja heimkynni þeirra er frábrugðið hinu gamla og hve yfirboðararnir eru ólíkir og ég fagna yfir jöfnuðinum, sem þau nú búa við, ég viðurkynni jafnframt hve ólíkar aðstæður hafa máttugt sköpunargildi; við þurfum að láta þeim skiljast hvað það sé, sem skapar virðuleik einstaklings og hve réttur hans sé mikils- metinn hjá lýðveldisþjóðunum. --------ií-------- Við eigum mikilvægan ungling í heimilinu þessa dagana. Elzti drengurinn okkar hefir nýopnað sparisjóðsreikning í IMPERIAL BANKANUM og hvað hann er hreyknn af þessu! Hann hefir vafalaust heyrt okkur tala um IMPERIAL BANKANN heima og viljað þreifa fyrir sér sjálfur. Nú er okkur kunnugt um, hve prúðmannlega honum var tekið í bankanum, er hann lagði inn sinn fyrsta dollar og fékk sparisjóðsbókina; við hlustuðum á þessa sögu að minsta kosti tólf sinnum á fjórum dögum! Já, það er holt að venja sig á að spara og IMPERIAL BANKINN er örugg geymslustofnun. ---------fr------- Er yður það ljóst, að eldhúsið getur verið mjög háskalegur staður, ekki sízt fyrir börn? En svo er fyrir að þakka að GURNEY elda- vélin okkar er útbúin tveimur öryggistækjum, sem eru ómissandi, í ofninum eru hillur, sem ekki geta risið á rönd og á brennaranum í GURNEY eldavélinni er þannig útbúnaður, að ekkert getur farið til spillis. Og hvort heldur þér hafið GURNEY eða ekki skuluð þér snúa pottum og pönnum þannig, að börn geti ekki náð til þeirra. ------------------ Ef til vill er það vorið, er vekur oss til umhugsunar um gróður og nýja hluti, og einmitt nú get ég ekki leitt hjá mér að hugsa til barnanna. Ég hefi sagt yður frá FACE-ELLE klútunum og nú er ég að skýra frá hinum þrísettu FACE-ELLE pappirsklútum í ljósgula kassanum, sem eru uppáhald barnanna — og firra yður frá því ómaki, sem þvottur hefir í för með sér. Það er því sízt að undra, að FACE-ELLE sé ofarlega á innkaupaskránni. --------☆--------- Mæðrum til íhugunar. Það er von á barnsfæðingu a strætinu, þar sem við eigum heima og nágrannarnir tóku sig saman um að gleðja hina tilvonandi móður með nokkrum gjöfum. Sú gjöfin, er fékk henni mestrar ánægju var CURITY DIAPERS, splunkuný tegund af diapers, sem skarar langt fram úr hinum gömlu bómullar og flónels tegundum. Mjúkt, auðþvegið og þornar fljótt. Mæðrum þykir vænt um CURITY DIAPERS. Við greiddum aðeins $4.95 fyrir tylftina. Viljið þér fá þetta til reynslu? Sendið 25 cent eða'jafn- gildi í frímerkjum, og við sendum CURITY DIAPERS, en vegna þess, hve birgðir eru litlar, verður aðeins send ein á fjölskyldu. Skrifið til CURITY, 37 Isabella Street, Toronto 5. Mrs. Björghildur Ferris I Björghildur Ferris, er andað- ist snögglega á sjúkrahúsinu í Neepawa, Man., 2. apríl 1953, var fædd 4. nóv. 1907, að Gilsbakka í Geysis-bygð í Nýja-íslandi, dóttir hjónanna Guðmundar og Sigrúnar Gíslason, er þar bjuggu um margra ára skeið, en eru nú búsett í Gimli-bæ. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, hlaut skólamentun í alþýðuskóla bygð- arinnar (Laufás-skóla) og í Riverton; gegndi svo kennara- starfi á barnaskóla í nokkra mánuði í Mikley. Þaðan lá leiðin að n^ámi í hjúkrunarfræði við Grace Hospital í Winnipeg; út- skrifaðist hún þaðan 21. sept. 1926. Næstu fjögur ár stundaði hún hjúkrunarstörf á heimilum í heimabygð sinni og á sjúkrahús- um í Qu’Appelle, Sask. og Burnaby, B.C. Fyrri manni sínum, Dr. Frank W. Shaw, sem þá var búsettur læknir á Gimli, giftist hún 12. júlí 1930. Dr. Shaw andaðist 25. okt. 1940. Þau hjón eignuðust tvö börn, er bæði lifa móður sína; þau eru: Donald Leslie, í Saskatoon, Sask., og Ruth Ann, Neepawa, Man. Var derngurinn átta ára, en stúlkan tæplega árs gömul, þegar þau mistu föður sinn. Eftir þann