Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Grease 24-Hour Service Tune-Ups Accessories Repairs PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round, The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES ON COUNTRY TRIPS WEDDINGS FUNERALS 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1954 NÚMER 4 Minmngarorð um Finnboga Hjálmarsson Elli, þú ert ekki þung anda Guði kærum. Fögur sál er ávalt ung undir siljurhærum. Slgr. Th. Sunnudaginn hinn 3. þ. m., lézt að heimili dætra sinna, Guðrúnar og Sigríðar í Van- couver, B.C., Finnbogi Hjálmars- son 93 ára að aldri, gáfumaður mikill og fróður um margt; hann hélt óskertum andlegum og lík- amlegum skilvitum sínum til hinztu stundar. Finnbogi var fæddur hinn 16. dag septembermánaðar árið 1860 í Breiðuvík á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hjálmar Finnbogason Hjálmarssonar frá Vík á Flat- eyjardal og Kristbjörg Hjalta- dóttir Einarssonar frá Grana- stöðum í Köldukinn. Presturinn, sem skírði Finnboga var séra Jón Ingjaldsson á Húsavík. Er Finnbogi var fjögra ára gamall f luttist hann með foreldrum sínum að prestssetrinu á Húsa- vík og dvaldi þar næstu tvö árin; síðan var oft skipt um bústað, þótt flest væru vistarheimili i’irinboga í sömu kirkjusókn. Um þetta leyti veitti Dyngju- íjallagosið búendum í Þingeyj- arsýslum og vítt um Austurland Þung áföll, er leiddu til vestur- flutninga svo, sem kunnugt er; hrundu þá flestir bæir í grend við Húsavík til grunna af völd- um náttúruhamfaranna og voru því horfurnar alt annað, en glæsilegar. Enn skipti Finnbogi, ásamt foreldrum sínum um bú- stað, og var nú setzt að á Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn og þar dó móðir hans; dvöldu þeir feðgar næstu árin á ýmissum stöðum, svo sem á Flögu, en þá bjó þar Ásmundur Sæmundsson °g kona hans Bóthildur Björns- dóttir, foreldrar Valdimars iræðimanns og Fjallkonu-rit- stjóra; nú höfðu þeir feðgar orðið aðskila, og lézt Hjálmar faðir Finnboga árið 1879 í Siglu- vík á Svalbarðsströnd. — Hinn 11. júní 1884 kvæntist Finnbogi og gekk að eiga Ólöfu plafsdóttur Gabríelssonar Ket- ilssonar og konu hans Solveigar Eiríksdóttur frá Hafrafells- tungu. Séra Guttormur Vigfús- son prestur á Svalbarði í Þistil- firði, síðar prestur að Stöð í Stöðvarfirði, gaf þau saman í bjónaband, en Finnbogi hafði verið eitt af fermingarbörnum séra Guttorms. Erá Flögu í Þistilfirði fluttist Einnbogi vestur um haf ásamt bonu sinni og kornungri dóttur °§ var stigið á skipsfjöl á Vopnafirði 28. júní 1887. Hinn 19- júlí kom fjölskyldan til V/innipeg, en átti þar skamma viðdvöl, en fór til íslenzku bygðarlaganna í Nort Dakota þar, sem heimilið stóð í tólf ár. Em haustið 1899 tók Finnbogi sig upp enn á ný ásamt fjöl- shyldu sinni, sem nú hafði vaxið fluttist til Winnipegosis í Vianitobafylki, þar sem hann gaf si§ að landbúnaði og fiskiveið- og farnaðist vel; um lífsaf- omu sína í þessu nýja heim- ynni komst Finnbogi svo að orði í dagbók sinni: >,Hér í Winnipegosis höfum við búið í 14 ár við góða heilsu °g nægilegt til fæðis og klæðis. Finnbogi Hjálmarsson 89 ára Guði sé lof og dýrð fyrir hans handleiðslu á okkur öllum.