Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MAÍ, 1953 7 Mannkynssagan hefir mótast af veðróttu Matvælaöflun jarðarbúa og neyzluþörf — breikkandi bil Að undanförnu hafa ýmsir tekið sér fyrir hendur að skýra mannkynssöguna frá hagfræði- legu sjónarmiði. En þetta er ekki nóg. Að vísu byggist þjóðmenn- ing hvers lands mjög á við- skiptalífinu, en hornsteinar við- skiptalífsins eru þó líffræðilegs eðlis. Veðrátta, og jarðeðli hafa ráðið því hvar maðurinn getur fengið lífsnauðsynjar sínar, hvar hráefna er að leita handa iðnaði og hvar iðnfyrirtæki geta þrif- izt. Og veðráttan ræður mestu um dugnað og framtakssemi manna. Breytingar á veðráttu valda þjóðflutningum, en af slíkum flutningum stafa eigi að- eins stríð, heldur vérður blönd- un þjóða til þess að skapa nýjar hugmyndir, nauðsynlegar fyrir framþróun mannkynsins. Heilsufar og drepsóttir hafa og haft mikil áhrif og ráðið örlögum heilla þjóða. Jörðinni má skipta í belti eftir verðurfari. Yzt og syðst eru heimskautin. Þá koma tempruðu beltin. En á milli þeirra og hitabeltisins eru allar stærstu eyðimerkurnar. Gróður er aðeins í tempruðu beltunum og hitabeltinu. Tempruðu beltin hafa það fram yfir hitabeltið, að þar er mjög breytileg veðr- átta. Og Ellsworth Huntington hefir sýnt fram á, að hin breyti- lega veðrátta á drýgstan þáttinn í að efla hjá mönnum kjark og athafnaþrá. Vér vitum enn svo lítið um fyrsta vaxtarskeið mannkynsins að vér verðum aðeins að gizka á hver áhrif veðráttan hafi haft á það. En það er varla neinn efi á því, að mannkynið hefir verið uppi áður en ísaldir hófust. Og þegar landísinn tók að eyðast, þá hefir vindabelti legið yfir þvera Afríku og þá hefir Sahara eyðimörkin verið frjósamt land. En þaðan, og líklega einnig frá Suður-Asíu, hafa komið þeir menn, er námu Evrópu. Og það hefir líklega verið um 20.000 árum fyrir Krist. En jafnhliða því, sem ísbrúnin færðist norður á bóginn, svo breyttust veðráttubeltin. Sahara lenti smám saman í þurrviðris- belti. Enn í dag finnast krókó- dílar og vatnafiskar í vinjum í Sahara. Þá hefir dagað þar uppi. Þeir eru afkomendur þeirra stofna, sem áttu heima um alla Sahara þegar hún var í mestum blóma. Og þegar þurrkarnir fóru að leggja Sahara í eyði, þá hafa mennirnir flúið þaðan í stórhópum, bæði suður og norð- ur á bóginn. II Næst lá svo aðal gróðrarbelti jarðarinnar um Miðjarðarhafs- löndin, yfir Mesapotamíu og austur til Turkestan. En þetta olli líka miklum þjóðflutning- um. Skógarnir færðust lengra og lengra norður á bóginn, og veiðidýrin, sem lifðu á grasslétt- um, hörfuðu undan honum lengra og lengra norður á bóg- inn. Mennirnir eltu veiðidýrin. Seinast komust þeir í sjálfheldu milli skógarins og sævar og það var orsökin til þess að þeir sett- ust að við Eystrasalt og lifðu þar nú mest á berjum og skel- fiski. Aðrir steinaldarmenn á Spáni og í Norður-Afríku, lögðu leið sína austur með Miðjarðar- hafi og hafa sennilega mætzt í vestanverðri Asíu. Þegar skógarnir jukust svo mjög og veiðidýrum fækkaði, neyddust menn til þess að leita sér annars bjargræðis. Þeir fóru þá að lifa á ávöxtum jarðar ekki síður en veiðiskap, hnetum, berjum og sjálfsánum kornteg- undum. Þetta hafa þeir gert nauðugir. En þetta var þó upp- haf að mikilli framför, því að næsta skrefið var að sjálfsögðu ræktun matjurta, og með því hefst landbúnaður. Þetta hefir líklega skeð rúmum 5000 árum f- K. og fyrst fyrir botni Mið- jarðarhafs. Gömul goðsögn hermir, að gyðjan Isis hafi fundið korn á fjallinu Hermon í Sýrlandi og gefið