Lögberg - 07.01.1954, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954
Sr. Sigurbjörn Einarsson:
Nýr SkálholtsstaÖur
Útlendur fyrirmaður var hér
á ferð fyrir þrem árum, með
fríðu föruneyti merkra manna
frá Norðurlöndum öllum. Sér-
stök atvik ollu því, að þessi
maður, Manfred Björkqvisí,
Stokkhólms-biskup, var hér
kominn að þessu sinni, og hafði
hann þó lengi dreymt um að fá
einhverntíma að líta þetta land
og koma á ýmsar þær slóðir,
sem honum voru kærar og
helgar vegna kynna hans af
sögu íslands. Hann hafði unnið
sitt aðal-ævistarf sem skólamað-
ur. Hann er lærisveinn og mikill
aðdáandi Grundtvigs, hins
danska lýðskóla- og vakninga-
manns, og lítur eins og hann á
ísland sem „Hellas Norður-
landa“, einskonar andlegt móð-
urland hinna norrænu frænd-
þjóða. Til íslenzkrar sögu þurfa
frændþjóðirnar að sækja skiln-
ing á sjálfum sér. íslenzkar, sí-
stæðar bókmenntir eru sá and-
legi höfuðstóll, sem frændurnir
á norðurjaðri Evrópu þurfa að
ávatxa með sér á hverjum tíma,
til þess að halda þeim persónu-
einkennum, sem þær verða að
hafa í samfélagi þjóðanna, ef
þær sökum smæðar sinnar eiga
ekki að glata menningarlegri
sérstöðu sinni og verða aðeins
lítilvæg viðbót við höfðatölu
hins margmilj ónhöfðaða mann-
kyns.
Þannig hafði þessi sænski
menntafrömuður hugsað og
þannig hafði hann kynnt Island
meðal æskulýðs þjóðar sinnar.
Hann hafði lesið Islendingasög-
ur með nemöndum sínum. Eyj-
an hvíta í vestri og örlög hennar
í sögunnar rás hafði verið hon-
um hugstæðari en flest önnur út-
lönd. Hann kunni furðu glögg
skil á sögustöðvum hérlendis og
hugði gott til þess að fá nú loks
á efri árum sínum að stíga fæti
á marga þá staði, sem hugur
hans hafði þrátt og títt dvalizt á.
Þegar undirbúin var koma
hans hér og föruneytis hans og
rætt um það, hvernig hinum fáu
dögum, sem til umráða voru,
skyldi ráðstafað, kom margt til
greina. En eitt atriði var veru-
lega vandasamt: Skálholt. Það
hefir orðið rótgróin hefð að var-
ast af fremsta megni að minna
útlenda gesti á, að Skálholt, hinn
raunverulegi höfuðstaður Is-
lands um lengstan aldur, væri
enn á yfirborði jarðar og forða
því, að þeir kæmu þar. Þessar
felur hafa stundum kostað tals-
verða stjórnkænsku, svo sem
þegar Norðmenn fjölmenntu
hingað vegna Snorra-hátíðar
1947, en yfirleitt tekizt furðan-
lega. Við vitum ástæðuna: Það
var óþvegna barnið, sem ekki
mátti sjást, heimilis-ósóminn,
sem varð að dylja. Það var van-
ræksla okkar og menningar-
skortur á tilteknu sviði, sem
við blygðuðumst okkar fyrir,
þjóðarvömm, sem við töldum
okkur þurfa að fela. Okkur
hefir að þessu leyti svipað til
þeirra, sem ekki dirfðust að taka
ofan höfuðfat á almannafæri,
vegna þess að þeir voru með
geitur. Okkur furðar nú á slíkri
þolinmæði við þess konar ó-
sóma, að menn skyldu ekki
I
heldur hafa einhver ráð með að
verka sig upp en að leggja á sig
þessar felur með höfuð sitt. En
þó gegnir hitt ólíkt meiri furðu,
hversu lengi við höfum haft
þolinmæði til þess að reyna að
dylja Skálholt. Hefir nálega
þurft að elta á röndum hvern
málsmetandi, erlendan gest,
sem að garði hefir borið, til þess
að afstýra því, að hann fengi
augum litið hið hörmulega
ástand þessa sögufræga staðar.
Hvað hinn sænska biskup
snertir, þá varð ofan á, góðu
heilli, að farið skyldi með hann
og fylgdarlið hans í Skálholt.
