Lögberg - 19.11.1953, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. NÓVEMBER, 1953
Úr borg og bygð
Takið eítir!
Ársíundur Islendingadagsins
verður haldinn í Góðtemplara-
húsinu (neðri salnum) við Sar-
gent Ave., miðvikudaginn þann
25. þessa mánaðar, klukkan átta
að kvöldi stundvíslega.
Ef íslendingum er ant um að
þetta hátíðahald haldi áfram að
Gimli næsta sumar, þá er þeim
betra að koma á fundinn. Ef þeir
vilja það ekki, og óski eftir að
það $Ieyi út eins og allt annað
sem íslenzkt er á meðal Islend-
inga hér í landi, þá er langt bezt
fyrir þá að hýrast hugsunar-
lausir heima eins og að vanda.
D. B.
☆
— DÁNARFREGNIR —
Jens Guðmundur Johnson,
fiskimaður í Mikley, féll út af
bryggju þar og drukknaði 4.
nóvember. Hann var fæddur 10.
júní 1887 að Sólheimum í Arnar-
dal í ísafjarðarsýslu, yngstur
níu barna þeirra Guðjóns Jóns-
5onar og Hildar Kristjönu Jak-f
AKo/lnttiir r\rt or mi níoirv’ '
Árni Gíslason og Ingibjörg Jóns
dóttir. Hún giftist eftirlifandi
manni sínum, Benedikt Kjart-
anssyni, árið 1878 og fluttust
þau vestur um haf árið 1900 og
settust að í Mikley. Þau eignuð-
ust einn son, Jón, sem hefir
verið þeirra stoð og stytta í ell-
inni. Þau tóku að sér og ólu upp
annan dreng, Stefán Eiríksson,
sem nú er búsettur vestur við
haf, og gengu þau honum í
föður- og móðurstað.
Guðrún var greind kona og
Ijóðræn, orti vísur en fór dult
með. Hún æskti þess, að þessi
vísa væri lesin við útför sína,
en hún var ort af Jónasi Stefáns
syni frá Kaldbak:
Leggja mun ég lífrænt blað
að líkkistunni þinni.
Fagurgrænt og finn ég það
fyrir sálu minni.
Útförin fór fram frá Mikléyj-
arkirkju 9. nóv. að viðstöddu
fjölmenni. Séra H. S. Sigmar
jarðsöng.
☆
obsdóttur, og er nú aðeins eitt1 Aðalfundur FRÓNS
þeirra systkina á lífi, Jóhann
Kristján Johnson. — Eftir lát
manns síns fluttist Hildur
Jakobsdóttir ásamt börnum sín-
um vestur um haf 1892, og var
Jens þá aðeins fimm ára. Settist
fjölskyldan að í Mikley og átti
hinn látni þar heima jafnan
síðan, utan hálfs annars árs, er
hann dvaldist vestur við haf.
Hann kvæntist Bjarngerði Eyj-
ólfsdóttur 10. sept. 1909 og lifir
hún mann sinn; þeim varð fimm
barna auðið og eru þau öll á lífi:
Ásgeirína, Mrs. Eggertson,
Hecla; Sigríður Árnína, Mrs.
Jóhannson, Wynyard; Hildur
Kristjana, Mrs. Clark, Van-
couver; Jens Guðmundur og
Jóhann Benedikt, báðir í heima-
húsum.
Jens Johnson var skýr maður
og fastur í skoðunum. Hann
stundaði fiskiveiðar alla sína
ævi og var ávalt dugandi og
sjálfstæður maður í sinni stétt.
Hann var ástríkur faðir og lét
sér mjög annt um að mennta
börn sín. Hann var félagslyndur
og sá glöggt hve erfitt var fyrir
marga að standa straum af
lækniskostnaði; hann gerðist
því frumkvöðull að því, að
stofnað var félagið, Hjálp í við-
lögum á eynni, en það voru
samtök eyjarbúa til að bera
sameiginlega lækniskostnað ein-
staklinga. Var hann fyrsti for-
seti félagsins og forseti þess, er
hann féll frá.
Útför hans fór fram frá Mikl-
eyjarkirkju 10. nóvember að
viðstöddu fjölmenni vina og
ættingja. Séra H. S. Sigmar
jarðsöng.