“ Þeim Finnboga og frú Ólöfu varð sex barna auðið; tvö þeirra dóu í bernsku, Sigríður Sesseija, 2ja ára, og Númi Jóhann á fyrsta aldursári; á lífi eru frú Guðrún Schaldemose, frú Sigríður Sol- veig Jónasson, báðar til heimilis í Vancouver, Hjálmar Leo, bú- settur að Flin Flon, og Númi héraðslæknir að Woodlands, Manitoba; öll eru þessi fjögur systkini góðum gáfum gædd og traustum mannkostum búin. Konu sína misti Finnbogi hér í borg hinn 9. febrúar 1944, og var útför hennar gerð frá Bar- dals þremur dögum síðar. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. Sambúð þeirra Finnboga og frú Ólafar varð löng og að sama skapi ástúðleg. Finnbogi var til moldar bor- inn hinn 9. janúar; var útför hans einnig gerð frá Bardals undir forustu Dr. Valdimars og jarðsetning fór fram í Brook- side grafreit; og hvíla þau nú þar hlið við hlið, þessi ágætu land- námshjón, er fegrað höfðu líf samferðasveitar sinnar með hátt- vísi og drengskap; barnabörn þeirra eru níu, en fimm barna- barnabörn. Finnbogi Hjálmarsson var gáfumaður og fróður um margt; hann unni sagnafróðleik og var stálsleginn í ættfræði; í þeim efnum var ekki við lambið að leika sér þar, sem hann átti í hlut; hann var vel skáldmæltur og í raunninni meira skáld að eðliðisfari en vísun hans báru vott um. Margt af því, sem Finn- bogi reit í lausu máli bar á sér verulegan snildarblæ; hann var búinn ágætri frásagnargáfu og margt af því, sem hann reit á fyllilega skilið, að því yrði safnað saman í bók. Lítt hafði Finnbogi af skóla- göngu að segja, en þess fleira nam hann af lífinu og sjálfum sér; hann var gagnmentaður í íslenzkum fræðum og unni hug- ástum ættlandi sínu og stofn- þjóð. Fyrir endur og löngu birtist í Lögbergi ritgerð^Étir Finnboga, „Huginn og Muninn", er svo víðtæka athygli vakti, að dr. Guðmundur Finnbogason, er var manna næmastur á fegurð hins skráða máls, sendi mér fyrir- spurn um það, hvat manna höíundur hennar væri. Finnbogi tók mig eitt sinn í anda með sér upp á eitt afar- hátt fjall og sýndi mér þaðan öll ríki Austurlands og þeirra dýrð; hann var manna fróðastur um örnefni; hann sýndi mér heim að Háreksstöðum þar, sem ég fyrst leit ljós þessa dags og benti mér á fjöllin í heiðinni; hann gleymdi heldur ekki Sú- lendum né Hágöngum, er frá bæjardyrum mínum blöstu við í vestri; ferðalag þetta kom mér alveg að óvörum og verður mér þar af leiðandi enn minnisstæð- ara. Finnbogi var góður ferða- félagi í fleiri en einni merkingu. Finnbogi var maður höfðing- legur ásýndum, brosmildur og hnyttinn í svörum; hann var grandvar í orði og kunni illa hnjóðsyrðum um samferðamenn sína; öllu slíku eyddi hann skjótt og var á augnabliki kom- inn út í aðra og fegurri sálma. Er ég nú í fám orðum minnist vinar míns Finnboga Hjálmars- sonar, flögrar um huga minn niðurlagssetningin í hinni fall- egu bók Bjornsons Norðmanna- skálds Á guðs vegum: ,IÞar sem góðir rpenn fara eru guðsvegir". Finnbogi orti sína síðustu vísu hinn 9. desember síðastlið- inn, og átti þá