það syni sínum. Það er sennilegt að í þess- ari goðsögn séu fólgin tvö sannleikskorn. í fyrsta lagi er það sennilegt að konur hafi fundið upp á því fyrst að rækta korn, því karlmennirnir stund- uðu veiðar og þótti sér annað ósamboðið. Og í öðru lagi er það sennilegt að kornyrkja hafi fyrst hafizt í Sýrlandi eða þar í nánd. Um 5000 f. K. eru menn farnir að stunda akuryrkju allt frá Palestínu austur í Mesapótamíu, og hafa þá tekið sér fasta bú- staði. Um líkt leyti hafa menn fund- ið upp leirkerasmíð og vefnað. Og skömmu eftir að þeir tóku sér fasta bústaði, hafa þeir farið að temja skepnur. Líklega hafa veiðimenn fyrst fundið upp á því að ala upp ungviði, en húsdýrum hefir mjög fjölgað um leið og byggð reis upp og kvikfjárrækt hefir fljótt færst mjög í aukana. Um líkt leyti hafa menn og far- ið að nota málma, enda þótt þeir skeyttu ekki um annað en gull og kopar öldum saman — gullið til skrauts, koparinn til nytja. Landísinn eyddist ekki jafnt og þétt. Það komu tímabil er hann stóð í stað eða jafnvel færðist í aukana aftur. Má vera að það hafi staðið í sambandi við það að löndin voru að hækka. Þessi hækkun fór fram á eitt- hvað einni öld um 4500 árum f. K. Þá snjóaði mikið í fjöll norðan Mesapótamíu og af því urðu gríðarlegir vatnavextir, er gjöreyddu heilum borgum. En í Egyptalandi hafði þetta öfug á- hrif. Svo virðist sem Nílardalur- inn hafi áður verið eitt forað. En þegar landið hækkaði þá þornaði hann og þarna kom það Gósenland, sem varð mesta korn forðabúr heimsins um hríð. Og þá hófst menning Egyptalands. Veðráttubreytingar urðu þann ig til þess að breyta háttum mannkynsins. Ráfandi veiði- menn tóku sér fasta bústaði og fóru að rækta jörðina. Um 4000 f. K. var þessi breyting orðin á um allt svæðið frá Egyptalandi austur fyrir Mesopotamíu. Og þetta landsvæði varð því vagga menningárinnar. Ástæðurnar til þess voru veðráttan, fljótin, akuryrkjan og ekki sízt þjóð- flutningar, því þarna mættust og blönduðust ýmsir þjóðtflokkar, sem komu úr öllum áttum. Fyrir 4000 f. K. höfðu menn fundið upp skrift ,tímatal, áveit- ur, hjólið, og á næstu þúsund árum bar þetta ávöxt. Um þess- ar mundir var næg úrkoma og Arabía var öll gróðurlendi. Þetta var áður en þurrkarnir höfðu flæmt menn frá búum sínum og neytt þá til að taka upp hirðingjalíf og gera árásir á ná- grannaþjóðir sínar. Til sann- indamerkis um hvað menning stóð þá á háu stigi eru forngrip- irnir, sem fundizt hafa í Ur í Kaldealandi og eru nú 5500 ára gamlir. Þá var farið að skrá- setja lög, byggingarlist var á háu stigi og menn voru farnir að smíða hafskip. Þetta eru nokkur dæmi um þá menningu, sem þá var á þessum slóðum. Þetta litla landsvæði var orð- ið þéttbyggt, en nú tók landið að lyftast aftur og þurrkar hóf- ust. Þá hófust nýir þjóðflutning- ar og fólkið dreifðist um Afríku. Asíu og Evrópu. III I Egyptalandi þróaðist menn- ingin áfram. Þar voru gerðar skrautlegar hallir úr steini og bygging pýramídanna hófst. — Stærðfræði og stjörnufræði kom ast á hátt stig. Litlu seinna kem- ur fram á sjónarsviðið í Meso- potamíu konungur sá, er Sargon hét. Hann var sá fyrsti, sem beitti hervaldi til þess að byggja upp ríki sitt. Hernaðurinn var uppgötvun þessara tíma. Veiðimennirnir fornu hafa að sjálfsögðu barizt, en þar hefir aldrei verið um lið- samdrátt að ræða. Og fyrstu bændurnir hafa verið friðsamir menn. Að vísu hefir aldrei ríkt neinn Fróðafriður, eins og sumir ætla. En á fyrstu öldum mann- kynsins hefir það verið friðsamt, vegna þess að það þurfti ekki