☆
Níræð kona, Guðrún Arna-
dóttir Kjartansson, lézt í Mikley
4. nóvember. Hún var fædd í
Dysey í Norðurárdal í Mýrar-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Eins og lesendum blaðsins er
þegar kunnugt, verður aðal-
fundur deildarinnar haldinn í
Góðtemplarahúsinu mánudags-
kvöldið 30. nóvember næstkom-
andi, kl. 8. Til að fyrirbyggja
allan ínisskilning þykir rétt að
geta þess, að þeir einir, sem
greitt hafa félagsgjald sitt fyrir
árið 1953, hafa atkvæðisrétt.
Dagskrá fundárins er á þessa
lelð:
1. Fundur settur.
2 Skýrsla forseta.
3. Skýrsla ritara.
4. Skýrsla gjaldkera.
5. Samskot verða tekin.
6. Kosning framkvæmdar-
nefndar fyrir árið 1954.
7. Ræða, Trúin á landið, Björn
Sigurbjörnsson flytur.
8. Ný mál, framsögumaður
Heimir Thorgrímsson.
Þess er vænst, að meðlimir
Fróns fjölmenni á þennan fund,
svo að vetrarstarf deildarinnar
megi að þessu sinni hefjast
sem myndarlegastan og glæsi-
legastan hátt.
F. h. Fróns
THOR VIKING, ritari
☆
The Womens Association of
the First Lutheran Church helc
their Annual Meeting November
lOth, at 7:30 in the lower audi-
torium of the church.
Officers elected were:
Past President, Mrs. V. JonaS'
son; President, Mrs. P. Goodman;
Vice-President, Mrs. P. Sigurd-
son; Recording Secretary, Mrs.
J. Ingimundson; Corresponding
Secretary, Mrs. J. Bergman;
Treasurer, Mrs. E. J. Helgason;
Assistant Treasurer, Mrs. H.
Olsen; Membership Committee,
Mrs. G. W. Finnson, Mrs. J. D
Turner; Publicity, Mrs. J. Gud
PIANO RP0ITA0
Thora oAsgeirson du Tois
FIRST FEDERATED CHURCH, BANNING STREET
Friday, November 20th, 1953
8:30 p.m.
PRONIIAM
1.
2.
3.
GOD SAVE THE QUEEN
JESUS CHRIST, THE SON OF GOD - Bach-Rummel
Adapted from the Easter Cantata “Christ Lay in
Death’s Dark Prison”
- Cesar Franck
Brahms
PRELUDE, CHORALE AND FUGUE
INTERMEZZO—Opus 117, No. 2 - - -
RHAPSODY IN B MINOR—Opus 79, No. 1
Brahms
— INTERMISSION —
4.
5.
FANTASIE IN F MINOR—Opus 49 -
PRELUDE from “Suite pour le piano”
NOCTURNE IN E FLAT MINOR -
CINQ MOUVEMENTS BREFS - - - Jean Rivier
Prelude - Caprice - Berceuse - Ronde - Finale
Under the auspices oí The Icelandic Canadian Club
Chopin
Debussy
Gabriel Fauré
mundson; Nominating Commit-
tee, Mrs. V. Jonasson, Mrs. G.
Ingimundson, Mrs. B. C. Mc-
Alpine.
Program consisted of a reading
by Mrs. G. Johanneson and a
travel talk with color slides by
Mrs. Elene Eylands Smith who
spent the summer in Europe.
A social hour was enjoyed by
all.
The W.A. of the First Lutheran
Church will meet November
24th, at 2:30 o’clock, in the
lower auditorium of the Church.
☆
Gefin saman í hjónaband í
Selkirk, Man., þann 14. nóv.
Thordur Sigmundur Jóhannson,
Winnipeg, Man., og Helen
Jórunn Stefanía Finnson,
Hnausum, Man.
Við giftinguna aðstoðuðu: —
Miss Kristín Sigurrós Finnson,
systir brúðarinnar, og Jóhann
Jóhannson, bróðir brúðgumans.
Giftingin fór fram á heimili
séra Sigurðar Ólafssonar og var
framkvæmd af honum. — Ungu
hjónin setast að í Winnipeg.
☆
Samkoma í Árborg
Þjóðræknisdeildin Esjan efnir
til samkomu í Ardalskirkju í
Árborg föstudagskvöldið 20.
nóvember kl. 8.30.
Til skemmtunar verður:
1) Keppni í íslenzkri fram-
sögn, börn og unglingar (4
flokkar).
2) Islenzkur söngur, nokkur
ungmenni syngja.
