Lögberg - 01.10.1953, Síða 1

Lögberg - 01.10.1953, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repáirs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Acccssories 24-Hour Service Repairs 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 1. OKTÓBER, 1953 NÚMER 40 Höfðinglegt dagverðarboð Á mánudaginn bauð Arni G. Eggertson, Q.C., allmörgum mönnum til dagverðar í Royal Alexandra hótelinu til heiðurs við séra Einar Sturlaugsson, sem nú er að hverfa heim til ætt- jarðarinnar eftir tveggja mán- aða dvöl vestan hafs. Dr. Valdi- mar J. Eylands flutti borðbæn, en að því loknu bauð Mr. Eggertson gesti sína velkomna með hlýjum og drengilegum orðum, og bað heiðursgestinn fyrir hönd sína og fjölskyldu sinnar, að skila kveðju til Islands. Dr. P. H. T. Thorlakson, for- maður nefndarinnar í íslenzka kenslustólsmálinu ávarpaði séra Einar með fögrum orðum, þakk- aði hina veglegu gjöf hans til bókasafnsins og göfugt starf hans í þágu þjóðræknismála okkar vestan hafs. Veizlustjóri afhenti því næst heiðursgesti vönduð ritáhöld með viðeigandi áletrun. Séra Einar þakkaði veizluna og gjöfina með svo glæsilegum og kröftugum orðum, að við- stöddum munu þau seint úr minni líða; þetta var ánægjuleg og þakkarverð samverustund. Hér fara á eftir nöfn þeirra, er Mr. Eggertson bauð tjl dag- verðarins: P. H. T. Thorlakson, M.D. L.L.D. 114 Grenfell Blvd., Tuxedo, Man. Rev. Dr. V. J. Eylands, 686 Banning Street, Winnipeg, Man. Rev. Philip M. Pétursson, 681 Banning Street., Winnipeg, Man. Judge W. J. Líndal, 788 Wolseley Ave., Winnipeg, Man. L. A. Sigurdson, M.D., 104 Home Street, Winnipeg, Man. Próf. Finnbogi Guðmundsson. Ste. 30 Cavell Apts., Winnipeg, Man. G. L. Johannson, Consul of Denmark and Iceland, 76 Middlegate, Winnipeg, Man. E. P. Jónsson, Ste. 12 Acadia Apts., Winnipeg, Man. J. K. Laxdal, 38 Home Street, Winnipeg, Man. S. E. Björnson, M.D., Miniota, Man. Próf. T. J. Oleson, 484 Montague, Winnipeg, Man. Walter Johannson, Pine Falls, Man. Próf. Áskell Löve, Ste. 4, 636 Gertrude Ave., Winnipeg, Man. Gísli Jónsson, 124"Middlegate, Winnipeg, Man. Stefán Einarsson, Ste. 12 Tremont Apts., Winnipeg, Man. Mr. G. Levy, 185 Lindsay Street, Winnipeg, Man. SNÆFELLSJÖKULL efíir Jóhannes Kjarval Þau Lalah og Grettir L. Jóhannson ræðismaður gáfu Manitobaháskóla fyrir skömmu málverk þetta, og hangir það nú í íslenzku lestrarstofunni í hinu nývígða bókasafni háskólans. — Færir háskólinn þeim hjónum beztu þakkir fyrir hina fallegu ,gjöf. Yfir 170 jarðhræringar í Reykjavík og nágrenni á 8 sólarhringum En flestar hafa verið svo vægar, að þær hefðu varla mælzt á gömlu mælana Jarðhræringar hafa verið ákaflega tíðar hér á Suð- vesturlandi síðan 20. ágúst síðastliðinn. Hafa þær verið svo margar, að slíks eru fá eða engin dæmi áður á jafn- stuttum tíma. Fyrstu jarð- hræringarnar urðu um kl. 11 20. ágúst og næstu tvo sólar- hringa voru næstum því stöðugir kippir. — Jarð- skjálftamælar veðurstofunn- ar mældu alls 166 kippi frá 20. ágúst til kl. 17 22. ágúst. Upptök þessara jarðhræringa voru talin vera í Hveragerði eða þar í nánd. Síðan 22. ágúst hafa til