á hernaði að halda. Hernaður og stríð byrjuðu þá fyrst er menn höfðu tekið sér fasta bústaði og fóru að deila um eign- arrétt og sérréttindi. Hernaðar- hugmyndin barst fljótt út fyrir hinn siðaða heim til hinna ó- menntuðu hirðingjaþjóða, sem heima áttu utan hinna stofnuðu ríkja. Og þær sáu sér leik á borði. Um þessar mundir hófust og þurrkar, sem eyddu haglend- in, og þá steyptu hirðingjaþjóð- irnar sér yfir nágranna sína. Þessir hirðingjar voru alvanir veiðimenn og hestamenn og ekkert stóðst fyrir þeim. Hest- arnir voru þá álíka þýðingar- miklir í hernaði og skriðdrek- arnir voru eitthvað 4500 árum síðar. Hirðingjarnir flæddu yfir Mesopotamíu og Egyptaland og menningu þeirra ríkja var þar með hnekkt. Þéttbýli, veðráttubreytingar og innrásir flæmdu akuryrkju- menn í allar áttir. En það hefir varla verið fyrr en 3000 árum f. K. að þeir tóku að setjast að í Evrópu, Þúsund árum síðar hafa þeir numið mikinn hluta hennar, frá Þrakíu til Þýzkalands, Belgíu og Frakklands. Um sama leyti tóku siglingar að blómgast. Mið- jarðarhafið varð vagga sigling- anna og um 2200 f ,K. höfðu skip frá Grikklandi komist alla leið vestur í Atlantshaf. Um sömu mundir hófust miklir þjóðflutn- ingar austur á bóginn og ný menning spratt upp í Indlandi og barst alla leið til Kína og varð undirstaða allrar menning- ar þar. Sennilegt er að menning þessi hafi borizt alla leið til Vesturheims, yfir landbrúna, sem tengdi Asíu og Ameríku þar sem nú er Behrings-sund. Þurrviðratímabil helzt enn lengi og áhrifa þess gætir mest í norðanverðri Evrópu. Siglingar hófust til írlands og Norður- landa. I írlandi komst menning- in á hátt stig og það hefir sjálf- sagt verið þurrviðratímabilinu að þakka, því að næstu úrkomu- aldir drógu allan dug úr þjóð- inni. Um 1800 f. K. varð enn breyt- ing á veðráttu og hófust þá kuldar og úrkomur. Frá 1200 f. K. til 200 e. K. var annað kulda- og úrkomutímabil. Náði það há- marki um 400 f. K., en svo smá- dró úr því og endaði það með þurrkaplágu um 500 e. K. A þessu tímabili var vindabeltið aftur yfir Miðparðarhafi, og þá risu upp blómleg ríki: Babyloníu ríkið, Assyríuríkið, Kanaan, Fönikía og síðar Trójuborg, Grikkland, Kartagó og Róma- veldi. Norður-Afríka var þá korn forðabúr heimsins. Og allt fram- tak var þá í löndunum um- hverfis Miðjarðarhaf. Meðan vot viðri héldust höfðu hirðingjar nóga haga fyrir fénað sinn og lifðu í friði svo að menningunni var ekki nein hætta af þeim búin. Þetta kulda- og votviðratíma- bil hafði aftur á móti ill áhrif norður í álfunni. Skógar grotn- uðu niður og mómýrar mynduð- ust. Menningunni á írlandi hrakaði og eins á Norðurlöndum. Til kuldatímanna á 5. og 4. öld f. K. er líklega að rekja sagnir um fimulveturinn. Seinna fer menningunni við Miðjarðarhaf hnignandi. Þess er getið í merkilegri bók, sem kom út fyrir nokkrum áratugum, að malaria hefði orðið grísku menn- ingunni að falli. Þetta er ekki ósennilegt. Þá var þurrkatíð, ár þornuðu svo, að ekki urðu eftir nema pollar, og þeir voru auð- vitað hin bezta gróðrarstía fyrir moskítóflugurnar, sem bera með sér malaríu-drepsóttina. Senni- legt er, að malaría hafi einnig orðið rómverska ríkinu að falli, en geisað þetta seinna þar vegna þess að rigningar voru meiri á ítalíu. Tímabilið 500—100 var mjög þurrviðrasamt, og í sambandi við það má setja herhlaup Gota og Húna og flótta Tyrkja frá Arabíu undan þurkunum þar. En þetta þurviðra- og vinda- tímabil hleypti nýju fjöri og at- hafnaþrá í norræna menn. Þá hófst Víkingaöldin. IV N Veðurfarsbreytingar