3) Stutt ávarp og myndasýn-
ing (tröllamyndir úr Dimmu-
borgum), Finnbogi Guðmunds-
son. — Auk þess verður ein-
söngur og ef til vill eitthvað
fleira til skemmtunar.
☆
— GIFTING —
Mánudaginn 16. nóv. s.l. voru
gefin saman í hjónaband þau
Hazel Jónína Hallson og John
Clarence Kohinsky. Brúðurin er
dóttir Stefáns Hallsonar, Oak
View, Man., sem nú er látinn,
en móðir hennar Unnur er nú
gift aftur Thorsteini Jónsson að
Oak View, Man. — Að kveldinu
buðu þau Mr. og Mrs. Jónsson
til veizlu í Normandy Blue
Room, 275 Sherbrook St., Wpg.,
og mættu þar um 100 manns, er
skemtu sér við gleðskap og dans
til miðnættis.
☆
Síðastliðið föstudagskvöld átti
deild Þjóðræknisfélagsins á
Gimli tíu ára afmæli og var þess
minst með afar fjölsóttri sam-
komu í aðalsamkomuhúsi bæj-
arins, er fór um alt hið bezta
fram; var þar sýndur gaman-
leikurinn „Happið“ eftir Pál J.
Árdal; þá sýndi og prófessor
Finnbogi Guðmundsson Trölla-
myndir úr Dimmuborgum og
fylgdi þeim úr hlaði með
skemtilegri og fjörugri frásögn.
Dr. Valdimar J. Eylands flutti
mergjað ávarp og stjórnaði sam-
komunni; söngflokkur, er Frank
Olson skólastjóri stýrði, söng ís-
lenzk lög; stutt ávörp fluttu þau
Einar P. Jónsson og frú, er voru
boðsgestir deiídarinnar; viðtök-
ur Gimlibúa voru hinar ástúð
legustu og samkomugestir í há-
tíðarskapi; er það fólkinu á
Gimli til mikiilar sæmdar, hve
ant það lætur sér um þjóðrækn-
ismálin og hve deildin þar
stendur í miklum blóma.
☆
Óskað er eftir íslenzkri konu
til að vera í heimili hjá aldraðri
konu. Upplýsingar á skrifstofu
Lögbergs, sími 74-3411.
☆
Þeir, sem eiga og kynnu að
vilja láta af hendi árganga af
ársritinu Árdís fyrir árin 1950,
1951 og 1952, eru vinsamlega
beðnir að gera aðvart um slíkt:
Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning
Street, Winnipeg.
☆
Mrs. G. P. Thordarson. sem
heima átti að 155 Canora Street,
er nú flutt að 588 Arlington
Street. — Sími 3-8851.
Traustf Vigfússon, trésmíðcmeistari,
landnámsmaður og bóndi í Geysisbygð í Nýja-íslandi
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum sig. (Þ. E.)
Þessi mæti maður, er hér skal
að nokkru getið, var fæddur 19.
júlí 1869 að Reykjakoti í
Biskupstungum í Árnessýslu.
Foreldrar hans voru Vigfús
Guðmundsson, trésmiður, frá
Hlíð í Gnúpverjahreppi í Ar-
nessýslu, og Auðbjörg Þorsteins-
dóttif frá Úthlíð í Biskups-
tungum.
Trausti misti föður sinn á
bernskualdri, því Vigfús dó frá
16 börnum, er við lát hans tvístr-
uðust sitt í hverja átt. Hann
ólst upp á Stóra-Núpi í Gnúp-
verjahreppi fram yfir ferming-
araldur hjá séra Jóni Eiríks-
syni og frú Guðrúnu konu hans.
Hélt Trausti jafnan mikilli
trygð við afkomendur séra Jóns,
og Stóri-Núpur var honum kær
staður til enda ævidagsins.
Ungur að aldri fór Trausti frá
Stóra-Núpi og dvaldi um hríð
hjá Sigurði Jónssyni prests Ei-
ríkssonar á Hreppshólum. Um
hríð mun hann hafa stundað sjó
við Faxaflóa. Hann hóf tré-
smíðanám hjá Ingólfi Guð-
mundssyni frænda sínum, er
búsettur var í grennd við Akra-
nes að Breiðabólstað. Hann lauk
trésmíðanámi og varð ágætur
smiður, er síðar mun að vikið.
