Lögberg - 01.10.1953, Side 4

Lögberg - 01.10.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 1. OKTÓBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, . 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenuj, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Offiee Department, Ottawa Menningarsöguiegur viðburður Síðastliðið laugardagskvöld fór fram í háskólahverfi Manitobafylkis virðuleg athöfn, er lengi mun í minnum höfð, en þá var vígð og formlega tekin til afnota hin glæsilega bókhlaða háskólans, er kostaði hátt upp í miljón dala; svo segja fróðir menn í byggingalist, að hús þetta, sé eitt hið allra vandaðasta slíkrar tegundar í þessu landi og fullnægi að öllu hinum ströngustu kröfum um trygga gæzlu og auðveldan aðgang að bókum; vígsluathöfnina framkvæmdi forsætisráðherrann Douglas Campbell með snjallri, stuttri tölu. Við athöfn þessa voru fjórir, þjóðkunnir Canada- þegnar sæmdir heiðursdoktorsgráðum, er allir voru fyrir löngu drápunnar verðir, en kanzlari háskólans, Mr. Sifton, afhenti skírteinin. Forseti háskólans, Mr. Gillson, stjórnaði athöfninni með eftirminnilegri háttlægni og flutti jafn- framt fagra og innihaldsríka ræðu um bókmentir og gildi bóka; það er háskólanum mikið lán, að njóta forustu slíks afbragðsmanns sem Dr. Gillson er. Þessi kvöldstund suður í háskólahverfinu, markaði við- kvæm tímamót í sögu Vestur-lslendinga og einnig í sögu íslenzku stofnþjóðarinnar, þjóðarinnar, sem við unnum og þorum að unna, þótt breið úthöf skilji. Vestur-íslendingar, að ógleymdri höfðinglegri aðstoð íslenzku þjóðarinnar, hafa nú sem vitað er, komið á fót kennaraembætti í íslenzkri tungu og bókvísi við Manitobaháskólann, sem vonandi verður ramgert vígi um íslenzkar menningarerfðir í aldir fram; og nú gafst íslenzka mannfélaginu hér um slóðir kostur á og vitaskuld mörgum öðrum, að skoða þau veg- legu húsakynni, sem íslenzka bókasafninu hafa verið búin; það væri sögulega rangt, ef nú væri ekki minst þess mikil- væga starfs, er frú Gladys Thorlakson innti af hendi í þágu húsakynna fyrir íslenzka bókasafnið, er hún átti sæti í há- skólaráðinu, og fyrir það stendur íslenzka mannfélagið við hana í mikilli þakkarskuld, og athafnir Dr. Gillson’s í þessum efnum ber einnig að þakka; að vísu hefir enn eigi verið nándar nærri svo gengið frá bókasafninu sem vera ber og verður gert, en með hliðsjón af því hve tíminn til undir- búnings var stuttur, gengur það kraftaverki næst, hverju prófessor Finnbogi Guðmundsson fékk áorkað í þessum efnum; þess ber og að minnast, að við hið mikla starf sitt, naut hann aðstoðar konu af íslandi, frú Helgu Pálsdóttur, sem hér hefir dvalið ásamt manni sínum í liðlega ár. Athygli mikla vöktu svo sem vænta mátti minjagrip- irnir úr dánarbúi Stephans G. Stephanssonar, eins hins mesia skáldspekings frá tíð Egils. Börn Stephans G. færðu bókasafninu þessar ógleymanlegu gjafir, en prófessor Finn- bogi sótti þær og kom þeim fyrir þar, sem þær bezt áttu heima; í næstu viku væntir Lögberg þess, að geta birt mynd af skáldinu og umbúnaðinum í bókasafninu, ásamt greinargerð frá Finnboga prófessor. Lögberg hefir áður skýrt frá hinni stórmerku blaða- og tímaritagjöf séra Einars Sturlaugssonar til Manitoba- háskólans og nú er blaðinu það sérstakt fagnaðarefni að geta sagt lesendum sínum frá því, að við áminst hátíðahald