Bæði var, að við, sem tókum að
okkur að fylgja honum, treyst-
umst ekki til að finna ástæður,
er frambærilegar væru við
slíkan mann og jafn gagnkunn-
ugan íslenzkri sögu, fyrir því að
sneiða hjá okkar mesta, kirkju-
lega sögustað, og auk þess voru
sumir okkar þannig sinnaðir, að
við kærðum okkur ekki um að
leika hinn venjulega skollaleik
með þessa gesti. Við hugsuðum
sem svo: Þessi þjóð er komin af
því stigi að ganga með geitur.
Hún er komin af því stigi eymd-
arinnar að breiða yfir bæjar-
skömm, þegar ókunnuga ber að
garði. Hún er komin á það stig
að þrífa sig til og losna þannig
við allan heimóttar-flótta- og
felusvip. Hún hefir, þjóðin
okkar, sýnt það yfirleitt þessa
tvo síðustu áratugi. Það er á
engan hátt samboðið eða eðli-
legt þeirri kynslóð, sem nú lifir
á Islandi, að haga sér eins og
hornkura, sem blygðast sín fyrir
að koma fyrir manna sjónir.
Og þar sem hún hefir enn ó-
þrifakaun á líkama sínum, sem
hana skortir manndóm til að
taka til nauðsynlegrar meðferð-
ar og leitast enn við að fela, þá
má ekki hlífa okkur við því að
fletta frá slíku, það er okkur
sjálfum bezt, að við finnum til
slíkra meina, þá kemur að því,
að við bætum þau.
☆
Við komum á Skálholtsstað.
Hvernig er umhorfs þar? Norð-
lenzkur ferðamaður, ónafn-
greindur, skrifar í blaðið „Dag“
í sept. 1951, „samtíning úr
Suðurlandsferð" og segir þar
m. a.: „Aðeins 2Vz km. frá þjóð-
brautinni er merkasta höfuðból
landsins á fyrri öldum, höfuð-
staður landsins í sjö aldir, heim-
kynni sumra beztu manna þjóð-
arinnar, vettvangur mikilla at-
burða Islandssögunnar, hið
forna biskupssetur, Skálholt á
bökkum Hvítár. Það er skaði,
að margir íslenzkir ferðamenn
fara svo um þessar slóðir að
gefa sér ekki tíma til að koma í
Skálholt. Það er góð kennslu-
stund í Islandssögu að koma
þar heim á hlaðið — ekki þó
þannig skilið, að menn læri þar
eitt né neitt um merkisatburði
eða stórmenni þessa fornhelga
staðar, haldur vegna þess, að
hvergi er fremur en þar hægt
að sjá, hversu sorglega litla
rækt þessi „söguþjóð" hefir lagt
við sögu sína og fornar minjar
. . . . Staðurinn er gersamlega
rúinn gripum og fornum minj-
um, svo hreina furðu má kalla.
Margur undrast að engin til-
raun skuli hafa verið gerð til
þess að spyrna fótum við eyði-
leggingunni. Kirkjan er ómessu-
fær .... Naumast mun fyrir-
finnast ömurlegra guðshús á
landi hér. Altaristafla er engin.
Gólfið er að brotna niður.
Kirkjan virðist skökk og skæld
á grunninum .... Niðurlæging-
in er svo stórkostleg, að menn
verða að sjá hana með eigin
augum til þess að trúa“.
Þannig var umhorfs í Skál-
holti, þegar hinir norrænu
kirkjumenn með Björkqvist í
broddi fylkingar komu þar. Og
samt lifðu þeir þar stund, sem
verður þeim öllum ógleyman-
leg. Engin vanhelgun eða niður-
níðsla getur gert að engu það,
sem einu sinni hefir gerzt. Hinir
erlendu bræður fundu, að þeir
voru staddir á heilagri jörð, ein-
um helgasta stað Norðurlanda.
Hánn var næsta ólíkur yfirlitum
þeim setrum nágrannalandanna,
sem í þeirra sögu eru sambæri-
legir við það, sem Skálholt er í
okkar sögu. Hann var — og er —
yfirlftum líkastur því sem villtir
víkingar hefðu farið þar um,
látið greipar sópa og fátt látið
ógert, sem verða mátti til þess
að lýsa sem dýpstri fyrirlitningu
á minningum þessarar þjóðar.
En þytur golunnar í stráum
kirkjugarðsins varð að ómi, sem
bar boð frá liðnum tímum, varð
eins og niðandi æðasláttur lífs-
ins í þessu landi, það var sem
gestirnir hefðu lagt eyra að
barmi þjóðarinnar og hlustað á
hjartaslögin, bifuð ugg og von-
um, baráttu, sigrum og ósigrum,
hörmum og hamingju. Og þeir
fundu það, gestir okkar, að líf
þessa staðar, hjartastaðar ís-
lenzkrar, kristinnar menningar,
var þeim ekki óviðkomandi, það
var þáttur í sameiginlegu lífi og
sögu norrænnar kristni og
menningar. Þeir fundu það og
létu í ljós, að það varðar frænd-
ur okkar og trúbræður í ná-
grenninu, hvernig eftirleiðis fer
um þennan stað.
