Lögberg - 11.06.1953, Side 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repain
66 ARGANGUR
LÖGBERG, FIMMTUÐAGINN 11. JÚNÍ, 1953
NÚMER 24
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas • OU • GrtaN
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Campbellstjórn vinnur
endurkosningu
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
31. MAÍ
Hon. Douglas Campbell
Dr. S. O. Thompson
Góðir gestir
Hingað komu til borgarinnar í
gær hr. Pétur Eggerz sendiráðu-
nautur íslands í Washington og
jafnframt ræðismaður, ásamt frú
sinni Ingibjörgu Pálsdóttur Ólafs
sonar ræðismanns; þau hjónin
dveljast hér nokkra daga, en
fara síðan suður til Mountain,
N. Dak., en þar mætir Pétur sem
fulltrúi af hálfu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar á 75 ára landnáms-
hátíð íslenzku bygðarlaganna í
North Dakota.
Pétur er sonur Sigurðar heitins
Eggerz rithöfundar og fyrrum
forsætisráðherra og Solveigar
frúar hans dóttur Kristjáns heit-
ins Jónssonar dómsstjóra.
Kóreumólin
Nú hafa verið undirskrifaðir í
Kóreu ' samningar um skipti
stríðsfanga milli umboðsmanna
sameinuðu þjóðanna annars veg-
ar og kommúnista hins vegar, og
eru nú taldar miklar líkur á að
samkomulag um vopnahlé náist
áður en langt um líður.
Eins og vitað er, gerðu sam-
einuðu þjóðirnar það að skilyrði
fyrir vopnahlé, að engum stríðs-
föngum yrði þröngvað til að fara
til sinna fyrri heimkynna, er
eigi vildu svo vera láta og nú
hafa kommúnistar fallizt á þessa
kröfu og það jafnframt, að sex
þjóðum verði falin á hendur úr-
lausn málsins. Forseti Suður-
Kóreu, Syngman Rhee, er óður
og uppvægur yfir þessari niður-
stöðu og hefir í hótunum um
það, að þjóð sín haldi áfram
stríðinu ein ef Kórea verði ekki
skilyrðislaust sameinuð í eitt ríki
undir handleiðslu sinni.
Við hinár almennu fylkiskosn-
ingar. sem haldnar voru í Mani-
toba síðastliðinn mánudag, gekk
Campbellstjórnin sigrandi af
hólmi og mun njóta álíka þing-
fylgis eins og hún naut áður en
þing var rofið; allir ráðherrarnir
hlutu endurkosningu; tveir
Social Credit frambjóðendur
slysuðust inn á þing.
Islendingarnir tveir, sem í
kjöri voru, þeir Dr. S. O. Thomp-
son í Gimli og Chris. Halldórsson
í St. George, unnu glæsilega
sigra hvor í sínu kjördæmi, en
gagnsækjendur þeirra töpuðu
tryggingafé sínu.
Atkvæðatalningu í Winnipeg
og nokkrum sveitakjördæmum
er enn eigi að fullu lokið.
Chris Halldórsson
Þessar konur eiga sæti í fjár-
söfnunarnefndinni, sem vinnur
að 8 miljón dollara söfnun til
barnaspítalans og viðbyggingu
við Almenna sjúkrahúsið; mál
þetta þolir enga bið og varðar
allan almenning jafnt, og þess
vegna verða allir að leggjast á
eitt um framkvæmdir.
Mrs. Harold Riley
Mrs. L. J. Orlikow
Horfur ó
kosningasigri
Á þriðjudaginn fóru fram
kosningar til fylkisþingsins í
British Columbia og eru taldar
horfur á, að Social Credit flokk-
urinn undir forustu Bennetts for-
sætisráðherra, muni fá ákveðinn
þingmeirihluta.
Fróbær nómsmaður
John Edward Spring B.Sc.