Hann stundaði smíðar á ýmsum
stöðu mnæstu ár, en síðast á Isa-
firði og var þar búsettur um
hríð. Þann 27. okt. 1894 kvæntist
hann Rósu Aldísi Oddsdóttur
prests Gíslasonar að Stað í
Grindavík, ágætri og háttprúðri
konu, er reyndist honum hinn
farsæli förunautur í löngu og
hamingjusömu hjónabandi. Þau
eignuðust eina dóttur, Þórunni,
er síðar skal frekar að vikið. —
Árið 1898 fluttu þau Trausti
og Rósa vestur um haf og sett-
ust að við Islendingafljót (nú
Riverton, Man.) og dvöldu þar í
4 ár. Árið 1902 nam Trausti
heimilisréttarland sunnanvert í
Geysisbygð í Nýja-lslandi og
nefndi landaám sitt Vatnsdal.
Þar bjuggu þau hjónin óslitið
til ársins 1950, að þau fluttu til
Árborgar-bæjarins. Var Trausti
þá mjög tekinn að þreytast og
lýjast, enda þá hniginn að aldri.
Hann hafði lengst ævinnar
verið maður heilsuhraustur, átti
mikið lífsfjör og bar sig jafnan
vel. Telja mátti, að hann væri
rúmliggjandi alt síðasta árið,
sem hann lifði. Síðustu þrjár
vikurnar, sem hann lifði, leið
hann mikið. Hann andaðist að
kvöldi föstud. 18 júní í Rauða
kross sjúkrahúsinu í Árborg; út-
för hans fór fram frá kirkju
Árdalssafnaðar í Árborg, (er var
ein af kirkjunum, sem hann
hafði smíðað), sunnud. 21. júní,
að viðstöddu margmenni. Sá, er
línur þessar ritar, þjónaði við
útförina.
Trausti og Rósa eignuðust
eina dóttur, Þórunni, sem nafn-
greind er hér að framan. Jafnan
hefir hún heima hjá þeim dval-
ið og verið þeim til mikillar
gleði og reynst þeim indæl
dóttir. Hagkvæm hefir aðstoð
hennar verið alla tíð. Mikið af
umstangi og önnum féllu henni
á herðar á síðari búskaparárum
foreldra hennar; óþreytandi
hefir hún verið í aðhjúkrun og
umönnun sinni foreldrum sín-
um til handa í elli þeirra Rósa
móðir hennar var lengst af lasin
og oft rúmliggjandi á efsta
aldursári manns hennar, hjúkr-
aði Þórunn þeim af mikilli
prýði, sem vert er að minnast.
Öldruð móðir hennar á ljúfa
ellidaga í umönnun Þórunnar.
Trausti Vigfússon mun nær
eingöngu hafa stundað smíðar
að atvinnu um mörg fyrri
dvalarár sín her vestra. Um og
fyrir síðustu aldamót skilst
þeim, er línur þessar ritar, að ný
húsabyggingaralda hefjist í
Nýja-lslandi. Mun Trausti hafa
haft með höndum húsabygging-
ingar víðsvegar í héraðinu. Hitt
er á vitorði eldra fólks að
Trausti smíðaði þrjár íslenzku
lútersku kirkjurnar í norður-
hluta Nýja-lslands; ein þeirra,
kirkja Bræðrasafnaðar í River-
ton, mun hafa verið smíðuð
fyrir eða um aldamót, en hinar,
Breiðuvíkurkirkja að Hnausum
og Árdalskirkja í Árborg, báðar
smíðaðar og lokið við þær á
fyrsta tug þessarar aldar; allar
eru þessar kirkjur prýðileg
guðshús, og tvær þeirra mega
teljast stórar, og vel frá þeim
öllum gengið. 1 byggingarstarfi
sínu hygg ég að fullyrða megi,
að Trausti gæti sér góðan orð-
stír, sem og í öllu starfi sínu —
fyrir áreiðanlegleik, vandvirkni
og listræni, er einkenndu öll
hans störf.
Trausti var af alkunnri og
listrænni smíðaætt kominn —
Víkingslækjarættinni. Margir
þjóðkunnir smiðir eru í ætt
hans. Vigfús faðir hans var vel-
kunnur smiður á sinni tíð.