skamt eftir ólifað, en þessi er vísan: „Lífs í vanda ligg ég hér lúinn í strandi mxnu. Heilagur andi hjálpi mér heim að landi sínu“. í guðs friði! Einar P. Jónsson Fjórveldafundur Á mánudaginn hófst í Berlín fundur, sem utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands, Banda- ríkjanna og Rússlands standa að; ráðgert var að megin við- fangsefni fundarins yrði það, að reyna að fá Rússa til að fallast á friðarsamninga við Austurríki og Þýzkaland. Naumast verður sagt, að horf- ur væri glæsilegar, því þegar eftir fundarsetningu gerði Molo- tov utanríkisráðherra Rússa þær kröfur, að erindrekar frá Kína yrðu kvaddir til ráðstefnu og að Norður-Atlantshafsvarnar- bandalagið yrði lagt niður; orð fyrir hinum stórveldunum þrem- ur hafði John Foster Dulles og kvað kröfur Rússa ekki ná nokk- urri átt. Kínar ættu ekkert til- kall til þátttöku, og vestrænu þjóðirnar væru á einu máli um það, að áminst varnarbandalag væri eini grundvöllurinn fyrir tryggum Evrópufriði. 11 óra drersgur og 24 óra stúlka drukknuðu ó Vatnsleysuströnd Ó!ag skoðaSi þeim úi af granda milli hólma og lands; þau voru að sækja kindur Það hörmulega slys vildi til í gær á Vatnsleysuströnd, að 11 ára drengur og 24 ára stúlka drukknuðu í lands- steinunum. Tók ólag þau og skolaði þeim af granda milli hólma og lands, er þau voru að sækja kindur í hólmann. Drengurinn, sem drukknaði, hét Þórður Halldórsson, sonur hjónanna á Litlu-Vatnsleysu, þeirra Eyþóru Þórðardóttur og Halldórs Ágústssonar. Stúlkan var móðursystir hans, Sigríður Þórðardóttir, dóttir hjónanna á Stóru-Vatnsleysu, Þórðar Jónas- sonar og Þórunnar Einarsdóttur. Þurfiu að vaða í land Kindur voru úti í hólma, sem nefndur er Eyri, enda var hann áfastur við land hér áður. Er nú grandi milli hans og lands, sem kemur upp úr sjó um lágfjöru. Þau Þórður og Sigríður fóru til að sækja kindurnar um hádegis- bilið og þurftu að vaða út í hólmann, enda hálffallið að. Gekk allt slysalaust út í hólm- ann. Þau ráku kindurnar eftir grandanum, og munu þær hafa verið komnar á land, er ólag reið yfir grandan af vestri, en stór- brim var þarna við ströndina. Kaffærði það þau bæði og bar þau austur á grandann, þar sem er alldjúpt. Þessi atburður sást heiman af bæjunum, og var strax brugðið við og farið niður til sjávar, en ekkert sást eftir af þeim. Bar leit að þeim ekki árangur fyrr en um tvöleytið, að lík drengsins fannst rekið. Leitað með ljósum um fjörur Haldið var áfram leit að líki stúlkunnar, og voru 20—30 manns að leita kl. að ganga átta í gærkveldi, fólk af bæjunum og úr Vogum. Höfðu þeir leitarljós, er fengið var að láni af Kefla- víkurflugvelli. Átti að halda leitinni áfram fram eftir kvöldi. —Aþbl., 31. des. Sjö ára drengur fórst í eidsvoða að Heiði í Gönguskörðum Öðrum dreng bjargað slösuðum, og konan brenndisl við að bjarga börnunum, sem voru tíu; fólkið slapp á nærklæðunum. — Bærinn brann alveg og einnig hænsnahús, fjárhús og 200 hesla hlaða; 40 hænsni brunnu inni. Það hörmulega slys vildi til, að á Heiði í Gönguskörðum brann inni sjö ára gamall drengur, er bæjarhúsið