þunga missi dvaldi Björghildur áfram á heimili sínu á Gimli í fjögur og hálft ár, en flutti þaðan með börn sín til Neepawa. Þar giftist hún 7. júlí 1945, eftirlifandi manni sínum, Robert Ferris gullsmið þar í bæ. Á fagran og yfirlætislausan hátt minntist hann þess í bréfi til foreldra hennar hve djúpur söknuður ríki í huga hans og barna af fyrra hjónabandi hans, og hvað alt sé nú dapurt og breytt á heimili hans. Sjö systkini hennar náðu full- orðins aldri; ein systirin, Gíslína Elinora Thompson, dó 22. nóv. 1944. Á lífi eru Joseph og Óli, bændur að Geysi; Oscar á Gimli; Arnbjörg (Mrs. P. H. Bird), Fort William, Ont.; Anna (Mrs. Coburn), Vancouver, B.C.; Flor- ence (Mrs. G. T. Ferguson), Winnipeg, Man. Björghildur var glæsileg kona, stilt, prúð í framkomu, glaðlynd og aðlaðandi í viðmóti og hafði lag á að bæta líðan annara. Nutu þeir góðu hæfileikar hennar sín bezt í návist sjúkra. — Og hjálp í veikindum veitti hún oft, einn- ig eftir að hún varð húsmóðir, sérstaklega í samstarfi við fyrri mann sinn. — Framúrskarandi umönnunar og kærleika naut afi hennar, bæði frá henni og Dr. Shaw, þegar hann dvaldi veikur á heimili þeirra hjóna fulla sex mánuði; og þar andaðist hann. I félagsmálum starfaði hún með áhuga og lipurð, en þó sjálf- stæði í skoðunum, ef því var að skipta, tilheyrði kvenfélögum bæði á Gimli og í Neepawa. Kveðjumál voru flutt í Knox Presbyterian Church í Neepawa 4. apríl af Rev. Douglas Ander- son, og í lútersku kirkjunni á Gimli 6. apríl af séra Harald S. Sigmar. Fjölmenti fólk mjög á báðum stöðum. Jarðsett var í Gimli-grafreit. Síðan ég var henni samtíða í nokkra mánuði, geymi ég ljúfar minningar um hana, barn á þriðja aldursári, sem færði sólskin inn í sálir allra á heim- ilinu. — Og það mun henni hafa auðnast að gera til daganna enda, að gera bjartara í kringum sig. Því er sízt að furða þó svip- lega virðist nú dimt, þar sem áður var bjart. — „En aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Anna S. Einarsson SOCIAL CREDIT KOMIN HINGAÐ! Æskið þér upplýsinga? * Viljið þér ljá lið? ----Skrifið- Manitoba Social Credit League 1835 Porlage Ave. - Winnipeg Sími 68101 SUNRISE LUTHERAN CAMP (at Husavick, jour miles south of Gimli) CONDUCTED UNDER THE AUSPICES OF THE ICELANDIC LUTHERAN WOMEN’S LEAGUE To provide, under Christian leadership, camping service, instruction and outing opportunities for boys and girls from the ages of six and over. Registration open to all of qualifying age, whatever their denominational affiliations. As previously announced, this will be the eighth regular summer camping season, and is scheduled to open June 27. The Group Periods Will Be In The Following Order: Sunday School Teacher’s Rally— Saturday, June 27 and Sunday, June 28 Leadership Training Group—Confirmation and Over— Thursday, July 2 to Friday, July 10 Intermediate Boys—10 years to 13 years— Friday, July 10 to Saturday, July 18 Junior Boys—6 years to 9 years— Monday, July 20 to Tuesday, July 28 Junior Girls—6 years to 9 years— Tuesday, July 28 to Wednesday, August 5 Intermediate Girls—10 years to 13 years— Thursday, August 6 to Friday, August 14 FEES WILL BE $10.00 FOR THE EIGHT DAY PERIOD, PLUS $10.00 FOR INSURANCE PROTECTION IN CASE OF SICKNESS OR ACCIDENT Please Register Early In June Applications may be sent direct to the Camp Director, Mrs. S. Olafsson, Box 701, Selkirk, or to the following persons who will assist in receiving them: — Mrs. H. G. Henrickson, 208 Lenore St., Winnipeg, Man. Mrs. H. S. Erlindson. Arborg, Man. Mrs. B. Bjarnarson. Langruth, Man. Mrs. S. O. Thompson, Riverton, Man.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.