Margir lista- og lærdómsmenn
voru honum náskyldir. Nefni ég
í því sambandi Jón Ófeigsson
menntaskólakennara, en marga
fleiri mætti þar tli nefna. Fjöl-
margir frændur hans voru leið-
andi bændur í Árnessýslu. A
efri árum Trausta, er nokkur
kynning varð með honum og
þeim, er línur þessar ritar, var
hann hættur að starfa að smíð-
um utan heimilis, en stundaði
bú sitt í Vatnsdal. En jafnframt
því eyddi hann öllum stundum,
er hann mátti, anna vegna, á
smíðastofu sinni að ýmsum við-
gerðum og smíðum. Alla land-
námstíð Nýja-lslands og fram
til síðari ára hefir mikil tóvinna
verið stunduð í héraðinu, opin
leið og hagkvæm til léttir í örð-
ugri lífsbaráttu, enda eðlileg
þjóðarbrotinu vestra — afkom-
endum þeirrar þjóðar, er öldum
saman hafði stundað heimilis-
iðnað. Um allmörg ár stundaði
Trausti rokkasmíði, og innti þar
af hendi þarft og þjóðlegt starf.
— Erfðirpar íslenzku — ættland
og átthagar — og heimaþjóðin
sjálf gátu Trausta aldrei úr
minni liðið — þrátt fyrir hina
löngu dvöl hér vestra. Ræturnar
stóðu svo djúpt, að hann gat al-
drei verið annað en Islendingur.
Lengi ævi sinnar hér vestra átti
hann einnig óvenjulega náið
samband við marga mæta menn
á íslandi með stöðugum bréfa-
viðskiptum. Meðal þeirra, er
skiptust á bréfum við hann, var
séra Valdimar Briem, er hann
mjög svo dáði; Skúli Thorodd-
sen; einnig æskuvinir, fóstur-
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
ÚM
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Helmili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenz^u kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 22. nóv.:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
, Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fól kboðið velkomið.
/
S. Ólafsson
systkini, skyldfólk og tengda-
fólk Rósu konu hans, en á síðari
árum frændfólks hans sjálfs af
yngri kynslóðinni.
Á heimili þeirra hjónanna 1
Vatnsdal dvaldi Auðbjörg móðir
Trausta um 25 ára bil, og hjá
þeim andaðist hún 20. janúar,
1924, þá 96 ára að aldri. Hjá
syni sínum og tengdadóttur
átti Auðbjörg indælt heimili í
ellinni; reyndust þau hjómn og
Þórunn dóttir þeirra henni frá-
bærlega vel, hjá þeim naut hún
elsku og umönnunar af ríkum
kærleika til hinzta ævidags.
Heimilið í Vatnsdal var að
eðlilegleikum einkar íslenzkt í
anda. Þar ríkti óþvinguð ís-
lenzk gestrisni. Trausti var
einkar söngelskur og hafði unun
af að taka lagið með gestum
sínum; háttprýði konu hans og
dóttur gerður komur þangað
eftirminnilegar og hressandi.
Sjálfur átti Trausti mörg
hugðarefni, er hann hafði mikla
unun um að tala; var hann mað-
ur fjörugur í umræðum, enda
mjög vel greindur; aldrei myrk-
ur í máli, hispurslaus og,hrein-
skilinn; hélt fast við skoðun sína
hver sem í hlut átti — og fór
ekki ávalt almannaleiðir. Hann
var hvorttveggja í senn — frjáls
og óháður í skoðunum, en þó
fastheldinn, tilfinninganæmur
og ör í lund, en jafnaðarlega
glaður — afar tryggur þeim, sem
hann eitt sinn batt vináttu við,
og að mínum skilningi ríkur af
guðsbarna hugarfari. Hans er
saknað af ástvinum hans — og
mörgum vinum úr hópi ná-
granna og samferðamanna.
Vertu sæll vinur!
S. Ólafsson
„Happið
gamanleikur í einum þætti, eftir Pál J. Árdal,
verður sýndur í samkomusal Sambandskirkjunnar
á Banning og Sargent, Winnipeg, á föstudags-
.kvöldið 27. nóv., kl. 8.15.
Inngangur 50c.
Ágóði af samkomunni rennur til Héraðsspítala
Húnavatnssýslu á Blönduósi, þeim er Kolka læknir
veitir forstöðu.
Leikflokkurinn er frá Gimli og er undir stjórn
Dodda Thordarsonar.
Hann er úrvinda
af þreytu!
Láiið hann fá WAMPOLE S
^ctract of CxLÍ íyer
Þetta styrkjandi lyf úr sólskins
bætiefni D
HONUM FELIiUR ÞAÐ VEL.
EKKERT FISK EÐA EÝSISBRAGÐ! 5 1 .25