En hitt getur hver maður sagt
sér sjálfur, að þeir hafa ekki
komizt hjá því að velta fyrir sér
þeirri spurningu, hvað geti
valdið því; að þjóð, sem annars
er svo framgjörn og að mörgu
leyti svo metnaðarsöm og mann-
dómleg í menningarsókn sinni
og framkvæmdum, skuli þola
sjálfri sér að vansæma minning-
ar sínar, sögu sína, líf sitt eins
og hún gerir í Skálholti. Þjóðin,
sem hefir unnið sér orðstír og
staðfest sinn tilverurétt vegna
ræktarsemi við sögulegar erfðir
og vegna frábærrar meðferðar á
söguefni, sem án hennar væri
glatað til óbætanlegs tjóns fyrir
skyldar þjóðir, að þessi sama
þjóð skuli öðrum þræði vera
svona ótrúlega sinnulaus um
helgustu sögumenjar sínar og
þjóðarvé.
Þeir fengu engar skýrinngar á
þessu. Þær eru mál út af fyrir
sig. Málsbætur eigum við að því
leyti, að við vorum ekki sjálf-
ráðir, þegar vansæmdarsagan
hófst. En framhaldið er á okkar
ábyrgð. Og svo mikið er víst, að
málsbætur eigum við engar í
þessu hér eftir, ef ekki verður
skjótt og af fullri röggsemi
brugðið á annað ráð. Og sem
betur fer er fullt útlit fyrir, að
svo verði. I því sambandi vil ég
með þakklæti vitna til ritstjórn-
arummæla í ágústhefti þessa
rits: „Fyrir fáum árum var
kveiktur neisti þeirrar hugsjón-
ar, að hér (í Skálholti) skyldi
aftur rísa vegleg mannvirki og
andleg miðstöð í einhverri
mynd. Neistinn hefir kveikt eld,
sem vonandi verður að áhuga-
báli meðal allrar þjóðarinnar. . .
Hér skal rísa nýr Skálholls-
staður. Að því verður öll þjóðin
að stuðla“.
Ég efa ekki, að þorri lesenda
muni taka undir þessi drengi-
legu orð. Það heyrast æ fleiri
raddir um það, að mál sé komið
og meira en mál, að öll landsins
börn taki höndum saman til þess
að hefja Skálholt úr eymd sinni.
Skálholtsfélagið starfar þegar í
nokkrum deildum á ýmsum
stöðum. Tvennt vakti fyrir með
stofnun þess: Að vekja áhuga,
kveikja neistann, og verða á-
hugamönnum starfstæki til þess
að hrinda fram hugsjónum um
endurreisn staðarins. Félagar
gangast undir ákveðið árgjald í
viðreisnarsjóð Skálholtsstóls. —
Auk þess leitast félagið við að
afla fjár með öðrum hætti.
Verði þessi félagssamtök fjöl-
menn og stuðningur við þau al-
mennur er fjárhagslegur grund-
völlur fenginn fyrir sómasam-
legri endurreisn. Og vissulega
mun Alþing og ríkisstjórn koma
til móts við almennan áhuga.
Árið 1956 eru réttar níu aldir
síðan fyrsti biskupinn var vígð-
ur til Skálholts. Það ár er níu
alda afmæli innlendrar kirkju-
stjórnar og íslenzks skólahalds.
Skálholtsskóli sá, sem Isleifur
Gissurarson stofnaði, var í raun-
inni fyrsti, íslenzki háskólinn.
Öllum, sem út í málið hugsa,
hlýtur að vera Ijóst, að það væru
óverjandi afglöp í menningar-
legu tilliti að vera ekki búinn
að veita Skálholti myndarlega
uppreisn mála sinna á því ári.
Við getum ekki gert allt, sem
gera þarf, fyrir þann tíma. En
við getum sýnt, að hverju við
stefnum.
Hvað á Sk.álholt að verða?
Það, sem það er: Helgidómur,
alþjóðarvé. Helgidómur er það.