Þessi efnilegi ungi maður lauk
prófi við Manitobaháskóla í vor
í Civil Engineering með ágætis-
einkunn; hann er sonur Jóhanns
G. Spring, Riverton, og konu
hans, Svöfu Benediktsdóttur
Jónssonar frá Hólum í Hjalta-
dal. Vegna fjarlægðar frá skóla
stundaði hann barnaskólanám
hjá móður sinni, sem er kennari;
síðan sótti hann miðskóla í
Riverton og hlaut Hotelkeepers
and Brewers verðlaunin, $350, er
hann lauk þar námi; síðan inn-
ritaðist hann í háskólann og fékk
þessi verðlaun í 4 ár samfleytt —
$400 síðari árin — fyrir frábæra
námshæfileika og ástundun. —
Auk þeirra hlaut hann í öðrum
bekk háskólans McKechnie náms
verðlaunin, $180, og Isbister verð
launin, og að lokum California
Standard Oil Co. námsverðlaun,
$350 — alls sjö námsverðlaun.
Hann er nú starfsmaður hjá
þessu olíufélagi í Calgary, og
hefir félagið kostað hann til
framhaldsnáms um sumarmán-
uðina við Pennsylvania há-
skólann.
íslenzkir hóskóla-
nemendur hljóta
verðlaun
Lögfræði
Erlingur Kári Eggertson,
hæstur í þriðja bekk, hlaut
Isbister námsverðlaunin $80 og
Carson Co. verðlaunin, bækur,
$20 virði.
Pharmacy
Allan A. Beck, hæstur í öðrum
bekk, hlaut Isbister námsverð-
laun $60.
Civil Engineering
Arnold B. Björnsson, hæstur í
þriðja bekk, hlaut Isbister náms-
verðlaun $80.
Arts and Science
Jón Sigurdson, hæstur í öðrum
bekk, hlaut Marcus Hyman
memorial námsverðlaun fyrir
hæstu einkunn i Arts $80. Enn-
fremur Isbister honorable
mention.
Andrea K. Sigurjónsson,
Isbister námsverðlaun $80 í
fjórða bekk.
Merkur þingmaður
lótinn
Síðastliðinn sunnudag lézt af
hjartaslagi Liberal-Prógressív
þingmaður St. Rose kjördæmis
í Manitobaþinginu, Mr. Dane
McCarthy 75 ára að aldri, er átt
hafði sæti á þingi síðan 1927.
Hann naut frábærra vinsælda í
héraði og var dáður af samþings-
mönnum sínum vegna dreng-
skapar og ráðhollustu. Mr. Mc-
Carthy lézt daginn fyrir nýaf-
staðnar fylkiskosningar og var
þá í kjöri fyrir flokk sinn; vegna
fráfalls hans fer fram aukakosn-
ing í kjördæminu eins fljótt og
því verður viðkomið.
Joan Bergman
hlutskörpust
Junior Chamber of Commerce
hér í borg hefir það á stefnuskrá
sinni að auka ferðamanna-
strauminn til fylkisins. í sam-
bandi við þá viðleitni efndi
verzlunarráðið til fegurðarsam-
keppni meðal ungra stúlkna í
fylkinu. Tólf stúlkur urðu fyrir
valinu og komu þær fram á Red-
River sýningunni á mánudags-
kvöldið; þótti Joan Bergman
glæsilegust þeirra allra og var
krýnd fegurðardrotning. Verður
hún fulltrúi borgarinnar á Min-
neapolis Aquatennial í júlí. —
Miss Bergman er kunn fyrir
skautalist sína og hefir hlotið
verðlaunapeninga í þeirri list.
Stórslys af
völdum fórviðris
Fellibylur, sem nýverið geisaði
yfir Michigan, Ohio og Massa-
chusetts-ríkin í Bandaríkjunum
hefir orðið þess valdandi, að um
þrjú hundruð manns hafa týnt
lífi, en margar þúsundir standa
uppi án skýlis yfir höfuðið;
eignatjón skiptir mörgum milj-
ónum dollara.
Fyrrum lögreglu-
stjóri lótinn
Á laugardaginn var lézt að
heimili sínu á Vancouvereyju,
Chris. H. Newton, fyrrum lög-
reglustjóri í Winnipeg 82 ára að
aldri; hann hafði verið í þrjátíu
og þrjú ár í lögregluliði borgar-
innar, en lögreglustjóri í fim-
tán ár.
Edvin Eric Stephenson, B.A.