hafa orð- ið svipaðar í Ameríku og haft hin sömu áhrif, eins og sjá má á sögu Mayanna í Yukatan. Hin miklu mannvirki þeirra eru nú á kafi í frumskógi, sem engir menn hafa treyst sér til að ráða við. Tvö menningartímabil hafa verið í sögu þeirra, hið seinna um 1000. Þessi menningartímabil falla saman við vindatímabilið á þessum slóðum. Nú er Yukatan rétt sunnan við þurviðrabeltið, sem er á milli tempraða beltisins og hitabeltisins. En á blóma- skeiðum Maya hefir þurviðra- beltið náð lengra suður. í tempraða beltinu kom vot- viðratímabil á 11. öld. Kulda- tímabil kom á 13. öld og annað á fyrra hluta 17. aldar. En síðan hafa sama sem engar breytingar orðið á veðurfars-beltunum. Að vísu hafa á þessum tíma orðið breytingar á hafstraumum, sem meðal annars urðu þess vald- andi að síldin kom inn í Eystra- salt, og að þorskurinn hvarf frá Bretagne. En vindbeltin hafa verið svo að segja óbreytt. V Þessar athuganir byggjast á heimildum, sem bæði eru mjög sundurleitar og komnar sín úr hverri átt. Þær byggjast á rann- sóknum mómýranna í norður- hluta Evrópu, á hinni gömlu strandlínu Kaspíahafsins, á salt- vötnunum í Mið-Asíu, á rústum borga, sem farið hafa í eyði vegna vatnsleysis, á þjóðsögnum og sögulegum staðreyndum. Og þetta styðst við rannsóknir á gömlum trjám í Ameríku. Úr- koma hefir mest áhrif á vöxt trjáa og árshringarnir í þeim segja til um hvernig tíðarfarið hefir verið. Með mælingum á árshringum 2000 trjáa, sem sum eru allt að 4000 ára gömul, hefir Douglas dregið upp mynd af tíðarfarinu í Norður-Ameríku og ber henni alveg furðalega sam- an við það, sem vitað er eftir öðrum heimildum. Þar sést hvernig vindabeltin hafa alltaf vakið þjóðirnar til dáða. Og þar sést líka að vindabeltið, sem eflir allan jarðargróður og gefur mönnum kjark og framtakssemi, er nú þúsund mílum norðar en það var einu sinni. Veðráttubeltin hafa litið breytzt á seinustu 1000 árum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig fara mundi um menninguna, ef þau breytast aftur. (Stuttur útdráttur úr grein eftir Julian Huxley). —Lesb. Mbl. C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins „Tilbúnir" örðugleikar Þrándur í Götu aukinnar framleiðslu, sem ella væri kleift vegna iækni- legra framfara 1 niðurlagl eríndis dr. Júlíusar Sigurjónssonar um mannfjölgun, sem sagt var frá í blaðinu fyrir skemmstu, er litið á alla jarðbúa sem heild, „og verður ekki sagt, að það sé að ástæðulausu, að ýmsir eru farnir að hafa áhyggjur af hinni öru mann- fjölgun á síðasta manns- aldri. Áætlað er að mannkyninu hafi fjölgað um helming (um 0,7% árlega) á síðastliðnum 100 árum eða úr 1200 miljónum í ca. 2400 miljónir og hefir aukningin verið mun meiri síðari 50 árin en hin fyrri. í Indlandi og Pakistan er áætlað að fjölgunin frá síðustu aldamótum nemi 140 miljónum (frá 280 í 420 miljónir) þrátt fyrir mjög háa dánartölu. Enda var fæðingartalan síðustu 10 árin fyrir stríð (1929—1938) nálægt 35% í þeim héruðum Indlands, sem skýrslur koma frá, en dán- artalan var þá yfir 20%. Síðan hefir fæðingartalan lækkað nokkuð, en dánartalan einnig, svo hlutfallsleg fjölgun er lík og áður. Regla Malthusar hefir sannazt átakanlega í Indlandi Indverjar hafa lengi barizt í bökkum um að hafa nóg viður- væri. Hungursneyð og drepsótt- ir hafa alltaf við og við herjað þar og valdið stórfelli, svo að íjölgun hefir stöðvazt í bili og orðið minni til l^ngframa en ella. Vafalaust gæti landið fætt fleiri en þar búa, því að þrátt fyrir allt er íbúatalan ekki talin