afhenti kanzlari háskólans séra Einari skrautritað þakkar- ávarp fyrir áminsta gjöf, auk þess sem dr. Gillson þakkaði bæði gjöfina og komuna og bað hann að skila kveðju til íslands. Prófessor Finnbogi Guðmundsson kynti séra Einar kanzlara háskólans og vakti það mikinn fögnuð. Séra Einar er nú á förum til ættjarðarinnar þar, sem hin margþættu skyldustörf bíða hans; hann hefir verið okkur aufúsugestur, ferðast manna mest um bygðarlög okkar beggja megin landamæranna og eignast stóran hóp trúnaðarvina vegna hjartahlýju sinnar, mælsku og norræns drengskapar; þjóðræknissamtök okkar hafa auðgast all- verulega af heimsókn hans. Á mánudagskvöldið mintist Winnipeg Free Press áminst atburðar með svofeldum orðum: „Hinni kærkomnu heimsókn séra Einars Sturlaugs- sonar frá Islandi mætti líkja við andardrátt af fjarri strönd- um ef ekki væri vegna þess, að Island vegna sinna eigin borgara, sem nú eru vorir borgarar, eru ekki nema í stein- snars fjarlægð. Háskólinn og fylkið standa í þakkarskuld við þenna ágæta mann og stjórn landsins, sem hann kemur frá fyrir hið verðmæta safn, sem nær yfir meira en hundrað og fimmtíu ár og þjóðina, sem gaf heiminum sögurnar. Fólk af íslenzkum uppruna hefir fyrir löngu skráð nöfn sín á virðulegan hátt í sögu vora, og er gott til þess að vita, að í bókasafninu sé gjöfum fslands fundinn staður; það er líka ánægjuefni að sjá vegg þessarar deildar prýddan jökulmálverki frá íslandi eftir J. S. Kjarval; þá er það og viðeigandi, að skrifborð Stephans G. Stephanssonar skálds sé á þessum stað, skáldsins, er söng ljóðsöngva sína í þessu nýja landi.“ Líknarsamlagið Þegar alt gengur eins og í sögu, að því er okkur finst, og ekkert amar að, gleymum við því furðu oft, að í ná- grenni okkar búa stundum einstaklingar, sem engan eiga að og hjálpar þurfa við. Úr hvaða efni erum við gerð ef hjörtu okkar hrærast þá ekki til meðaumkvunar? f dag er glaða sólskin þó komið sé fram á hau$t, en samt sem áður er nú allra veðra von. Móðir náttúra svíkur engan í trygðum; hún veitir oss vorið og sumarið og líka haustið og veturinn, og þegar kvölda tekur og á daginn líður má enginn skjálfa í skugga og þarf heldur ekki að gera, séu þeir, sem heilsu njóta vakandi á verði. Haugaarfi — Anganreyr Ég hefi fyrir skömmu pælt í gegnum tvær skáldsögur, þykk- ar, miklar bækur. Annarri þeirra, Gerplu, hafa verið gerð góð skil, meðal annars af Helga á Hrafn- kelsstöðum í Tímanum og Þor- birni á Geitarskarði í Morgun- blaðinu. Er ég samdóma báðum þessum mönnum og þakklátur vegna þess, að ég tel, að svona skorinorð og hispurslaus gagn- rýni sé þörf og nauðsynleg. ' Hin bókin og sú, sem ég hefi nú einkum í huga* er Þokan rauða eftir Kristmann Guð- mundsson. Þegar ég loks hafði lokið þess- ari löngu bók, varð það eitt og annað, sem vakti mér furðu og þá fyrst og fremst sú seigla höf- undarins og þrautseigja að geta setið mánuðum eða þá öllu held- ur árum saman við að hnoða þessu riti saman, því að ekki skil ég, að það starf hafi ætíð verið unnið eftir köllun innan frá. Hefir mér því flogið í hug, að svona vara sé seld og keypt eftir fyrirferð eða þyngd og finnst það líklegasta skýringin. Efni í þessa sögu er sótt til þess tíma, er meginhluti íslend- ingasagnanna gerist á. Að efni er hún þó meira ástarævintýri en saga af vopnabraki, gerist hún allmikið í fjarlægum