Þessi glæsilegi og ágæti náms-
maður, Edvin Eric Stephenson,
lauk nýverið Arts-prófi með
fyrstu ágætiseinkunn við Uni-
versity of Western Ontario; hann
er sonur þeirra Mr. og Mrs. E. F.
Stephenson að Morden, Man.
Róðherrafundi
lýkur
Að lokinni krýningu Elízabet-
ar drottningar hófst í London
fundur, er allir forsætisráðherr-
ar brezku samveldisþjóðana tóku
þátt í; forsæti skipaði Sir
Winston Churchill; mörg mál og
mikilvæg voru tekin til umræðu
á fundinum varðandi sameigin-
lega hagsmuni hlutaðeigandi
þjóða; mikið var um það rætt,
að stofna til fjórveldafundar við
fyrstu hentugleika, er Bretland,
Frakkland, Rússland og Banda-
ríkin stæðu að með það fyrir
augum, að reyna að binda enda
á kalda stríðið eða gera það að
minsta kosti auðveldara við-
fangs; var Sir Winston þess
mjög fýsandi, að kvatt yrði til
áminst fundar og lagði á það
sérstaka áherzlu, að Rússland
ætti þar erindreka.
Tíðin hefir verið góð að undan-
förnu, að vísu þurrkasamt um
of, en um miðja vikuna fór að
rigna og lifnaði þá óðar yfir öll-
um gróðri og þykja góðar horfur
um grassprettu. Sauðburður hef-
ir víðast gengið vel, garðavinnu
er að ljúka og j^rðræktarvélar
teknar til starfa.
☆
Framboðsfrestur var útrunn-
inn í vikunni og eru frambjóð-
endur fleiri en nokkru sinni
áður, enda hafa tveir flokkar
komið til, síðan kosningar til al-
þingis fóru fram síðast, haustið
1949. Þá voru 243 í framboði, en
nú eru frambjóðendur 283. Einn
maður bauð sig fram utanflokka,
en tók aftur framboð sitt. Tveir
flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og
Sósíalistaflokkurinn, bjóða fram
í öllum kjördæmum landsins,
Framsóknarflokkurinn í öllum
nema tveimur, Isafirði og Seyðis
firði, — Alþýðuflokkurinn býður
ekki fram í Dalasýslu, Norður-
Múlasýslu og Skaftafellssýslu.
Lýðveldisflokkurinn býður fram
í þremur kjördæmum og Þjóð-
varnarflokkurinn í 12. Allir
flokkarnir bjóða fram í Reykja-
vík. — Gefin voru út bráða-
birgðalög um breytingu á kosn-
ingalögunum frá 1942 á þá lund,
að eldri stjórnmálaflokkarnir
haldi þeim listabókstaf, sem þeir
höfðu síðast, en listar nýrra
flokka verði merktir í áfram-
haldandi stafrófsröð eftir heiti
þeirra. Samkvæmt þessu hefir
Alþýðuflokkurinn A — Fram-
sóknarflokkurinn B — Samein-
ingarflokkur alþýðu — Sósíalista
flokkurinn C — Sjálfstæðis-
flokkurinn D — Lýðveldisflokk-
urinn E og Þjóðvarnarflokkur-
inn F. Lýðveldisflokkurinn einn
hefir raðaðan landslista og er
Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá þar
efstur.
Þessi framboð voru gerð kunn
í vikunni: Alþýðuflokkurinn:
Tveir efstu menn á lista flokks-
ins í Suður-Múlasýslu eru Jón P.
Emils héraðsdómslögmaður og
Guðlaugur Sigfússon trésmiður,
tveir efstu í ílangárvallasýslu
Óskar Sæmundsson bóndi og
séra Sigurður Einarsson, í —
Norður-Þingeyjarsýslu Guð-
mundur Erlendsson lögreglu-
þjónn, og á Seyðisfirði Eggert G.
Þorsteinsson múrari, en þeir
Jón Sigurðsson og Jóhann Fr.
Guðmundsson, sem áður höfðu
boðið sig þar fram, afturkölluðu
framboð sín.