viðbótar mælst 5 kippir, þar a f tveir í fyrrinótt. Upptök þessara síðustu jarðhræringa eru talin vera mjög nálægt Reykja- vík, en ekki er hægt að ákveða það nánar. Engir þessara jarðskjálfta voru harðir. Mjög vægar hræringar Eysteinn Tryggvason veður- fræðingur skýrði Alþýðublaðinu svo frá, að svo vægar hefðu þess- ar jarðhræringar venð, að hann efaðist um að hinir gömlu jarð- skjálftamælar veðurstofunnar hefðu náð nema helmingi þeirra, en eins og kunnugt er, hefir veðurstofan fengið nýja og miklu fullkomnari jarðskjálfta- mæla en hún hafði áður. Samkvæmt samtali, sem Al- þýðublaðið átti við fréttaritara sinn í Hveragerði í gær, fundust kippir þar í fyrrinótt, en aðeins þeir menn urðu kippanna varir, er voru vakandi. —Alþbl., 29. ágúst Flýgur fjöllunum hærra Sá orðrómur hefir nýverið komist á kreik og flýgur 1 raun- inni fjöllunum hærra, að Lav- renti Beria, fyrrum formaður leyniþjónustunnar rússnesku og varaforsætisráðherra um nokk- urt skeið eftir að Malenkow kom til valda að Stalín látnum, hafi sloppið úr klóm rússneskra yfirvalda, en hann féll sem kunnugt er í ónáð hjá Malen- kow og var sakaður um land- ráð; nú hermir ein ritning að Beria hafi orðið vart í Suður- Ameríku, en önnur ritning að honum hafi skotið upp á Spáni; hvort nokkur flugufótur sé fyrir fregnum þessum er enn eigi vitað. Sosíal-Demókratar vinna á Sunnudaginn 20. september síðastliðinn fóru fram almennar kosningar til þjóðþingsins í Dan- mörku og urðu úrslit á þann veg, að Sosíal-Demókrötum jókst það mikið kjörfylgi, að sýnt þykir að þeim verði falin ráðuneytis- myndun á hendur; leiðtogi flokksins er Hans Hedtofte. — Undanfarin fjögur ár hefir hægrimannastjórn farið með völd í landinu. Leiðrétting Láti nokkur sig varða, sem vart mun koma til mála, áttu tvær fyrstu línur þriðja erindis í kvæðinu Stiklað á steinum. sem birtist í Lögb. og Heimskr. nýlega, að hljóða þannig: Brjóstvits rauðablásturs var bezta járn á steðja þar, (o. s. frv.). Athugasemd Eg lít svo á: ei lítil sé sú mentun sín ljóð að kunna að búa undir prentun. Að skrifa rangt eg fyrst og framast kunni, svo fengi eg það rétt í prentvillunni. Simitra , »**•» <>■> &***» BrimáktlnaUt Wtim HSÓCVlUiNM íöobcra i *&*ih*tm SKIKNIR *$■**** H' tma ' rU ftd'- • !U.I)SUHUKi.ú'l n.: ,■ 'i pj SÍJFÍ Á myndinni sjást nokkur sýnishorn úr blaða- og tímaritagjöf sr. Einars Sturlaugssonar. En blöðunum og tímaritunum hefur nú verið kom.ð fyrir í hinu nýja háskólabókasafni. Sést örlítill hluti þeirra í hillunum öðrum megin á myijþinni. — Heiðursskjal það, er sr. Einari var afhent við vígsluathöfnina verður birt ljósprentað í næsta blaði. Stökur Eg verst ekki skemdum í veröld hér, hve vel sem eg reyktur og saltaður er, og hvað sem er geipað um góðtemplarsmus, þá geymist eg langbezt í spíritus. Altaf hækkar aldur minn, er það framför bezta. Ungur að verða í annað sinn: afturför — hin versta. Adam dottinn dreymdi á túr dáinn brott hann svifi, * skóp þá drottinn Evu úr einu hans brotna rifi. Adam faðir Evu var og Evu móðir eiginmaður Evu og bróðir. eða Adam faðir Evu var og Evu móðir, eiginmaður Evu, þar að auki bróðir. Um