meiri en sem svarar 100 á ferkm. (en yfir 200 í Japan) og landið er yfirleitt mjög frjósamt. Mikill hluti þjóðarinnar er vanalinn og haldinn langvinnum sjúkdómum og því miður sín og framtakslítill. Aukning matvæla er minni en svarar eðlilegri fjölgun og leiðir það til fellis serh fyrr var sagt. Þessu líkt mun ástandið vera meðal ýmissa annara Asíu- þjóða. F.A.O. og W.H.O. Tvær stofnanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna láta þessi mál sérstaklega til sín taka, en það eru F.A.O. og W.H.O. — Hin fyrrnefnda leitast við að örva matvælaframleiðslu þjóð- anna og hefir einnig áhuga fyrir dreifingu matvælanna eftir þörfum. Þetta er erfitt viðfangs og mestur hluti starfsins fólginn í skýrslugerð o. s. frv. og leið- beiningum, en vald til fram- kvæmda eða fjármagn hefir stofnunin ekki nema af mjög skornum skammti. Hefir hún þó beitt sér fyrir ýmsum merkum rannsóknum og framkvæmdum á takmörkuðum svæðum til aukningar á ræktanlegu landi og er þetta allt góðra gjalda vert. Neyzluþörf ekki fullnægt Skýrslur matvæla og land- búnaður stofnunarinnar (FAO) og Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sýna, að matvælaöflun jarðarbúa er — og hefir verið að undanförnu — mun minni en svo, að fullri neyzluþörf íbúanna sé fullnægt, en við þetta bætist svo misskipting, sem eðlilega er mjög mikil. — JVIikill fjöldi manna býr að staðaldri við mat- arskort og margir svelta heilu og hálfu hungri, einkum Asíu- þjóðir. Miklir möguleikar til öflunar matfanga eru enn til umfram þá, sem nú eru fyrir hendi. Áætlað hefir verið, að um það bil % yfirborðs jarðar, sem nú er lítt nytjaður, sé ræktanlegur, og án vafa má auka mjög afrakstur mikilla landflæma, sem nú eru nytjuð á frumstæðan hátt. Vegna tækni- legra framfara ætti að vera unnt, að auka enn um sinn framleiðsl- una, meira en svarar fólksfjölg- uninni, ef ekki væri við „til- búna“ möguleika að etja: Sundrung, póllitíska og tog- streitu, skammsýni, trúarlega hleypidóma o. fl. Þjóðir, sem þegar svelta að meira eða minna leyti eiga erfitt með að rísa upp til átaks án hjálpar utan frá. Skorturinn lamar framtak framtak þeirra og sjálfsbjargar- viðleitni og dregur þær niður í meiri örbirgð. ískyggilegt er það, að sam- kvæmt skýrslum FAO virðist jafnvel að bilið milli fólksfjölg- unar og matvælaframleiðslu fari breikkandi, enda jókst fólks fjölgunin í flestum löndum tals- vert eftir lok styrjaldarinnar. Aukin heilbrigði og fólksfjölgun Heilbrigðisstofnunin hefir á- beinlínis stuðlað að aukinni fólksfjölgun með árangursríkri baráttu gegn ýmsum mannskæð- um sóttum, svo sem malaríu, kóleru, pest o. fl. Hefir hún þannig á örfáum árum bjargað miljónum mannslífa, einkum í Austurlöndum, en sízt hefir það orðið til að bæta úr matvæla- skortinum þar. Sameinuðu þjóðirnar ráðgera nú að boða til ráðstefnu á næst- unni til að ræða ýmis vandamál í sambandi við hina öru fólks- fjölgun og verða þar væntanlega lögð fram fyllri gögn um ástand- ið í þessum efnum en nú er völ á. —VÍSIR, 28. marz 1 Sendið engin meðöl tiI Evrópu þangað til þér hafið fengið vora nýju verðskrá. Skrlfift eftlr liinnl nýju 1953 veröskrií. seni nú or ú taktelnuin. Verfi hjá oss er mlkiu lægrn en unnars stnðar í t'nnndn. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frú Kvrópn um vifia veroltl. Jafnvel austan júrntjalilslns. — l*óstítjald innlfailð. STARKMAN CHEMISTS 403 IU.OOU ST. WEST TOROXTO KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA34.REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.