brann til grunna. Öðrum dreng eldri var bjargað slösuðum og konan brenndist á höndum við að bjarga börnunum. En í heimili var 12 manns, hjónin og 10 börn þeirra, á ýmsum aldri. Bærinn að Heiði var timbur- hús, ein hæð og íbúðarloft, en áfast við það var gamall bær, gamalt fjós, sem haft var fyrir fjárhús, hlaða með 200 hests- burðum af heyi og hænsnahús með 40 hænsnum. Á lofti íbúð- arhússins sváfu fjögur börn hjónanna, en hin niðri. Enginn heima um nóttina Enginn af heimilisfólki var heima um nóttina. Höfðu hjón- in farið með öllum börnum sín- um að Innsta-Landi á skemmt- un, þar sem m. a. yngsta barn þeirra var skírt. Kom fólkið heim um sexleytið og gekk þá til náða, nema elzta dóttirin, sem varð eftir á Innsta-Landi við að ræsta samkomuhúsið. Vaknaði við eld á loftinu Ekki hafði fólk sofið meira en klukkustund eða svo, er einhver vaknaði og varð þess var, að eldur var kominn upp á löfti bæjarhússins. Var eldurinn þeg- ar orðinn magnaður og breiddist ört út um loftið og húsið ofan- vert frá einu herbergi þar sem tveir drengir sváfu. Fólkið reynir að komast út Gerðist margt í skjótri svipan, því að öll þau börn hjónanna, sem á loftinu sváfu, voru í bráðri hættu. Hentist allt fólkið upp úr rúmunum á nærklæðunum ein- um, og tókst konunni, Ástu Agnarsdóttur, að draga þrjú þeirra, sem uppi sváfu, niður um stigagatið af brennandi loftinu. Ofsaveður í fyrrinótt REKJAVIK, 6. JANÚAR 16 skip slilnuðu upp í höfninni, þar á meðal Hæringur. 4 togara, 5 vélbála og varðskipið Þór rak rak upp í Norðurgarðinn. ■— Fimm báta rak út úr höfninni. Einn hefix týnzt. Skemmdir urðu litlar á hinum bátunum. Merkúr stjórnmála- maður látinn Síðastliðinn sunnudag lézt í Ottawa Mr. Hume Wrong að- stoðarutanríkisráðherra sam- bandsstjórnarinnar 59 ára að aldri og fyrrum sendiherra Canada í Washington; var hann um alt hinn gagnmerkasti maður og einn mesti sérfræðingur, sem canadíska þjóðin hefir eignast á vettvangi utanríkisþjónust- unnar. Ofsaveður geysaði hér í fyrrinótt og fram á morgun. Slitnuðu 16 skip upp í höfn- inni og rak ýmist upp í Norðurgarð eða út úr höfn- inni og strönduðu í Viðey, við Skarfaklett, í Gufunesi og Laugarnesi. Hæringur slitnaði fyrstur upp og tók með sér 4 gamla togara, sem lágu utan á honum ásamt varðskipinu Þór. En auk þess slitnuðu upp í höfninni 10 vélbátar. Ekkert skipanna skemmdist neitt að ráði og náðust flest þeirra í gær nema einn vélbátur, sem virðist gersamlega horfinn. Togararnir, sem lágu utan á Hræingi voru Guðmundur Júní (Júpíter gamli), Höfðaborg (Belgaum), Gyllir og Þórólfur. Menn voru aðeins um borð 1 Guðmundi Júní og voru vélarn- ar í gangi. Öll skipin rak upp í Norðurgarð. Tókst að ná togur- unum að bryggju aftur eftir mjög stuttan tíma. Varðskipið Þór var í vélarhreinsun og voru menn um borð. Tókst fljót- lega að koma honum aftur að bryggju. Skipin voru alveg óskemmd. Marga bála rak út úr höfninni Allmargir bátar, sem lágu við Ægisgarð að vestanverðu, slitn- uðu upp. Ernu og Rifsnesið rak upp í Norðurgarð og slengdust á garðinn. Lágu þau þar mest all- an daginn í