Efstu menn á lista Sósíalista-
flokksins í Eyjafjarðarsýslu eru
Þorvaldur Þórarinsson lögfræð-
ingur og Friðrik Kristjánsson.
Þessi framboð voru gerð kunn
af hálfu Þjóðvarnaflokksins: í
Borgarfjarðarsýslu Páll Sig-
björnssop héraðsráðunautur, — 1
Snæfellsnessýslu Ragnar Pálsson
bóndi, — í Norður-ísafjarðar-
sýslu Brynleifur Steingrímsson
stud. med. — á Akureyri Bárður
Ðaníelsson skipaverkfræðingur,
— í Suður-Þingeyjarsýslu Ingi
Tryggvason kennari, — í Vest-
mannaeyjum Hrólfur Ingólfsson
bæjargjaldkeri, og efstu menn-
irnir á lista Þjóðvarnarflokksins
í Eyjafjarðarsýslu eru Stefán
Halldórsson bóndi og Valdimar
Jóhannsson ritstjóri.
☆
Vöruskiptajöfnuðurinn í apríl
mánuði var óhagstæður um 38,3
miljónir króna. Inn voru fluttar
vörur fyrir 77,9 miljónir króna,
en út fyrir 39,5 miljónir króna.
Fyrstu fjóra mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuðurinn við út-
lönd óhagstæður um 112,5 milj-
ónir króna.
☆
Viðskiptanefnd, sém falið hefir
verið að undirbúa viðskipta-
samninga við Ráðstjórnarríkin,
lagði af stað í gær áleiðis til
Moskvu. í nefndinni eru þessir
menn: Pétur Thorsteinsson
deildarstjóri í utanríkisráðu-
neytinu, Helgi Pétursson for-
stjóri, Ólafur Jónsson forstjóri og
Bergur Gíslason forstjóri.
☆
Hershöfðingi Atlantshafs-
bandalagsins Matthew B. Ridge-
way og kona hans komu til
Reykjavíkur á föstudagsmorgun
á leið sinni til Parísar. Hélt hers-
höfðinginn og fylgdarlið hans til
Bessastaða í boði forsetahjón-
anna, en þar voru fyrir utanríkis-
ráðherra, landbúnaðarráðherra
og viðskiptamálaráðherra og
nokkrir gestir aðrir. Á hádegi
hélt hershöfðinginn áfram ferð
sinni til Parísar.
☆
Samband íslenzkra barnaskóla
kennara heldur uppeldismála-
þing í Reykjavík dagana 12. til
14. júní og verður þar rætt um
íslenzkt þjóðerni og skólana. Er-
indi flytja þeir Einar Ólafur
Sveinsson prófessoe og dr.
Broddi Jóhannesson.
☆
Menntamálaráðuneytið hefir
skipað sjö manna nefnd til þess
að endurskoða og gera tillögur
um námsefni og námstíma í
barna-, gagnfræða- og mennta-
skólum. Nefndina skipa þeir
Ólafur Björnsson formaður, Aðal
steinn Eiríksson námsstjóri,
Ágúst Sigurðsson cand. mag.,
Arngrímur Kristjánsson skóla-
stjóri, Guðmundur Þorláksson
cand. mag., Jón Sigurðsson
borgarlæknir og Kristinn Ár-
mannsson yfirkennari. Nefnd-
inni er sérstaklega falið að endur
skoða það námsefni, sem nú er
lagt til grundvallar kennslu í
áðurnefndum skólum og gera til-
lögur um námsskrár fyrir hvert
þessara fræðslustiga með tilliti
til þess, að námsefnið sé við hæfi
hvers fræðslustigs og kennslu-
bækur svari þeim kröfum, sem
gerðar eru til hverrar námsgrein-
Framhald á bls. 8
Endurkosinn
Árni G. Eggertson, Q.C.
Svolátandi símskeyti barst
Árna G. Eggertsyni, Q.C., frá
Eimskipafélagi Islands á þriðju-
daginn:
„Aðalfundur Eimskipafélags
íslands sendir yður beztu kveðj-
ur og þakkir fyrir störf yðar í
þágu félagsins fyrr og síðar.
Fundurinn endurkaus yður í
stjórn félagsins með 19,389 at-
kvæðum.“
i