Lögberg - 11.06.1953, Page 8

Lögberg - 11.06.1953, Page 8
I LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1953 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands Úr borg og bygð Ungmenni fermd. í Argylepresta- kalli sunnudagana 31. maí og 7. júní: Warren Lyngard Sigurdson Sveinn Jónas Helgason Stella Mae Fredriksson Lorie Guðnason Rosalie Guðnason Myrno Lorraine ísberg Dorothy Carol Christopherson Christine Emily Helgason Ungbörn skírð að Baldur sunnud. þ. 7. júní: Dorothy Mae Carlson Charles Allan Carlson Glenboro: William Lloyd Gordon Allan Philips. ☆ Gefið til Sunrise Lutheran Camp Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, Winnipeg, $100.00. Women’s Association, Fyrsta lúterska safnaðar, Winnipeg, $92.00. Kvenfélag Selkirk-safnaðar $50.00. Junior Luth. Ladies Aid, Sel- kirk $25.00; Mrs. Halldóra Bjarnason, Win- nipeg, $15.00. Mrs. Magný Helgason, Winni- peg, $5.00. Glenboro Ladies Aid $8.75. Með innilegu þakklæti ANNA MAGNÚSSON Box 296, Selkirk, Man. ☆ Þjóðrœknisdeildin FRÓN tilkynnir hér með að bókasafn deildarinnar lokast upp 24. þ. m. Og mælist deildin til þess, að allir þeir, smáir sem stórir, sem hafa bækur að láni, muni eftir að skila þeim í bókasafnið þann dag eða fyr. Ef alt gengur að óskum, verður máske á næstunni skift um bókavörð, og er þá nauðsynlegt að allar bækur séu til staðar. Fyrir hönd deildarinnar „Frón“ J. JOHNSON, bókavörður ☆ Paul B. Johnson frá Lundar, Man., lézt á mánudaginn 1. júní, 69 ára að aldri. Hann fluttist til þessa lands fyrir 62 árum. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Fjólu; þrjá sonu, Paul, Donald og Cyril; eina dóttur, Mrs. Walter Reyk- dal; þrjár systur, Mrs. John Björnsson, Mrs. W. Stinson og Mrs. G. Downey; þrjá bræður, Jóhann Þórarinn og Inga. — Út- förin fór fram frá lútersku kirkj- unni á Lundar á föstudaginn 5. júní. Dr. V. J. Eylands jarðsöng. ☆ Sæmdar verðlaunapeningi Á lokasamkomum miðskólans á Gimli og eins miðskólans í Selkirk voru tvær íslenzkar stúlkur, er lokið hafa miðskóla- námi, sæmdar gullverðlauna- peningi landstjórans fyrir fram- úrskarandi námshæfileika og ástundun, þær Donna Mae Ein- arsson, Gimli, eg Joan Erickson, Selkirk. ALMANAK 1953 Ólafur S. Thorgeirsson INNIHALD Almanaksmá.nuðir, um tímatalið veBurathuganir og fleira ................1 Hinn nýi forseti fslands, eftir Richard Beck ......21 Á Innflytjendahúsi fyrir fimmtíu árum, eftir séra SigurS ólafsson ....28 Landnámsþættir íslendinga í Spy Hill, Gerald og Tantallonbygg8um, eftir Richard Beck ......38 Skógar-Björn (Björn Magnússon), eftir G. J. Oleson ......45 Kvæji me8 forspjalli, eftir Guttorm J. Guttormsson .............53 Til Skúla Hrútfjör8, eftir Arna G. Eylands ...55 Nokkur sendibréf frá Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni tíl Kyjólfs S. GuSmundssonar 71 Þrjú kvæSi, eftir Kyjólf S. GuSmundsson ....71 Helztu viSburðir meóal Vestur-íslendinga ........75 Mannalát ..................87 Verð 75c Thorgeirson Company 532 Agnes Sl. Winnipeg Hlustið á íslenzku útvarps- skrána á fimtudagskveldið kl. 8.30— 9,30 (Stanard Time), kl. 9.30— 10.30 (Daylight Saving Time) frá C.K.Y. Winnipeg. ☆ Mr. Barney Benson, efnafræð- ingur hjá Sherritt-Gordon námu- félaginu í Ottawa, kom flugleiðis til borgarinnar