gær. Vélbátinn Leo II. (járnbát) rak út úr höfninni og strandaði hann á Skarfakletti, milli Viðeyjar og Laugarness. Vélbátinn Ásbjörn rak einnig út úr höfninni og lenti í Gufu- nesi móts við Áburðarverk- smiðjuna. Einn vélbáturinn, sem rak út úr höfninni, en ekki er vitað nafn á, strandaði í Viðey. Þrír bátar slilnuðu frá V erbúðabryggj unum Þrír bátar slitnuðu upp frá verbúðabryggjunum við granda- garð. Voru það bátarnir Brimnes frá Barðastrandasýslu, Muggur frá Reykjavík og Bliki frá Reykjavík. Bátar þessir lentu í fyrstu á staurum þeim, sem byrjað er að reka niður vegna væntanlegrar bryggju, er smíða á þarna vestur frá. Síðan rak bátana alla leið út í Norðurgarð og var þeim náð þar skömmu fyrir hádegi. Alþbl., 6. janúar Eiu vantaði En eitt barnið náðist ekki, 7 til 8 ára gamall drengur, Sigurð- ur að nafni. Með honum var eldri bróðir hans í herbergi því þar sem eldurinn virtist eiga upptök. Eldri drengurinn vakn- aði í ofboði og hentist fram, en hinn komst ekki sjálfur og loftið orðið alelda, svo að ekkert viðlit var að koma honum til bjargar. Suðveslan stormur æsti eldinn Suðvestan stormur æsti eld- hafið. Varð húsið strax alelda og eldur læsti sig í húsin, sem áföst voru við það. Vannst bóndanum, Agnari Jóhannessyni, þó tími til að hleypa út fénu, sem var í gamla fjósinu, áður en það sak- aði, en hænsnin köfnuðu eða brunnu öll í hænsnahúsinu. Náði eldurinn einnig hlöðunni og brann hún og heyið með öllu. Stóðu húsin öll í björtu báli í einu, og varð engu af innan- stokksmunum bjargað, en fólk- ið klæðlaust úti. Hjálp frá Sauðárkróki Slökkviliðið frá Sauðárkróki fór upp að Heiði kl. 10 í morgun, en þá voru húsin að mestu leyti arunnin. Hófst það handa um að slökkva í rústunum. — Börn- in öll, sem eftir lifðu, og konan, voru flutt til Sauðárkróks, en bóndinn varð eftir við slökkvi- starfið. Konan og einn drengur brennduslu Drengurinn, sem vaj: í her- berginu með þeim, er fórst, hafði brennst talsvert, og var fluttur í sjúkrahús, enda stóð tæpt á að honum yrði bjargað. Einnig Drenddist konan á höndum við að bjarga börnum sínum af loft- inu. önnur sakaði ekki. Fólkið sfendur allslaust uppi Fólkið stendur nú allslaust uppi, þar eð engu var hægt að bjarga. Hús voru lágt vátryggð og einnig innanstokksmunir, svo að tjón þess er mikið. — Slökkvi liðið hafði lokið starfi sínu síð- degis. Fannst lík drengsins í rústunum, er komist varð" að þeim. Eldsupplök ókunn Ekki virðist vera unnt að fá úr því skorið, hver upptök eldsins hafi verið. Halda menn helzt, að það hafi orðið út frá kerti í her- bergi drengjanna tveggja, en drengurinn, sem út komst man óglöggt að segja frá atvikum, sökum ofboðs þess er greip hann, þegar hann vaknaði í brennandi herberginu. —Alþbl., 30. des. Bandaríkin og St. Lawrence Eftir tuttugu ára þjark og þóf hefir Senate Bandaríkjanna fall- ist á samvinnu við Canada um gerð og virkjun St. Lawrence skipaskurðarins; hvernig málinu reiðir af í neðri málstofunni er enn eigi vitað þó nokkurrar mótspyrnu hafi þegar orðið vart.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.