lönd- um, írlandi, Tyrklandi og víðar. Nokkuð gerist jafnvel á öðrum tilvébusviðum. Gekk mér þá illa að fylgjast með. En þegar svo er komið því ferðalagi, hygg ég að margur lesandi ruglist í áttun- um og sjái vart handa sinna skil.. Gott ef sjálfur leiðsögu- maðurinn — höfundurinn — hverfur þá ekki með öllu út í mistur hinnar rauðu þoku, að minnsta kosti finnst mér full ástæða til að ugga um hann á þeim miklu furðuströndum. Ófreskigáfu fólks er mjög á lofti haldið í þessari bók og gegnsýrð er hún af trú á hindur- vitni og álfa og samskipti mennskra manna við þá. Ekki er hægt að segja, að sag- an sé sérstaklega klúr, þegar miðað er við það, sem fólk á nú orðið að venjast í þessum efn- um og hætt að fyrtast við. En Kiljansleg eru orðin, sem höf- undurinn lætur Finnboga goða nota um hjákonu sína og barns- móður. Hún var sá „geðslegasti kvenmaður, sem mígið hefir í fjósflór á mínum bæ“. Aðalsöguhetjan, ísarr, er víf- inn og laus á kostunum. Hangir hann í pilsi hverrar stelpu og þær í honum og bjóða sæmd sína fala, sem hann og líka þiggur allshugar feginn. Þetta verður að virða höfundi á betri Höfðinglegur skilnaður Atburðir sem þessir eru sjald- gæfir á íslandi nú orðið og þykja því nokkur tíðindi. En samt sanna þeir þau nánu bönd, sem binda hestinn góðum vini og hestamanni. Frá fornöld eru til margar sagnir um slíkan við- skilnað höfðingja, sem stundum létu þá í heiðnum sið leggja hestinn með sér í hauginn, eða rétt hjá. Bóndinn, sem átti hinn norð- lenzka gæðing, dó eftir langa legu og erfiða og hafði ráðstafað öllu búi sínu, smáu sem stóru, eftir sinn dag. Það, sem honum þótti vænst um í búinu, var reið- hestur, afburðagóður og jafnan stríðalinn á hverjum vetri. Hesturinn sá var með falleg- ustu hestum sem sáust, bæði í haga og þá ekki síður undir manni. Síðasla ráðsíöfunin Það síðasta, sem bóndi ráð- stafaði fyrir andlátið, var hestur- inn góði. Skyldi fella hann næsta haust, en bóndinn féll frá síðla vetrar. Hestinn skyldi veg. Hann lítur á þetta sem krydd eins og að strá rúsínum í grautinn, enda rétt eftir hans kokkabók. Hvað er svo markmið þessara höfunda, Kristmanns og Kiljans, með þessum bókum, sem ég nú hefi nefnt? Hyggjast þeir að veita þjóð sinni og fleiri þjóðum lestrarefni betur í búning fært en fornsögurnar, skemmtilegra, aðgengilegra og meira til þroska? Skyldu þessir stríðöldu gæðing- ar við jötu ríkissjóðs telja sig þess um komna að skjóta aftur fynr sig höfundum Njálu, Lax- dælu eða annarra Islendinga- sagna? Þessum og þvílíkum spurningum hlýtur að skjóta upp, þegar hver rithöfundurinn eftir annan tekur sér fyrir hend- ur að rita nýjar íslendingasögur. Hvort vilja svo heldur lestrar- fúsir menn og konur, sem mjög takmarkaðan tíma hafa til lest- urs, fremur lesa þessar nýju eða hinar gömlu? Þokan rauða er 650 síður, stór- ar. Laxdæla og Njála til samans 775 síður, smáar. Mun láta nærri, að svipaðan tíma þurfi til að lesa báðar þessar fornsögur og Þokuna rauðu eina. Gerpla er 493 síður í stóru broti, hún er því nokkru meira en helmingi lengri en Land- náma. Sem betur fer berast þó öðru hverju bækur, sem þókn- legri eru og slá á betri strengi en þær, sem ég hefi hér að frarnan nefnt. Ein slík er bók Arnfríðar Sigurgeirsdóttur „Ljóð að heiman“. Hefir hún að geyma bæði bundið mál og óbundið. Nokkrar konur í Þingeyjar- sýslu hafa lagt