á laugardaginn, heimsótti móður sína, Mrs. B. S. Benson, og hélt áfram til Edmonton, Alta, á mánudaginn í erindum félagsins. ☆ Silfurbrúðkaups minst Dr. Jack Jackson og Mrs. Jackson (Gústa) frá Essondale, B.C., komu til borgarinnar fyrir tveim vikum í heimsókn til móð- ur Mrs. Jackson, Mrs. A. G. Pol- son og systkina og vandamanna. Þau áttu 25 ára brúðkaupsafmæli á krýningardaginn 2. júní. í til- efni þess efndu móðir og syst- kini Mrs. Jackson til kveldverðar boðs á Marlborough hóteli þann dag og gáfu hjónunum fagurt silfur tesett og silfurbakka til minningar um daginn. — Á sunnudaginn bauð Mrs. A. G. Polson stórum hóp vina og vanda manna í kaffiboð á heimili dótt- ur hennar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Paul Goodman, Gould- ing St. í heiðursskyni við Jack- sons hjónin. — Dr. Jackson mun sitja Canadiska læknaþingið hér í borg, og dvelja þau hjónin hér næstu tvær vikur. ☆ Veitið athygli! Aldraður íslenzkur maður ósk- ar eftir fæði og húsnæði hjá ís- lenzkri fjölskyldu í hlýju húsi þar sem ekki eru aðrir vistmenn Samgöngumál Grímseyinga hafa löngum verið eitt erfiðasta vandamál eyjarskeggja. Nú á síðustu árum hafa að vísu verið reglubundnar póstferðir þangað, en þær eru strjálar, og allskostar ófullnægjandi, segjum t. d. ef slys bera að höndum. Póstbátur- inn frá Akureyri kemur þangað hálfsmánaðarlega á sumrin, en á þriggja vikna fresti á veturna. Grímseyingar hafa skiljanlega mikinn hug á að ráða bót á þessu, og þá helzt með því að koma upp Lugvelli á eynni. Vinna þeir nú að því máli af kappi, og eru tveir fulltrúar þeirra staddir hér í bænum af því tilefni. Eru það þeir Magnús Símonarson, hrepp- stjóri og íli Bjarnason, hrepps- nefndarmaður í Grímsey. Blaðið átti stutt viðtal við þá félaga í gær. Skortir fjármagn — Erindi okkar hingað suður, segja þeir, er að fá stuðning til að hrinda flugvallarmálinu í framkvæmd, ef þess er nokkur kostur. Við höfum þegar rætt við flugvallarstjóra og flugmálaráð- herra. Hafa þeir báðir tekið mála leitan okkar vel, þótt að á þessu stigi málsins sé ekki hægt að segja um, hvað úr verður, þar sem enn er ekki vitað um, hvern- ig gengur með útvegun fjár- magns til framkvæmdanna. Kostar um 250 þús. kr. — Hafið þið lengi unnið að þessum málum? — Okkur hefir að sjálfsögðu lengi dreymt um að fá flugvöll, en skriður komst ekki á málið fyrr en fyrir tveimur árum, og þá var. það Akureyringur, Árni Bjarnason, bókaútgefandi, sem átti frumkvæðið. Við höfum síð- an reynt ýmsar leiðir, en gengið hægt til þessa. Eyjafjarðarsýsla hefir heitið 10 þús. krónum, Grímseyingar sjálfir 10 þús. og KEA 5 þús. Auk þess hafa feng- izt loforð fyrir 20 þús. kr. að láni. En þetta hrekkur skammt, þar sem áætlað er að völlurinn kosti alls um 250 þús. krónur. — Yrði hann ein braut 800 m. löng. Mesta hagsmunamálið — Við teljum að flugvöllur sé utan fjölskyldunnar. Er heilsu- góður og mun greiða ríflega fyrir ákjósanlegan verustað. — Upp- lýsingar á skrifstofu Lögbergs. ☆ Látinn er í Reykjavíkurbygð við Manitobavatn, Ingimundur Ólafsson 74 ára að aldri, góður drengur og vinsæll; hann verður jarðsunginn á föstudaginn af séra Philip M. Péturssyni. ☆ Mr. Sveinn Oddson er nýkom- inn heim eftir. fimm vikna skemmtiferð um Bandaríkin; kom hann við í