Því hefir níðsla undanfarins
tíma ekki breytt, því getur ekk-
ert hnekkt, meðan landið er
ofan sjávar og þjóðin man til
sín. En hvað gera siðaðir menn
við helgidóma sína, hvernig búa
þeir að þeim? Láta þá ekki
grotna niður í vanhirðu og van-
sæmd — það er að vanvirða
sjálfan sig, láta þá ekki týnast
úr meðvitund sinni — það er að
afrækja það bezta í sjálfum sér.
Menn elska helgidóma sína,
virða þá, rækja og prýða og
finna það við hvert viðvik, sem
miðar að þessu, að þeir eru að
göfga sjálfa sig, prýða, fegra sinn
innri mann, glæða, efla það
bezta, sem með þeim býr.
Hvað gerum við Skálholti til
sæmdar? Við reisum þar kirkju
fyrst, musteri, sem verði boðleg
umgjörð þeim munum, sem
varðveizt hafa frá tignartímum
staðarins og hæfileg ímynd
þeirra kenda, sem heilbrigð þjóð
ber í brjósti gagnvart helgustu
minningum sínum og hugsjón-
um. Þótt dómkirkjan í Skálholti
væri oft endurnýjuð og endur-
byggð, var heildarsvipur henn-
ar lengst af mjög samur við sig
allt til þess, er stóllinn var lagð-
ur niður. Mörgum virðist ein-
Hér á dögunum rakst ég á
grein í Vísi um utanför Páls
Bergþórssonar veðurfræðings til
námsdvalar í Stokkhólmi.
Samtímis því sem ég tek undir
hrósyrði Vísis um þenna ágætis
mann, vildi ég til fróðleiks bæta
við nokkrum upplýsingum um
stofnun þá, sem Páli er boðið að
dvelja við í vptur. Stofnun þessi
heitir Institutet för Meterologi
og er alþjóðleg vísindastofnun,
þar sem fram fer vísindaleg
samvinna veðurfræðinga frá
mörgum löndum í því skyni að
reyna að leysa þau veðurfræði-
legu viðfangsefni, sem nú eru
efst á baugi og þá ekki sízt það
spursmál, að spáð verði lengra
fram í tímann en nú er gert.
Forstöðumaður stofnunarinnar,
Carl-Gustaf Romby, sá er bauð
Páli hingað, er í tölu allra fræg-
ustu núlifandi veðurfræðinga.
Hann er sænskur, nam veður-
fræði í Bergen og fluttist ungur
til Ameríku. Hann var um skeið
prófessor við Massachusetts In-
stitute of Technology og var
síðar um skeið aðstoðarforstjóri
U. S. A.’s Weather Bureau í
Washington og forstjóri veður-
fræðistofnunarinnar í Chicago.
Árið 1947 var hann kallaður til
prófessorsembættis í Stokk-
hólmi og hefir komið þar upp
þeirri alþjóðlegu vísindastofnun,
er fyrr getur. Þar starfa nú vís-
indamenn frá mörgum löndum,
einkum enskumælandi, og fer
öll kennsla þar fram á ensku.
Þess má geta, að einn af aðal-
kennurunum við þessa stofnun
nú er íslendingur, Geirmundur
Árnason, er nam veðurfræði í
Osló og var síðan í nokkur ár
veðurfræðilegur ráðunautur
flugfélagsins SAS og fór á veg-
um þess víða um heim. Geir-
mundur vinnur nú að háteóre-
tiskum rannsóknum, er miða að
því að taka hina nýju matema-
sætt stefna að því, að hin nýja
kirkja verði í meginatriðum með
sama svip og sniði. Þessi kirkja
á ekki síðan að standa auð og
tóm sem varði einn eða bauta-
steinn yfir minningum staðarins.
Það þarf að halda þar uppi
þjónustu og sitja staðinn ó þann
veg, að hann geti orðið að nýju
„andleg miðstöð“. Það hvíla á-
lcvæði á hinu helga landi Péturs-
kirkju í Skálholti: Þar skal á-
vallt biskupsstóll vera meðan
landið er byggt og kristni helzt
í landi. Þau lög lagði einn mesti
ágætismaður þjóðarinnar að
fornu og nýju, Gissur biskup ís-
leifsson, á óðal sitt um leið og
hann gaf það kirkjunni. Þegar
við minnumst þess eftir tæp
þrjú ár, er faðir hans var vígður
til SkHlholtsstóls, þurfa íslenzk-
ir löggjafar að vera búnir að
bæta það trúnaðarbrot, sem út-
lend valdstjórn framdi, er hún
gekk í berhögg við þessi forn-
helgu ákvæði með því að
selja landið ásamt kirkjunni
og munum hennar, hirða and-
virðið í sinn vasa og senda
biskup og skóla á hrakning. Nú
mun ekki þykja tækilegt, að
biskupinn yfir íslandi flytjist úr
höfuðstaðnum, þar sem hinn sí-
vaxandi verkahringur hans
snertir svo mjög stofnanir og
aðila, sem þar eru. Þess vegna
hefir Skálholtsfélagið fylkt sér
um það stefnumál, að vígslu-
biskupi Skálholtsbiskupsdæmis
verði ákveðin seta í Skálholti og
honum jafnframt með lögum
markað starfssvið, ætluð tiltekin
biskupsstörf.