ungfrú Irene Guttormsson Sem hálsar á öræfa álftum tveim sjást armar á flugi með strengjahreim, þá hoppandi nóturnar fyrir framan. Og söngguði veglega færa þeir fórn, svo fagurt er syngja’ undir þeirra stjórn þær Kolbrún og Mjallhvít — margar saman. Guttormur J. Guttormsson Kveðjusamsæti Þjóðræknisféiagið efndi til samsætis á heimili Mr. og Mrs. G. L. Johannson, 76 Middlegate á sunnudagskveldið til að kveðja hinn góða gest frá íslandi, séra Einar Sturlaugsson, prófast, er lagði af stað heimleiðis í gær. Auk Þjóðræknisfélagsnefndar- innar og íslenzku háskólastóls- nefndarinnar varu þar viðstadd- ir fulltrúar íslenzku félaganna í bænum, íslenzku blaðanna, tíma ritanna og íslenzku prófessor- anna við Manitobaháskólann. Grettir konsúll bauð gestina velkomna með nokkrum hlýjum orðum og tók síðan forseti Þjóð- ræknisfélagsins, Dr. V. J. Ey- lands við veizlustjórn, þakkaði hann séra Einari fyrir hið mikla þjóðræknisstarf, sem hann hefir innt af hendi síðan hann kom vestur, með því að heimsækja flestar íslenzku byggðirnar, flytja fyrirlestra, sýna íslands- myndir og prédika í íslenzku kirkjunum. Afhenti hann séra Einari að gjöf frá félaginu vandaða ferðatösku og alt Tímarit Þjóðræknisfélagsins frá byrjun. Walter J. Líndal, forseti Icelandic Canadian Club, ávarp- aði gestinn hlýjum orðum og Axel Vopnfjörð, aðalritstjóri Icelandic Canadian ritsins, færði honum ritið alt ásamt skrautrit- uðu ávarpi frá félaginu. Mrs. B. S. Benson, forseti Jóns Sigurðs- sonar félagsins, I.O.D.E., árnaði gestinum heilla og gaf honum fyrir hönd félagsins Minmngar- rit íslenzkra hermanna, einnig ritið Árdís frá upphafi frá Bandalagi lúterskra kvenna. Dr. Rúnólfur Marteinsson og Finn- bogi Guðmundsson prófessor mæltu og hlýlega til gestsins. Séra Einar þakkaði með fögr- um orðum hinar hlýju viðtökur, er hann átti hvarvetna að fagna vestan hafs, og fyrir gjafirnar allar. Þá voru framreiddar rausnarlegar veitingar, og þakk- aði Dr. Valdimar húsráðendum fyrir gestrisnina á hinu vin- gjarnlega heimili þeirra, bað gestinum blessunar og árnaði honum góðs brautargengis. MUNIÐ LÍKNARSAMLAGIÐ Nú er hafin fjársöfnun í sjóð Líknarsamlags Winnipeg. Þörfin er mikd; minnist þess að kornið fyllir mælirinn. Nýliðar á fylkisþingi Þegar fylkisþingið í Manitoba kemur saman til funda í vetur, verður þar að finna 17 nýliða, fjóra íhaldsflokksmenn, einn C.C.F., tvo Social Credit, einn utanflokka og níu Liberala; þess- ir eru nýliðar af hálfu Liberala: F. M. Ferg, Cypress; M. R. Sutherland, Landsdowne; F. Roy Brown, Rupertsland; Roger Teillet og L. R. Fennell, St. Boniface; Stanley Copp, St. Clements; Gildas L. Milgat, Ste. Rose; Jack St. John, Winnipeg Centre, og Alex Turk, Winnipeg North. Hinir nýju íhaldsmenn eru þessir: J. A. Ross, Arthur; H. B. Scott, Winnipeg Centre; Gurney Evans, Winnipeg South, og J. W. M. Thompson, Virden. — Til Social Credit teljast W. L. Bull- more, Dauphin, og Gilbert A. Hutton, Minnedosa. — Nýliði C.C.F.-sinna er A. Russell Pauley, Kildonan—Transcona, en utanflokka Steve Juba, Win- nipeg Centre.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.