Minneapolis, Minnesota, New York og Wash- ington, D.C. ☆ 28. maí s.l. lézt að heimili sínu að Gimli rúmlega áttræð kona að nafni Oddný Johnson. Hún var talin fædd að gröf í Mikla- holtshreppi í Snæfellsnessýslu. Hún kom vestur um haf nálægt aldamótum, og átti heima á ýms- um stöðum í Saskatchewan; síðan mörg ár í Winnipeg, og nú síðustu tíu árin að Gimli. Gift var hún Vilhjálmi Johnson, sem nú er látinn. Hún lætur eftir sig eina dóttur, Mrs. Lillie A. Thompson í Regina, Sask., og frænku, Mrs. Walter Christian- son, Dickens, P.O., Man. Útfarar- athöfn fór fram frá útfararstofu Bardals á þriðjudag 2. júní, og jarðsetning sama dag í Lundar- grafreit. ☆ Gjöf til Betel, úr dánarbúi Kristjáns Einarssonar á Auðnum við Gimli, $1000.00. Innilegustu þakkir. Fyrir hönd Betelnefndar, S. M. Backman, féhirðir svo mikilvægt atriði fyrir okkar fámennu og afskekktu byggð, að ekkert annað komist þar nærri, halda Grímseyirtgarnir áfram. — Við munum því ekkert láta ógert, er verða má máli þessu til stuðn- ings. Auk okkar nota af vellin- um getur hann og orðið til mik- illa bóta við síldarleitarflug. — Hafa flugvélar aldrei komið til Grímseyjar? — Jú, sjóflugvélar hafa þrisv- ar lent við eyna og helekopter- flugvél heimsótti okkar s.l. sumar. Eyjan hefir aðdráttarafl — Þá er og eitt atriði, sem ef til vill skiptir ekki miklu máli í þessu sambandi, en það gefur auga leið að með auknum sam- göngum má búast við að skemmtiferðafólk leggi allmikið leið sína til eyjarinnar. Heims- skautabaugurinn liggur sem kunnugt er yfir Grímsey og mið- nætursólin sést þar í 3—4 vikur. Er þá fagurt mjög í eynni og land sýn oft stórkostleg. 70 íbúar — Hvað eru íbúar eyjarinnar nú margir? — Þeir eru um 70. Á árunum 1945—1949 fluttu um 50 burtu, en síðan má segja að tala Gríms- eyinga hafi verið óbreytt. Góður vetur — Hvernig var veturinn hjá ykkur? — Veður hefir yfirleitt verið prýðilegt í allan vetur. Fram að áramótum voru ágætar gæftir og afli góður. Síðast í marz var farið að grænka, en þá kom kuldakast hjá okkur eins og annars staðar hérlendis. Mikinn snjó hefir þó ekki fest, þar sem snjólétt er í Grímsey. Brá okkur sannast sagna í brún, er við sáum, hve mikil fönn var á Akureyri. ☆ En nú er það flugvöllurinn, sem efst er í huga Grímseyinga. Þeir vilja helzt geta byrjað framkvæmdir á þessu sumri. Vonandi verður þeim vel ágengt með þetta mikla hagsmunamál sitt. Mbl., 23. apríl Framhald af bls. 1 ar. Nefndin skal ennfremur at- huga, hvort mögulegt sé að stytta námstímann án þess að dregið sé úr nauðsynlegri og æski legri fræðslu. ☆ Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið á fimmtudaginn. Þar voru 55 reglulegir nemendur í vetur. Stúdentspróf var ekki þreytt að þessu sinni nema sá hlutinn, sem tekinn er upp úr bekkjum. — Kennaraskólanum var slitið á föstudaginn og voru 24 brautskráðir úr fjórða bekk með almennu kennaraprófi og 14 úr stúdentadeild. Handavinnu- kennaraprófi luku 23 og tveir söngkennaraprófi. 