Þetta tvennt eru hornsteinar
sómasamlegrar endurreisnar
Skálholtsstaðar. Á þessum
grundvelli getur það Skálholt
risið, sem verði komandi kyn-
slóðum ekki aðeins til sæmdar
og gleði, heldur og til verulegra,
andlegra nytja og blessunar.
„Nýr Skálholtsstaður — að
því verður öll þjóðin að stuðla".
—FREYR, des. 1953
tikvélar í þjónustu veðurfræð-
innar. Hann mun því ekki
dvelja hjá Romby lengur en til
áramóta, því honum hefir boð-
izt góð staða í Bandaríkjunum
og mun hann hverfa þangað upp
úr áramótum.
Stokkhólmi, í okt. 1953
« Sig. Þórarinsson
—VISIR
Elzfri íslendingurinn,
Helga Brynjólfs-
dótf-ir, lézfr 3. des.
Hafnarfirði: — Elzti Islend-
ingurinn, Helga Brynjólfsdóttir,
andaðist að morgni dags 3. des.
síðasl. að heimil sínu, Hring-
braut 7 hér í bæ, 106V2 árs að
aldri. — Helga var fædd 1. júní
árið 1847 að Kirkjubæ á Rang-
árvöllum.
/
Klæddist daglega
Helga var við fulla heilsu allt
fram á síðasta dag. — Hún
klæddist daglega, og sat með
prjóna sína mestan hluta dags.
Allt fram yfir nírætt las hún
gleraugnalaust, en sama og
ekkert nú síðustu ár. Einnig
hlustaði hún orðið lítið á útvarp.
Að öðru leyti fylgdist Helga vel
með og var bæði andlega og
líkamlega hress. Sjón hennar og
heyrn var sæmileg allt fram til
síðustu stundar.
Elzti íslendingurinn
Geta má þess, að ættfræðingur
nokkur tók sér það fyrir hendur
að rannsaka, hvort nokkur ann-
ar íslendingur hefði náð eins
háum aldri og Helga Brynjólfs-
dóttir. Eftir gaumgæfilega eftir-
grenslan, komst hann að því, að
svo var ekki. — Var hún því elzti
Islendingurinn, a. m. k. svo langt
aftur í tímann, sem kirkju-
bækur ná.
—Mbl., 3. aes.
RICHARD BECK:
Tvö ferðakvæði
Logndagur á Kyrrahafsströnd
Forni vinur, fagurbláa haf,
fögnuð* vekur þú í sálu minni,
ritað sumars gullnum geislastaf,
glitað mildri töfrablæju þinni.
Seglin björtu heilla huga minn,
horfin draumaskip úr ægi rísa,
halda á ný úr höfn með farminn sinn,
hlaðin vonum, stjörnur sæinn lýsa.
Innri sjónum, yzt við hafsins rönd,
yndisríkum sveipuð röðulloga,
ættarjarðar brosir blessuð strönd,
blika fjöll í speglum kyrra voga.
1 Yellowstone National Park
Bróðir Geysis bjartri súlu
byltir hátt á kynjaslóðum,
þar sem undraorku knúin
ólgar jörð í hvítum glóðum.
Silfurreykir svífa yfir
svellagljáum hveravöllum,
sindra í lofti sumartæru,
svipinn milda- á klettatröllum.
Sólu roðin höfuð hefja
hrikafjöll í bláa geima.
Landið fagra, langt í norðri,
létt er hér að muna og dreyma.
Þjóðgarðurinn Yellowstone National Park er, eins og kunnugt
er, einn af víðfrægustu stöðum í Bandaríkjum Norður-Ameríku,
sökum svipmikillar, sérstæðrar og fjölbreyttrar náttúrufegurðar
sinnar. Meðal annars er þar fjöldi hveravalla, leirhverir svo
þúsundum skiptir og goshverir eitthvað hundrað talsins; þeirra
frægastur er „Old Faithful", sem nefndur er í kvæðinu „Bróðir
Geysis“. —Höf.
—EIMREIÐIN
íslendingur síarfandi við frægustu
veðurfræðistofnun heims