stund á ljóðagerð, er mér fyrir löngu ljóst að Arn- fríður stendur sízt að baki þeim, sem mesta eftirtekt hafa vakið, svo sem með útgáfu ljóðabóka. Hún stendur þeim jafnfætis og fyllilega það. En hún getur meira en ort ljóð, um það vitnar þessi bók. Þátturinn af Þórunni ríku er imikill fróðleiks-brunnur, og þó einkum ættfræðilegs, handhæg- ur þeim, sem bókina eiga, að grípa til, vilji þeir vita deili á. forfeðrum eða samtíðarfólki. Ennfremur geymir þessi bók nokkrar minningar frá æskuár- um, tækifærisræður og minni samtíðarfólks. Hið síðastnefnda er með sama marki brennt og slík mannaminni jafnan eru, nokkuð einhliða, en þetta er nú venjan og Arnfríður verður ekki öðrum frekar áfelld fyrri það. Alt þetta óbundna mál sannar það, að frúin á Skútustöðum, hefir prýðiíegt vald á máli, heygja og láta hann liggja sem eðlilegast og hafa hátt undir höfðinu. Tilnefndi hann ákveðna menn, sem skyldu vera við þessa at- höfn um haustið. Tóku þeir gröfina á fögrum stað í túninu, sem stendur hátt. Þaðan af hólnum sést vel yfir allar reið- götur og haga. Sumarslaðinn og gljáandi á fax á grafarbakkanum. Gæðingurinn var síðan leidd- ur að gröfinni. En fallegur þótti þeim fimm-menningunum hann gljáandi í faxi, hnarreistur og sumarstaðinn á bezta aldri, að- eins fimmtán vetra. Dansaði hann í hverju spori, þegar leidd- ur var eftir túninu að gröfinni á hólnum. Hann var hulinn teppum og lökum í gröfinni og vel um búið. Þegar þessu var lokið, settust heimamenn og gestir í stofu hjá húsfreyju, og var stofnað þar til veizlu og erfidrykkju. Lauk henni ekki fyrr en skammt lifði nætur. skrifar lipran, viðfelldin stíl og hefir fjölhæfar gáfur langt fram yfir það almenna. En svo eru það nokkur orð um ljóðin, þessi fáu, sem þarna eru, sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri, svo hu^þekk eru þau. Sakna ég líka kvæða, sem ég veit, að Arnfríður hefir ort. Harmar og sorgir hafa ekki sneitt hjá þessari konu, 'hún tal- ar því af reynslu þegar hún segir í kvæðinu Kveðjuorð: „En þá er isem taki í ógróna und, er ein- stæðingskona grætur.“ Hið sára og mótdræga hefir ekki fyllt huga Arnfríðar með bölsýni né beizkju, því þegar þungu höggin falla og hún stendur eftir ekkja imeð barnahóp, þá eru það ekki óp né kveinstafir fyrst og tfremst, sem stíga frá brjósti hennar, hún þakkar Guði ljúfu minningarnar og dvelur við þær, og lýkur kvæðinu með þessum orðum: Engu er lokið, ástin þín sem fyrrum umvefur mig á heiðum aftni . kyrrum. Mætumst í bæn við barna okkar rekkjur, brostinn er hvorki stór né lítill hlekkur. Ég býst ekki við að þessi bók verði talin til stórra bókmennta- legra viðburða, en „hvers hlutur er lítill, hvers er stór?“ Það munu þó allir sjá og skilja, er bókinni kynnast, að hér streym- ir lind, knúin af innri þörf svo mikilli, að hún hlaut að brjótast fram. Rík skáldæð, ófalskur strengur sem ómar. Það er ekki einasta það, að ljóðm þessi snerti þægilega í bráð, þau skilja talsvert eftir til síðari tíma. Karl Kristjánsson, alþingis- maður, hefir fylgt þessari bók úr hlaði með formála og hefir farizt það, sem vænta mátti vel, slíkut snillingur, sem hann er að halda á penna. Bókaútgáfan er gegndarlaus, en takmarkað, sem almenningur getur lesið og þó miklu minna, sem hann getur keypt. Hending og tilviljun ræður, því miður, að nokkru, hvað fyrir valinu verð- ur. En