1 gærmorgun fóru 28 nemendur skólans í ferða lag til Noregs og dveljast þar nokkurn tíma. ☆ ■ Nýlega var haldinn aðalfund- ur Kaupfélags Árnesinga. Heild- arvörusala félagsins á s.l. ári nam 42 miljónum króna. Tala félagsmanna í árslok var 1724, Hermanía Björnsson 4. október 1878 — 25. maí 1953 Þann 25. maí síðastliðinn and- aðist í Minneapolis, Minn., ung- frú Hermanía Björnsson 74 ára að aldri. Hún var fædd 4. október 1878 á Selstöðum í Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu. — Foreldrar hennar voru Björn Hermannsson og Rannveig Stefánsdóttir, er lengi bjuggu á Selstöðum. Her- manía sál. kom til þessa lands (Bandaríkjanna) og settist að í Mineapolis árið 1901, og átti þar heima jafnan síðan. Hún var vel greind og mjög bókhneigð. Hún stundaði kjólsaum í mörg ár. Er hún þreyttist á því verki tók hún upp matreiðslu og var í mörg ár forstöðukona við eina deild matreiðslu (desserts) á Glen Lake tæringarhæli í grend við Minneapolis. Fyrir fjórtán árum tók Her- manía sál. það að sér, að sjá um aldraða konu, og stundaði hún hana öll síðustu ár ævinnar; hún heitir Mrs. Spafford og býr í Minneapolis. Hún lifir Hermaníu og er nú orðin 92 ára. Þar áður ól hún upp systurson sinn, sem hún tók sex ára gamlan og sá um hann þangað til hann náði fullorðinsaldri og gat unnið fyrir sér. Hann dó fyrir nokkrum árum. Um nokkur undan farin ár var hún heilsutæp mjög, en þrátt fyrir það hjúkraði hún öldruðu konunni, en hefði oft sjálf þurft hjúkrunar með.1 Með mikilli alúð og nærgætni sá hún um hina öldnu konu, og gerði sem minst úr sinni eigin vanheilsu. Hermaníu lifa ein systir, Mrs. Cecilia Johnson, ekkja Árna sál. Johnson, sem bjó um margra ára skeið í Winnipeg. Hún býr nú í Chicago hjá syni sínum þar. Og tveir bræður, Sveinn í Seattle og Sigurður á Akranesi á Islandi. Kveðjuathöfn fór fram frá Werness útfararstofu í Minne- apolis, og eftir ósk hennar, var líkið flutt á líkbrennslustofu þar. LANDNÁMSHÁTÍÐIN Á MOUNTAIN Á mánudaginn kemur þann 15. þ. m., verður haldin sögurík hátíð að Mountain, North Dakota, í tilefni af 75 ára landnámsaf- mæli íslenzku bygðarlaganna í North Dakotaríkinu. Kl. 11 f. h. verður krýnd drottning hátíðahaldsins, Miss Margaret Thorlakson. Kl. 1,30 hefst aðalskemtiskrá; ræðumenn verða Dr. Beck og Snorri Thor- finnsson. Söngflokkur og ein- söngvar. Að lokinni krýningu fer fram söguleg skrúðganga. Um kvöldið söguleg hátíðarsýning. Minnist þessara fögru bygða með því að fjölmenna á afmælis- hátíð þeirra! og hjá félaginu starfa 192 menn samtals. * Sendinefnd frá Ráðstjórnar- ríkjunum kom til Reykjavíkur á Hvítasunnudag í boði félagsins Mír. í nefndinni eru lista- og vísindamenn, meðal þeirra ann- ar forstjóri erfðafræðistofnunar- innar í Moskvu, óperusöngvarinn Pavel Lisítsían frá Stóra leik- húsinu í Moskvu og píanóleikar- inn Tatjana Kravtsenko. Óperu- söngvarinn og píanóleikarinn hafa haldið hljómleika í Reykja- vík og Hafnarfirði. ☆ Séra Friðrik Friðriksson átti 85 ára afmæli á mánudaginn var og heimsóttu hann þá hundruð manna, m. a. forseti Islands og biskupinn. Afmælishátíð var haldin á vegum Kristilegra fé- laga ungra manna og kvenna og flutti séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup ræðu og ávarpaði séra Friðrik, er svaraði og þakkaði handleiðslu guðs og vináttu mannanna. Séra Friðrik var stofnandi Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík 1899, hefir dvalist langdvölum erlendis og þar og heima starfað fyrst og fremst meðal æskunnar. Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari hefir gert mynd af séra Friðrik, sem steypt verður í eir og reist í Reykjavík. ☆ Frjálsíþróttamót K.R. hófst í Reykjavík í gær, á sextugasta af- mælisdegi formanns félagsins Erlends Ó. Péturssonar. Þar keppti sænski stangarstökkvar- inn Ragnar Lundberg við Torfa Bryngeirsson og fóru leikar þannig, að Lundberg vann, stökk 4,20 metra, en Torfi 4,10. ☆ Ákveðið hefir verið, að Islands meistaramót karla í frjálsum í- þróttum verði háð á Akureyri um miðjan ágúst. — Islandsmót meistaraflokks í knattspyrnu fer fram í Reykjavík og hefst á föstu M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylanda Heimili 686 Banmng Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. júní: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Sunnud. 21. júní: Ensk messa kl. 11 árd, undir umsjón Sunnudagaskólans. At- tendance rewards. Stutt ávarp flutt af presti safnaðarins. Engin kvöldmessa. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ — Argyle Prestakall — Séra J. Fredriksson, prestur Sunnudaginn þ. 14. júní: Baldur, messa kl. 11 f. h. Brú, messa kl. 2 e. h. Glenboro, messa á íslenzku kl. 7 e. h. Það verða engar messur í Argyle-prestakalli sunnudagana þ. 21. og þ. 28. júní. daginn kemur, og seint í þeim mánuði verður háður landsleik- ur í knattspyrnu við Austurríkis menn. BARLEY CONTEST ON FOR1953 Encouraged by improvements in quality of west- ern barley since the brewing and malting industry sponsored the first National Barley Contest in 1946, di- rectors of the Barley Improvement Institute have de- cided to continue the competition this year. The contest in 1953, as it was in 1952, will be con- fined to growers in Manitoba and Alberta. The Saskatchewan Malting and Improvement Com- mittee has again decided that the funds which ordinar- ily would go to Saskatchewan winners in the compe- tition will again be used for fertilizer and cultural ex- periments, and demonstrations at the university at Saskatoon, the barley nursery at Tisdale, and such other points as the Committee may decide. As was the case in other years, each province will be divided ’into two regions. The three top winners in each region will automatically compete in the respect- ive provincial contests. The two top winners in each province will automatically compete for the major interprovincial prizes of $500 for first and $300 for second. In addition to seven cash prizes in each region, there will be three provincial prizes of $200, $150 and $100. In view of the fact that services of elevator operat- ors are important agencies for handling and shipping malting barley, a prize of $50 in each province will aagin be awarded the operator who handles and ships the first prize entry. Again the contest is a carlot competition. Contest- ants have to enter a minimum carload of 1,667 bushels of one of three eligible varieties of malting barl«y, , Montcalm, Olli, or O.A.C. 21. % The contest is open to any bona fide farmer in a malting barley area except that winners of the first place interprovincial award in previous contests will not be eligible. Entry forms will be available from local elevator opreators. This space contributed by BREWERÍ PRODUCIS LTD. MD-335 Flugvöllur mesta hagsmuna mól Grímseyinga

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.