það er slæmt, ef það verður einkum það fyrirferðar- mesta og það, sem auglýst er með mestum trumbuslætti og hávaða, jafnvel þótt segja megi um þann bókmenntagróður, að hann sé úr sér sprottinn, fúinn við rót, fúll og leðjulegur. En hitt, sem minna lætur yfir sér, hverfur í skuggann, jafnvel angandi, iðjagrænn reyr. Þorlákur Marteinsson —TÍMINN, 29. ágúst Hafði þá margt borið á góma um ágæti hins fallna gæðings og mörg frægðarsagan verið sögð úr lífi hans. Minnig góðra hesta lifir oft lengi á Islandi, þannig er um norðlenzka gæðinginn, sem hér er sagt frá, og Sörla þann, sem heygður er „Húsafells í túni.“ —TÍMINN, 30. ágúst Tveir Færeyingar á smábáti frá ísíandi til Færeyja Sváfu lítið og nærðust lílið á leiðinni, og bæði loggið og áita- vitinn voru í ólagi. — Annar er nær hálfníræður Tveir Færeyingar, annar nær hálfáttræður, en hinn um þrí- tugt, fóru nýlega á sexmanna fari, opnu, héðan frá íslandi og alla leið til Færeyja. I bátnum var sex hestafla benzínvél. Færeyingar eru miklir og dug- legir sjómenn, eins og kunnugt er, en samt sem áður er auðséð á færeyskum blöðum, sem hing- að hafa nú borizt, að för þessara tveggja manna hefir vakið hina mestu furðu. Hinn aldraði sjógarpur heitir Hans Pauli Johannesson, en hinn, systursonur hans, heitir Aksal . Hefur Hans Pauli átt heima hér á landi, í Dalvík nyrðra, í 25 ár, og er þar einnig víðfrægur fyrir dugnað sinn. Færeysk blöð hafa birt viðtöl við hann og segir hann meðal annars svo frá: Hyggjuvitið sveik ekki „Ferðin gekk mæta vel. Við vorum fimm sólarhringa á leið- inni frá Dalvík á Norður-íslandi til Kollafjarðar. Við fórum með ströndum fram á íslandi í hálían annan sólarhring, en þaðan og hingað til eyjanna vorum við í jafnlangan tíma. Svo fórum við á einum sólarhring hingað heim til okkar, að Hól. — Svefn feng- um vði lítinn á leiðinni. Við lögðum okkur örlitla stund rétt einstaka sinnum. Það var líka heldur lítið um næringu. Einu sinni suðum við vélarlampann og settum te út í það. Við drukk- um að vísu teið, en við suðum okkur ekki oftar vatn. Það tók of langan tíma og auk þess var það hættuleg eyðsla. Hvorki áttavitinn né loggið voru í lagi og það olli okkur dálitlum erfið- leikum. Veðrið var hins vegar mjög gott og urðum við ekki fyrir neinum teljandi óhöppum. Attavitinn varð til þess að við fórum úr leið. Við reiddum okk- ur á hann til að byrja með, en svo hættum við að skilja ský, sjófall og veður, svo að við hætt- um að líta á áttavitann og reidd- um okkur bara á okkar eigið hyggjuvit og það sveik ekki. Ekki tókst okkur þó að koma þar að Færeyjum, sem við höfðum ætlað, en það munaði þó ekki miklu. Goií að vera á íslandi Það er ákaflega gott að eiga heima á Islandi. Þar hef ég haft nóg að gera, en síldin hefir brugðizt ógurlega í 8 ár og það breytir mörgu fyrir marga. Ég veit ekkert hvað ég geri. Það var ætlun mín að setjast að hérna í eyjum, en varla þó til þess að stunda sjó, ég fer víst að verða of gamall til þess. Það getur vel verið, að ég fari aftur á bátnum mínum til íslands og ég kvíði ekkert fyrir ferðinni. Ef enginn vill fara með mér, þá fer ég bara einn. — Þetta er ekkert, góði.“ —Alþbl., 29. ágúst DREWRYS M.D.334 Gæðingurinn var felldur, heygður með reiðfrýgjum og erfidrykkja haldin, allf að ósk Sófins eiganda

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.